Samfélagið við Guð
19.12.2007 | 08:55
1.kor.1:9Trúr er Guð sem hefur kallað ykkur til samfélags við son sinn Jesú Krist, Drottin vorn.
Köllunn okkar allra númer eitt er að eiga samfélag við Guð. En hvað er það að eiga samfélag við Guð?
Að eiga samfélag við Guð er ekki bara að biðja einhverjar bænir sem við höfum sjálf búið til.
Samfélagið við Guð hefur svo upp á mikið meira að bjóða en við gerum okkur grein fyrir.
Orðið bæn þýðir beiðni. Þegar við biðjum þá komum við fram með beiðnir fram fyrir Guð. En bænin eða samtalið við Guð er samt svo oft bara eintal. Við segjum það sem okkur dettur í hug og förum svo að gera eitthvað annað. Þetta er ekki allveg það sem samfélagið við Guð gengur út. Bænin á að vera samtal milli þín og Guðs sem þýðir það að við þurfum að læra hlusta.
Ef ég tæki dæmi um eintalið að þá væri þetta eins og við færum á kaffihús með einhverjum. Við myndum tala og tala og leyfa hinum aðilanum ekkert að komast að. Síðan þegar við erum búin með okkar að þá erum við bara farinn og aðilinn fær ekkert að segja á móti.
Svona er því miður samfélags fólk við Drottinn oft á tíðum. Þeir aðilar sem biðja á þennan hátt missa af því að Guð vill líka tala við þá. Drottinn hefur ekki bara áhuga á því að hlusta á okkur koma með okkar fram fyrir hann. Hann hefur líka áhuga á því að tala við okkur á móti.
Guð kallar á Samúel
1.Sam.3:1Sveinninn Samúel gegndi nú þjónustu við Drottin undir handleiðslu Elí. Á þessum tíma var orð Drottins sjaldgæft og sýnir fátíðar.
2Einhverju sinni bar svo við að Elí lá og svaf þar sem hann var vanur. Hann var hættur að sjá því að augu hans höfðu daprast. 3Lampi Guðs hafði enn ekki slokknað og Samúel svaf í musteri Drottins þar sem örk Guðs stóð.
4Þá kallaði Drottinn til Samúels og hann svaraði: Já, hér er ég." 5Hann hljóp síðan til Elí og sagði: Hér er ég, þú kallaðir á mig." En hann svaraði: Ég kallaði ekki, farðu aftur að sofa," og Samúel fór að sofa. 6Drottinn kallaði þá aftur: Samúel!" og Samúel reis upp, gekk til Elí og sagði: Hér er ég, þú kallaðir á mig." En hann svaraði: Ég kallaði ekki, sonur minn, farðu aftur að sofa."
7En Samúel þekkti Drottin ekki enn þá og orð Drottins hafði ekki enn opinberast honum. 8Þá kallaði Drottinn til Samúels í þriðja sinn og hann reis upp, gekk til Elí og sagði: Hér er ég, þú kallaðir á mig." Nú skildi Elí að það var Drottinn sem var að kalla til drengsins. 9Elí sagði því við Samúel: Farðu að sofa. En kalli hann aftur til þín skaltu svara: Tala þú, Drottinn, því að þjónn þinn heyrir." Samúel fór og lagðist fyrir á sínum stað.
10Þá kom Drottinn, nam staðar andspænis honum og hrópaði eins og í fyrri skiptin: Samúel, Samúel!" Samúel svaraði: Tala þú, Drottinn, því að þjónn þinn heyrir."
11Þá sagði Drottinn við Samúel: Nú ætla ég að vinna verk í Ísrael sem mun óma fyrir eyrum allra þeirra sem um það heyra. 12Á þeim degi mun ég láta rætast á Elí allt sem ég hef ógnað ætt hans með frá upphafi til enda. 13Ég hef boðað honum að dómur minn yfir ætt hans muni ævinlega standa vegna þess að hann vissi að synir hans lastmæltu Guði og hann kom ekki í veg fyrir það. 14Þess vegna hef ég svarið ætt Elí að aldrei verði bætt fyrir synd hennar, hvorki með sláturfórn né kornfórn."
Við sjáum það í þessum lestri að Drottinn var að kalla á Samúel. Það þurfti að kenna Samúel það,að það væri Drottinn sem væri að kalla á hann. Það þarf líka stundum að leiðbeina okkur í Samfélaginu við Drottinn og benda okkur á hvað orðið segir um samfélagið. Það skiptir miklu máli að læra hlusta. Þegar Samúel vissi að það væri Drottinn sem væri að kalla á hann. Þá hlustaði Samúel og Drottinn talaði til hans.
Núna í dag gæti Drottinn verið að kalla á þitt nafn. Ertu tilbúin að hlusta hvað þinn himneski Faðir hefur að segja við þig?
Stundum er bara gott að setja rólega lofgjörð á og biðja Heilagan Anda að koma og sitja svo eða liggja og hlusta á eftir röddu Drottins og fá að vera inn í nærveru hans.
Þetta er það sem Drottinn vill tala til ykkar í dag, hann vill kenna ykkur að hlusta. En hvernig vitum við að það er Guð sem talar? Þegar Guð talar þá talar hann með friði. En þegar óvinurinn talar þá talar hann með ófriði. Við verðum bara ringluð og vitum ekkert hvað snýr upp né niður þegar kvikyndið reynir að plata okkur.
Fyrirbæn
I. Hvað er fyrirbæn?
A. FYRIRBÆN ER NÁIN SAMVINNA OG SAMKOMULAG VIÐ DROTTINN.
1. Fyrirbæn er innilegt samband. Bæn er skipti af ást eða rómantík. Drottinn talar til okkar og það hreyfir við eða snertir við hjarta okkar.
Og þegar við tölum til baka við Drottinn eða svörum honum þá hreyfir það við eða snertir við hjarta Drottins.Drottinn þráir að koma á djúpu og ástúðlegu samfélagi við okkur. Hann þráir að eiga innilegt samband við okkur, þá er átt við að hann þráir að vera okkur náin. Hann vill að við þekkjum hjarta hans og meira en það, og að við finnum þessu tilfinningu frá hjarta hans, og hann þráir að heyra okkur gráta fyrir þeirri löngun að hjarta okkar verði eins og hans hjarta, að þau slái í takt og að við fáum þessa djúpu löngun í hjarta okkar sem hann hefur, að þær verði okkar. Þetta er samfélag af nánasta stigi sem er mögulegt. Við förum að finna og gera það sem Drottinn finnur og gerir. Jes 62:1.
Sökum Síonar get ég ekki þagað, og sökum Jerúsalem get ég ekki kyrr verið, uns réttlæti hennar rennur upp sem ljómi og hjálpræði hennar sem brennandi blys.
Jes 62:6.
Ég hefi skipað varðmenn yfir múra þína, Jerúsalem. Þeir skulu aldrei þegja, hvorki um daga né nætur. Þér sem minnið Drottin á, unnið yður engrar hvíldar!
2. Fyrirbæn er samvinna. Fyrirbænin þýðir það að vilja Drottins verði komið á, á jörðinni.Drottinn starfar ekki sem fjarlægur í samvinnu við maninn út frá hjarta sínu. Fyrirbænin lætur í ljós fullkomið samræmi í samstarfi við brúðina (Kirkjuna). Það er ekkert kröftugra sem hreyfir við hjarta Guðs þannig að hann starfi á jörðinni en grátur brúðar hans, sem þráir að endurspegla þrá Drottins fyrir mennina.
3. Fyrirbæn er samkomulag við Drottinn. Fyrirbæn er samkomulag fyrir því sem Drottinn lofar að gera. Þegar við biðjum Drottinn um að gera það sem hann þráir að gera, þá erum við að lýsa því yfir að hans þrá er góð, og að hans þrá er orðin að okkar þrá .
B. FYRIRBÆNIN LÆTUR Í LJÓS SKILGREININGU DROTTINS Á ÞVÍ HVAÐ KIRKJA ER.
"...Jes 56:7.
Því að hús mitt skal nefnast bænahús fyrir allar þjóðir.
"...BÆNIN ER EINNIG GERÐ FYRIR HANN(JESÚS) EILÍFLEGA, og daglega mun hann verða lofaður.
"BIÐJA ÁN ÞESS AÐ STOPPA..."(1Þess 5:17.Biðjið án afláts.)
Þegar við höfum náð þeim grunni að fyrirbænin snýst ekki um það sem við getum gert heldur Guð. Þá förum við að sjá tákn og undur gerast.
Fil.2:13Því að það er Guð sem verkar í ykkur bæði að vilja og að framkvæma sér til velþóknunar.
Það er Guð sem vinnur verkið í gegnum okkur, Guð hefur áhuga á þér, hann hefur áhuga á því að nota þig til þess að lækna fólk, leysa fólk sem er fast í fjötrum oflr..
En hvernig getuðru öðlast þennan kraft til þess að gera það?
Post.1:8En þér munuð öðlast kraft er heilagur andi kemur yfir yður og þér munuð verða vottar mínir í Jerúsalem og allri Júdeu, í Samaríu og allt til endimarka jarðarinnar."
Einu skilyrðin eru að meðtaka Heilagan Anda inn í líf okkar. Síðan þurfum við náttla að kynnast honum og læra þekkja hann. Og hvernig fer maður að því að kynnast Heilögum Anda? Jú með því að bjóða hann velkomin og sækjast eftir að því að dvelja í nærveru hans. Við kynnumst hvoru öðru með því að verja tíma saman. Það sama er með Guð, þú kynnist honum ekki nemaþú takir frá tíma til að verja með honum.
Það er mjög áhugavert að velta þessu fyrir sér. Hvað er svo óvinurinn hræddari við en annað hjá hinum kristnu? Svarið er í rauninni mjög einfalt. Óvinurinn er hræddastur við tungutalið.
Tungutalið er sú gjöf sem hann hefur lagt sig sem mest frammi við að koma út úr kirkjunni. En hvað er tungutal? Tungutal er bænamál sem Guð lánar okkur til að byggja okkur upp. Þetta er himneskt bænamál. Okkar mannlegi skilningur er of takmarkaður til að skilja áætlun og vilja Guðs með´líf okkar. Þess vegna lánar hann okkur þetta bænamál.
En afhverju er óvinurinn svona hræddur við tngutalið. Það er vegna þess að hann skilur ekki það sem er sagt. Þessi bæn er líka beintenging við Guð eða svona framhjátenging frá öllum skilningarvitum okkar. Það er Heilagur Andi sem biður í gegnum okkur.
Það eru til 4 tegundir tungutals.
1. Tungutal til persónulegrar uppbyggingar. Það tungutal er ætlað öllum. Þegar Heilagur Andi kom á Hvítasunnudag að þá kom hann yfir alla 120 ekki bara suma. Tungutal til persónulegrar uppbyggingar er tungutal sem við höldum út af fyrir okkur sjálf. Páll talar um það að það eigi ekki að tala upphátt tungum fyrir framan aðra nema það sé einhver til að útleggja. Þá á hann við þetta tungutal. Tungutal til persónulegrar uppbyggingar losar okkur við innsta mótþróan í hjarta okkar og gerir okkur djarfari. Við sjáum bara skýrt dæmi um Pétur. Fyrir Hvítasunnudag þegar hann stendur frammi fyrir þeirri raun að afneita Kristi og svo þegar hann stígur fram í krafti Heilags Anda á Hvítasunnudag. Hver er eiginlega munurinn á Pétri þarna? Fyrir Hvítasunnudag hafði Heilögum Anda ekki enþá verið úthelt yfir alla menn. Þann dag sem Pétur afneitar Jesú er hann í sínum eigin mætti. Hann hafði ekki kraft eða djörfung til að játa Jesú sem Drottinn í þessum raunum. En svo skeður það að Hvítasunnudagur kemur og Pétur sem hafði fengið lyklana af fagnarerindinu stígur fram í krafti Heilags Anda og predikar þar sem 3 þúsund manns gefa líf sitt til Krists. Þetta var ekki sami Pétur og var áður fyrr. Tungutalið gerir okkur líka hæfari í þjónustu í Guðsríkinu. Það er það sem gerðist nákvæmlega við Pétur tungutalið losaði um öll höft hjá honum. Hann var ekki lengur hræddur heldur djarfur í að vitna um Jesú Krist. Hann breyttist úr gungu í hugrakkan mann. Þetta er það sem tungutalið gerir við okkur. Það breytir okkur og gerir okkur hugrökk.
2. Tungutal sem birtist á jarðnesku tungumáli. Þetta tungutal kemur þegar útlendingar eru á safnaðarsamkomum og Guð þarf að koma skilaboðum til þeirra. Það hefur komið fyrir að Íslendingur hefur verið á safnaðarsamkomu í Bandaríkjunum. Þar var maður sem stóð upp á samkomunni og talaði reiprennandi íslensku. Íslendingurinn ætlaði svo að fara og tala við þann sem talaði tungum á íslensku. Íslendingurinn byrjar að tala við hann á íslensku en gaurinn skildi ekki upp né niður hvað hann var að segja. Síðan er annað dæmi um þetta tungutal. Einu sinni voru trúboðar í Afríku sem var búið að handtaka. Heilagur Andi sagði einum að tala í tungum og hann talaði í tungum. Síðan sagði Heilagur Andi honum að stoppa, hann stoppar og einn hermaður talar á móti, síðan talar hann aftur tungum og þeim er sleppt. Þarna varð tungutalið til þess að þessir trúboðar þurftu ekki að fara í fangelsi.
3. Tungutal til fyrirbæna. Að vera í fyrirbæn er ekki bara að leggja hendur yfir fólk heldur líka að vera í bæn fyrir fólki. Það getur verið að þú sért að biðja fyrir einhverjum og veist ekki allveg hvað þú átt að biðja fyrir þessu einstaklingi en Heilagur Andi veit það. Það hefur komið fyrir að ég hafi vaknað um nótt til að biðja fyrir fólki en ekki allveg vitað hvað það væri sem ég ætti að biðja fyrir. Þá hef ég beðið í tungum því Heilagur Andi veit alltaf hvers á að biðja hverju sinni. Eitt dæmið er að ég vaknaði 3 sinnum upp eina helgina til að biðja fyrir vini mínum. Ég spurði hann um þetta og sagði svo tímasetningarnar. Öll 3 skiptin var hann að taka inn dauðaskammta af eyturlyfjum en þau virkuðu ekki á hann. Annað skitpið er þegar ég var í Biblíuskóla og þetta var á mánudagsmorgni. Á mánudögum var frídagur og þennan morgun ætlaði ég sko að sofa út. En ég vaknaði upp til að biðja fyrir nemendum sem voru að koma frá vopnafirði. Eina sem ég vissi var að biðja um vernd Guðs yfir þau og notaði tungutalið. Ég hafði svo strax samband við þau hvort eitthvað hafði skeð. Það sem skeði var að það var hestur á veginum sem stefndi beint á bílinn en þau höfðu ekki hugmynd hvernig þau komust framhjá hestinum því þetta var á svona vegi sem er við fjall.
4. Spámannlegt tungutal. Það er tungutal þar sem einn kemur fyrir framan allan söfnuðinn og talar tungum og síðan annar kemur og útleggur. Biblían segir að ekki tala allir tungum að þá á hún við það í þessu samhengi. Þá á ég við að allir hafa tungutal til persónulegrar uppbyggingar en það er ekki öllum gefið að tala spámannlegt tungutal og útleggja. Spámannlegt tungutal er til að byggja upp söfnuðinn í heild sinni. Þá á ég við að tungutal til persónulegrar uppbyggingar er bara fyrir einstaklinginn sjálfan. En Spámannlega tungutalið til að byggja upp allan söfnuðinn.
Við sjáum það að tungutalið gerir gæfumunin í trúargöngu okkar. Þegar við göngum fram í þessari gjöf að þá verður óvinurinn hræddar við okkur. Þess vegna hefur hann haft sig allan við að koma þessu út úr kirkjunni svo að hún verði máttlausari. En ég nota tungutalið mikið og er bara ánægður með að óvinurinn skuli fá niðurgang þegar hinir kristnu ganga fram í þessari gjöf...
Athugasemdir
Mjög fræðandi pistill. Ég er þó ekki hrifin af þessu tali um óvini. Öll erum við jú fólk, kristinn eða ekki. Ég hef oft haft áhuga á tungutali og eðli þess. Mjög dulrænar frásagnir sem maður finnur af því á netinu og annarstaðar. Áhugavert að fá innsýn inn í þína reynslu.
Allra bestu Jólakveðjur. Jakob
Jakob (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 11:37
Ef það er enginn óvinur og ekkert hel.. þá var fórn Jesú á krossinum til einskis og við þyrftum ekki neinn frelsara...
Sigvarður Hans Ísleifsson, 19.12.2007 kl. 17:52
mér líður alltaf illa þegar eg heyri folk tala tungum .Það fer ekki góður hrollur um mig þegar ég er vitni af því .afhverju hef eg a tilfiningunni að þetta se illt ?
kjartan harðars (IP-tala skráð) 20.12.2007 kl. 02:36
Það er líklegast að þú sért hræddur við þetta, því að það er sagt að tungutal sé jafn yfirnáttúrulegt og að reysa menn upp frá dauðum sem gerist reglulega líka...
En það er líka til tungutal frá óvininum þar sem fólk er að bölva, en það er samt ekki sami rithmin í því og maður á að finna ílskuna sem frá því kemur. Ætli þú hafir ekki bara upplifað þannig. En fólk á ekki að vera tala tungum mikið upphátt í kringum aðra, nema þá kannski í fyrirbæn...
Sigvarður Hans Ísleifsson, 20.12.2007 kl. 09:15
Amen svo sannarlega er óvinurinn raunverulegur en hann er sigraður fyrir jesú nafn
Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir, 20.12.2007 kl. 11:41
og þetta er svoooooo mikill sannleikur hér á ferð
og munum allt megna ég fyrir þann sem mig styrkan gjörir
Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir, 20.12.2007 kl. 11:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.