Sálmur

Guð lítur til lítilmagnans
Sigvardur Halldóruson
13 sept 2006

Kvöld eitt nætur,
er lítilmagninn grætur.
Þú leiðir hönd þína að honum,
strýkur honum um vangan og þerrar hans tár.
Þú umvefur hann þinni elsku og læðir þeirri hugsun í huga hans,
er ekki einhver sem elskar mig?
Þú leiðir huga hans og hjarta áfram að það sért þú sem elskar hann,
og vilt honum vel.
Já eins og Davíð forðum söng. Þú leiðir mig að vötnum,
þar sem ég má næðis njóta.
Já þú leiðir lítilmagnan upp úr djúpum pytt,
þú leiðir hann á haglendi þitt þar sem hann fær nægju sína.
Þú læknar öll hans sár og veitir honum farsæld.
Já þá sem heimurinn hefur afskrifað reysir þú upp.
Hinir vitru þagna þegar þeir verða vitni að stórvirkjum þínum.
Þeir þagna eins og steinn.
Þér er ekkert ómáttugt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ari Jósepsson

Rosalega flott hjá þér :)

Kv Ari

Ari Jósepsson, 15.10.2009 kl. 10:10

2 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

takk fyrir það vinur :)

Sigvarður Hans Ísleifsson, 15.10.2009 kl. 10:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband