Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Góður brandari

Í heimsókn sinni á geðveikrahælið spurði einn gesturinn deildarstjórann
hvaða aðferð læknarnir beittu til að ákvarða hvort leggja ætti sjúkling
inn á hælið eður ei.

,,Sko," sagði deildarstjórinn, ,,við fyllum baðkar af vatni. Svo bjóðum
við sjúklingnum teskeið, tebolla eða fötu til að tæma baðkarið."

,,Aaa, ég skil," sagði gesturinn, ,,heilbrigð manneskja mundi þá velja
fötuna, þar sem hún er stærri en teskeiðin og tebollinn og auðveldast að
tæma baðkarið þannig!"

,Nei," sagði deildarstjórinn, ,,heilbrigð manneskja mundi taka tappann úr.

Má bjóða þér herbergi á deild 33 með eða án glugga?

Smá úr Rómverjarbréfinu

 

Róm 1:24-24

-24- Þess vegna hefur Guð ofurselt þá fýsnum hjartna þeirra til saurlifnaðar, til þess að þeir svívirtu líkami sína hver með öðrum.

Róm 1:26-27

-26- Þess vegna hefur Guð ofurselt þá svívirðilegum girndum. Bæði hafa konur breytt eðlilegum mökum í óeðlileg, -27- og eins hafa líka karlar hætt eðlilegum mökum við konur og brunnið í losta hver til annars, karlmenn frömdu skömm með karlmönnum og tóku út á sjálfum sér makleg málagjöld villu sinnar.

 

Þar sem ég sat á Biblíulestri um daginn að þá vildu sumir meina það að þessi vers þýddu það, að Guð hefði sett þessa synd inn í fólkið. Mér fannst það ekki alllveg passa þar sem Jesús kom til að leysa okkur frá syndinni. Ef þetta þýddi það sem fólkið vildi meina að þá væri Guð ekki samkvæmur sjálfum sér. Þannig að ég mótmælti þessu og sagði að Guð setti ekki neina synd inn í lífið okkar, heldur leyfði þessu að koma ef við vildum ekki iðrast.

Síðan þegar ég fór að skoða þetta betur og lesa útskýringarbækur sem töluðu um þessi vers að þá er sagt að það sem þetta þýðir að það er þráin í okkur eða girndin. Þegar menn vilja ekki iðrast og hætta að þrá líferni sem krefst hreinleika og engin þrá er til Guðs að þá koma aðrar þrár inn í líf okkar eins og girndin í kynferðislega hluti oflr. Menn vildu á þessun  tíma líkt og í dag, eltast við sínar eigin girndir í stað þess að hlíða Guði. Þessi útskýring segir mikið til um að það að líf án Guðs bíður bara upp á meiri synd og fjötra en ekki frelsi. Menn hafa oft ætlað að gera hlutina sjálfir án Guðs. En hvernig enda þeir? Flest allir í tómri vitleysu.


hugleiðing dagsins

Eftir að hafa lesið viðauka bók við Danílelsbók í Biblíunni að þá sá maður nokkur svör sem manni vantaði við nokkrar spurningar úr Danílesbók. Í fyrsta lagi að þá spáði maður oft í dæminu með eldsofninn. Þeir voru 3 sem var varpað inn í ofninn en það sást samt í 4 í ofninum. Áður fyrr hélt maður að það hefði verið Jesú sjálfur sem var með þeim. En þegar ég las viðaukann að þá sá ég að það var engill Drottins sem stóð þarna frá þeim og hélt eldinum frá þeim svo þeim varð ekkert meint af. Það sem ég sá líka voru 3 atriði sem sýndu visku Daníels.

Fyrsta atriðið er dæmi um Súsönnu. Hún átti mann er hét Jóakim og var vellauðugur maður og vel metin af þeim sem lifðu þarna á þessum tíma. En á þessum tíma voru 2 öldungar settir sem dómarar. Þá kom upp mál að þeir höfðu verið að njósna um Súsönnu og girndust hana báðir svo mikið að það olli þeim þráhyggju. Þeir tóku sig saman og sátu fyrir henni er hún fór í hallargarðinn og földu sig. Þeir biðu þar til hún senti 2 aðstoðarmeyjar að ná í eitthvað fyrir hana. þegar þær fóru að þá stukku þeir fram og báðu hana að leggjast með sér eða þeir myndu ljúga upp á hana og láta dæma hana til dauða. Hún sagðist ekki vilja syndga gegn Drottni og varð fyrir því að vera dregin fyrir rétt og ranglega dæmd til dauða. En þá slæst Daníel í leikinn og yfirheyrir þá í sitthvoru lagi og þar kom hann upp um þá, þannig að hún varð sýknuð og dómararinir dæmdir sekir.

Hin atriðin tvö eru gagnvart skurðgoðadýrkun sem áttu sér stað á þessum tíma. Á hverjum degi voru settar fórnir fyrir framan Bal og menn héldu að Bal væri Guð. En þegar Danílel er spurður afhverju hann tilbiður ekki Bal með þeim að  þá sagðist hann aðeins tilbiðja lifandi Guð. En það sem hafði gerst með fórnirnar að Bal prestarnir höfðu ásamt fjölskildum sínum tekið matinn og farið með hann í gegnum leynigöng sem þeir höfðu útbúið. Daníel fór með konungi og innsigluðu svo salinn þannig að enginn kæmist inn í hann en stráði svo ösku yfir gólfið. Daginn eftir þegar þeir koma segir konungur að Bal sé nú lifandi Guð þar sem innsiglin voru enn á sínum stað og fórnin horfin. En Daníel hló og benti honum á að það væru fótspor í öskunni , bæði eftir prestana, konur þeirra og börn og svo komu þeir upp um leynigöng þeirra og prestarnir voru teknir af lífi.

seinna dæmið er með dreka sem menn tilbáðu en Daníel tókst að drepa drekann og mixaði eitthvað smá stöff sem hann gaf drekanum sem varð til þess að drekinn sprakk. Menn urðu ekkert sáttir við það sem Danílel hafði gert og spurðu Babílóníu konung hvort hann væri orðinn Gyðingur eftir þetta allt saman. Síðan kom að því að Danílel var varpað í ljónagryfjuna.

Ljónin voru 7 það var vani að færa þeim 2 menn og 2 sauði hvern dag. En til þess að þau ætu örugglega Daníel að þá fengu þau bara hann í 6 daga. En menn vita söguna að Danílel varð ekkert meint af þessu. En það sem kemur skemmtilega inn í er að Habakkuk spámaður var uppi á þessum tímum og flutti engill hann með því að hífa hann á hárinu og færa hann þangað sem Danílel var og færa honum nesti þar sem Danílel var í ljónagryfjunni. Danílel varð þakklátur fyrir það að Guð hefði minnst sín þegar hann fékk nestið.

Það sem er gaman af því að lesa apókrófíbækurnar að þótt þær séu ekki viðurkenndar sem hluti af Biblíunni að þá hafa þær sögulegar staðreyndir í sér sem má ekki skilja eftir útundan.  Þannig að ég mæli með því að menn lesi þær út frá því sjónarhorni að þær hafi sögulegt gildi...


Guð kemur alldrei of seint...

Svona til að gefa smá innsýn inn það að Guð kemur alldrei of seint að þá dettur mér í hug frásagan um Lasarus. Jesús fékk boð um að hann væri mjög veikur eða dauðvona. Samt flýtti Jesús sér ekkert að fara á staðinn þar sem Lasarus bjó. Þegar Jesús kom á staðinn að þá vissi hann að Lasarus hafði verið dáinn í 4 daga. Kannski er það þannig í okkar mannlega skilningi að ef við hefðum verið á staðnum að þá hefði okkur fundist hann vera alltof seinn.

Marta systir Lasarusar fór beint til Jesú og sagði ef þú hefðir verið hér þá væri hann ekki dáinn. Síðan þegar Jesús fer að segja henni að hann ætli að reysa Lasarus upp, að þá misskilur hún hann og heldur að hann sé að tala um upprisuna. Þá svarar Jesús henni með þessum orðum Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyji. Og hver sem lifir og trúir á mig mun alldrei að eilífu deyja. Trúir þú þessu?

Síðan segir Jesús þeim að velta frá steininum og kallar á Lasarus. Lasarus komdu út... Þótt að Lasarus hafi verið búin að vera dáinn í 4 daga að þá kallaði skaparinn sem opinberar sig sem Ég er í Jesú á sköpun sína og endurlífgar hana. Allir þeir sem þetta sáu undruðust og tóku trú og vegsömuðu Guð.

Er það ekki oft þannig að við höldum oft að Guð sé að gleyma okkur eða sé of seinn? En svo er ekki, Guð kemur alldrei of seint.

Ég man eftir myndbandi sem ég sá. Þar var predikari sem lést í bílslysi og hafði legið í nokkra daga í líkhúsinu og vond lykt komin af honum. En konan hans mundi þá eftir fyrirheiti frá Guði með líf hans og var ekki á því að þótt að staðan væri þannig að maður henni væri látinn að líf hans á jörðinni væri búið. Við gætum eflaust hugsað þannig að fyrst Guð hafði fyrirheiti með líf hans var hann þá ekki of seinn að bjarga honum úr bílslysinu eða bjarga honum frá því? Svarið er nei.. Guð kom ekki of seint..

Það sem konan gerði er að hún fór með líkið af manni sínum á samkomu hjá Reinard Bonkie og þar til hliðar í bænaherbergi var beðið fyrir honum til lífs. Maðurinn hafði líkt og Lasarus verið dáinn í nokkra daga, ég er ekki allveg með það á hreinu hvort að þessi maður hafði verið dáinn í 3 eða 4 daga. Guð reysti hann upp.

Finnst þér Guð koma stundum of seint fyrir þig? Guð getur breytt öllu.. hann er ekki háður tíma eða aðstæðum hann getur gert það sem hann vill. Jesús sagði allt vald er mér gefið á himni og jörðu. Hvað er þá mikið vald eftir handa djöflinum? ekki neitt... þetta segir okkur það að þótt aðstæður virðast vonlausar að þá getur Guð eða Ég er eins og hann opinberar sig breytt þínum kringumstæðum sama hversu vonlausar þær virðast vera...


Sviksamleg ráð...

Það er ýmis ráð þegar kemur að því að öðlast völd. Þegar maður hugsar til baka í sögu mannkynsins að þá hafa menn beitt ýmsum ráðum til að ná völdum og steypa mönnum af stólum. Meira segja finnur maður slíkt dæmi í Biblíunni.

Davíð Konungur þurfti að kljást við sinn eigin son í þessum efnum. Absalon sonur hans notaði sviksamleg ráð til að reyna steypa föður sínum Davíð af stóli. Þetta var mjög lúmsk og úthugsuð aðferð sem hann notaði. Hann gekk út við hlið Jerúsalem borgar og á vegin þar sem var að konungushöllinni. Hann gekk í veg fyrir fólkið og sagði ég vildi óska að ég væri konungur þá fenguð þið greitt úr ykkar málum. Hann rétti síðan faðm sinn út á móti fólkinu og vann það þannig á sitt band. Hann kom af stað lygum að Davíð faðir hans myndi ekki hjálpa þeim en ef hann sjálfur yrði konungur að þá fengju þau úrlausn sinna mála.

Absalon náði að reka faðir sinn tímabundið í burt en Davíð náði sæti sínu aftur eftir stutta stund. Hversu oft sjáum við ekki fólk beita óheiðarlegum aðferðum til að eignast völd. En fyrir mér að þá er það ekkert gleðiefni að vera við einhver völd. Þetta er vandmeðfarið og ekki fyrir hvern mann að gera.

En menn eiga að forðast að falla í 3 klær, og það eru klær valda, klær peninga og hitt kynið... oftast eru það karlmennirnir sem eru að falla í þá gryfju að hrasa gagnvart konum. En merkilegt er að þegar menn falla í þessar girndir að þá fá þeir alldrei nóg og vilja alltaf meir.. menn sem eignast mikið af aurum fá alldrei nóg og vilja alltaf meira, menn sem öðlast völd, fá heldur alldrei nóg og vilja alltaf meir... girndin fær alldrei nóg...

þess vegna er bara betra að vera sáttur við sitt... Þó svo að fólk beiti ýmsum sviksamlegum ráðum til að koma mönnum fyrir kattanef að þá er alltaf best að halda sínu striki. Ef þú öðlast velgengni og þér gengur allt í hagin að þá máttu bóka það, að það eru alltaf einhverjar manneskjur sem öfunda þig og eru tilbúin að beit þig svikum til að ná sínu fram...

En að lokum svikult getur mannshjartað verið...


smá bakþanki yfr atvinnumál og bankana sem eru aðalkrimmarnir

Jæja þá er kominn tími á smá blogg en ég er búin að vera mikið fjarverandi unfanfarið, þannig að núna ætti maður að koma ferskur til baka, fyrst hvíldin hefur verið góð frá skrifum undanfarið.

það er margt að ske í þjóðfélaginu í dag mikil niðursveifla í atvinnumálum og annað. En það kom að því að þennslan myndi springa eða fara niður á við. Margir hafa tekið á það ráð að geyma fé sitt erlendis og telja því betur borið annars staðar en hér á skerinu Íslandi...

Eitt sem ég hef verið að velta fyrir mér hverjir eru í rauninni aðalglæpamennirnir á Íslandi. Eru það krimmarinir sem berjast fyrir því að eiga fyrir næsta dópskammti eða eru það einhverjir aðrir sem eru skipulagðir og ber ekki mikið á. Ef ég tek ritninguna inn í dæmið að þá stendur það skírt í Biblíunni að menn eiga ekki að lána og setja vexti á lánsféð. Þannig að bankarnir hljóta þá að vera aðalglæponanir og þrælahaldararinir, því að þeir eru með allveg upp í 26% vexti sem er hrein og bein geðveiki. Margir ná varla að borga niður lán og berjast við að halda vöxtunum niðri sem er ekkert annað en þrælahald. Ekki það að það væri eitthvað að því að bankar hagnist eitthvað á viðskiptavinum sínum en þá mættu þeir nota aðrar aðferðir en að kúga landann með okurvöxtum...

En besta orðið í þessu er að skulda engum neitt nema að elska aðra...


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband