Fyrsta tákn Jesú...
Sigvarður Halldóruson
Það sem mig langar svo að skoða í frásögunni um þegar Jesús gerði sitt fyrsta kraftaverk hvort það hafi verið einhver sérstök ástæða fyrir því afhverju, þessi dagur var valinn og afhverju fyrsta kraftaverkið var að breyta vatni í vín. Hefur þetta einhverja dýpri merkingu en að þetta var bara fyrsta kraftaverkið sem Jesús gerði?
1Á þriðja degi var brúðkaup í Kana í Galíleu. Móðir Jesú var þar. 2Jesú var og boðið til brúðkaupsins og lærisveinum hans. 3En er vín þraut segir móðir Jesú við hann: Þeir hafa ekki vín."
4Jesús svarar: Hvað viltu mér, kona? Minn tími er ekki enn kominn."
5Móðir hans sagði þá við þjónana: Allt það sem hann segir ykkur, það skuluð þið gera."
6Nú voru þar sex vatnsker úr steini samkvæmt reglum Gyðinga um hreinsun og tók hvert þeirra tvo mæla eða þrjá.[1]
7Jesús segir við þá: Fyllið kerin vatni." Þeir fylltu þau á barma. 8Síðan segir hann: Ausið nú af og færið veislustjóra." Þeir gerðu svo. 9Veislustjóri bragðaði vatnið, sem var orðið vín, og vissi ekki hvaðan það var en þjónarnir, sem vatnið höfðu ausið, vissu það. Þá kallaði veislustjóri á brúðgumann 10og sagði: Allir menn bera fyrst fram góða vínið og síðan hið lakara er menn gerast ölvaðir. Þú hefur geymt góða vínið þar til nú."
11Þetta fyrsta tákn sitt gerði Jesús í Kana í Galíleu og opinberaði dýrð sína og lærisveinar hans trúðu á hann.
12Eftir þetta fór hann ofan til Kapernaúm ásamt móður sinni, bræðrum og lærisveinum. Þar voru þau nokkra daga.
Í fyrsta lagi að þá er eitt sem ég tek eftir og það er að Jósef Faðir Jesú var ekki með og það er ekkert minnst á hann eftir að Jesú hefur þjónustu sína. Það síðasta sem við heyrum minnst á Jósef er þegar Jesús er tólf ára. Þá koma þessi ár frá 12-30 sem lítið er vitað um ævi Jesú nema að hann var foreldrum sínum hlýðin og gerði það sem fyrir hann var lagt og að hann var smiður. Þannig að líklegast hefur hann þá unnið sem smiður og var þekktur sem sonur smiðsins. Og á þessum tíma hefur Jósef líklegast dáið. Því að aðeins er minnst á bræður hans og systur en þær eru ekki nafngreindar, þannig að ég hef ekki enþá fundið heimildir fyrir því hvað þær voru margar eða hvað þær hétu og verður það eflaust ein af mínum spurningum þegar ég fer upp til himins í dýrðina til míns Himneska Föður og konungsríki Drottins Jesú Krists.
En þessi frásaga byrjar á þriðja degi. Merkir það eitthvað að þetta var á þriðja degi? Sumir vilja meina að þessi dagur hafi sérstaka meiningu. Að þetta hafi verið á þriðja degi giftingarhatíðarinnar . Jesús reis upp á þriðja degi, þetta gæti þýtt að þessi dagur var skuggamyndin upp á upprisu Jesú Krists. Giftingar stóðu yfirleitt yfir í viku eða var svona giftingarhátið og þetta var á þriðja degi hennar. Spá í því að vera gifta sig og Drottinn sjálfur er þarna mitt á meðal. Hefði maður ekki verið ánægður að gifta sig og fá blessun skaparans sem stóð þarna mitt á meðal? Ég hugsa það. Það hafa verið mikil forréttindi að hafa verið uppi á þessum tíma þegar Jesús gekk um á jörðinni og fá að ganga með honum og sjá allt sem hann gerði.
Það sem er merkilegt líka að skoða er þegar vínið er búið að þá segir móðir Jesú við hann vínið er búið. Hefði hún ekki undir venjulegum kringumstæðum tala við gestgjafann? Eflaust. En það sem ég velti fyrir mér, vissi hún að tími Jesú væri komin þarna á þessum punkti? Sumir hafa túlkað þetta á þann hátt að hún hafi ýtt honum af stað á þessum tíma.
En það sem er svo merkilegt við andsvar Jesú. Hann segir ekki hvað varðar þetta þig og mig mamma. Hann segir hvað varðar þetta mig og þig kona. Þarna er eitthvað sem er að breytast. Þetta gæti virkað dónalegt svar til móður hans en þetta var það ekki. Því að það sem hann á við með þessum orðum er að mamma ég elska þig þú ert jarðnesk móðir mín. En núna átt þú ekkert meira tilkall til mín heldur en hinir sem í kringum mig eru. Og þarna er Jesús að opinberast sem sonur Guðs. Það er líka eins og þegar Jesús segir við mömmu sína minn tími er ekki kominn að hann sé að segja ekki ýta mér af stað.
Þrátt fyrir þetta svar Jesú segir María móðir hans ákveðin við þjónana gerið það sem hann segir ykkur að gera. Gætu þessi viðbrögð hennar við orðum hans verið að hún sé að segja óbeint, jú sonur minn þinn tími er kominn, það er komin tími til að þú opinberist sem sonur Guðs. Það er komin tími á að þú opinberir hver þú ert og afhverju þú komst í þennan heim. Sumir gætu þa hugsað en já Jesús var fullkominn hann syndgaði alldrei. Rétt er það hann syndgaði alldrei annars hefði fórn hans á krossinum verið ógild. En gæti hann ekki bara hafa verið að reyna móður sína, eða vildi hann að það yrði staðfest að þarna væri tíminn kominn? Það er hægt að velta sér svoldið upp úr þessu enn eitt er þó víst að þarna framkvæmdi Jesú sitt fyrsta kraftaverk. ...
Þarna voru sex vatnsker. Talan 6 er tala mannsins og tala ófullkomnleikans. Hún merkir það að Guð skapaði manninn ófullkominn og takmarkaðan og án hans að þá gætum við alldrei fullnægt þörfum okkar. Vatnskerin voru 6 og var hvert þeirra 2-3 mæla.
Einn mælir er 39.39 lítar þannig að hvert vatnsker hefur verið um 100 lítrar. Það sem stóð á þessum kerum er mjög merkilegt að skoða. Qui multa utitur aqua in lavando, multas consequetur in hoc mundo divitias = Sá sem mun þrífa sig mikið með vatni mun öðlast auðlægð eða ríkidæmi í þessum heimi.
Það hafði bara komið vatn í þessi ker og þau voru ætluð til hreinsunar eins og það sem stóð á þeim gaf til kynna. Þarna fara þeir of ná í vatn og fylla á þessi ker og þetta hefur verið um 600 lítar af vatni sem þeir hafa ausið í. Það að vatnskerin voru tóm merkir að maður án Guðs er tómur innan frá. Við leitum oft að lífsfyllingu í hlutum og því sem tilheyrir heiminum en verðum samt alldrei andlega fullnægð, sama hversu mikið við eignumst af hlutum og að peningum. Það er ekki fyrr en við leyfum Guði að koma inn í líf okkar og fylla á kerin sem við verðum andlega fullnægð.
Vatnið í Biblíunni er líka táknmynd upp á orð Guðs. Þegar við lesum það að þá hreinsar það okkur að innan og hefur áhirf á huga okkar og hjarta.
Efes 5:26til þess að helga hana með orðinu og hreinsa hana í vatnslauginni.
Jóh.15.3Þér eruð þegar hrein vegna orðsins sem ég hef talað til yðar
Allir þjónar Guðsríkisins þurftu á þessum tíma að fylla sérstaka vatnspotta með vatni til að þrífa hendur sínar, sem má heimfæra yfir í nútímann þar sem predikarar þurfa að færa fólkinu Orð Guðs. Við sem erindrekar Krists erum ekki frelsarar, en við getum talað út orð Guðs sem hreinsar fólk að innan og leyft því að vinna í fólkinu. Kristur er orðið (logos) og það er hann sem vinnur kraftaverkið þegar við tölum út hans orð.
En aftur að vatnskerunum þarna eru 600 lítar af vatni í hreinsunarkerum og þessi vatnsker höfðu bara verið notuð til þess að hreinsa sig. En þarna er Jesús á meðal þeirra og það segir ekkert til um hvort hann hafi sagt eitthvað til þess að vatnið breyttist. Nærvera hans var svo öflug að það hefur nægt honum að líta bara með augnráðinu einu og vatnið breyttist í vín. Það stendur ekki heldur að Jesús hafi sagt komið með vínið og leyfið mér að smakka það. Hann sagði þjónunum bara að taka af vatninu og færa fólkinu.
Vín er táknmynd upp á gleði í þessu tilviki og fyllingu Heilags Anda. Sumir hafa velt því fyrir sér hvort vínið hafið verið mjög áfengt á þessum tíma. En sögulegar heimildir tala um að vín hafi alldrei verið mjög alkóhólríkt á þessum tíma. En þó líklegast um 1-2 % að styrkleika. En það var til þess að vínið geymdist betur þar sem menn voru ekki með neinar geymslur til að geyma þetta á þessum tíma. Heimildir segja líka að á þessum tíma hafi það oftast verið grape djús sem var drukkinn á þessum tíma og það var kallað vín. En það er allveg vitað að menn urðu drukknir á þessum tíma því að við getum allveg farið til baka í Nóa flóðið þar sem Nói var sá fyrsti sem bruggaði vín og drakk sig drukkinn. En á þessum tíma og í svona brúðkaupshátíðum að þá var vín alldrei sterkt.
Þegar Heilagur Andi kemur inn í líf okkar og við fyllumst honum að þá kemur mikil gleði inn í líf okkar. Það er að segja að við öðlumst mikla gleði þegar við fyllumst af Heilögum Anda. Efes.5:18Drekkið ykkur ekki drukkin af víni, það leiðir aðeins til spillingar. Fyllist heldur andanum
Þegar fólk hefur fengið að heyra Orð Guðs sem hreinsar það að innan að þá er það tilbúið að taka við kraftaverkinu sem færir þeim gleði.
Þá er vatnið hreinsun og vínið fylling Heilags Anda sem færir okkur gleði.
Síðan er eitt sem þarf að skoða og það er 10 versið þar sem veislustjórinn kallar á brúðgumann og segir að vanalega er góða vína borið fram fyrst en er menn gerast ölvaðir að þá fá þeir það lakara en þú hefur geymt góða vínið þar til nú.
Sú opinberun sem ég hef á þetta er að gamla vínið er Gamli sáttmálinn og nýja vínið er Nýji sáttmálinn. Gamli sáttmálinn var góður og margir frábærir hlutir gerðust. Spámennirnir komu og fóru og fengu að upplifa frábæra hluti. Við þurfum bara að lesa smá í Gamla Testamenntinu (testamennti = sáttmáli) að þá sjáum við margt svo stórkostlegt gerast. Rauðahafið opnast fyrir Ísraelsmönnum, kjúklingum rignir í eyðimörkina (lynghæns) vatn sprettur upp af kletti, exi er látið fljóta upp, smá dropar af olíu breytast i marga lítra af olíu oflr sem gerist. En samt segir að Nýji sáttmálinn er betri.
Ég er allveg sammála því að sá sáttmáli sem við eigum í Kristi er miklu betri en sá sem Gyðingarnir fengu á sínum tíma. Nýji sáttmálinn merkir náð.
Náðin kom fyrir Jesú Krist.
Með því að kafa aðeins dýpra í orðið og skoða sögulegar heimildir á bakvið það sem gerðist þegar Jesús framkvæmdi sitt fyrsta kraftaverk að þá sjáum við að þetta er ekki bara saga. Heldur er hvert smáatriði úthugsað og nákvæmt. Guð er nákvæmur Guð og hjá honum skipta smáatriðin máli. Og því meira sem maður skoðar Orð Guðs því meira sér maður hversu stórkostlegur Guð hann er og að Orð hans er ókseikult þó svo að menni reyni að sannfæra sig og aðra um eitthvað annað. En Orð Guðs staðfestir sig alltaf sjálft og ver sig sjálft. Ég hef ott heyrt að menni hafi réttlætt það fyrir sér að með því að breyta vatni í vín að þá hafi Jesús verið að segja að það sé allt í lagi að vera drekka sjálfur og vera á fylleríum. Maður verður að gæta sín á því að taka alldrei Orð Guðs úr samhengi og láta það segja eitthvað sem það er ekki að segja. Það þarf alltaf að skoða hlutina í samhengi og spyrja sjálfan sig þeirra spuringa, afhverju var þetta svona og hvaða tilgangur var með því? Maður þarf líka alltaf að reyna komast að því hvað það var sem rithöfundurinn sjálfur meinti með því sem hann skrifaði.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.