Færsluflokkur: Bloggar

Fyrsta kraftaverk Jesú... afhverju þetta kraftaverk en ekki eitthvað annað?

Fyrsta tákn Jesú...

Sigvarður Halldóruson

 

Það sem mig langar svo að skoða í frásögunni um þegar Jesús gerði sitt fyrsta kraftaverk hvort það hafi verið einhver sérstök ástæða fyrir því afhverju, þessi dagur var valinn og afhverju fyrsta kraftaverkið var að breyta vatni í vín. Hefur þetta einhverja dýpri merkingu en að þetta var bara fyrsta kraftaverkið sem Jesús gerði?

 

1Á þriðja degi var brúðkaup í Kana í Galíleu. Móðir Jesú var þar. 2Jesú var og boðið til brúðkaupsins og lærisveinum hans. 3En er vín þraut segir móðir Jesú við hann: „Þeir hafa ekki vín."
4Jesús svarar: „Hvað viltu mér, kona? Minn tími er ekki enn kominn."
5Móðir hans sagði þá við þjónana: „Allt það sem hann segir ykkur, það skuluð þið gera."
6Nú voru þar sex vatnsker úr steini samkvæmt reglum Gyðinga um hreinsun og tók hvert þeirra tvo mæla eða þrjá.
[1]

  7Jesús segir við þá: „Fyllið kerin vatni." Þeir fylltu þau á barma. 8Síðan segir hann: „Ausið nú af og færið veislustjóra." Þeir gerðu svo. 9Veislustjóri bragðaði vatnið, sem var orðið vín, og vissi ekki hvaðan það var en þjónarnir, sem vatnið höfðu ausið, vissu það. Þá kallaði veislustjóri á brúðgumann 10og sagði: „Allir menn bera fyrst fram góða vínið og síðan hið lakara er menn gerast ölvaðir. Þú hefur geymt góða vínið þar til nú."
11Þetta fyrsta tákn sitt gerði Jesús í Kana í Galíleu og opinberaði dýrð sína og lærisveinar hans trúðu á hann.
12Eftir þetta fór hann ofan til Kapernaúm ásamt móður sinni, bræðrum og lærisveinum. Þar voru þau nokkra daga.

 

Í fyrsta lagi að þá er eitt sem ég tek eftir og það er að Jósef Faðir Jesú var ekki með og það er ekkert minnst á hann eftir að Jesú hefur þjónustu sína. Það síðasta sem við heyrum minnst á Jósef er þegar Jesús er tólf ára. Þá koma þessi ár frá 12-30 sem lítið er vitað um ævi Jesú nema að hann var foreldrum sínum hlýðin og gerði það sem fyrir hann var lagt og að hann var smiður. Þannig að líklegast hefur hann þá unnið sem smiður og var þekktur sem sonur smiðsins. Og á þessum tíma hefur Jósef líklegast dáið. Því að aðeins er minnst á bræður hans og systur en þær eru ekki nafngreindar, þannig að ég hef ekki enþá fundið heimildir fyrir því hvað þær voru margar eða hvað þær hétu og verður það eflaust ein af mínum spurningum þegar ég fer upp til himins í dýrðina til míns Himneska Föður og konungsríki Drottins Jesú Krists.

 

En þessi frásaga byrjar á þriðja degi. Merkir það eitthvað að þetta var á þriðja degi? Sumir vilja meina að þessi dagur hafi sérstaka meiningu. Að þetta hafi verið á þriðja degi giftingarhatíðarinnar . Jesús reis upp á þriðja degi, þetta gæti þýtt að þessi dagur var skuggamyndin upp á upprisu Jesú Krists. Giftingar stóðu yfirleitt yfir í viku eða var svona giftingarhátið og þetta var á þriðja degi hennar. Spá í því að vera gifta sig og Drottinn sjálfur er þarna mitt á meðal. Hefði maður ekki verið ánægður að gifta sig og fá blessun skaparans sem stóð þarna mitt á meðal? Ég hugsa það. Það hafa verið mikil forréttindi að hafa verið uppi á þessum tíma þegar Jesús gekk um á jörðinni og fá að ganga með honum og sjá allt sem hann gerði.

 

Það sem er merkilegt líka að skoða er þegar vínið er búið að þá segir móðir Jesú við hann vínið er búið. Hefði hún ekki undir venjulegum kringumstæðum tala við gestgjafann? Eflaust. En það sem ég velti fyrir mér, vissi hún að tími Jesú væri komin þarna á þessum punkti? Sumir hafa túlkað þetta á þann hátt að hún hafi ýtt honum af stað á þessum tíma.

 

En það sem er svo merkilegt við andsvar Jesú. Hann segir ekki hvað varðar þetta þig og mig mamma. Hann segir hvað varðar þetta mig og þig kona. Þarna er eitthvað sem er að breytast. Þetta gæti virkað dónalegt svar til móður hans en þetta var það ekki. Því að það sem hann á við með þessum orðum er að mamma ég elska þig þú ert jarðnesk móðir mín. En núna átt þú ekkert meira tilkall til mín heldur en hinir sem í kringum mig eru. Og þarna er Jesús að opinberast sem sonur Guðs. Það er líka eins og þegar Jesús segir við mömmu sína minn tími er ekki kominn að hann sé að segja ekki ýta mér af stað.

 

Þrátt fyrir þetta svar Jesú segir María móðir hans ákveðin við þjónana gerið það sem hann segir ykkur að gera. Gætu þessi viðbrögð hennar við orðum hans verið að hún sé að segja óbeint, jú sonur minn þinn tími er kominn, það er komin tími til að þú opinberist sem sonur Guðs. Það er komin tími á að þú opinberir hver þú ert og afhverju þú komst í þennan heim. Sumir gætu þa hugsað en já Jesús var fullkominn hann syndgaði alldrei. Rétt er það hann syndgaði alldrei annars hefði fórn hans á krossinum verið ógild. En gæti hann ekki bara hafa verið að reyna móður sína, eða vildi hann að það yrði staðfest að þarna væri tíminn kominn? Það er hægt að velta sér svoldið upp úr þessu enn eitt er þó víst að þarna framkvæmdi Jesú sitt fyrsta kraftaverk. ...

 

Þarna voru sex vatnsker. Talan 6 er tala mannsins og tala ófullkomnleikans. Hún merkir það að Guð skapaði manninn ófullkominn og takmarkaðan og án hans að þá gætum við alldrei fullnægt þörfum okkar. Vatnskerin voru 6 og var hvert þeirra 2-3 mæla.

 

Einn mælir er 39.39 lítar þannig að hvert vatnsker hefur verið um 100 lítrar.  Það sem stóð á þessum kerum er mjög merkilegt að skoða. Qui multa utitur aqua in lavando, multas consequetur in hoc mundo divitias = Sá sem mun þrífa sig mikið með vatni mun öðlast auðlægð eða ríkidæmi í þessum heimi.   

 

Það hafði bara komið vatn í þessi ker og þau voru ætluð til hreinsunar eins og það sem stóð á þeim gaf til kynna. Þarna fara þeir of ná í vatn og fylla á þessi ker og þetta hefur verið um 600 lítar af vatni sem þeir hafa ausið í. Það að vatnskerin voru tóm merkir að maður án Guðs er tómur innan frá. Við leitum oft að lífsfyllingu í hlutum og því sem tilheyrir heiminum en verðum samt alldrei andlega fullnægð, sama hversu mikið við eignumst af hlutum og að peningum. Það er ekki fyrr en við leyfum Guði að koma inn í líf okkar og fylla á kerin sem við verðum andlega fullnægð.

 

Vatnið í Biblíunni er líka táknmynd upp á orð Guðs. Þegar við lesum það að þá hreinsar það okkur að innan og hefur áhirf á huga okkar og hjarta.

Efes 5:26til þess að helga hana með orðinu og hreinsa hana í vatnslauginni.

 Jóh.15.3Þér eruð þegar hrein vegna orðsins sem ég hef talað til yðar

Allir þjónar Guðsríkisins þurftu á þessum tíma að fylla sérstaka vatnspotta með vatni til að þrífa hendur sínar, sem má heimfæra yfir í nútímann þar sem predikarar þurfa að færa fólkinu Orð Guðs. Við sem erindrekar Krists erum ekki frelsarar, en við getum talað út orð Guðs sem hreinsar fólk að innan og leyft því að vinna í fólkinu. Kristur er orðið (logos)  og það er hann sem vinnur kraftaverkið þegar við tölum út hans orð.

 

En aftur að vatnskerunum þarna eru 600 lítar af vatni í hreinsunarkerum og þessi vatnsker höfðu bara verið notuð til þess að hreinsa sig. En þarna er Jesús á meðal þeirra og það segir ekkert til um hvort hann hafi sagt eitthvað til þess að vatnið breyttist. Nærvera hans var svo öflug að það hefur nægt honum að líta bara með augnráðinu einu og vatnið breyttist í vín. Það stendur ekki heldur að Jesús hafi sagt komið með vínið og leyfið mér að smakka það.  Hann sagði þjónunum bara að taka af vatninu og færa fólkinu.

 

Vín er táknmynd upp á gleði í þessu tilviki og fyllingu Heilags Anda. Sumir hafa velt því fyrir sér hvort vínið hafið verið mjög áfengt á þessum tíma. En sögulegar heimildir tala um að vín hafi alldrei verið mjög alkóhólríkt á þessum tíma. En þó líklegast um 1-2 % að styrkleika. En það var til þess að vínið geymdist betur þar sem menn voru ekki með neinar geymslur til að geyma þetta á þessum tíma. Heimildir segja líka að á þessum tíma hafi það oftast verið grape djús sem var drukkinn á þessum tíma og það var kallað vín. En það er allveg vitað að menn urðu drukknir á þessum tíma því að við getum allveg farið til baka í Nóa flóðið þar sem Nói var sá fyrsti sem bruggaði vín og drakk sig drukkinn. En á þessum tíma og í svona brúðkaupshátíðum að þá var vín alldrei sterkt.

 

Þegar Heilagur Andi kemur inn í líf okkar og við fyllumst honum að þá kemur mikil gleði inn í líf okkar. Það er að segja að við öðlumst mikla gleði þegar við fyllumst af Heilögum Anda. Efes.5:18Drekkið ykkur ekki drukkin af víni, það leiðir aðeins til spillingar. Fyllist heldur andanum

 

Þegar fólk hefur fengið að heyra Orð Guðs sem hreinsar það að innan að þá er það tilbúið að taka við kraftaverkinu sem færir þeim gleði.

 

Þá er vatnið hreinsun og vínið fylling Heilags Anda sem færir okkur gleði.

 

Síðan er eitt sem þarf að skoða og það er 10 versið þar sem veislustjórinn kallar á brúðgumann og segir að vanalega er góða vína borið fram fyrst en er menn gerast ölvaðir að þá fá þeir það lakara en þú hefur geymt góða vínið þar til nú.

 

Sú opinberun sem ég hef á þetta er að gamla vínið er Gamli sáttmálinn og nýja vínið er Nýji sáttmálinn. Gamli sáttmálinn var góður og margir frábærir hlutir gerðust. Spámennirnir komu og fóru og fengu að upplifa frábæra hluti. Við þurfum bara að lesa smá í Gamla Testamenntinu (testamennti = sáttmáli) að þá sjáum við margt svo stórkostlegt gerast. Rauðahafið opnast fyrir Ísraelsmönnum, kjúklingum rignir í eyðimörkina (lynghæns) vatn sprettur upp af kletti, exi er látið fljóta upp, smá dropar af olíu breytast i marga lítra af olíu oflr sem gerist. En samt segir að Nýji sáttmálinn er betri.

 

Ég er allveg sammála því að sá sáttmáli sem við eigum í Kristi er miklu betri en sá sem Gyðingarnir fengu á sínum tíma. Nýji sáttmálinn merkir náð.

Náðin kom fyrir Jesú Krist.

 

Með því að kafa aðeins dýpra í orðið og skoða sögulegar heimildir á bakvið það sem gerðist þegar Jesús framkvæmdi sitt fyrsta kraftaverk að þá sjáum við að þetta er ekki bara saga. Heldur er hvert smáatriði úthugsað og nákvæmt. Guð er nákvæmur Guð og hjá honum skipta smáatriðin máli. Og því meira sem maður skoðar Orð Guðs því meira sér maður hversu stórkostlegur Guð hann er og að Orð hans er ókseikult þó svo að menni reyni að sannfæra sig og aðra um eitthvað annað. En Orð Guðs staðfestir sig alltaf sjálft og ver sig sjálft. Ég hef ott heyrt að menni hafi réttlætt það fyrir sér að með því að breyta vatni í vín að þá hafi Jesús verið að segja að það sé allt í lagi að vera drekka sjálfur og vera á fylleríum. Maður verður að gæta sín á því að taka alldrei Orð Guðs úr samhengi og láta það segja eitthvað sem það er ekki að segja. Það þarf alltaf að skoða hlutina í samhengi og spyrja sjálfan sig þeirra spuringa, afhverju var þetta svona og hvaða tilgangur var með því? Maður þarf líka alltaf að reyna komast að því hvað það var sem rithöfundurinn sjálfur meinti með því sem hann skrifaði.


Til umhugsunar... hlýleg orð geta breytt öllu

Dag einn bað kennari nemendur sína um að skrifa nöfn bekkjafélaga sinna á blað.

Þeir áttu að skrifa eitt nafn í hverja línu, og hafa auða línu á milli.

Síðan bað hún nemendur sína, að hugsa það besta um hvern og einn og skrifa það fyrir neðan nafnið.

Þegar nemendurnir fóru úr tíma, skiluðu þau blöðunum til kennarans, sem að fór með þetta heim, og vann lista um hvern og einn nemanda fyrir sig, upp úr blöðunum sem að bekkjarfélagarnir höfðu skrifað.

Síðan fengu nemendurnir þetta í hendurnar daginn eftir.

Þegar þeir lásu þetta urðu þeir hissa á öllu því jákvæða sem bekkjarfélagarnir höfðu skrifað.

Þeir höfðu ekki gert sér grein fyrir að þeir skiptu svona miklu máli.

Kennarinn vissi ekki hve mikið nemendurnir ræddu þetta sín á milli eða við foreldrana, en þetta hafði tilætlaðan árangur.

Nemendurnir urðu ánægðari með sig og aðra í bekknum, þeim leið betur.

Lífið hélt áfram.

Mörgum árum sienna, lést einn nemendanna sem hét Magnús og

Kennarinn ákvað að vera viðstaddur jarðarförina.

Einn vinur hins látna gekk til hennar og spurði hvort hún hefði verið kennarinn hans,

Hann sagði að Magnús hefði talað mikið um hana.  

Foreldrar hins látna komu einnig til hennar og vildu sýna henni svolítið.

Þau höfðu fundið samanbrotið blað í veski Magnúsar og var

það listinn með öllu jákvæðu atriðunum frá bekkjarfélögunum sem kennarinn hafði fengið honum fyrir mörgum árum.

'Þakka þér fyrir að gera þetta,

Því eins og þú sérð þá skipti þetta hann miklu máli' sagði móðir Magnúsar.

Fyrrum bekkjarfélagar tóku undir það og sögðu að þessi listi hefði

Fylgt þeim öllum gegnum lífið og skipt þá mjög miklu máli.

Þetta var eitt af því sem þeim þótti vænst um.

Þegar gamli kennarinn heyrði þetta settist hún niður og grét, bæði syrgði

hún Magnús og svo var hún hrærð yfir því að hafa snert nemendur sína með þessu uppátæki.

Flest okkar hegðum við okkur þannig eins og að við höfum gleymt því að lífið

endar einn góðan veðurdag. Enginn okkar veit hvenær sá dagur verður.

Þess vegna bið ég þig að segja við þá sem þér þykir vænt um hvað þeir séu þér

mikilvægir og eigi sérstakan stað í hjarta þér. Gerðu það oft áður en

það

verður of seint.


predikunin úr Vonarhöfn

 

Girndin

Sigvarður Halldóruson       föst. 14 mars 2008 Vonarhöfn

 

Við heyrum oft predikað um að þegar við höfum gefið Jesú Kristi líf okkar að syndavandamálið er ekki lengur til staðar. Því við höfum verið leyst frá syndinni.

Gal 2:20 ...Ég er krossfestur með Kristi. Sjálfur lifi ég ekki framar, heldur lifir Kristur í mér. Lífinu, sem ég lifi nú hér á jörð, lifi ég í trúnni á Guðs son, sem elskaði mig og lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir mig.

Jesús kristur lifir í okkur og við ekki sjálf framar. En stríðið sem við eigum í dag, er ekki við syndina heldur girndina sem í okkur er. Við könnumst eflaust flest öll við það hvað það er að girnast eitthvað.

2Mós 20:17...Þú skalt ekki girnast hús náunga þíns. Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns, ekki þræl hans eða ambátt, ekki uxa hans eða asna, né nokkuð það, sem náungi þinn á.

Eitt af boðorðunum 10 segja að við eigum ekki að girnast. Við eigum oft í baráttu við girndina, hvort sem það er að girnast mat, eða girnast aðila af gagnstæða kyninu. En hvað er þá til ráða til að losna undan því að vera alltaf að girnast? Hver er lausnin?

Róm 8:5-14

-5- Því að þeir sem láta stjórnast af holdinu, hyggja á það sem holdsins er, en þeir, sem láta stjórnast af andanum, hyggja á það sem andans er. -6- Hyggja holdsins er dauði, en hyggja andans líf og friður. -7- Hyggja holdsins er fjandskapur gegn Guði, með því að hún lýtur ekki lögmáli Guðs, enda getur hún það ekki. -8- Þeir, sem eru holdsins menn, geta ekki þóknast Guði. -9- En þér eruð ekki holdsins menn, heldur andans menn, þar sem andi Guðs býr í yður. En hafi einhver ekki anda Krists, þá er sá ekki hans. -10- Ef Kristur er í yður, þá er líkaminn að sönnu dauður vegna syndarinnar, en andinn veitir líf vegna réttlætisins. -11- Ef andi hans, sem vakti Jesú frá dauðum, býr í yður, þá mun hann, sem vakti Krist frá dauðum, einnig gjöra dauðlega líkami yðar lifandi með anda sínum, sem í yður býr. -12- Þannig erum vér, bræður, í skuld, ekki við holdið að lifa að hætti holdsins. -13- Því að ef þér lifið að hætti holdsins, munuð þér deyja, en ef þér deyðið með andanum gjörðir líkamans, munuð þér lifa. -14- Því að allir þeir, sem leiðast af anda Guðs, þeir eru Guðs börn.

Eina lausin er að fylla sig af Guði, þá verður hreinlega ekki pláss fyrir girnd eða þrá í synd í lífi okkar.

Róm 1:24-26

-24- Þess vegna hefur Guð ofurselt þá fýsnum hjartna þeirra til saurlifnaðar, til þess að þeir svívirtu líkami sína hver með öðrum. -25- Þeir hafa skipt á sannleika Guðs og lyginni og göfgað og dýrkað hið skapaða í stað skaparans, hans sem er blessaður að eilífu. Amen. -26- Þess vegna hefur Guð ofurselt þá svívirðilegum girndum. Bæði hafa konur breytt eðlilegum mökum í óeðlileg,

Það sem Páll á við í þessum versum er að þegar fólk hefur afneitað Guði og þeirri lausn sem hann bíður upp á, að þá taka við aðrar þrár og girndir í lífi okkar, og þar sem menn vilja ekkert með Guð hafa að þá eru það girndir holdsins sem menn sækjast eftir að lifa eftir. Og þegar menn afneita lausninni frá syndinni sem er í Jesú Kristi að þá er enga aðra lausn að fá og menn eru fjötraðir í synd.

Til þess að útskýra þetta aðeins nánar að þá erum við Andi, búum í líkama og erum með sál. Áður en við gáfum Jesú Kristi líf okkar að þá var andin í okkur myrkraður eða sofandi. En þegar Jesús kom inn í líf okkar að þá lifnaði andinn í okkur við. Þá fyrst fór að koma stríð á milli holdsins og andans. Vegna þess að þegar við vorum í heiminum að þá létum við stjórnast af holdsins girndum því við vissum ekki betur. En þar sem við höfum verið lífguð í Jesú Kristi að þá hefur hugsunarháttur okkar breyst.

Líf okkar breytist mishratt en lausnin er alltaf sú að fylla sig af Guði og gefa honum líf sitt sem sáttarfórn á hverjum degi.

Róm 12:1-2

-1- Því brýni ég yður, bræður, að þér, vegna miskunnar Guðs, bjóðið fram sjálfa yður að lifandi, heilagri, Guði þóknanlegri fórn. Það er sönn og rétt guðsdýrkun af yðar hendi. -2- Hegðið yður eigi eftir öld þessari, heldur takið háttaskipti með endurnýjung hugarfarsins, svo að þér fáið að reyna, hver sé vilji Guðs, hið góða, fagra og fullkomna.

Á hverjum degi fáum við nýtt upphaf og nýja byrjun og á hverjum degi höfum við val að hafa daginn í Guðs höndum eða reyna feta okkar eigin leiðir sem virka ekki vel. Biblían segir skýrt að við eigum ekki að vera eins og þeir sem hafa ekki veitt Jesú Kristi viðtöku inn í líf sitt. Við eigum að vera öðruvísi og það er áskorun Guðs til okkar allra að gefast honum allgerlega.

Það að halda í syndir í lífi sínu veit ekki á gott. Ég hef oft reynt að halda sumum hlutum út af fyrir mig í lífi mínu og ekki leyft Guði að fá alla stjórn. En það sem gerðist er að ég beið alltaf ósigur fyrir girndinni og komst voða lítið frá þessum hlutum sem ég vildi stjórna sjálfur. Ég losnaði ekkert frá þeim fyrr en ég gaf Guði allt.

Málið er nefnilega þannig að við höldum svo oft í eitthvað en svo þegar við sleppum tökunum á þessum hlutum að þá skiljum við ekkert í því afhverju við gerðum þetta ekki fyrr.

En góðu fréttirnar eru þær að núna er tækifæri til að gefa Guði allt. Við lifum á þannig vakningartíma að Guð þarfnast einstaklinga sem eru tilbúnir að fara alla leið fyrir hann. Ég veit það að Drottinn ætlar að margfalda mannfjöldan sem er hér. En þráir samt að fá meira af okkur öllum. Því meira sem er af honum því meira gerist.

Fil 2:13...Því að það er Guð, sem verkar í yður bæði að vilja og framkvæma sér til velþóknunar.

Eina þráin eða girndin í okkar lífi á að vera sú að fá meira af Guði. Þá verður ekkert pláss fyrir aðrar þrár í lífum okkar. Okkar himneski Faðir sem við megum allveg kalla pabba þráir að gefa okkur meira og meira..

Drottinn hefur opinberað það fyrir mér að ég sæki oft í girndir til að reyna upplifa viðurkenningu eða ást. En það eina sem við þurfum er ást Föðurins til okkar. Það er það eina sem virkar, að fylla sig af ást Guðs. Vegna þess að þegar við fyllum okkur af ást Guðs að þá hverfur þessi þörf fyrir að vera sækjast eftir viðurkenningu frá mönnum eða þessi leit eftir ást.

Öll sú ást og viðurkenning sem við þurfum, fáum við frá okkar himneska Föður. Jóhannes postuli talar um að fullkomin elska rekur burt allan ótta úr lífi okkar, elska Guðs rekur ekki bara burt allan ótta, heldur líka þrána í syndina. Þess vegna ef við viljum ganga stöðug að þá þurfum við að biðja pabba okkar á himnum að koma og fylla okkar af sinni elsku. Og það er það sem hann ætlar að gera núna og það er að fylla á ykkur sína ást og gefa ykkur meiri opinberun á Föðurást sína til okkar...


Vonarhöfn

Það vill svo til að annað kvöld er ég að fara predika í Vonarhöfn og vil ég hvetja sem flesta til að koma þangað og hlusta. Þetta er hliðina á Bónusvideo í Hafnarfirði og byrjar klukkan 20:00...

 


Skilgreining Biblíuarnar á kærleika

„Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður.  Kærleikurinn öfundar ekki.  Kærleikurinn er ekki raupsamur, hreykir sér ekki upp.  Hann hegðar sér ekki ósæmilega, leitar ekki síns eigin.  Hann reiðist ekki, er ekki langrækinn.  Hann gleðst ekki yfir óréttvísinni, en samgleðst sannleikanum.  Hann breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt.“

1.Kor.13:4-7.

1)   ER LANGLYNDUR - (þolinmóður) heldur út í erfiðleikum.

2)   ER EKKI UPPSTÖKKUR - hann lætur Guði eftir að fást við óréttlætið.

3)   ER VELVILJAÐUR - tillitssamur, reynir að hjálpa, er uppbyggjandi, blessar þegar aðrir bölva, sýnir blíðu.

4)   ÖFUNDAR EKKI - er þakklátur, hleypir öðrum fram fyrir sig.  Gleðst þegar öðrum gengur vel.

5) ER EKKI RAUPSAMUR - (ekki að monta sig) er ekki önnum kafinn við að sýna sig, að ganga í augun á öðrum, þarf ekki alltaf að vera miðpunktur athygli annarra.

 



6)   HREYKIR SÉR EKKI UPP - er auðmjúkur, ekki stoltur, þarf ekki að láta bera á sér.

7)   HEGÐAR SÉR EKKI ÓSÆMILEGA - er kurteis og vingjarnlegur.

8) LEITAR EKKI SÍNS EIGIN - getur lagt eigin áhugamál til hliðar.

9) HANN REIÐIST EKKI - hefur þægilegt skapferli.

10)   ER EKKI LANGRÆKINN - er ekki hefnigjarn, breiðir frekar yfir.

11)   GLEÐST EKKI YFIR ÓRÉTTVÍSI EN SAMGLEÐST SANNLEIKANUM - breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt.

 



Þetta örvar vöxt kærleikans:

Samskipti

Að gefa sig allan

Samúð

Fyrirgefning

Heiðarleiki

Viðurkenning

Áreiðanleiki

Kímnigáfa

Rómantík og kynlíf

Þolinmæði

Frelsi

 



Þetta gerir út af við kærleikann:

Samskiptaleysi

Eigingirni

Engin fyrirgefning

Afbrýðisemi

Vantraust

Fullkomnunarárátta

Ósveigjanleiki, að vilja ekki breyta neinu

Skilningsleysi

Virðingarleysi

Skeytingarleysi

 



Að elska er að. . . .

- gefa.

- hlæja.

- halda barninu í þér lifandi og leyfa því að leika sér.

- hlusta - þú lærir ekkert af því að hlusta á sjálfan þig tala.

- virða samskipti hins við aðra en þig.

- virða sjálfan þig.  Þeir einu sem kunna að meta gólfmottu eru þeir sem eru í skítugum skóm.  Fyrir Guði eru allir jafn dýrmætir.

- girða ekki hvort annað af.  Það getur ekkert vaxið í skugganum.

- taka sjálfan sig ekki svo alvarlega, en hinn aðilann alltaf.

- gera annarra vandamál ekki að þínum eigin.  Það gerir lausn þeirra aðeins tvöfalt erfiðari.


Góður brandari

Í heimsókn sinni á geðveikrahælið spurði einn gesturinn deildarstjórann
hvaða aðferð læknarnir beittu til að ákvarða hvort leggja ætti sjúkling
inn á hælið eður ei.

,,Sko," sagði deildarstjórinn, ,,við fyllum baðkar af vatni. Svo bjóðum
við sjúklingnum teskeið, tebolla eða fötu til að tæma baðkarið."

,,Aaa, ég skil," sagði gesturinn, ,,heilbrigð manneskja mundi þá velja
fötuna, þar sem hún er stærri en teskeiðin og tebollinn og auðveldast að
tæma baðkarið þannig!"

,Nei," sagði deildarstjórinn, ,,heilbrigð manneskja mundi taka tappann úr.

Má bjóða þér herbergi á deild 33 með eða án glugga?

Smá úr Rómverjarbréfinu

 

Róm 1:24-24

-24- Þess vegna hefur Guð ofurselt þá fýsnum hjartna þeirra til saurlifnaðar, til þess að þeir svívirtu líkami sína hver með öðrum.

Róm 1:26-27

-26- Þess vegna hefur Guð ofurselt þá svívirðilegum girndum. Bæði hafa konur breytt eðlilegum mökum í óeðlileg, -27- og eins hafa líka karlar hætt eðlilegum mökum við konur og brunnið í losta hver til annars, karlmenn frömdu skömm með karlmönnum og tóku út á sjálfum sér makleg málagjöld villu sinnar.

 

Þar sem ég sat á Biblíulestri um daginn að þá vildu sumir meina það að þessi vers þýddu það, að Guð hefði sett þessa synd inn í fólkið. Mér fannst það ekki alllveg passa þar sem Jesús kom til að leysa okkur frá syndinni. Ef þetta þýddi það sem fólkið vildi meina að þá væri Guð ekki samkvæmur sjálfum sér. Þannig að ég mótmælti þessu og sagði að Guð setti ekki neina synd inn í lífið okkar, heldur leyfði þessu að koma ef við vildum ekki iðrast.

Síðan þegar ég fór að skoða þetta betur og lesa útskýringarbækur sem töluðu um þessi vers að þá er sagt að það sem þetta þýðir að það er þráin í okkur eða girndin. Þegar menn vilja ekki iðrast og hætta að þrá líferni sem krefst hreinleika og engin þrá er til Guðs að þá koma aðrar þrár inn í líf okkar eins og girndin í kynferðislega hluti oflr. Menn vildu á þessun  tíma líkt og í dag, eltast við sínar eigin girndir í stað þess að hlíða Guði. Þessi útskýring segir mikið til um að það að líf án Guðs bíður bara upp á meiri synd og fjötra en ekki frelsi. Menn hafa oft ætlað að gera hlutina sjálfir án Guðs. En hvernig enda þeir? Flest allir í tómri vitleysu.


hugleiðing dagsins

Eftir að hafa lesið viðauka bók við Danílelsbók í Biblíunni að þá sá maður nokkur svör sem manni vantaði við nokkrar spurningar úr Danílesbók. Í fyrsta lagi að þá spáði maður oft í dæminu með eldsofninn. Þeir voru 3 sem var varpað inn í ofninn en það sást samt í 4 í ofninum. Áður fyrr hélt maður að það hefði verið Jesú sjálfur sem var með þeim. En þegar ég las viðaukann að þá sá ég að það var engill Drottins sem stóð þarna frá þeim og hélt eldinum frá þeim svo þeim varð ekkert meint af. Það sem ég sá líka voru 3 atriði sem sýndu visku Daníels.

Fyrsta atriðið er dæmi um Súsönnu. Hún átti mann er hét Jóakim og var vellauðugur maður og vel metin af þeim sem lifðu þarna á þessum tíma. En á þessum tíma voru 2 öldungar settir sem dómarar. Þá kom upp mál að þeir höfðu verið að njósna um Súsönnu og girndust hana báðir svo mikið að það olli þeim þráhyggju. Þeir tóku sig saman og sátu fyrir henni er hún fór í hallargarðinn og földu sig. Þeir biðu þar til hún senti 2 aðstoðarmeyjar að ná í eitthvað fyrir hana. þegar þær fóru að þá stukku þeir fram og báðu hana að leggjast með sér eða þeir myndu ljúga upp á hana og láta dæma hana til dauða. Hún sagðist ekki vilja syndga gegn Drottni og varð fyrir því að vera dregin fyrir rétt og ranglega dæmd til dauða. En þá slæst Daníel í leikinn og yfirheyrir þá í sitthvoru lagi og þar kom hann upp um þá, þannig að hún varð sýknuð og dómararinir dæmdir sekir.

Hin atriðin tvö eru gagnvart skurðgoðadýrkun sem áttu sér stað á þessum tíma. Á hverjum degi voru settar fórnir fyrir framan Bal og menn héldu að Bal væri Guð. En þegar Danílel er spurður afhverju hann tilbiður ekki Bal með þeim að  þá sagðist hann aðeins tilbiðja lifandi Guð. En það sem hafði gerst með fórnirnar að Bal prestarnir höfðu ásamt fjölskildum sínum tekið matinn og farið með hann í gegnum leynigöng sem þeir höfðu útbúið. Daníel fór með konungi og innsigluðu svo salinn þannig að enginn kæmist inn í hann en stráði svo ösku yfir gólfið. Daginn eftir þegar þeir koma segir konungur að Bal sé nú lifandi Guð þar sem innsiglin voru enn á sínum stað og fórnin horfin. En Daníel hló og benti honum á að það væru fótspor í öskunni , bæði eftir prestana, konur þeirra og börn og svo komu þeir upp um leynigöng þeirra og prestarnir voru teknir af lífi.

seinna dæmið er með dreka sem menn tilbáðu en Daníel tókst að drepa drekann og mixaði eitthvað smá stöff sem hann gaf drekanum sem varð til þess að drekinn sprakk. Menn urðu ekkert sáttir við það sem Danílel hafði gert og spurðu Babílóníu konung hvort hann væri orðinn Gyðingur eftir þetta allt saman. Síðan kom að því að Danílel var varpað í ljónagryfjuna.

Ljónin voru 7 það var vani að færa þeim 2 menn og 2 sauði hvern dag. En til þess að þau ætu örugglega Daníel að þá fengu þau bara hann í 6 daga. En menn vita söguna að Danílel varð ekkert meint af þessu. En það sem kemur skemmtilega inn í er að Habakkuk spámaður var uppi á þessum tímum og flutti engill hann með því að hífa hann á hárinu og færa hann þangað sem Danílel var og færa honum nesti þar sem Danílel var í ljónagryfjunni. Danílel varð þakklátur fyrir það að Guð hefði minnst sín þegar hann fékk nestið.

Það sem er gaman af því að lesa apókrófíbækurnar að þótt þær séu ekki viðurkenndar sem hluti af Biblíunni að þá hafa þær sögulegar staðreyndir í sér sem má ekki skilja eftir útundan.  Þannig að ég mæli með því að menn lesi þær út frá því sjónarhorni að þær hafi sögulegt gildi...


Guð kemur alldrei of seint...

Svona til að gefa smá innsýn inn það að Guð kemur alldrei of seint að þá dettur mér í hug frásagan um Lasarus. Jesús fékk boð um að hann væri mjög veikur eða dauðvona. Samt flýtti Jesús sér ekkert að fara á staðinn þar sem Lasarus bjó. Þegar Jesús kom á staðinn að þá vissi hann að Lasarus hafði verið dáinn í 4 daga. Kannski er það þannig í okkar mannlega skilningi að ef við hefðum verið á staðnum að þá hefði okkur fundist hann vera alltof seinn.

Marta systir Lasarusar fór beint til Jesú og sagði ef þú hefðir verið hér þá væri hann ekki dáinn. Síðan þegar Jesús fer að segja henni að hann ætli að reysa Lasarus upp, að þá misskilur hún hann og heldur að hann sé að tala um upprisuna. Þá svarar Jesús henni með þessum orðum Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyji. Og hver sem lifir og trúir á mig mun alldrei að eilífu deyja. Trúir þú þessu?

Síðan segir Jesús þeim að velta frá steininum og kallar á Lasarus. Lasarus komdu út... Þótt að Lasarus hafi verið búin að vera dáinn í 4 daga að þá kallaði skaparinn sem opinberar sig sem Ég er í Jesú á sköpun sína og endurlífgar hana. Allir þeir sem þetta sáu undruðust og tóku trú og vegsömuðu Guð.

Er það ekki oft þannig að við höldum oft að Guð sé að gleyma okkur eða sé of seinn? En svo er ekki, Guð kemur alldrei of seint.

Ég man eftir myndbandi sem ég sá. Þar var predikari sem lést í bílslysi og hafði legið í nokkra daga í líkhúsinu og vond lykt komin af honum. En konan hans mundi þá eftir fyrirheiti frá Guði með líf hans og var ekki á því að þótt að staðan væri þannig að maður henni væri látinn að líf hans á jörðinni væri búið. Við gætum eflaust hugsað þannig að fyrst Guð hafði fyrirheiti með líf hans var hann þá ekki of seinn að bjarga honum úr bílslysinu eða bjarga honum frá því? Svarið er nei.. Guð kom ekki of seint..

Það sem konan gerði er að hún fór með líkið af manni sínum á samkomu hjá Reinard Bonkie og þar til hliðar í bænaherbergi var beðið fyrir honum til lífs. Maðurinn hafði líkt og Lasarus verið dáinn í nokkra daga, ég er ekki allveg með það á hreinu hvort að þessi maður hafði verið dáinn í 3 eða 4 daga. Guð reysti hann upp.

Finnst þér Guð koma stundum of seint fyrir þig? Guð getur breytt öllu.. hann er ekki háður tíma eða aðstæðum hann getur gert það sem hann vill. Jesús sagði allt vald er mér gefið á himni og jörðu. Hvað er þá mikið vald eftir handa djöflinum? ekki neitt... þetta segir okkur það að þótt aðstæður virðast vonlausar að þá getur Guð eða Ég er eins og hann opinberar sig breytt þínum kringumstæðum sama hversu vonlausar þær virðast vera...


Sviksamleg ráð...

Það er ýmis ráð þegar kemur að því að öðlast völd. Þegar maður hugsar til baka í sögu mannkynsins að þá hafa menn beitt ýmsum ráðum til að ná völdum og steypa mönnum af stólum. Meira segja finnur maður slíkt dæmi í Biblíunni.

Davíð Konungur þurfti að kljást við sinn eigin son í þessum efnum. Absalon sonur hans notaði sviksamleg ráð til að reyna steypa föður sínum Davíð af stóli. Þetta var mjög lúmsk og úthugsuð aðferð sem hann notaði. Hann gekk út við hlið Jerúsalem borgar og á vegin þar sem var að konungushöllinni. Hann gekk í veg fyrir fólkið og sagði ég vildi óska að ég væri konungur þá fenguð þið greitt úr ykkar málum. Hann rétti síðan faðm sinn út á móti fólkinu og vann það þannig á sitt band. Hann kom af stað lygum að Davíð faðir hans myndi ekki hjálpa þeim en ef hann sjálfur yrði konungur að þá fengju þau úrlausn sinna mála.

Absalon náði að reka faðir sinn tímabundið í burt en Davíð náði sæti sínu aftur eftir stutta stund. Hversu oft sjáum við ekki fólk beita óheiðarlegum aðferðum til að eignast völd. En fyrir mér að þá er það ekkert gleðiefni að vera við einhver völd. Þetta er vandmeðfarið og ekki fyrir hvern mann að gera.

En menn eiga að forðast að falla í 3 klær, og það eru klær valda, klær peninga og hitt kynið... oftast eru það karlmennirnir sem eru að falla í þá gryfju að hrasa gagnvart konum. En merkilegt er að þegar menn falla í þessar girndir að þá fá þeir alldrei nóg og vilja alltaf meir.. menn sem eignast mikið af aurum fá alldrei nóg og vilja alltaf meira, menn sem öðlast völd, fá heldur alldrei nóg og vilja alltaf meir... girndin fær alldrei nóg...

þess vegna er bara betra að vera sáttur við sitt... Þó svo að fólk beiti ýmsum sviksamlegum ráðum til að koma mönnum fyrir kattanef að þá er alltaf best að halda sínu striki. Ef þú öðlast velgengni og þér gengur allt í hagin að þá máttu bóka það, að það eru alltaf einhverjar manneskjur sem öfunda þig og eru tilbúin að beit þig svikum til að ná sínu fram...

En að lokum svikult getur mannshjartað verið...


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband