Ljóð - Ferðalag
9.6.2019 | 13:57
Ferðalag
Sigvarður 9 Júní 2019
Ég er á andlegu ferðalagi,
á ferðalagi að verða eins og Jesú.
Ég á langt í land.
En stefna mín er tekin í þá átt.
Að vilja verða eins og þú Jesús,
gefur mér tilgang og stefnu í lífinu.
Þú sýndir okkur gott fordæmi,
hvað það er að vera sonur/dóttir Guðs.
Þú sagðir að við gætum gert sömu verk og þú.
Ég trúi því sem þú sagðir og geng út á það.
Ég reyni að muna í öllum aðstæðum,
hvað myndi Jesús gera.
Myndir þú hafna einhverjum ?
Eða standa í vegi fyrir því að börnin,
fái að upplifa þína elsku ?
Nei þú elskar alla jafnt.
Allir hafa jafna möguleika á að gera það,
sama og þú gerðir.
Þú tekur þau sem ekkert eru,
í augum heimsins og gerir þau að stórmennum.
Þú elskar brotin hjörtu,
þú læknar þau og gerir þau heil.
Einn dag í einu að átt til eilífðarinnar.
Að fara í gegnum lífið án þín,
er eins og fara á bát með engan áttavita,
vita ekkert hvert á að fara.
Án þín er engin stefna.
Einn dagur í einu, hefur orðið að mörgum.
Hver dagur með þér er ævintýri.
Ný verkefni bíða mín hvern dag.
Þú bíður mér að horfast í augu við sjálfan mig.
Gefur mér hugrekki til að yfirstíga erfiða hluti.
Gefur mér náð til að vera sonur.
Ferð með mér á staði til að vera ljós fyrir þig.
Ferð með mér í gegnum daginn.
Eins og Davíð ritaði forðum,
leiðir mig að vötnum,
þar sem ég má næðist njóta.
Þú ert með mér sérhvert skref.
Þegar ég fer út í sjoppu að kaupa kók og pyslu,
þá ert þú mættur á svæðið og allt getur gerst.
Þar sem ég fer, þar ert þú.
Þú sérð það sem býr í hjarta mínu.
Þú veist hvað ég hugsa.
Þú gafst mér þitt hugarfar,
skiptir út því gamla.
Orð þín móta mig og gefa mér leiðsögn.
Andinn Heilagi er með mér.
Segir mér stundum leyndarmál
og upplýsir sálarsjón mína.
Sýnir mér hversu miskunnsamur og góður þú ert.
Sýnir mér fólk til að biðja fyrir.
Sýnir mér vilja þinn fyrir land mitt.
Þú gafst mér smurningu Jósúa til að taka þetta land.
Til að fella risa og hjálpa öðrum að komast yfir,
í fyrirheitna landið.
Þú gafst mér hugrekki til að vinna þau verk,
sem þú hefur falið mér.
Þú sýnir mér mikið traust,
og gefur mér ábyrgð.
Ábyrgð að sjá þetta land breytast.
Svo vilji þinn verði á jörðu,
eins og hann er á himnum.
Komi ríki þitt yfir Ísland,
eins og það er á Himnum.
Verði vilji þinn yfir Íslandi,
eins og hann er á Himnum.
Komi eldur þinn yfir Ísland,
og brenni burt það sem er ekki þér þóknanlegt.
Komi kraftur þinn yfir börnin þín.
Til þess að þau geti unnið þau verk sem þú hefur falið þeim.
Fyrirgef þjóð minni fyrir syndir þeirra.
Fyrir að vanhelga landið skurðgoðum.
Fyrirgef þjóð minni fyrir að velja lygina í stað sannleikans.
Fyrirgef þjóð minni að leita til annara guða en þín.
Fyrirgef yfirvaldi þessa lands, fyrir rangar ákvarðanir,
og lagasetningar sem eru andstæðar þínum vilja.
Ó mætti þessi þjóð snúa sér til þín,
frá sínum vondu vegum.
Og koma í ferðlag með þér Jesús.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.