hugleiðing dagsins

Eftir að hafa lesið viðauka bók við Danílelsbók í Biblíunni að þá sá maður nokkur svör sem manni vantaði við nokkrar spurningar úr Danílesbók. Í fyrsta lagi að þá spáði maður oft í dæminu með eldsofninn. Þeir voru 3 sem var varpað inn í ofninn en það sást samt í 4 í ofninum. Áður fyrr hélt maður að það hefði verið Jesú sjálfur sem var með þeim. En þegar ég las viðaukann að þá sá ég að það var engill Drottins sem stóð þarna frá þeim og hélt eldinum frá þeim svo þeim varð ekkert meint af. Það sem ég sá líka voru 3 atriði sem sýndu visku Daníels.

Fyrsta atriðið er dæmi um Súsönnu. Hún átti mann er hét Jóakim og var vellauðugur maður og vel metin af þeim sem lifðu þarna á þessum tíma. En á þessum tíma voru 2 öldungar settir sem dómarar. Þá kom upp mál að þeir höfðu verið að njósna um Súsönnu og girndust hana báðir svo mikið að það olli þeim þráhyggju. Þeir tóku sig saman og sátu fyrir henni er hún fór í hallargarðinn og földu sig. Þeir biðu þar til hún senti 2 aðstoðarmeyjar að ná í eitthvað fyrir hana. þegar þær fóru að þá stukku þeir fram og báðu hana að leggjast með sér eða þeir myndu ljúga upp á hana og láta dæma hana til dauða. Hún sagðist ekki vilja syndga gegn Drottni og varð fyrir því að vera dregin fyrir rétt og ranglega dæmd til dauða. En þá slæst Daníel í leikinn og yfirheyrir þá í sitthvoru lagi og þar kom hann upp um þá, þannig að hún varð sýknuð og dómararinir dæmdir sekir.

Hin atriðin tvö eru gagnvart skurðgoðadýrkun sem áttu sér stað á þessum tíma. Á hverjum degi voru settar fórnir fyrir framan Bal og menn héldu að Bal væri Guð. En þegar Danílel er spurður afhverju hann tilbiður ekki Bal með þeim að  þá sagðist hann aðeins tilbiðja lifandi Guð. En það sem hafði gerst með fórnirnar að Bal prestarnir höfðu ásamt fjölskildum sínum tekið matinn og farið með hann í gegnum leynigöng sem þeir höfðu útbúið. Daníel fór með konungi og innsigluðu svo salinn þannig að enginn kæmist inn í hann en stráði svo ösku yfir gólfið. Daginn eftir þegar þeir koma segir konungur að Bal sé nú lifandi Guð þar sem innsiglin voru enn á sínum stað og fórnin horfin. En Daníel hló og benti honum á að það væru fótspor í öskunni , bæði eftir prestana, konur þeirra og börn og svo komu þeir upp um leynigöng þeirra og prestarnir voru teknir af lífi.

seinna dæmið er með dreka sem menn tilbáðu en Daníel tókst að drepa drekann og mixaði eitthvað smá stöff sem hann gaf drekanum sem varð til þess að drekinn sprakk. Menn urðu ekkert sáttir við það sem Danílel hafði gert og spurðu Babílóníu konung hvort hann væri orðinn Gyðingur eftir þetta allt saman. Síðan kom að því að Danílel var varpað í ljónagryfjuna.

Ljónin voru 7 það var vani að færa þeim 2 menn og 2 sauði hvern dag. En til þess að þau ætu örugglega Daníel að þá fengu þau bara hann í 6 daga. En menn vita söguna að Danílel varð ekkert meint af þessu. En það sem kemur skemmtilega inn í er að Habakkuk spámaður var uppi á þessum tímum og flutti engill hann með því að hífa hann á hárinu og færa hann þangað sem Danílel var og færa honum nesti þar sem Danílel var í ljónagryfjunni. Danílel varð þakklátur fyrir það að Guð hefði minnst sín þegar hann fékk nestið.

Það sem er gaman af því að lesa apókrófíbækurnar að þótt þær séu ekki viðurkenndar sem hluti af Biblíunni að þá hafa þær sögulegar staðreyndir í sér sem má ekki skilja eftir útundan.  Þannig að ég mæli með því að menn lesi þær út frá því sjónarhorni að þær hafi sögulegt gildi...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband