Afhverju verður maður latur?
13.12.2009 | 20:52
Eitt af því sem ég hef verið að velta fyrir mér er afhverju verður maður latur? Afhverju er maður ekki alltaf duglegur og getur bara gert það sem maður þarf að gera?
Eflaust er ég að velta þessu fyrir mér vegna að akkúrat núna er ég hauglatur og á mörkunum að ég nenni að skrifa þetta
það sem ég er að spá í, ætli það sé innbyggt system í okkur sem gerir það að verkum að þegar við setjumst niður þegar við erum þreytt að líkamin hægi á sér eða eitthvað? Ég hef oft fundið fyrir þessu þegar ég hef sofið lítið. Þá er eins og að líkaminn hafi ekki hvílst nógu vel og sé því einhvern vegin að hæga á manni. Þá á ég við að þetta gæti verið einhversskonar vörn líkamans gegn ofreynslu eða ofþreytu.
Kannski er ég bara svona skrítin að ég er sá eini sem verð svona ef ég hef sofið lítið. En ég verð eiginlega bara latur þegar svefnin hefur verið lítill og hann hefur verið eitthvað afskaplega takmarkaður undanfarið...
Finnur þú oft fyrir leti?
Athugasemdir
finn oft fyrir leti - held þetta sé eðlilegasta tilfinning í heimi - maður má bara ekki láta hana fara með mann í öfgar, það er mikilvægt að hvíla líkamann en það er líka mikilvægt að hafa nóg fyrir stafni þannig að þú finnir fyrir þreytu - þessi góði gamli millivegur
Ragnar Birkir Bjarkarson, 14.12.2009 kl. 07:13
já það er satt að það er gott að vera stundum þreyttur, sérstaklega þegar maður leggst á koddan á kvöldin :) En millivegin held ég að ég kunni ekki að fara hehe en þetta kemur víst einhvern daginn:)
Sigvarður Hans Ísleifsson, 14.12.2009 kl. 10:27
Sæll Sigvarður minn.
Ég veit ekki svarið við þessari spurningu þinni. En, ég veit það að það er allt í lagi að vera latur stundum. Það er ekki hægt að gera kröfur á mann að maður sé alltaf hress og til í að gera hvað sem er. Það er ekki hægt. Við verðum að finna það hjá sjálfum okkur, hvað við getum o.s.frv. Það er mín skoðun allavega.
En takk fyrir góðan pistil og gangi þér sem besti í að vera latur. hehe.
Bestu kveðjur til þín.
Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 14.12.2009 kl. 19:38
Takk fyrir það vinur, ég er að hugsa um að henda inn færslu á eftir, ég er allveg búin að vera hauglatur síðan ég setti inn þessa færslu...
Sigvarður Hans Ísleifsson, 15.12.2009 kl. 12:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.