Ljóð handa fallegu kærustunni minni
17.12.2009 | 22:46
Fyrst þegar ég sá þig, tók hjartað aukakipp,
ég spurði Guð hvort ég mætti kynnast þér.
Síðan fór hjarta mitt að bráðna af ást til þín,
Þegar ég held utan um þig hlýnar mér innan frá,
fegurð þín gerir mig hugfanginn.
Ég hugsa stöðuglega um þig allan daginn.
Þú átt stórt pláss í hjarta mínu.
Að halda utan um þig er gott,
finna ilimin af þér og hlýjuna.
Þakklátur Guði ég er,
að fá að kynnast þér :)
Athugasemdir
Fallegt Sigvarður minn. Æðislegt. Takk fyrir ljóðið, að deila því með okkur.
Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 17.12.2009 kl. 23:01
minnsta málið vinur minn, ég lofaði henni að gera ljóð handa henni og þetta var það sem kom áðan :)
Sigvarður Hans Ísleifsson, 17.12.2009 kl. 23:27
það er gott að vera ástfanginn - Guð blessi ykkur tvö og megi hann gera ykkur að sterkri einingu
Ragnar Birkir Bjarkarson, 18.12.2009 kl. 05:59
Flott hjá þér :)
Ari Jósepsson, 18.12.2009 kl. 06:31
takk :)
Sigvarður Hans Ísleifsson, 18.12.2009 kl. 06:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.