Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007
Alvæpni Guðs
8.11.2007 | 10:37
Efe 6:10-23
-10- Að lokum: Styrkist nú í Drottni og í krafti máttar hans.
-11- Klæðist alvæpni Guðs, til þess að þér getið staðist vélabrögð djöfulsins.
-12- Því að baráttan, sem vér eigum í, er ekki við menn af holdi og blóði, heldur við tignirnar og völdin, við heimsdrottna þessa myrkurs, við andaverur vonskunnar í himingeimnum.
-13- Takið því alvæpni Guðs, til þess að þér getið veitt mótstöðu á hinum vonda degi og haldið velli, þegar þér hafið sigrað allt.
-14- Standið því gyrtir sannleika um lendar yðar og klæddir brynju réttlætisins
-15- og skóaðir á fótunum með fúsleik til að flytja fagnaðarboðskap friðarins.
-16- Takið umfram allt skjöld trúarinnar, sem þér getið slökkt með öll hin eldlegu skeyti hins vonda.
-17- Takið við hjálmi hjálpræðisins og sverði andans, sem er Guðs orð.
-18- Gjörið það með bæn og beiðni og biðjið á hverri tíð í anda. Verið því árvakrir og staðfastir í bæn fyrir öllum heilögum.
-19- Biðjið fyrir mér, að mér verði gefin orð að mæla, þá er ég lýk upp munni mínum, til þess að ég kunngjöri með djörfung leyndardóm fagnaðarerindisins.
-20- Þess boðberi er ég í fjötrum mínum. Biðjið, að ég geti flutt það með djörfung, eins og mér ber að tala.
-21- En til þess að þér fáið einnig að vita um hagi mína, hvernig mér líður, þá mun Týkíkus, minn elskaði bróðir og trúi aðstoðarmaður í þjónustu Drottins, skýra yður frá öllu.
-22- Ég sendi hann til yðar einkum í því skyni, að þér fáið að vita, hvernig oss líður, og til þess að hann uppörvi yður.
-23- Friður sé með bræðrunum og kærleikur, samfara trú frá Guði föður og Drottni Jesú Kristi.
Hver eru alvæpni Guðs?
1) Belti sannleikans.
2) Brynja réttlætisins.
3) Skór Fúsleikans.
4) Skjöldur trúarinnar.
5) Hjálmur hjálpræðisins.
6) Sverð Andans.
Það sem ég vil skoða er hvernig virka alvæpni Guðs og hvaða tilgangi þjóna þau?
Styrkur okkar í trúargöngunni verður að koma frá Drottni því að ef við eigum ekki samfélag við hann og fáum kraft frá honum að þá munum við fljótlega gefast upp í trúargöngu okkar. Við þurfum að klæðast alvæpni Guðs svo við fáum staðist vélabrögð djöfulsins. Hinir ólíku hlutar þessa alvæpnis tákna andlega viðmótið, sem hinn trúaði verður að hafa . Með þessu Alvæpni er hinn trúaði verndaður og ekki hægt að snerta hann í þjónustu valdsins. Allt sem hann þarf að gera, er að viðhalda þessum vopnum vel og íklæðast þeim dyggilega. En nú skulum við skoða hvað þessi alvæpni gera.
1) Fyrsta vopnið er, sannleiksbeltið. Það táknar hreinan skilning á Orði Guðs. Það heldur vopnum okkar á sínum stað, rétt eins og belti hermannsins gerir.
2) Annað vopnið er brynja réttlætisins, þetta hefur tvöfalda merkingu; Jesús er réttlæti okkar, og að við setjum hann í fyrsta sætið. Það sýnir líka hlýðni okkar við Orð Guðs.
3) Þriðja vopnið er að fætur okkar eru skóaðir með fúsleik til að flytja fagnaðarboðskap friðarins. Þetta táknar trúfesti í þjónustunni við að breiða út Orð Guðs
4) fjórða vopnið er skjöldur trúarinnar. Skjöldurinn skýlir öllum líkamanum. Þetta táknar fullkomið öryggi okkar undir blóði Krists, þar sem enginn kraftur óvinarins getur komist í gegn.
5) Fimmta vopnið er hjálmur hjálpræðisins. Í fyrra Þessalonikubréfi.5;8 er talað um von hjálpræðisins. Von hjálpræðisins er eini hjálmurinn, sem varið getur höfuð okkar á þeim tíma þegar vikið er frá sannleikanum. Þá er átt við að þessi hjálmur ver þig þegar menn fara út í villukenningar eða birja að kenna eitthvað annað en Guðs orð segir.
6) Sjötta vopnið er sverð Andans, sem er Orð Guðs.Þetta sýnir að nota á Orð Guðs til sóknar. Hin vopnin eru aðallega til varnar, en sverðið - Orð Guðs - er vikrt sóknarvopn. Efefs.6.18 segir Gjörið það með bæn og beiðni og biðjið á hverri tíð í anda. Verið því árvakrir og staðfastir í bæn fyrir öllum heilögum. Skilurðu hvers vegna bænabaráttan virkar ekki alltaf? Það er vegna þess að við höfum ekki íklæðst hertygjunum. Við erum fyrst tilbúin í bænabaráttu, þegar við erum skrídd alvæpninu. Bænir beðnar í Andanum framkvæma verkið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Ekki mín vika
7.11.2007 | 12:26
Ég get ekki sagt að þetta sé mín vika núna, eitthvað leiðinlegt sem skeður á hverjum degi og hefur skeð síðan á laugardaginn.
Á laugardaginn tognaði ég í kviðnum
Á sunnudeginum tognaði ég framan á lærvöðva
Á mánudaginn læsti ég mig úti og það var ráðist á mig og endaði með þvi að það þurfti að sauma á mér eyrað oflr áverkar.
Á þriðjudaginn læsti ég mig úti í vinnunni og aðilinn sem réðist á mig kom með annan með sér og ætlaði að hjóla aftur í mig.
Í dag reyndi svo gaurinn aftur að ögra mér og ég læsti mig úti og fékk svo reikning í hausinn sem ég vissi ekkert um...
Það erfiðasta við þetta allt saman er að þegar menn veitast svona að manni að þá hefði ég í gamla daga lamið hann í klessu. En þar sem maður er frelsaður í dag að þá má maður ekki svara með ofbeldi til baka. Ég fyrirgef honum en það er ekki auðvelt þegar hann kemur alltaf aftur og aftur og man svo ekkert eftir því sem hann gerði... En það er bara að taka æðruleysisbænina á þetta...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Smá pæling um nokkur atriði ú Rómverjabréfinu
6.11.2007 | 17:06
Það sem ég hef verið að hugleiða undanfarið er fyrst syndin er afgreidd og hefur ekki lengur vald yfir þeim sem hafa meðtekið Jesú Krist sem Drottinn sinn og frelsara. Afhverju hrasa þá þessir einstaklingar enþáog misjafnlega oft í það að gera ranga hluti? Þá meina ég hluti sem eru ekki réttir frammi fyrir Guði.
Er maður eitthvað minna kristinn ef maður klikkar á hlutunum? Nei það held ég ekki. Páll útskýrir þetta reyndar mjög vel. Hann talar um það að það séum ekki við lengur sem syndgum heldur sem syndin sem í okkur býr. Það er að segja að hold okkar er selt undir vald syndarinnar. Þegar við vorum án Guðs að þá hugsuðum við á holdlegan hátt og vorum andlega dauð. En það sem gerist þegar við tökum við Kristi að okkar andlegi maður lifnar við. Við erum Andi með sál og búum í líkama. Andinn er sofandi eða myrkraður þegar við erum ekki tengd við Guð . Þess vegna kemur þetta tómarúm þegar maður er án Guðs. Það vantar eitthvað innra með okkur. Eða ekki eitthvað heldur vantar lífið og við náum alldrei að fylla þetta tómarúm með neinum hlutum. Sá eini sem getur það er Jesús Kristur. Þess vegna þegar við höfum tekið við Jesú inn í líf okkar, þá lifnar okkar andlegi maður við. Hugsanir okkar fara að breytast. Þá er eins og við séu, komin með tvískipt eðli sem er í stríði við hvort annað. Páll bendir okkur á í 8 kaflanum að við eigum að lifa í andanum svo við fuullnægjum alls ekki girndum holdsins. Þá á hann við, deyðið gamla manninn með því að vera í samfélaginu við Guð, því að það er eina leiðin til að halda girndinni niðri.
Þannig að það er ekki stríð við syndina sem við erum í, heldur við girndina sem er í holdi okkar. Girndin reynir að tæla okkur til rangra hluta, og gerir allt í andstöðu við kærleikan. Kærleikurinn gefur en girndin tekur. Losti er hluti af girndinni og er ekki hluti af ást þótt sumir haldi það, eða hafi ekki getu í að greyna á milli. Losti flokkast undir holdsins girnd og vekur upp kynferðislegar hugsanir og girndir, lostinn hefur tælt fólk til að framhjáhalds og margra rangra hluta á kynferðissviðinu því hann fær alldrei nóg. lostinn segir gefðu mér mér en gefur ekkert til baka og skilur okkur eftir álíka tóm og autt vatnsglas.
Losti hefur ekkert með raunverulega ást að gera. Þess vegna þurfa þeir sem veikir eru á þessu sviði að deyða lostann með því að , lesa í Biblíunni, tala tungum, hlusta á kristilega tónlist eða gera það sem er uppbyggilegt. Þá á ég við að það á ekki að fóðra girndina , heldur svelta hana og fylla sig af orði Guðs til þess að maður geti staðið stöðugur.
Girndin er ekki bara losti, heldur líka girndin í að eignast meira eða fá meiri völd. Það virðist vera í holdlega eðli okkar að vilja Drottna enda vorum við sköpuð til þess að drottna yfir dýrum jarðar og fiskum sjávar. Þessi girnd í að eignast meira og meira færir mönnum enga hamingju. Ég hef ekki séð að sáttasta fólkið sé það sem á mest. Það er í rauninni á heildina séð nískara en þeir sem eiga minna á milli handana.
Hamingjan er fólgin í að lifa í sátt og samlyndi við Guð og aðra menn í kringum okkur, og lifa í þeim tilgangi sem við vorum sköpuð til, og sá tilgangur er að lifa með Guði.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Predikunin frá laugardeginum í Keflavík
5.11.2007 | 14:32
Predikun Keflavík 3 nóv 2007-
Sigvarður:
Róm 2:1-4
-1- Fyrir því hefur þú, maður, sem dæmir, hver sem þú ert, enga afsökun. Um leið og þú dæmir annan, dæmir þú sjálfan þig, því að þú, sem dæmir, fremur hið sama.-2- Vér vitum, að dómur Guðs er sannarlega yfir þeim er slíkt fremja.-3- En hugsar þú það, maður, þú sem dæmir þá er slíkt fremja og gjörir sjálfur hið sama, að þú fáir umflúið dóm Guðs?-4- Eða lítilsvirðir þú ríkdóm gæsku hans og umburðarlyndis og langlyndis? Veist þú ekki, að gæska Guðs vill leiða þig til iðrunar?
Það sem er að gera út af við líkama Krists í dag er ekki syndir okkar eða mistök. Jesús er búin að afgreiða syndina í eitt skipti fyrir öll.
Það sem er að gera út af við kirkjuna í dag er sjálfsfordæming og að dæma aðra.
Róm 8:1-2
-1- Nú er því engin fordæming fyrir þá, sem tilheyra Kristi Jesú.-2- Lögmál lífsins anda hefur í Kristi Jesú frelsað þig frá lögmáli syndarinnar og dauðans.
Það sem er að eyðileggja í dag og ýta fólki í burtu er að við erum svo oft að dæma aðra. Kærleikur Guðs á að laða fólk að ekki ýta þeim í burtu. Og ég er ekki komin hér til þess að predika um það hversu syndug við erum, heldur til þess að segja ykkur hversu hrein og fullkomin Jesú blóð gerir ykkur.
Jesús hefur afgreitt syndina í eitt skipti fyrir öll. Vandamálið er ekki lengur þessi mistök sem við gerum. Það eina sem við þurfum að gæta er að lifa í sátt við hvort annað og Drottinn. Allt það sem við höfum syndgað og eigum eftir að syndga hefur okkur verið fyrirgefið. Og þegar Páll talar um Róm.2:4 hvort við séum að lítlvirða ríkdóm gæsku hans umburðarlyndis og langlyndis að þá er hann að spyja okkur hvort við séum búin að meðtaka það sem Jesús er búin að gera fyrir okkur.
Þegar ég frelsaðist þá var það ekki af því að mér var bent á hversu mikill syndari ég væri eða að ég fékk bara allt í einu hugmynd um að fara hlýða boðorðunum 10. Ég var þannig maður að ég braut allar reglur sem ég gat brotið og það var ekki inni í myndinni hjá mér að fara hlýða eða vera heiðarlegur því ég kunni það ekki. Það sem leiddi mig til iðrunar var kærleikur Guðs til mín. Það komu hvergi menn nálægt því að ég snéri mér til hans.
Það sem gerðist er að ég sá hversu góður Guð er og hversu rangur ég var í verkum mínum að mig langaði til að koma til hans. Þetta kvöld hafði ég planað að fremja morð á manni til að hefna mín á honum. Ef menn hefðu vitað hvað ég ætlaði að gera að þá hefði ég verið dæmdur eins og skot. En það gerði Jesús ekki. Hann mætti mér og sýndi mér að hann elskaði mig þrátt fyrir það hversu breyskur ég væri og hann sýndi mér að kærleikur hans til mín og til okkar allra er miklu meiri og stærri en öll mistökin okkar til samans.
Þegar við bendum á aðra sem gera mistök þá fer einn puttinn á þá, einn upp til Guðs og 3 á okkur sjálf. Drottinn opinberaði það fyrir Páli að þegar við erum að dæma aðra þá erum við að dæma okkur sjálf í leiðinni.
Jóh 3:17
Guð sendi ekki soninn í heiminn til að dæma heiminn, heldur að heimurinn skyldi frelsast fyrir hann.
Jóh 12:47
Ef nokkur heyrir orð mín og gætir þeirra ekki, þá dæmi ég hann ekki. Ég er ekki kominn til að dæma heiminn, heldur til að frelsa heiminn.
Biblían segir að við eigum að feta í fótspor Krists:
Fil 2:5
Verið með sama hugarfari sem Jesús Kristur var.
Fyrst Jesús kom ekki til að dæma heldur til þess að frelsa, þá eigum við ekki að vera segjum öðrum hversu miklir syndarar þeir eru. Við eigum að segja þeim hversu Jesús er góður og að hann hafi fyrirgefið þeim í eitt skipti fyrir öll.
Þegar við gerum mistök þá þurfum við ekki á því að halda að það sé verið að benda okkur á hvað við erum vonlaus eða hvað við vorum nú að gera mikil mistök. Það sem við þurfum er að við séum reyst aftur við og fyrirgefið.
Þannig að þegar einhver gerir mistök þá biðjum við Guð um að fara til þess aðila og reysa hann aftur upp. Við förum ekki í síman eða förum að blaðra um syndir annara því það er ekki okkar hlutverk.
Róm 8:1-4
-1- Nú er því engin fordæming fyrir þá, sem tilheyra Kristi Jesú.-2- Lögmál lífsins anda hefur í Kristi Jesú frelsað þig frá lögmáli syndarinnar og dauðans.-3- Það sem lögmálinu var ógerlegt, að því leyti sem það mátti sín einskis fyrir holdinu, það gjörði Guð. Með því að senda sinn eigin son í líkingu syndugs manns gegn syndinni, dæmdi Guð syndina í manninum.-4- Þannig varð réttlætiskröfu lögmálsins fullnægt hjá oss, sem lifum ekki eftir holdi, heldur eftir anda.
Takið eftir þessu, það er engin fordæmist sem þýðir að nú dæmist ekki sá sem tilheyrir Kristi Jesú því að orðið fordæming kemur af gríska orðinu catacrima og þýðir réttilega sá dæmist ekki. Við erum leyst frá lögmáli syndar og dauða. Sem þýðir það að þegar við höfum gefið Jesú líf okkar að þá er okkur fyrirgefið það sem við höfum gert og eigum eftir að gera. Það er ekkert lengur syndavandamál því það er afgreitt. Ég er ekki að segja að við eigum að misnota frelsið sem Jesús hefur gefið okkur og leika okkur að syndga. Ég er að boða það að Jesús er búin að afgreiða syndina. Jesús sigraði syndina og þegar þú ert í Jesú Kristi þá er engin synd sem getur haldið þér. Ef þú lifir í þeirri trú að þú sért fastur eða föst í einhverju þá ertu bara að leyfa djöfsa að plata þig svo hann geti fjötrað þig.
Biblían segir til frelsis frelsaði Kristur okkur. Við erum frjáls og þurfum ekki að syndga. Lögmálið kom til þess að sýna okkur mönnunum hversu ófullkomin við mennirnir værum og að við gætum ekki gert allt rétt og að við þyrftum á Jesú kristi að halda sem frelsara okkar. Jesús er sá eini sem hefur fullkomnað lögmálið með því að gera engin mistök. Jesús er fullkominn og hann lifir í okkur.
Gal 2:20
Ég er krossfestur með Kristi. Sjálfur lifi ég ekki framar, heldur lifir Kristur í mér. Lífinu, sem ég lifi nú hér á jörð, lifi ég í trúnni á Guðs son, sem elskaði mig og lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir mig.
Líf okkar með Guði snýst um að vera í samfélaginu með Guði og fylla okkur af honum svo hann fái að vaxa innra með okkur. Þegar við erum alltaf að fylla okkur meira af Guði þá förum við að skilja út á hvað náðin gengur. Það er komin tími til að fólk hætti að fælast frá kirkjum því það upplifi sig ekki nógu gott eða finnist það of miklir lúserar. Ef við erum breysk og veik á sumum sviðum þá er Jesús með svar fyrir okkur: Náð mín nægir þér...
Jesús sagði líka ekki þurfa heilbrigðir læknis við heldur þeir sem sjúkir eru.
Róm 5:5
En vonin bregst oss ekki, því að kærleika Guðs er úthellt í hjörtum vorum fyrir heilagan anda, sem oss er gefinn.
Okkar hlutverk er að náða fólk og elska það en ekki vera dæma aðra eða sjálf okkur fyrir mistök okkar. Því að sama hversu mikið við munum reyna gera allt rétt, okkur mun alltaf mistakast. Jesús er okkar réttlæti. Hann er fullkomin fyrir okkur, hann hefur greitt gjaldið fyrir syndir okkar, öll mistökin.
Hann er sá sem tók á sig refsinguna okkar svo við mættum vera frjáls.
Segja söguna um ambáttina sem var keypt úr þrælasölu..
Að lokum: Þið sem hafið fundið það að þetta talar til ykkar að þá vil ég segja ykkur það að akkúrat núna er rétti tíminn til að fara æfa sig að framganga í kærleika Guðs jafnt til allra manna og hætta að benda á aðra. Það er enginn einhver meiri syndari en einhver annar.. Allir eru jafnir frammi fyrir Guði og við erum ekki réttlætt fyrir það sem við gerum, heldur fyrir það sem Jesús hefur gert fyrir okkur.
Bjóða fram til fyrirbæna...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Helgin búin að vera góð:)
3.11.2007 | 23:33
Get ekki sagt annað en að helgin sé búin að vera góð og blessuð. Á föstudagskvöldið, var ég ásamt Baldri Frey að predika í Ármúlanum. Það er að segja að við skiptum þessu bróðurlega á milli okkar og frábært að sjá að meira segja predikarar geta skipt ræðum á milli sín í kærleika og einingu Andans.
Það sem skeði á þessari samkomu er að ein ung kona sem var með bein sem stóðu út úr báðum ristunum á henni, réttust og fann ég þau hreyfast til baka þegar ég bað fyrir fótunum á henni. Síðan báðum við öll saman fyrir manni sem hafði fengið heilablóðfall, hann gat staðið upp og labbað einn og óstuddur eftir fyrirbænina, hann gat rétt úr hnefanum sem var búin að vera kreptur í mörg ár, hann fékk mátt í hendina á sér sem var búin að vera tilfinningalaus, hann byrjaði að tala aftur. Einn sem var með ónýtt jafnvægi og gat ekki hoppað án þess að missa jafnvægið læknaðist líka og hoppaði um allt eins kálfur sem er nýbúið að hleypa út úr stýju.
Síðan klukkan 12 fór ég í Krossinn þar eru byrjaðar miðnætur lofgjörðarstundir frá 12 og fram á rauða nótt. Þar frelsuðust 14 manns, 4 fengu tungutal og einn sem ég bað fyrir var búin að vera með blóðeitrun í vöðvum og ég fann hvernig bólgan hjaðnaði í höndunum á honum.
Síðan í kvöld sem er laugardagskvöld þegar ég skrifa þetta, að þá fór ég í Keflavík til að predika. Þar frelsuðust að minnsta kosti 2 sálir þannig að það eru að minnsta kosti um 300 manns sem hafa frelsast síðustu 3 vikur:) Ég trúi því að þetta sé bara rétt að byrja og lof sé Guði fyrir vakninguna sem hann hefur gefið yfir landið okkar og það eru forrétindi að fá að taka þátt í uppskerutímanum sem er innan Guðsríkisins:) Hallelujah
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Vakning á Íslandi
2.11.2007 | 14:29
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Er eitthver einn meiri syndari enn annar?
2.11.2007 | 12:21
Ég velti því oft fyrir mér þegar ég sé hvernig fólk hagar sér. Hvort það eigi sér stað einhver flokkadráttur um syndir hjá Guði eða hvort það sé einhver kvóti á henni sem gerir það að verkum að einhver annar verðskuldi það að vera kallaður meiri syndari en einhver annar?
Guð svarar þessu sjálfur á einfaldan hátt, allt sem ekki er af trú er synd. Ég trúi því persónulega að frammi fyrir Guði sé synd bara synd. Það breytir engu máli hvernig við sem menn flokkum þær. Mér finnst líka oft mikil hræsni vera meðal sumra kristna manna sem eiga að vera erindrekar Krists og eru kallaðir til að náða, vera mestu hræsnanir. Ég hef oft fengið að finna fyrir hroka gagnvart þeim sem eru aldnir upp í kirkjunni eða frá þeim sem áttu ekki slæma fortíð.
En þessir einstaklingar skilja það ekki að náðin er gjöf til allra sem leita til Jesú. Þeir sem halda það að þeir séu eitthvað betri en aðrir mega vera í sínu Gyðingalögmáli fyrir mér og reyna réttlætast fyrir verk sín. En fyrir svona breyska menn eins og mig sem gera oft mistök og þora að viðurkenna þau, hef ég frábærar fréttir fyrir. Þú þarf ekki að vera fullkominn, þú þarft ekki að gera allt rétt. Því að náðin snýst ekki um það sem ég get gert, heldur það sem Jesús hefur gert fyrir mig og þig.
Þetta þýðir það að þú réttlætist án verðskuldunar óháð því hvernig verk þín voru. Biblían segir líka að þetta sé Guðs gjöf og engin skuli miklast af náðinni. Við sem vorum syndug og afskrifuð af mörgum mönnum, eigum von og réttlæti í Jesú Kristi. Enda segir Jesús, ekki þurfa heilbrigðir læknis við, heldur þeir sem sjúkir eru. Ég er breyskur einstaklingur sem hef losnað undan, eiturlyfjum, áfengi, síkarettum, lýgi, þjófnaði, óheiðarleika, ofbeldishneigð, baktali, klámi, lauslæti ,fordæmingu og öllu því sem hélt mér og öðlast frelsi til að lyfa ekki í synd og líferni sem er hreint og gott.
Margir myndu eflaust halda það að ég sé að réttlæta eitthvað sem er ekki. Það sem ég vil benda á, að það sem á að leiða fólk til Guðs er kærleikurinn. Við eigum ekki að vera benda á aðra eða dæma þá fyrir að vera það sem þeir eru. Við eigum að benda fólki á hversu góður Guð er, við eigum að benda þeim á að Jesús bíður með náðarskjál handa þeim fyrir allar þeirra misgjörðir. Við eigum að benda fólki á að Jesús er svarið fyrir það. Kærleikurinn á að vera einkenni þeirra sem trúa og afhverju ekki að byrja æfa sig í því að hafa ekki dæmandi hugarfar og æfa sig í því að elska alla menn jafnt?
Að lokum vil ég segja að þeir sem hafa oft fallið í fíkniefni, klám , skyndikynni eru ekkert meiri syndarar en þeir sem eru óheiðarlegir í fjármálum. Það hefur oft gerst að menn hafa verið að svíkja fé út úr fólki og oft stórar upphæðir, þessir kallar hafa síðan haldið áfram eins og fínir kallar í þjónustu. En svo koma smælingjar eins og ég og fleyrri sem hrösum í þá synd að sofa hjá fyrir hjónaband að við erum flokkaðir sem meiri syndarar og fáum ekki lengur að starfa innan safnaðana okkar. En synd er synd og fyrir allt það ranga sem maður gerir verður maður að sjálfssögðu að snúa sér frá. En Jesús er réttlæti og endurlausn syndarans. Sá sem tekur við Jesú flokkast ekki lengur sem syndari heldur sem nýsköpun í Kristi og er hreinn og lítalaus því Jesú blóð hreinsar okkur af allri synd og öllu ranglæti...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Leið til friðar við Guð , Billy Graham
1.11.2007 | 11:29
Leið til friðar við Guð.
Höfundur: Billy Graham. Þýðandi: Sigvarður Halldóruson.
- (1) Stig. Vilji Guðs, friður og líf.
Guð elskar þig og vill gefa þér innri frið og eilíft líf með honum.
Biblían segir:
Réttlætir af trú höfum vér því frið við Guð fyrir Drottinn vorn Jesú Krist. Róm.5:1.
Því svo elskaði Guð heiminn að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf. Jóh.3:16.
Ég er kominn til þess að þeir hafi líf, líf í fullri gnægð. Jóh.10:10.
Afhverju hafa flestir ekki þann innri frið sem Guð gefur og afhverju lifa þau ekki í þeirri áætlun sem Guð hefur áætlað með líf þeirra?
- (2) Stig. Vandamál og aðskilnaður okkar frá heiminum. (gamla líferninu.)
Guð skapaði okkur í sinni mynd svo við gætum átt samfélag við hann. Guð skapaði okkur ekki sem vélmenni þannig að við yrðum sjálfvirk í kærleika til hans og tilbeiðslu. Guð gaf okkur frjálsan vilja hvort við viljum fylgja honum eða vera í heiminum.
Biblían segir:
Allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð. Róm.3:23.
Laun syndarinnar er dauði, en náðargjöf Guðs er eilíft líf í Kristi Jesú, Drottni vorum. Róm.6:23.
Aðferðir manna til að reyna sættast við Guð og reyna finna leið til að brúa bilið milli manna og Guðs.
Fólk hefur reynt margar leiðir til að fylla upp í tómleikan sem það ber innra með sér en enginn þeirra hefur virkað.
Biblían segir:
Margur vegurinn virðist greiðfær en endar þó á helslóðum. Orðskv.14:12.
Það eru misgjörðir yðar, sem aðskilnað hafa gjört milli yðar og Guðs yðar og syndir yðar, sem byrgt hafa auglit hans fyrir yður svo hann heyrir ekki. Jes.59:2.
Enginn leið frá mönnum brúar bilið í gjánni á milli þeirra og Guðs. Það er bara til ein leið til að sættast við Guð.
- (3) Stig. Brú Guðs,, KROSSINN,,
Jesús Kristur dó á krossinum og reis upp frá dauðum. Hann greiddi gjaldið fyrir syndir okkar og sjúkdóma og opnaði þar með leið til þess að við gætum verið frjáls og átt samfélag við Guð.
Biblían segir:
Einn er Guð. Einn er og meðalangarinn milli Guðs og manna, maðurinn Kristur Jesús, sem gaf sjálfan sig til lausnargjalds fyrir alla. Það var vitnisburður hans á settum tíma. 1.Tím.2:5-6.
Kristur dó í eitt skipti fyrir öll fyrir syndir, réttlátur fyrir rangláta, til þess að hann gæti leitt yður til Guðs. Hann var deyddur að líkamanum til en lifandi gjörður í anda. 1.Pét.3:18.
En Guð auðsýnir kærleika sinn til vor þar sem Kristur er fyrir oss dáinn meðan vér enn vorum í syndum vorum. Róm.5:8.
Jesús er dyrnar á eilífðinni, það er enginn önnur leið til. En hver persóna verður að taka afstöðu hvort hún vilji fylgja Jesú Kristi og eiga eilíft líf eða vera í heiminum og glatast. ( fara sínar eigin leiðir)
- (4) Stig. Leiðbeining okkar að meðtaka Krist.
Við verðum að trúa því að Jesús Kristur er Drottinn okkar og frelsari og við verðum að frelsast og eiga persónulegt samfélag við hann.
Biblían segir:
Sjá ég stend við dyrnar og kný á. Ef einhver heyrir raust mína og líkur upp dyrunum, þá mun ég fara inn til hans og neyta kvöldverðar með honum og hann með mér. Opinb.3:20.
En öllum þeim sem tóku við honum gaf hann rétt til að verða Guðs börn, þeim er trúa á nafn hans. Jóh.1:12.
Ef þú játar með munni þínum; Jesús er Drottinn og trúir í hjarta þínu að Guð hafi uppvakið hann frá dauðum muntu hólpin verða. Róm.10:9.
Hvar ert þú?
Viltu meðtaka Jesú Krist sem frelsara þinn á þessari stundu?
Hér er leið hvernig þú getur tekið á móti Jesú inn í hjarta þitt:
- Játaðu syndir þínar frammi fyrir Guði. ( Ég er syndari og þarf á fyrirgefningu að halda.)
- Biddu Guð um að gefa þér fúsleika til að snúa þér frá syndum þínum.
- Trúðu því að Jesús Kristur dó á Krossinum og reis upp frá dauðum.
- Í gegnum bæn. Bjóddu Jesús velkominn í hjarta þitt og vertu fús til að láta líf þitt og vilja lúta stjórn hans. ( Meðtaktu hann sem Drottinn og frelsara)
Biddu þessa bæn. Frelsisbæn.
Kæri Jesús, Ég er meðvitaður um það að ég sé syndari og þarfnast fyrirgefningar þinnar. Ég trúi því að þú hafir dáið fyrir syndir mínar. Ég vil snúa mér frá syndum mínum og öðlast hugarfarslega breytingu. Ég bið þig Jesús um að koma inn í líf mitt og hjarta. Ég vil treysta þér og fylgja þér sem mínum Drottni og frelsara. Í Jesú nafni amen.
Guð staðfestir orð sitt.
Ef þú hefur beðið þessarar bænar.
Biblían segir:
Því að hver sem ákallar nafn Drottins, mun hólpinn verða!" Róm.10:13.
Baðstu Jesús í einlægni um að koma inn í líf þitt? Hvar er hann núna? Hvað hefur hann gefið þér?
Því að af náð eruð þér hólpnir orðnir fyrir trú. Þetta er ekki yður að þakka. Það er Guðs gjöf. Ekki byggt á verkum, enginn skal geta miklast af því. Efes.2:8-9.
Ef við höfum meðtekið Jesú Krist, erum við ný sköpun í honum og við höfum verið meðtekin inn í Guðs fjölskyldu. Gegnum yfirnáttúrulegan kraft Heilags Anda sem umbreytir sérhverjum lifandi trúuðum. Þetta er kallað nýtt upphaf í endurfæðingu til Jesú Krists. Hið gamla verður að engu og þú verður ný sköpun í Kristi.
Þetta er bara upphafið á nýju yndislegu lífi með Kristi. Og til að rækta samband þitt við Guð skaltu:
- Lesa Biblíuna þína á hverjum degi til að læra þekkja Krist betur og betur.
- Tala við Guð í bæn á hverjum degi.
- Segja öðrum frá Jesú.
- Lofaðu Guð og útdeiltu hjarta þínu frammi fyrir honum. Vertu í Kristilegum félagsskap og reyndu að þjóna Guði með öðrum Kristnum einstaklingum í kirkju þar sem Jesús er boðaður.
- Eins og Kristur kemur inn í þarfir þeirra sem minna meiga sín í heiminum. Reyndu þá að sýna það í verki að þú sért kristinn og láttu kærleika þinn og ljúflyndi verða kunnugt öllum mönnum.
Guð blessi þig og varðveiti í göngunni með Jesú Kristi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)