Skiptir útlit máli?

Það er ekki frá öðru að segja þegar tískuæði hefur hertekið íslendinga og það merkilega er að unglingarnir verða mest fyrir barðinu á þessari tísku. Ef þú átt ekki svona og svona föt þá ertu ekki inn. Ef þú ert ekki með svona hár þá ertu ekki inn. Svo virðist vera fólk sé ekki lengur metið eftir eigin verðleikum, heldur eftir útliti, klæðnaði og fjárhag.

Jafnvel er þetta gengið svo langt að 12 ára stelpur eru orðnar merkjafríkur á dýrustu merkjunum og þær hafa áhyggjur af því að vera ekki inn svo þeim verði ekki strítt. Unglingar fá ekki lengur að vera unglingar af því ótti við áliti annara stjórnar að miklui leyti unglingum í dag. Það vilja allir vera inn.

Mér finnst þetta komið út í allgjört rugl. Börn eiga að fá að vera börn og unglingar eiga að fá að vera unglingar. Mér finnst líka auglýsingar sem snúa sér að börnum og unglingum ættu að vera fjarðlægðar úr fjölmiðlum.

Manngildi er ekki metið eftir útliti, heldur eftir því hvernig þinn innri maður er. Þegar kemur að samböndum og annað að þá skiptir útlitið að sjálfssögðu einhverju máli en það er innri manneskjan sem verður að vera falleg líka. Því að ef manneskjan er bara falleg að utan og ílla innrætt þá verður þessi manneskja sjálfkrafa ljót og óheillandi persóna.

Þegar maður velur sér vini, þá gerir maður það ekki eftir útliti. Góður vinur er sá sem þú getur treyst og er til staðar fyrir þig þegar þú þarft á því að halda. Útlit eða klæðanaður er enginn grundvöllur fyrir því að vera góður vinur. Þótt ég sé svoldil eyðlsukló í fatnað og annað þá breytir það mig engu hvort vinir mínir séu tískufrík eða ekki, það skiptir mig meira máli að þeir séu traustir og áreiðanlegir einstaklingar sem maður getur reytt sig. Einstaklingar sem snúa ekki við manni bakinu þegar eitthvað bjátar á.

Þannig að ég segi ekki meta bókina eftir kápunni, lestu bókina. Þetta þýðir það. Ekki meta mannseskjuna eftir útliti eða auðævum, reyndu að meta hana frá því sem hún er innanfrá


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ari Jósepsson

Ég er svo sammála þér í þessu.

Ég þurfti að vinna ungur til að vera í hópnum því 

foreldrar mímir höfðu ekki ráð á því að klæða okkur systkynin.

Það þarf að ræða þetta útfrá fordómum líka 

sem fólk lendir í.

Kv Ari

Ari Jósepsson, 12.10.2009 kl. 11:31

2 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

já er sammála þér Ari, það þyrfti líka að taka betur á þessu í skólum því að svona kveikir oft upp einelti og annað sem er ekki góður hlutur...

Sigvarður Hans Ísleifsson, 13.10.2009 kl. 18:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband