Leið til friðar við Guð , Billy Graham

 

             Leið til friðar við Guð.

                     Höfundur: Billy Graham. Þýðandi: Sigvarður Halldóruson.

 

  • (1) Stig. Vilji Guðs, friður og líf.

Guð elskar þig og vill gefa þér innri frið og eilíft líf með honum.

 

Biblían segir:

Réttlætir af trú höfum vér því frið við Guð fyrir Drottinn vorn Jesú Krist. Róm.5:1.

 

Því svo elskaði Guð heiminn að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf. Jóh.3:16.

 

Ég er kominn til þess að þeir hafi líf, líf í fullri gnægð. Jóh.10:10.

 

Afhverju hafa flestir ekki þann innri frið sem Guð gefur og afhverju lifa þau ekki í þeirri áætlun sem Guð hefur áætlað með líf þeirra?

 

 

  • (2) Stig. Vandamál og aðskilnaður okkar frá heiminum. (gamla líferninu.)

Guð skapaði okkur í sinni mynd svo við gætum átt samfélag við hann. Guð skapaði okkur ekki sem vélmenni þannig að við yrðum sjálfvirk í kærleika til hans og tilbeiðslu. Guð gaf okkur frjálsan vilja hvort við viljum fylgja honum eða vera í heiminum.

 

Biblían segir:

Allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð. Róm.3:23.

 

Laun syndarinnar er dauði, en náðargjöf Guðs er eilíft líf í Kristi Jesú, Drottni vorum. Róm.6:23.

 

 

Aðferðir manna til að reyna sættast við Guð og reyna finna leið til að brúa bilið milli manna og Guðs.

 

Fólk hefur reynt margar leiðir til að fylla upp í tómleikan sem það ber innra með sér en enginn þeirra hefur virkað.

 

Biblían segir:

Margur vegurinn virðist greiðfær en endar þó á helslóðum. Orðskv.14:12.

 

Það eru misgjörðir yðar, sem aðskilnað hafa gjört milli yðar og Guðs yðar og syndir yðar, sem byrgt hafa auglit hans fyrir yður svo hann heyrir ekki. Jes.59:2.

 

Enginn leið frá mönnum brúar bilið í gjánni á milli þeirra og Guðs. Það er bara til ein leið til að sættast við Guð.

  • (3) Stig. Brú Guðs,, KROSSINN,,

Jesús Kristur dó á krossinum og reis upp frá dauðum. Hann greiddi gjaldið fyrir syndir okkar og sjúkdóma og opnaði þar með leið til þess að við gætum verið frjáls og átt samfélag við Guð.

 

Biblían segir:

Einn er Guð. Einn er og meðalangarinn milli Guðs og manna, maðurinn Kristur Jesús, sem gaf sjálfan sig til lausnargjalds fyrir alla. Það var vitnisburður hans á settum tíma. 1.Tím.2:5-6.

 

Kristur dó í eitt skipti fyrir öll fyrir syndir, réttlátur fyrir rangláta, til þess að hann gæti leitt yður til Guðs. Hann var deyddur að líkamanum til en lifandi gjörður í anda. 1.Pét.3:18.

 

En Guð auðsýnir kærleika sinn til vor þar sem Kristur er fyrir oss dáinn meðan vér enn vorum í syndum vorum. Róm.5:8.

 

Jesús er dyrnar  á eilífðinni, það er enginn önnur leið til. En hver persóna verður að taka afstöðu hvort hún vilji fylgja Jesú Kristi og eiga eilíft líf eða vera í heiminum og glatast. ( fara sínar eigin leiðir)

 

  • (4) Stig. Leiðbeining okkar að meðtaka Krist.

Við verðum að trúa því að Jesús Kristur er Drottinn okkar og frelsari og við verðum að frelsast og eiga persónulegt samfélag við hann.

 

Biblían segir:

 

Sjá ég stend við dyrnar og kný á. Ef einhver heyrir raust mína og líkur upp dyrunum, þá mun ég fara inn til hans og neyta kvöldverðar með honum og hann með mér. Opinb.3:20.

 

En öllum þeim sem tóku við honum gaf hann rétt til að verða Guðs börn, þeim er trúa á nafn hans. Jóh.1:12.

 

Ef þú játar með munni þínum; Jesús er Drottinn og trúir í hjarta þínu að Guð hafi uppvakið hann frá dauðum muntu hólpin verða. Róm.10:9.

 

Hvar ert þú?

 

Viltu meðtaka Jesú Krist sem frelsara þinn á þessari stundu?

 

Hér er leið hvernig þú getur tekið á móti Jesú inn í hjarta þitt:

 

  1. Játaðu syndir þínar frammi fyrir Guði. ( Ég er syndari og þarf á fyrirgefningu að halda.)
  2. Biddu Guð um að gefa þér fúsleika til að snúa þér frá syndum þínum.
  3. Trúðu því að Jesús Kristur dó á Krossinum og reis upp frá dauðum.
  4. Í gegnum bæn. Bjóddu Jesús velkominn í hjarta þitt og vertu fús til að láta líf þitt og vilja lúta stjórn hans. ( Meðtaktu hann sem Drottinn og frelsara)

Biddu þessa bæn. Frelsisbæn.

Kæri Jesús, Ég er meðvitaður um það að ég sé syndari og þarfnast fyrirgefningar þinnar. Ég trúi því að þú hafir dáið fyrir syndir mínar. Ég vil snúa mér frá syndum mínum og öðlast hugarfarslega breytingu. Ég bið þig Jesús um að koma inn í líf mitt og hjarta. Ég vil treysta þér og fylgja þér sem mínum Drottni og frelsara. Í Jesú nafni amen.

 

                          Guð staðfestir orð sitt.

 

Ef þú hefur beðið þessarar bænar.

 

Biblían segir:

 

Því að hver sem ákallar nafn Drottins, mun hólpinn verða!" Róm.10:13.

 

Baðstu Jesús í einlægni um að koma inn í líf þitt? Hvar er hann núna? Hvað hefur hann gefið þér?

 

Því að af náð eruð þér hólpnir orðnir fyrir trú. Þetta er ekki yður að þakka. Það er Guðs gjöf. Ekki byggt á verkum, enginn skal geta miklast af því. Efes.2:8-9.

 

Ef við höfum meðtekið Jesú Krist, erum við ný sköpun í honum og við höfum verið meðtekin inn í Guðs fjölskyldu. Gegnum yfirnáttúrulegan kraft Heilags Anda sem umbreytir sérhverjum lifandi trúuðum. Þetta er kallað nýtt upphaf í endurfæðingu til Jesú Krists. Hið gamla verður að engu og þú verður ný sköpun í Kristi.

 

 

Þetta er bara upphafið á nýju yndislegu lífi með Kristi. Og til að rækta samband þitt við Guð skaltu:

  1. Lesa Biblíuna þína á hverjum degi til að læra þekkja Krist betur og betur.
  2. Tala við Guð í bæn á hverjum degi.
  3. Segja öðrum frá Jesú.
  4. Lofaðu Guð og útdeiltu hjarta þínu frammi fyrir honum. Vertu í Kristilegum félagsskap og reyndu að þjóna Guði með öðrum Kristnum einstaklingum í kirkju þar sem Jesús er boðaður.
  5. Eins og Kristur kemur inn í þarfir þeirra sem minna meiga sín í heiminum. Reyndu þá að sýna það í verki að þú sért kristinn og láttu kærleika þinn og ljúflyndi verða kunnugt öllum mönnum.

 

 

Guð blessi þig og varðveiti í göngunni með Jesú Kristi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband