Hvað er að vera undir Náð Guðs?

 

Hvað er að vera undir Náð Guðs?

Sigvarður Halldóruson

Orðið náð kemur af grísku orði sem er charis, charis kemur 170 sinnum fyrir í NT

Orðið sjálft þýðir Gjöf

Í GT var orðið Náð notað þegar Guð var nálægur og þýddi nálægð Guðs.

Í dag hefur orðið gjöf mikla og mikilvæga þýðingu fyrir okkur. Því að fyrsta skrefið til að komast undir Náð Guðs er að iðrast synda sinna sem þýðir að snúa sér frá syndinni og að Guði. Síðan er annað skrefið að skýrast og staðfesta trúnna að við ætlum að fylgja Jesú Kristi.

Þegar við höfum tekið skírn þá lofar Guð okkur því að gefa okkur Heilagan Anda að gjöf. Guð sjálfur tekur sér bústað í hjarta okkar.

Náð þýðir gjöf eins og ég nefndi áðan. Inn í orðinu gjöf getum við nefnd 4 hluti. 1) Óverðskulduð fyrirgefning Guðs til okkar. 2) Kraftur Guðs til okkar. 3) Kærleikur Guðs til okkar (gæska). 4) Eilíft líf.

Áður en ég útskýri þessa 4 hluti þá er fernt enn sem er innifalið því að vera undir Náð Guðs. Fyrsta orðið er auðmýkt. Jesús sýndi okkur hvað það er að vera auðmjúkur. Að vera auðmjúkur er andstæðan við að vera hrokafullur og fellst meðal annars í því að lýta alldrei stórt á sig og hafa fúsleika til að gera hvað sem er fyrir Guð.

Annað orðið er réttlæti, af því að við höfum meðtekið Jesú Krist sem Drottinn okkar og frelsara þá hefur hann tekið á sig allt okkar ranglæti og gefið okkur sitt réttlæti. Þetta þýðir það að allt það sem þú hefur gert af þér er afmáð og ekki framar til. Ef einhver ætlar að benda þér á fortíðina þína þá bendurðu þeim aðila á tala við Jesú áður en hann eða hún reynir að dæma þig. Því Jesús greiddi gjaldið af þínum misgjörðum og það hefur enginn leyfi til að minna þig á misgjörðir þínar. Síðan hefur verið sagt, ef óvinurinn minnir þig á fortíð þína, minn þú þá hann á framtíð hansJ

Þriðja orðið er náðargjafir. Þegar við höfum meðtekið Heilagan Anda inn í líf okkar þá höfum við ekki bara öðlast nýjan kraft. Heldur hefur Drottinn svo miklu meira fyrir okkur. Biblían hvetur okkur að sækjast eftir náðrgjöfum Heilags Anda.

Fjórða orðið er blessun, þegar við göngum í hlýðni við orð Guðs þá erum við blessuð. Það er blessun að fylgja Jesú og gera hans vilja sem Heilagur Andi gefur okkur kraftinn til að gera. Biblían sýnir okkur það út í gegn þegar lýður hans gerði það sem rétt var í hans augum þá vegnaði þeim vel, en þegar þeir gerðu það sem íllt var þá vék blessun hans frá þeim. Þegar við meðtökum Jesú krist sem Drottinn okkar og frelsara, þá höfum við fengið hlutdeild í blessun Abrahams og við erum blessuð þegar við erum í Jesú Kristi . Þannig að það er blessun að hlýða Guði og gera hans vilja.

En aftur að orðinu Náð eða gjöf.

  • 1. Fyrirgefning... Gamli sáttmálinn talar um að hylja yfir syndir, en nýji sáttmálinn talar um að afmá syndina. En þegar fyrirgefningin snýr að okkur mönnunum þá þýðir það að gleyma. Af því að Jesús einn hefur vald til að afmá syndir, þess vegna getum við bara gleymt en hann afmáir.

Þegar við játum syndir okkar þá  eigum við fullvissu um að okkur sér fyrirgefið.

1.Jóh. 1:9  Ef vér játum syndir vorar, þá er hann trúr og réttlátur, svo að hann fyrirgefur oss syndirnar og hreinsar oss af öllu ranglæti.

 

•2.       Kraftur Guðs til okkar: Post 1:8

En þér munuð öðlast kraft, er heilagur andi kemur yfir yður, og þér munuð verða vottar mínir í Jerúsalem og allri Júdeu, í Samaríu og allt til endimarka jarðarinnar.

Þetta snýst um að meðtaka Heilagan Anda inn í líf sitt og fá kraftinn frá honum.

2Kor 4:7 En þennan fjársjóð höfum vér í leirkerum, til þess að ofurmagn kraftarins sé Guðs, en ekki frá oss.

Það sem við verðum að átta okkur á er að krafturinn er alltaf Guðs. Þetta er eins og þegar við förum í fyrirbæn, þá erum það ekki við sjálf í okkar eigin mætti sem erum svona kröftug, það er Jesús sem er kröftugur í okkur. Þess vegna æðum við alldrei í fyrirbæn án þess að leita leiðsaganar Heilags Anda hvað það er sem við eigum að gera. Því ef við förum að reyna stjórna sjálf þá gerist ekki neitt. Þess vegna skiptir máli að leita leiðsagnar Heilags Anda því það er hann sem vinnur verkið í gegnum okkur.

 Fil 2:13..Því að það er Guð, sem verkar í yður bæði að vilja og framkvæma sér til velþóknunar.

Þegar við förum fram í krafti Heilags Anda í fyrirbæn þá er fyrirbænin samtarf milli okkar og Guðs. Heilagur Andi blæs því í okkur sem við eigum að biðja út. Það er vegna þess að hann vinnur verkið ekki við.. Dýrðin og mátturinn er alltaf Drottins ekki okkar.. Þess vegna er gott að æfa sig í því að leggja sig til hliðar og leyfa Guði að komast að og hætta að þvælast fyrir honum sem við erum svo oft gjörn á að gera.

  • 3. Kærleikur Guðs til okkar: Orðið kærleikur þýðir að gefa það besta þar sem þörfin er mest. Jóh 3:16...Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.

Róm 8:38-39

-38- Því að ég er þess fullviss, að hvorki dauði né líf, englar né tignir, hvorki hið yfirstandandi né hið ókomna, hvorki kraftar, -39- hæð né dýpt, né nokkuð annað skapað muni geta gjört oss viðskila við kærleika Guðs, sem birtist í Kristi Jesú Drottni vorum.

Það er ekkert sem getur tekið okku burt frá kærleika Guðs ekki neitt...

  • 4. Eilíft líf... Þegar við metökum Jesú Krist sem Drottinn okkar og frelsara þá höfum við fengið að gjöf eilíft líf á himnum. Það er að segja að Jesús Kristur hefur frelsað okkur undan þeim dómi sem bíður heimsins og gefið okkar ríkisborgararétt á himnum.

 

Skyldur Náðarinnar

Hefur Náðin einhverjum skildum að gegna? Svar: Já

Skyldurnar eru 3, þær eru að elska aðra og Guð , fyrirgefa öðrum og að lofa Drottinn.

  • 1. Að elska aðra: Róm 5:5...En vonin bregst oss ekki, því að kærleika Guðs er úthellt í hjörtum vorum fyrir heilagan anda, sem oss er gefinn.

Við þurfum ekki að rembast við að elska aðra. Þegar við höfum meðtekið Heilagan Anda inn í líf okkar, þá eigum við kærleika til að elska aðra. Við elskum af því að Guð sjálfur býr innra með okkur og hann er kærleikur. Kærleikurinn sem býr innra með okkur er ekkert diet, heldur allvöru sem er Agape kærleikur sem þýðir ást án skilyrða.

 

 

Við sjáum það að þegar við biðjum fyrir öðrum sem okkur hefur líkað ílla við að þá förum við allt í einu að elska þessa einstaklinga því að Guð breytir hugarfari okkar gangvart þeim og kærleikur hans fær að flæða fram til þeirra..

 

            2.  Að fyrirgefa öðrum: Matt 6:14-15

-14- Ef þér fyrirgefið mönnum misgjörðir þeirra, þá mun og faðir yðar himneskur fyrirgefa yður. -15- En ef þér fyrirgefið ekki öðrum, mun faðir yðar ekki heldur fyrirgefa misgjörðir yðar.

Sá eða sú sem vill ekki fyrirgefas hefur ekki meðtekið að sér sé fyrirgefið. Við fyrirgefum af því að okkur hefur verið fyrirgefið. Efe 4:32

Verið góðviljaðir hver við annan, miskunnsamir, fúsir til að fyrirgefa hver öðrum, eins og Guð hefur í Kristi fyrirgefið yður.

 

  • 3. Að lofa Guð- Orðið Hallelujah þýðir lofið Drottinn. Orðið Hallelu þyðir lofið og Jah er stytting á Jahve sem þýðir Drottinn. Guð skapaði okkur til þess að við gætum lofað hann.

 

Að endingu: Ef við viljum lifa sigrandi lífi þá er lykillinn að leggja okkar leiðir til hliðar og meðtaka Heilagan Anda inn í líf okkar og leyfa honum að leiðbeina okkur í gegnum lífið og með alla hluti. Að vera undir náð þýðir að njóta leiðsagnar Heilags Anda. Orðið lögmál þýðir að vera virkur undir stjórn, við erum ekki undir stjórn bókstafs heldur Heilags Anda..

Lofaður sé Drottinn...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ruth

Amen

Ruth, 28.10.2007 kl. 12:25

2 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

þakka þér fyrir vinur :)

Sigvarður Hans Ísleifsson, 28.10.2007 kl. 13:30

3 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Vá segi ég nú bara ! Velkominn kæri bróðir í bloggheima, og þetta kalla ég að koma inn með stæl! Guð blessi þig og þín góðu skrif!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 28.10.2007 kl. 19:14

4 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

Takk fyrir það:)

Sigvarður Hans Ísleifsson, 28.10.2007 kl. 21:17

5 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

Frábær lesning, takk fyrir þetta

Sædís Ósk Harðardóttir, 29.10.2007 kl. 11:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband