Sviksamleg ráð...

Það er ýmis ráð þegar kemur að því að öðlast völd. Þegar maður hugsar til baka í sögu mannkynsins að þá hafa menn beitt ýmsum ráðum til að ná völdum og steypa mönnum af stólum. Meira segja finnur maður slíkt dæmi í Biblíunni.

Davíð Konungur þurfti að kljást við sinn eigin son í þessum efnum. Absalon sonur hans notaði sviksamleg ráð til að reyna steypa föður sínum Davíð af stóli. Þetta var mjög lúmsk og úthugsuð aðferð sem hann notaði. Hann gekk út við hlið Jerúsalem borgar og á vegin þar sem var að konungushöllinni. Hann gekk í veg fyrir fólkið og sagði ég vildi óska að ég væri konungur þá fenguð þið greitt úr ykkar málum. Hann rétti síðan faðm sinn út á móti fólkinu og vann það þannig á sitt band. Hann kom af stað lygum að Davíð faðir hans myndi ekki hjálpa þeim en ef hann sjálfur yrði konungur að þá fengju þau úrlausn sinna mála.

Absalon náði að reka faðir sinn tímabundið í burt en Davíð náði sæti sínu aftur eftir stutta stund. Hversu oft sjáum við ekki fólk beita óheiðarlegum aðferðum til að eignast völd. En fyrir mér að þá er það ekkert gleðiefni að vera við einhver völd. Þetta er vandmeðfarið og ekki fyrir hvern mann að gera.

En menn eiga að forðast að falla í 3 klær, og það eru klær valda, klær peninga og hitt kynið... oftast eru það karlmennirnir sem eru að falla í þá gryfju að hrasa gagnvart konum. En merkilegt er að þegar menn falla í þessar girndir að þá fá þeir alldrei nóg og vilja alltaf meir.. menn sem eignast mikið af aurum fá alldrei nóg og vilja alltaf meira, menn sem öðlast völd, fá heldur alldrei nóg og vilja alltaf meir... girndin fær alldrei nóg...

þess vegna er bara betra að vera sáttur við sitt... Þó svo að fólk beiti ýmsum sviksamlegum ráðum til að koma mönnum fyrir kattanef að þá er alltaf best að halda sínu striki. Ef þú öðlast velgengni og þér gengur allt í hagin að þá máttu bóka það, að það eru alltaf einhverjar manneskjur sem öfunda þig og eru tilbúin að beit þig svikum til að ná sínu fram...

En að lokum svikult getur mannshjartað verið...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það getur verið auðvelt að benda á að aðrir séu svikulir og vilji manni illt, auðveldara en að sjá sökina hjá sjálfum sér.

Við getum verið mjög blind.

Guð blessi þig

Nýsköpun í Kristi (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 09:49

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Sigvarður. Kærar þakkir fyrir kraftmikinn pistill. Guð blessi þig. Shalom

Rósa Aðalsteinsdóttir, 7.3.2008 kl. 10:18

3 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

Það er reyndar rétt að það er oft erfitt að sjá sökina hjá sjálfum sér en þessum skrifum er ekki beint að neinum, heldur aðeins hugleiðing... það er líka auðvelt að dæma aðra.. en alltaf æfing hjá okkur að halda vegi okkar og huga hreinunum...

Sigvarður Hans Ísleifsson, 7.3.2008 kl. 10:20

4 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

takk fyrir það Rósa.. Shalom...

Sigvarður Hans Ísleifsson, 7.3.2008 kl. 10:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband