Jólahugvekja

Fil 2:5-11

-5- Verið með sama hugarfari sem Jesús Kristur var. -6- Hann var í Guðs mynd. En hann fór ekki með það sem feng sinn að vera Guði líkur. -7- Hann svipti sig öllu, tók á sig þjóns mynd og varð mönnum líkur. -8- Hann kom fram sem maður, lægði sjálfan sig og varð hlýðinn allt til dauða, já, dauðans á krossi. -9- Fyrir því hefur og Guð hátt upp hafið hann og gefið honum nafnið, sem hverju nafni er æðra, -10- til þess að fyrir nafni Jesú skuli hvert kné beygja sig á himni, jörðu og undir jörðu -11- og sérhver tunga játa Guði föður til dýrðar: Jesús Kristur er Drottinn.

Þegar maður hugsar um jólin nú til dags, hvernig menn keppast um að kaupa sem fallegustu gjafirnar, og allt þetta veraldlega sem fyglir jólunum. Þá er eins og manni finnst fólk hafa gleymt tilgangi jólana. Afhverju höldum við jól? Tilgangur jólana er til þess að minnast þess að Guð kom fram sem maður. Það er að segja að Skaparinn sjálfur fæddist sem barn. Hann setti takmörk á sig með því að vera bara á einum stað. Þá á ég við að Jesús kom fram sem maður. Hann var til áður en hann fæddist.

Filipibréfið segir að hann hafi svipt sig öllu og tekið á sig þjóns mynd og orðið maður eins og við. Jesús kom bara í einum tilgangi og það var til þess að endurreysa samfélagið sem glataðist í Eden. Vegna hans fáum við að lifa í sömu nánd og Adam fékk. Guð þráir að tala til sköpunar sinnar líkt og hann gerði í Eden garðinum.

En það er okkar að velja að meðtaka bestu gjöf sem við getum nokkurn tíman fengið. Þessi gjöf er Jesús Kristur og að játa hann sem Drottinn okkar og frelsara og eignast þar með eilíft líf. Hann kom ekki bara til að gefa okkur eilíft líf hann kom líka til þess að leysa okkur undan valdi syndarinnar og gera okkur frjáls.

Núna þegar maður lítur á jólin með þessu hugarfari að þá getur maður verið þakklátur fyrir Jesú Krist son Guðs. Vegna þess ef hann hefði ekki komið, gætum við ekki orðið frjáls né losnað undan þeirri áþján sem þjakar líf okkar, hvort sem það er af völdum vímuefna, spilafíknar, græðgi í peninga, völd eða frama. Hvað það sem er, sem fjötrar líf fólks. Án Jesú gæti alldrei orðið nein lausn undan þessu.

En þá kemur að þeim þætti sem margir líta framhjá og það er fólkið sem ekkert á. Ég las í 4.Mósebók þegar Móse kemur fram fyrir Drottinn og spyr hvernig hann ætlar að fara að því að gefa stórum fjölda fólks sem er statt í eyðimörk kjöt að borða. Hann varpar fram þeirri spurningu, ætlarðu að tæma fiskinn úr hafinu ? Síðan heldur hann áfram og segir að það sé ekki nægt fé til að slátra, eða nautgripir. En þá varpar Drottinn þeirri spurningu til Móse er hönd mín of stutt?

Hönd Drottins er ekki of stutt hún er máttug og hann getur gert það sem hann vill. Fjöldi fólksins sem var þarna í Eyðimörkinni voru að tölu 600.000 karlmenn og þá á eftir að taka konurnar með og börnin, bæta mætti við öðru 600.000 við vegna fjölda kvennana og reikna með 2-3 börnum á hverja konu þar sem Ísraelsmenn voru mjög frjósamir á þessum tímum og eru enn. Þá erum við komin upp í kringum 3.000.000 manns. Drottinn senti þessu fólki lynghæns sem eru svona kjúkklingar eða eitthvað álíka með vindinum.

Hvað gerði gerði Drottin þegar Ísraelsmönnum skorti vatn í Eyðimörkinni? Hann sagði Móse að slá stafi sínum á klett og þar spratt fram vatn. Öll þessi 40 ár í Eyðimörkinni skorti Ísraelsmönnum ekki neitt þótt meirihlutin af þeim hafi verið sívælandi og kvartandi.

Guð er sá sem annast þá sem til hans leyta. Í Matt.6:33 Stendur að við eigum að leita fyrst ríkis hans og réttlætis og þá mun allt þetta veitast okkur að auki. En hvað er átt við allt þetta? Þegar við lesum kaflan í samhengi að þá sjáum við að hann lofar að gefa okkur allt það sem við þörfnumst , Fæði, klæði og húsnæði.

Þegar við lítum til þeirra sem búa á götunni, hvað með þessa einstaklinga? Sem betur fer eru til staðir sem annast þessa einstaklinga og sjá þeim fyrir fæði, klæði og húsnæði...

En aðalatriðið er að muna að Jesús kom fyrir þig og mig, til þess að gera okkur frjáls og veita okkur eilíft líf á himnum og endurreysa samfélagið sem við vorum sköpuð til að lifa í með Guði..

Gleðileg Jól


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir


Christian Glitter by www.christianglitter.com

Sæll og blessaður

Fínn pistill.Ætla að vísa á hann á blogginu mínu.

Við erum alltaf vælandi þó að við höfum það gott. Nóg af öllu.

Guð gefi þér og þínum

Gleðileg Jól og farsæld um ókomin ár.

Vertu Guði falinn

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 23.12.2008 kl. 23:15

2 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

takk fyrir það :)

Sigvarður Hans Ísleifsson, 23.12.2008 kl. 23:53

3 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Gleðileg jól og Guð blessi þig.

Kristinn Ásgrímsson, 23.12.2008 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband