Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008
Er bannað að hafa skoðun?
31.12.2008 | 05:12
það er fyndið þegar maður á í rökræðum við fólk og það verður rökþrota eða æst að það hættir að tala málefnalega og byrjar að koma með persónuleg skot á mann. Svona alla vegana með tímanum lærir maður það að taka því ekkert persónulega þótt fólk sé með skot á mann.
Það er reyndar stutt síðan ég heyrði mann segja að honum hafi fundist hann vera rökræðu snillingur. Þegar hann sá að hinn aðilinn var að hafa betur í rökræðum við sig. þá byjaði hann að hæðast að einstaklingunum og gera lítið úr þeim og þannig búin að skemma umræðurnar.
Ástæðan fyrir þessu bloggi er vegna þess að svo virðist vera að maður megi ekki hafa skoðun á hlutunum án þess að vera kallaður hræsnari. Er það fordómar eða hræsni að hafa skoðun? Það held ég ekki. Það eru ekki fordómar að hafa skoðun og er hverjum frálst að hafa þá skoðun sem hann eða hún vill.
En afhverju má maður þá ekki hafa þá afstöðu og skoðun að samkynhneigð sé óeðlileg? Er maður þá allt í einu vondur maður? Samkynhneigðir koma oft með þennan punkt , kastið fyrstur steininum sá yðar sem syndlaus er. Málið er það að Jesús dæmir engan. En í endanum á þessari frásögu af konunn sem hafði drýgt hór og átti að grýta. Þá segir Jesús hvað varð um þá kona sakfellti þig enginn? hún svarar nei herra enginn.. þá segir Jesús ég sakfelli þig ekki heldur, far þú og syndga ekki framar. Það sem fólk fattar ekki þarna er að Jesús samþykti ekki syndina hennar. Hann náðaði hana eins og hann gerir við okkur sem til hans leytum. Og hann leysti hana undan þeirri synd sem hún var í. Og það sem hann á við er að hann segir ég dæmi þig ekki en ekki gera þetta aftur snúðu þér frá þessu.
Það hafa allir rétt á því að hafa sína skoðun og alltaf best að benda á verknaðinn sjálfan en ekki persónuna sjálfa.
því að hvort er meira til árangurs að segja við barn sem stelur? Þú ert þjófur eða segja það sem þú gerðir er rangt og ég bið þig um að gera þetta ekki aftur. Þess vegna tel ég hvort sem það er ég eða aðrir sem gera eitthvað rangt að þá er bara að leiðrétta þann sem gerir það ranga og hvetja þann aðila til góðra verka í stað þess að vera með skítköst. Þarna þarf ég að bæta mig og svo þarf bara hver að dæma fyrir sjálfan sig ;)
En svona í lokin vil ég óska öllum gleðilegs nýs árs
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Andvökunótt
29.12.2008 | 04:07
Sit hér andavaka
get ei sofið neitt
langar svo að baka
þótt það fái engu breitt
Langar svo að sofa
en get ei sofnað
hverju á ég að lofa
þegar allt er orðið dofnað
Þreytan yfirtekur mig
get samt ekki sofnað
hverju skiptir það þig
þótt allt sé orðið dofnað
Veit ei meir
en svefnin þarf sinn tíma
hvað segja læknar þeir
sem hjálpa manni við þetta að glíma
Sigvarður:) 29 des 2008
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Opinberun fyrir árið 2009
25.12.2008 | 22:11
Árið 2008 var ár endureysnar en árið 2009 verður kornskurður. Kornskurður merkir ekki bara mikla freslun heldur mikla lækningar sem eiga sér stað, það er eins og það sé farið með hníf á gömul mein og skorin upp, margir munu fá að upplifa kraft fyrirgefningar og öðlast nýtt líf, einnig munu margir endurnýjast í trúnni, þeir sem hafa villst frá snúa aftur hungraðir eftir Guði eftir að hafa smakkað á tónleikannum í heiminum
einnig munu margir spádómar sem hafa verið talaðir yfir Íslandi rætast
það sem mun einkenna þessa vakningu að fólk mun þrá meiri heilagleika en áður og helga sig allgjörlega Drottni
vakningin á árinu kemur eins og 3 flóðbylgjur, í fyrstu munu menn reyna hafa stjórn á þessu en fljóta svo með og seinni tvær munu vera mjög kröftugar, þetta sá ég í sýn. Fyrst kom snjóflóð það sem gerðist er að þeir sem voru í sýnninni reyndu að synda með en gátu það ekki og flutu með. Síðan kom annað snjóflóð og enginn reyndi að hafa stjórn á því né að synda með straumnum, heldur flutu menn með og það var eins og flóðið hrifsaði alla sem urðu á vegi þess. Þriðja flóðið kom og var kröftugast af þeim öllum. Það sem var einkennilegt að aðeins fólk úr kærleikanum var í þessari sýn.
Það sem mun einkenna þetta ár er líka uppskurður eða uppskera fjárhagslega meðal hina trúuðu og mikið magn mun streyma í Guðsríkinu. Drottinn hefur þegar sagt að hans sé gullið og hans sé silfrið. Einnig mun fólk fá að sjá ótalmörg kraftaverk gerast í fjármálum sínum eftir að það snýr sér til Drottins. Einnig mun fólk fá opinberanir á það að við tilheyrum ekki þessum heimi né fjárhag hans. Í ríki Drottins er hvorki eyðir, ryð né möl, þar er engin skortur. Það er nóg handa öllum.
Einning munu koma fram margir spámannlegir dómar yfir landinu, fólk mun ganga meira í gjöfum andans og tala meira inn í líf þeirra sem ekki trúa, sem verður til þess að fólk mun snúa sér til Drottins. Drottin mun opinbera huldustu leyndardóma hjarta fólksins, allt mun verða gjört opinbert, margir munu snúa sér til iðrunar.
Drottinn segir að það mun engin fá að komast upp með að lifa í synd og harðleg hirting verði á sviði syndarinnar. Það sem hefur gengið á undan hefur verið aðvörun til þeirra sem ekki vilja iðrast. Drottin þráir heiðarleika og til þess þarf aga og umvöndun
að síðustu segir Drottinn verið heilagir því að Ég Er heilagur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Jólahugvekja
23.12.2008 | 17:32
Fil 2:5-11
-5- Verið með sama hugarfari sem Jesús Kristur var. -6- Hann var í Guðs mynd. En hann fór ekki með það sem feng sinn að vera Guði líkur. -7- Hann svipti sig öllu, tók á sig þjóns mynd og varð mönnum líkur. -8- Hann kom fram sem maður, lægði sjálfan sig og varð hlýðinn allt til dauða, já, dauðans á krossi. -9- Fyrir því hefur og Guð hátt upp hafið hann og gefið honum nafnið, sem hverju nafni er æðra, -10- til þess að fyrir nafni Jesú skuli hvert kné beygja sig á himni, jörðu og undir jörðu -11- og sérhver tunga játa Guði föður til dýrðar: Jesús Kristur er Drottinn.
Þegar maður hugsar um jólin nú til dags, hvernig menn keppast um að kaupa sem fallegustu gjafirnar, og allt þetta veraldlega sem fyglir jólunum. Þá er eins og manni finnst fólk hafa gleymt tilgangi jólana. Afhverju höldum við jól? Tilgangur jólana er til þess að minnast þess að Guð kom fram sem maður. Það er að segja að Skaparinn sjálfur fæddist sem barn. Hann setti takmörk á sig með því að vera bara á einum stað. Þá á ég við að Jesús kom fram sem maður. Hann var til áður en hann fæddist.
Filipibréfið segir að hann hafi svipt sig öllu og tekið á sig þjóns mynd og orðið maður eins og við. Jesús kom bara í einum tilgangi og það var til þess að endurreysa samfélagið sem glataðist í Eden. Vegna hans fáum við að lifa í sömu nánd og Adam fékk. Guð þráir að tala til sköpunar sinnar líkt og hann gerði í Eden garðinum.
En það er okkar að velja að meðtaka bestu gjöf sem við getum nokkurn tíman fengið. Þessi gjöf er Jesús Kristur og að játa hann sem Drottinn okkar og frelsara og eignast þar með eilíft líf. Hann kom ekki bara til að gefa okkur eilíft líf hann kom líka til þess að leysa okkur undan valdi syndarinnar og gera okkur frjáls.
Núna þegar maður lítur á jólin með þessu hugarfari að þá getur maður verið þakklátur fyrir Jesú Krist son Guðs. Vegna þess ef hann hefði ekki komið, gætum við ekki orðið frjáls né losnað undan þeirri áþján sem þjakar líf okkar, hvort sem það er af völdum vímuefna, spilafíknar, græðgi í peninga, völd eða frama. Hvað það sem er, sem fjötrar líf fólks. Án Jesú gæti alldrei orðið nein lausn undan þessu.
En þá kemur að þeim þætti sem margir líta framhjá og það er fólkið sem ekkert á. Ég las í 4.Mósebók þegar Móse kemur fram fyrir Drottinn og spyr hvernig hann ætlar að fara að því að gefa stórum fjölda fólks sem er statt í eyðimörk kjöt að borða. Hann varpar fram þeirri spurningu, ætlarðu að tæma fiskinn úr hafinu ? Síðan heldur hann áfram og segir að það sé ekki nægt fé til að slátra, eða nautgripir. En þá varpar Drottinn þeirri spurningu til Móse er hönd mín of stutt?
Hönd Drottins er ekki of stutt hún er máttug og hann getur gert það sem hann vill. Fjöldi fólksins sem var þarna í Eyðimörkinni voru að tölu 600.000 karlmenn og þá á eftir að taka konurnar með og börnin, bæta mætti við öðru 600.000 við vegna fjölda kvennana og reikna með 2-3 börnum á hverja konu þar sem Ísraelsmenn voru mjög frjósamir á þessum tímum og eru enn. Þá erum við komin upp í kringum 3.000.000 manns. Drottinn senti þessu fólki lynghæns sem eru svona kjúkklingar eða eitthvað álíka með vindinum.
Hvað gerði gerði Drottin þegar Ísraelsmönnum skorti vatn í Eyðimörkinni? Hann sagði Móse að slá stafi sínum á klett og þar spratt fram vatn. Öll þessi 40 ár í Eyðimörkinni skorti Ísraelsmönnum ekki neitt þótt meirihlutin af þeim hafi verið sívælandi og kvartandi.
Guð er sá sem annast þá sem til hans leyta. Í Matt.6:33 Stendur að við eigum að leita fyrst ríkis hans og réttlætis og þá mun allt þetta veitast okkur að auki. En hvað er átt við allt þetta? Þegar við lesum kaflan í samhengi að þá sjáum við að hann lofar að gefa okkur allt það sem við þörfnumst , Fæði, klæði og húsnæði.
Þegar við lítum til þeirra sem búa á götunni, hvað með þessa einstaklinga? Sem betur fer eru til staðir sem annast þessa einstaklinga og sjá þeim fyrir fæði, klæði og húsnæði...
En aðalatriðið er að muna að Jesús kom fyrir þig og mig, til þess að gera okkur frjáls og veita okkur eilíft líf á himnum og endurreysa samfélagið sem við vorum sköpuð til að lifa í með Guði..
Gleðileg Jól
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Jólin koma á ógnarhraða...
17.12.2008 | 14:27
Svo viðrist sem vika í jólin og ekki svo langt síðan manni fannst jólin vera klárast síðast. Eitthvað virðist maður vera seinn að kveikja á perunni þessi jólin eða voða áhugalaus fyrir þessu stressi sem einkennmir oft jólin.
En líklegast fer maður í jólaskapið þegar maður kíkir í skötu hjá mömmu og finnur svo hangikjötslyktina yfirgnæfa ógeðisfýluna af skötunni.
Einhvern tíman trúði maður því að skatan var síuð upp úr hlandi því fýlan var viðbjóður. En núna veit maður sannleikan og er það siður að borða þessi ósköp. En allavegana ætla ég að borða skötu núna í ár.
En maður veltir fyrir sér eftir öll þessi ósköp sem dunið hafa á landanum hvort það verði ekki einhver breyting á þessum jólum og frá því sem var í fyrra. Í fyrra fannst manni jólin einkennast af standpínukeppni og græðgi þar sem menn hugsuðu bara um að gefa sem flottastar gjafir. En hvar var samkendin? Hún var ekki á mörgum stöðum. En eitthvað virðist hafa breyst undanfarna mánuði. Meiri samkend hefur komið og umhyggjan fyrir náungan virðist vera komin aftur. Eflaust segja margir að það sé ljótt af manni að segja að loksins kom stopp á þetta góðæri ef það var einhvern tíman.
Ást á hlutum og fjármagni getur ekkert gert fyrir menn nema skilja þá tóma eftir. Ég fór einu sinni á námskeið varðandi jólakvíða. Oft að þá hefur maður átt leiðinleg jól og þessi tími kannski ekki beint sá skemmtilegasti til að vera til á.
þar sem maður eldist að þá breytist áhugin og sjónarhornið á jólunum. Þetta ár sem ég fór á þetta námskeið að þá lærði maður að láta þessi jól sem voru að baki í gleymskunar haf. Ég ákvað þá að þetta yrðu góð jól og svo varð raunin. Ekki af því að pakkarnir voru svo flottir eða dýrar gjafir voru í þeim. Heldur vegna þess að í fyrsta sinn frá því að maður var barn var öll fjölskildan komin saman og fagnaði jólunum. Að eiga stund með fjölskildunni var dýrmætara en gjafirnar.
Þannig að dýrmætasta gjöfin í ár sem verður ekki metin til fjár er að gefa sér tíma með þeim sem maður þykir vænt um og njóta þess að vera með þeim.
Satt að segja væri manni nákvæmlega sama þótt maður fengi engar gjafir ef hitt uppfylltist. Í gamla daga létu menn sér nægja kerti og spil og verja tíma sínum saman um jólin... En er þá ekki bara að segja við landan back to the basic ;) Jólin snúast um að fagna komu frelsarans í heiminn og eignast ljós í hjarta sínu sem lýsir um eilífð og gefur manni þá hlýju sem maður þarf...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)