Jólin allveg að koma án þess að maður taki eftir því

Jólin virðast vera koma á harðahlaupum og það styttist í að aðfangadagur sé að koma. Einhvern vegin hef ég ekki orðið var við neina jólageðveiki þetta árið. Það er kannski af því að það ber mun minna á því hérna í Keflavík en í Höfuðborginni.

Allavegana hefur hugarfar mitt gagnvart jólunum breyst síðustu ár. Allar þessar gjafir oflr er bara orðið aukaatriði fyrir mér núna. Mér væri allveg nákvæmlega sama þótt það væru engar gjafir í boði. Fyrir mér snýst þetta meira um að njóta þess að vera með fjölskildunni og eyða með þeim tíma. Mér finnst sá tími sem maður gefur í samveru með sínum nánustu dýrmætari en allar veraldlegar gjafir.

En fyrst og fremst eru jólin fyrir mér, tími til að minnast fæðingu Frelsarans Jesú Krists. Það er svoldið merkilegt að Guð sjálfur fæðist sem lítið ósjálfbjarga barn og með stóra áætlun frá himnum til að hrinda í Framkvæmd. Jesaja spámaður segir að hann muni verða kallaður Immanúel sem þýðir Guð með oss, Guð er á meðal okkar, Guð opinberaður i holdi.

Það er svoldið skemmtilegt að setja sig inn í þann atburð þegar Fæðingin átti sér stað. Að sjá Frelsara heimsins fæðast. Ég hugsa að það hafi eitthvað sérstakt gerst í hjarta Maríu og Jósefs þegar þau fengu þá ábyrgð að ala upp Jesú. Það hefði verið gaman að hafa verið til á þessum tíma á jörðinni og fylgjast með því hvernig hann óx úr grasi.

Fyrst og fremst er ég mest þakklátur fyrir það sem Jesú gerði fyrir mig á krossinum, fyrir eilífa lífið og frelsi undan því sem var að eyðileggja líf mitt. Þegar ég hugsa um orðið kærleikur og hvernig kærleikur Guðs hefur haft áhrif á líf mitt að þá er eitt merkilegt sem ég komst að. Áður en ég kom til Guðs var ég kaldur með steinhjarta, nánast samviskulaus hrotti og orðið Kærleikur eða ást var ekki raunverulegt fyrir mér. Kvöldið sem Guð mætti mér fékk ég að finna það mjög sterkt að ég væri elskaður. En það var samt alltaf eins og ég gæti ekki meðtekið það að ég væri elskaður. Einhvern vegin fannst mér eins og ég væri ekki þess virði að fá ást frá öðrum. En það var ekki fyrr en ég fór að vera upptekin af því að meðtaka elsku Guðs inn í líf mitt að ákveðnir múrar sem ég var búin að byggja upp í kringum mig fóru að hrynja niður. Allt í einu gat ég farið að hleypa fólki allveg að mér, ég fór að geta sýnt öðrum kærleika og hlýju.

Það að meðtaka kærleika Guðs inn í líf sitt skiptir miklu máli, því að þá breytist maður mjög mikið og verður hæfari til að elska aðra. Tala þá ekki um menn eins og mig sem þekktu ekki hvað raunverulegur kærleikur er. Það sem hefur gerst líka að núna nýt ég þess að vera með fjölskildunni og vinum mínum.

Ég vona að fólk sem á ekki mikið milli handana, hugsi á sama hátt að vera saman er dýrmætara en gjafir og finna þá ást sem Guð gefur okkur. Þetta er það sem er efst í huga mínum núna gagnvart jólunum. Jesús kom og gaf líf sitt fyrir okkur, hann gaf okkur sitt réttlæti, hefur sett kærleika sinn í hjarta okkar.

Guð gefi hverjum og einum góð jól þar sem friður og kærleikur fá að flæða á meðal fólks.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hver segir svo að trú flytji ekki fjöll... :)

Við erum sem hljóðfæri  sem þarfnast stillingar og við hvern tón sem ómar nær jafnvægi, nálgast samhljómurinn :)

Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 15.12.2009 kl. 18:28

2 identicon

Sæll Sigvarður minn.

Ég las greinina þína í dag. Þetta er alveg rétt hjá þér. Það er margt hægt ef að von og trú er fyrir hendi. En maður þarf þá að hafa eitthvað af því hvoru tveggja.

En Guð hefur að mínu mati ekki hjálpað mér mjög mikið, þó hef ég leitað tölvuvert til hans með bænum mínum. En það er annað mál.

En gangi þér vel vinur og vegni þér vel.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 15.12.2009 kl. 18:41

3 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

sammála þér Ólafur.

Valgeir, Guð notar stundum líka fólk til að aðstoða okkur :) Eins og eitt lagið segir: We are his hands and feet :)

Sigvarður Hans Ísleifsson, 15.12.2009 kl. 18:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband