Færsluflokkur: Bloggar
smá bakþanki yfr atvinnumál og bankana sem eru aðalkrimmarnir
5.3.2008 | 15:20
Jæja þá er kominn tími á smá blogg en ég er búin að vera mikið fjarverandi unfanfarið, þannig að núna ætti maður að koma ferskur til baka, fyrst hvíldin hefur verið góð frá skrifum undanfarið.
það er margt að ske í þjóðfélaginu í dag mikil niðursveifla í atvinnumálum og annað. En það kom að því að þennslan myndi springa eða fara niður á við. Margir hafa tekið á það ráð að geyma fé sitt erlendis og telja því betur borið annars staðar en hér á skerinu Íslandi...
Eitt sem ég hef verið að velta fyrir mér hverjir eru í rauninni aðalglæpamennirnir á Íslandi. Eru það krimmarinir sem berjast fyrir því að eiga fyrir næsta dópskammti eða eru það einhverjir aðrir sem eru skipulagðir og ber ekki mikið á. Ef ég tek ritninguna inn í dæmið að þá stendur það skírt í Biblíunni að menn eiga ekki að lána og setja vexti á lánsféð. Þannig að bankarnir hljóta þá að vera aðalglæponanir og þrælahaldararinir, því að þeir eru með allveg upp í 26% vexti sem er hrein og bein geðveiki. Margir ná varla að borga niður lán og berjast við að halda vöxtunum niðri sem er ekkert annað en þrælahald. Ekki það að það væri eitthvað að því að bankar hagnist eitthvað á viðskiptavinum sínum en þá mættu þeir nota aðrar aðferðir en að kúga landann með okurvöxtum...
En besta orðið í þessu er að skulda engum neitt nema að elska aðra...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föður hjarta Guðs
28.2.2008 | 15:21
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Pedikun úr Kærleikanum laugardagskv. 23 feb 2008
24.2.2008 | 10:25
Predikun 23 feb 2008
Sigvarður Halldóruson
Að hafa hugarfar þjónsins...
Fil 2:5-9
-5- Verið með sama hugarfari sem Jesús Kristur var.-6- Hann var í Guðs mynd. En hann fór ekki með það sem feng sinn að vera Guði líkur.-7- Hann svipti sig öllu, tók á sig þjóns mynd og varð mönnum líkur.-8- Hann kom fram sem maður, lægði sjálfan sig og varð hlýðinn allt til dauða, já, dauðans á krossi.-9- Fyrir því hefur og Guð hátt upp hafið hann og gefið honum nafnið, sem hverju nafni er æðra,
Það er ekkert sérlega vinsælt að horfa á sjálfan sig sem þjón. Við sjáum ekki heldur margar bækur skrifaðar um hvað er að vera þjónn. Við sjáum miklu frekar bækur skrifaðar um að vera leiðtogi og það er það sem mörgum langar að vera.
En Jesús leit ekki á sig sem leiðtoga hann leit á sig sem þjón. Hann sagði ég er komin til að þjóna og gefa líf mitt til lausnargjalds. Þegar við lítum á okkur mennina að þá finnst okkur það ekki virðingarvert að vera þjóna öðrum. Okkur finnst það miklu meiri virðing að láta aðra þjóna okkur.
En ég man eftir því í fyrra þegar vakningin varð í Ármúlanum. Það voru svo margir sem vildu vera leiðtogar og voru að reyna stjórna og vera eitthvað númer. En Það er ekki það hugarfar sem Guð vill að við séum með.
Guð vill að við hugum örlítið að köllun okkar.
Það að starfa í Guðríkinu snýst ekki um að koma sjálfum sér á framfæri, eða vera eitthvað númer. Það að starfa fyrir Guð snýst um að gera það sem hann hefur falið manni. Því hann er jú leiðtoginn og við starfsmenn hans eða þjónar.
Það að gefa af sér það sem maður hefur öðlast er það sem hjálpar okkur að vaxa og þroskast í trúnni. Maður verður ekki fullmótaður knattspyrnumaður með því að mæta á eina æfingu. Maður þarf að æfa sig og vera duglegur og leggja mikið á sig til að ná árangri. Maður á að hafa metnað í því sem maður gerir og gera það vel. Við notum það sem við höfum og gefum af því og vöxum þannig og þroskumst. Það er ekkert ómerkilegt í Guðsríkinu sem við gerum fyrir Guð. Stundum er meiri áskorun í að gera þessa litlu hluti vel heldur en þá stóru.
En mig langar að taka á einu sem kallast afbrýðissemi eða öfundsýki. Kannski er ég sá eini hérna sem hefur orðið afbrýðissamur út í aðra því mér finnst þeir vera fá meira en ég. Þá kemur þessi hugsun oh afhverju fæ ég ekki svona líka. En máið er það að við eigum að hugsa um hag Guðsríkisins. Guð gefur okkur ekki gjafir eða hæfileika til þess að við sjálf miklumst af þeim heldur að við notum það fyrir hann. Við erum öll í sama liðinu og því á ekkert pláss að vera fyrir afbrýðissemi eða minnimáttarkennd. Það sem ég geri ef ég verð afbrýðissamur út í aðra, að þá þakka ég Guði fyrir það sem hann hefur gefið þessum einstaklingum og ég þakka honum fyrir það sem hann hefur gefið mér. Því að öll höfum við misjafnar gjafir og misjafna hæfileika.
1Kor 12:12-31
-12- Því að eins og líkaminn er einn og hefur marga limi, en allir limir líkamans, þótt margir séu, eru einn líkami, þannig er og Kristur. -13- Í einum anda vorum vér allir skírðir til að vera einn líkami, hvort sem vér erum Gyðingar eða Grikkir, þrælar eða frjálsir, og allir fengum vér einn anda að drekka. -14- Því að líkaminn er ekki einn limur, heldur margir. -15- Ef fóturinn segði: Fyrst ég er ekki hönd, heyri ég ekki líkamanum til, þá er hann ekki fyrir það líkamanum óháður. -16- Og ef eyrað segði: Fyrst ég er ekki auga, heyri ég ekki líkamanum til, þá er það ekki þar fyrir líkamanum óháð. -17- Ef allur líkaminn væri auga, hvar væri þá heyrnin? Ef hann væri allur heyrn, hvar væri þá ilmanin? -18- En nú hefur Guð sett hvern einstakan lim á líkamann eins og honum þóknaðist. -19- Ef allir limirnir væru einn limur, hvar væri þá líkaminn? -20- En nú eru limirnir margir, en líkaminn einn. -21- Augað getur ekki sagt við höndina: Ég þarfnast þín ekki! né heldur höfuðið við fæturna: Ég þarfnast ykkar ekki! -22- Nei, miklu fremur eru þeir limir á líkamanum nauðsynlegir, sem virðast vera í veikbyggðara lagi. -23- Og þeim, sem oss virðast vera í óvirðulegra lagi á líkamanum, þeim veitum vér því meiri sæmd, og þeim, sem vér blygðumst vor fyrir, sýnum vér því meiri blygðunarsemi. -24- Þess þarfnast hinir ásjálegu limir vorir ekki. En Guð setti líkamann svo saman, að hann gaf þeim, sem síðri var, því meiri sæmd, -25- til þess að ekki yrði ágreiningur í líkamanum, heldur skyldu limirnir bera sameiginlega umhyggju hver fyrir öðrum. -26- Og hvort heldur einn limur þjáist, þá þjást allir limirnir með honum, eða einn limur er í hávegum hafður, samgleðjast allir limirnir honum. -27- Þér eruð líkami Krists og limir hans hver um sig. -28- Guð hefur sett nokkra í kirkjunni, fyrst postula, í öðru lagi spámenn, í þriðja lagi fræðara, sumum hefur hann veitt gáfu að gjöra kraftaverk, lækna, vinna líknarstörf, stjórna og tala tungum. -29- Hvort eru allir postular? Hvort eru allir spámenn? Hvort eru allir fræðarar? Hvort eru allir kraftaverkamenn? -30- Hvort hafa allir hlotið lækningagáfu? Hvort tala allir tungum? Hvort útlista allir tungutal? -31- Nei, sækist heldur eftir náðargáfunum, þeim hinum meiri. Og nú bendi ég yður á enn þá miklu ágætari leið.
Það merkilega er að Guð hefur gefið hverjum og einum 500-700 hæfileika. Við verðum líklega alla ævi að uppgvöta nýja hæfileika sem við höfum. En ef við prufum eitthvað sem við höfum greynilega ekki hæfileika til að gera, að þá skulum við ekki líta á það sem mistök heldur sem tilraun.
Ef mig langaði að prufa að syngja einsöng og það myndi ekkert hljóma neitt sérlega vel, að þá væri það ekki mistök hjá mér að prófa þetta, heldur aðeins tilraun hjá mér hvort ég gæti þetta eða ekki. Ég myndi þá bara snúa mér að því sem ég er góður í.
Sumir hugsa en hvað get ég svo sem gefið ég kann ekkert mikið eða er ekkert svo klár. Sú hugsun er beint úr pyttinum og má enda þar aftur og á ekki að eiga pláss í lífum okkar og ég ætla að endurtaka það að þú hefur 500-700 hæfileika og þú skiptir máli. Þú ert dýrmæt(ur) í augum Guðs.
Hæfileikar okkar mælast ekki ef þvi sem við höldum. Guð er ekki að horfa á hvernig þjónusta okkar lítur út. Hann horfir á hugarfar okkar og trúfesti, hann lítur á hjartað.
Ég las upp í byrjun með Jesús að hann leit ekki stórt á sig, hann var ekki að upphefja sig fyrir að vera Guð. Hann var alldrei að miklast af verkum sínum. Hann þjónaði inn í líf fólks og gerði sjálfan sig lægstan öllum. Hann sagði svo við lærisveina sína sá sem vill verða mikill í Guðsríkinu þjóni öllum. Og þá kemur að þessu að oft að þá finnst okkur ekki það vera góð hugmynd að vera þjóna inn í líf annara. En þetta er það sem kærleikurinn snýst um. Að við þjónum inn í líf hvors annars því við þurfum á hvoru öðru að halda.
Ég hef allveg verið á þeim stað í lífinu að ég var alltaf að þjóna inn í líf annara eða að hjálpa öðrum, en þorði ekki að biðja um hjálp sjálfur. En hvernig fór fyrir mér? Jú ég brenndi mig út og komst að því að ég er enginn superman. Ég þarf líka hjálp eins og aðrir.
Ég ætla að segja ykkur eitt leyndarmál sem létti mikið á mér þegar það opinberaðist fyrir mér. Að hafa veikleika eða bresti er ekki synd. Guð skapaði okkur svona. Vegna þess að þegar við erum takmörkuð að þá skiljum við að við þurfum á hvoru öðru að halda.
Ég ætla að segja ykkur annað leyndarmál, 2 hlutar af fimmföldum tilgangi lífs okkar hafa með samfélag að gera, og 7 af boðorðunum 10 hafa með samfélag að gera. Þessir 2 hlutar eru það að Guð skapaði okkur sér til ánægju og til þess að við gætum átt tíma með honum. Við erum ekki slys, það var alltaf í áætlun Guðs að við myndum fæðast. Meira segja þegar þú varst í móðurkviði að þá hafði Guð áætlun fyrir líf þitt
Sálm 139:16-
Augu þín sáu mig, er ég enn var ómyndað efni, ævidagar voru ákveðnir og allir skráðir í bók þína, áður en nokkur þeirra var til orðinn.
Annar hlutinn sem hefur með samfélag að gera er sá að við erum sköpuð fyrir Guðs fjölskildu. Til að útskýra þetta nánar, að þá þurfum við að vita það að þegar við tökum við Jesú Kristi inn í líf okkar að þá öðlumst við þann rétt að kallast Guðsbörn. Við verðum börn Guðs og þar af leiðandi verðum við öll bræður og systur. Við erum ein fjölskilda allgjörlega óháð því hvað kirkjan okkar heitir, því að í Kristi að þá erum við eitt. Þess vegna skitpir svo miklu máli að við höfum þetta hugarfar hvað get ég gert í dag til að hjálpa öðrum í stað þess að hugsa hvað get ég fengið út úr öðrum. Það að gefa af sér og hafa hugarfar þjónsins, það er það sem gefur þér sanna gleði og sanna hamingju. Að vera alltaf að hugsa hvað get ég fengið út úr öðrum kallast eigingirni og skapar ekki neina varanlega hamingju.
Áður en ég enda þetta að þá ætla ég að segja það að kristnir flokkast í 2 flokka. Þessir flokkar eru Veraldlega kristnir og Heimslega kristnir. Sá sem er veraldlega kristinn er sjálfhverfur og hugsar aðeins og sig og skilur ekki tilgang sinn í Guðsríkinu og heldur að hann geti haft Guð í vasanum og notað hann þegar honum hentar. Þessi tengund missir af því sem skiptir mestu máli og það er að lifa í kærleika sem felst í því að hjálpa þeim sem maður getur hjálpað. En hin tegundin sem er Heimslega kristin, hefur þetta hugarfar, hvað get ég gert fyrir þig í dag Guð. Þetta kallast að vera úthverfur og sjá lengra en út úr rassgatinu á sjálfum sér. Þetta orðatilæki sem er notað mikið innan aa , að taka hausinn út úr rassgatinu á sér, virkar kannski dónalegt en þetta er það ekki. Þetta þýðir einfaldlega það að Palli er ekki einn í heiminum og við erum ekki miðja allheimsins.
En þessi hugsun hvað get ég gefið svo sem af mér? Það sem þú getur gefið af þér er reynsla þín, þú hefur ákveðna reynslu sem aðrir hafa ekki. Allar reynslur sem við höfum gengið í gegnum í lífinu samverka til góðs og skipta máli. Ef enginn myndi brjóta á mér, hvernig ætti ég þá að geta fyrirgefið, ef ég þekkti ekki sorg hvernig ætti ég þá að geta huggað þá sem eru sorgmæddir. Ef ég hefði ekki verið fastur í vímuefnum hvernig ætti ég þá að hjálpa þeim sem eru fastir í þessu? Allt það sem þú hefur gengið í gegnum skitpir máli, þín reynsla er það sem gildir og er dýrmæt.
Þess vegna skiptir svo miklu máli að við skiljum það að við þurfum á hvoru öðru að halda. En hvað ert þú tilbúin að leggja af mörkum til að gefa af þér?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Clayson í sjónvarpi í Bandaríkjunum stuttu eftir hryðjuverkaárásina
á World Trade Center. Jane Clayson spurði hana. 'Hvernig gat Guð
Leyft þessu að gerast?' Og Anne Graham svaraði þessu á einstaklega
djúpan og skilningsríkan hátt...;
'Ég trúi því að Guð sé virkilega sorgmæddur yfir þessu, alveg eins
Og við erum, en í mörg ár höfum við verið að segja Guði að koma sér
út úr skólum okkar, að koma sér út úr ríkisstjórnum okkar og að koma
sér út úr lífi okkar. Og þar sem hann er 'heiðursmaður' þá trúi ég
því að hann hafi hægt og hljóðlega stígið til hliðar. Hvernig getum
við ætlast til þess að Guð gefi okkur blessun sína og vernd ef við
Krefjumst þess að hann láti okkur í friði? ' Í ljósi liðinna
atburða... hryðjuverkaárása, skotárása í skólum o.s.frv...
Ég held að þetta hafi allt byrjað þegar Madeline Murray O ' Hare (
Sem var myrt, lík hennar fannst fyrir stuttu ) kvartaði yfir bæn í
skólum okkar, og við sögðum : 'Allt í lagi.' Síðan sagði einhver að
það væri betra að sleppa því að lesa Biblíuna í skólum. Biblíuna sem
Segir að þú skalt ekki morð fremja, þú skalt ekki stela, og elskaðu
náunga þinn eins og sjálfan þig. Og við sögðum 'Allt í lagi.'
Síðan sagði einhver að kennarar og skólastjórar ættu ekki að aga
börnin okkar þegar þau haga sér illa. Og skólayfirvöld sögðu : '
Enginn starfsmaður skólans ætti að snerta nemendur þegar þeir haga
sér illa vegna þess að við viljum ekki slæmt umtal, og við viljum
Vissulega ekki verða lögsótt. ' ( Það er stór munur á ögun og
Snertingu barnsmiðum, löðrungi, niðurlægingu, spörkum o.s.frv. ) Og
við sögðum : 'Allt í lagi.'
Síðan sagði einhver mikilsvirtur ráðamaður: ' Það skiptir ekki málið
hvað við gerum í okkar einkalífi svo framalega sem við vinnum
Vinnuna okkar. Og við samþykktum þetta og sögðum: ' Það skiptir ekki
máli hvað nokkur annar, þar á meðal forsetinn, gerir í einkalífi
sínu á meðan ég hef vinnu og efnahagslífið er gott. Og síðan sagði
skemmtanaiðnaðurinn: 'Búum til sjónvarpsþætti og kvikmyndir sem
stuðla að guðlasti ( ljótu orðbragði ), ofbeldi og óleyfilegu
kynlífi. Og gerum tónlist sem hvetur til nauðgana,
Eyturlyfjanotkunar, morða, sjálfsmorða og djöfladýrkunar. Og við
sögðum : 'Þetta er bara skemmtun, þetta hefur engin slæm áhrif, og
Enginn tekur þessu hvort sem er alvarlega, svo gerið bara eins og
þið viljið.'
Og nú spyrjum við okkur hvers vegna börnin okkar hafa
Enga samvisku, og hvers vegna þau þekkja ekki muninn á réttu og
röngu, og hvers vegna þeim finnst ekkert að því að myrða ókunnuga,
skólafélaga sína, og sig sjálf.
Ef við hugsum málið nógu vel og lengi, þá getum við eflaust áttað okkur á
stöðunni. Ég held að þetta hafi mikið að gera með að við 'UPPSKERUM EINS OG
VIÐ SÁUM.'
'Elsku Guð, hvers vegna hjálpaðir þú ekki litlu stelpunni sem var
Myrt í skólastofunni sinni? ' Einlægur og áhyggjufullur nemandi....
OG SVARIÐ: 'Kæri einlægi og áhyggjufulli nemandi, mér er ekki hleypt
Inn í skólana. ' Yðar einlægur, Guð
Skrítið hvað það er einfalt fyrir fólki að gera lítið út Guði og
vera síðan hissa á því að heimurinn skuli vera á leið til Helvítis.
skrítið að við skulum trúa því sem stendur í dagblöðum, en við
efumst um það sem stendur í Biblíunni.
Skrítið hvernig allir vilja komast til himna, svo framalega að þeir
þurfi ekki að trúa, hugsa, segja, eða gera neitt sem Biblían segir.
Skrítið hvernig sumir geta sagt: 'Ég trúi á Guð' en samt fylgt
Satan, (sem 'trúir' að vísu líka á Guð ).
Skrítið hvað við erum fljót að dæma, en viljum sjálf ekki vera dæmd.
Skrítið hvernig þú getur sent þúsund brandara í tölvupósti og þeir
bregðast um eins og eldur í sínu, en þegar þú ferð að senda
tölvupóst þarsem talað er um Drottinn, þá hugsar fólk sig tvisvar um
áður en það sendir hann áfram.
Skrítið hvernig klúr, ósæmilegur, óheflaður og ruddalegur póstur
ferðast frjáls um netheiminn, en opinber umræða um Guð er þögguð
niður í skólum og vinnustöðum.
Skrítið hvernig einhver getur verið svo brennandi fyrir Guði á Sunnudegi, en verið ósýnilegur kristinn einstaklegur það sem eftir
lifir vikunnar.
Hlærðu?
Skrítið hvernig þú ferð að framsenda þennan póst, þá sendir þú hann
ekki til margra í netfangabókinni þinni vegna þess að þú ert ekki
viss um hverju þeir trúa, eða hvað þeir munu halda um þig fyrir að
senda sér þennan póst. Skrítið hvernig ég get haft meiri áhyggjur
hvað öðru fólki fynnst um mig en hvað Guði finnst um mig.
Hefur þetta fengið þig til að hugsa?
Ef þér fynnst það þess virði, sendu þennan póst áfram. Ef ekki,
henntu honum þá... Enginn mun vita hvað þú gerðir. En ef þú hendir
þessum hugsunum frá þer, sittu þá ekki hjá og kvartaðu ekki yfir því
hversu slæmum málum heimurinn er !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þegar konur eldast hahaha eins gott að vera varkár...
21.2.2008 | 16:35
Grein eftir Jón Jónsson
Það er mikilvægt fyrir karlmenn að muna, að eftir því sem konur eldast
verður erfiðara fyrir þær að halda sömu gæðum í húsverkunum og þegar þær
voru ungar. Þegar þú tekur eftir þessu, reyndu ekki að æpa á hana. Sumar
konur eru ofurviðkvæmar, og það er ekkert verra til en ofurviðkvæm kona.
Ég heiti Jón. Ég ætla að segja ykkur hvernig ég tókst á við þetta ástand
varðandi konuna mína hana Siggu. Þegar ég settist í helgan stein fyrir
nokkrum árum, þurfti Sigga auðvitað að fá sér heildagsvinnu meðfram
hlutastarfinu, bæði til þess að auka tekjur heimilisins og halda sparnaði
okkar hjóna gangandi. Fljótlega eftir að hún fór að vinna tók ég þó eftir að
aldurinn fór að sjást á henni.
Ég kem venjulega heim úr golfi á sama tíma og hún kemur heim úr vinnunni. Þó
hún viti hvað ég er svangur, þá þarf hún næstum alltaf að hvíla sig í
hálftíma áður en hún fer að elda matinn. Ég æpi þó ekki á hana. Í staðinn
segi ég henni að taka þann tíma sem hún þarf og vekja mig bara þegar
maturinn er kominn á borðið. Ég borða venjulega hádegismat í
"Heiðursmannagrillinu" í klúbbhúsinu þannig að það er auðvitað ekkert á
dagskránni að fara út að borða.
Áður fyrr var Sigga vön að vaska upp um leið og við vorum búin að borða. Nú
er hinsvegar ekkert óvenjulegt að það bíði jafnvel í nokkra tíma. Ég geri
það sem ég get með því að minna hana á það á nærgætinn hátt að diskarnir
þvoi sig ekki sjálfir. Ég veit að hún kann að meta þetta, þar sem það
virðist hvetja hana til að klára uppvaskið áður en hún fer að sofa.
Annað einkenni öldrunar er kvörtunaráráttan held ég. Til dæmis heldur hún
því fram að það sé erfitt að finna tíma til að greiða reikningana í
matartímanum. En strákar, við lofuðum að standa með þeim í blíðu og stríðu,
svo ég brosi bara og býð fram hvatningu. Ég segi henni bara að dreifa þessu
á tvo til þrjá daga. Þannig þarf hún ekki að flýta sér eins mikið. Ég minni
hana líka á að þótt hún missi af matartímanum af og til sé það allt í lagi (
þið vitið hvað ég meina ). Mér finnst reyndar nærgætni einn af mínum betri
kostum.
Þegar hún vinnur einfaldari verkefni, virðist hún halda að hún þurfi fleiri
hvíldarstundir. Hún varð til dæmis að taka pásu þegar hún var einungis
hálfnuð með að slá blettinn. Ég reyni að vera ekki með uppistand. Ég er
sanngjarn maður. Ég segi henni að útbúa sér stórt glas af nýpressuðum köldum
appelsínusafa og setjast í smástund. Og þar sem hún er að gera þetta, bið ég
hana að blanda einn fyrir mig í leiðinni.
Ég veit að væntanlega lít ég út eins og dýrlingur vegna þess hvernig ég styð
hana Siggu mína. Það er ekkert auðvelt að sýna svona mikla tillitssemi.
Mörgum karlmönnum finnst það erfitt. Og mörgum finnst það alveg ómögulegt !
Það veit enginn betur en ég hversu pirrandi konur verða þegar þær eldast.
En strákar, ef þið hafið lært það af þessarri grein að vera nærgætnari og
minna gagnrýnir á konurnar ykkar sem eru að eldast lít ég svo á að þetta
hafi verið þess virði að setja á blað. Við megum ekki gleyma því að við
fæddumst á þessa jörð til hjálpa hver öðrum.
Kveðja,
Jón Jónsson
Athugasemd ritstjóra:
Jón Jónsson lést skyndilega þann 27. maí sl. af blæðingum í endaþarmi.
Samkvæmt lögregluskýrslu fannst Calloway extra löng 50 tommu Big Bertha
golfkylfa á kafi í rassgatinu á honum, þannig að aðeins stóðu tíu cm af
handfanginu út, og við hliðina var sleggja.
Sigríður konan hans var handtekin og ákærð fyrir morðið. Kviðdómurinn sem
eingöngu var skipaður konum var 15 mínútur að komast að niðurstöðu sem var
þessi: Við föllumst á það sem fram kemur í vörn Sigríðar að Jón hafi
einhvern veginn, án þess að gera sér grein fyrir því, sest ofan á eigin
golfkylfu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Að losna við fordóma!
20.2.2008 | 17:17
Fordómar eru eitthvað sem flestir hafa haft. En ég var með fordóma gagnvart fullt af hlutum og eitt af því voru hommar. Ég var bara með fóbíu fyrir þeim og talaði ílla um þá, sagði brandara sem gerði lítið úr þeim oflr.
En þegar ég fór að hugsa þetta betur að þá var þetta hugarfar hjá mér allgjörlega rangt. Þó svo maður sé ekki samþykur því sem aðrir séu að gera að þá má maður ekki hafa fordóma gagnvart þeim, eða dæma einstaklingana. Guð sýndi mér það að það stendur ekki utan á fólki hverjar syndir þeirra eru. Þetta eru bara einstaklingar eins og ég, og hann elskar þá jafnmikið og mig.
Þannig að ég fór að pæla, ef ég tek bara fólki eins og það er án þess að vera eitthvað að pota í það og sýni þeim kærleika, og samþyki það sem einstaklinga að þá er miklu líklegra að þessir einstaklingar þrái að breytast.
Kristur dæmdi alldrei syndarann eða var að benda þeim á hversu miklir syndarar þeir voru. Hann skammaði bara þá sem þóttust vera miklu betri en aðrir. Þannig að þegar ég var með sóðabrandarana um hommana oflr að þá var Guð ekki ánægður með það sem ég var að segja.
Það sem gerði það að verkum að fólk breyttist og breytist enþá daginn í dag við að koma í nærveru Guðs var kærleikur hans til okkar. Jesús kom fyrir þá sem viðurkenna að þeir eru syndarar...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Brandari dagsins
18.2.2008 | 09:20
sem afgreiðslumaður í Kaupfélagi úti á landi.
Þetta var svona alvöru kaupfélag þar sem hægt var að
fá allt milli himins og jarðar. Kaupfélagsstjóranum leist vel á
manninn þótt hann væri ungur og óreyndur og ákvað að taka hann til
reynslu.
Hann sagði manninum að mæta morguninn eftir og síðan myndi hann koma um
kvöldið og athuga hvernig hefði gengið. Kvöldið eftir spurði hann unga
manninn
hvað hafði hann afgreitt marga viðskiptavini þennan fyrsta dag. 'Bara
einn,' sagði drengurinn.
Þetta fannst kaupfélagsstjóranum ekki mikið en spurði hvað hann hefði
selt
fyrir mikið.
Fimm milljónir eitthundrað níutíu og þrjúþúsund" sagði
afgreiðslumaðurinn við kaupfélagsstjórann.
Hvað seldirðu honum eiginlega, spurði kaupfélagsstjórinn hissa?
Jú, sjáðu til" sagði drengurinn, "fyrst seldi ég honum lítinn öngul,
síðan seldi ég honum miðlungsstóran öngul, þá
stóran öngul, svo veiðistöng og síðan spurði ég hann hvar hann ætlaði að
veiða. Hann sagðist ætla að veiða í vatninu og þá sagði ég honum að hann
þyrfti bát og seldi honum plastbát með 40 hestafla utanborðsmótor. Þá
sagði maðurinn að hann gæti aldrei flutt bátinn á Daihatsuinum sínum svo ég
fór með hann í véladeildina og seldi honum nýjan Landróver."
Nú var andlitið hálfdottið af kaupfélagsstjóranum og hann sagði:
Maðurinn kemur hér inn til að kaupa einn lítinn öngul og þú selur honum
bæði bát og bíl"!!
Nei, nei," sagði strákurinn.
Hann kom hingað til að kaupa dömubindi handa konunni sinni og ég sagði
við hann að fyrst að helgin væri hvort eð er ónýt hjá
honum væri eins gott fyrir hann að fara að veiða!"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Að gera lítið úr öðrum...
15.2.2008 | 16:08
Að gera lítið úr öðrum er svoldið sem er ekki gott en margir leggja ið sína við. Ég man eftir því að mér fannst ég ógurlega cool að segja eitthvað ljótt við stelpur sem ég hafði ekki áhuga á einu sinni. Þá var ég með hroka gagnvart feitum konum og ef feit kona sýndi mér áhuga að þá rakkaði ég hana niður.
En áður en ég held áfram með þetta að þá vil ég segja það, að aðili sem gerir lítið úr öðrum hefur lélega sjálfsmynd og sýna fram á það að það er ekkert allt í lagi hjá þeim sjálfum. Þá á ég við að þeir sem eru að gera einhverja ranga hluti eru alltaf tilbúnir að benda á aðra til að skíla sjálfum sér.
Ég var ferlega óöruggur með sjálfan mig í þessum málum og hræddur við álit annara. Ég man það að þegar ég var á samkomum og það settist ljót stelpa hliðina á mér að ég varð hræddur. Ég fór að hugsa það halda ábyggilega allir að ég sé með henni og eru að horfa á mig hvað ég er með lélegan smekk fyrir konum og missa allt álit á mér. Þessi ótti við álit annara var ekkert neitt heilbrigður. En ef ég hefði ekki viðurkennt hann að þá hefði ég ekki losnað við hann.
Til að fela þennan ótta gerði ég lítið út feitum konum eða stelpum sem mér fannst vera ljótar og fældi þær í burtu. En þetta hefur lagast með tímanum og sérstaklega vegna þess að Guð vill að maður elski alla jafnt óháð því hvernig þeir líta út. Þegar ég fór að æfa mig í því að koma jafnt fram við alla að þá fór þessi ótti að hverfa í dag er mér svo sem nokkurn vegin sama hver situr hliðina á mér.
En að gera lítið úr öðrum getur líka birst á þann hátt að maður hefur eitthvað sjálfur að fela. Ég man eftir því að þegar ég hlustaði á predikanir Guðmundar í Byrginu að þá voru án undantekningar í öllum ræðum hans þar sem hann gerði lítið úr öðrum. En svo þarf ekki að segja meira um það mál því það kom svo upp á yfirborðið hvaða mann hann hafði að geyma. Ætti maður ekki að segja að það hvernig við tölum um aðra sýnir sannleikan um okkur sjálf og hvernig við erum.
Að upphefja sig á kostnað annara er ósiður sem byggist á öryggi, þar sem aðili reynir að finna einhvern smælingja til að benda á og gera lítið úr og telja sig vera betri mann. En við erum öll misjöfn og eflaust skilja sumir ekkert út í hvað ég er að fara hérna en það er líka allt í lagi, við þurfum ekki að skilja allt. En eitt þurfum við að læra og það er að bera virðingu fyir náungann og hætta að hugsa bara um rassgatið á sjálfum okkur...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Forvarnarstarfið Lundur
14.2.2008 | 11:15
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fluttningar í gangi:)
13.2.2008 | 10:34
Þá er maður fluttur yfir á suðurnesin...
Réttara sagt ætti maður að segja þá er maður komin heim á fornar slóðir:) En það eru spennandi tímar framundan hérna í Reykjanesbæ þannig að maður er fullur tilhlökkunar að takast á við ný verkefni og nýjar áskoranir sem bíða manns:)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)