Bloggfærslur mánaðarins, maí 2010

Tengsl milli Jesú og sólarguðsins Horus ?

Ég var beðin um í dag að afsanna það sem Zeitgeist myndin segir um Horus og Jesús. Þeir sem gera þessa mynd vilja meina að Jesús sé bara skáldsaga og það sem hann var og gerði, hafi verið stolið frá sólarguðinum Horus.

Svona til að skoða þetta nánar að þá er bara alls ekkert líkt með Jesús og Horus. Þeir áttu báðir að hafa fæðst 25 desember. Það eru ekki til neinar heimilidir um að Horus hafi fæðst á þessum degi. Menn vilja meina að fæðingardagur Jesú hafi verið 25 desember, en það eru ekki til neinar sannanir fyrir því. Ég svona persónulega trúi því að Jesús hafi fæðst í apríl í kringum páskana. Jólin eiga rætur sínar að rekja til Sólstöðuhátíðar.

Þá er sagt að konungur sem hafi komist til trúar, hafi viljað gera eitthvað fyrir trúnna og því stofnað fæðingarhátíð frelsarans. Jólin eru ekkert Biblíuleg hátíð. Eina hátíðin sem er Biblíuleg eru páskarnir og laufskálahátíðin plús eitthvað meira. Þannig að heimildir zeitgeist manna eru byggðar allgerlega á röngum grunni.

Meira um sólarguðin Horus : Móðir Horus hét Isis en ekki Marie eða Isis-Marie og var ekki hrein mey. Horus átti að hafa getað gert kraftaverk. En þó er þrennt sem hann gat ekki gert sem Jesús gerði, það er að: ganga á vatni, reisa upp dauða, og reka út ílla anda.

Isis móðir Horus, var einnig tengd við Hathor, sem heimildum ber ekki saman um, því að hún átti einnig að hafa verið móðir hans, kona og systir. Þannig það er ekkert sem staðfestir neitt um þetta, því að fornum ritum ber ekki saman.

Það er ekkert sem gefur til kynna að fæðing Horus hafi verið tengd einhverri sérstakri stöðu stjarna.

Engin fornrit gefa til kynna að reynt hafi verið að drepa Horus, og krossfestingar voru ekki í Egyptalandi á þeim tíma sem Horus á að hafa verið uppi, sem var í kringum 3000 fyrir Kristsburð

Horus var ekki heimsóttur af 3 konungum, né Jesús, því að það voru 3 vitringar sem heimsóttu Jesús við fæðingu hans.

Horus var ekki skírður af neinum sem hét Anub né nokkrum öðrum.Anub er annað nafn fyrir Anubis, sem var ekki skírari, heldur líksmyrjari, eða útfararstjóri á nútímamáli. Það eru ekki heldur til neinar heimildir fyrir því að Anubis hafi verið hálshöggvin líkt og Jóhannes Skírari.

Horus reysti ekki Osiris upp frá dauðum, og seinna meir fékk Osiris nafnið konungur undirheimana og hefur ekkert með Horus eða upprisu að gera.

http://answers.yahoo.com/question/index?qid=20080603142409AAbb4Nk

hér fyrir ofan er heimild fyrir svörum mínum og á þeirri síðu linkar á fjölmargar aðrar síður sem benda á villuna í Zeitgeist.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Á meðal eða í okkur ?

Það sem ég er að pæla í, er slöpp íslensku þýðing á versi í Kól.1:27 Guð vildi opinbera þeim hvílíkan dýrðarríkdóm heiðnar þjóðir eiga í þessum leyndardómi sem er Kristur meðal ykkar, von dýrðarinnar.

Það sem ég er óánægður með í þessari þýðingu, er að það stendur Kristur á meðal ykkar. Þetta dregur svoldið mikið úr merkingu versins.

Col 1:27
God wanted everyone, not just Jews, to know this rich and glorious secret inside and out, regardless of their background, regardless of their religious standing. The mystery in a nutshell is just this: Christ is in you, therefore you can look forward to sharing in God's glory. It's that simple. That is the substance of our Message.
(from THE MESSAGE: The Bible in Contemporary Language © 2002 by Eugene H. Peterson. All rights reserved.)

Col 1:27
God's plan is to make known his secret to his people, this rich and glorious secret which he has for all peoples. And the secret is that Christ is in you, which means that you will share in the glory of God
TEV

Ég gæti sett inn fleyrri vers úr enskum þýðingum. En rétt þýðing ætti þá að vera á þennan veg: Leyndarmálið er að Kristur er í þér, sem þýðir að þú deilir Guðsdýrð

Þetta er svoldið mikill munur á því hvernig er þýtt. Það sem maður veltir fyrir sér er, að ætli þýðingarnefnd, hafni þessi leyndardómi, eða hafa bara ekki skilið þetta betur. Því að þegar Nýja þýðingin kom út, kom sú yfirlýsing, að þýðingarnefnd, hafi skoðað enskar þýðingar sem eru notaðar í dag. En þetta hefur greynilega orðið eftir. En burt séð frá þessu.

Þetta vers segir okkur það, að Náðin er persónan Jesús í okkur. Margir skilgreina orðið Náð: óverðskulduð gæska Guðs til okkar, óverðskulduð elska Guðs til okkar, óverðskulduð fyrirgefning til okkar, kraftur Guðs til okkar, Guðleg áhrif á hjartað, eflaust hafa komið mun fleyrri skilgreiningar á Orðinu Náð, en fyrir mér má draga þetta allt saman í eitt orð sem er gjöf.

Guð Faðir, hefur gefið okkur sinn son, þegar við tökum trú á Jesú að þá fáum við að gjöf Heilagan Anda. Þegar Heilagur Andi kemur yfir okkur að þá öðlumst við kraft (Post.1:8) Við fáum ekki bara kraft, því að Kærleika Guðs er úthelt í hjarta okkar (Róm.5:5) New English Bible segir, að kærleikur Guðs flæði í gegnum dýpstu hjartans rætur okkar. Heilagur Andi gefur okkur svo tungutal, til persónulegrar uppbygginar, og hann útbýttir gjöfum sínum til okkar. Það sem gerðist við Golgata er að Kristur tók á sig okkar ranglæti og gaf okkur sitt réttlæti. Þannig að mín sannfæring er sú, að besta skilgreiningin á Orðinu Náð er gjöf.

Náðin er það, að Kristur býr í okkur í gegnum Heilagan Anda.

Annar punktur sem er í ensku versunum um að við munum deila Guðsdýrð. Það gæti verið auðvelt að misskilja þetta vers. En þetta þýðir ekki að við sjálf munum verða eitthvað dýrðleg eða upphafin fyrir verk Guðs í okkur. Það sem þetta þýðir einfaldlega er að Dýrð Guðs mun verða opinber í okkur, það er að segja að Kristur í okkur er dýrðlegur.


Að tilheyra

Allir vilja tilheyra einhverju eða einhverjum. Eflaust er það þörf hvers manns að tilheyra. En skiptir það máli hverju/m maður tilheyrir?

Í fyrsta lagi þá tilheyrir fólk fjölskyldu sinni, vinhópum, íþróttafélögum eða einhverju öðru. Ég man eftir gengi sem var frekar utanveltuhópur sem kölluðu sig mansonistar, það var ákveðin hópur sem dýrkaði Marlyn Manson, þau voru í leðurfötum eða dökkum klæðum, voru með allskonar járndrasl utan á sér og máluðu sig oft í framan. Það sem fékk mann til að hugsa afhverju að tilheyra einhverjum svona hópum?

Það sem mér hefur alla vegana verið kennt, er að þetta snýst um að vera samþykktur fyrir það hver maður er. Oft á tíðum að þá eru þetta unglingar sem fara í svona hópa, unglingar sem fá ekki ást og hlýju heima hjá sér, eða eru ekki samþykktir. Það sem þeir leita þá eftir er að tilheyra og vera samþykktir.

Það er gott að tilheyra íþróttaliðum oflr. Það ríkir oft sterkt í fólki, að það tilheyri ákveðnu íþróttafélagi, og ákveðið stolt fylgir oft með.

Enn það að tilheyra Jesú, er mun merkilegra en að tilheyra einhverju veraldlegu að mínu mati. Ég tilheyri honum, og honum líf mitt að þakka. Hverju/m tilheyrir þú?


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband