Góður brandari

Í heimsókn sinni á geðveikrahælið spurði einn gesturinn deildarstjórann
hvaða aðferð læknarnir beittu til að ákvarða hvort leggja ætti sjúkling
inn á hælið eður ei.

,,Sko," sagði deildarstjórinn, ,,við fyllum baðkar af vatni. Svo bjóðum
við sjúklingnum teskeið, tebolla eða fötu til að tæma baðkarið."

,,Aaa, ég skil," sagði gesturinn, ,,heilbrigð manneskja mundi þá velja
fötuna, þar sem hún er stærri en teskeiðin og tebollinn og auðveldast að
tæma baðkarið þannig!"

,Nei," sagði deildarstjórinn, ,,heilbrigð manneskja mundi taka tappann úr.

Má bjóða þér herbergi á deild 33 með eða án glugga?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Ahahahah  Góður. Guð blessi þig.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 10.3.2008 kl. 12:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband