Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Að henda því burt sem skemmir fyrir.

Eitt af því sem skitpir miklu máli er þegar fólk á samskipti að það keppist eftir því að vinna því að þau séu góð og friðsamleg. Þegar leiðindi koma upp að leysa þá málin strax og vera alltaf fyrri til að leita sátta. Ég las í góðri bók að þegar maður er fyrri til að leita sátta og hlustar á það sem hinn hefur fram að færa og biðst svo afsökunar á sínum hlut, að þá er eins og það sé búið að afvopna deilurnar eða stríðið á milli þeirra. Þá á ég við að vopnin eru lögð niður sem eru ásakanir og það sem gert er, er játað og fyrirgefning á sér stað.


En hvað með aðila sem valda sundrungu og vinaskilnaði hvar sem þeir fara um? Á maður alltaf að umbera þá og leyfa þeim að koma upp um hlutina? Það sem mér finnst rétt í þessu og það sem mér hefur verið ráðlagt og það er að opinbera þá sem vilja ekki snúa sér frá svona verkum sínum. Biblían segir að menni muni skyndilega verða knosaðir.Það þýðir það að þeir munu verða opinberaðir láti þeir ekki af íllum verkum sínum.


Samanber Byrgismálið þar varð að opinbera það sem var gert í leyndum því þar var enga iðrun að finna og til þess þurfti hugrekki þeirra aðila sem komu þar nærri. Biblían segir eigið engan þátt í verkum myrkursins heldur miklu fremur flettið ofan af þeim. Í þessu tilviki núna er að ræða aðila sem verður ekki nafngreindur en ávextirnir af því sem hann hefur verið að gera er sundrung. Það eru stanslaust að koma upp lygar og leiðindi í kringum hann, þrátt fyrir margar aðvaranir. Ég hef sjaldan lent í eins miklu rugli á stuttum tíma eins og þegar ég fór að umgangast þennan aðila í góðri trú um að hann hefði allan vilja til að bæta ráð sitt. Ég hef ekki séð nein merki þess hjá honum að hann vilji breytast eða bæta ráð sitt. En núna er svo komið fyrir honum að ég hylmi ekki yfir honum lengur né ver hann og fer til allra þeirra sem hann hefur verið að bera upp á lygar og koma í vandræði, líkt og hann hefur gert gagnvart mér.


Eflaust gæti einhver farið að hugsa að ég sé í einhverjum hefndarhug. En svo er alls ekki. Maður á ekki að hylma yfir öðrum né samþykja þeirra röngu verk. Sérstaklega þegar það er að skemma mjög mikið út frá sér og menn vilja ekki iðrast. Biblían segir að garðarnir séu í blóma og það þurfi að ná refunum sem fara inn í þá og reyna að skemma þá. Það þýðir það að það þarf alltaf að uppræta hið ílla. Vonandi verður þetta fyrir þennan aðila að hann bæti ráð sitt og geri eitthvað í sínum málum.


Hver er munurinn á plani Drottins og plani satans fyrir líf okkar?

Jóh 10:10
Þjófurinn kemur ekki nema til að stela og slátra og eyða. Ég er kominn til þess, að þeir hafi líf, líf í fullri gnægð.
Fyrir mér er það afskaplega einfald að skilja munin á þessu tvennu. Sumir hafa reynt að koma með þá kenningu að þjófurinn í þessu tilviki sé ekki satan heldur menn sem komu á undan Jesú. Sú kenning er allfarið röng. Þara er aðeins talað um þjófin í eintölu. Hver er þessi þjófur? Satan heitir hann. Nafnið satan þýðir andstæðingur. Gegn hverjum er hann þá andstæðingur? Jú þér og öllu því sem Guð hefur skapað.
Satan hét eitt sinn Lúsifer og var engill á himnum. Guð hafði gefið honum miklar gjafir og hann hafði mikla ábyrgð á himnum sem verndarkerúb (kerúb er engill) Hann hafði það hlutverk er sagt að gæta sálnana sem áttu eftir að koma á jörðina og í mennina. Sagt er að hann hafi átt að segja þeim að tilbiðja Guð. En þegar hann fór að ofmetnast að þá fór hann að segja sköpun Guðs að tilbiðja sig og vildi reisa hásætti sitt ofar hásæti Guðs. Hann gerði uppreisn á himnum ásamt einum þriðja englum himins. Frammi fyrir Drottni var þetta allvarlegt brot og afleiðingin varð sú að Lúsifer var varpað niður ásamt einum þriðja hluta englum himins. Í dag kallast Lúsifer satan því hann er fallinn engill og getur alldrei snúið aftur inn í himininn. Hvorki hann né hinir englarnir sem kallast íllir andar og eru líka fallnir englar.
Satan hatar Guð og allt sem hann hefur skapað. Áætlun Satans með þitt líf er að þú missir af því sem hann missti af og það er eilífð með Guði. Sumir hafa komið með því mynd af satan að hann sé ljótur með horn og annað. En það er allgjörlega röng mynd. Því að Lúsifer var einn fallegasti engillinn á himnum. Meira segja er ein af þeim aðferðum sem hann notar er að fá fólk til að hugsa frekar um ytra útlit en það sem kemur innan frá. Fólk nú til dags er mun meira upptekið af sjálfsdýrkun á fegurð sinni og holdi en áður fyrr. Það er vegna þess að satan stráir því í huga fólks að það sé útlitið sem skiptir öllu sem er rangt. Þannig að markmið satans með þitt líf er að stela því af þér sem þér er ætlað í eilífðinni með Guði, hans markmið er að stela af þér hamingjunni, hans markmið er að stela öllu af þér sem þér er kært um. Hans markmið er að slátra þér, fjötra þig eins mikið og hægt er, hvort sem það birtist í eiturlyfjafíkn, áfengisfíkn, matarfíkn, klámfíkn, kynlífsfíkn, spilafíkn eða hvaða mannskemmandi hegðun sem slátrar lífi þínu eða hefur skaðleg áhrif á líf þitt. Hans markmið er að eyða þér , fá þig til að taka þitt líf, fá þig til að deyða aðra, fá þig til að skemma líf annara, berja, misnota og allt það sem hefur eyðandi áhrif á líf annara. Hans áætlun er ekki góð og hefur ekkert bjart framundan. Hann hefur platað marga tónlistarmenn og auðmenn til þess að selja sér sálu sína fyrir frægð og frama. Þeim vegnar vel í ákveðin tíma en svo fer allt niður á við og líf þeirra í rúst.
Jesús sagði að hann væri komin til þess að veita okkur líf , líf í fullri gnægð. Hver er þá áætlun Guðs með okkar líf? Í fyrsta lagi skapaði Guð okkur fyrir sig og til samfélags við sig. Hann skapaði okkur til þess að uppfylla ákveðin verkefni hér á jörðinni og til að þroskast í þá mynd sem okkur er ætlað að verða, sem er í hans mynd.
Jer 29:11
Því að ég þekki þær fyrirætlanir, sem ég hefi í hyggju með yður segir Drottinn fyrirætlanir til heilla, en ekki til óhamingju, að veita yður vonarríka framtíð.
Áætlun Guðs er að við séum hamingjusöm, að við eigum vonarríka og bjarta framtíð. Áætlun Guðs er að við náum að skara fram úr og náum afgerandi árangri í því sem við gerum. Áætlun Guðs með líf okkar er allt það besta fyrir okkur. Að gefa okkur eilíft líf á himnum, að setja okkur frjáls frá því sem satan hefur fjötrað okkur með. Að við séum frjáls og ekkert sem hefur eyðileggjandi áhrif á líf okkar, hafi tök á okkur. Að við getum átt samskipti við hann og menn. Guð hefur gott plan fyrir okkur..
Hvoru planinu vilt þú vera í?


Er erfitt að viðurkenna sín eigin mistök?


Það sem ég er að spá í núna er varðandi mistök sem við gerum. Þá getum við lent í því að brjóta óvart á fólki eða viljandi. Slíkt er bara óhjákvæmilegt þegar fólk dvelur mikið saman. Enda allir menn breyskir á einhvern hátt. Ég hugsa að lífið væri annsi leiðinlegt ef allir væru fullkomnir og lífið biði þeim ekkert upp á neina áskorun eða þroska.

En þegar ég fer að velta þessu betur fyrir mér þegar við klikkum eða gerum eitthvað rangt, að þá er svo allgengt að við fríum okkur undan því að hafa gert eitthvað og bendum á næsta mann. Svona flóttaleysi undan ábyrgð hefur verið til síðan við syndafall mannsins. Þegar við förum aftur til baka í Edengarðin og skoðum Adam og Evu að þá óhlýðnuðust þau því sem Guð hafði sagt. Þegar Guð spyr Adam afhverju hann braut af sér, að þá kennir Adam Guði um þetta því hann gaf honum konuna sem lét hann gera þetta. Eva gat ekki heldur viðurkennt sín mistök og kenndi höggorminum um þetta því að hann tældi hana.


Í fyrsta lagi að þá vissi Adam að þetta væri rangt, hann valdi það að taka þátt í óhlýðninni með Evu. Eva valdi það líka að hlusta á höggorminn og að óhlýðnast. Hún sjálf framkvæmdi það sem hún átti ekki að gera. Þar af leiðandi var það hvorki Guði né Evu að kenna að Adam óhlýðnaðist, og það var ekki höggorminum að kenna að Eva óhlýðnaðist. Þau völdu það sjálf að óhlýðnast og þurftu því að taka afleiðingum af gjörðum sínum.


En afhverju er svona oft erfitt að viðurkenna að maður klikki? Stundum er það ótti við höfnun, ótti við að vera dæmdur eða ótti við álit annara og manns eigin hroki og stollt.
Lausnin við þessu öllu saman er að lifa fyrirgefandi lífi. Það er góður punktur sem ég las. Við þurfum alldrei að fyrirgefa öðrum meira en Guð hefur fyrirgefið okkur. Þannig að þegar menn láta af eigin hroka og stollti að þá verður það léttara að biðjast afsökunar ef maður hefur gert eitthvað á hlut annara og fyrirgefa þeim sem gera á manns eigin hlut.

Afhverju að ljúga þegar þess þarf ekki?


Hvað er að tilheyra



Hvað er það að tilheyra einhverju? Fyrir mér er það að vera hluti af einhverju. Ef ég tilheyri fjölskyldu að þá er ég hluti af henni. En líður manni alltaf eins og maður tilheyri einhvers staðar? Það held ég ekki. Alltaf þegar ég var yngri að þá fannst mér ég vera öðruvísi og tilheyra ekki neins staðar. Mér fannst ég ekki passa inn neins staðar á neinn hátt. Kannski ekki fyrr en ég fór að drekka áfengi að þá fannst mér ég vera eins og hinir. Eða að minnsta kosti í smátíma þar til vínið hætti að virka og dópið tók við og það hætti að virka líka. En hver var þá lausnin? Guð. Ef við höfum verið utangáttar eða týnd eins og sagt er að þá er það svo merkilegt að þegar maður veitir Jesú Kristi viðtöku inn í líf sitt sem Drottinn og frelsara að þá verður maður Guðsbarn. Maður tilheyrir þá Guði og ekki bara Guði heldur nýrri fjöskyldu.
1Kor 12:12
Því að eins og líkaminn er einn og hefur marga limi, en allir limir líkamans, þótt margir séu, eru einn líkami, þannig er og Kristur.
Það að tilheyra Guði sem elskar mann án skilyrða er forréttindi. Því að þegar maður fer að þakka Guði fyrir að tilheyra honum og vera hans barn að þá hverfur þessi ótti við höfnun. Því að Drottinn hafnar okkur ekki þótt við séum breysk og klikkum oft ílla á því. Þegar við höfum gefið honum líf okkar að þá lætur hann sér annt um okkur. Og þar sem við tilheyrum kristi að þá agar hann okkur líka. Það að tilheyra Guði þýðir líka það að maður þarf að mótast inn í hans fjölskyldu og finna sitt hlutverk innan líkamans sem er kirkjan. Hver er kirkjan? Það er ég og þú. Það er alltaf gott og allveg nauðsynlegt að eiga sitt andlega heimili sem er söfnuður.
Þetta snýst svoldið um að tilheyra. Þegar unglingar eru að kaupa sér föt og láta klippa sig flott og eiga flottan síma eða eiga hitt og þetta að þá er það oft til þess að reyna tilheyra og vera meðtekin. Ef þú ert ekki svona og hins eigin að þá er þér hafnað eða þú flokkaður eða flokkuð eftir efnahag þínum. En þú þarf ekki að eiga ákveðin föt, eða eignir til að tilheyra Guði. Þú þarft bara að veita Kristi viðtöku inn í hjarta þitt og þá tilheyrir þú Guði. Þetta er bara ein ákvörðun um að fylgja Guði. Guð hafnar engum sem til hans leytar. En það má vera að aðrir hafni þér af því að þú ert ekki eins og þeir. Þannig að ég spyr hverjum tilheyrir þú?


Um hvað snýst kærleikurinn

Ég hef verið að velta fyrir mér um hvað kærleikurinn snýst? Yfirleitt þegar fólk talar um kærleika að þá dregur það fram oft á tíðum eitthvað ákveðið mary poppins atriði þar sem allt er svo ljúft og fagurt. Er það virkilega svo að kærleikurinn sé bara húlum hæ og úti er ævintýri? Fyrir mér er þetta svar mjög einfallt og svarið er nei.



Kærleikurinn snýst mikið um samskipti við annað fólk. Elska skaltu náungan eins og



sjálfan þig. 7 af boðorðunum 10 snúast um samskipti milli okkar mannana. Síðan segir Jesús að 2 boðorð uppfylla hin 10 og það er að elska Guð og náungan. Kjarninn í kærleikanum er samskipti okkar við Guð og aðra menn. Það sem hefur opinberast fyrir mér er hvað tíminn er dýrmætur. Það skiptir miklu máli að maður sé tilbúin að gefa af tíma sínum til að hjálpa öðrum og vera til staðar.



Ég las það að þetta gæti verið stundum erfift fyrir okkur karlmenn að skilja þetta. Sumir menn segjast. Skaffa vel og segja svo hvað viljið þið meir? Síðan var sagt að aðalatriðið væri það að maki og börn vilja líka fá af tíma mans. Eignir og annað koma alldrei í staðinn fyrir að gefa af sér tíma með fjölskildunni og eiga samskipti við þau.



En er kærleikurinn bara ljúft Mary Poppinsævintýri? nei fjarri fer því. Biblían segir að sá faðir sem sparar vöndinn á son sinn hatar hann. Það skil ég á þann hátt að þeir foreldrar sem aga ekki börnin sín, þykir ekki vænt um þau eða er allveg sama um velferð þeirra. Jesús áminnti menn og lét þá vita ef þeir voru að gera það sem rangt var. En samt sé ég áminningu hans þríþætta þegar hann talar til safnaðana 7. Fyrst hrósar hann þeim fyrir það sem þeir gera vel, síðan leiðréttir hann villuna og svo kemur hann með hvatningu til að breyta rétt. Mér finnst Drottinn alltaf að vera hvetja okkur til að gera það sem er rétt í hans augum. Ég sé ekki Drottinn fyrir mér með einhvern refsivönd til að flengja mig í hvert skipti sem ég klikka. En ég sé hann sem kærleiksríkan Föður sem reysir mig upp ef ég klikka. En hann samþykir ekki vitleysuna sem ég geri stundum. Hann hvetur mig áfram til góðra verka.



Kærleikur er ekki það að klappa á bakið á fólki þegar það klikkar og segir já náðin er ný á hverjum degi þetta er allt í lagi, Guð fyrirgefur þér hvort sem er. Kærleikur er ekki meðvirkni og að samþykja alla vitleysuna sem aðrir gera. Kærleikurinn segir alltaf sannleikan sama hvað það kostar og setur okkur frjáls. Kærleikur er að gefa það besta þar sem þörfin er mest. Kærleikur Krists til okkar er ekkert léttvægur. Það var ekki auðvelt skref fyrir Jesús að fara á Krossinn til að taka á sig syndir okkar, sjúkdóma og svo afvopna allt óvinarins veldi. Hann þurfti að hafa fyrir því og þegar hann var í Getsemane að þá runnu niður blóðdropar úr svitaholum hans. En hann horfði ekki á sjálfan sig heldur hugsaði hann til þess sem myndi ávinnast þegar hann væri búin að uppfylla það sem honum var ætlað að gera. Hann endurreysti samfélagið við Föðurinn. Núna getum við komið í nálægð við Föðurinn, vegna þess sem Jesús gerði fyrir okkur. Og það snýst um samskipti.. Drottinn vill eiga samskipti við okkur.. Þess vegna segi ég gefðu frekar af tíma þínum í stað þess að vera upptekin af því að reyna eignast allt...



 


Predikuninn frá fös. úr Ármúlanum

Að segja skilið við fortíðina og ganga inn í framtíðina með Kristi.

Sigvarður Halldóruson

 

Lúk.9: 57Á leiðinni sagði maður nokkur við Jesú: „Ég vil fylgja þér hvert sem þú ferð."
58Jesús sagði við hann: „Refar eiga greni og fuglar himins hreiður en Mannssonurinn á hvergi höfði sínu að að halla."
59Við annan sagði hann: „Fylg þú mér!"
Sá mælti: „Drottinn, leyf mér fyrst að fara og jarða föður minn."
60Jesús svaraði: „Lát hina dauðu jarða sína dauðu en far þú og boða Guðs ríki."
61Enn annar sagði: „Ég vil fylgja þér, Drottinn, en leyf mér fyrst að kveðja fólk mitt heima."
62En Jesús sagði við hann: „Enginn sem leggur hönd á plóginn og horfir aftur er hæfur í Guðs ríki."

 

Þegar við höfum gefist Kristi að þá er oft erfitt fyrir okkur að sleppa tökunum af því sem tilheyrir fortíðinni. Í þessu dæmi þar sem ég las í byrjun um mann sem Drottinn kallar til fylgdar við sig en hann segist fyrst og þurfa fara klára að jarða föður sinn. En Jesús segir honum til baka að sá sem er alltaf að horfa til baka í gamla lífernið er ekki hæfur í Guðsríkinu. Þegar við förum til baka þegar Abraham var uppi og það þurfti að bjarga Lot frá Sódómu áður en henni var eytt. Mig minnir að kona Lots hafi litið til baka og breyttist í salt stöpul.

Þegar við höfum gefist Kristi að þá stendur:

2.kor.5:17Ef einhver er í Kristi er hann orðinn nýr maður, hið liðna varð að engu, nýtt er orðið til

81 þýðingin segir svo í sama versi. Ef einhver er í Kristi þá er hann ný sköpun hið gamla varð að engu sjá nýtt er orðið til.

Þegar við höfum tekið á móti Jesú Kristi inn í hjarta okkar að þá tekur Guð sér bústað í hjarta okkar. Guð sjálfur býr innra með okkur. Þegar við förum að rækta samfélag okkar við hann þá förum við að breytast. Og það sem Jesús er að segja þegar hann segir: Enginn sem leggur hönd á plóginn er hæfur í Guðsríki er það að, Það þarf að eiga sér stað hugarfarsleg breyting í lífi okkar.

Að iðrast þýðir að snúa sér frá gamla líferninu og ganga með Guði. Það á sér stað hugarfarsleg breyting gagnvart syndinni.

Óvinurinn sem við köllum djöfull og satan er alltaf að koma með glansmynd af lífinu sem heimurinn hefur upp á að bjóða og reyna koma með freistingar þannig að fólk fer að líta til baka. En við sem höfum reynsluna á því að lifa í myrkrinu vitum það, að þessar freistingar líta vel út á yfirborðinu en þær svíkja okkur alltaf og skilja okkur eftir tóm.

Það sem ég er að reyna koma frá mér að sú hugmynd sem við mennirnir höfum hvernig eigi að lifa lífinu er mjög brengluð og virkar ekki. Til þess að komast af því hvernig líf okkar getur orðið sem best og nytsamlegast hér á jörðinni að þá þurfum við að leyta að upphafi okkar.Afhverju erum við til? Guð skapaði okkur fyrir sig og í sinni mynd. Þess vegna veit Guð best af öllum hvaða leið er best fyrir okkur að fara.

Fil.3: 13bEn eitt geri ég. Ég gleymi því sem að baki er en seilist eftir því sem fram undan er 14og keppi þannig að markinu, til verðlaunanna á himnum, sem Guð hefur í Kristi kallað okkur til.
15Þetta hugarfar skulum við því öll hafa sem fullkomin erum. Og ef þið hugsið í nokkru öðruvísi, þá mun Guð einnig opinbera ykkur þetta.

Páll talar um það að við eigum að gleyma því liðna og sækjast eftir því sem Guð hefur fyrir okkur. Síðan segir hann ef við erum með eitthvað annað hugarfar en það að segja skilið við gamla lífernið að þá muni Guð opinbera þennan sannleika fyrir okkur.

Kól.3:1Fyrst þið því eruð uppvakin með Kristi, þá keppist eftir því sem er hið efra þar sem Kristur situr við hægri hönd Guðs. 2Hugsið um það sem er hið efra en ekki um það sem á jörðinni er. 3Því að þið eruð dáin og líf ykkar er fólgið með Kristi í Guði. 4Þegar Kristur, sem er líf ykkar, opinberast, þá munuð þið og ásamt honum opinberast í dýrð.
5Deyðið því hið jarðbundna í fari ykkar: hórdóm, saurlifnað, losta, vonda fýsn og ágirnd sem ekki er annað en skurðgoðadýrkun. 6Af þessu kemur reiði Guðs yfir þá sem hlýða honum ekki.[1]

Orðin „yfir þá sem hlýða honum ekki" vantar í sum handrit.

 þeirra voruð einnig þið áður þegar þið lifðuð í þessum syndum. 8En nú skuluð þið segja skilið við allt þetta: reiði, bræði, vonsku, lastmæli, svívirðilegt orðbragð. 9Ljúgið ekki hvert að öðru því þið hafið afklæðst hinum gamla manni með gjörðum hans 10og íklæðst hinum nýja sem Guð er að skapa að nýju í sinni mynd til þess að þið fáið gjörþekkt hann. 11Þar er hvorki grískur maður né Gyðingur, umskorinn né óumskorinn, útlendingur, Skýti, þræll né frjáls maður, þar er Kristur allt og í öllum.
12Íklæðist því eins og Guðs útvalin, heilög og elskuð börn hjartagróinni meðaumkun, góðvild, auðmýkt, hógværð og langlyndi. 13Umberið hvert annað og fyrirgefið hvert öðru ef einhver hefur sök á hendur öðrum. Eins og Drottinn hefur fyrirgefið ykkur, svo skuluð þið og gera. 14En íklæðist yfir allt þetta elskunni sem bindur allt saman og fullkomnar allt.
15Látið frið Krists ríkja í hjörtum ykkar því að Guð kallaði ykkur til að lifa saman í friði sem limi í einum líkama. Verið þakklát.
16Látið orð Krists búa með ykkur í allri sinni auðlegð og speki. Fræðið og áminnið hvert annað og syngið Guði sætlega lof í hjörtum ykkar með sálmum, lofsöngvum og andlegum ljóðum. 17Hvað sem þið segið eða gerið, gerið það allt í nafni Drottins Jesú og þakkið Guði föður með hjálp hans.

 

En hvernig er best að deyða það jarðneska í fari okkar og hafa hugar okkar hjá Guði og því sem er hans? Það gerum við með því að rannsaka orðið sem er Biblían. Leitum hans í bæn og biðjum hann um að vera með okkur og í því sem við gerum. Þá á ég við að Drottinn er ekki bara Guð á sunnudögum í lífi okkar heldur alltaf og í öllu sem við gerum. Þetta er æfing að framkvæma þetta við komum alldrei til með að ná þessu fullkomnlega.

En Biblían segir að náð Guðs sé ný á hverjum degi. Á hverjum degi fáum við nýtt tækifæri til að láta gott af okkur leiða og gera gagn í guðsríkinu.

Páll talar svo um í 8 Kaflanum í Rómverjabréfinu að við eigum að lifa í andum svo við fullnægjum alls ekki girndum holdsins. Fyrir mér að þá er þetta allgjör staðreynd. Því að meira sem ég fylli mig af Guði því minna langar mig að gera eitthvað sem er rangt í augum Guðs. En hvern dag að þá þurfum við að fylla okkur af orði Guðs og leggja dagin í hans hendur. Það er miklu betra að fylla sig af Guði strax í byrjun dags svo það sé ekki pláss fyrir draslið í huga okkar.

Það sem hjálpar okkur líka við að breyta hugarfari okkar er að hugleiða orð Guðs. Þá á ég við að við lesum ekki bara Biblíuna eins og einhverja venjulega bók því Biblían er engin venjuleg bók, heldur er hún full af lífi og fyrirheitum Guðs sem hann hefur fyrir líf okkar.

Til þess að fá inngöngu í himnaríki þýðir ekki að við eigum að uppfylla ákveðin skilyrði eða reina vinna okkur inn vist með verkum okkar, því það getum við alldrei gert.

Róm.10:9Ef þú játar með munni þínum: Jesús er Drottinn, og trúir í hjarta þínu að Guð hafi upp vakið hann frá dauðum verður þú hólpinn. 10Með hjartanu er trúað til réttlætis, með munninum játað til hjálpræðis. 11Ritningin segir: Hver sem á hann trúir verður aldrei til vansæmdar.

Einu skilyrðin sem við þurfum að komast í himnaríki er að játa Jesú Krist sem Drottinn okkar og frelsara. En til þess að verða hæf til að þjóna í guðsríkinu að þá þarf þessi hugarfarsbreyting að eiga sér stað.

Hugur okkar á að vera uppi hjá okkar himneska Föður og það sem hann hefur fyrir okkur. Lífið hér á jörðinni er aðeins prófsteinn á því hvar við endum í eilífðinni. Allt getur mótað okkur og haft áhrif á eilífðina. Þess vegna leggur Jesús áherslu á að vera ekki að leggja ást á það sem tilheyrir heiminum.

Einn daginn mun Jesús koma sækja okkur og hvað ætlum við að vera gera þá?

Eitt sinn er ég var tiltölulega nýfrelsaður að þá viltu nokkrir vinir mínir freista mín að koma með sér inn á klámbúllu. En þá kom hugsun í huga minn ég kem á þeirri stundu sem þú væntir eigi. Um leið og þessi hugsun kom að þá sagði ég við strákana, ég get ekki komið með ykkur inn ég vil það ekki. Ef endurkoma Krists hefði átt sér stað þetta kvöld að þá hefði ég ekki viljað vera inn á klámbúllunni að horfa á konur vera bera sig upp á sviði og menga huga minn.

Þess vegna er best að reyna ekki að halda neinu eftir fyrir sjálfan sig af sínu gamla líferni heldur að gefa Guði allt. Ég heyrði eitt sinn að við værum hús með mörg herbergi og í hverju herbergi væri lykill að og að við þyrftum líka að afhenta Jesú lyklana af rusalkompunni í lífi okkar. Þá á ég við okkar svörtustu leynarmál. Síðan var talað um mann sem vildi alltaf halda einum lykli út af fyrir sjálfan sig og fékk alltaf og skildi ekkert í því afhverju hann féll.

Húsið er við lyklarnir af herbergjunum eru svið í lífi okkar sem við stjórnuðum sjálf og þurfum að afhenda Guði. Ég hef marg oft ströglað og reynt að stjórna sjálfur og ætlað að gera hlutina á minn hátt, en það hefur bara alldrei virkað. Alltaf þegar ég fer að stjórna og reyna fara mínar eigin leiðir að þá fara hlutirnir bara í tómt klúður. En þegar ég leyfi Guði að leiða mig áfram og leiðbeina mér að þá gengur allt  upp. Biblían er full af þessari leiðbeinginu. Aftur og aftur getum við séð að þegar menn gerðu það sem rétt var í augum Guðs að þá vegnaði þeim vel og blessun Guðs var yfir lífi þeirra. En um leið og menn fóru að taka stjórnina í sínar hendur og gera eitthvað annað en Drottinn Guð ætlaði þeim að þá fór þetta í allgjört klúður.

Þannig er þetta líka oft með okkar líf, við klúðrum hlutunum aftur og aftur. En Drottinn er miskunsamur og góður Guð og gefur okkur nýtt tækifæri á hverjum degi til að gera það sem rétt er í hans augum. Þegar við gerum það sem rétt er í augum Guðs að þá kemur blessun hans yfir líf okkar. Drottinn blessar ekki synd og það sem rangt er. Þess vegna kemur alltaf blessun Guðs yfir líf okkar þegar við göngum í hlýðni við hann.

Hugarfarið skiptir miklu máli. Í Orðskviðunum stendur eins og andlit horfir við andliti í vatni svo er og hjarta manns gagnvart öðrum.

Þetta þýðir það, að eins og ég hugsa um aðra og tala um aðra þannig er ég. Ef ég tala vel um aðra að þá er ég í lagi en ef ég er að baktala og hugsa ílla hluti að þá er ég ekki á réttum stað, og þarf að breyta hugarfari mínu.

Drottinn vill hjálpa okkur að hafa hugarfar krists

Fil.2: 5Verið með sama hugarfari sem Kristur Jesús var.
6Hann var í Guðs mynd.
En hann fór ekki með það sem feng sinn að vera Guði líkur.
7Hann svipti sig öllu, tók á sig þjóns mynd
og varð mönnum líkur.
Hann kom fram sem maður,
8lægði sjálfan sig
og varð hlýðinn allt til dauða,
já, dauðans á krossi.
9Fyrir því hefur og Guð
hátt upp hafið hann
og gefið honum nafnið,
sem hverju nafni er æðra,
10til þess að fyrir nafni Jesú
skuli hvert kné beygja sig á himni, jörðu og undir jörðu
11og sérhver tunga játa Guði föður til dýrðar:
Jesús Kristur er Drottinn.

Að endingu: Guð hefur gefið okkur öllum misjafnlega hæfileika og við meigum alldrei hugsa að við séum meiri en aðrir því að frammi fyrir Drottni eru allir menn jafnir og það hugarfar skulum við temja okkur að elska alla jafnt án þess að spá í útliti þeirra eða efnahag. Þegar við forum að þjálfa huga okkar og hjarta í að elska alla jafnt að þá breytumst við á þann hátt sem Guð hefur skapað okkur til að vera og það er að vera kærleiksrík og góð við alla menn.


Samkoma í Ármúla í kvöld!

Í kvöld er samkoma í ármúla 23 og verður eflaust fullt hús eins og ávallt. En ég er að predika í kvöld og er ræðan um að breyta hugarfari sínu. Meira gef ég ekki upp en öllum er velkomið að koma sjá hvað við erum að gera:) samkoman byrjar kl 20:30

Stórfurðulegt símtal

Þriðjudagskvöld eða reyndar svoldið seint það kvöld eða 20 mín í 2 um nóttina sem er þá reyndar miðvikudagur. En það kvöld fékk ég stórfurðulegt símtal. En af virðingu við þann aðila segi ég engin nöfn.

Þetta símtal var hálf furðulegt því að stelpan sem hringdi kynnti sig með nafni. Ég vissi ekkert hver hún var nema hún var með allveg eins rödd og ein stelpa sem ég þekki. Þessi stelpa vildi að ég myndi hitta sig og draga sig á samkomur og vissi vel hvar ég hafði verið að mæta. En ég var ekki að fatta hver þetta væri. Hún sagðist vera með síðu en man ekki vefslóðina og notaði það sem afsökun að það væri svo langt síðan hún opnaði síðuna að hún man ekki hver vefslóðin er.

Síðan eftir smástund´fór hún að spyrja mig hvort ég væri á lausu. Ég sagði já ég er það. Þá tilkynnti hún mér það að það ætti eftir að breytast fljótt. Hún sagðist líka vera mjög sæt. Dökkhærð hávaxin og ég heyrði í litlu barni í kringum hana. En hún sagði barnið sitt sem var strákur ekki vilja fara sofa.

Ég sagði henni að það væri voða erfitt að svara því hvort ég hefði áhuga á henni þar sem ég væri ekki að fara hver hún væri. En samþykkti að hitta hana á samkomu í Samhjálp síðasta fimmtudag og hjálpa henni með trúnna.En hún mætti ekki og hefur ekki hirngt aftur þar sem hún hringdi úr leyninúmeri. En hún sagðist vera vinkona eins manns sem ég þekki og hafa fengið upplýsingar hjá honum. Og að hann hafi sagt að ég gæti hjálpa sér með þetta. En hann kannast ekki við neitt.

Enginn kannast við þetta nafn og þær lýsingar sem hún gaf. Það sem er óþægilegast við þetta að vita ekki hver þetta var. Hvort þetta hafi verið einhver að vila á sér heimildir til að klekkja á mér eða hvort þetta hafi í raun verið þurfandi manneskja sem þarf hjálp.

En ég tók samt eina ákvörðun um þetta mál. Hvort sem að þetta hafi verið feik eða allvöru að þá fyrirgef ég þessari stelpu sen hringdi. Því að hvaða heilbrigð manneskja hringir í einhver sem hún þekkir ekki um nótt og fer að spyrja svona? Eflaust einhver sem er hjálparþurfi:)


Smá pæling

lúk.9:27En ég segi yður með sanni: Nokkrir þeirra sem hér standa munu ekki deyja fyrr en þeir sjá Guðs ríki.“

Það sem ég er að velta fyrir mér með þetta vers er , hvað á Jesús við með því að segja þessi orð?

Á hann við að allir lærisveinarnir muni ekki deyja píslavættisdauða eða á hann við að ekki munu allir deyja áður en Guðsríki kemur yfir þá?

Þá á ég við komu Heilags Anda. En ef maður skoðar þetta í svoldlu samhengi að þá lýsir Jesús því yfir að hann muni deyja á krossinum og rísa upp á þriðja degi. Síðan segir hann að við eigum að taka okkar kross og bera hann. Síðan segir hann að við eigum að týna lífi okkar hans vegna og ef við gerum það að þá munum við finna það. Það sem ég best skil með þeim orðum er einfaldlega þetta. Guð skapaði okkur, hann veit best hvernig líf okkar á að vera og hver tilgangurinn með því er. Þá skil ég þetta þannig að við erum alltaf að reyna stjórna lífi okkar sjálf. Hvert leiðir okkar eigin sjálfshyggja okkur? hún leiðir okkur til glötunar eða í viteysu. En hvert leiðir, leið Guðs okkur? Að ævinlangri hamingju og velgengni og sigrum á aðstæðum sem koma upp í lífinu og til eilífs lífs.

En ef ég set þetta í samhengi sem Jesús sagði varðandi lærisveinana. Þá veit ég best til þess að sá eini sem lifði fram á elliár var Jóhannes postuli. Hann fékk opinberunina sem við sjáum í Opinberunarbókinni. Átti Jesús þá við það að Jóhannes þyrfti að lifa fram á elliár til að taka við þessum opinberunum og verða numin til himins til að sjá það sem framundan væri?

Hvenær kom svo Guðsríkið? var það ekki þegar Heilagur Andi kom? Ég meina þegar Jesús fór á krossinn að þá hvarf nærvera Guðs úr musterinu. Guð býr ekki lengur í musteri gerð af mannahöndum heldur í hjarta hvers manns sem tekur við Kristi. þegar þú hefur tekið við Kristi þá er Guðsríki komið yfir þig og er innra með þér.

En í hvaða samhengi sagði Jesús þetta? Er það ekki það að allir lærisveinarnir ættu að deyja píslavættisdauða nema Jóhannes því hann þyrftin að fá opinberun um hina hinstu daga?

Það sem útskýringarbækur Biblíunar segja að Jesús sagði þetta í því samhengi um komu Heilags Anda. Hann átti við að lærisveinarnir myndu vitna um upprisu Krists. Hann átti við að þegar Heilagur Andi kæmi yfir þá að þá myndu Guðsríki koma yfir þá með krafti. 

Post.1:8 segir að við munum öðlast kraft er Heilagur Andi kemur yfir okkur...

Munt þú deyja áður en þú fattar sannleikan og tekur við Jesús sem frelsara þínum og öðlast þennan kraft og eilífa lífið?


Brandari dagsins

Eldri hjón lágu í rúminu kvöld eitt. Eiginmaðurinn var við það að sofna, en frúin var í rómantísku skapi og vildi spjalla. Hún segir: " Það var nú sá tími að þú varst vanur að halda í höndina á mér þegar við fórum að sofa" Samviskusamlega rétti hann höndina yfir til hennar augnablik og reyndi svo að sofna á ný. Nokkru seinna segir konan; "Svo varstu vanur að kyssa mig" Svoldið pirraður beygði hann sig yfir hana og smellti einum á kinnina konu sinni sneri svo bakinu í hana og reyndi enn á ný að sofna. Mínútu seinna segir hún; "...og svo varstu vanur að bíta mig í hnakkann..." Reiðilega sviptir eiginmaðurinn sænginni af sér og æddi fram á bað. "Hvert ertu að fara?" spyr hún. " Nú, að ná í tennurnar!!!"

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband