Smá úr Rómverjarbréfinu

 

Róm 1:24-24

-24- Þess vegna hefur Guð ofurselt þá fýsnum hjartna þeirra til saurlifnaðar, til þess að þeir svívirtu líkami sína hver með öðrum.

Róm 1:26-27

-26- Þess vegna hefur Guð ofurselt þá svívirðilegum girndum. Bæði hafa konur breytt eðlilegum mökum í óeðlileg, -27- og eins hafa líka karlar hætt eðlilegum mökum við konur og brunnið í losta hver til annars, karlmenn frömdu skömm með karlmönnum og tóku út á sjálfum sér makleg málagjöld villu sinnar.

 

Þar sem ég sat á Biblíulestri um daginn að þá vildu sumir meina það að þessi vers þýddu það, að Guð hefði sett þessa synd inn í fólkið. Mér fannst það ekki alllveg passa þar sem Jesús kom til að leysa okkur frá syndinni. Ef þetta þýddi það sem fólkið vildi meina að þá væri Guð ekki samkvæmur sjálfum sér. Þannig að ég mótmælti þessu og sagði að Guð setti ekki neina synd inn í lífið okkar, heldur leyfði þessu að koma ef við vildum ekki iðrast.

Síðan þegar ég fór að skoða þetta betur og lesa útskýringarbækur sem töluðu um þessi vers að þá er sagt að það sem þetta þýðir að það er þráin í okkur eða girndin. Þegar menn vilja ekki iðrast og hætta að þrá líferni sem krefst hreinleika og engin þrá er til Guðs að þá koma aðrar þrár inn í líf okkar eins og girndin í kynferðislega hluti oflr. Menn vildu á þessun  tíma líkt og í dag, eltast við sínar eigin girndir í stað þess að hlíða Guði. Þessi útskýring segir mikið til um að það að líf án Guðs bíður bara upp á meiri synd og fjötra en ekki frelsi. Menn hafa oft ætlað að gera hlutina sjálfir án Guðs. En hvernig enda þeir? Flest allir í tómri vitleysu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

En hvernig sem við snúum okkur stendur nú samt þarna að Guð ofurselji okkur fýsnum hjartna okkar.  Eins stendur í 2 Þess 2.11 að Guð sendi [þeim sem elska ekki sannleikann] megna villu svo þeir trúi lyginni.  Við höfum alltaf val og ef við veljum leið lyginnar/saurlifnaðarins/lostans/... þá ofurselur Guð okkur þeirri leið.  Við erum jú bara frelsuð fyrir náð.

Ragnar Kristján Gestsson, 9.3.2008 kl. 12:30

2 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

Það sem er átt við er að, ef við afneitum líferni með Guði að þá hefur syndin vald yfir okkur. því að aðeins í Jesú Kristi öðlumst við frelsi til að lifa ekki í synd. En það er fyrir náð eins og þú segir. En það sem þeir vilja meina sem skrifuðu þessar comentary bækur sem ég leit í að þetta hefur allt með girndina að gera. Þá er átt við að menn velja frekar að lifa í holdsins girndum. Þrá þeirra er í eigin girndir í stað þess að þrá Guð og það sem hann hefur fyrir okkur. Og það er náttla bara einn annar valmöguleiki fyrir utan það að vera leystur frá syndinni í Jesú Kristi og það er að lifa í fjötrum syndar. Og þar af leiðandi ekkert annað um að velja en að eltast við eigin girndir og syndir sem ala af sér dauða.

Reyndar er orðið að ofurselja ekki notað í mörgum þýðingum... en samhengið í þessu er samt þetta að þegar menn afneita Guði að þá eru þeir áfram undir valdi syndarinnar...

Sigvarður Hans Ísleifsson, 9.3.2008 kl. 14:31

3 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

Gamla King James notar orðið gave them up sem er paradidomi á grísku. Eftir því sem ég kemst næst í þessu er að Guð setti ekki þessa synd í líf þeirra heldur gaf þá á vald synarinnar. Og það getur ekki verið neitt annað en að vald syndirnar hafi náð tökum á þeim því þau afneituðu lausninni sem er Jesús Kristur 

G3860

??????́????

paradidōmi

Thayer Definition:

1) to give into the hands (of another)

2) to give over into (one’s) power or use

2a) to deliver to one something to keep, use, take care of, manage

2b) to deliver up one to custody, to be judged, condemned, punished, scourged, tormented, put to death

2c) to deliver up treacherously

2c1) by betrayal to cause one to be taken

2c2) to deliver one to be taught, moulded

3) to commit, to commend

4) to deliver verbally

4a) commands, rites

4b) to deliver by narrating, to report

5) to permit allow

5a) when the fruit will allow that is when its ripeness permits

5b) gives itself up, presents itself

Part of Speech: verb

A Related Word by Thayer’s/Strong’s Number: from G3844 and G1325

Citing in TDNT: 2:169, 166

Sigvarður Hans Ísleifsson, 9.3.2008 kl. 14:50

4 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

Já flott, þetta lítur vel út

Ragnar Kristján Gestsson, 11.3.2008 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband