Þeir sem taka við Kristi, eru ekki undir lögmáli heldur náð

Á Golgata tók við nýr sáttmáli sem heitir Náð. Páll Postuli útskýrir mjög vel munin á náð og lögmáli í Rómverjabréfinu ásamt mörgum öðrum bréfum sínum.

1.Tím.1: 8Við vitum að lögmálið er gott sé það rétt notað 9og þess gætt að það er ekki sett vegna réttlátra heldur fyrir lögleysingja og þverúðuga, óguðlega og syndara, vanheilaga og óhreina, föðurmorðingja og móðurmorðingja, manndrápara, 10saurlífismenn, karla sem hórast með körlum, þrælasala, lygara, meinsærismenn og hvað sem það er nú annað sem gagnstætt er hinni heilnæmu kenningu. 11Þetta er samkvæmt fagnaðarerindinu um dýrð hins blessaða Guðs sem mér var trúað fyrir.

Lögmálið bendir á syndina og sýnir mönnum að þeir séu sekir frammi fyrir Guði. En náðin sýknar og gefur þér frelsi. Leyndarmálið er það að við erum dáin af sjálfum okkur og upprisin með Kristi. Lögmálið hefur ekki lengur tök á okkur, hvernig á að ákæra dauðan mann. Ætti maður að fara að gröf einhvers og ákæra hann. Hann myndi ekki heyra það sem sagt væri. Þess vegna þegar Guð lítur á okkur að þá sér hann son sinn Jesú Krist í okkur. Þess vegna getur óvinurinn ekki ákært okkur lengur og vakið upp fordæmingu hjá okkur um að við séum ekki nógu góð. Þetta snýst ekki lengur um að reyna réttlætast fyrir okkar eigin verk, því við getum það ekki. Þetta snýst um að trúa rétt og meðtaka Réttlæti Krists inn í líf okkar og vita það að í honum að þá erum við 100% réttlát. Það er enginn dómur lengur, Jesús er búin að sýkna okkur og veita okkur frelsi. Svo er líka annar leyndardómur og það er að vera ekkert að gefa syndinni neina athygli eða því sem við gerum rangt, því að þá missir hún tökin af lífi okkar. Ég er ekki að segja að það sé í lagi að gera ranga hluti. Ég er að meina að þegar við gerum mistök þá gerum við það upp við Guð og hættum að velta því fyrir okkur.

Róm.8:1Nú er því engin fyrirdæming búin þeim sem eru í Kristi Jesú. 2Því að lögmál þess anda sem lífið gefur í Kristi Jesú hefur frelsað mig[1] frá lögmáli syndarinnar og dauðans. 3Það sem lögmálinu var ógerlegt, þar eð það var vanmegna gagnvart sjálfshyggju[2] mannsins, það gerði Guð með því að senda sinn eigin son í líkingu syndugs manns gegn syndinni og dæma syndina í manninum. 4Þar með gat réttlætiskröfu lögmálsins orðið fullnægt hjá okkur sem andinn fær að leiða en ekki sjálfshyggjan.

Róm.6:14Synd skal ekki ríkja yfir ykkur þar eð þið eruð ekki undir lögmálinu heldur undir náðinni.

Róm.5:17Ef misgjörð hins eina manns leiddi til þess að dauðinn tók völd með þeim eina manni, hve miklu fremur munu nú þeir sem þiggja hina ómælanlegu gjöf náðar og sýknunar fá líf og ríki vegna hins eina, Jesú Krists.

Róm.6:15Eða hvað? Eigum við að syndga fyrst við erum ekki undir lögmálinu heldur náðinni? Fjarstæða! 16Vitið þið ekki að ef þið gerist ánauðug þý einhvers eruð þið nauðbeygð að hlýða honum? Annaðhvort hlýðið þið syndinni sem leiðir til dauða eða Guði sem leiðir til lífs í réttlæti. 17En þökk sé Guði. Þið, sem voruð þrælar syndarinnar, urðuð af hjarta hlýðin þeirri kenningu sem ykkur var gefin. 18Nú eruð þið leyst frá syndinni og bundin réttlætinu, 19svo að ég noti líkingu úr mannlífinu, sökum veikleika ykkar. Eins og þið fyrrum létuð limina þræla fyrir óhrein öfl og siðleysi undir ólögum skuluð þið nú láta þá þjóna réttlæti Guðs og helgast honum.
20Þegar þið voruð þrælar syndarinnar lutuð þið ekki yfirráðum réttlætisins. 21Hvaða ávöxtu höfðuð þið af því? Þá eina sem þið finnið nú að eru til skammar því að þeir leiða að lokum til dauða. 22En nú eruð þið leyst frá syndinni og bundin Guði. Það ber ávöxt til helgunar og eilífs lífs að lokum. 23Því að laun syndarinnar er dauði en náðargjöf Guðs er eilíft líf í Kristi Jesú, Drottni vorum.

Róm.7: 4Eins er um ykkur, bræður mínir og systur.[2]Orðrétt: bræður mínir. Þið hafið dáið með Kristi og um leið fengið lausn undan lögmálinu og hafið gefist öðrum, honum sem var upp vakinn frá dauðum svo að við mættum bera Guði ávöxt. 5Þegar við lutum okkar spillta eðli[3] voru syndugar ástríður, vaktar af lögmálinu, virkar í limum okkar svo að við bárum dauðanum ávöxt. 6En nú erum við leyst undan lögmálinu og dáin frá því sem áður hélt okkur í fjötrum og getum því þjónað með nýju lífi andans en ekki með fylgd við fornan lagabókstaf.

Þjónar Nýs sáttmála
2.Kor.3: 1Er ég nú aftur tekinn að mæla með sjálfum mér? Eða mundi ég þurfa, eins og sumir, meðmælabréf til ykkar eða frá ykkur? 2Þið eruð meðmælabréf mitt, ritað á hjarta mitt, allir menn geta séð það og lesið. 3Þið sýnið ljóslega að Kristur hefur ritað þetta bréf og sent það með mér: Það er ekki skrifað með bleki heldur með anda lifanda Guðs, ekki á steinspjöld heldur á hjartaspjöld manna.
4Það er vegna Krists sem ég er svo öruggur frammi fyrir Guði. 5Ekki svo að skilja að ég sé sjálfur hæfur og geti eitthvað sjálfur heldur er hæfileiki minn frá Guði. 6Guð hefur gert mig hæfan til að vera þjónn nýs sáttmála sem ekki er ritaður á bók heldur er hann andlegur. Því að bókstafurinn deyðir en andinn lífgar.
7Lögmálið var skráð með bókstöfum og höggvið á steina. Þó að þeir sem þjónuðu því dæju var dýrð þess slík að Ísraelsmenn gátu ekki horft framan í Móse vegna ljómans af ásýnd hans sem þó varð að engu. 8Hversu dýrlegri mun þá sú þjónusta vera sem fram fer í anda? 9Ef þjónustan sem sakfellir var dýrleg þá er þjónustan sem réttlætir enn þá auðugri að dýrð. 10Í þessu efni verður jafnvel það sem áður var dýrlegt ekki dýrlegt í samanburði við hina yfirgnæfandi dýrð. 11Því að ef það sem að engu verður kom fram með dýrð þá hlýtur miklu fremur hið varanlega að koma fram í dýrð.
12Þar eð ég nú hef slíka von þá kem ég fram með mikilli djörfung. 13Ég geri ekki eins og Móse sem setti skýlu fyrir andlit sér til þess að Ísraelsmenn skyldu ekki horfa á ljóma þess sem var að hverfa. 14En hugur þeirra varð sljór. Því allt til þessa dags hvílir sama skýlan yfir upplestri hins gamla sáttmála og henni hefur ekki verið svipt burt því að Kristur einn lætur hana hverfa. 15Já, allt til þessa dags hvílir skýla yfir hjörtum þeirra hvenær sem lesið er úr lögmáli Móse. 16En „þegar einhver snýr sér til Drottins er skýlan tekin burt“.[1] 17Drottinn er andinn og þar sem andi Drottins er, þar er frelsi. 18En við sjáum öll með óhjúpuðu andliti[2] dýrð Guðs endurspeglast í Kristi og andi hans lætur okkur umbreytast eftir þeirri sömu mynd til enn meiri dýrðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalbjörn Leifsson

Amen mjög gott og þarft innlegg inn í umræðuna. Guð er góður og fer ekki í manngreiningar álit. Hann elskar alla.

Aðalbjörn Leifsson, 8.12.2009 kl. 19:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband