Bloggfærslur mánaðarins, október 2009

Hugleiðing dagsins

Þá er komið að því að skrifa eitthvað sniðugt.

Undanfarnir dagar hafa verið frekar skrítnir og mikið búið að vera gerast og á margt af því ekki heima hér á opinberum vettvangi.

En fyrst langar mig að skrifa um svoldið merkilegt. Síðasta föstudag að þá fékk ég símtal frá vinkonu minni, sem vildi snúa sér aftur til Guðs. Allt í einu kom í huga minn að benda henni á að lesa lúk 15 , söguna um týnda soninn. Það sem kom í huga minn var að biðja hana um að skoða viðbrögð Föðurins þegar sonurinn kæmi aftur heim eftir að hafa klúðrað öllu.

Eins og Faðirinn tók á móti týnda syninum, þannig myndi Guð taka aftur á móti henni þegar hún myndi snúa sér til hans. Það sem gerðist er að hún las, lúk 15, á fös, lau og sun og fór svo á U.N.G þar sem predikað var úr sögunni um týnda soninn í lúk 15. Það sem þetta sýnir mér hvað Guð er nákvæmur þegar hann kallar á börnin sín aftur heim :)

Eitt af því sem ég hef líka verið að læra um í Biblíuskólanum er Föðurhjarta Guðs. Ég hef hlustað á þessa kennslu nokkrum sinnum og alltaf virðist maður fá eitthvað nýtt úr kennslunni í hvert skipti sem maður hlustar á hana. Síðast var verið að tala um Föður ýmyndir og hvernig áhrif það hefur á börn í uppeldi. Fjarlægi Faðirinn, stjórnsami faðirinn, passívi Faðirinn, ofbeldisfulli faðirinn oflr. Maður getur alltaf tengt við eitthvað af þessum föður ýmyndum. Það sem ég tengdi mest við sýðast var passívi Faðirinn. 

Brestirnir sem koma út frá þessu er að maður er alldrei sáttur allveg sama hversu vel maður gerir. Maður horfir frekar á þessi 5% sem eru í ólagi en þau 95% sem eru í lagi. Vinur minn kom fyrir nokkrum árum til mín í heimsókn og spurði mig að þessu, afhverju ertu að horfa á þennan eina hlut sem er í ólagi og tekur ekki eftir hinu góða sem er að gerast í kringum þig. Líklegast var það fordæminginn og þessi hugsun um að vera ekki nógu góður sem fékk mann til að missa fókusinn. Og maður heldur að maður megi ekki gera nein mistök. En ég komst að því að Guð ætlast ekki til þess að maður sé einhver súperman og geri allt rétt.

Málið er það að Guð elskar mann allveg jafn mikið þótt maður geri mistök eða geri allt rétt, það er ekkert sem breytir þeirri staðreynd. En þegar þessi kennsla um passíva föðurinn var, kom upp minning þar sem ég hafði verið með unglingarstarf  og trúboðshóp árið 2005. Þetta ár byrjaði gríðarlega vel, unglingastarfið óx úr 0-60 á nokkrum mánuðum. Og ég var að fara út um allt um helgar að predika oflr. En svo kom sá punktur að ég fór að gera mistök og þorði ekki að viðurkenna þau. Ég setti rangar kröfur á sjálfan og hélt að allt þyrfti að vera fullkomið. En svo fór þessi hlutur að skemma meira og meira út frá sér. Því að við vitum ef það kemur vírus í tölvu að þá breytir engu máli hversu mikið efni við setjum í hana, að þá heldur vírusinn áfram að skemma út frá ef hann er ekki hreinsaður burt.

Það sem ég gerði í staðinn fyrir að viðurkenna þetta, var að þræla mér enþá meira út og var á endanum komin á þann stað að ég gat ekki gert meira og það var farið að sjást að þessi mikli kraftur sem var yfir lífi mínu, var farin að minnka. Það kom svo að þeim punkti að ég þurfti að draga mig til hlés og mér var meira segja boðið að fá hjálp við að taka á þessu. En viðnbrögðin urðu röng hjá mér, mér fannst ég vera dæmdur og vissulega var það pínu rétt, þar sem ég var tekin og sparkaður niður af þeim sem ég hafði verið að hjálpa. Ég varð reiður og fór í uppreisn. Það sem gerðist líka var að það kom upp ótti við að fara aftur í þjónustu eða taka ábyrgð á einhverju starfi þar sem ég hafði klúðrað þessu og mér fannst ég ekki vera nógu góður. En það sem gerðist í þessari kennslu að við fengum fyrirbæn og Guð fór að eiga við þessa minningu og lækna það sem fór úrskeiðis.

Málið líka með þessa kennslu um Föðurhjarta Guðs er að við sjáum það að við yfirfærum oft þá föðurýmynd sem við höfum yfir á Guð. Við höldum honum í fjarlægð, við vitum að hann elskar okkur en náum ekki að meðtaka það allveg. Margt af þessu er ótti við nánd og ótti við að vera hafnað. En þegar elska Guðs fær að komast að inn í líf okkar að þá fer þessi ótti við nánd, ótti við höfnun að hvefa úr lífi okkar. Við förum að meðtaka það að við erum elskuð án skilyrða og það er ekkert sem við getum gert til að fá Guð til að elska okkur meira.

Eitt af því sem var líka að hjá mér að ég meðtók ekki það að ég væri elskaður og frá barnæsku var það mottóið að verða góður í einhverju eða gera eitthvað fyrir aðra til að vera viðurkenndur. Alltaf að vera reyna vinna sér inn viðurkenningu frá öðrum. En eina viðurkenningin sem við þurfum er að meðtaka það að við erum elskuð börn Guðs :)


Trú

Róm 14:23b
-23b- Allt sem ekki er af trú er synd.

Þessi setning kemur fyrir í síðasta versinu í 14 kaflanum í Rómverjabréfinu. Það sem mig langar að gera er að finna nokkur vers sem hægt er að tengja við þetta. Vegna þess að að lifa í trú er það sem skiptir máli þegar maður gengur með Guði. Og það sem þetta vers segir mér að það er synd að efast.
Jesús sagði:
Jóh 16:9-9
-9- syndin er, að þeir trúðu ekki á mig,

Jeús staðfestir þarna er að það er synd að efast. Til þess að ná þessu í samhengi að þá þarf maður að vita hvað synd er. Sumir koma með þá útskýringu að synd sé að missa marks. Andrew Murray segir að synd sé allt það sem maðurinn reynir að vera og leyfir ekki Guði að vera allt í öllu. En synd er þó fyrst og fremst óhlýðni gagnvart Guði. Og það sem skeður þegar synd er annars vegar að það myndast aðskilnaður milli okkar og Guðs. Mannkynið er fallið og undir dómi heimsins. En sá sem tekur trú á Jesú, fær fyrirgefningu synda sinna og kemur ekki til dóms. Og er stigin yfir frá dauðanum sem er syndin til lífsins sem er náð Guðs

Jóh 3:18
-18- Sá sem trúir á hann, dæmist ekki. Sá sem trúir ekki, er þegar dæmdur, því að hann hefur ekki trúað á nafn Guðs sonarins eina.

Jóh 5:24-24
-24- Sannlega, sannlega segi ég yður: Sá sem heyrir orð mitt og trúir þeim, sem sendi mig, hefur eilíft líf og kemur ekki til dóms, heldur er hann stiginn yfir frá dauðanum til lífsins.

Þannig að þegar maður hefur gefið Guði líf sitt að þá er svoldið magnað sem gerist. Því að við endurfæðumst. Það þýðir það að við erum Andi, búum í líkama og erum með sál. Þegar við erum fjarlæg Guði að þá er andinn í okkur sofandi eða í nokkurs konar dái. Hann er meðvitaður um ástand sitt, en ekki með miðvitund gagnvart Guði. En þegar við tengjumst Guði lifnar andinn í okkur við. Því að andinn er frelsaður til fulls.

1Jóh 3:9
-9- Hver sem af Guði er fæddur drýgir ekki synd, því að það, sem Guð hefur í hann sáð, varir í honum. Hann getur ekki syndgað, af því að hann er fæddur af Guði.

Í þessu versi er Jóhannes að tala um andann okkar. Andi okkar syndgar ekki. Það er holdið í okkur eða girndin sem fær okkur til að syndga, girndin tilheyrir holdinu.
Þannig að þegar Guð horfir á okkur að þá sér hann Jesú, því að okkur gamli maður er dáinn og við upprisin sem nýsköpun í Kristi.

Gal 2:20-20
-20- Ég er krossfestur með Kristi. Sjálfur lifi ég ekki framar, heldur lifir Kristur í mér. Lífinu, sem ég lifi nú hér á jörð, lifi ég í trúnni á Guðs son, sem elskaði mig og lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir mig.

2Kor 5:17-17
-17- Ef einhver er í Kristi, er hann skapaður á ný, hið gamla varð að engu, sjá, nýtt er orðið til.

Nýja íslenska þýðingin segir: að maður verði nýr maður og að hið liðna verður að enga. En hins vegar sér maður í þessum versum að við endurfæðumst til nýrrar sköpunar í Kristi. Gamla eðlið okkar er krossfest og deyr þar, og við rísum upp með nýtt eðli, sem er eðli Krists.

Þar af leiðandi komum við ekki til dóms því við höfum verið leyst undan syndinni og dauðanum. En hví erum við þá alltaf að telja okkur trú um það að við séum ekki nógu góð, og dæmum okkur harðlega fyrir það sem við gerum rangt?

Róm 8:1-2
-1- Nú er því engin fordæming fyrir þá, sem tilheyra Kristi Jesú. -2- Lögmál lífsins anda hefur í Kristi Jesú frelsað þig frá lögmáli syndarinnar og dauðans.

Fordæming er að dæma sjálfan sig. En ef maður skoðar frumtextan að þá er þetta þýtt af gríska orðinu catacrima. Raunveruleg merking þessar vers er: Að sá dæmist ekki sem lifir í einingu með Kristi. Kristur er búin að borga fyrir allar okkar syndir og ekki bara okkar, heldur syndir alls heimsins. Guð sér ekki syndina í lífi okkar, því að þetta vandamál, hefur verið leyst í eitt skipti fyrir öll. Lögmálið var bara sett fram til að sýna manninum hversu ófullkomin hann er án Guðs og að hann geti ekki gert allt sjálfur. Guð skapaði okkur til þess að lifa með sér en ekki til að vera fullkomin vélmenni sem gera allt rétt. Náð hans er stærri og meiri en mistök okkar. Það sem maður þarf að læra að meðtaka er að, okkur er fyrirgefið, og við förum ekki til helvítis fyrir að gera mistök. Það sem stendur hér fyrir ofan í versunum er að að komum ekki til dóms sem trúum á Jesú.

Þeir sem afneita Guði, þurfa að koma til dóms og gera reikningsskil á lífi sínu. En þeir sem stignir eru yfir frá dauðanum til lífsins í Kristi, koma fram fyrir Guð til að fá verðlaun sín á himnum.

Menn fá ekkert meiri verðlaun þótt þeir hafi verið extra duglegir af því sem sýnilegt er. Vegna þess að það er trúfestin við það sem okkur hefur verið gefið, er það sem Guð skoðar. Yfir litlu varstu trúr og yfir mikið mun ég setja þig sagði Jesús. Þannig að þeir sem lifa með Kristi og gera hutina og gefa honum dýrðina , eru þeir sem fá verðlaunin. Því að þeir einstaklingar sem reyna mikla sjálfa sig í stað þess að gefa Guði dýrðina eru þeir sem fá að heyra frá Jesú, farðu frá mér því að alldrei þekkti ég þig.
Þannig að það er stór varasamt að vera taka á sig dýrðina sem Guð á dýrðina af ...


Fordómar að minnka eða breytast á Íslandi?

Ég er svona að velta því fyrir mér, hvort fordómar séu að minnka á íslandi eða breytast? Ef maður fer aftur í tíman þá voru fordómar út í fatlað fólk og farið ílla með það. Ef við förum bara aftur í Gíslasögu Súrrssonar þar sem Ingjaldsfíflið var. Ingjaldur var líklega fatlaður og var bundin um hálsinn við staur.

Í dag myndi hann ekki fá svona meðferð. Það er ekki mjög langt síðan að Kópavogshæli sem er fyrir veikt fólk, var kallað fávitaheimili Kópavogs. Með tímanum hefur komið þekking á því hvað fötlun er og fatlað fólk verður því fyrir minni fordómum.

Síðan voru mjög miklir fordómar gagnvart samkynhneigðum fyrir mörgum árum síðan. Í dag geta lessur farið á ættarmót sem par eins og ekkert sé sjálfssagðara.

Reyndar eru fordómar gagnvart innflytjendum svoldið að aukast á landinu eftir innreið Pólverja og Litháa í landið og Asíubúa. Mér finnst allt í lagi að hleypa fólki inn í landið, ef það kemur til að vera Íslendingar og aðlaga sig að okkur. En að við þurfum alltaf að vera breyta okkar þjóðvenjum fyrir aðra er mér ekki sama um.

Þess vegna finnst mér að þeir útlendingar sem vilja ekki læra íslensku geta bara farið aftur heim til sín. það er allveg galað að geta ekki talað lengur sitt móðurmál á veitingastöðum oflr stöðum.

Ég er ekki allveg fordómalaus en vinn að því að losa mig við þá og fræðast meira um hlutina.. líklegast eru fordómar af fáfræði. Þegar maður er frelsaður, þá fær maður að kynnast fordómum úr öllum áttum og að maður sé vondur af þvi að maður er ekki að samþykja það sem manni finnst rangt.
En ég held samt að flestir hafi þurft að mæta einhverjum fordómum, sama af hvaða tagi þeir eru...


Að vera samkvæmur sjálfum sér

Að vera samkvæmur sjálfum sér er eitthvað sem ég hef verið að spá í undanfarið. Þá veltir maður fyrir sér með ákvarðanir sem maður tekur og hvort maður fylgir þeim eftir, eða að maður skipti um skoðun og sé eins og jójó sem þeytist eftir vindinum.

Þetta er eins og þú ákveður að í kvöld ætla ég í bíó með þessum aðila. En svo kemurðu því í gang að þú ætlir í bíó og aðilinn samþykir það. En svo allt í einu dettur þér í hug að gera eitthvað annað og ferð og gerir það, án þess að spá í því hverju þú varst búin að lofa.

Annað dæmi hér, segum að þú eigir 3 börn og bannar þeim að gera eitthvað og útskýrir fyrir þeim afhverju þú vilt ekki að þau geri þetta. Seinna um daginn ertu búin að gleyma ákvörðun þinni og farin að leyfa börnunum að gera það sem þú bannaðir þeim.

Það er sem gerist í svona aðstæðum er að börnin þau hætta að taka marka á þér. því að þau hugsa, ég má þetta ekki núna en í kvöld eða seinna í dag að þá verður hann eða hún búin að skipta um skoðun og Þá má ég þetta.

Þegar kemur að svona aðstæðum verður maður að setja sér mörk og standa við þau. Ef ég ákveð að gera eitthvað, þá lofa ég því ekki strax, heldur fæ ég rúm til að hugsa mig um hvort ég geti gert þetta eða vilji það. Að sjálfssögðu er ég að tala um meðvirkni þar sem eitt af einkennunum er að eiga erfit með að taka ákvörðun og setja sér mörk.

Ég er pínusekur með þetta. Þetta er eins og með fartölvukaupin hjá mér en ég var að skipta um skoðun 3-5 sinnum á dag í viku og var allveg orðin ruglaður í ríminu því ég vildi þessa tölvu þessa stundina og svo aðra hina stundina. Þannig að ég varð að hugsa mig um hvað það væri sem ég vildi hafa í tölvunni og svo sirka verðhugmynd og hvaða verð ég gæti staðgreitt. Svo loksins eftir leit og góða umhugsun sá ég grip sem mig langaði í sem er með santa rosa tæknina nýju og intel coro 2 duo örgjafa oflr og góða endingu á rafhlöðu og annað.. þannig að núna er ég viss hvað ég vil. En ég varð samt að gefa mér tíma og vita hvað það var sem ég vildi og skoða og síðan ákveða mig hvað ég vildi fá og það fáranlega er að núna hef ég ekki skipt um skoðun lengi því ég er að reyna að vera samkvæmur sjálfum mér.

Ég gæti haldið áfram að skrifa um svona dæmi hjá mér því ég sé það alltaf betur og betur hvernig meðvirknin biritst hjá mér og hvernig ég get tekist á við hana. En fyrir mér snýst þetta bara um fúsleika til þess að vera tilbúin að þroskast og takast á við þau verkefni sem eru manni fyrir höndum


Smá hugleiðing um lögmál kærleikans

Ég er búin að vera velta fyrir mér orðum Krists þegar hann segir þess setningu: Það sem þú hefur gert mínum minnsta bróður það hefur þú gert mér.

Líklegast hugsa margir að þarna sé bara átt við trúsystkyn manns. En er ekki allveg sammála þeirri kenningu. Því að þarna held ég að Jesús sé að reyna á okkur gagnvart þeim sem minna mega sín og þá sem hafa gengið út á ógæfubrautina.

Ef ég baktala trúsystkyn mín þá er ég að baktala Jesú. Ef ég geri lítið úr trúsystkynum mínum þá er ég að gera lítið úr Jesú. Þetta er svoldið allvarlegur sannleikur og kennir manni að vera varkár í því hvernig maður talar um aðra.

En afhverju held ég að Jesús eigi líka við þá sem minna mega sín? Biblían talar skýrt um það að sá sem lánar fátæum lánar Drottni. Það er því Drottni þóknanlegt að maður gefi til þeirra sem minna mega sín. Hvort sem það er að gefa föt, mat, pening, slá yfir húsaskjól, styrkja börn í abc eða örðum álíka störfum. Gefa af tíma sínum til að hjálpa öðrum og svo mætti lengi telja.

Ef fátækur maður kemur til mín og biður mig um að gefa sér að borða og ég segi nei, þá er ég að neita Jesú. Biblían segir líka ekki þurfa heilbrigðir læknis við heldur þeir sem sjúkir eru. Það má allveg skilja þetta vers líka á þann hátt án þess að fara út í einhverjar kenningar að ekki þrufa þeir sem eiga nægtir aðstoð heldur þeir sem þurfandi eru.

Drottinn vill mæta inn í allar þarfir okkar en stundum vill hann nota okkur til að blessa aðra og gefa af því sem okkur hefur hlotnast. Jesús sagði berið byrðar hvers annars og uppfyllið þannig lögmálið. Hvaða lögmál? að sjálfssögðu lögmál kærleikans. Hvað er kærleikur? kærleikur er að gefa það besta þar þörfin er mest. Hvað gerði Jesús? hann mætti inn í okkar þarfir með því að frelsa okkur frá dómi heimsins. Ekki gátum við gert það með verkum okkar eða nokkrum auð sem við eigum.

Hvað er þá svona erfitt við að miðla brauði sínu með þeim sem fátækir eru?

'Eg hlustaði á lag um daginn. Í textanum hvaða Jesús trúir þú eiginlega á? Seinna í textanum segir hann að hann vilji líkjast Jesú kristi. Lögmálið segir: Þú ert aðeins kristin af því leyti sem Kristur stjórnar lífi þínu... Hversu mikið lifir þú í kærleika Guðs? þetta er aðeins spurning sem þú getur svarað fyrir þig


Rannsókn á því hvort Nasareth hafi verið til þegar Jesús var uppi.


Það sem ég flæki fyrir mér í þessu máli er að menn vilja slá því upp að Nasareth hafi ekki verð til þegar Jesús var uppi.
Eina sem sagt er um þetta er að Jesaja spámaður segir að Jesús skildi kallast Nasarei.
Nasírerar: Flokkur manna sem um lengri eða skemmri tíma hafði heitið því að helga líf sitt Guði. Þann tíma, máttu þeir ekki skera hár sitt eða neyta víns, þar eð vínið var tengt frjósemisdýrkun Kanverja. Allan tíma bindindisheit síns skyldu þeir halda sig frá öllu sem kallast óhreint. (4.Mós.6)
Matt 2:23
Þar settist hann að í borg, sem heitir Nasaret, en það átti að rætast, sem sagt var fyrir munn spámannanna: Nasarei skal hann kallast.
Síðan var fyrsta kraftaverk Jesú að breyta vatni í vín. En það er ekkert getið um hvort hann hafi smakkað það eða ekki.
Svo þarf að skoða síðustu kvöldmáltíðina. Var þetta vín sem þeir voru með í bikarnum eða kaleiknum? Þess er ekki getið í Lúkasarguðspjalli. Hins vegar segir annað í Matteusarguðspjalli. Þar er talað um vínviðar ávexti .
Matt 26:29
Ég segi yður: Héðan í frá mun ég eigi drekka af þessum vínviðar ávexti til þess dags, er ég drekk hann nýjan með yður í ríki föður míns.
Greynilegt er að Jesús smakkaði á víni, þannig að Jesaja getur þá ekki annað en að vera vitna í eitthvað meira en að Jesús yrði helgaður Guði ( Föðurnum)
Það sem er sagt um Nasareth er að þetta var lítill bær upp á hæðum í suður Galileu.Vestan við Nasareth var Mediterranean Sea og austan við Nasareth var Galileuvatn .Erfitt er að finna heimildir um nákvæman aldur þessar litla bæar sem þá var uppi en vitað er að rómverskur hershöfðingi sem var í stjórn yfir Galileu hafi lifað í Nasareth.
Josephus sem var sagnritari Gyðinga á tímum Jesús nefnir Nasareth ekkert á nafn í ritum sínum og er talið að þetta þótti ekki það merkilegur bær eða þorp að það þyrfti að nefna það nafni. Þá er stuðst við þessa tilvitnun:
Jóh 1:45-46
45.Filippus fann Natanael og sagði við hann: Vér höfum fundið þann, sem Móse skrifar um í lögmálinu og spámennirnir, Jesú frá Nasaret, son Jósefs. 46. Natanael sagði: Getur nokkuð gott komið frá Nasaret? Filippus svaraði: Kom þú og sjá.
Við sjáum í þessu svari að menn höfðu ekki mikla trúa á því að eitthvað gott gæti komið frá Nasareth, vegna þess að þar voru framdir hlutir sem voru svívirðilegir í augum gyðinga, þ.e.a.s hlutir sem þeir fyrirlitu.

Sumir vilja meina að Nasareth hafi heitið eitthvað annað fyrst. En svo þarf ekki að vera. Talið er að Jesús hafi verið kallaður Jesús frá Nasareth til að vera ekki ruglað við einhvern annan. En eftir að hafa lesið aðeins meira um þetta að þá var rétt nafn þorpsins Nazarene. Jafnvel íllu andarnir vitnuðu ertu komin til að tortíma okkur Jesús frá Nazarene? Og það eru fleyrri tilvitnanir. Íslensku þýðingarnar segja Nasareth en enskar vitna sumar sem Nazarene.
Ef það er skoðað frumtextan og aðrar enskar þýðingar að þá má sjá tilvitnanir þar sem er sagt Jesús frá Nazarene. Mark.1:24 , Lúk.18:37 , Mark.14:67 , Jóh.18:5-7 , Jóh.19:19 , Lúk.24:19 , Mark.16:16 , Post.2:22 , Post.3.6 , Post.4:10 , Post.26:9 , Post. 6:14 , Post.24:5 , Matt.2:23 , Jesaja.11:1 , Jóh.1:46 ,
Hér að neðan kemur svo greinin um þessi vers á ensku.
NAZARENE A Nazarene was a native or inhabitant of Nazareth, a New Testament town in lower Galilee. Nazareth was Jesus’ hometown during the first thirty years of his life. Since the name Jesus was a common name among the Jews, and since last names were not used, perhaps the designation Nazarene differentiated Jesus of Nazareth from others with the same name. The designation Jesus the Nazarene was used by demons (Mark 1:24), the crowd outside Jericho (Luke 18:37), a servant girl (Mark 14:67), soldiers (John 18:5-7), Pilate (John 19:19), the two disciples on the road to Emmaus (Luke 24:19), and the angel at the tomb (Mark 16:6). The apostles in Acts also used the designation to identify Jesus. Peter speaks of Jesus the Nazarene in his sermon on the day of Pentecost (Acts 2:22) and at the temple gate in a subsequent healing (Acts 3:6; Acts 4:10). Paul identifies Jesus as such in Acts 26:9. One hostile reference to the name is found in Acts 6:14. The false witnesses against Stephen accused him before the Sanhedrin of saying, “This Nazarene, Jesus, will destroy this place [temple] and alter the customs that Moses handed down to us” (see the Greek). Another antagonistic reference is found in Acts 24:5 and constitutes the only reference to Jesus’ followers as Nazarenes. Tertullus accused Paul, saying, “For we have found him to be a troublemaker, a man who is constantly inciting the Jews throughout the world to riots and rebellions against the Roman government. He is a ringleader of the sect known as the Nazarenes.” With regard to the name Nazarene, Matthew 2:23 has always been problematic: “So they went and lived in a town called Nazareth. This fulfilled what was spoken by the prophets concerning the Messiah: ‘He will be called a Nazarene.’ “ No Old Testament prophecy directly states that the Messiah would be called a Nazarene. Some scholars relate Matthew’s reference to Isaiah 11:1, which speaks of the Messiah as a “Branch”-a Hebrew term derived from the same root as Nazareth. Others point to the Old Testament prophecies that speak about the despising and reviling of the Messiah. They say this was like saying he was a Nazarene, even though it was well known that the Messiah was supposed to come from Bethlehem, the city of David. Of course, Bethlehem is where Jesus was born. But he was raised in Nazareth and subsequently was known as a Nazarene and was ridiculed as such. Thus, the prophecy was fulfilled when some of his contemporaries called him a Nazarene, from the despised town of Nazareth (John 1:46).
Síðan aðeins neðar koma heimildir af http://wikipedia.org á ensku líka
Nazarene (title)
From Wikipedia, the free encyclopedia


Mary's Well, said to be the site of the Annunciation, Nazareth, 1917
For other uses, see Nazarene (disambiguation).
Look up Nazarene in Wiktionary, the free dictionary.
Nazarene is a title applied to Jesus (c. 2 BC- c. AD 30) who, according to the Christian gospels, grew up in Nazareth, a settlement in Lower Galilee, now in northern Israel. In modern translations, the word "Nazareth" not only refers to this settlement,[1] but also translates two related words that appear in the Greek New Testament: Nazarēne (Nazarene) and Nazōraios (Nazorean). Thus, the Greek phrases traditionally rendered as "Jesus of Nazareth" are often more literally translated "Jesus the Nazarene" or "Jesus the Nazorean."[2] Therefore, it is possible that the title "Nazarene/Nazorean" had a religious significance. Both Nazarene and Nazorean are novel in Greek and the additional vowel in "Nazorean" complicates any derivation from Nazareth.[3]
The Greek New Testament uses "Nazarene" six times, while "Nazorean" is used 13 times. In the Book of Acts, Nazorean is used to refer to a follower of Jesus, i.e. a Christian, rather than an inhabitant of a town.[4] The Gospel of Matthew explains that the title "Nazorean" is derived from the prophecy, "He will be called a Nazorean."[5] Scholars have long puzzled over the fact that no such prophecy is known in Jewish scripture.[6] Some suppose that it refers to a passage in the Book of Isaiah,[7] with "Nazorean" a Greek reading of the Hebrew ne•tser (branch), understood as a messianic title.[8] Others point to a passage in the Book of Judges which refers to Samson as a Nazirite.[9] "Nazarene" is the modern Hebrew word for Christian (No•tsri, נוֹצְרִי) and one of two words commonly used to mean "Christian" in Arabic (Naṣrānī, نصراني).
Contents
[hide]
• 1 Etymology
o 1.1 "He will be called a Nazorean"
o 1.2 Derivation from "Nazareth" challenged
• 2 A town that never was?
• 3 Table of variants
o 3.1 Nazarene (3479)
o 3.2 Nazorean (3480)
o 3.3 Nazareth (3478)
• 4 References

[edit]Etymology
Nazarene is anglicized from Greek Nazarēne (Ναζαρηνέ), a word used to refer to Jesus in the New Testament.[10] The traditional view is that this word is derived from the Hebrew word for Nazareth,[11] though this derivation presents etymological difficulties (see below). The Semitic form of "Nazareth" (nun-tsade-resh-tav) in turn could be derived from either na•tsar, נָצַר, meaning "to watch,"[12] or from ne•tser, נֵ֫צֶר, meaning branch.[13]
Jerome (c. 347 – 420) linked "Nazarene" to a messianic prophecy by Isaiah, claiming that "Nazarene" was the Hebrew reading of a word modern scholars read as ne•tzer (branch).[14] The text from Isaiah is:
“ There shall come forth a Rod from the stem of Jesse, And a Branch shall grow out of his roots.
ve•ya•tza cho•ter mig•ge•za yi•shai ve•ne•tzer mi•sha•ra•shav yif•reh.[7]

In ancient Hebrew texts, vowels were not indicated, so a wider variety of readings was possible in Jerome's time. Here branch/Nazarene is metaphorically "descendant" (of Jesse, father of King David). Eusebius, a fourth century Christian polemicist, also argued that Isaiah was the source of "Nazarene." This prophecy by Isaiah was extremely popular in New Testament times and is also referred to in Romans and Revelation.[15]
[edit]"He will be called a Nazorean"
A link between Nazorean and Nazareth is found in Matthew:
“ And after being warned in a dream, he went away to the district of Galilee. There he made his home in a town called Nazareth, so that what had been spoken through the prophets might be fulfilled, “He will be called a Nazorean.”
chrēmatistheis de kat onar anechōrēsen eis ta merē tēs galilaias kai elthōn katōkēsen eis polin legomenēn nazaret opōs plērōthē to rēthen dia tōn prophētōn oti nazōraios.[5]

The passage presents difficulties: (1) no prophecy is known in Jewish scripture, "He shall be called a Nazorean; (2) "Nazorean" is a new term, appearing here for the first time in association with Nazareth and, indeed, for the first time anywhere; and (3) scholars surmise that the settlement of Nazareth would have been very small in Jesus' time,[16] while a few doubt that it even existed yet.[17] In any case, Matthew's characterization of the settlement as already a "city" (polin) is problematic.
The Hebrew words most often suggested as underlying the Greek cognates Nazarene-Nazorean-Nazareth are:
 na•tsar (נָצַר, n-ts-r), pronounced naw•tsar', meaning "to watch, guard, keep".[18]
 ne•tser (נֵ֫צֶר, n-ts-r), pronounced nay'•tser, meaning "branch", "flower", or "offshoot". Derived from na•tsar (above).[19]
 na•zir (נָזִיר, n-z-r), pronounced naw•zeer', meaning "one consecrated, devoted".[20]
Only Isaiah's prophecy spells "branch" as ne•tser, but there are four other messianic prophecies where the word for branch is tze•mach.[21] Matthew's phrase "spoken through the prophets" may suggest that these passages are being referred to collectively.[8] In contrast, the phrase "through the prophet," used a few verses above the Nazorean prophecy,[22] refers to a specific Old Testament passage.[23]
The Nazirite (n-z-r) was a person consecrated to God either from birth (Samson, Samuel) or for a limited time.[24] A passage in the Book of Judges which refers to Samson as a Nazirite has been suggested as a source for Matthew's prophecy because "Nazorite" is only one letter off from "Nazorean" in Greek.[9]France, R. T., The Gospel of Matthew, pp. 92-93. See Judges 13:5-7. The Septuagint gives "Nazirite" as ναζιραιον, while Matthew gives Nazorean as Ναζωραῖος. But the characterization of Jesus in the New Testament is not of a typical Nazirite, and it is questionable whether Matthew intended a comparison between Jesus and the amoral Samson.[9]
[edit]Derivation from "Nazareth" challenged
The issue of whether Nazarene is derived from Nazareth has been the subject of much scholarly conjecture since the 19th century.[25] The Greek phrase usually translated as "Jesus of Nazareth" (iēsous o nazōraios) can be translated more literally as "Jesus the Nazorean."[26] No one else is referred to in scripture in this way, not even other people from Nazareth. For example, the father of Jesus is iōsēph ton apo nazaret (Joseph of Nazareth).[27]
"Nazareth" and "Nazarene" are complementary only in Greek, for in Greek both terms possess the "z" (a voiced [aspirated] sibilant). In Semitic languages, "Nazarene" and its cognates (Nazareth, Nazara, Nazorean) possess the unvoiced (unaspirated) sibilant, that is, the "s" or "ts" sound. Voiced and unvoiced sounds follow separate linguistic pathways. The Greek forms referring to Nazareth should therefore be Nasarene,Nasoraios, and Nasareth. The additional vowel (ω) in Nazorean makes this variation more difficult to derive, although a weak Aramaic vowel in "Nazareth" has been suggested as a possible source.[3]
The Gospel of Philip, a second century Gnostic work, claims that the word "Nazarene" signifies "the truth":
“ "Jesus" is a hidden name, "Christ" is a revealed name. For this reason "Jesus" is not particular to any language; rather he is always called by the name "Jesus". While as for "Christ", in Syriac it is "Messiah", in Greek it is "Christ". Certainly all the others have it according to their own language. "The Nazarene" is he who reveals what is hidden. Christ has everything in himself, whether man, or angel, or mystery, and the Father....[28]
The apostles who were before us had these names for him: "Jesus, the Nazorean, Messiah", that is, "Jesus, the Nazorean, the Christ". The last name is "Christ", the first is "Jesus", that in the middle is "the Nazarene". "Messiah" has two meanings, both "the Christ" and "the measured". "Jesus" in Hebrew is "the redemption". "Nazara" is "the Truth". "The Nazarene" then, is "the Truth". "Christ" [unreadable] has been measured. "The Nazarene" and "Jesus" are they who have been measured.[29]

"Gnostic" is Greek for "knowledge", as the Gnostics claimed to have hidden knowledge concerning the religions of others.
Another possible source of Nazarene is Natsarenes, priests of the Mandeans (said to be followers of John the Baptist). Epiphanius writes of a "pre-Christian" Jewish sect which he calls Nasarenes.[30] This sect has been variously identified with the Mandeans, Samaritans, or Rechabites.[31] The Jewish Christian Nazarenes may have evolved into the Ebionites. In Acts, Paul of Tarsus is called, "a ringleader of the sect of the Nazoreans,"[4] thus identifying Nazorean with Christian.
The Gospel of Mark, considered the oldest gospel, consistently uses "Nazarene," while scripture written later generally uses "Nazorean." This suggests that the form more closely tied to "Nazareth" came first. Another possibility is that Mark used this form because the more explicitly messianic form was still controversial when he was writing. Before he was baptized, Mark refers to Jesus as "from Nazareth of Galilee,"[32]whereas afterwards he is "the Nazarene,"[33] suggesting a transformation at the time of baptism. In a similar fashion, second century messianic claimant Simon bar Kokhba (Aramaic for "Simon, son of a star"), changed his name from Simon bar Kosiba to add a reference to the Star Prophecy.[34]
[edit]A town that never was?
Although the historian Flavius Josephus (AD 37 – c. 100) mentions 45 towns in Galilee, he never mentions Nazareth. But Josephus also writes that Galilee had 219 villages in all,[35] so it is clear that most village names have gone unrecorded in surviving literature. Nazareth was overshadowed by nearby Japhia in his time, so Josephus might not have thought of it as a separate town.[36] The earliest known reference to Nazareth outside the New Testament and as a contemporary town is by Julius Africanus, who wrote around AD 200.[37] Writers who question the association of Nazareth with the life of Jesus suggest that "Nazorean" was originally a religious title and was later reinterpreted as referring to a town.[38] This process would assign Nazareth as a hometown. At one point, Mark states the home of Jesus was in Capernaum, possibly the remnant of an older tradition that is otherwise lost.[39]
[edit]Table of variants
The numbers in parenthesis are from Strong's Concordance.
[edit]Nazarene (3479)
 Nazarēne (Ναζαρηνέ) Mark 1:24, Luke 4:34
 Nazarēnon (Ναζαρηνὸν) Mark 16:6
 Nazarēnos (Ναζαρηνός) Mark 10:47
 Nazarēnou (Ναζαρηνοῦ) Mark 14:67, Luke 24:19
[edit]Nazorean (3480)
 Nazōraios (Ναζωραῖος) Matthew 2:23, Luke 18:37, John 19:19 Acts 6:14, Acts 22:8
 Nazōraiou (Ναζωραίου) Matthew 26:71, Acts 3:6, Acts 4:10, Acts 26:9
 Nazōraiōn (Ναζωραίων) Acts 24:5
 Nazōraion (Ναζωραῖον) John 18:5, John 18:7, Acts 2:22
[edit]Nazareth (3478)
 Nazareth (Ναζαρέθ) Matthew 21:11, Luke 1:26, Luke 2:4, Luke 2:39, Luke 2:51, Acts 10:38
 Nazara (Ναζαρα) Matthew 4:13, Luke 4:16
 Nazaret (Ναζαρὲτ) Mark 1:9, Matthew 2:23, John 1:45, John 1:46
[edit]References
1. ^ See Mark 1:9, Matthew 2:23, etc.
2. ^ Fifteen times in the New International Version. See Luke 18:37.
3. ^ a b Bromiley, Geoffrey W., The International Standard Bible Encyclopedia: K-P, pp. 499-500.
4. ^ a b Acts 24:5
5. ^ a b Matthew 2:22-23, New Revised Standard Version.
6. ^ J. Eisenman, James the Brother of Jesus (Penguin, 1997) p. 243; R. Price, Deconstructing Jesus (Prometheus,2000) p. 258
7. ^ a b Isaiah 11:1
8. ^ a b Miller, Fred P., Isaiah's Use of the word "Branch" or Nazarene"
9. ^ a b c France, R. T., The Gospel of Matthew, pp. 92-93. See Judges 13:5-7. The Septuagint gives "Nazirite" as ναζιραιον, while Matthew gives Nazorean as Ναζωραῖος.
10. ^ See Mark 1:24 and Luke 4:34
11. ^ "The name has obvious reference to Nazareth," ("Nazarene", The Catholic Encyclopedia, 1911.)
Schaeder, H., "Nazarenos, Nazoraios" in G. Kittel, "Theological Dict. of the New Testament," p. 874.
Albright, W., "Nazareth and Nazoraean," J. of Biblical Lit. 65:2 (June 1946), pp.397–401.
12. ^ The Brown-Driver-Briggs Hebrew and English Lexicon (1906/2003), p. 665.
"Some, however, think that the name of the city must be connected with the name of the hill behind it, from which one of the finest prospects in Palestine is obtained, and accordingly they derive it from the Hebrew notserah, i.e., one guarding or watching." (Easton's Bible Dictionary, (1897)).
"...if the word Nazareth is be derived from Hebrew at all, it must come from this root [i.e. נֹצְרִ, nostri, to watch]" (Merrill, Selah, (1881) Galilee in the Time of Christ, p. 116.
13. ^ "The etymology of Nazara is neser" ("Nazareth", The Catholic Encyclopedia, 1911.)
"NAZARETH, NAZARENE - Place name meaning, 'branch.'" (Holman's Bible Dictionary, 1994.)
"Generally supposed to be the Greek form of the Hebrew netser, a "shoot" or "sprout." (Easton's Bible Dictionary, (1897)).
14. ^ "For in the place where we read and translate, There shall come forth a rod out of the stem of Jesse, and a branch shall grow out of his roots, in the Hebrew idiom it is written thus, There shall come forth a rod out of the root of Jesse and a Nazarene shall grow from his root." (Jerome, Letter 47:7).
15. ^ Bauckham, Richard, Jude and the Relatives of Jesus in the Early Church, p. 65. See Romans 15:12 and Revelation 5:5.
16. ^ J. Strange, "Nazareth" in the Anchor Bible Dictionary. New York: Doubleday, 1992; E. Meyers & J. Strange, Archaeology, the Rabbis, & Early Christianity Nashville: Abingdon, 1981, p. 57.
17. ^ Zindler, F. "Where Jesus Never Walked", American Atheist, Winter 1996-97, pp. 33-42.[1]. Salm, R. The Myth of Nazareth: The Invented Town of Jesus, American Atheist Press (2008).
18. ^ Strong number 5341. From Jeremiah 31:5-6
19. ^ Strong number 5342. Brown, Michael L., Answering Jewish Objections to Jesus, Volume 4, Baker Books, 2006.
From Isaiah 11:1
20. ^ Strong number 5139. Messianic implication based on Genesis 49:26 and Deuteronomy 33:16.
21. ^ Jeremiah 23:5-6, Jeremiah 33:15-16, Zechariah 3:8, and Zechariah 6:12.
22. ^ Matthew 2:15
23. ^ Namely Hosea 11:1
24. ^ Num 6:2ff.; Mischna tractate Nazir.
25. ^ Kittel, G, "Nazarenos, Nazoraios", Theological Dictionary of the New Testament, pp. 875 ff.
26. ^ "Although modern NT translations repeated references to 'Jesus of Nazareth', 'Jesus the Nazarene' is the more common form of words in the original Greek version." (Wilson, Ian, (1984) Jesus: The Evidence, p. 67.) See, for example, Luke 18:37.
27. ^ John 1:45 Jesus is also referred to in this style in Acts 10:38.
28. ^ The Gospel of Philip, Translated by Wesley W. Isenberg, 56.
29. ^ The Gospel of Philip, Translated by Wesley W. Isenberg, 62.
30. ^ Panarion 18.
31. ^ Pritz, R., "Nazarene Jewish Christianity" (Brill 1988) p. 47.
32. ^ Mark 1:9
33. ^ Mark 1:24
34. ^ Bauckham, Jude, Relatives of Jesus in the Early Church, p. 64. The prophecy may be found at Numbers 24:17
35. ^ Josephus, Vita, 45.
36. ^ "Nazareth", Jewish Encyclopedia, 1901-1906.
37. ^ Eusebius, Church History 1.7.14.
38. ^ Loisy, Alfred; L. P. Jacks. The Birth of the Christian Religion. London: George Allen & Unwin. p. 413. OCLC 2037483. Retrieved 2007-12-24.
39. ^ Mark 2:1


Hvað er að vera undir náð Guðs

Þegar orðið náð kemur fyrir þá hefur maður heyrt margar útskýringar eins og, gæska Guðs til þín, Guðleg áhrif á hjartað, Kraftur Guðs til þín, Kærleikur Guðs til þín, Fyrirgefning Guðs til þín.

Eflaust er eitthvað sem ég gleymi að nefna af þessu en það er kannski ekki aðalatriðið að nefna það allt sem fólk hefur útskýrt þetta orð.

Þegar ég skoða heildarmyndina, þá er eitt sem sameinar flestar þessar útskýringar og það er gjöf Guðs til þín. Afhverju Gjöf? Jú vegna þess, að Guð Faðir okkur á himnum gaf son sinn eingetinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki,heldur hafi eilíft líf. Jóh.3:16

Orðið kærleikur þýðir að gefa það besta þar sem þörfin er mest. Guð Faðir gaf okkur það besta sem hann átti, sinn eingetna son. Þörfin var mikil því mannkynið var fallið. Þannig að hver sem tekur við frelsisgjöf Jesú Krists, losnar undan dómi heimsins og öðlast eilíft líf á himnum.

Þegar maður lítur líka á 12 sporakerfið þá kemur orðið gjöf fyrir. Afhverju kemur það fyrir ? Jú vegna þess að það er þrennt sem við öðlumst í þessu 12 sporakerfi. Það er að fá Kraft til þess að framkvæma, Orðið kraftur þýðir möguleiki eða geta til þess að geta framkvæmt.

Fyrsta skrefið í 12 sporakerfinu er að viðurkenna vanmátt sinn gagnvart eigin lífi, og játa það að maður er ekki fær um að stjórna eigin lífi. Vegna þess að maður fer ekki í 12 sporavinnu nema til að sigrast á ákveðnum vanmætti.Vanmáttur er það að maður á ekki möguleika eða séns að gera hlutina í eigin mætti.

Annað skrefið er að trúa því að eitthvað æðra en við sem ég skilgreini sem Guð geti hjálpað mér að sigrast á þessum vanmætti, og ekki bara það, heldur að Guð geti hjálpað mér að koma lífinu á réttan kjöl.

Þriðja skrefið er að gefa líf sitt og vilja í hendurnar á Guði. Síðan þegar maður hefur gefið Guði líf sitt að þá fer maður að leyta til hans og biðja um kraft til að vera edrú og halda áfram að framkvæma þessi spor.

Núna kem ég að þeim punkti hvað þetta hefur með Náð Guðs að gera. í þessu 12 sporakerfi er þrennt sem við fáum að upplifa, Það er kraftur, Kærleikur og fyrirgefning.

Maður fer úr því að vera kraftlaus, latur, eigingjarn, sjálfselskur, óheiðarlegur yfir í það, að hafa Kraft, kærleika til að hjálpa öðrum. Því að þegar maður hefur fetað þessa leið og öðlast bata að þá er lykilinn að gefa það áfram það sem maður hefur öðlast. Hvað er maður að gera annað en að sýna kærleika með því að gefa það besta þar sem þörfin er mest. Við verðum hæf til að hjálpa öðrum að losna við það sama og við höfum öðlast lausn við. Síðan eins og í gegnum níunda sporið, verðum við hæf til að fyrirgefa og meðtökum líka fyrirgefningu.

Málið er það að 12 sporakerfið er allgjörlega fagnaðarerindið í hnotskurn fyrir mér og hefur mikið með náð Guðs að gera. Jú vegna þess að við færum fólki góðar fréttir að Guð getur leyst það frá því sem það er að berjast við og hefur beðið ósigur fyrir. Lykilinn að viðhalda batanum er alltaf sá að gefa áfram það sem Guð hefur gefið manni. Tólf sporakerfið er líka leið til að kynnast Guði og hefur maður séð marga sem hafa ekki einu viljað trúa á Guð, öðlast trú með því að framkvæma þessi spor.

En það er eitt með náðina, Guð hefur fyrirgefið okkur allt sem við höfum gert og eigum eftir að gera. Og þegar við gerum mistök, þá hefur það ekkert með djöfulinn að gera að benda okkur á mistök okkar. Því að náðin gengur út á það að deyja af sjálfum sér og rísa upp í Kristi sem ný sköpun í Guði. Og þegar Guð horfir á okkur, að þá lítur hann á gamla manninn okkar sem dáinn. Og hvað stoðar það að fara ásaka dáinn mann? Gæti ég farið út í kirkjugarð og helt mér yfir einhvern þar sem er jarðaður? Ég gæti það, en hvaða tilgangur væri í því, vegna þess að sá sem er í gröfinni heyrir ekkert í mér. Þess vegna er engin lagalegur grundvöllur fyrir því að berja sig niður eða dæma sig fyrir eigin mistök eða að dæma aðra og vera tala um hvað aðrir hafa gert rangt.

Ég er ekki að segja það að fyrst Guð hefur fyrirgefið okkur allt og það er ekki hægt að dæma okkur út frá mannlegu sjónarhorni að við eigum bara að halda áfram að gera eins mikið af mistökum og við viljum af því að náð Guðs er svo mikil.

Páll Postuli tekur vel á þessu. Hann segir að við eigum að líta á okkur sjálf dáin syndinni og risinn upp í Kristi. Því að sá sem hefur Krist í sér, ætti að vera fullur af kærleika og elsku til Guðs. Og sá sem elskar vill ekki brjóta á þeim sem hann eða hún elskar.

Guð hefur fyrirgefið okkur allt, en Jesús sagði, ef þið fyrirgefið ekki öðrum, þá verður ykkur ekki heldur fyrirgefið. Þetta eru hörð orð. En eins og ég skil þetta er að, ef ég vil ekki fyrirgefa öðrum að þá er ég ekki að meðtaka það að mér sé fyrirgefið. Vegna þess að ég fyrirgef svo að ég sé sjálfur frjáls, það kvelst enginn nema ég sjálfur ef ég vil ekki fyrirgefa. Þess vegna skiptir það miklu máli, að velja það að fyrirgefa öðrum.

Það er eitt sem var líka oft að villast fyrir mér og það voru boðorðin 10. Ég hélt að þau væru enþá í gildi eftir golgata en birtust bara á ákveðin hátt. Og það er eitt sem vilir mikið um fyrir fólki að vilja sleppa tökunum af því að boðorðin tíu tilheyrðu lögmálinu og Kristur er endalok lögmálsins. Er að þau eru hrædd um að hafa ekki einhvern ákveðin öryggisramma í kringum sig. Afhverju? Jú vegna þess að reglur eiga vera til þess að veita okkur öryggi. Ef ég tek bara umferðina sem dæmi að þá væri ekkert öryggi í umferðinni ef það væru ekki neinar umferðarreglur. Það væri bara allt í klessu. Þegna veita umferðarreglurnar bílstjórum og farþegum öryggi í umferðinni. því að við vitum að þær virka. Sama er með boðorðin sem við rembumst svo oft við að fara eftir en klikkum oft á. Og þá er sagt að brjóti maður eitt af boðorðunum að þá sé maður sekur við allt lögmálið. En málið er það að við erum ekki undir lögmáli heldur náð. Náðin er sú að Kristur lifir í þér. Kristur er endalok lögmálsins, og hann er líka uppfylling lögmálsins. Þegar þú ert í Kristi og Kristur er í þér að þá lifurðu í uppfyllingu lögmálsins. Og það er ekkert að óttast við að missa einhvern öryggisramma.

Lögmálið vekur upp fordæmingu að við séum ekki nógu góð af því að við getum ekki gert allt rétt. Samt segir Biblían að það er engin fordæming fyrir þá sem tilheyra Kristi Jesú, sem þýðir raunar, að sá dæmist ekki sem lifir í einingu með Kristi Jesú. Eins og ég sagði áðan, það er engin lagarlegur grundvöllur fyrir því að dæma sjálfan sig fyrir eigin mistök eða aðra. Synir þínar eru milli þín og Guðs. Það er enginn sem kemur til með að gera reiknisskil fyrir þig frammi fyrir Jesús.

Kristur lifir í þér og í Róm.5:5 stendur að kærleika Guðs er úthelt í hjarta okkar , fyrir Heilagan Anda sem okkur er gefin. New English Bible segir að kærleikur Guðs flæðir innstu og dýpsty hjartans rætur okkar,gegnum Heilagan Anda sem okkur er gefin. Kærleikur Guðs er þegar til staðar í okkur, Kraftur hans er þegar til staðar í okkur. Öllum Guðdóminum hefur verið komið fyrir í okkur.Allur kraftur Guðs tilheyrir okkur. Það tilheyrir okkur að lækna sjúka,gera kraftaverk, reka út ílla anda oflr. Og það hefur ekkert með að gera hvort við séum eitthvað klár. Það hefur það með að gera að Kristur býr í okkur og hann er hinn sami í gær og aldir alda. Hann hefur sama kraft og þegar hann gekk um að jörðinni, og það má með sanni segja að við erum að vaxa upp í það að vera liltir Jesúar. Vegna þess að takmark hvers kristins manns á að vera líkjast Kristi sem mest og það er ferli sem tekur alla ævi okkar á jörðinni.

Hvernig væri að hætta að rembast og meðtaka það, að þú ert elskuð eða elskaður, óháð því hvað þú hefur gert. Að þér er fyrirgefið, að það er kraftur í boði handa þér. Það er eilíft líf í boði fyrir þig. Og það er gjöf Guðs til þín að gefa þér Jesú Krist sem frelsara undan dómi heimsins og meðtaka eilíft líf,og að stíga yfir frá dóminum til lífsins.


Hreinsið sálir ykkar

Heinsið sálir yðar í hlýðni við sannleikann. 1.Pét.1:22

Hinir heilöguu eru hreinir - allveg hreinir. því að þeir hafa verið þvegnir í blóði lambsins. Og sá, sem er þveginn í blóði lambsins, er hreinn.
Og þó stendur þarna: Hreinsið sálir ykkar!
Þið eruð hreinir - hreinsið ykkur! þetta tvígildi er einnig hér eins og alls staðar annars staðar í Guðs ríki. Þið eruð dánir - deyðið því hið holdlega í fari ykkar (Kól.3) Þið hafið afklæðst hinum gamla manni - afklæðist því einnig öllu sem tilheyrir honum! Þið eruð heilög, verið heilög! Þið eruð fullkominn! keppið því eftir því að vera fullkominn. Þið eruð komin til hinnar himnesku Jerúsalem, keppið þess vegna að markinu sem er hið efra.
Ef við erum hrein í blóði Jesú, þá hljómar þetta til okkar: Hreinsið sálir ykkar í hlýðni við sannleikan... Guð vill hreinsa burtu allt í innra lífi okkar sem syndin hefur saurgað. Og hlýðnin við sannleikann er kerið, þar sem hreinsunin fer fram. Hvert sinn, er við erum hlýðnir sannleika Guðs, fer fram hreinsun í sál okkar.
Fyrir því skaltu vera hlýðinn, ef þú vilt hreinsast...


Klám


Klám er sjúkleg, óeðlileg og skammarleg framsetning á því kynferðislega, langt undir þeim staðli sem samfélagið almennt viðurkennir. Þetta er skilgreining þekkts læknis og fjölskylduráðgjafa, Victor B. Line.

Klámiðnaðurinn hefur smám saman leitt til þess að kynferðisathafnir, sem áður var litið á sem öfuguggahátt, siðleysi og lögleysu, eru að verða almennt viðurkenndar. Klámmyndir og blöð telja fólki trú um að þetta sé eitthvað sem allir geri svo fólk heldur að þetta sé eitthvað sem sé almennt samþykkt.

Stjórnlaust kynlíf.

Fleiri og fleiri hafa byrjað að lifa því kynlífi sem þeir sjá í klámiðnaðinum, þ.m.t. stóðlífi, kynlíf með börnum, nauðganir, sadisma og maókisma o.s.frv. Hjá sumum verður þessi kynhegðun lífsstíll, ástand sem fólk kemst svo ekki úr aftur þrátt fyrir alls konar neikvæðar afleiðingar.

Unglingar sem fylla hugann af klámi geta auðveldlega þróað það með sér að þurfa stöðugt meira og festast í kynferðislegri girnd sem þeir ráða ekkert við, einna líkast áfengissýki. Þetta vex og breiðir úr sér eins og krabbameinsæxli. Maður gerir hvað sem er til að fá fullnægingu, hvort sem það er sjálfsfróun, fara í hóruhús, hafa kynmök við barn eða nauðga tiltæku fórnarlambi.

Að vera háður klámi hefur líka eyðilagt samband milli hjóna sem höfðu átt heilbrigt ástarsamband í mörg ár.

Missa hæfileikann til þess að elska.

M.Lipkin, meðferðarfulltrúi vegna kynlífsvanda, segir að þeir sem frói sér reglulega meðan þeir horfi á eða lesi klám, geti síðar lent í erfiðleikum með að stofna til eðlilegs ástarsambands. Þeir verða fórnarlömb eigin kynhvatar.

Svo er líka þessi hætta fyrir hendi að missa hæfileikann til þess að elska. Það verður þá mikilvægara að ná fullnægingu með klámi og sjálfsfróun, en að mynda raunveruleg tengsl við fólk.

Kynferðisafbrot og klám.

Kynferðisafbrotum eins og sifjaspellum, kynmökum við börn og vændi hefur fjölgað mjög ört síðustu árin og þessi fjölgun hefur haldist í hendur við aukið framboð og viðurkenningu á klámi á öllum sviðum.

Herbert W. Case, fyrrum lögreglufulltrúi í Detroit hafði þetta að segja um pyntingar, öfuguggakynlíf og morð: „Við höfum ekki enn séð þann kynferðisglæpamann sem hefur framið morð, sem ekki var tryggur lesandi sorpritanna.“ Og þeir hafa haldið því fram að klámið hafi fengið þá til að drepa.

Klám brenglar veruleikann.

Sumir halda því fram að klám sé nothæft sem kynfræðsla, en það er algerlega óhæft til þeirra hluta. Klám dregur upp alranga mynd af því kynferðislega. Það segir ekkert um áhættuna sem tekin er með lauslæti í kynlífi og það dregur líka upp niðurlægandi mynd af mannfólkinu yrirleitt.

Klám er í raun að auglýsa óhollar kynlífsathafnir eins og sadisma og masókisma, nauðganir og misþyrmingar á konum, sifjaspell, stóðlífi og aðrar óeðlilegar kynlífsathafnir.


Sálmur

Guð lítur til lítilmagnans
Sigvardur Halldóruson
13 sept 2006

Kvöld eitt nætur,
er lítilmagninn grætur.
Þú leiðir hönd þína að honum,
strýkur honum um vangan og þerrar hans tár.
Þú umvefur hann þinni elsku og læðir þeirri hugsun í huga hans,
er ekki einhver sem elskar mig?
Þú leiðir huga hans og hjarta áfram að það sért þú sem elskar hann,
og vilt honum vel.
Já eins og Davíð forðum söng. Þú leiðir mig að vötnum,
þar sem ég má næðis njóta.
Já þú leiðir lítilmagnan upp úr djúpum pytt,
þú leiðir hann á haglendi þitt þar sem hann fær nægju sína.
Þú læknar öll hans sár og veitir honum farsæld.
Já þá sem heimurinn hefur afskrifað reysir þú upp.
Hinir vitru þagna þegar þeir verða vitni að stórvirkjum þínum.
Þeir þagna eins og steinn.
Þér er ekkert ómáttugt.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband