Hvað er að vera réttlátur?

Þetta er góð spurning til að velta fyrir sér. Hvað er það að vera réttlátur? Að vera réttlátur þýðir að maður getur komið í nærveru Guðs, án þess að hafa skömm eða sektarkennd. Það er að segja að við stöndum rétt á syndar frammi fyrir Guði.

Í Rómverjabréfinu sem Páll postuli ritaði, stendur að allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð. Síðan stendur á öðrum stað, að enginn maður er réttlátur.

Það sem þetta þýðir að enginn maður getur verið 100% réttlátur frammi fyrir Guði, bara með verkum sínum. Því að allir hrasa á einhvern hátt, ef ekki í verki, þá í orðum og hugsunum.

Hvernig stendur þá á því að maður geti komið inn í nærveru Guðs eftir að maður meðtekur Jesú Krist sem Drottinn sinn og frelsara? Jú svarið er einfallt. Kristur tók á sig syndir okkar, og gaf okkur sitt réttlæti í staðinn. Biblían segir að við séum réttlæti Guðs í Kristi Jesú. Þessi réttlæting hefur ekkert með verk okkar að gera. Þetta hefur með það að gera að við höfum meðtekið frelsisgjöf Krists í trú. Fyrir Trú erum við réttlætt. Fyrir trú réttlættisr Abraham.

Þannig að þú sem hefur meðtekið Krist í hjarta þitt ert 100% Réttlát/ur og getur komið beint fram fyrir hásæti Guðs með djörfung. Það er svoldið annað að vita það að þegar við komum fram fyrir Drottinn að þá stöndum við beint fyrir framan náðarhásæti hans. Hann er ekki fjarlægur Guð, hann er nálægur og þráir samfélag við okkur mennina. Því jú það var tilgangur þess að hann skapaði okkur.

1.kor.1:9 Trúr er Guð sem yður hefur kallað, til samfélags sonar síns Drottins Jesú Krists.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Birkir Bjarkarson

það er gott að eiga Guð sem maður á persónulegt samband við - flott blogg hjá þér

Sálmarnir 34:9
Finnið og sjáið að Drottinn er góður, sæll er sá maður sem leitar hælis hjá honum.

Ragnar Birkir Bjarkarson, 4.12.2009 kl. 11:32

2 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

takk fyrir það bróðir :)

Sigvarður Hans Ísleifsson, 4.12.2009 kl. 23:41

3 Smámynd: Benedikt Kristjánsson

Ert þú semsagt að segja að trúlausir menn geta ekki verið réttlátir?

Benedikt Kristjánsson, 5.12.2009 kl. 22:21

4 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

Ekki 100% réttlátir, því að enginn maður er fullkomin og getur gert allt rétt. Þú kemur alltaf til með að gera einhver mistök, ef ekki í verkum, þá í orðum.

Sigvarður Hans Ísleifsson, 6.12.2009 kl. 17:04

5 Smámynd: Benedikt Kristjánsson

Auðvitað ef maður skilgreinir réttlæti út frá trúnni, en auðvitað hefur réttlæti verið skilgreint mjög oft í mannkynssögunni alveg frá tímum Sókratesar, sem var uppi á undan Jesú. Enginn getur verið 100% réttlátur í ljósi þess að það er erfitt að dæma þegar maður veit ekki hvort maður á að nota tilfinningar eða skynsemi. Jafnvel trúaðir einstaklingar eiga við þetta vandamál að stríða.

Benedikt Kristjánsson, 9.12.2009 kl. 18:09

6 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

þetta snýst hvorki um tilfingar né skynsemi. Þetta snýst um að trúa og meðtaka þessa gjöf. En það er samt satt sumir eiga erfitt með að skilja þetta og meðtaka. En allt hefur sinn tíma og ef maður minnir sig á að maður er réttlæti Guðs í Kristi Jesú þá kemur þetta :)

Sigvarður Hans Ísleifsson, 9.12.2009 kl. 18:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband