Hvað er sönn ást?

Virðing, aðdáun, traust, vinátta, öryggi, það að vilja gefa, hugga, deila með sér... „Kærleikur er að dragast að allri manneskjunni, hann byggir á virðingu og aðdáun. Kærleikurinn er fullþroska tilfinning sem vex hægt. Jákvæðu hliðarnar sem þú sérð hjá hinum vega upp á móti göllunum. Sannur kærleikur er raunsær og hann særir ekki. Hann innifelur vináttu, gefur öryggistilfinningu og er ánægður með sitt“ segir David Wilkerson. Hann segir líka að kærleikurinn geti vaxið og orðið sterkur í jarðvegi gagnkvæmrar virðingar og í loftslagi þar sem hlustað er á hvað hinn segir. Þá kemur hann fram í skilningi, umhyggju og gleði. Þetta er vel sagt.

Sá sem elskar í raun og veru, hann þráir að gefa.
Kynhneigðin er mikilvægur hlekkur í kærleikanum, en alvöru ástarsamband og sú gleði sem það gefur, er ekki eingöngu bundið við kynferðislega ánægju. Þeir sem elska í raun, þeir þrá að gefa, ekki síður en að taka við. #Sönn ást felur í sér sanna vináttu - gleðina yfir því að fá að vera saman, að brosa saman, upplifa eitthvað saman, gera hlutina á mismunandi hátt, hjálpast að, hugga og uppörva hvort annað#.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já sko bara gott, beint frá hjartanu... lifandi orð... engin tilvitnun í prentsvertu í gangi hér ;)

Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 11.12.2009 kl. 18:14

2 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

Þetta er samt skilgreining Biblíunar þótt ég styðjist ekki við nein vers. En stundum er gott að skrifa bara svona :)

Sigvarður Hans Ísleifsson, 11.12.2009 kl. 23:14

3 identicon

Já er það ekki einmitt málið, að nýta sér rit til að örva andann og blása manni líf í brjóst, síðan að tjá sig í þeim góða anda án þess að nota ritverkið sem tilvísun eða vald.

Lifandi innblástur, fyrir lifandi fólk, í lifandi anda... þannig finna listamenn innblástur og tjá sig beint.

Ritningin er eins og hækjur til að styðja sig við á þeirri leið sem maður velur sér.... kemur ekki síðan hjálpræðið innanfrá ?

Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 12.12.2009 kl. 17:11

4 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

Ég trúi að hjálpræðið komi með því að trúa á Krist og það sem hann hefur gert fyrir mig. Eitt af því sem orð hans minntu mig á um daginn að kærleikurinn eða elskan særir ekki. En það er satt orðin í ritningunni gefa mér innblástur og verða lifandi :)

Sigvarður Hans Ísleifsson, 12.12.2009 kl. 17:31

5 identicon

Nákvæmlega Sigvarður, fræðin sem veita þér innblástur segja að guðsríki sé innra með okkur, þar álít ég að verið sé að segja að kærleikur, samúð og skilningur er lifandi andi, lifandi orðs, og sá sem leitar hann finnur... ef þú hefur fundið það sem þú leitar að getur þú talað frá þeim anda eins og þú virðist vera að gera.

Tilefnið hjá mér er að fyrir óinnvígðan einstakling til trúar eða einstakra trúarbragða, þá virkar tilvitnun í ritningu og eða ytra vald eins og árás þegar verst gerir, en þegar þú talar frá hjarta til hjarta, þá vitnar sannleikurinn um sig sjálfur og þarf ekki vitnanna við.

Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 12.12.2009 kl. 18:12

6 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

Segi nù bara amen við þessu:)

Sigvarður Hans Ísleifsson, 12.12.2009 kl. 22:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband