Er skoðanafrelsi á Íslandi ?

Stundum spyr maður sig hvert er þetta þjóðfélag eiginlega að fara, þegar maður sér allt sem gengur á í fjölmiðlum og opinberum vettvangi.

Máttu hafa þína eigin skoðun ? Tökum sem dæmi feministar sem fara offörum í að aflífa menn á opinberum vettvangi, og taka þar með lögin í sínar hendur. Þær úthrópa suma og heimta svo virðingu í staðinn. Það er munur á jafnrétti kynjanna og sýna hatur gegn gagnstæðu kyni. Hvorn megin sem það er. Ég styð jafnrétti og baráttumál sem snúa að því. En þegar það kemur af því að aflífa fólk á opinberum vettvangi án dóms og laga. Að þá er manni nóg boðið.

En áfram með þá spurningu, megum við hafa okkar eigin skoðun ? Sum málefni valda því að fólki verður heitt í hamsi og hikar ekki við að vera með fúkyrði og dónaskap bakvið lyklaborðið. Hvað varð um málefnalegar skoðanir ? Er Ísland virkilega orðið þannig að ef við erum ekki sammála öðrum að þá erum við fífl og fávitar ? 

Hvað með málið sem kom upp um veitingastaðinn vefjuna ? Annar eigandinn setur inn video sem fer yfir öll mörk og biðst svo afsökunar og tekur orð sín til baka. Gefur það allmenningi rétt til að ráðast á börnin hans og barnsmóðir og eyðileggja fyrir fyrirtækinu þeirra ? Er ekkert heilagt lengur fyrir fólki ?

Hvað þá með only fans síðurnar þar sem stelpur selja aðgang að sér á rafrænan hátt gegn gjaldi Sumar eru með listrænar myndir og sýna eingöngu bikini myndir meðan aðrar framleiða klám. Samkvæmt lögum að þá er klám ólöglegt á Íslandi. En fólk hefur misjafnar skoðanir á því málefni. Er þá allt orðið í lagi í dag í nafni frelsisins ? Persónulega dæmi ég ekki fólk fyrir að vera á þessu. Þetta er jú þeirra val. En ef lögin munu banna þessar síður og beita refsingu, að þá eru margar þessara stúlkna í vanda staddar. Þar sem þær nota þetta sem tekjulind. En getur löggjafavaldið gert eitthvað í þessu í raun og veru ? En það virðist vera í tísku í dag að setja allt á netið. En staðreyndin er sú, að það sem fer einu sinni á netið fer alldrei þaðan út. Það munu alltaf vera eitthverjir sem virða ekki óskir þeirra einstklinga sem hafa þessar síður sem tekjulindir og dreyfa þeim út um allt...

Hvað með hatur gagnvart þjóðum eins og Ísrael ? Ég las statusa þar sem fólk deildi þeirri skoðun sín á milli að það ætti að myrða þá. En á þjóð sem fær á sig þúsundir spregna á nokkrum dögum að þegja og láta þetta yfir sig ganga. Af því að margir Íslendingar segja það ? Hvað með sprengjur sem fóru inn í íbúðarhúsnæði þar og drápu lítil börn ? Er það allt í lagi. Er fólk ennþá svona blint að það trúir öllu ruglinu sem það sér í einhliða fréttaflutningum á Íslandi ? Palenstína er svona eins og systkyni sem slær bróðir sinn og fær högg til baka og fer svo og klagar fyrir að vera slegin. Þetta er leikur sem er búin að vera í gangi í fjölmiðlum í langan tíma. Ef þú dirfist til að vera ósammála þeim sem tala gegn Ísrael að þá átt þú heima á geðdeild, eða það er eitthvað að þér.

Hvað með facebook ? Fólk sendir þar skilaboð og segir, ég ætla að henda þér út af facebook af því að þessi er vinur þinn eða þú ýttir á læk á eitthvað sem þau eru þér ósammála þér með ? Er fólk orðið virkilega svona lasið að það má ekki ræða hlutina málefnalega lengur og vera ósammála. 

Mér er nákvæmlega sama hvað öðrum finnst um mig og hvaða skoðun þau hafa. Ég mun ekki henda þeim af facebook eða útiloka þau fyrir að hafa skoðun. En það eru vissulega mörk fyrir því hvernig hlutunum er komið frá sér.

Ég úthrópa ekki skoðunum mínum í þeim tilgangi að meyða aðra eða skaða. Stundum er betra að þegja en að segja það sem maður sér svo eftir seinna.

Besta viskan sem ég hef lært um þetta allt saman er: Að það hvernig ég tala við og um aðra lýsir mér best sem persónu og hvar ég er staddur þá stund. Vissulega getum við átt misjafna daga og verið mis upplögð og gert mistök. En við lærum af þeim og reynum að gera betur næst.

Hvað með aðfarir á netinu gegn fólki sem hefur verið sakað um eitthvað eða dæmt fyrir eitthvað ? Á það fólk ekki fá tækifæri til að bæta sig sem persónur af því að eitthverjar bitrar persónur hata þau. 

Jesús tæklaði þetta málefni á einfaldan og góðan hátt þegar það átti að grýta konu fyrir hórdóm sem þýðir framhjáhald. Kastið fyrstir steini þið sem syndlaus eruð. Allir fóru í burtu. En greinilega er það í tísku í dag að kasta steinum úr glerhúsum.

Vissulega þarf margt í þjóðfélaginu að fara betur. En það gefur okkur ekki leyfi að dæma aðra eða eyðileggja líf þeirra, af því að eitthverjar sögusagnir eru um að þau áttu að hafa gert eitthvað. Dómstólar og löggjafavald hafa það hlutverk til að tækla þá hluti. Það er alldrei í lagi að brjóta á öðrum sama hvaða mynd það birtist í.

Viljum við að okkur sé sýnd virðing. Að þá er ágætis æfing að æfa sig í að sýna öðrum virðingu. Hvað sem við viljum að aðrir gjöri okkur, að það skulum við og þeim gjöra. Viljum við að fólk sé kurteist við okkur ? Að þá sýnum við öðrum kurteisi. Viljum við að okkur séu fyrirgefin okkar mistök? Er það þá ekki góð æfing í að æfa sig að fyrirgefa öðrum. Og munum að fyrirgefning er ekki sama sem samþykki fyrir því sem var gert rangt. Fyrirgefning er besta leiðin til að lifa frjáls í breiskum heimi fullum af ófullkomnu fólki.

En niðurstaða mín er sú að það ríkir ekki skoðanafrelsi á Íslandi. Ég ætla að minnsta kosti að vera frjáls einstaklingur og hafa mínar skoðanir. Ég ætla líka að halda áfram að virða annara manna skoðanir og lífsval þó ég sé ekki samammála því. Frjáls vilji var okkur öllum gefin til að velja og hafna. Ég vel að virða annað fólk og dæma ekki. En hvert þitt val er sem lest þetta, er þitt. Þú þarft ekki að vera sammála neinu sem ég segi. Og ég þarf ekki heldur að vera sammála þér. Það gerir hvorugt eða hvorugan okkar að fíflum eða fávitum. Það gerir okkur eingöngu að einstaklingum sem sjáum hlutina út frá öðru sjónarhorni.

Lífsviðhorf og skoðanir geta breyst með tímanum. Ég hafði fordóma á ákveðnum hlutum en með því að hlusta og læra að þá hurfu fordómarnir. Fordómar eru sagðir koma vegna þekkingarleysis eða fáfræði. Ég er ekki allveg sammála þeirri skilgreiningu. Ég hugsa að að fordómar komi vegna skorts á umburðarlyndi og stjórnsemi. Af því að aðrir eru ekki eins og við viljum hafa þau. Að þá eru þau svona og hinsegin.

Virðing er það sem mætti koma meira inn í okkar menningu. Og þá ekki eingöngu gagnvart því sem hentar okkur. Heldur að öllum sviðum lífssins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loncexter

Ef ákveðin fuglategund kæmi til íslands og færi að herja á íslenska svani eða dúfur, yrði eitthvað gert í því að koma þessari fuglategund úr landi. En ef þessi fuglategund væri ákveðin kynþáttur manna frá heitu og fjarlægu landi, mætti ekkert segja eða gera.

Það er betra að láta skaðann ganga yfir þjóðina, heldur en að vera með ,,rasisma"

Loncexter, 17.5.2021 kl. 17:16

2 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

Islendingar eru svo meðvirkir að þeir halda að þeir séu að gera gott með því að hleypa of mörgum inn í landið. Og lögjafavaldið stendur fyrir því að vera smeikir við allar mafíurnar sem komnar eru til landsins. Allt í boði frelsins og heimskunar hjá vinstri flokkum landsins. En við eigum alls ekki að vera hrædd við að tjá okkur af ótta við áliti eða dómi frá öðrum. Fólk má bregðast við eins og það vill. Það er betra að fá nokkur skítköst en að gefa eftir af sannfæringu sinni og skoðun og lifa svo í eftirsjá. En hvað fuglana varðar að þá hugsa ég að þeim yrði útrýmt og ekki allveg sambærilegt að bera saman fólk og fugla. Mikið af fólki sem kemur til landsins kemur úr skelfilegum aðstæðum. Og vill fá tækifæri til að lifa allmennilegu lífi í öryggi. En Íslendingar hafa gefa alltof mikið eftir við múslima oflr. Eins og að taka kristinfræði úr skólum og eru farin að troða jóga inn á leikskólana. Jóga á uppruna sinn í djöfladýrkun og hindúisma sem er djöflatrú líka. Við eigum alls ekki að láta valta yfir okkur af frekju ...

Sigvarður Hans Ísleifsson, 22.5.2021 kl. 19:25

3 identicon

Í nafni frjálshyggjunnar er íhaldið bannað. Spurðu bara fólkið sem setti brjóst á Jesú í fyrra.

Anna (IP-tala skráð) 23.5.2021 kl. 00:05

4 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

Það var nú bara þjóðkirkjan sem gerði það, það er allveg vitað að hún seldi sálu sína fyrir vinsældir fyrir ákveðnum árum síðan.

Sigvarður Hans Ísleifsson, 23.5.2021 kl. 09:15

5 Smámynd: Loncexter

Fólkið sem setti brjóst á Jesu hefur undanfarið verið hjá lýtalæknum að láta fjarlægja dularfullar vörtur á einkennilegum stöðum. Vonandi læra þeir einhverja lexíu af því ?

Loncexter, 23.5.2021 kl. 09:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband