Hvað er skurðgoðadýrkun ?


Eflaust hafa margir velt fyrir sér hvað skurðgoðadýrkun er. Er það að dýrka sjálfan sig eða er það eitthvað annað?

Orðið sjálft merkir þegar við tökum eitthvað framyfir Guð þá er það orðin skurðgoðadýrkun.

En í hverju felst þessi skurðgoðadýrkun? Hún felst meðal annars í peningum. Penignar verða guð hjá sumu fólki. Fólk lifir fyrir peninga og það eina sem kemst að í huga þeirra er að eignast meiri og meiri peninga og ekki frá öðru að segja en að græðgin er oft til staðar í þessum málefnum.

Sem dæmi má nefna er láglaunastefna margra fyrirtækja til þess eins að fyrirtækið græði sem mest og að topparnir fái sem mest í vasan. Þegar peningar hafa náð svona miklum tökum á mönnum þá er það skurðgoðadýrkun.

Klám er líka skurðgoðadýrkun. Það er sem er merkilegt við klámiðnaðinn er að 80% af því klámi sem framleitt er í heiminum í dag er af djöfladýrkendum. Þessar upplýsingar fékk ég hjá einum presti, sem verður ekki nefndur með nafni.

Fótbolti getur líka verið skurðgoðadýrkun og er oft orðið trúarbragð hjá mörgum mönnum. Menn dýrka viss lið og vissa menn og um þetta snýst líf þeirra fótbolti og aftur fótbolti og það er eins og menn séu þrælar skurðgoðadýrkunar, allveg óháð því í hvaða mynd hún birtist.

Síðan er stærsta synd vestrænuríkjana sem er skurðgoðadýrkun að þau eru farin að elska hið skapaða í stað skaparans.

En það er margt meira sem hægt er að skrifa um þetta en þá er bara að koma með einhverja punkta ef þið hafið við einhverju að bæta...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband