Afdrif Júdasar...
22.3.2008 | 23:16
Matt 27:5-5
Hann fleygði þá silfrinu inn í musterið og hélt brott. Síðan fór hann og hengdi sig.
Post 1:16-18
-16- Bræður, rætast hlaut ritning sú, er heilagur andi sagði fyrir munn Davíðs um Júdas, sem vísaði leið þeim, er tóku Jesú höndum. -17- Hann var í vorum hópi, og honum var falin sama þjónusta. -18- Hann keypti reit fyrir laun ódæðis síns, steyptist á höfuðið og brast sundur í miðju, svo að iðrin öll féllu út.
Það sem ég fór að hugsa þegar ég sá þennan mismun að þarna væru tvær mismunandi útgáfur á því hvernig fór fyrir Júdasi. En gamlar heimildarbækur eins og frá Ágústínus kirkjuföður segja að bæði Matteus og Lúkas hafi rétt fyrir sér með þessar útskýringar. Fyrir þá sem ekki vita að þá er Postulasagan framhald af Lúkasar Guðspjalli og er því Lúkas höfundur postulasögurnar.
En hvernig fær það þá staðist að báðir hafi rétt fyrir sér þegar þeim virðist ekki bera saman á því hvernig Júdas endaði líf sitt. Staðreyndin er sú að Júdas hengdi sig en reypið gaf sig og hann féll til jarðar með þeim afleiðingum að höfuð hans klofnaði og líkami hans þannig að líffærin löfðu út. Þetta er ekki falleg lýsing en svona var þetta.
Það er svoldið erfit að ýmynda sér að einhver sem gekk með Jesú hafi getað svikið hann svona eins og Júdas gerði, en hjarta hans hefur forherðst með þessum afleiðingum...
En hefði hann ekki getað fengið fyrirgefningu ? Jú það hefði hann getað, við sjáum bara Pétur hann afneitaði Jesú þrisvar sinnum.. En Pétur valdi það að iðrast með því að snúa sér til Jesú.. en Júdas valdi það að taka líf sitt fyirr að hafa svikið saklaust blóð..
þetta er svoldið í okkar höndum hvernig við bregðumst við hlutunum...
Athugasemdir
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Sæll Sigvarður
Gleðilega páska
Biðjum Jerúsalem friðar
Shalom/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 23.3.2008 kl. 22:18
Sammála þér Sigvarður, MJÖG mikið í okkar höndum hvað við gerum við náðina sem okkur stendur til boða.
Gleðilega páska (2. í páskum)
Ragnar Kristján Gestsson, 24.3.2008 kl. 08:49
Já með iðrin á Júdas, vegna mikilla hita í austurlöndum þá tekur ekki langan tíma fyrir iðrun að leka út vegna rotnunar, hann framdi sjálfsmorð í sjálfsvorkunn. Við höfum alltaf val um að velja okkar ástand eða iðrun/endurlausn.
Góðir punktar hjá þér Sigvarður
Árni þór, 26.3.2008 kl. 23:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.