Um hvað snýst kærleikurinn

Ég hef verið að velta fyrir mér um hvað kærleikurinn snýst? Yfirleitt þegar fólk talar um kærleika að þá dregur það fram oft á tíðum eitthvað ákveðið mary poppins atriði þar sem allt er svo ljúft og fagurt. Er það virkilega svo að kærleikurinn sé bara húlum hæ og úti er ævintýri? Fyrir mér er þetta svar mjög einfallt og svarið er nei.



Kærleikurinn snýst mikið um samskipti við annað fólk. Elska skaltu náungan eins og



sjálfan þig. 7 af boðorðunum 10 snúast um samskipti milli okkar mannana. Síðan segir Jesús að 2 boðorð uppfylla hin 10 og það er að elska Guð og náungan. Kjarninn í kærleikanum er samskipti okkar við Guð og aðra menn. Það sem hefur opinberast fyrir mér er hvað tíminn er dýrmætur. Það skiptir miklu máli að maður sé tilbúin að gefa af tíma sínum til að hjálpa öðrum og vera til staðar.



Ég las það að þetta gæti verið stundum erfift fyrir okkur karlmenn að skilja þetta. Sumir menn segjast. Skaffa vel og segja svo hvað viljið þið meir? Síðan var sagt að aðalatriðið væri það að maki og börn vilja líka fá af tíma mans. Eignir og annað koma alldrei í staðinn fyrir að gefa af sér tíma með fjölskildunni og eiga samskipti við þau.



En er kærleikurinn bara ljúft Mary Poppinsævintýri? nei fjarri fer því. Biblían segir að sá faðir sem sparar vöndinn á son sinn hatar hann. Það skil ég á þann hátt að þeir foreldrar sem aga ekki börnin sín, þykir ekki vænt um þau eða er allveg sama um velferð þeirra. Jesús áminnti menn og lét þá vita ef þeir voru að gera það sem rangt var. En samt sé ég áminningu hans þríþætta þegar hann talar til safnaðana 7. Fyrst hrósar hann þeim fyrir það sem þeir gera vel, síðan leiðréttir hann villuna og svo kemur hann með hvatningu til að breyta rétt. Mér finnst Drottinn alltaf að vera hvetja okkur til að gera það sem er rétt í hans augum. Ég sé ekki Drottinn fyrir mér með einhvern refsivönd til að flengja mig í hvert skipti sem ég klikka. En ég sé hann sem kærleiksríkan Föður sem reysir mig upp ef ég klikka. En hann samþykir ekki vitleysuna sem ég geri stundum. Hann hvetur mig áfram til góðra verka.



Kærleikur er ekki það að klappa á bakið á fólki þegar það klikkar og segir já náðin er ný á hverjum degi þetta er allt í lagi, Guð fyrirgefur þér hvort sem er. Kærleikur er ekki meðvirkni og að samþykja alla vitleysuna sem aðrir gera. Kærleikurinn segir alltaf sannleikan sama hvað það kostar og setur okkur frjáls. Kærleikur er að gefa það besta þar sem þörfin er mest. Kærleikur Krists til okkar er ekkert léttvægur. Það var ekki auðvelt skref fyrir Jesús að fara á Krossinn til að taka á sig syndir okkar, sjúkdóma og svo afvopna allt óvinarins veldi. Hann þurfti að hafa fyrir því og þegar hann var í Getsemane að þá runnu niður blóðdropar úr svitaholum hans. En hann horfði ekki á sjálfan sig heldur hugsaði hann til þess sem myndi ávinnast þegar hann væri búin að uppfylla það sem honum var ætlað að gera. Hann endurreysti samfélagið við Föðurinn. Núna getum við komið í nálægð við Föðurinn, vegna þess sem Jesús gerði fyrir okkur. Og það snýst um samskipti.. Drottinn vill eiga samskipti við okkur.. Þess vegna segi ég gefðu frekar af tíma þínum í stað þess að vera upptekin af því að reyna eignast allt...



 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgerður

Fyrir mér er kærleikurinn það góða í okkur sjálfum. Og hann snýst um að sýna það góða frekar en það slæma. Þannig sýni ég kærleika.

Ásgerður , 14.1.2008 kl. 10:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband