Guð kemur alldrei of seint...

Svona til að gefa smá innsýn inn það að Guð kemur alldrei of seint að þá dettur mér í hug frásagan um Lasarus. Jesús fékk boð um að hann væri mjög veikur eða dauðvona. Samt flýtti Jesús sér ekkert að fara á staðinn þar sem Lasarus bjó. Þegar Jesús kom á staðinn að þá vissi hann að Lasarus hafði verið dáinn í 4 daga. Kannski er það þannig í okkar mannlega skilningi að ef við hefðum verið á staðnum að þá hefði okkur fundist hann vera alltof seinn.

Marta systir Lasarusar fór beint til Jesú og sagði ef þú hefðir verið hér þá væri hann ekki dáinn. Síðan þegar Jesús fer að segja henni að hann ætli að reysa Lasarus upp, að þá misskilur hún hann og heldur að hann sé að tala um upprisuna. Þá svarar Jesús henni með þessum orðum Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyji. Og hver sem lifir og trúir á mig mun alldrei að eilífu deyja. Trúir þú þessu?

Síðan segir Jesús þeim að velta frá steininum og kallar á Lasarus. Lasarus komdu út... Þótt að Lasarus hafi verið búin að vera dáinn í 4 daga að þá kallaði skaparinn sem opinberar sig sem Ég er í Jesú á sköpun sína og endurlífgar hana. Allir þeir sem þetta sáu undruðust og tóku trú og vegsömuðu Guð.

Er það ekki oft þannig að við höldum oft að Guð sé að gleyma okkur eða sé of seinn? En svo er ekki, Guð kemur alldrei of seint.

Ég man eftir myndbandi sem ég sá. Þar var predikari sem lést í bílslysi og hafði legið í nokkra daga í líkhúsinu og vond lykt komin af honum. En konan hans mundi þá eftir fyrirheiti frá Guði með líf hans og var ekki á því að þótt að staðan væri þannig að maður henni væri látinn að líf hans á jörðinni væri búið. Við gætum eflaust hugsað þannig að fyrst Guð hafði fyrirheiti með líf hans var hann þá ekki of seinn að bjarga honum úr bílslysinu eða bjarga honum frá því? Svarið er nei.. Guð kom ekki of seint..

Það sem konan gerði er að hún fór með líkið af manni sínum á samkomu hjá Reinard Bonkie og þar til hliðar í bænaherbergi var beðið fyrir honum til lífs. Maðurinn hafði líkt og Lasarus verið dáinn í nokkra daga, ég er ekki allveg með það á hreinu hvort að þessi maður hafði verið dáinn í 3 eða 4 daga. Guð reysti hann upp.

Finnst þér Guð koma stundum of seint fyrir þig? Guð getur breytt öllu.. hann er ekki háður tíma eða aðstæðum hann getur gert það sem hann vill. Jesús sagði allt vald er mér gefið á himni og jörðu. Hvað er þá mikið vald eftir handa djöflinum? ekki neitt... þetta segir okkur það að þótt aðstæður virðast vonlausar að þá getur Guð eða Ég er eins og hann opinberar sig breytt þínum kringumstæðum sama hversu vonlausar þær virðast vera...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Sigvarður

Jesús er lifandi. Við læknumst af sjúkdómum eins og þegar Jesús var hér fyrir 2000 árum. Konan sem var búin að vera með blóðlát í mörg ár trúði  ef hún aðeins næði að snerta klæðafald Jesú myndi hún verða heilbrigð og henni varð af trú sinni.  Jesús fann að það gekk kraftur út frá honum. Stórkostlegt.

Ég sendi öllum trúarbloggfélögum mínum ritgerðina áður en hún birtist en ég hafði ekki netfangið hjá þér og Þormari. Netfangið mitt er á bak við djókmyndina (þetta er ekki ég) af höfundi á síðunni minni. Endilega sendu mér tölvupóst og spurðu Þormar hvort þú megir senda mér netfangið hans líka eða þú getur líka áframsent ritgerðina til hans. Shalom

Rósa Aðalsteinsdóttir, 7.3.2008 kl. 12:40

2 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

sigvardur1@gmail.com    ég veit ekki netfangið hjá Þormari.. hef bara ekki séð hann síðan í haust meira að segja...

Sigvarður Hans Ísleifsson, 8.3.2008 kl. 09:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband