Ljóð - Iðrun

Ég iðrast fyrir syndir mínar.

Ég iðrast fyrir allt sem ég hef gert,

Bæði meðvitað og ómeðvitað.

Hvort sem það hefur verið í verki eða orðum.

Ég iðrast fyrir að leyfa öðrum hlutum,

Að halda mér frá þér.

Ég iðrast fyrir allt sem ég hef tekið fram yfir þig.

Ég iðrast fyrir hvert skipti,

Sem ég hef farið í málamiðlanir,

Með vilja þinn og orð þitt.

Ég iðrast fyrir sérhverja óhlýðni.

Ég iðrast fyrir að hafa ekki sagt,

Fleyrrum frá þér.

Ég iðrast fyrir að hafa ekki ,

Tekið stöðu mína eins og ég ætti að gera.

Ég iðrast fyrir hvert skipti,

Sem ég hef sagt ósatt.

Ég iðrast fyrir allt sem ,

Ég hef tekið ófrjálsri hendi.

Ég iðrast fyrir að hafa óhlýðnast,

Með yfirvald í bæn og ekki

Fylgt leiðsögn þinni.

Ég iðrast fyrir að hafa trúað,

Lyginni sem var töluð yfir mig,

Sem barn. Og ekki meðtekið sannleika,

Þinn um sjálfan mig.

Ég iðrast fyrir hvert skipti sem ég hef

Haft þig að háði, eða orðið þér til skammar.

Ég iðrast fyrir að gefa þér ekki allt.

Ég iðrast fyrir sjálfselsku mína og eigingirni.

Ég iðrast fyrir að leita að ást á röngum stöðum.

Ég iðrast fyrir að stofna til óguðlegra sambanda.

Ég iðrast fyrir að hafa leyft syndinni að grasera innra með mér.

Ég iðrast fyrir allt í lífi mínu sem er ekki frá þér.

Ég iðrast fyrir að elska ekki sjálfan mig nóg.

Ég iðrast fyrir slæma framkomu ganvart,

Sjálfum mér og öðrum.

Ég iðrast fyrir alla undanlátssemi og stjórnsemi.

Ég iðrast fyrir að hafa meitt aðra með orðum mínum.

Ég iðrast fyrir öll særindi sem ég hef valdið öðrum.

Ég iðrast fyrir hvert skipti sem ég hef valdið öðrum vonbrigði.

Ég iðrast fyrir að bera ekki virðingu fyrir sjálfum mér og öðrum.

Ég iðrast fyrir hvert skipti sem ég hef ekki treyst þér.

Ég iðrast fyrir allt sem ég hef látið ná stjórn á lífi mínu.

Ég iðrast fyrir allar fíknir sem ég hef hleypt inn í líf mitt.

Ég iðrast fyrir að hafa einangrað hjarta mitt.

Ég iðrast fyrir að hafa látið særindi stjórna hegðun minni.

Ég iðrast fyrir að hafa samþykkt þunglyndi inn í líf mitt.

Ég iðrast fyrir hvert skipti sem ég eitthvað rangt í þinn garð.

Ég iðrast fyrir hvert skipti sem ég hef tekið þátt í,

Baktali, slúðri og lygum um aðra.

Ég iðrast fyrir að hafa látið reiði stjórna mér.

Ég iðrast fyrir allt stjórnleysi sem ég hef hleypt að mér.

Ég iðrast fyrir að hafa vanrækt sjálfan mig.

Ég iðrast fyrir allar rangar ákvarðanir sem ég hef tekið.

Ég iðrast fyrir alla synd sem var í lífi mínu og vill komast að .


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband