Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Að láta hafa áhrif á sig

Á Möltu
Post.28:1Nú sem við vorum heilir á land komnir fengum við að vita að eyjan hét Malta. 2Eyjarskeggjar sýndu okkur einstaka góðmennsku. Þeir kyntu bál og hlynntu að okkur öllum en kalt var í veðri og farið að rigna. 3Páll tók saman hrísvöndul og lagði á eldinn. Skreið þá út naðra undan hitanum og festi sig á hönd hans. 4Þegar eyjarskeggjar sáu kvikindið hanga á hendi hans sögðu þeir hver við annan: „Það er víst að þessi maður er manndrápari fyrst refsinornin lofar honum ekki að lifa þótt hann hafi bjargast úr sjónum.“ 5En hann hristi kvikindið af sér í eldinn og sakaði ekki. 6Þeir bjuggust við að hann mundi bólgna upp eða detta sviplega dauður niður. En þá er þeir höfðu beðið þess lengi og sáu að honum varð ekkert meint af, skiptu þeir um og sögðu hann guð vera.
7Í grennd við stað þennan átti búgarð æðsti maður á eynni, Públíus að nafni. Hann tók við okkur og hélt okkur í góðu yfirlæti þrjá daga. 8Svo vildi til að faðir Públíusar lá sjúkur með hitaköstum og blóðsótt. Páll gekk inn til hans, baðst fyrir, lagði hendur yfir hann og læknaði hann. 9Eftir þetta komu aðrir þeir er sjúkir voru á eynni og voru læknaðir. 10Höfðu þeir okkur í hávegum og er við skyldum sigla gáfu þeir okkur allt sem við þurftum til fararinnar.

Það sem er svo merkilegt við þessa frásögu er það að árást óvinarins á Pál til að binda enda á það að hann væri að predika fagnaðarerindið fór á annan hátt en óvinurinn hélt að það færi. Því að ritninginn segir að þessi tákn tilheyri þeim sem hafa Heilagan Anda innra með sér að þótt einhver reyni að eitra fyrir þeim eða höggormur bíti þá, að þá verður okkur ekkert meint af því.

Páll var bitin af nöðru og það biðu allir eftir því að kallinn myndi lognast útaf en það hafði engin áhrif á Pál. En það hafði áhrif á allt sem í kringum hann var. Vegna þess að þegar óvinurinn notaði nöðruna til að reyna deyða Guðsþjón að þá varð árásin honum að falli. Það sem gerðist þarna er að það opnuðust dyr fyrir Pál til að predika fagnaðarerimdið og lækna þá sem sjúkir voru. Menn sem voru fjötraðir fengju lausn.

Sama var með Jesú oft þegar hann var að fara gera eitthvað að þá var gert lítið úr honum því að óvinurinn reyndi hvað sem hann gat til að stöðva Jesús en gat það ekki. Í eitt skiptið er Jesús var að fara lækna stúlku sem var látin að þá hlógu menn af honum þegar hann sagði að stúlkan væri einungis sofandi. En síðan reysti hann stúlkuna upp frá dauðum. Það var allveg sama hvað það var reynt að segja við hann eða annað að það hafði engin áhrif á hann. Hann gerði samt það sem honum var ætlað að gera.

Við getum líka yfirfært þetta yfir í okkar daglega líf. Einn daginn í vinnunni að þá fékk ég opinberun á það hvað þetta getur líka þýtt. Því það lét mig ekki vera hvað þetta þýddi þegar naðran beit hann en það hafði engin áhrif á Pál.Þennan dag fékk ég lítin svefn kannski svona 2 tíma og ´mætti í vinnuna á 12 tíma vakt. Um leið og ég mætti í vinnuna að þá byrjaði einn að ögra mér að mér fannst. Ég fór að láta þetta hafa áhrif á mig og varð pirraður í smástund. En síðan gaf ég Guði þetta og blessaði manninn og náði að sleppa tökunum þannig að þetta hafði ekki lengur áhrif á mig hvað hann var að gera.

Seinna um kvöldið var síðan einn rétt búin að slasa mig, það kom upp reiði í 1 mín og búið því ég gaf Guði þetta og þetta hafði engin áhrif á mig lengur. Síðan þegar ég var að fara heim um hálf tvö um nóttina úr vinnunni varð ég var við það að það var búið að taka úlpuna mína með lyklunum og öllum skilríkjunum. Ég sá hver hafði gert það því að sá aðili gleymdi sinni. Ég hringdi og hringdi í hann og ekkert svar og allt leit út fyrir að ég yrði bara læstur úti og kæmist ekkert inn heima hjá mér. En svo loksins svaraði hann þannig að ég gat náð í það sem ég átti. Satt að segja var ég ekkert sérlega sáttur þegar þetta skeði þetta hafði áhrif á mig og ég fór að hugsa um að hefna mín á honum og gefa honum gott hnéspark í síðuna og alls konar hugsanir fóru um huga minn. En svo áttaði ég mig á því að þetta átti ekki að hafa áhrif á mig. Þannig að ég gaf Guði þetta og náði að sleppa tökunum . Þegar ég fór og náði í það sem mér tilheyrði voru það fyrstu viðbrögð mannsins gerðu það ekki berja mig. Ég rétti út höndina og tók í spaðan á honum og sagði hafðu ekki áhyggjur þér er fyrirgefið.

En í gegnum þetta áttaði ég mig á því að svona hlutir geta haft áhrif á okkur en það er okkar val að bregðast rétt við .
Sama er með áfengið, það stjórnaði lífi mínu en í dag hefur það engin áhrif á mig þótt einhver drekki í kringum mig. Því að Heilagur Andi er í mér og hann gerir mér kleyft að vera edrú. Ég meðhöndla stundum áfengi í vinnunni og annað en það hefur samt engin áhrif á mig lengur hvað er í þessu...

Þegar óvinurinn gerir árásir á okkur þá vill hann trufla okkur þannig að það hafi slæm áhrif á okkur því að hann óttast Guðsverk. En mætti Guð gefa okkur náð til að bregðast við eins og Jesús brást við og Heilagur Andi leiðir okkur til :)


Afhverju Jesús? afhverju ekki bara Búddha eða eitthvað annað?

það kom kona til mín í vinnunni í sumar horfði á mig og hló smá og sagði ég sá á myspace síðunni þinni að þú ert kristinn. Ég sagði já ég er það. Síðan hélt hún áfram og sagði ég trúi ekki á Guð. Ég meina afhverju Jesús sagði hún? Afhverju ekki Búddha eða eitthvað annað? Svar mitt var einfalt ég er ekki leitandi ég hef fundið það sem ég trúi að sé sannleikurinn.

En ég velti þessu fyrir mér afhverju Jesús en ekki Búddha? Í fyrsta lagi að þá er Búddha enþá í gröfinni sinni. Jesús sigraði dauðann og reis upp á 3 degi og lifir í hjörtum þeirra sem trúa í gegnum Heilagan Anda.

Hvað getur þessi Búddha gert? akkúrat ekki neitt..

Hvað getur Jesús gert? hann getur allt... Dæmi: Í fyrra þá frelsuðust margir sem höfðu fengið þann stimpil á sig að vera harðsvíraðir glæpamenn. Menn sem hötuðu lögregluna og höfðu engan áhuga á því sem gott var.
En svo kom Jesús og mætti þeim, Þessir einstaklingar snéru við blaðinu og áður en menn vissu voru þeir farnir að halda samkomur þar sem lögreglumönnum var boðið á samkomur.

Hver annar en Jesús gat sameinað krimma og lögguna? hef ekki heyrt neitt svona dæmi um frá Búddha...
Í kristi Jesú þurfa menn ekki að rembast við að vera eitthvað ... Menn verða nýsköpun og allir eru jafnir frammi fyrir Guði.. menn verða synir og dætur Föðurins.. þeir sem eitt sem lifðu í myrkri sjá ljós og von og fá tilgang með lífinu...

Tilhvers að leyta þegar sannleikurinn er beint fyrir framan nefið á þér.. Jesús er svarið


kraftaverkamaður að koma til Íslands...

Hverjum langar ekki að sjá demanta birtast? olíu leka úr höndum manns og annað yfirnáttúrulegt?

Joshua Mills er að koma til Íslands
ásamt konu sinni Janet Angelu Mills.

Samkomur verða í Kærleikanum, Faxafeni 8, 2. hæð
föstudagskvöldið 29. ágúst kl 20:00 verður almenn samkoma
laugardaginn 30. ágúst kl. 14:00. verður kvennasamkoma
laugardagskvöldið kl. 20:00 verður almenn samkoma

Sunnudaginn 31. ágúst verða 2 samkomur í Mosaik, Skógarhlíð 20.
og eru þær kl. 14:00 og kl 20.00.


Áhugasamir geta skoðað myndbönd hér með honum
 


Live predikun frá Kærleikanum í Keflavík


Predikun úr kærleikanum Keflavík 16 ágúst 2008

 

Kraftur

Sigvarður Halldóruson

 

Í ritningunni kemur þetta orðið kraftur oft fyrir.  En hvað er það sem kraftur þýðir eiginlega?  Orðið kraftur er líklegast best þýtt sem: Möguleiki eða geta til að geta framkvæmt.

Kraftur hefur mikið með afl og styrk að gera og mátt. Ti þess að útskýra nánar afhverju kraftur þýðir möguleiki eða geta til að geta framkvæmt ætla ég að taka nokkur dæmi.

Ef ég sest upp í nissan micru bíl sem er hinn fínasti bíll og oftast í kringum svona 80 hestöfl sem segir hversu kraftmikill hann er. Ég keyri svo út á tún og sé fullan heyvagn út á túni. Vagninn sjálfur vegur svona 2-3 tonn og heyrúllurnar sem eru 20 stk alls vegur hver svona 700-800 kg. Ég  bakka svo micru að vagninum og reyni svo að taka af stað með vagninn og allar rúllurnar en bílinn á bara enga möguleika og hefur enga getu til að geta framkvæmt þetta verk að færa vagninn á milli staða.

En ég tek svo Massey Ferguson traktor sem er stór og öflugur og bakka honum að vagninum og keyri af stað eins og ekkert. Í þessu tilviki þá hefur Traktorinn möguleika og getu til að draga heyvagninn en ekki micran því hún hefur ekki kraftinn í það.

Post.1:8En þér munuð öðlast kraft er heilagur andi kemur yfir yður og þér munuð verða vottar mínir í Jerúsalem og allri Júdeu, í Samaríu og allt til endimarka jarðarinnar."

Biblían segir að við munum öðlast kraft þegar Heilagur Andi er komin inn í líf okkar. Það þýðir það að í dæminu áðan er eins og við breytumst í traktor frá því að vera lítill bíll. Möguleikar okkar og geta til að framkvæma hluti aukast til muna og stórlega.

Fil.4:13Allt megna ég fyrir hjálp hans sem mig styrkan gerir.

New living translation fer vel með þessa þýðingu og útskýrir þetta vers þannig: Allt get ég gert fyrir hjálpa Krists sem gefur mér allan þann kraft(styrk) sem ég þarf.

Þannig að þegar Þú hefur gefið Jesú líf þitt að þá kemur Heilagur Andi inn líf þitt og þá breytist allt. Allt verður einhvern vegin svo miklu léttara. Ég man bara að bænalífið mitt gjörbreyttist þegar ég fór að biðja Heilagan Anda að vinna í gegnum mig.

Ég fór að sjá möguleika til að gera hluti og framkvæma sem ég var ekki áður hæfur til að gera eða hafði enga getu til eða möguleika.

Á ákveðnum tímapunkti uppljóstraðist fyrir mér að þegar ég væri til dæmis að þjóna Guði og væri að reyna gera hlutina samkvæmt hefðum eða á minn hátt eða eins og einhver annar sagði mér að gera að þá var eins og það væri eitthvað svo þurrt og erfitt að gera þetta...

Fil.2:13Því að það er Guð sem verkar í ykkur bæði að vilja og að framkvæma sér til velþóknunar.

En svo þegar Drottinn opinberaði fyrir mér þetta vers að þá breyttist allt, þetta fór ekki lengur að vera erfitt vegna þess að ég vissi það að ég þyrfti bara að leyfa Heilögum Anda að komast að og nota mig sem sitt verkfæri svo að vilji Guðs yrði framkvæmdur.

Mark.16:17En þessi tákn munu fylgja þeim er trúa: Í mínu nafni munu þeir reka út illa anda, tala nýjum tungum, 18taka upp höggorma og þó að þeir drekki eitthvað banvænt mun þeim ekki verða meint af. Yfir sjúka munu þeir leggja hendur og þeir verða heilir."

Jesús sagði að þessi kraftur myndi tilheyra okkur, kraftur Heilags Anda tilheyrirr okkur. En til að virkja þennan kraft í lífum okkar að þá þarf að nota eina gjöf sem Heilagur Andi hefur gefið okkur og það er tungutal til persónulegrar uppbyggingar sem öllum er gefið.

Bara breytingin á Pétri fyrir og eftir segir okkur nákvæmlega hvernig við breytumst ef við leyfum Heilögum Anda að verka í okkur. Pétur stóð fyrir framan Jesú og sagði að hann myndi alldrei yfirgefa hann og ganga í opin dauða fyrir hann. En Jesús vissi betur og sagði honum að áður en hani galar muntu hafa 3 sinnum afneitað mér. En Pétur var samt ekki á því að þetta yrðir svona sem þó varð. Við heyrum það oft að Pétur afneitaði Jesús, þetta var að sjálfssögðu hræðileg synd, en þó gerð í ótta því hann hafði ekki kraft til að standast það sem var að gerast.

En síðan þegar Heilagur Andi kemur yfir á Hvitasunnudag að þá fer Pétur að tala nýjum tungum og gjörbreytist. Gungan var ekki mikið lengur til staðar, honum hafði opnast dyr og möguleikar og geta til að framkvæma hluti sem hann gat ekki áður gert. Allt í einu var litli hræddi Pétur orðinn hugrakkur og stígur fram fyrir framan þúsundir manna og predikar fyrstur fagnaðarerindið og 3 þúsund manns frelsuðust.

Þetta er ekki bara fyrir Pétur og Pál Postula heldur fyrir hvern þann sem trúir. Það tilheyrir þér að reka út ílla anda. Það tilheyrir þér að tala tungum, það tilheyrir þér að geta tekið upp höggorma, það tilheyrir þér að þótt einhver gefi þér eitthvað bannvænt eitur að þá mun þér ekki verða meint af því, það tilheyrir þér að leggja hendur yfir sjúka svo þeir verði heilir.

Okkur er ætlað að sjá fólk læknast og leysast...

Það er ekki bara svona lækningar oflr sem okkur tilheyrir. Heldur allt það sem var að skemma líf okkar, áfengi, eiturlyf, síkarettur, matarfíkn, klámfíkn, lygi og allir fjötrar sem hafa skaðað líf okkar, hefur ekki lengur tök á okkur því að krafturinn sem í okkur er meiri en veikleikar okkar.

Páll Postuli talar um að máttur Krists fullkomnast í veikleika okkar...

Ef við viljum losna frá fjötrum að þá er eina leiðin að játa að þetta séu veikleikar eða brestir sem við geutum ekki stjórnað sjálf. Þá á ég við að við eigum ekki möguleika í okkar eigin mætti að losna frá þessu. En um leið og við gefumst upp og játum fyrir sjálfum okkur og öðrum að við séum ekki fær um að geta þetta, þá kemst kraftur Guðs að og það er þá sem við öðlumst frelsi.

Lykilinn í öllum 12 sporakerfum er alltaf sá sami, játa vanmátt sinn og trúa því að Guð geti leyst mann og gert mann heilbrigðan að nýju. Þetta þýðir þaða að þegar við leggjum okkar hugmyndir til hliðar og leyfum Guði að komast að þá öðlumst við meira frelsi og meiri kraft í lifum okkar.

Biblían er líka full af leiðbeiningum um það að þegar menn nutu leiðsagnar Guðs að þá vegnaði þeim vel, en um leið og þeir fóru að fara sínar eigin leiðir og töldu sig ekki þurfa á hjálp Guðs að halda eða fóru að óhlýðnast honum og gerðu það sem var rangt í hans augum að þá fór allt að ganga ílla. Þetta er svona ennþá í dag að það er blessun að gera það sem rétt er. Þá á ég við að blessunin er fólgin í hlýðni við Guð og þá kemur aftur að því, að með hjálp Heilags Anda og þess krafts sem í okkur býr er okkur mögulegt að gera það sem rétt er.

Þegar við fáum kraft Heilags Anda inn í lif okkar og virkjum hann , þá er svo margt sem opnast fyrir okkur, feimið og hrætt fólk breytist í hugrakt fólk, fólk sem heldur að það geti ekki orðið edrú eða losnað frá einhverju losnar og verða edrú vegna þess að  Heilagur Andi fær að komast að...

Að reyna ganga gönguna með Guði í eigin mætti er eins og að reyna fara upp á Esjuna á ryðguðu þríhjóli. Það er hægt en það er erfitt og leiðinlegt... Því að þegar við erum mikið í samfélaginu við Guð að þá er afleiðinginn af því að taka sér tíma með Guði gleði, kærleikur og friður. Þegar við sækjumst inn í nærveru Guðs að þá finnum við öryggi og það er friður að finna fyrir öryggi í nærveru Guðs....

Bæn: Kraftur Heilags Anda tilheyrir mér, Krafturinn sem læknar sjúka tilheyrir mér, krafturinn sem reysti Lasarus upp frá dauðum tilheyrir mér, krafturinn sem brýtur alla hlekki og fjötra tilheyrir mér, krafturinn sem Jesús hafði þegar hann gekk um á jörðinni tilheyrir mér. Allt það sem Guð segir að mér tilheyri það meðtek ég nú í Jesú nafni amen...


Forréttindi

Í gærmorgun þegar ég tók mér tíma með Guði og las aðeins í orðinu og bað að þá kom svo undursamleg nærvera Guðs og ég fór að hugsa hversu mikil forréttindi þetta eru.

Bæði vegna þess að ef maður lítur til baka á nokkrar staðreyndir að þá er nærvera Guðs heilög, og Guð getur ekki verið þar sem synd er, þess vegna getur ekki annað en verið að þegar Guð kemur að þá er það blóð Krists sem hefur afmáð syndir okkar, og þegar Guð lítur á okkur að þá sér hann Jesú  Krist.

Bæði vegna þess að á dögum gamla testamenntisins gátu bara æðstu prestarnir farið inn í hið allra helgasta og Guð var bara Guð Gyðinga og við hin stóðum Guðvana og áttum engan séns nema að verða eins og Gyðingar sem nokkur dæmi eru til um í Biblíunni. Nærvera Guðs var bara fyrir þá á þessum tíma. En þeir gátu ekki gert eins og við gerum í dag. Eina sem við þurfum að gera er að bjóða Heilagan Anda velkomin og þá kemur hann. Æðstu prestarnir þurftu að syndahreinsa sig áður en þeir gengu inn í hið allra helgasta, þeir gengu alltaf inn með kaðal utan um annan ökklan, ef þeir voru ekki komnir út eftir 3 daga að þá voru þeir dregnir út, vegna þess ef þeir fóru inn í hið allra helgasta án þess að syndahreinsast að þá dóu þeir.

Í gegnum Jesú Krist höfum við aðgang að Föðurnum og nærveru Heilags Anda... Án Krists gætum við alldrei fundið þessa nærveru. Guð býr ekki lengur í musteri gerð að manna höndum, heldur er musteri hans allir þeir sem hafa gert Jesú Krist að sýni Drottni og frelsara. Þess vegna er það svo mikil forréttindi að fá að vera musteri hins Heilaga Guðs. Nýja Testamenntið minnist að minnsta kosti 2 sinnum í bréfum Pálls að við séum musteri hins lifanda Guðs og seinni staðnum musteri Heilags Anda, en við getum það ekki nema taka við fyrirgefningu Krists inn í líf okkar. 


Þegar Guð talar

Þegar Guð talar þá talar hann með friði og það sem hann segir er skýrrt... En það er eitt sem ég var að hugleiða að Guð talar til okkar og sýnir okkur ákveðna hluti sem hann ætlar að framkvæma í lífum okkar.

En það er eitt sem ég hef lært að það er ekki nóg að bíða bara og gera ekki neitt, ég trúi því að maður eigi að meðtaka það sem Guð talar til manns og ganga út á það.

Ég man að þegar ég var á Selfossi og stóð frammi fyrir því að byrja með unglingastarf en það voru bara engir unglingar í starfinu. Menn sögðu þetta er ekki neitt þetta er ekki neitt og reyndu þar með að tala dauða yfir mig. 

En Guð talaði, hann gaf mér sýn með kirkjuna á Selfossi fulla af unglingum sem töldu á annað hundraðið og þá var búið að breyta kirkjunni í þá mynd sem hún er núna. Lagið sem unglingarnir sungu og dönsuðu við var lagið, i want to know you, i want to touch you, i want to see your face...

Stuttu seinna dreymdi mig draum , þá dreymdi mig sjálfan mig sitja á fremsta bekk í örkinni í kirkjulækjarkoti í stóra salnum, fyrir aftan mig sátu unglingar og salurinn var fullur af unglingum. Ég sat þarna á fremsta bekk og var komin með sítt hár og var með derhúfu á hausnum og kassagítar að spila lag með hljómsveit sem heitir Big Dismal og lag sem heitir Remember   ... þetta lag fjallar um það að ég vil muna stundirnar sem ég á með Guði..  Það sem var svo merkilegt við þennan draum að ég var meðvitaður um það að ég kann ekki á gítar og er ekki sá aðili sem stendur fyrir framan aðra og syng. Og það sem var líka merkilegt að Logi Bergmann var þarna sem fréttamaður að sýna í beinni útsendingu frá samkomunni þar sem ég var að syngja og allur salurinn fyrir aftan mig tók undir og þetta var í beinni útsendingu í fréttunum og það sem var fréttinn var mikil vakning  og frelsun á meðal unglinga á Íslandi.

Eftir að hafa fengið þessa sýn og þennan draum vissi ég að Guð ætlaði sér stóra hluti á Selfossi því hann hafði talað og því engin ástæða til að efast ...

Síðan fór ég að biðja út frá því sem Guð hafði sýnt mér og hann gaf mér 2 vers til að byggja starfið upp á úr Filipibréfinu, annað versið segir að það er Guð sem vinnur verkið og seinna versið segir að Guð muni fullkomna það sem hann byrjar á...

Ég fór af stað og það sem gerðist er að það frelsuðsut unglingar á fyrstu samkomunum í röð alltaf á bilinu 3-6 á hverri samkomu og tugir unglinga frelsuðust þetta sumar og ekkert virtist geta stoppað þetta...

En þá kemur því að segja frá því afhverju þetta hrundi.. Þetta ár sem var 2005 fór ég að skoða klám, ég þorði ekki að segja frá því eða viðurkenna það og þar af leiðandi lá ég fastur í þessari synd og hún fór að draga úr mér. Síðan bættist það ofan á að ég fór að vera með stelpu og þrátt fyrir að Guð hefði talað skýrt til mín að láta hana vera því hún væri ekki fyrir mig að þá óhlýðnaðist ég. Ég vildi gera það núna sem mig langaði til að gera... Og áfram hélt syndin að hlaðast upp og ég á þeim stað að ég hélt að ég mætti ekki gera nein mistök og það endaði með því að komið var til mín og ég beðin um að leggja allt til hliðar sem ég hafði verið að byggja upp. Afhverju jú af því að ég var í synd. Synd er eins og vírus.. við vitum það ef það kemur vírus í tölvu að þá skiptir engu máli hversu mikið af góðu efni við setjum í hana að þá halda vírusarnir alltaf áfram að skemma út frá sér séu þeir ekki hreinsaðir burt. það sama er með syndina ójátuð synd er ófyrirgefin synd... því að þegar við viljum ekki játa að þá erum við að hafna fyrirgefninunni fyrir syndir okkar...

Þetta var það sem varð mér að falli ég gerði þá kröfu á mig að ég ætti að vera fullkomin og þorði ekki að játa þegar mér varð á í messunni og vinna strax í því. Ég komst á þann stað að ég væri bara búin að klúðra þessu öllu saman og Guð gæti alldrei notað mig aftur. En því er hann sjálfur ekki sammála.. Hann hefur reynst mig við og hjálpað mér að læra af þessu og gefið mér þann lykil að hafa alltaf allt í ljósinu...

En hvað varð þá að því sem Guð talaði? skemmdist það af því að ég klikkaði?  Nei því er Guð ekki heldur sammála því að hann hefur talað aftur til mín  að fara á Selfoss.  Hvað mun gerast þá? er bara í höndum Guðs eins.. en eitt er víst að þessi draumur og þessi sýn munu ganga í uppfyllingu.

Það er annað sem Guð hefur sýnt mér varðandi þegar hann talar, að það er það að það mun gerast það sem hann segir. En það gerist á þeim tíma sem hann vill að það gerist... 


Sæskrímsli eða?

sérkennileg mynd en líklegast samt bara sæskjaldbaka sem misst hefur skelina...
mbl.is Sæskrímsli á Long Island?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kotmót 2008

Nýjar myndir af kotmóti eru á  http://myspace.com/sigvardur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband