Klám


Klám er sjúkleg, óeðlileg og skammarleg framsetning á því kynferðislega, langt undir þeim staðli sem samfélagið almennt viðurkennir. Þetta er skilgreining þekkts læknis og fjölskylduráðgjafa, Victor B. Line.

Klámiðnaðurinn hefur smám saman leitt til þess að kynferðisathafnir, sem áður var litið á sem öfuguggahátt, siðleysi og lögleysu, eru að verða almennt viðurkenndar. Klámmyndir og blöð telja fólki trú um að þetta sé eitthvað sem allir geri svo fólk heldur að þetta sé eitthvað sem sé almennt samþykkt.

Stjórnlaust kynlíf.

Fleiri og fleiri hafa byrjað að lifa því kynlífi sem þeir sjá í klámiðnaðinum, þ.m.t. stóðlífi, kynlíf með börnum, nauðganir, sadisma og maókisma o.s.frv. Hjá sumum verður þessi kynhegðun lífsstíll, ástand sem fólk kemst svo ekki úr aftur þrátt fyrir alls konar neikvæðar afleiðingar.

Unglingar sem fylla hugann af klámi geta auðveldlega þróað það með sér að þurfa stöðugt meira og festast í kynferðislegri girnd sem þeir ráða ekkert við, einna líkast áfengissýki. Þetta vex og breiðir úr sér eins og krabbameinsæxli. Maður gerir hvað sem er til að fá fullnægingu, hvort sem það er sjálfsfróun, fara í hóruhús, hafa kynmök við barn eða nauðga tiltæku fórnarlambi.

Að vera háður klámi hefur líka eyðilagt samband milli hjóna sem höfðu átt heilbrigt ástarsamband í mörg ár.

Missa hæfileikann til þess að elska.

M.Lipkin, meðferðarfulltrúi vegna kynlífsvanda, segir að þeir sem frói sér reglulega meðan þeir horfi á eða lesi klám, geti síðar lent í erfiðleikum með að stofna til eðlilegs ástarsambands. Þeir verða fórnarlömb eigin kynhvatar.

Svo er líka þessi hætta fyrir hendi að missa hæfileikann til þess að elska. Það verður þá mikilvægara að ná fullnægingu með klámi og sjálfsfróun, en að mynda raunveruleg tengsl við fólk.

Kynferðisafbrot og klám.

Kynferðisafbrotum eins og sifjaspellum, kynmökum við börn og vændi hefur fjölgað mjög ört síðustu árin og þessi fjölgun hefur haldist í hendur við aukið framboð og viðurkenningu á klámi á öllum sviðum.

Herbert W. Case, fyrrum lögreglufulltrúi í Detroit hafði þetta að segja um pyntingar, öfuguggakynlíf og morð: „Við höfum ekki enn séð þann kynferðisglæpamann sem hefur framið morð, sem ekki var tryggur lesandi sorpritanna.“ Og þeir hafa haldið því fram að klámið hafi fengið þá til að drepa.

Klám brenglar veruleikann.

Sumir halda því fram að klám sé nothæft sem kynfræðsla, en það er algerlega óhæft til þeirra hluta. Klám dregur upp alranga mynd af því kynferðislega. Það segir ekkert um áhættuna sem tekin er með lauslæti í kynlífi og það dregur líka upp niðurlægandi mynd af mannfólkinu yrirleitt.

Klám er í raun að auglýsa óhollar kynlífsathafnir eins og sadisma og masókisma, nauðganir og misþyrmingar á konum, sifjaspell, stóðlífi og aðrar óeðlilegar kynlífsathafnir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ertu ekki að grínast eða?? Þetta er ein pínulítil hlið á á þessu og þú ert að taka sem dæmi versta hlutann.

Hvað með bara venjulegt klám eins og þú kallar það en ég kýs að tala um það sem erótík. Ég myndi giska á að 97% fólks sem horfir á erótík geri það með opnum huga og til þess að krydda jafnvel uppá kynlíf hjá sér. 

Auðvitað er misnotkun á börnum hræðileg og ekkert sem afsakar það en þú nefnir hluti eins og masókisma og sadisma en flestir sem aðhyllast þann lífsstílleita sér að félaga sem aðhyllast þann lífsstíl sjálfir og er það með samþykki beggja aðila. 

Áður en þú ferð að alhæfa um að klám sé viðurstyggð og eitthvað sem dregur fólk í barnaklám og og nauðganir þá skaltu skoða málið betur. 

Auðvitað er ég sammála um að nauðganir morð og barnaklám séu hræðilegir hlutir en að skella skuldinni á "klám" er gengið alltof langt.

Erna (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 11:14

2 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

Það fer eftir því hvað þú kallar venjulegt klám. Ég hef ekki séð neitt klám sem er venjulegt, nema þá efni sem flokkast undir erótík. Í lang flestum tilvikum er verið að niðurlægja konur og fara ílla með þær.

Þetta fer líka allt eftir því með hvaða hugarfari fólk horfir á hlutina.

Sigvarður Hans Ísleifsson, 16.10.2009 kl. 14:39

3 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Sæll Sigvarður og þakka þér góða og þarfa samantekt.

Mér finnst athyglisvert svar þitt Erna. Að fólk þurfi að krydda upp á tilveruna með því að horfa á annað fólk eðla sig. Það er einfaldlega sjúkt. Og ég er ekki  að grínast. Erótík og klám er einn og sami iðnaðurinn. Barnaklám, klám sadismi og það sem nefnt er hér að ofanverðu á sér allt hina sömu uppsprettu. Og þótt tveir aðilar séu sammála um að stunda eitthvað sem er sjúkt og óeðlilegt, þá er það jafn sjúkt og óeðlilegt.

Uppsprettan sem ég nefndi, er einfaldlega 'Girndin' sem er óseðjandi og fæðir aldrei neitt gott af sér. Mannsal,vændi, klám og hvers kyns öfugugga háttur fara alltaf saman. Af hverju? Jú það er þar sem ' Girndin' þrífst.

Kristinn Ásgrímsson, 17.10.2009 kl. 01:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband