Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Vers um vonina

Andleg Von.

Róm.15:4. Róm.4:18. Róm.5:5 Róm.8:24-25. 1.Kor.13:13. Kól.1:23. 2.Þess.2:16-17. 1.Pét.3:15. 1.Jóh.3:3




Eilíf von.


Orðskv.14:32. Post.24:15. Kól.1:5. Tít.2:13. Heb.6:18-19. 1.Pét.1:3.





Vona á Drottinn.



Sálm.31:25. Sálm.33:18. Sálm.39:8. Sálm.42:1-6. Sálm.71:5. Sálm.146:5-8. Jer.17:7. Jóh.3:16.

 

hægt að skoða versin hér  http://biblian.is 


Pæling út frá Matt.9:13

 

Matt 9:13

Farið og nemið, hvað þetta merkir: Miskunnsemi vil ég, ekki fórnir. Ég er ekki kominn til að kalla réttláta, heldur syndara.

 

Mat.13 Then he added, "Now go and learn the meaning of this Scripture: ‘I want you to show mercy, not offer sacrifices.'* For I have come to call not those who think they are righteous, but those who know they are sinners."

Það sem er vert að taka eftir í enska versinu sem er New Living Translation: Ég er ekki komin til að kalla þá sem telja sig vera réttláta heldur þá sem vita að þeir eru syndarar.

Þegar við lesum  í kringum þetta vers að þá sjáum við að Jesús var að heimsækja Matteus. Jesús vissi það nákvæmlega hvernig maður Matteus var. Matteus var að svindla á fólki og var mjög óheiðarlegur. En Jesús fór til hans og breytti honum. Þess vegna eigum við að vera óhrædd við það að fara til þeirra sem lifa í synd og segja þeim frá Jesús því að hann er enn að breyta lífum fólks í dag.

Þessi orð Jesú voru til Fariseana. Hann benti þeim að þeir sem væru heilbrigðir þyrftu ekki að leyta læknis enda væru sjúkrastofurnar fullar af sjúku fólki en ekki heilbrigðu.Þessir Farisear þóttust vera réttlátir og skilja það sem stóð í Ritningunum. En Jesús sagði farið og skoðið aftur hvað þetta þýðir því að þið skiljið þetta ekki. Jesús vitnar síðan í Hós 6:6..Því að á miskunnsemi hefi ég þóknun, en ekki á sláturfórn, og á guðsþekking fremur en á brennifórnum. Jesús era ð benda þeim á það að Faðirinn hefur engan áhuga á helgisíðum þeirra heldur hjarta þeirra.  Jesús skorar á þá með þessum orðum að breyta eftir þessum orðum Ritningarinnar.  Eins og fram hefur komið þá kom Jesús ekki til að kalla þa sem þóttust vera réttlátir heldur þá sem voru þurfandi. Hann sá þá sem voru sjúkir og læknaði þá. Hann sá þá sem voru fjötraðir og leysti þá. Þannig á hugarfar okkar að vera. Við eigum ekki að réttlæta okkur sjálf eða þykjast vera betri en aðrir þegar við sjáum einstaklinga brjóta af sér eða mistök. Við eigum að fara til þeirra þeira sem sjúkir eru og biðja fyrir þeim að þeir verði heilir í Jesú nafni. Við eigum að fara til þeirra sem við vitum að eru rangir í verkum sínum og benda þeim á Jesús og að hann hefur lausn handa þeim. Þar höfum við það. Guð hefur engan áhuga á sjálfsréttlætingum manna. Hann vill sjá iðrandi hjarta. Allir menn eru jafnir frammi fyrir Guði, hvort sem þeir eru flokkaðir sem miklir syndarar eða réttlátir af mönnum. Vertu tilbúin að miskuna öðrum í stað þess að þykjast vera betri en aðrir


Pæling um ábyrgðina á syndafallinu.

Ég veit ekki hvort margir hafi velt sér upp úr syndafallinu. Afhverju bar Adam ábyrgð á þessu þrátt fyrir að Eva klikkaði á undan og lét freistast af djöfsa (höggorminum).

Er þetta af því að konan er svona ábyrgðarlaus að hún getur ekki tekið ábyrgð á gjörðum sínum? Nei þetta er ekkert svona karlrembu dæmi. Ég hef oft velt þessu fyrir mér og hugsa þetta núna út frá hjónasáttmálanum.

Matt 19:6.Þannig eru þau ekki framar tvö, heldur einn maður. Það sem Guð hefur tengt saman, má maður eigi sundur skilja.

Guð skapaði þau karl og konu til þess að þau yrðu eitt. Ástæðan fyrir því að Adam er gerður ábyrgur er fyrst og fremst tel ég  út af þessum sáttmála. Guð er Guð sáttmálans og hann rífur engan sáttmála. Hann er trúr þótt að við reynumst ótrú. Þar sem þetta var sáttmáli sem var settur af Guði að þau urðu þau að fara saman úr Eden. Þannig að ég trúi því samt að ábyrgð þeirra sé sameigileg. Því það gat ekki myndast aðskilnaður á milli þeirra tveggja í þessu tilviki. En Guð er miskunsamur og huldi nekt þeirra og sendi okkur svo son sinn Jesú Krist til að koma því í lag sem fór úrskeiðis í Eden. Þ,e,a,s að endurreysa þetta nána samfélag við Föðurinn eins og var í Eden.

En aftur af þessu. Maðurinn er nátúrulega höfuð fjölskildurnar sem þýðir ekki að hann sé einhver drottnari eða ráði öllu. Heldur skil ég þetta sem þannig að hann á að sjá fyrir fjölskildu sinni og vernda hana. Þess vegna er karlinn miklu líkamlega sterkari en konan.

Það er eitt sem er vert að skoða í þessu falli mannsins. Það er hver ber ábyrgðina? Því að Adam sagði strax við Guð þegar hann spurði hann hvað hann hefði gert, konan sem þú gafst mér hún lét mig gera þetta. Adam skellti ábyrgðinni strax á Guð. Hann hefur þá verið að koma frá sér hey sko þú gafst mér þessa konu og hún klúðraði þessu og plataði mig. En Eva svarar svo sko höggormurinn plataði mig. Þetta er ekki mér að kenna virðist hún vera segja heldur höggorminum því hann plataði hana.

Það sem er hægt að læra af þessu, er að maður á ekki að vera benda alltaf á aðra og kenna þeim um það sem miður fer hjá manni. Ég sjálfur ber ábyrgð á gjörðum mínum þó svo einhver hafi freistað mín til að gera þetta. Vegna þess að ég valdi það sjálfur að freistast. Þess vegna trúi ég að vegna þess að þau 2 völdu það að óhlýðnast Guði að þá eru þau ábyrg fyrir fallinu sjálf. þau 2 voru tengd saman af Guði og því gat ekki myndast aðskilnaður á milli þeirra. En það sem gerðist og var verra fyrir þau að þau gátu ekki lengur lifað í nálægð við Guð og misstu yfirráðin af jörðinni í hendurnar á satan. En Jesús sigraði satan á golgata þannig að þeir sem veita Kristi viðtöku hafa vald yfir óvinarins veldi í Jesú nafni og eru þvi ekki lengur undir oki eða fjötrum satans heldur frjáls í Kristi:) En ábyrgð íllskunar í heiminum er mannsins en óvinurinn blæs íllskunni í fólk en fólkið sjálft ber ábyrgð á því hvort það óhlýðnist eða hlýði Guði:)


Smá pæling um fyrirgefningu

Hvað er fyrirgefning? Sumir segja ég fyrirgef þér en gera það samt ekki. Eflaust vegna þess að þessir aðilar vita bara ekki betur hvað að fyrirgefa þýðir.

Fyrirgefning þýðir að gleyma þegar það kemur að okkur mönnunum að fyrirgefa öðrum.

Fyrirgefning Guðs til þín merkir í dag að afmá en var fyrir golgata að hylja yfir.

Fyrir sumum er það kannski hulið afhverju fyrirgefning fær nýja merkingu á golgata eða hafa hreinlega bara ekkert pælt í því. Í Biblíunni er talað um það að lífið sé í blóðinu. Syndin hún elur af sér dauða og veldur aðskilnað frá Guði. Þess vegna þarf að veita okkur líf með blóði sem er hreint lýtalaust og saklaust. Til að byrja með gerði Guð blóðsáttmála við Abraham því að það var sú leið sem hann valdi til að bjarga okkur frá eilífri glötun. Til að byrja með var blóð dýra gilt til fyrirgefningar synda okkar. En það blóð gat ekki afmáð syndina og það þurfti að færa fórnir á ári hverju og menn þurftu að minna sig á að þeir væru syndarar. En þegar Jesús úthelti blóði sínu á golgata að þá afmáði hann syndina í eitt skipti fyrir öll.

Sá sem tekur við Jesú sem Drottni sínum og frelsara hefur fengið að auki fyrirgefningarinnar eilíft líf að gjöf. Þ.e.a.s að það er ekkert syndavandamál lengur hjá þeim sem veita honum viðtöku. Það er vegna þess að allt sem við höfum gert og eigum eftir að gera hefur okkur verið fyrirgefið. Okkur hefur verið veitt frelsi til að lifa ekki í synd, og leyst undan valdi syndar og dauða. Vandamálið er ekki lengur syndin heldur erum við í stríði við girndina í sjálfum okkur eins og Páll útskýrir svo vel í Rómverjabréfinu. Rómverjabréfið segir líka að allt sem ekki er af trú er synd. Þannig að við þyrftum allan daginn til að vera játa syndir okkar en þurfum þess ekki. Enda búið að borga fyrir þær. En það sem við þurfum að gæta að er að lifa í sátt við hvort annað og vera fús til að fyrirgefa hvoru öðru það sem miður fer.

Eina syndin sem kemur þér til heljar fyrir utan það að lastmæla Heilögum Anda er að afneita Jesú. Jóhannes talar um í bréfum sínum um að syndin er að þeir trúðu ekki á nafn Guðsonarins eina. Ástæðan fyrir þessu er einfaldlega vegna þess að Jesús er dyrnar á himnaríki. Ef þú gengur ekki inn um þær dyr. Þá eru engar aðrar dyr til. Afneitun á björgun þýðir aðeins dauði fyrir þá sem þyggja hana ekki.

Frammi fyrir Guði eru sálir okkar dýrmætar og hann vill að sjálfssögðu fá þær allar til sín. En til þess verðum við að meðtaka fyrirgefningu hans fyrir líf okkar:)


Andi heimsins

Þegar maður skoðar þjónustu Jesú og þau verk sem hann gerði. Að þá er eitt sem vekur undrun mína til að byrja með. Hann var alltaf að gera það sem gott var, hjálpa þeim sem minna máttu sín, lækna þá sem sjúkir voru oflr. En samt ásakaður allskyns íllsku sem var ekki til í hjarta hans. Enda Guð í holdi klæddur og fullur kærleika til allra manna.

En það sem ég velti fyrir mér að svona er þetta enþá daginn í dag. Hinir kristnu reyna láta gott af sér leiða og hjálpa öðrum. En verða svo fyrir fordómum af fyrirfram ákveðnum skoðunum annara. Það sem mér finnst svoldið asnalegt, er að umræðum um samkynhneigða, er troðið allsstaðar inn, og við hin kristnu sökuð um að vera dómhörð og íll. Sömu ásakanir og Jesús varð fyrir nema á annan hátt.

En hvað er þá á bakvið þetta? Andi heimsins sem er satan og hans íllu árar eða íllu andar. Satan er stjórnandi jarðarinnar, nema hann er hræddur við hina kristnu því þeir hafa vald yfir honum.  Kól 2:15
Hann fletti vopnum tignirnar og völdin, leiddi þau opinberlega fram til háðungar og hrósaði sigri yfir þeim í Kristi.
Jesús afvopnaði þann ílla á krossinum. Þannig að markmið óvinarins er að reyna þagga niður í hinum kristnu því hann er hræddur við þá. Þá notar hann einstaklinga til þess sem hafa ekki veit fagnaðarerindinu viðtöku til að rífa sig eða kveikir upp deilu á milli hinna kristnu til að vekja upp óeiningu og sundrungu. Þegar það tekst þá fær hann að starfa óhindrað og rústa lífum fólks.

En ég er sannfærður um það að kynvilluandi ræðst mikið gegn hinum kristnu, sérstaklega þegar það kemur að því að boða kærleika jafnt til allra manna. Þá ræðst hann á þann hátt að hann vekur upp reiði og beyskju meðal hina vantrúuðu gegn hinum kristnu. Málið er það að Guð elskar alla menn jafnt en hatar syndina sem býr í manninum.

Kristnir hafa ekki komið með þá hugmynd að samkynhneigðir séu eitthvað annars flokks. Þessu hafa fjölmiðlar blásið upp ásamt öðrum sem vilja þagga niður í þeim sem boða fólki iðrun. Enda er eitt sem mér fannst fyndið varðandi bænagönguna, það sáust ekki fjölmiðlar þar sem voru sýnilegir. Ástæðan var mjög einföld, þetta var of jákvætt fyrir þá og þeir eru hræddir við að fjalla um jákvæða hluti. Enda þunglyndis fréttum dælt yfir landann á hverju kvöldi. Nema Rúv fær plús þeir eru mun jákkvæðari en Stöð 2 og fjalla stundum um jákvæða hluti. En hvað er þá á bakvið þetta allt saman? Jú andi heimsins er við stjórnvölin hjá fjölmiðlum og sér til þess að nógu miklu ógeði og rusli verði dælt yfir fólk. 


Gamalt ljóð frá 2002

  

          Spurull um heimsku heimsins.

             Sigvarður Halldóruson

   (Guðs gjöf) Sumarið 2002 á Ísafirði.

 

 

Túngötuskríli fer á ferð með rjóma og ís.

Sólin hátt á lofti er og bræðir ísinn.
Svo er talað um ást sem bræðir allan klaka.
Mannaást hvað er hún?

Því fíkninni er hún undirgefin.
Hvað fær þá staðist fíknina?
Mun sólin geta brætt hana?
Það er aðeins eitt sem er sterkara en fíknin.
Það er Jesús því hann hefur sigrað dauðans mátt.

Hví lifa þá svona margir fastir í fjötrum fíknarinnar?
Hvað er til ráða ? afhveju sér fólk ekki sannleikan?
Mér er það hugleikið hví fólk er svo heimskt að fara sína eigin leið.
Líf án Jesús er glatað líf.
Orð Guðs segir fel Drottni vegu þína og þér mun vel farnast.

Því að lifa í fjötrum þegar þú getur verið frjáls?


Fann gamla predikun frá árinu 2003

           Á hvaða grundvelli erum við að byggja líf okkar?

                   Höfundur: Sigvarður Halldóruson undir leiðsögn Heilags Anda

 

(1.Kor.3:10-15.  10. Eftir þeirri náð, sem Guð hefur veitt mér, hef ég eins og vitur húsameistari lagt grundvöll en annar byggir ofan á. En sérhver athugi hvernig hann byggir. 11. Annan grundvöll getur enginn lagt en hann en þann, sem lagður er sem er Jesús Kristur. 12. En ef einhver byggir ofan á grundvöllinn gull, silfur, dýra steina, tré, hey eða hálm, 13. þá mun verk hvers um sig verða augljóst. Dagurinn mun leiða það í ljós, af því að hann opinberast með eldi og eldurinn mun prófa hvílíkt verk hvers og eins er. 14. Ef nú verk einhvers fær staðist,það er hann byggði ofan á , mun hann taka laun. 15. Ef verk einhvers brennur upp, mun hann bíða tjón. Sjálfur mun hann frelsaður  verða, en þó eins og úr eldi.) (Lúk.6:46-49.  46. En hví kallið þér mig herra, herra og gjörið ekki það sem ég segi? 47. Ég skal sýna yður hverjum sá er líkur,sem kemur til mín, heyrir orð mín og breytir eftir þeim. 48. Hann er líkur manni, er byggði hús, gróf djúpt fyrir og grundvallaði það á bjargi. Nú kom flóð og flaumurinn skall á því húsi, en fékk hvergi hrært það vegna þess að það var vel byggt. 49. Hinn er heyrir og gjörir ekki er líkur manni, sem byggði hús á jörðinni án undirstöðu. Flaumurinn skall á því, og  það hús féll þegar og fall þess varð mikið.")

 

Á hvaða grundvelli erum við að byggja líf okkar? Erum við að byggja líf okkar á orði Guðs eða erum við að byggja upp líf okkar á tilfinningum? Hvað er að byggja trú sína upp á tilfinningum? Jú þannig er það ef ég læt stjórnast af því hvernig mér líður hvort ég komi á samkomur  eða leita Guðs að þá er ég að byggja upp trú mína á tilfinningum. Ef við erum í fýlu út í einhvern og neytum að koma í kirkjuna að þá er trú okkar byggð á tilfinningum. Ef við erum löt og nennum ekki að koma á samkomur að þá er trú okkar byggð upp á tilfinningum því við látum letina stjórna okkur og leti er synd. Ef ekkert gengur upp hjá okkur og okkur finnst allt vera í klessu. Hvað gerum við þá ? Færum við okkur nær Guði og leitum hans?

(Matt.6:33. En leitið fyrst ríkis hans og réttlætis, þá mun allt þetta veitast yður að auki.)

Eða gerum við ekki neitt ? Mér dettur eitt sniðugt í hug lífið er eins og sigling sá sem á ekki samfélag við Guð stefnir bara í einhverja átt eins og bátur sem hefur engan áttavita og veit ekki hvert líf hans stefnir. En sá sem á samfélag við Guð og breytir eftir orðum hans hann veit hvert líf hans stefnir og hefur Jesú sem leiðsögumann. Það sem maður á að gera þegar erfiðleikar koma að þá á maður að halda áfram í göngu sinni með Guði vitandi að maður sé ekki einn heldur er Guð með okkur.Ef vandamál koma upp að þá er engin lausn í því að hlaupa í burtu. Því er gott að temja sér það ráð að hlaupa alldrei í burtu frá vandamálunum hversu stór sem þau kunna að vera. Hvaðan fáum við þá andlegu næringu sem við höfum? Fáum við hana úr tónlistinni sem við heyrum í útvarpinu? Fáum við hana úr sjónvarpinu? Eða erum við að fylla okkur upp af orði Guðs?

Jesús sagði að við gætum ekki drukkið ferskt vatn úr beiskum brunni. Ef brunnurinn er við það er okkar andlega fæða að hvernig getum við þá ætlast til þess að undur og tákn muni gerast fyrir okkar hendur þegar við erum sjálf menguð af heiminum. Jesús sagði að við irðum eins og lækir lifandi vatns og ekki myndi ég vilja smakka á menguðu vatni ég vil hafa það hreint. Við erum musteri Heilags Anda og við getum ekki fyllt musterið að drullu því það á að vera hreint. Þess vegna á vatnið sem út frá okkur kemur að vera tandurhreint. Og hvernig getum við haft musterið hreint?

Jú við lesum orð Guðs í Biblíunni því orðið er eins og vatnið. Orðið það heinsar okkur að innan og gerir okkur hrein á sama hátt og vatnið þrífur okkur að utan. Þess vegna skiptir miklu máli að fylla sig af orði Guðs á hverjum degi og það skiptir máli að við tölum við Jesú í bæn á hverjum degi. Því að sá kraftur sem býr innra með okkur vex ef við helgum okkur með lestri í orði Guðs og tölum við Drottinn í bæn. Það er ekki nóg að koma á samkomur einu sinni í viku og láta það gott heita. Ef við fáum ekki okkar andlegu fæðu frá Guði að þá munum við gefast upp. Ef við viljum standast eldraunina á dómsdag að þá er eins gott fyrir okkur að byggja líf okkar upp á orði Guðs. Það sem einn maður sagði þegar hann var spurður hvernig hann fór að því að byggja söfnuð út frá 15 manns upp í 750,000 manns að þá sagði hann að hlýðni þyrfti að fylgja bænum okkar.

Við eigum ekki að vera biðja eitthvað út í loftið. Við þurfum að kynnast Heilögum Anda og biðja hann um að leiða okkur í bæn svo við getum beðið í Guðsvilja. Við þurfum að muna að við þurfum að trúa því sem við erum að biðja. Það er ekkert vit í því að mæta á bænastundir og þylja upp einhverjar svakalegar þulur og meina ekkert með því. Bænin hún byrjar frá hjarta Guðs og hvernig getum við ætlast til þess að læra þekkja vilja Guðs ef við nennum ekki að lesa Biblíuna og fara eftir því sem hún segir. Það er alltof allgengt að fólk taki vissa hluti sem hentar þeim og tekur svo aðra hluti úr og segja að við þurfum ekkert að fara eftir öllu því þetta hentar nú ekkert allveg fyrir líf þeirra eða nútíman. En samt sem áður að þá segir Biblían að himinn og jörð munu líða undir lok og allt sem á jörðinni er. En orð Guðs mun alldrei líða undir lok og enginn stafkrókur falla úr gildi.

Og ég spyr hver erum við að hagræða orði Guðs eftir okkar vilja og þörfum. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að við getum ekki staðist eldraunina á dómsdag ef við hagræðum öllu eftir okkar þörfum við þurfum að hlýða Guði. Það er heldur ekki alltaf þægilegt að heyra sannleikan en við þurfum á því að halda að fá stundum hlutina yfir okkur eins og kalda vatnsgusu. Það er ekkert auðvelt að gera vilja Guðs. Það er miklu auðveldara að gera ekki neitt. En ef við gerum ekkert að þá skeður ekkert, það er bara staðreynd að það er hundleiðinlegt ef ekkert gerist og hlutirnir eru alltaf eins. Ef við viljum sjá eitthvað gerast að þá verðum við að helga okkur og afhenda Guði hluti í lífi okkar sem eiga ekki að vera. Guð vill allt eða ekkert. Við getum ekki fylgt Guði heilshugar og elskað heiminn um leið, við þurfum að velja.

(1.Jóh.2:15-17. 15. Elskið ekki heiminn, ekki heldur þá hluti sem í heiminum eru. Sá sem elskar heiminn, á ekki í sér kærleika til föðurins, 16. Því að allt það sem í heiminum er fýsn holdsins og fýsn augnanna og auðæfa-oflæti, það er ekki frá Föðurnum, heldur er það frá heiminum. 17. Og heimurinn fyrirferst og fýsn hans, en sá sem gjörir vilja Guðs varir að eilífu.)

Við verðum að velja hvorn veginn við viljum ganga hvort við göngum þrönga veginn sem liggur til lífsins eða þann breiða sem liggur til glötunar.Það er ekki auðvelt að ganga veg Drottins en við getum það með hjálp Heilags Anda. Hvað ætlum við að gera þegar Jesús kemur aftur að sækja þá sem honum tilheyra? Ætliði að vera skemmta ykkur að hætti heimsins og verða ykkur til skammar? Eða ætliði að vera brennandi fyrir Drottinn og vera verkamaður sem fer rétt með orð sannleikans og breytir eftir þeim? Það verður of seint að ætla vera allt í einu 100% fyrir Jesús þegar hann kemur aftur við þurfum að vera 100% núna í dag. Við verðum að kjósa hvern dag að ganga með Jesús.

Ef okkur mistekst oft og við gerum fullt af hræðilegum hlutum að þá eigum við árnaðarmann á himnum sem heitir Jesús Kristur. Jesús sigraði syndina og úthelti blóði sýnu til fyrirgefningar öllu mannkyni svo við mættum vera frjáls undan oki djöfulsins. Við megum ekki láta mistök draga okkur frá Guði, Kærleikur Guðs til okkar er stærri en mistökin okkar. Og hvernig ætlum við að vera frjáls ef við nennum ekki að lesa og biðja?  Við verðum að stíga upp úr mistökunum okkar því það er mannlegt að falla, djöfullegt að liggja og Guðdómlegt að stíga aftur upp úr mistökunum.Við megum ekki vera með hálfvelgju

(Opinb.3:15-19.  15. Ég þekki verkin þín að þú ert hvorki kaldur eða heitur. Betur að þú værir kaldur eða heitur. 16. En af því að þú ert hálfvolgur mun ég skyrpa þér út af munni mínum. 17. Þú segir: ,,Ég er ríkur  og orðin auðugur og þarfnast einskis." Og þú veist ekki að þú ert vesalingur og aumingi og fátækur og blindur og nakinn. 18. Ég ræð þér,að þú kaupir af mér gull skírt í eldi, til þess að þú verðir auðugur, og hvít klæði til að skýla þér með, að eigi komi í ljós vanvirða nektar þinnar, og smyrsl að smyrja með augu þín, til þess að þú verðir sjáandi. 19. Alla þá sem ég elska tyfta ég og aga. Ver því heilhuga og gjör iðrun. )

Það er ekki góð tilfinning að vita til þess að maður getur átt það í hættu með að Guð skyrpi manni út úr munni sínum. Við megum ekki vera að eyða tíma í að skammast okkar fyrir að vera Kristinn.

(Lúk.9:26. En þann sem blyggast sín fyrir mig og mín orð mun mannsonurinn blygðast sín fyrir er hann kemur í dýrð sinni og föðurins og heilagra engla.)

Lífið hér á jörðinni er próf hvort við getum lifað í eilífðinni með Guði. Ef við getum ekki lifað hér á jörðinni með Drottni, hvernig ætlumst við þá að lifa með honum í eilífðinni. Það er mjög heimskulegt að hafna lífinu með Guði á jörðinni og ætlast til þess svo að vera hólpin og lifa með honum í eilífðinni. Biblían segir að við séum brúðir Krists. Og allar brúðir þurfa undirbúning fyrir brúðkaup sitt. Ef við erum brúðir Krists að þá þurfum við að elska hann og eiga lífið í honum svo við getum verið hólpin á dómsdag. Við þurfum að hafa augu okkar á Jesú því það er hann sem gefur okkur eilíft líf og frelsar okkur undan oki djöfulsinns.

Ef erfiðleikar koma upp að þá skulum við horfa á Jesú og svo vandamálið. Því Jesús er stærri en vandamálin okkar. Það er hundleiðinlegt að vera kristinn ef maður kemur bara á samkomur og nennir ekki að gera neitt. Við verðum að koma á samkomur með eftirvæntingu og vera hlakkandi til í hjarta okkar og spyrja okkur sjálf hvers vænti ég af þessari samkomu. Ætla ég að fara af samkomunni sem breyttur maður eða ætla ég bara koma bara til þess að koma. Ef við komum ekki með væntingar til Guðs og þrá í hjarta okkar að lofa hann að þá gerist ekkert. Þetta er sama með samfélag okkar við Jesús ef við lesum ekki og biðjum daglega að þá gerist ekkert. Biblían segir að við uppskerum eins og við sáum. Ef við nennum ekki að gera neitt fyrir Guð hvernig getum við þá ætlast til þess að hann geri allt fyrir okkur.

Það er ekki Guðs vilji að við séum bara heimtandi og gefum ekkert af okkur. Við getum ekki litið á Guð sem þjón fyrir okkur þegar okkur hentar og sett hann svo alltaf aftur í vasan. Við erum þjónar Drottins það er hann sem gefur okkur fyrirskipanirnar og við eigum að hlýða. Hver var síðasta fyrirskipun Jesús áður en hann fór af jörðinni? Hann sagði farið út með orðið. Þetta var skipun ef við segumst vera Kristinn að þá skulum við sýna það í verki og  hlýða þeim er skóp okkur og kallaði okkur til samfélags við son sinn Jesú Krist. Verum ljós fyrir Jesús því lífið er rétt að byrja þegar þið kynnist honum. Það er rosalega spennandi að fara í trúboð og sjá fólk frelsast og læknast. Það er allveg magnað hvernig Drottinn staðfestir orð sitt með táknum og undrum ef við erum reiðubúinn að fara út með orðið og gera eitthvað fyrir hann.

Mig langar að fá ykkur öll til að lúta höfði því mig langar að biðja Drottinn um að gefa ykkur ástríðu og hungur eftir því að sjá fólk frelsast og að þið fáið hungur eftir því að fylla ykkur af orði Guðs á hverjum degi og að þið fáið ykkar andlegu fæðu frá Guði en ekki heiminum og að þið megið byggja líf ykkar á orði Guðs. Fagnaðarerindið snýst um að fólk frelsist og við verðum að gera eitthvað í því, vegna þess að það eru alltof margir hér á Íslandi á hraðri leið til helvítis og hvað ætlum við að segja við Guð á dómsdag þegar hann spyr okkur hvað við höfum gert fyrir hann? Ætlum við að segja æji ég bara nennti þessu ekki það var svo mikið annað að gera og fá það svar til okkar þú ílli og lati þjónn far þú út í ystu myrkur þar sem gnístran tanna verður og eilíf kvöl og aðskilnaður frá Guði? Eða ætlum við að vera trú í því sem Guð hefur sett okkur í og fá að heyra gott þú góði og trúi þjónn gakk þú inn í fögnuð herra þíns? Ykkar er valið þess vegna vil ég hvetja ykkur til að helga ykkur. Og ef ykkur vantar aðstoð í að læra að biðja og lesa daglega í Biblíunni að þá getið þið alltaf leitað til mín og ég reyni að hjálpa ykkur eftir fremsta megni.

Bæn....... Eftir bænina: Það er eitt gott ráð sem ég vil deila með ykkur áður en stundinni líkur. Það er að við skulum læra af Jesú hvernig hann kom fram við fólk því hann hefur fullkominn kærleika. Við mennirnir erum svo takmarkaðir og komum alltaf til með að gera mistök. Sem þýðir það að við verðum að læra að fyrirgefa hvoru öðru. Takiði Jesú til fyrirmyndar. Allir þurfa að hafa sína fyrirmynd mörg börn hafa yfirleitt teiknimyndapersónur, söngvara eða íþróttamenn sem fyrirmynd og reyna að líkja eftir þeim þannig skulum við hafa Jesú sem fyrirmynd og reyna að líkjast honum á allan hátt. Og hvernig gerum við það jú við lesum í Biblíunni hvernig hann kom fram við fólk og reynum að líkjast honum eins mikið og við getum.


Hugleiðing um ástina og þörfina að vera elskaður eða elskuð

Allir hafa þá þörf fyrir að vera elskaðir. Sumir finna ástina snemma og aðrir seint. Sumir leita og leita en ekkert gengur. Sumir finna hamingjuna en líða svo skipbrot því að makinn hefur haldið framhjá eða yfirgefið aðilan. Upp kemur sárindi, reiði og sorg. Sumir takast á við missinn og sigrast á aðstæðum. Sumir eiga erfitt með að sætta sig við aðstæður en aðrir ekki.

Sumir sætta sig ekki við að ástin í lífi þeirra sé farin, eða hafi yfirgefið þá, og læra ekki að lifa í sátt með sjálfum sér og öðrum. Sumir upplifa höfnun og missa jafnvel sjálfsvirðinguna og missa sig í hugsanir eins og er ég ekki nógu góð(ur)? Sumir byrja leit að annari ást til að fylla í sárin og upplifa hamingjuna aftur. Sumir leita og leita en upplifa ekkert nema skipbrot eftir skipbrot, höfnun eftir höfnun og margar neikvæðar tilfinningar. Sumir setja á sig grímur og fara stunda þann leik að ná byrjunarstigi á sambandi eða byggja upp spennu og slíta því svo til þess að hinn aðilinn særi þau örugglega ekki.

Margar eru grímurnar þeirra sem brotnir eru. Hvað er ást okkar mannana hún er alltaf að bregðast, hún er svo ófullkomin og breysk. En samt þráum við það að vera elskuð og leitum oft á röngum stöðum af ástinni. Til er ein ást sem alldrei bregst og það er ást Guðs til þín. Það skiptir engu máli hversu góður eða slæmur aðili þú ert að annara mati eða þínu áliti. Guð elskar þig samt, alltaf jafn mikið. Hann heldur ekki framhjá þér, hafnar þér ekki, þú þarft ekki að vinna þér neitt inn hjá honum til þess að hann elski. Hann elskar þig án skilyrða.

Ég var fastur sjálfur í þessu, upplifði ástina, gifti mig en leið skipbrot, sorgin og ósættið náði tökum á mér. Ég fór að leita sjálfur að annari ást því ég vildi ekki vera einn. Ég leytaði og leytaði en ekkert fann. Ég hætti að hafa áhuga á konum sem voru trúaðar því mér fannst ég of skítugur eða ekki nógu góður. Þannig að ég fór á datelínur og alls konar vitleysur. Alldrei fann ég hamingjuna í þeim pakkanum og leið skipbrot eftir skipbrot, gerði mistök eftir mistök. Eina sem ég uppskar var að ég týndi sjálfum mér, hætti að vita hvað það var sem ég vildi og vissi ekkert í minn haus í kvennamálum.

Ég áttaði mig á því að öll sú ást og umhyggja sem ég þarf kemur frá Guði. Ég áttaði mig á því að lækning við höfnun er að þakka Guði fyrir að hann elskar mig. Ég áttaði mig á því að lækning á sjálfsvirðingunni var að þakka Guði fyrir að ég er undursamleg sköpun hans, þakka honum fyrir að ég væri fallegur og skapaður í hans mynd, þakka honum fyrir að ég væri meðtekin, þakka honum fyrir að hann hefur gefið mér nýtt líf. Þegar óttinn kemur þá þakka ég honum fyrir að ég er hugrakkur, því að ótti er ekki í elskunni, fullkomin elska rekur burt óttan. Allar neikvæðar tilfinngar hafa horfið, ég hef öðlast sátt og meðtekið það að ég er elskaður og til er sá sem gefur mér allt sem ég þarf.

Ég átti erftitt með að meðtaka það að ég væri elskaður eða trúa því, og gat þess vegna ekki meðtekið það. En þegar ég fór að þakka Guði fyrir það sem ég taldi fyrir ofan þá fór það að breytast. Ég fór að meðtaka það að ég er elskaður, ég fór að breytast sjálfur, mig langaði að breytast. Ég fór að biðja Guð um að hjálpa mér að elska alla jafnt óháð því hvernig útlit þeirra og annað væri.

Guð fór að sýna mér hluti sem ég var að gera rangt, hvernig ég horfði oft á konur, núna segi ég ekki lengur þessi er ljót eða feit, heldur þegar óvinurinn skítur þessari hugsun í kollinn á mér þá segi ég nei þetta er falleg sköpun Guðs.

Guð sýndi mér líka að ég var alltaf að dæma allt og alla og sjálfan mig í leiðinni. Hann benti mér á að mér hefði alldrei verið boðið sæti í hásæti hans til að dæma aðra. Hann benti mér líka á að mitt hlutverk væri ekki að benda á syndir annara. Hann benti mér á, að benda fólki á krossinn, benda þeim á Jesú, benda þeim á hvað hann hefði gert fyrir það á krossinum og hvernig hann réttlætti okkur, hvað Guð elskar okkur mikið án skilyrða. Ég er breyttur því ég fór að þakka Guði fyrir kærleika hans til mín. Viltu losna við höfnun, neikvæða sjálfsmynd og að dæma aðra og þig? Byrjaðu þá að þakka Guði fyrir það sem ég taldi upp að ofan og allt það sem þér dettur í hug. Ekki gera það bara einu sinni, heldur oft og oft á dag. Þú þarft á því að halda að vera elskuð eða elskaður.

Guð er kærleikurinn, hann elskar þig sama hvað...


Bænagangan í dag

Vildi bara minna á bænagönguna sem er í dag og tónleikana í Laugardalshöllinni.  Gangan byrjar klukkan 2 frá Hallgrímskirkju og síðan verða tónleikarnir í Laugardalshöllinni kl 6.

Mætum öll og biðjum gegn myrkrinu:) 


Hégilja

Ég hef svona verið að skoða nýju Biblíuþýðinguna og  bera hana saman við 81 þýðinguna og svo aftur á móti nýjar enskar þýðingar í dag. En ég hélt svona að þar sem Biblían ætti að færast á nútímalegra mál að þá myndi hún vera auðskiljanlegri.

En það poppar upp orðið hégilja. Þetta orð hef ég alldrei heyrt áður svo ég muni til. Enda ekki mikið notað í mínu umhverfi. Í 1.Tím.4:7 kemur þetta orð fyrir. 81 þýðinginn þýddi vanheilögum kerlingaævintýrum sem þýddi að maður ætti ekki að taka, þátt í baktali, slúðri eða neikvæðu tali. En nýja þýðingin segir vanheilögum hégiljum. Þá er komin allt önnur meining á versið og þannig séð búið að breyta merkingu þess. Ég finn ekki nákvæma merkingu þessa orðs, en það sem ég kemst næst er hjátrú. Þeir sem vita betur mega leiðrétta mig endilega. En sé þetta raunverueg merking orðins, þá þýðir þetta vers ekki lengur að við eigum að hafna því að taka þátt í baktali og slúðri, heldur að við eigum að hafna allri vantrú.  Frumtextin sem orðin hégilja og kerlingarævintýri er þýtt af er muthos.

Muthos er þýtt í King James sem uppspuni. Versið í King James er þýtt þannig, en hafna þú hinu óguðlega og uppspuna gamalla eiginkvenna.

New Living Translation þýðir þetta sem ekki eyða tíma í þras yfir guðlausm hugmyndum  og uppspuna gamalla eiginkvenna

Orðið hégilja sem er eldgamalt og háfleygt er mér hulið afhverju það sé notað í nýju íslensku þýðingunni. Kannski það að háskólarektorar og íslenskufræðingar hafi lagt þær kröfur að þetta orð yrði tekið aftur upp. En hvað á unglingur að halda sem les þetta? hann skilur ekki baun í bala en orðið kerlingarævintýri má allveg misskilja auðveldlega. En það mátti allveg skilja þetta vers, en hafna þú öllum vanheilögum kerlingarævintýrum og æf sjálfan þig í allri guðhræðslu. Það mátti allveg skilja þetta á þann hátt að maður eigi að láta konur sem ganga ekki sama veg og maður sjálfur eiga sig. Þess vegna kemur orðið vanheilög því það er engin blessun í því að fara í sambönd með vantrúuðum því það hefur í flestum tilvikum leitt til þess að ´trúaði aðilinn fer hægt og rólega af vegi sannleikans. En þó svo að vers þýði eitthvað ákveðið, þá má maður alldrei sleppa því að leyfa orðinu að tala til sín. Þetta vers í 81 þýðingunni talaði þetta til mín eins og ég útskýrði en þýðir að taka ekki þátt í því óguðlega eins og slúðri og baktali og þrætum.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband