Pedikun úr Kærleikanum laugardagskv. 23 feb 2008
24.2.2008 | 10:25
Predikun 23 feb 2008
Sigvarður Halldóruson
Að hafa hugarfar þjónsins...
Fil 2:5-9
-5- Verið með sama hugarfari sem Jesús Kristur var.-6- Hann var í Guðs mynd. En hann fór ekki með það sem feng sinn að vera Guði líkur.-7- Hann svipti sig öllu, tók á sig þjóns mynd og varð mönnum líkur.-8- Hann kom fram sem maður, lægði sjálfan sig og varð hlýðinn allt til dauða, já, dauðans á krossi.-9- Fyrir því hefur og Guð hátt upp hafið hann og gefið honum nafnið, sem hverju nafni er æðra,
Það er ekkert sérlega vinsælt að horfa á sjálfan sig sem þjón. Við sjáum ekki heldur margar bækur skrifaðar um hvað er að vera þjónn. Við sjáum miklu frekar bækur skrifaðar um að vera leiðtogi og það er það sem mörgum langar að vera.
En Jesús leit ekki á sig sem leiðtoga hann leit á sig sem þjón. Hann sagði ég er komin til að þjóna og gefa líf mitt til lausnargjalds. Þegar við lítum á okkur mennina að þá finnst okkur það ekki virðingarvert að vera þjóna öðrum. Okkur finnst það miklu meiri virðing að láta aðra þjóna okkur.
En ég man eftir því í fyrra þegar vakningin varð í Ármúlanum. Það voru svo margir sem vildu vera leiðtogar og voru að reyna stjórna og vera eitthvað númer. En Það er ekki það hugarfar sem Guð vill að við séum með.
Guð vill að við hugum örlítið að köllun okkar.
Það að starfa í Guðríkinu snýst ekki um að koma sjálfum sér á framfæri, eða vera eitthvað númer. Það að starfa fyrir Guð snýst um að gera það sem hann hefur falið manni. Því hann er jú leiðtoginn og við starfsmenn hans eða þjónar.
Það að gefa af sér það sem maður hefur öðlast er það sem hjálpar okkur að vaxa og þroskast í trúnni. Maður verður ekki fullmótaður knattspyrnumaður með því að mæta á eina æfingu. Maður þarf að æfa sig og vera duglegur og leggja mikið á sig til að ná árangri. Maður á að hafa metnað í því sem maður gerir og gera það vel. Við notum það sem við höfum og gefum af því og vöxum þannig og þroskumst. Það er ekkert ómerkilegt í Guðsríkinu sem við gerum fyrir Guð. Stundum er meiri áskorun í að gera þessa litlu hluti vel heldur en þá stóru.
En mig langar að taka á einu sem kallast afbrýðissemi eða öfundsýki. Kannski er ég sá eini hérna sem hefur orðið afbrýðissamur út í aðra því mér finnst þeir vera fá meira en ég. Þá kemur þessi hugsun oh afhverju fæ ég ekki svona líka. En máið er það að við eigum að hugsa um hag Guðsríkisins. Guð gefur okkur ekki gjafir eða hæfileika til þess að við sjálf miklumst af þeim heldur að við notum það fyrir hann. Við erum öll í sama liðinu og því á ekkert pláss að vera fyrir afbrýðissemi eða minnimáttarkennd. Það sem ég geri ef ég verð afbrýðissamur út í aðra, að þá þakka ég Guði fyrir það sem hann hefur gefið þessum einstaklingum og ég þakka honum fyrir það sem hann hefur gefið mér. Því að öll höfum við misjafnar gjafir og misjafna hæfileika.
1Kor 12:12-31
-12- Því að eins og líkaminn er einn og hefur marga limi, en allir limir líkamans, þótt margir séu, eru einn líkami, þannig er og Kristur. -13- Í einum anda vorum vér allir skírðir til að vera einn líkami, hvort sem vér erum Gyðingar eða Grikkir, þrælar eða frjálsir, og allir fengum vér einn anda að drekka. -14- Því að líkaminn er ekki einn limur, heldur margir. -15- Ef fóturinn segði: Fyrst ég er ekki hönd, heyri ég ekki líkamanum til, þá er hann ekki fyrir það líkamanum óháður. -16- Og ef eyrað segði: Fyrst ég er ekki auga, heyri ég ekki líkamanum til, þá er það ekki þar fyrir líkamanum óháð. -17- Ef allur líkaminn væri auga, hvar væri þá heyrnin? Ef hann væri allur heyrn, hvar væri þá ilmanin? -18- En nú hefur Guð sett hvern einstakan lim á líkamann eins og honum þóknaðist. -19- Ef allir limirnir væru einn limur, hvar væri þá líkaminn? -20- En nú eru limirnir margir, en líkaminn einn. -21- Augað getur ekki sagt við höndina: Ég þarfnast þín ekki! né heldur höfuðið við fæturna: Ég þarfnast ykkar ekki! -22- Nei, miklu fremur eru þeir limir á líkamanum nauðsynlegir, sem virðast vera í veikbyggðara lagi. -23- Og þeim, sem oss virðast vera í óvirðulegra lagi á líkamanum, þeim veitum vér því meiri sæmd, og þeim, sem vér blygðumst vor fyrir, sýnum vér því meiri blygðunarsemi. -24- Þess þarfnast hinir ásjálegu limir vorir ekki. En Guð setti líkamann svo saman, að hann gaf þeim, sem síðri var, því meiri sæmd, -25- til þess að ekki yrði ágreiningur í líkamanum, heldur skyldu limirnir bera sameiginlega umhyggju hver fyrir öðrum. -26- Og hvort heldur einn limur þjáist, þá þjást allir limirnir með honum, eða einn limur er í hávegum hafður, samgleðjast allir limirnir honum. -27- Þér eruð líkami Krists og limir hans hver um sig. -28- Guð hefur sett nokkra í kirkjunni, fyrst postula, í öðru lagi spámenn, í þriðja lagi fræðara, sumum hefur hann veitt gáfu að gjöra kraftaverk, lækna, vinna líknarstörf, stjórna og tala tungum. -29- Hvort eru allir postular? Hvort eru allir spámenn? Hvort eru allir fræðarar? Hvort eru allir kraftaverkamenn? -30- Hvort hafa allir hlotið lækningagáfu? Hvort tala allir tungum? Hvort útlista allir tungutal? -31- Nei, sækist heldur eftir náðargáfunum, þeim hinum meiri. Og nú bendi ég yður á enn þá miklu ágætari leið.
Það merkilega er að Guð hefur gefið hverjum og einum 500-700 hæfileika. Við verðum líklega alla ævi að uppgvöta nýja hæfileika sem við höfum. En ef við prufum eitthvað sem við höfum greynilega ekki hæfileika til að gera, að þá skulum við ekki líta á það sem mistök heldur sem tilraun.
Ef mig langaði að prufa að syngja einsöng og það myndi ekkert hljóma neitt sérlega vel, að þá væri það ekki mistök hjá mér að prófa þetta, heldur aðeins tilraun hjá mér hvort ég gæti þetta eða ekki. Ég myndi þá bara snúa mér að því sem ég er góður í.
Sumir hugsa en hvað get ég svo sem gefið ég kann ekkert mikið eða er ekkert svo klár. Sú hugsun er beint úr pyttinum og má enda þar aftur og á ekki að eiga pláss í lífum okkar og ég ætla að endurtaka það að þú hefur 500-700 hæfileika og þú skiptir máli. Þú ert dýrmæt(ur) í augum Guðs.
Hæfileikar okkar mælast ekki ef þvi sem við höldum. Guð er ekki að horfa á hvernig þjónusta okkar lítur út. Hann horfir á hugarfar okkar og trúfesti, hann lítur á hjartað.
Ég las upp í byrjun með Jesús að hann leit ekki stórt á sig, hann var ekki að upphefja sig fyrir að vera Guð. Hann var alldrei að miklast af verkum sínum. Hann þjónaði inn í líf fólks og gerði sjálfan sig lægstan öllum. Hann sagði svo við lærisveina sína sá sem vill verða mikill í Guðsríkinu þjóni öllum. Og þá kemur að þessu að oft að þá finnst okkur ekki það vera góð hugmynd að vera þjóna inn í líf annara. En þetta er það sem kærleikurinn snýst um. Að við þjónum inn í líf hvors annars því við þurfum á hvoru öðru að halda.
Ég hef allveg verið á þeim stað í lífinu að ég var alltaf að þjóna inn í líf annara eða að hjálpa öðrum, en þorði ekki að biðja um hjálp sjálfur. En hvernig fór fyrir mér? Jú ég brenndi mig út og komst að því að ég er enginn superman. Ég þarf líka hjálp eins og aðrir.
Ég ætla að segja ykkur eitt leyndarmál sem létti mikið á mér þegar það opinberaðist fyrir mér. Að hafa veikleika eða bresti er ekki synd. Guð skapaði okkur svona. Vegna þess að þegar við erum takmörkuð að þá skiljum við að við þurfum á hvoru öðru að halda.
Ég ætla að segja ykkur annað leyndarmál, 2 hlutar af fimmföldum tilgangi lífs okkar hafa með samfélag að gera, og 7 af boðorðunum 10 hafa með samfélag að gera. Þessir 2 hlutar eru það að Guð skapaði okkur sér til ánægju og til þess að við gætum átt tíma með honum. Við erum ekki slys, það var alltaf í áætlun Guðs að við myndum fæðast. Meira segja þegar þú varst í móðurkviði að þá hafði Guð áætlun fyrir líf þitt
Sálm 139:16-
Augu þín sáu mig, er ég enn var ómyndað efni, ævidagar voru ákveðnir og allir skráðir í bók þína, áður en nokkur þeirra var til orðinn.
Annar hlutinn sem hefur með samfélag að gera er sá að við erum sköpuð fyrir Guðs fjölskildu. Til að útskýra þetta nánar, að þá þurfum við að vita það að þegar við tökum við Jesú Kristi inn í líf okkar að þá öðlumst við þann rétt að kallast Guðsbörn. Við verðum börn Guðs og þar af leiðandi verðum við öll bræður og systur. Við erum ein fjölskilda allgjörlega óháð því hvað kirkjan okkar heitir, því að í Kristi að þá erum við eitt. Þess vegna skitpir svo miklu máli að við höfum þetta hugarfar hvað get ég gert í dag til að hjálpa öðrum í stað þess að hugsa hvað get ég fengið út úr öðrum. Það að gefa af sér og hafa hugarfar þjónsins, það er það sem gefur þér sanna gleði og sanna hamingju. Að vera alltaf að hugsa hvað get ég fengið út úr öðrum kallast eigingirni og skapar ekki neina varanlega hamingju.
Áður en ég enda þetta að þá ætla ég að segja það að kristnir flokkast í 2 flokka. Þessir flokkar eru Veraldlega kristnir og Heimslega kristnir. Sá sem er veraldlega kristinn er sjálfhverfur og hugsar aðeins og sig og skilur ekki tilgang sinn í Guðsríkinu og heldur að hann geti haft Guð í vasanum og notað hann þegar honum hentar. Þessi tengund missir af því sem skiptir mestu máli og það er að lifa í kærleika sem felst í því að hjálpa þeim sem maður getur hjálpað. En hin tegundin sem er Heimslega kristin, hefur þetta hugarfar, hvað get ég gert fyrir þig í dag Guð. Þetta kallast að vera úthverfur og sjá lengra en út úr rassgatinu á sjálfum sér. Þetta orðatilæki sem er notað mikið innan aa , að taka hausinn út úr rassgatinu á sér, virkar kannski dónalegt en þetta er það ekki. Þetta þýðir einfaldlega það að Palli er ekki einn í heiminum og við erum ekki miðja allheimsins.
En þessi hugsun hvað get ég gefið svo sem af mér? Það sem þú getur gefið af þér er reynsla þín, þú hefur ákveðna reynslu sem aðrir hafa ekki. Allar reynslur sem við höfum gengið í gegnum í lífinu samverka til góðs og skipta máli. Ef enginn myndi brjóta á mér, hvernig ætti ég þá að geta fyrirgefið, ef ég þekkti ekki sorg hvernig ætti ég þá að geta huggað þá sem eru sorgmæddir. Ef ég hefði ekki verið fastur í vímuefnum hvernig ætti ég þá að hjálpa þeim sem eru fastir í þessu? Allt það sem þú hefur gengið í gegnum skitpir máli, þín reynsla er það sem gildir og er dýrmæt.
Þess vegna skiptir svo miklu máli að við skiljum það að við þurfum á hvoru öðru að halda. En hvað ert þú tilbúin að leggja af mörkum til að gefa af þér?
Athugasemdir
Yndisleg predikun Guð blessi þig
Ruth, 24.2.2008 kl. 22:53
Kærar þakkir fyrir góða prédikun. Þú ert duglegur að þjóna Jesú Kristi.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 25.2.2008 kl. 00:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.