Færsluflokkur: Bloggar

Ljóð:) Spurull um heimsku heimsins

Túngötuskríli fer á ferð með rjóma og ís.                                                    

 Sólin hátt á lofti er og bræðir ísinn.

 Svo er talað um ást sem bræðir allan klaka.

 Mannaást hvað er hún?

 Því fíkninni er hún undirgefin.

 Hvað fær þá staðist fíknina?

 Mun sólin geta brætt hana?

 Það er aðeins eitt sem er sterkara en fíknin.

 Það er Jesús því hann hefur sigrað dauðans mátt.

 Hví lifa þá svona margir fastir í fjötrum fíknarinnar?

 Hvað er til ráða ? afhveju sér fólk ekki sannleikan?

 Mér er það hugleikið hví fólk er svo heimskt að fara sína eigin leið.

 Líf án Jesús er glatað líf.

 Orð Guðs segir fel Drottni vegu þína og þér mun vel farnast.

 Því að lifa í fjötrum þegar þú getur verið frjáls?


Hvernig á að varpa niður ákæranda bræðrana niður?

 

Það sem mig langar að skirfa um er að hlutirnir sem við höldum að séu saklausir, geta verið bannvænastir. Það sem hefur verið að eyðileggja margar kirkjur í heiminum í dag er aðfinnslu og gagnrýnisandi. Hann gerir yfirleitt árás rétt fyrir eða rétt eftir blessanir í kirkjum. Hann virkar þannig að við fáum hugsanir í hausinn um gagnrýni og aðfinnslur. Við gætum farið að hugsa hversu ömurlegur gítarleikarinn sé eða sá eða sú sem leiðir lofgjörðina sé ekki nógu mikið í andanum. Og svo fer fólk að tala ílla um hvert annað og setur út á allt sem er verið að reyna gera í kirkjunni. Þetta getur leiðst út í þann farveg að við förum að ákæra hvert annað. Við förum að dæma hvert annað og tala ílla um hvert annað. Þarna nær ákærandi bræðrana tökum á okkur. Það er að segja að satan fær okkur til að dæma hvert annað.

Opb 12:10..Og ég heyrði mikla rödd á himni segja: Nú er komið hjálpræðið og mátturinn og ríki Guðs vors, og veldi hans Smurða. Því að niður hefur verið varpað kæranda bræðra vorra, honum sem þá kærir fyrir Guði vorum dag og nótt.

Við sjáum það í þessum versum að ákærandi bræðrana kærir okkur fyrir Guði dag og nótt. Og svo stendur líka að honum hafi verið varpað niður. Hvernig getur þá hann kært okkur dag og nótt frammi fyrir dómstóli Guðs ef honum hefur verið varpað niður? Satan notar okkur hin kristnu til að dæma hvert annað og gagnrýna hvert annað, þannig kærir hann okkur dag og nótt með því að fá okkur til að beina vopnum okkar að hvoru öðru. Til þess að sigrast á þessu þurfum við að nálægja okkur Guði.

Jak 4:7-8...Gefið yður því Guði á vald, standið gegn djöflinum, og þá mun hann flýja yður. -8- Nálægið yður Guði, og þá mun hann nálgast yður. Hreinsið hendur yðar, þér syndarar, og gjörið hjörtun flekklaus, þér tvílyndu.

Í stað þess að baktala hvert annað að þá biðjum við fyrir hvoru öðru.

1Jóh 4:20-21...Ef einhver segir: Ég elska Guð, og hatar bróður sinn, sá er lygari. Því að sá sem elskar ekki bróður sinn, sem hann hefur séð, getur ekki elskað Guð, sem hann hefur ekki séð. -21- Og þetta boðorð höfum vér frá honum, að sá sem elskar Guð á einnig að elska bróður sinn.

 Baktal og ganrýni kemur óeiningu og leiðindum af stað. Með því að lyfta hvoru öðru upp í bæn að þá lærum við að elska hvert annað. Við þurfum að læra að hafa hinn sanna kærleika sem Guð gefur. Því að Guð gefur okkur kærleika til þess að við munum þekkjast sem lærisveinar hans. Ef við hjálpumst að, að þjóna og biðjum fyrir hvoru öðru að þá erum við að varpa niður ákæranda bræðrana. Talandi um kærleika að þá er orðið kærleikur það orð í heiminum sem er hvað mest misskilið. Flest okkar hugsa um þann kærleika sem við tökum á móti, fremur en þann sem við gefum. Kærleikur er að gefa.,, Því svo elskaði Guð heiminn að hann gaf son sinn eingetinn...

 Hvað er kærleikur? Kærleikur er að gefa það besta, þar sem þörfin er mest. Þegar Guð gaf, gaf hann það besta- sinn eigin son, Jesú Krist. Hann gaf einnig þar sem þörfin var mest, öllum heiminum. Hver sem vill koma hann komi. Það er sannur kærleikur í verki. Til þess að við getum lært að elska, þurfum við fyrst að læra gefa. Jesús sagði sælla er að gefa enn að þiggja. Ef við spáum aðeins í kærleika Guðs að þá gaf hann okkur val um hvort við vildum fylgja honum eða fara okkar eigin leiðir. Guð skapaði okkur ekki sem sjálfvirk vélmenni til að elska sig og tilbiðja. Ef Guð hefði gert það að þá væri hann ekki kærleiksríkur Guð. Kærleikur Guðs gefur okkur val, það er engin þvingun í kærleika, það getur enginn skipað okkur að elska, þetta er val um ákvörðun sem við þurfum sjálf að taka. En ef við elskum Guð af öllu hjarta og heilum hug að þá lærum við að elska hvert annað.

 Það er hvattning mín til ykkar að þið gefið Guði það besta sem þið eigið, því að Guð gaf ykkur það besta. Jesús sagði að enginn ætti í sér meiri kærleik en þann að gefa líf sitt í sölurnar fyrir vin sinn. Hann gaf líf sitt í sölurnar fyrir allt mannkynið og tók á sig syndir okkar, svo við gætum nálgast Guð. Komiði fram og gefiði Guði það besta sem þið eigið, hann gaf ykkur sitt besta, Síðan skulum við æfa okkur að biðja fyrir hvoru öðru og leyfa Guði að gefa okkur kærleika til hvers annars. Svona vörpum við djöflinum niður með kærleikanum.


Fyrirbæn Jesú í Getsemane

 

Jóh 17:1-26

-1- Þetta talaði Jesús, hóf augu sín til himins og sagði: Faðir, stundin er komin. Gjör son þinn dýrlegan, til þess að sonurinn gjöri þig dýrlegan.-2- Þú gafst honum vald yfir öllum mönnum, að hann gefi eilíft líf öllum þeim, sem þú hefur gefið honum.-3- En það er hið eilífa líf að þekkja þig, hinn eina sanna Guð, og þann sem þú sendir, Jesú Krist.-4- Ég hef gjört þig dýrlegan á jörðu með því að fullkomna það verk, sem þú fékkst mér að vinna.-5- Faðir, gjör mig nú dýrlegan hjá þér með þeirri dýrð, sem ég hafði hjá þér, áður en heimur var til.-6- Ég hef opinberað nafn þitt þeim mönnum, sem þú gafst mér úr heiminum. Þeir voru þínir, og þú gafst mér þá, og þeir hafa varðveitt þitt orð.-7- Þeir vita nú, að allt, sem þú hefur gefið mér, er frá þér,-8- því ég hef flutt þeim þau orð, sem þú gafst mér. Þeir tóku við þeim og vita með sanni, að ég er frá þér út genginn, og trúa því, að þú hafir sent mig.-9- Ég bið fyrir þeim. Ég bið ekki fyrir heiminum, heldur fyrir þeim sem þú hefur gefið mér, því að þeir eru þínir,-10- og allt mitt er þitt og þitt er mitt. Í þeim er ég dýrlegur orðinn.-11- Ég er ekki lengur í heiminum. Þeir eru í heiminum, en ég kem til þín. Heilagi faðir, varðveit þá í þínu nafni, því nafni, sem þú hefur gefið mér, svo að þeir verði eitt eins og við.-12- Meðan ég var hjá þeim, varðveitti ég þá í nafni þínu, sem þú hefur gefið mér, og gætti þeirra, og enginn þeirra glataðist nema sonur glötunarinnar, svo að ritningin rættist.-13- Nú kem ég til þín. Þetta tala ég í heiminum, til þess að þeir eigi í sjálfum sér fögnuð minn fullkominn.-14- Ég hef gefið þeim orð þitt, og heimurinn hataði þá, af því að þeir eru ekki af heiminum, eins og ég er ekki af heiminum.-15- Ég bið ekki, að þú takir þá úr heiminum, heldur að þú varðveitir þá frá hinu illa.-16- Þeir eru ekki af heiminum, eins og ég er ekki af heiminum.-17- Helga þá í sannleikanum. Þitt orð er sannleikur.-18- Ég hef sent þá í heiminn, eins og þú sendir mig í heiminn.-19- Ég helga mig fyrir þá, svo að þeir séu einnig helgaðir í sannleika.-20- Ég bið ekki einungis fyrir þessum, heldur og fyrir þeim, sem á mig trúa fyrir orð þeirra,-21- að allir séu þeir eitt, eins og þú, faðir, ert í mér og ég í þér, svo séu þeir einnig í okkur, til þess að heimurinn trúi, að þú hefur sent mig.-22- Og ég hef gefið þeim þá dýrð, sem þú gafst mér, svo að þeir séu eitt, eins og við erum eitt,-23- ég í þeim og þú í mér, svo að þeir verði fullkomlega eitt, til þess að heimurinn viti, að þú hefur sent mig og að þú hefur elskað þá, eins og þú hefur elskað mig.-24- Faðir, ég vil að þeir, sem þú gafst mér, séu hjá mér, þar sem ég er, svo að þeir sjái dýrð mína, sem þú hefur gefið mér, af því að þú elskaðir mig fyrir grundvöllun heims.-25- Réttláti faðir, heimurinn þekkir þig ekki, en ég þekki þig, og þessir vita, að þú sendir mig.-26- Ég hef kunngjört þeim nafn þitt og mun kunngjöra, svo að kærleikur þinn, sem þú hefur auðsýnt mér, sé í þeim og ég sé í þeim.

 

 

Það er ekki sjálfsagt að við áttum okkur á því hvað þessi bæn getur kennt okkur mikið. Það er heldur ekki sjálfsagt að reyna átta sig á stöðu Jesú , þegar hann biður þesarar bænar. Jesú vissi það að stundin væri komin, hann hafði fullnað verk Föðurins og þarna var hann að fara að stíga það skref sem ekki nokkur venjulegur maður hefði getað lifað af. Blóðsviti rann í gegnum Jesú í svo mikilli angist bað hann þessarar bænar. Þessi bæn er borin fram af frelsara okkar Jesú Kristi líka af ákveðnum tilgangi. Það sem ég hef verið að fiska eftir er hvernig á ég að biðja fyrir trúsystkynum mínum? Hvað var það sem Jesús bað fyrir okkur. Skiptir það máli að við helgum okkur þessa bæn? Það eru þegar 5 atriði sem fanga mig, fyrir hverju ég skuli biðja þegar ég bið fyrir trúsystkynum mínum. Eining, kærleikur,fullkominn fögnuður sem er sigur og gleði í Jesú nafni, helgun og varðveisla. Þessi 5 atriði skipta miklu máli þegar þú biður fyrir þeim systkynum sem Drottinn hefur lagt á hjarta þitt. Við skulum aðeins skoða bænina nánar og gá hvort það er eitthvað meira sem Drottinn bendir mér á varðandi þessa bæn.

 

Varðveisla

 

Jóh 17:6-8

-6- Ég hef opinberað nafn þitt þeim mönnum, sem þú gafst mér úr heiminum. Þeir voru þínir, og þú gafst mér þá, og þeir hafa varðveitt þitt orð.-7- Þeir vita nú, að allt, sem þú hefur gefið mér, er frá þér,-8- því ég hef flutt þeim þau orð, sem þú gafst mér. Þeir tóku við þeim og vita með sanni, að ég er frá þér út genginn, og trúa því, að þú hafir sent mig.

 

Jóh 17:11.

Ég er ekki lengur í heiminum. Þeir eru í heiminum, en ég kem til þín. Heilagi faðir, varðveit þá í þínu nafni, því nafni, sem þú hefur gefið mér, svo að þeir verði eitt eins og við.

 

Jesús segir hér í bæninni þeir hafa varðveitt þitt orð, það er það sem við þurfum að biðja fyrir trúsystkynum okkar, að þau varðveiti Guðsorð. Ástæða þess er einföld, við verðum að varðveita orðið til þess að þekkja sannleikan, því að sannleikurinn gjörir okkur frjáls. Þegar við þekkjum ritninguna þá vitum við hvað Guðs er og trúum því hvað Biblían segir um Jesú Krist. Jesús segir þarna  því ég hef flutt þeim þau orð, sem þú gafst mér. Þeir tóku við þeim og vita með sanni, að ég er frá þér út genginn, og trúa því, að þú hafir sent mig. Þegar við þekkjum Biblíuna þá vitum við afhverju Jesús kom, við vitum að Guð Faðir senti hann í heiminn til þess að setja okkur frjáls og að endurreysa samfélagið milli Guðs og manna sem glataðist í Edengarðinum. Synd Adams olli aðskilnaði frá Guði, en fórn Jesú veitir okkur aðgang að Guði á ný. Við getum á ný verið í nálægð við Drottinn. Vegna þess að Drottinn skapaði okkur í þeim tilgangi að vera með honum. Þess vegna skiptir máli að þú biðjir fyrir því að trúsystkyn þín varðveiti Orðið og læri að þekkja Drottinn. Þetta er allgjört lykilatriði. Því að í 3 versinu segir Jesús; það er hið eilífa líf að þekkja þig hinn eina sanna Guð og þann sem þú sendir Jesú Krist. Það er eilífa lífið að Þekkja Drottinn. Þegar við komum til með að standa frammi fyrir hásæti Drottins þá er það sem gildir að þekkja Drotinn.

 

 1Kor 1:9.

Trúr er Guð, sem yður hefur kallað til samfélags sonar síns Jesú Krists, Drottins vors.

 

 

Eining

 

Jóh 17:11.

Ég er ekki lengur í heiminum. Þeir eru í heiminum, en ég kem til þín. Heilagi faðir, varðveit þá í þínu nafni, því nafni, sem þú hefur gefið mér, svo að þeir verði eitt eins og við.

 

Þetta vers verður eiginlega að koma aftur því að Jesús biður Föðurinn um að varðveita okkur svo við verðum eitt eins og þeir. Drottinn leggur mikla áherslu á það að við lifum  í einingu. Hann leggur áherslu á það að við sem líkami hans verðum að vera eitt svo líkaminn geti starfað heill. Páll talar um mikilvægi þessi að við störfum sem ein heild í 12 kafla fyrra Korintbréfs.

 

Fullkominn fögnuður

 

Jóh 17:13.

Nú kem ég til þín. Þetta tala ég í heiminum, til þess að þeir eigi í sjálfum sér fögnuð minn fullkominn.

 

Hvaða fögnuð á Jesús þarna við? Þetta er fullkomin gleði sem við uppskerum í samfélagi okkar við Drottinn. Jesús segir að mig minnir í 6 kafla Matteusarguðspjalls að við eigum að vera hughraust, í heiminum munnum við eiga þrenging en hann hefur sigrað heiminn. Hvað á hann við að hann hafi sigrað heiminn? Það sem hann á við er að heimurinn er ríki satans hér í þessum heimi ríkir satan en Jesús er búin að sigra ríki satans. Þess vegna þegar Jesús frelsar okkur þá erum við ættleytt inn í ríki Guðs. Jesús segir að við lifum í þessum heimi en við erum ekki af honum. Þess vegna eigum við ekki að haga okkur eins og heimurinn gerir heldur eigum við að keppast af því að líkjast Kristi. Það gerum við með því að lesa orðið og dvelja í nærveru Drottins í lofgjörð og bæn. Jesús segir líka að heimurinn muni hata okkur. Afhverju mun heimurinn hata okkur? Jú því að satan er andstæðingur Guðs, satan er stjórnandi heimsins og hatar Jesú. Markmið satans er að stela slátra og eyða því sem Drottinn hefur skapað. Þegar þú tekur við Jesú Kristi þá tilheyrir þú ekki lengur þessum heimi og því hatar satan þig og hans heimur. Það segir skýrt í 1.Jóhannesarbréfi að sá sem gerir sig að vini heimsins, sem er þá veldi satans, gerir sjálfan sig að óvini Guðs. Það skiptir engu máli hvað heimurinn kemur til með að reyna gera þér, þú átt öruggt skjól undir blóði Jesú Krists, sem kallast þá skjöldur trúarinnar. Þessi fullkomni fögnuður er eilíf gleði sem Drottinn hefur handa þér, þessi fögnuður er líka sá að Jesús vill gefa þér hlutdeild í sigrinum og leyfa þér að lifa ríkjandi og sigrandi lífi sem erindreki hans á jörðinni. Þú getur lifað sigrandi lífi í Jesú Kristi og átt þennan fullkomna fögnuð.

 

Helgun

 

Að lifa í helgun er að taka sig frá fyrir Drottinn.

 

Jóh 17:17-19

-17- Helga þá í sannleikanum. Þitt orð er sannleikur.-18- Ég hef sent þá í heiminn, eins og þú sendir mig í heiminn.-19- Ég helga mig fyrir þá, svo að þeir séu einnig helgaðir í sannleika.

 

Hallelujah... Að helga okkur í sannleikanum sem er orð Guðs er að taka tíma og lesa orðið og læra að þekkja sannleikann. Jesús sagði ég er vegurinn sannleikurinn og lífið. Jesús segir síðan við Faðirinn þú sentir mig í heiminn til að fullna ákveðið verk. Núna mun ég senda þá sem þú hefur gefið mér í heiminn. Afhverju sendir Jesús okkur í heiminn? Jú til að fullna það verk sem Drottinn hefur falið okkur að boða fagnaðarerindið um allan heim, og til þess að gera sömu verk og hann gerði og jafnvel meiri. Þegar Jesús segir að við séum helguð í sannleika því hann hefur helgað sig fyrir okkur. Þá þýðir sú helgun innri hreinleiki. Hann tók sig frá fyrir okkur til þess að við gætum orðið frjáls og fengið aðgang að himninum. Því að þegar Faðirinn lítur niður af himnum þá sér hann Jesú Krist í þér, hann sér hreint og lýtalaust Guðsbarn. Sannleikurinn sem við eigum að taka okkur frá fyrir er lífið í Jesú Kristi. Það er að lesa orðið og læra að þekkja Guð og taka tíma frá í bæn. Þarna sérðu að það skiptir máli að þegar þú biður fyrir trúsystkynum þínum að þú biðjir fyrir því að þau taki sér tíma frá fyrir Drottinn og helgi líf sitt honum. Páll talar um þetta, hann segir skýrt í  Gal 2:20.

Ég er krossfestur með Kristi. Sjálfur lifi ég ekki framar, heldur lifir Kristur í mér. Lífinu, sem ég lifi nú hér á jörð, lifi ég í trúnni á Guðs son, sem elskaði mig og lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir mig.

Helgunin felst í því að deyja af sjálfum sér og lifa í Kristi. Þú krossfestir þinn gamla mann með ástríðum hans og girndum og rýst upp með Kristi sem ný sköpun  2Kor 5:17.

Ef einhver er í Kristi, er hann skapaður á ný, hið gamla varð að engu, sjá, nýtt er orðið til.

 

Taktu eftir þessu það skiptir máli að við skiljum hvernig við eigum að biðja fyrir systkynum okkar í trúnni, okkar nýju fjölskyldu. Þess vegna verðum við að biðja fyrir því að þessi endurfæðing eigi sér stað í lífi systkyna okkar. Hallelujah...

 

Kærleikur

 

Jóh 17:22-26

-22- Og ég hef gefið þeim þá dýrð, sem þú gafst mér, svo að þeir séu eitt, eins og við erum eitt,-23- ég í þeim og þú í mér, svo að þeir verði fullkomlega eitt, til þess að heimurinn viti, að þú hefur sent mig og að þú hefur elskað þá, eins og þú hefur elskað mig.-24- Faðir, ég vil að þeir, sem þú gafst mér, séu hjá mér, þar sem ég er, svo að þeir sjái dýrð mína, sem þú hefur gefið mér, af því að þú elskaðir mig fyrir grundvöllun heims.-25- Réttláti faðir, heimurinn þekkir þig ekki, en ég þekki þig, og þessir vita, að þú sendir mig.-26- Ég hef kunngjört þeim nafn þitt og mun kunngjöra, svo að kærleikur þinn, sem þú hefur auðsýnt mér, sé í þeim og ég sé í þeim.

 

 

Aftur fer Jesús inn á mikilvægi einingarinnar en það sem ég ætla að draga fram hér er kærleikurinn. Jesús segir að þegar við erum sameinuð í Kristi Jesú þá skiljum við eða vitum að Faðirinn elskar okkur eins og hann elskar sig. Jóh 3:16

Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.

Það sem við verðum að átta okkur á er að Drottinn er að segja, ég elska ykkur mennina það mikið að ég var tilbúin að gefa ykkur það besta sem ég á til að bjarga ykkur. Jesús segir að Kærleikur hans verði í okkur. Agape kærleikur sem er ást án skilyrða. Hvert eigum við að beina þessum kærleika? Jesús sagði ef þér berið elsku hver til annars þá mun heimurinn vita að þið eruð sannir lærisveinar mínir. Þessi kærleikur á að beinast að öðrum mönnum. Elska skaltu náungan. Síðan segir hann nýtt boðorð gef ég yður að þér elskið hver annan eins og ég hef elskað ykkur. Þessi ást á líka að beinast að týndum sálum. Þessi kærleikur er þannig að hann er tilbúin að leggja allt á sig til að vinna týndar sálir til Jesú Krists. Róm 5:5

En vonin bregst oss ekki, því að kærleika Guðs er úthellt í hjörtum vorum fyrir heilagan anda, sem oss er gefinn.

Drottinn gefur okkur sinn kærleika, ást sem elskar án skilyrða, því hann vissi og veit hversu sjálfselsk og eingjörn við erum. Hann þurfti að gefa okkur kærleika til þess að elska aðra. Biblían segir skýrt, ekki býr neitt gott í manninum ekki neitt gott. Þess vegna verðum við að skilja það að til þess að þessi kærleikur fái að vaxa innra með okkur þá verður þessi endurfæðing að eiga sér stað, við deyjum af sjálfum okkur og Kristur fær að vaxa. Sem sannur Lærisveinn Jesú Krists munt þú verða sýna þennan kærleika, því að hann á að vera þitt einkenni. Þarna sjáum við annað mikilvægi þess, hvernig við biðjum fyrir systkynum okkar. Að þau fái að vaxa í kærleikanum sem Drottinn hefur gefið þeim. Amen Jesús er Drottinn..

 

Það er mun meira en 5 atriði sem Drottin bendir okkur á þessari bæn. Hann talar um helgun, mikilvægi þess að taka sig frá fyrir hann. Hann talar um mikilvægi einingarinnar, að við verðum sameinuð í honum sem ein heild og einn líkami. Síðan talar hann um varðveislu og að við fáum þekkt hann. Hann talar um fullkominn fögnuð sem er sigur sem við eigum í Jesú nafni og gleði, hann talar um að senda okkur í trúboð í heiminum. Hann talar um það að við þurfum að ganga inn í hans áætlun og fullna það verk sem hann felur okkur. Hann segir ég sendi þá í heiminn eins og þú sentir mig. Þá á hann við að við eigum að fullna ákveðið verk og að hann hafi áætlun fyrir sérhvern mann sem maðurinn verður að velja að ganga inn í. Þegar Jesús sendir okkur eins og Faðirinn senti hann þá á hann við að mörg tákn eigi að fylgja okkur, og verkin sem við vinnum í hans nafni munu jafnvel verða meiri en verkin sem hann vann á jörðini. Þá á hann líka við að hann gefur okkur sama valdið og hann hafði. Jesú Kristur er ekki lengur á Krossinum hann er upprisinn og situr við hægri hönd Föðurins og við eigum ríkja með honum sem þýðir það að í hans nafni höfum við vald yfir öllu óvinarins veldi. Það sem við verðum að átta okkur á er að kristna lífið byrjar á krossinum þar sem við krossfestum holdið með ástríðum þess og girndum, en svo rísum við upp sem nýsköpun í honum og fáum að ríkja með honum og erum erindrekar hans hér á jörðinni eða sendiboðar hans. Hann gerir okkur það ljóst fyrir að við höfum verk að vinna fyrir hann. Því skulum við taka mark á því hvernig Drottinn ráðleggur okkur að biðja fyrir hvoru öðru. Síðast af öllu talar hann um kærleikan, þá sjáum við þörfina að biðja fyrir systkynum okkar að þau fái að vaxa í kærleika og þessi atriði sem við höfum farið yfir,, amen Jesús er bestur ;) Þegar þú lest yfir þetta þá kæmi mér það ekkert á óvart að þú sjáir eitthvað sem ég sé ekki. Ég trúi því að með því að tileinka sér þessa bæn þá sjáum við hvað er á hjarta Guðs fyrir okkur sem börn hans. Hvað gerist ef við forum að biðja út frá fyrirbæn Jesú fyrir hvoru öðru. Ertu ekki viss um að tala þeirra sem ganga inn í áætlun Guðs hækki ekki úr 5% í hærri tölu? Ertu ekki viss um að Guðsríki muni vaxa en meir ef við lærum að skilja hvað er á hjarta Guðs? Ég er handviss um að með því að skoða og læra af Orðinu hvernig skuli biðja þá munum við sjá enn meiri árangur í bænalífi okkar. Það er eitt sem ég má ekki gleyma. Jesús talar um að fá að þekkja Drottinn. Biblían segir að það sé vilji Drottins að allir komist til þekkingar á sannleikanum og öðlist eilíft líf. Amen  Jesús er Drottinn..


Karakter

Þegar ég var á ferðinni í gær rakst ég á nokkra unga krakka. Þessir krakkar voru að spjalla saman en það sem ég tók eftir var karakter þeirra. Mér fannst karakter þeirra allveg magnaður. Þau sátu þarna 4 saman og voru að spjalla um lífið og veginn og voru að tala um að fara í bíó sem þau hafa eflaust gert.


Það sem ég fór að velta fyrir mér var það að vera bara einn karakter. Við erum oft svo gjörn á það að vera breytileg, bara eftir því hvað hentar og í hvaða aðstæðum við erum í. Maður er þessi ljúfi og góði strákur þegar stelpur eru nálægt og oft var það í gamla daga góð leið til að ná þeim í bólið. En núna er öldin önnur. Þegar maður var í kringum vini sína að þá var maður svoldill töffari og ekki allveg tilbúin að sýna mjúku hliðina því það gæti verið of hallærislegt að vera mr nice guy þegar þeir sjá til.


En þegar maður var fullur eða dópaður að þá var maður eflaust karakterslaus. Því maður stjórnaðist af því hversu ástandið á manni var hverju sinni.


Síðan eru eflaust flestir með þennan yfirborðskennda karakter sem segir að það sé allt í fína lagi og setur upp gervi brosið til að fela skítinn. Það að fara stundum inn á samkomur getur verið eitt stórt leikrit. Allir eru að keppast um að líta vel út og hafa hlutina í lagi. En þannig kirkjur eru máttlausar kirkjur. Sönn kirkja sem hefur sterka karaktera er kirkja sem játar veikleika sína og þar sem fólk hjálpar hvoru öðru.


Afhverju ekki bara að æfa sig að vera maður sjálfur með kostum og göllum? Það er jú bara til eitt eintak af manni sjálfum. Eflaust þú sem lest þetta kannast líka við þetta... En að vera margir karakterar hefur svoldið með sjálfsmyndina að gera. Maður er hræddur um álit annara og hagræðir hlutunum þannig að maður er eins og maður heldur að fólk vilji hafa mann. Ég hef allavegana ákveðið að vera bara ég sjálfur og æft mig mikið í því. Það breytir mig engu máli þótt fólk sé mér ósammála eða sig eitthvað við mig. Það breytir því ekkert hvernig ég lít á mig. Áður fyrr að þá hafði það áhrif á mann hvað var sagt, hvort sem það var neikvætt eða jákvætt um mann sjálfan.


Margir eiga sér fyrirmyndir og vilja verða sem líkastir þeim. En oftast eru þessar fyrirmyndir fólk sem er með allt niður um sig í lífinu þótt það sé frægt. Frægðin hefur skemmt mörg mannslíf og er ekki þess virði að sækjast eftir. Það er þess virði að sækjast eftir því að kynnast sjálfum sér og vera maður sjálfur...


Veikleikar

Eru veikleikar eitthvað slæmir? Menn eru oftast uppteknir af styrkleik sínum. Síðan þegar það kemur að veikleikum að þá verður fólk oft yfirborðskennt og þykist hafa allt í lagi. En til að afhjúpa þessa yfirborðskennd að þá er það veikleiki að haga sér svona.


Að þekkja veikleika sína og takmörk og játa þá sýnir styrkleik. Veikleikar og brestir eru til að takmarka okkur svo við verðum ekki hrokafull og séum með þetta hugarfar ég þarfnast þín ekki. Það hafa allir veikleika og þurfa á öðrum að halda. Ég hef sjálfur verið á þeim stað þar sem ég taldi mig vera það sterkan að ég þyrfti ekki á öðrum að og að ég gæti þetta sjálfur. En svo kom að þeim tímapunkti að ég var búin að ofkeyra mig og fara langt yfir þau mörk sem ég þoldi. Á þeim tíma punkti varð ég að gefast upp og játa það að ég er enginn súperman.


Starf mitt fólst í því að vera hjálpa öðrum og byggja aðra upp.

En í gegnum þetta hef ég lært að það er allt í lagi að hafa veikleika. Veikleikar og brestir eru ekki synd. Þeir eru bara til að takmarka mig og sýna mér að ég þarf á Guði að halda. Páll Postuli segir að máttur Krists fullkomnist í veikleika okkar. Páll var hreinskilinn og var ekkert að fela það að hann hefði veikleika, að hann hefði orðið hræddur oflr.


Leyndarmálið er það að Guð notar einstaklinga sem játa veikleika sýna og játa það að þeir þurfi á honum að halda á miklu stórkostlegri hátt en aðra. Það að vera yfirborðskenndur og þykjast hafa allt í lagi hindrar það að Guð geti notað mann á þann hátt sem hann vill. Hvernig getur máttur Guðs fullkomnast í veikleikum þínum ef þú ert ekki tilbúin að játa þá.


Það er líka einn ákveðinn léttir í því að vera takmarkaður. Ég þarf ekki að vera fullkominn, ég þarf ekki að geta gert allt rétt. Ég má bara vera ég sjálfur með kostum og göllum. Guð segir að allt hafi sinn tíma. Hann tekur sér sinn tíma í að breyta okkur. En sigur í lífi okkar hefst alltaf á uppgjöf gagnvart sjálfum okkur að við getum þetta ekki ein.


Ég varð frjáls frá, vímuefnum, síkarettum, klámi, lauslæti, ofbeldishneigð, lýgi, þjófnaði, óheiðarleika oflr með því að játa það að ég gæti ekki hætt þessu sjálfur og væri vanmáttugur. Ef ég hefði ekki viljað játa vanmátt minn og minn takmarkaða kraft að þá væri ég ekki frjáls frá þessum hlutum. Án Guðs að þá erum við ekki neitt. Það mun koma að þeim tímapunkti í lífi þínu þar sem þú sérð að þú getur þetta ekki ein(n). Hættu að rembast og leyfðu Guði að hjálpa þér með það sem þú getur ekki gert.


Guð notar þá mest sem viðurkenna veikleika sína, Gídeon var kjúklingur og skíthrlddur og leit á sig sem aumingja en Guð breytti honum í hugrakkan mann, Móse var skaphundur og morðingi en Guð breytti Móse í einn mesta leiðtoga allra tíma. Davíð konungur var hórkall en hann varð maður eftir hjarta Guðs því hann viðurkenndi veikleika sína og játaði það frammi fyrir Drottni að hann þyrfti á honum að halda. Páll fékk meiri opinberun á fagnaðarerindið en nokkur annar því hann játaði veikleika sína og var hreinskilinn. Pétur var hrokatittur en varð að kletti. Jóhannes var sonur hrokafulls manns og var það eflaust sjálfur en hann varð að postula kærleikans.


Þannig að það eru hér skýr skilaboð til þín, hættu að fela veikleika þína og leyfðu Guði að eiga við þá og gera eitthvað stórkostlegt úr þér svo þeir sem telja sig sterka verði orðlausir og sjái mátt Guðs starfa í lífi þínu.


Að hafa hugarfar þjónsins

 

Fil 2:5-10

-5- Verið með sama hugarfari sem Jesús Kristur var.-6- Hann var í Guðs mynd. En hann fór ekki með það sem feng sinn að vera Guði líkur.-7- Hann svipti sig öllu, tók á sig þjóns mynd og varð mönnum líkur.-8- Hann kom fram sem maður, lægði sjálfan sig og varð hlýðinn allt til dauða, já, dauðans á krossi.-9- Fyrir því hefur og Guð hátt upp hafið hann og gefið honum nafnið, sem hverju nafni er æðra,-10- til þess að fyrir nafni Jesú skuli hvert kné beygja sig á himni, jörðu og undir jörðu.

Guð vill að við höfum þetta hugarfar sem Jesús hafði. Jesús upphafði sig alldrei á því að vera Guð. Hann var alltaf að þjóna inn í líf annara. Jesús leit á sig sem þjón. Hann sagðist vera komin til að þjóna og gefa líf sitt til lausnargjalds. Síðan segir Jesús að sá sem vill verða mikill skal þjóna öllum. Þetta er allgjörlega í andstöðu við það sem fólk sem tilheyrir heiminum hugsar. Fólk telur sig vera mikið ef það hefur marga til að þjóna sér. En í rauninni hefur þetta svoldið að gera með óöryggi í fólki við að þurfa láta vera þjóna sér og fá viðurkenningu frá öðrum.

Þetta er svoldil æfing og áskorun að temja sér þetta hugarfar. Hugarfar þjónsins. Ég hef ekkert alltaf haft svona hugarfar og klikka á því oft og hugsa mest um sjálfan mig. En oft stendur maður frammi fyrir því að leggja sín áform til hliðar og vera tilbúin að starfa fyrir Guð.

Ég man eftir einu svona tilviki. Það kvöld var ég búin að plana að fara hitta eina gullfallega stelpu. En Guð hafði annað plan. Hann setti í veg fyrir mig einstakling sem þurfti að fá lausn inn í líf sitt. Þessi einstaklingur var eins og gangandi lík og var fjötraður í vímuefnum. Hann kom til mín og bað mig um að hjálpa sér. Ég hugsaði með mér í minni eigingirni, oh þarf hann að biðja um hjálp núna, afhverju gat hann ekki bara komið seinna? Ég varð pínu gramur en það var samt kærleikur Guðs sem yfirtók mig til þessa manns. Ég sagði já ég skal hjálpa þér en það var ekki auðvelt að leggja mín áform til hliðar. En svo fór ég með manninn heim og fór með honum á hnén og bað með honum. Á einu augabragði sá ég manninn gjörbreytast. Tár runnu niður kinnar hans og gleði tók að skína úr andliti hans. Þessi maður sem var við það að deyja eignaðist nýtt líf og tilgang með lífinu. Eftir á leið mér mjög vel en ég átti samt ekki auðvelt með að segja fólki að þetta hefði verið erfið ákvörðun fyrir mig að gefa eftir. En ég átti auðvelt með að segja öllum hvað breyttist hjá manninum.

Að temja sér nýtt hugarfar krefst tíma og áskorunar.

Það er eitt sem mig langar að skrifa aðeins um. Það er svo oft að menn sem eru að þjóna Guði verði afbrýðissamir út í aðra sem eru að þjóna Guði og ég er engin undantekning við því. En Guð sýndi mér eitt varðandi þetta. Við erum öll í sama liðinu. Þegar við erum að þjóna Guði að þá eigum við alltaf að hugsa um hag Guðs og samgleðajast öðrum fyrir það sem Guð hefur gefið þeim og biðja fyrir þeim. Það sem ég geri varðandi þetta þegar það kemur upp afbrýðissemi, að þá þakka ég bara Guði fyrir það sem hann hefur gefið mér og þessum einstaklingum. Ég bið síðan fyrir því að þeir haldi áfram að vaxa í því sem þeir eru að gera. Það á ekki að vera tími fyrir afbrýðissemi í Guðsríkinu, við vinnum öll af því sama, fyrir sama Drottinn og ríki hans til framdráttar. Þess vegna á maður að þakka Guði fyrir það sem hann hefur gefið öðrum og manni sjálfum og samgleðjast þeim sem gengur vel. Minnimáttarkennd og afbrýðissemi verður að deyja út í lífum okkar.


Magnþrungin pæling...

Eitt af því sem maður lærir þegar maður fer í bata við meðvirkni er að standa með sjálfum sér. Maður lærir að setja sín mörk og leyfir fólki ekki að vaða yfir sig. sömuleiðis lærir maður að, maður getur ekki heldur stjórnað öðrum, heldur aðeins sjálfum sér.

 Það er eitt af því sem mér finnst vannta meira á Íslandi er samstaða verkamanna.

Ég var einu sinni á stað þar sem það var verið að mismuna fólki. Margir voru fúlir og í sitthvoru horninu og þar af leiðandi gekk ekkert að fá neitt réttlæti í það mál. En síðan tókum við okkur margir saman og biðum eftir rétta augnablikinu og settum stólinn fyrir dyrnar hjá vinnuveitendum og viti menn við fengum 50-60% launahækkun á einum degi.

Þó svo að eigendur fyrirtækja og annað hafi komist upp með að svindla á fólki að þá er alltaf réttur tími og rétt tækifæri til að rétta hlut sinn á þessum aðilum. Íslendingar eru oft eins og fótboltalið sem gefur ekki bolti á milli sín og því gengur spilið ekki vel og liðið tapar.  

Þess vegna finnst mér að við ættum að taka Frakka til fyrirmyndar í svona málum. Þeir eru flottir á því. Bændur jafnvel eru það kræfir að þeir mæta á traktorum fyrir framan stjórnarhús og þeir jafnvel grýta tignarmennina með grænimeti hahaha.. Ekki það að ég sé að mæla með því að grýta laungreiðendur með grænmeti eða koma þeim fyrir kattarnef að þá vil ég meina með því að samstaða á milli manna skilar mun meiri árangri en að menn séu í sitthvoru horninu.


Hæfileikar

 

Hæfileikar eru eitthvað sem er oft uppgvötað á ýmsum sviðum lífs okkar. Við heyrum oft fréttir að uppgvötaður hafi verið skáksnillingur, efnilegur knattspyrnumaður , efnileg söngkona oflr. En í hverjum manni búa 500-700 hæfileikar. Margir uppgvötaðir og margir óuppgvötaðir. Þegar fólk segist ekki geta neitt að þá fer það allgjörlega á mis við það sem það er skapað til að gera.

Það er enginn eins og þú. Það er bara eitt eintak til af þér og enginn getur gert allt sem þú getur gert. Þú hefur ákveðin tilgang og hæfileikar þínir segja til um það sem þú ert og hvað þér er ætlað að gera. Ef þú veltir því fyrir þér, hvað þér fannst skemmtilegast að gera þegar þú varst yngri, hvaða fagi þér gekk best að læra í oflr. Segir þetta þér ekki svoldið til um hvað þú getur  gert.

Ef einhver hefur sagt þér að þú getir ekki gert neitt og það verði ekkert úr þér að þá er sá aðili að flytja þér skilaboð beint úr pyttinum frá helvíti. Guð skapaði þig með alla þá hæfileika sem þú hefur. Við bara misnotum þá oft eða förum ílla með það sem Guð hefur gefið okkur. Guð gaf þér hæfileika og gjafir til að nota fyrir sig og líkama hans. Þarna kemur að sögunni um talenturnar. Einn fékk 10, annar fékk 5 og sá síðasti 1 talentu. Þessi sem var með 10 talentur notaði þær og óx og það sem hann fékk margfaldaðist og varð að miklu meira en 10 talentum. Það sama var með 5 talentur notaði þær líka og þær margfölduðust. En sá sem fékk eina notaði ekki það sem hann fékk og það varð ekkert úr þessari talentu.

Þegar við munum standa frammi fyrir Guði á efsta degi að þá verður því varpað fram fyrir mig og þig. Hvað gerðir þú við það sem ég gaf þér? Það er okkar val að verða eins og þeir með 5 og 10 talenturnar eða eins og sá sem var með eina og notaði hana ekki.

Í þessu tilviki er talað um talentu sem hæfileika. Í hvað fara þínir hæfileikar?


Hvað gerist þegar við förum að starfa fyrir Guð?

 

Þetta er svoldið áhugaverð spurning til að hugleiða. Í gærkvöldi þegar ég var upp í ármúla á samkomu var ég beðin að koma upp ásamt öðrum og segja hvað það er sem breyttist þegar ég fór að starfa fyrir Guð.

Ég svaraði þessu án þess að hugsa mig eitthvað mikið um með stuttum fyrirvara en svo fór ég að velta þessu fyrir mér.Málið er það að Guð skapaði okkur eitt og sérhvert ólík til þess að við gætum gagnast hvoru öðru. En hvað er það sem breyttist hjá mér ?

Það er reyndar svoldið margt sem breyttist. Það fyrsta er að ég fór að finna fyrir ábyrgð. Ég var alldrei tilbúin að taka ábyrgð á neinu áður fyrr ég hljóp bara í burtu þegar það kom að þeim punkti. Ég fór að vaxa í trúnni og þroskast meira. Það er svoldið fyndið að þegar ég var í fyrsta Biblíuskólanum mínum að þá kenndi einn kennarinn mér að auðmýkt og trúfesti væri það sem Guð vildi sjá hjá mér í þjónustu minni. Og þar sem mér fannst það niðurlæging að skrúbba klósett að þá fannst mér það auðmýkt að skrúbba klósettið. Þannig að ég pantaði alltaf að skrúbba þau.

En málið fyrir mér að þjóna Guði er það að ég geri eitthvað gagn fyrir aðra. Nafnið á þjónustunni skiptir engu máli heldur bara hvaða hugarfar er á bakvið það sem ég geri. Ég trúi því að við þurfum að læra að vera trú yfir því litla svo við getum verið trú í því sem er stærra. Lítil þjónusta er alltaf fyrsta skrefið í átt til þroska í trúnni.

Það sem hefur gerst líka að þessi hugsun: Hér er ég um mér frá mín hefur minnkað. Það má orða það þannig að maður hafi komist út úr rassgatinu á sjálfum sér og eigingirnin minnkað til muna. Maður fær áhuga á því að hjálpa öðrum og vex þannig í kærleika. Þetta er það sama og með 12 sporakerfið og fundi. Batinn frá því sem maður er vanmáttugur fyrir felst  í því að framkvæma þess spor og gefa svo áfram það sem maður hefur öðlast. Þjónustan innan deildar okkar er til að hjálpa okkur að taka ábyrgð og þroskast. Maður byrjar smátt og vex svo. Sama er með tré eitt sinn var það lítið tré en fór svo að vaxa og geta veitt öðrum skjól. Þannig er það með okkur, við byrjum lítið og vöxum svo þannig að við verðum hæf til að hjálpa öðrum og gefa áfram af því sem okkur hefur hlotnast.


Allt hefur sinn tíma

Allt hefur sinn tíma. Eitt af því sem truflar nútímamanninn er óþolinmæði. Fólk ætlast til þess að fá skyndilausnir í öllum málum. Bara svona eins og að fá sér skyndikaffi. En í mörgum málum er bara ekki til nein skyndilausn.


Þegar það kemur af því að gefa Guði líf sitt. Að þá er ekki hægt að ætlast til þess að einstaklingar breytist bara 100% á no time. Það gengur alldrei upp. Ávextir þurfa sinn tíma til að vaxa og þroskast. Sama er það með þegar kona gengur með barn. Það tekur 9 mánuði og ekkert sem heitir skyndilausn þar eða skyndimeðganga. Það að þroskast tekur sinn tíma. Það að vaxa og verða fullorðinn hefur sinn tíma.


Þetta er það sama hjá Guði. Einstaklingar sem ganga til samfélags við Drottinn þurfa sinn tíma til að þroskast. Á lífsleiðinni rötum við í ýmiskonar raunir og hindranir sem verða á vegi okkar. Þetta er allt saman til að þroska okkur. Jafnvel freistingar eru settar í veg okkar til að þroska okkur. Í Freistingum höfum við alltaf tvo valmöguleika og það er að þroskast eða falla í freistnina. Þroskinn kemur þegar við stöndumst þær. En til að sigrast á freistingu er best að hundsa þær. Þá er átt við að leiða hugan að einhverju öðru sem því sem freistar okkar.


En þegar maður byrjar að ganga með Guði að þá er það sem skiptir mestu máli er að lesa í Biblíunni og ef það er eitthvað sem maður skilur ekki að þá er bara að vera nógu dugleg(ur) að spyrja sig til um hvað hlutirnir þýða og læra að stúdera og fá sér gott Biblíuforrit. Bænin skiptir líka miklu máli. Til að byrja með biðjum við bara eins og okkur dettur í hug. En þegar við förum að ganga lengra með Guði að þá byrjum við að þroskast og þar af leiðandi bænalífið líka og það verður dýpra.


En til þess að þroskast þá þurfum við þolinmæði. Einstaklingar sem koma til Guðs verða alltaf að fá að vera þeir sjálfir og finna það að þeir eru jafningjar okkar þótt þeir hafi gengið styttra með Guði. En við eigum að hjálpa þeim fyrstu skrefin og hjálpa þeim að þroskast og tengjast í Guðsríkinu. En allt hefur þetta sinn tíma...


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband