Forréttindi
10.8.2008 | 11:18
Í gærmorgun þegar ég tók mér tíma með Guði og las aðeins í orðinu og bað að þá kom svo undursamleg nærvera Guðs og ég fór að hugsa hversu mikil forréttindi þetta eru.
Bæði vegna þess að ef maður lítur til baka á nokkrar staðreyndir að þá er nærvera Guðs heilög, og Guð getur ekki verið þar sem synd er, þess vegna getur ekki annað en verið að þegar Guð kemur að þá er það blóð Krists sem hefur afmáð syndir okkar, og þegar Guð lítur á okkur að þá sér hann Jesú Krist.
Bæði vegna þess að á dögum gamla testamenntisins gátu bara æðstu prestarnir farið inn í hið allra helgasta og Guð var bara Guð Gyðinga og við hin stóðum Guðvana og áttum engan séns nema að verða eins og Gyðingar sem nokkur dæmi eru til um í Biblíunni. Nærvera Guðs var bara fyrir þá á þessum tíma. En þeir gátu ekki gert eins og við gerum í dag. Eina sem við þurfum að gera er að bjóða Heilagan Anda velkomin og þá kemur hann. Æðstu prestarnir þurftu að syndahreinsa sig áður en þeir gengu inn í hið allra helgasta, þeir gengu alltaf inn með kaðal utan um annan ökklan, ef þeir voru ekki komnir út eftir 3 daga að þá voru þeir dregnir út, vegna þess ef þeir fóru inn í hið allra helgasta án þess að syndahreinsast að þá dóu þeir.
Í gegnum Jesú Krist höfum við aðgang að Föðurnum og nærveru Heilags Anda... Án Krists gætum við alldrei fundið þessa nærveru. Guð býr ekki lengur í musteri gerð að manna höndum, heldur er musteri hans allir þeir sem hafa gert Jesú Krist að sýni Drottni og frelsara. Þess vegna er það svo mikil forréttindi að fá að vera musteri hins Heilaga Guðs. Nýja Testamenntið minnist að minnsta kosti 2 sinnum í bréfum Pálls að við séum musteri hins lifanda Guðs og seinni staðnum musteri Heilags Anda, en við getum það ekki nema taka við fyrirgefningu Krists inn í líf okkar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.