Til hvers erum við til?
28.12.2007 | 14:30
Ég veit ekki hvort fólk velti sér mikið upp úr því afhverju það sé til. Eða afhverju er ég hér á jörðinni? Er einhver tilgangur með lífi mínu. Hvað með lífið eftir lífið á jörinni, hvað tekur þá við?
Fyrir mér snýst þetta um að komast af upphafinu. Afhverju er ég til? Jú ég er til því að Guð skapaði mig fyrir sig og til að lifa fyrir sig. Páll talar um í Gal.2:20 að hann sé krossfestu með Kristi. Sjálfur lifi ég ekki framar heldur lifir Kristur í mér.
Ég trúi því að Guð hafi skapað mig til samfélags við sig og til að leysa ákveðin verkefni á þessari jörðu. Allir erfiðleikarnir og allt það sem kemur upp á lífinu er bara próf til að gera mig kláran fyrir eilífðina með Guði. Allt sem lífur hefur upp á að bjóða hér á jörðinn getur mótað mig og breytt fyrir fyrir það sem ég á að verða. Hvernig ég bregst við minnstu hlutum getur haft áhrif á mig hvernig ég mótast.
En núna veit ég að Guð vill móta mig eftir sinni mynd. En hvernig geri ég það? Jú með því að eiga samfélag við hann, lesa og biðja og dvelja í nærveru hans. Það sem mótar mig mest og breytir mér er þegar ég fæ að vera í hans nærveru, þá er eins og ekkert annað skiptir meira máli. Ég man eitt sinn er ég gekk í gegnum erfiðan tíma þar sem mér leið eins og hjartað væri rifið í sundur og búið að traðka á því. Þá sá ég það að þegar ég kom inn í nærveru Guðs að þá hvarf allur sársaukinn. Fyrir mér var þetta leyndardómur sem var dýrmætur að uppgvöta. því að það vill engin þjást svona mikið af sorg. En nærvera Guðs breytti öllu. Fyrir mig að eiga samfélag við Guð er ekki bara að lesa og biðja heldur líka dvelja í hans næreru og slaka á.
Þegar uppi er staðið að þá deyr hold mitt.. hvað verður þá um sál mín og andan sem í mér er? Svarið er einfallt fyrir mér. Hvað gerðir þú við það sem Jesús gerði fyrir þig á golgata? Tókstu við gjöfinni sem veitir þér eilíft líf eða fannst þér lífið á jörðinni svona spennandi að þú vildir ekki taka við eilífa lífinu vegna ástar þinnar á eignum eða frama? Þegar uppi er staðið að þá líður þú undir lok, strit þitt verður að engu, allt sem þú hefur unnið þér inn tilheyrir þér ekki lengur þar sem þú ert ekki framar til á þessari jörð. Predikarinn lýsir þessu vel, við mennirnir erum alltaf að stryta til einskis.
hamingjan er ekki fólkin í því að eiga allt, ´heldur í því að uppfylla þann tilgang sem Guð hefur fyrir líf okkar..
Athugasemdir
Ég held við séum ekki svo merkileg, við erum bara eins og hver önnur lífvera partur af mikið stærri tilveru afþví bara. Engin meiri tilgangur en bara tréð sem stendur út í garði, vex og deyr.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 28.12.2007 kl. 14:33
hamingjan er ekki fólgin í að eiga allt, heldur að njóta þess sem maður hefur.
Brjánn Guðjónsson, 28.12.2007 kl. 14:50
Takk Firir góða punkta ég er einn af þeim sem var með brostið hjarta og fann lausnina sem er Jesús Kristur var með Geðklofa og ímsar ranhugmindir og Guð Jesús Kristur er búin að lækna mig Það eru gleðifréttirnar og svo bíða okkur Gull strætin og geimsteina hliðin og perluhliðin og eilífa lífið með Guði í eilífri dírð
Hafsteinn V Eðvarðsson (IP-tala skráð) 28.12.2007 kl. 15:17
Frábært Gott þegar fólk finnur sér leið að hamingjunni og finnur hugarró. Ekkert er betra en það.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 28.12.2007 kl. 15:21
Þetta er það sem ég trúi og er sannfærður um í hjarta mínu að sé rétt... En Nanna þú hefur æðri tilgang en tré. Tré keyra ekki bíla, sofa ekki í rúmum eða geta ekki gert þá hluti sem þú gerir. Ég trúi því að við mennirnir séum æðsta sköpun Guðs og sköpuð með tilgang og í hans mynd.;)
Sigvarður Hans Ísleifsson, 28.12.2007 kl. 15:28
Já en tré hafa svo mikin tilgang, án þeirra væri ekkert súrefni. Maðurinn er eiginlega bara duglegastur að menga og eyða.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 28.12.2007 kl. 15:35
Allt hefur sinn tilgang... En trén eru sköpuð í ákveðnum tilgangi líka og skila sínu hlutverki... En satt er það að maðurinn er duglegur við að skemma en hann var samt skapaður til að vera skapandi og græða jörðina, þess vegna þurfa menn að komast að því afhverju þeir eru til...
Sigvarður Hans Ísleifsson, 28.12.2007 kl. 17:02
Sæll Sigvarður,ég hef oft velt þessu fyrir mér og er nokkurn veginn sama sinnis og þú.Guð blessi þig.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 29.12.2007 kl. 06:15
ég held Nanna að þú hafir rétt fyrir þér - tré hafa mikinn tilgang, nákvæmlega eins og við mannfólkið - en ólíkan. En hvaða tilgang höfum við - því að ef það er til skapari hefur hann haft einhvern tilgang með því að gera hlutina. Ég trúi ekki á að neitt hafi orðið til fyrir tilviljun - sé ómögulega samhengi tilfinninga og aminósýra. Þá er eftir hönnun sem kallar á hönnuð sem kallar aftur á tilgang. Ég held reyndar að allt hafi verið skapað til Hans og vegna Hans (1Kor 15.28) enda fjölmargir vísindamenn gegnum tíðina sem hafa við sínar rannsóknir komist að þessum niðurstöðum (því miður ekki allir - enn). Ráðlegg þér Nanna að ná þér í eintak af notkunarleiðbeiningunum sem eru kallaðar Biblían í daglegu tali - lestu þér t.d. Jóhannesarguðspjallið - en öruggt er að Guð hefur fyrirætlun með þitt líf.
Ragnar Kristján Gestsson, 29.12.2007 kl. 15:39
Thanks Tinna;)
Sigvarður Hans Ísleifsson, 31.12.2007 kl. 12:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.