Bloggfærslur mánaðarins, október 2009

Smá fróðleikur um frægasta konung mannkynssögurnar

Davíð konungur er talinn frægastur konunga og þeirra dáðastur í allri mannkynssögunni. Hann ríkti í hinu forna Ísraelsríki á árunum 1010- 970 f.kr. Hérna eru 4 athyglisverðir punktar um það hver Davíð var.

1) Hirðir

Davíð var á drengsaldri fjárhirðir hjá föður sínum. það var erfitt starf og þurfti hann stundum að berjast við villidýr sem réðust að hjörðinni.(1.Sam.17:34-37)

2) Hermaður

Davíð þurfti að bíða lengi eftir því að verða konungur en á meðan sinnti hann hermennsku. Hann var oft á flótta undan Sál konungi sem sat um líf hans.

3) Skáld

Davíð er kunnur sem sálmaskáld. Nokkrir sálmar hans enduróma reynslu hans: Sálmur 54 (flótti undan Sál) Sálmur 3 (Á flótta undan Absalon syni sínumog hinn frægi 51. Sálmur sem segir frá því þegar Davíð iðrast eftir Batsebu hneysklið.

4) Konungur

Fyrri hluti sögu Davíðs er rakin í Fyrstu Samúelsbók. Sagt er frá í byrjun Annarar Samúlesbókar þegar Davíð verður konungur. Stjórnarár Davíðs voru gullaldarár og síðar sáu menn hann í hillingum sem fyrirmyndarkonung.

Það merkilega við líf Davíðs var það að í mínum augum var hann hetja og miskunsamur. Hann var líka breiskur maður. En Samt sagði Drottinn sjálfur um hann, hann er maður eftir mínu hjarta. Ég trúi því að hann hafi ekki einungis verið maður eftir hjarta Drottins af því að hann kunni að iðrast. Hjartalag hans var gott. Við þurfum bara að sjá hvernig viðbrögð voru við því þegar Sál reyndi tvívegis að drepa hann með því að varpa spjóti að honum en Davíð skaut sér undan. Davíð fékk 2 sinnum tækifæri að drepa Sál, en hann miskunaði honum. Davíð er sá karakter sem er hvað mest í uppáhaldi hjá mér, hann var stríðshetja og snillingur í hernaði, ég hugsa að það hefði verið gaman að fá að kynnast Davíð Konungi


Hvað er skurðgoðadýrkun ?


Eflaust hafa margir velt fyrir sér hvað skurðgoðadýrkun er. Er það að dýrka sjálfan sig eða er það eitthvað annað?

Orðið sjálft merkir þegar við tökum eitthvað framyfir Guð þá er það orðin skurðgoðadýrkun.

En í hverju felst þessi skurðgoðadýrkun? Hún felst meðal annars í peningum. Penignar verða guð hjá sumu fólki. Fólk lifir fyrir peninga og það eina sem kemst að í huga þeirra er að eignast meiri og meiri peninga og ekki frá öðru að segja en að græðgin er oft til staðar í þessum málefnum.

Sem dæmi má nefna er láglaunastefna margra fyrirtækja til þess eins að fyrirtækið græði sem mest og að topparnir fái sem mest í vasan. Þegar peningar hafa náð svona miklum tökum á mönnum þá er það skurðgoðadýrkun.

Klám er líka skurðgoðadýrkun. Það er sem er merkilegt við klámiðnaðinn er að 80% af því klámi sem framleitt er í heiminum í dag er af djöfladýrkendum. Þessar upplýsingar fékk ég hjá einum presti, sem verður ekki nefndur með nafni.

Fótbolti getur líka verið skurðgoðadýrkun og er oft orðið trúarbragð hjá mörgum mönnum. Menn dýrka viss lið og vissa menn og um þetta snýst líf þeirra fótbolti og aftur fótbolti og það er eins og menn séu þrælar skurðgoðadýrkunar, allveg óháð því í hvaða mynd hún birtist.

Síðan er stærsta synd vestrænuríkjana sem er skurðgoðadýrkun að þau eru farin að elska hið skapaða í stað skaparans.

En það er margt meira sem hægt er að skrifa um þetta en þá er bara að koma með einhverja punkta ef þið hafið við einhverju að bæta...


Skiptir útlit máli?

Það er ekki frá öðru að segja þegar tískuæði hefur hertekið íslendinga og það merkilega er að unglingarnir verða mest fyrir barðinu á þessari tísku. Ef þú átt ekki svona og svona föt þá ertu ekki inn. Ef þú ert ekki með svona hár þá ertu ekki inn. Svo virðist vera fólk sé ekki lengur metið eftir eigin verðleikum, heldur eftir útliti, klæðnaði og fjárhag.

Jafnvel er þetta gengið svo langt að 12 ára stelpur eru orðnar merkjafríkur á dýrustu merkjunum og þær hafa áhyggjur af því að vera ekki inn svo þeim verði ekki strítt. Unglingar fá ekki lengur að vera unglingar af því ótti við áliti annara stjórnar að miklui leyti unglingum í dag. Það vilja allir vera inn.

Mér finnst þetta komið út í allgjört rugl. Börn eiga að fá að vera börn og unglingar eiga að fá að vera unglingar. Mér finnst líka auglýsingar sem snúa sér að börnum og unglingum ættu að vera fjarðlægðar úr fjölmiðlum.

Manngildi er ekki metið eftir útliti, heldur eftir því hvernig þinn innri maður er. Þegar kemur að samböndum og annað að þá skiptir útlitið að sjálfssögðu einhverju máli en það er innri manneskjan sem verður að vera falleg líka. Því að ef manneskjan er bara falleg að utan og ílla innrætt þá verður þessi manneskja sjálfkrafa ljót og óheillandi persóna.

Þegar maður velur sér vini, þá gerir maður það ekki eftir útliti. Góður vinur er sá sem þú getur treyst og er til staðar fyrir þig þegar þú þarft á því að halda. Útlit eða klæðanaður er enginn grundvöllur fyrir því að vera góður vinur. Þótt ég sé svoldil eyðlsukló í fatnað og annað þá breytir það mig engu hvort vinir mínir séu tískufrík eða ekki, það skiptir mig meira máli að þeir séu traustir og áreiðanlegir einstaklingar sem maður getur reytt sig. Einstaklingar sem snúa ekki við manni bakinu þegar eitthvað bjátar á.

Þannig að ég segi ekki meta bókina eftir kápunni, lestu bókina. Þetta þýðir það. Ekki meta mannseskjuna eftir útliti eða auðævum, reyndu að meta hana frá því sem hún er innanfrá


Smá fróðleikur um Rómverjabréfið

Rómverjabréfið er eitt af mikilvægustu ritum Biblíunar. Það er lengsta bréf Páls, og í því glímir hann við kjarnann í kristinni trú, og útskýrir hvers vegna Jesús Kristur þurfti að deyja og hvað dauði hans og upprisa þýða.

Bréfið var skrifað um árið 55 eftir Krist. Þegar Páll dvaldi í Korintuborg. Lengi hafði hann þráð að heimsækja kristna söfnuðinn í Róm. Nú virtist loksins sú von vera að rætast og hann skrifar bréfið, með það í huga að innan tíðar muni hann koma til Rómar.

Þá skrifar Páll bréf til að kynna sjálfan sig og boðskapinn sem hann hefur fram að færa. Bréfið varð að langri og nákvæmri guðfræðilegri útskýringu á fagnaðarerindinu eins og hann prédikaði það. Þetta bréf hans var einstakt að þessu því í engu öðru bréfi kafaði hann eins djúpt í hinn kristna boðskap. Af þessum ástæðum hefur Rómverjabréfið verið tímamótaverk í skilningi á hjálpræðisverki Jesú Krists og boðun kirkjunar. Rómverjabréfið er eitt af höfuðritum kristinar trúar.

Áhrif bréfsins

Rómverjabréfið hefur haft gífurleg áhrif á fólk. Hér gefur að líta tvö dæmi um áhrif þess. Líf þessara einstaklinga gerbreyttist við lestur bréfsins til Rómverja.

Ágústínus kirkjufaðir (354-430) gerðist kristinn eftir að hafa lesið í R'omverjabréfinu. Hann sagði: Um leið og ég lauk við kaflan var eins og sterkt ljós upplýsti hjarta mitt og gæfi mér bjargfasta vissu. Allur myrkur efi hvarf á sviptundu eins og dögg fyrir sólu.

Marteinn Lúther (1483-1546) barðist við sektarkennd andspænis Guði, en þeirri baráttu lauk þegar hann fékk nýjan skilning á Rómverjabréfinu. Hann sagði: Mér fannst sem ég væri endurfæddur og færi um opnar dyr til Paradísar. Nýr skilningur á allri ritningunni laukst upp fyrir mér.
Rómverjabréfið er ekki auðveld lesning. Páll glímir við mörg erfið guðfræðileg viðfangsefni og röksemdarfærsla hans er oft löng flókin með margvíslegum tengingum vi Gamla Testamenntið. Hér að neðan er hugsun hans í fyrri hluta bréfsins - sem er sérlega mikilvægur - rakin í grófum dráttum....

Í fyrstu 3 köflunum ( Rómverjabréfið 1.18- 3:20) er Páll í ham og ræðst gegn mistökum mannkynsins og íllsku. Hann segir að mennirnir séu: fylltir alls konar rangsleitni, vonsku, ágirnd, íllsku, fullir öfundar... Allir hafa syndgað að áliti Páls - og allir eru í þeirri skelfilegu stöðu að vera undir réttlátum dómi Guðs.

Eftir að þessari drungalegu mynd hefur verið brugðið á loft, tekur Páll að boða fagnaðarerindið( Róm.3:21-5). Dauði Jesú Krists á krossi breytti öllu, segir hann. Enda þótt við eigum skilið dóm Guðs vegna synda okkar, þá tekur Jesús þær á sig og deyr á krossi í okkar stað. Við erum réttlæt fyrir augliti Guðs þegar við setjum traust okkar á Jesú Krist. Meðan við enn vorum óstyrkir, dó Kristur á settum tíma fyrir óguðlega, segir Páll. (Rómverjarbréfið 5:6)

Með því að við höfum verið réttlæt frammi fyrir augliti Guðs þá hefur hann frelsað okkur og boðið okkur nýtt líf. (Rómverjabréfið 6-. Þannig skuluð þið líka álíta ykkur sjálfa vera dauða syndinni en lifandi Guði í Kristi Jesú, segir Páll. Jafnvel þótt við verðum en berjast gegn syndinni þá býr Andi Guðs innra með okkur og hann gefur okkur vald til að sigrast á henni og lifa lífinu sem synir Guðs og dætur.

Í seinni hluta Rómverjabréfins fjallar Páll um samband Gyðingdóms og kristinar trúar (Rómverjabréfið 9-11) og um ýmis önnur mál eins og t.d skyldur við yfirvöld;greynir frá starfi sínu og áformum.


Smá fróðleikur um opinberunarbókina

Opinberunarbókin, boðskapur fyrir þátíð og nútíð.
Fyrir söfnuðina í Litlu Asíu innihélt Opinberunarbókin boðskap uppörfunar og hvatningar. Bréfin sjö opinbera að sumir trúaðir umbáru villukenningar og voru orðnir kærulausir og skeytingarlausir um andlega hluti (Opinb. 2:4,14-16,20; 3:1-3,15-1. Kristur hvatti þessa kristnu einstaklinga til að bregðast við ögun hans og helga sig honum að nýju. Bréfin sýna líka að sumir trúaðir upplifðu miklar ofsóknir (2:3, 9, 13). Spádómar bókarinnar hvöttu þá með því að sýna þeim að Guð mundi dag einn refsa hinum vondu og launa þeim trúföstu. Sérstök tákn í Opinberunarbókinni voru líklega þekkt af þessum trúuðu einstaklingum og vísuðu til kunnuglegra atburða og einstaklinga. Það er til dæmis líklegt að þeir hafi séð í dýrinu í kafla 13 mynd af rómverska ríkinu, sem var að ofsækja þá. Þeir komust að því að Guð vissi um bænir þeirra og þjáningar (6:9-11;8:4; 14:13). Þeir komust að því að píslavottarnir mundu ríkja með Kristi (20:4), og að Guð sjálfur mundi þurrka burt hvert tár (21:3-4). Í gegnum spádóminn fengu þeir að vita að þeir urðu að vera þolinmóðir og trúfastir, því að Guð mundi refsa dýrinu (Opinb. 13:10; 20:10).

Opinberunarbókin hefur líka boðskap til okkar, vegna þess að hún var ætluð allri kirkjunni. Við ættum að taka á móti og bregðast af öllu hjarta við viðvörunarorðunum, hvatningunni og uppörfuninni. Það geta komið þeir tímar þegar við, eins og Efesusmenn, þurfum að iðrast og endurnýja samband okkar við Krist (Opinb. 2:4-6). Það geta líka komið þeir tímar þegar við þurfum að þola þrengingar og fátækt eins og hinir trúuðu í Smyrnu (2:8-11). Þegar þannig stendur á geta loforðin í Opinberunarbókinni huggað okkur, því þau gefa mynd af eilífðar heimili okkar og fullvissa okkur um að dag einn mun Guð þerra hvert tár (21:3-4; 22:3-5).

Spádómar Opinberunarbókarinnar eru líka mikilvægir fyrir okkur. Það er satt að sumir þeirra spáðu fyrir um atburði sem áttu sér stað fljótlega eftir að þeir voru skrifaðir. En það lítur út fyrir að þessir sömu spádómar eigi líka við um atburði, sem munu eiga sér stað við endi veraldar.

Þeir eru eins og aðrir biblíulegir spádómar sem rætast tvisvar. Til dæmis lesum við í 1. Mósebók 46:4 og 50:24 að afkomendur Jakobs munu dag einn koma frá Egyptalandi. Þetta gerðist þegar Móses leiddi þá út (2. Móseb.12:31-42). Löngu seinna, rættist þessi spádómur aftur þegar annar afkomandi Jakobs, Jesús Kristur, kom líka frá Egyptalandi (Hósea 11:1; Matt. 2:15).

Á líkan hátt eru sumir spádómar Opinberunarbókarinnar tvöfaldir. Margir biblíufræðingar trúa til dæmis að spádómurinn um dýrið í kafla 13 bendi á tvennt: 1) Rómversku stjórnina, sem var á þeim tíma sem Jóhannes skrifaði og 2) heimsveldið, sem mun stjórna á tímabilinu fyrir endurkomu Krists. Þessi spádómur inniheldur viðvörun til okkar. Eins og þeir í frumkristninni, verðum við að vera varkár og bindast ekki neinu afli sem krefst tilbeiðslu, sem tilheyrir Guði einum (Opinb. 13:5-8; 15:2). Aðrir spádómar í Opinberunarbókinni, eins og í köflum 20-22 rætast aðeins einu sinni, því þeir fjalla um eilífðina og endalok heimsins.

Það ætti ekki að koma okkur á óvart að oft er erfitt að skilja spádómana í Opinberunarbókinni. Við getum samt sem áður reiknað með að þýðing þeirra verði ljós þegar tíminn nálgast að þeir rætist, eins og hefur verið með aðra spádóma í Biblíunni. En kynning bókarinnar á sigursælum Kristi, viðvaranir við fráhvarfi, hvatning til helgunar, og kall til samfélags geta allir kristnir einstaklingar skilið, hvenær sem er og hvar sem þeir búa.

Með Opinberunarbókinni lýkur Nýja testamentinu - og allri Biblíunni - tónninn er sigur og viðvörun. Það gefur okkur lifandi mynd af sigri frelsara okkar og skráir síðustu orðin sem Jóhannes heyrði hann segja til okkar: „Já, ég kem skjótt“ (Opinb. 22:20). Tökum mark á boðskap hennar og undirbúum okkur fyrir atburðina, sem hún spáir fyrir um, þjónum Kristi af öllum mætti og boðum fagnaðarerindi hans í öllum heimshornum.


Afhverju var Jesús krossfestur?


hérna eru nokkrir punktar um afhverju Guð valdi þá leið sem kallast krossfesting í dag

Fyrsta atriðið er, afhverju krossfesting? Til að skilja það afhverju Jesús fór á krossinn að þá er ákveðin sáttmáli sem er rauði þráður Biblíunar og kallast blóðsáttmáli.

Blóðsáttmáli er eitthvað sem hefur í gegnum mannkynssöguna verið til alls staðar. Þessi sáttmáli felur eitt í sér og það er að allt mitt er þitt og þitt er mitt. Þegar menn gerðu þennan sáttmála að þá var hann innsiglaður með blóði. Menn skáru þá í hendurnar á sér og nudduðu blóðinu saman. Þetta þýðir það ef einhver ræðst gegnum öðrum hvora þessara manna að þá eru þeir bundnir sáttmála og hinn verður að hjálpa. Ef annar skuldar of mikið og hinn getur greitt það fyrir hann þá gerir hann það. Það er margt sem þú gætir þá bara googlað um hvað blóðsáttmáli er.

En upphafið af þessum sáttmála er þegar Drottinn er gerir sáttmála við Abraham og nær þannig aftur tenglsum við mannkynnið sem hafði glatast við syndafallið. Þarna sýnir Guð að það þarf að úthella blóði til að fá fyrirgefningu... 3Mós 17:11.Því að líf líkamans er í blóðinu, og ég hefi gefið yður það á altarið, til þess að með því sé friðþægt fyrir yður, því að blóðið friðþægir með lífinu... Blóðið gefur líf. Eins og þú veist að þá er það syndin sem veldur aðskilnaði frá Guði. Jes.59:2, Síðan talar Biblían um að syndin elur af sér dauða. Til þess að veita okkur líf aftur og endurreysa samfélagið á milli Guðs og manna þurfti að úthella blóði. Guð segir strax í 1.Mós3:14-15 að hann muni senda Jesú til að bjarga okkur. Þannig að það var alltaf í áætlun Guðs að endurreysa samfélagið milli hans og manna sem átti sér stað í Eden. En þangað til þurfti smá undirbúning. Þangað til Jesús kæmi var nóg að fórna dýrum til að fá fyrirgefningu synda sinna. En þá var syndin aðeins hulin en ekki afmáð eins og hún er í Nýja Sáttmálanum. Menn þurftu að minna sig á þeir væru syndarar. Síðan þurfti lögmálið að koma til að sýna okkur mönnunum hversu ófullkomin við værum án Guðs. það gat enginn maður haldið lögmálið á fullkominn hátt. Þannig að menn sáu að verkin okkar gátu ekki réttlæt syndina eða komið okkur nær Guði.

Svo er gott að finna lesefni um hið allra helgasta eða hvernig nærvera Guðs var þar.

þarna er Guð búin að gefa manninum ákveðin tíma til að sjá að hann þarf frelsara. Þá kemur Jesús Kristur inn í myndina og fæðist sem barn. Fil.2:6-9 ... Jóh.3:16... Grunnurinn fyrir þessum sáttmála er sá að Guð elskar okkur mennina og vill eiga samfélag við okkur. Þegar Jesús kemur á jörðina að þá verður hann sá fyrsti sem gat gert allt rétt og uppfyllt lögmálið. Þegar hann hafði uppfyllt það þá kom tímin sem hann þurfti að fórnfæra sjálfum sér fyrir syndir mannkynsins. Blóð hans var hreint og lýtalaust eins og krafist var. Þegar Jesús fer á golgata að þá er nærvera Guðs farin úr musterinu og það klofnar í tvennt. þarna á sér stað endurreysnin sem Guð hafði áætlað. Jesús tók á sig okkar brot en þar sem hann sjálfur hafði alldrei neitt rangt gert að þá gat dauðinn ekki haldið honum og hann reis upp. Kól.2:15 Jesús afvopnaði allt óvinarins veldi á golgata. Núna í dag að þá getum við komið í nálægð við Guð fyrir það sem Jesús gerði fyrir okkur. Guð býr ekki lengur í musteri sem af höndum eru gjörð heldur í hjörtum manna sem hafa meðtekið frelsis verkið sem Jesús gerði á golgata. Þá tekur Guð sér bústað í hjarta okkar.

Krossfestingin snérist allt um það að endurreysa samfélagið á milli Guðs og manna.

þetta er mesti kærleikur sem hægt er að gefa. Kærleikur er að gefa það besta þar sem þörfin er mest. Guð Faðr gaf það besta sem hann á sinn son Jesú Krist. Jesús greiddi þá skuld sem við gátum ekki greitt og það var syndirnar okkar. Allveg eins og með skuldirnar sem ég nefndi í byrjun. Þannig að núna erum við í blóðsáttmála með Jesú Kristi. Ef einhver ræðst gegn þér, þá þarf hann fyrst að ráða við Guð sem er ekki hægt, ef þig skortir eitthvað þá gefur hann þér. Allt það sem þú þarfnast það gefur hann þér ef þú biður hann um það.

Jesús gerði okkur líka það kleyft að kallast Guðsbörn. Því að þegar Guð Faðir lítur á okkur að þá sér hann bara Jesús í okkur en ekki syndirnar okkar. þannig að Við erum fullkomnlega réttlætt frammi fyrir Guði Föður fyrir það sem Jesús gerði


Girndin

Við heyrum oft predikað um að þegar við höfum gefið Jesú Kristi líf okkar að syndavandamálið er ekki lengur til staðar. Því við höfum verið leyst frá syndinni.

Gal 2:20 ...Ég er krossfestur með Kristi. Sjálfur lifi ég ekki framar, heldur lifir Kristur í mér. Lífinu, sem ég lifi nú hér á jörð, lifi ég í trúnni á Guðs son, sem elskaði mig og lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir mig.

Jesús kristur lifir í okkur og við ekki sjálf framar. En stríðið sem við eigum í dag, er ekki við syndina heldur girndina sem í okkur er. Við könnumst eflaust flest öll við það hvað það er að girnast eitthvað.

2Mós 20:17...Þú skalt ekki girnast hús náunga þíns. Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns, ekki þræl hans eða ambátt, ekki uxa hans eða asna, né nokkuð það, sem náungi þinn á.

Eitt af boðorðunum 10 segja að við eigum ekki að girnast. Við eigum oft í baráttu við girndina, hvort sem það er að girnast mat, eða girnast aðila af gagnstæða kyninu. En hvað er þá til ráða til að losna undan því að vera alltaf að girnast? Hver er lausnin?

Róm 8:5-14

-5- Því að þeir sem láta stjórnast af holdinu, hyggja á það sem holdsins er, en þeir, sem láta stjórnast af andanum, hyggja á það sem andans er. -6- Hyggja holdsins er dauði, en hyggja andans líf og friður. -7- Hyggja holdsins er fjandskapur gegn Guði, með því að hún lýtur ekki lögmáli Guðs, enda getur hún það ekki. -8- Þeir, sem eru holdsins menn, geta ekki þóknast Guði. -9- En þér eruð ekki holdsins menn, heldur andans menn, þar sem andi Guðs býr í yður. En hafi einhver ekki anda Krists, þá er sá ekki hans. -10- Ef Kristur er í yður, þá er líkaminn að sönnu dauður vegna syndarinnar, en andinn veitir líf vegna réttlætisins. -11- Ef andi hans, sem vakti Jesú frá dauðum, býr í yður, þá mun hann, sem vakti Krist frá dauðum, einnig gjöra dauðlega líkami yðar lifandi með anda sínum, sem í yður býr. -12- Þannig erum vér, bræður, í skuld, ekki við holdið að lifa að hætti holdsins. -13- Því að ef þér lifið að hætti holdsins, munuð þér deyja, en ef þér deyðið með andanum gjörðir líkamans, munuð þér lifa. -14- Því að allir þeir, sem leiðast af anda Guðs, þeir eru Guðs börn.

Eina lausin er að fylla sig af Guði, þá verður hreinlega ekki pláss fyrir girnd eða þrá í synd í lífi okkar.

Róm 1:24-26

-24- Þess vegna hefur Guð ofurselt þá fýsnum hjartna þeirra til saurlifnaðar, til þess að þeir svívirtu líkami sína hver með öðrum. -25- Þeir hafa skipt á sannleika Guðs og lyginni og göfgað og dýrkað hið skapaða í stað skaparans, hans sem er blessaður að eilífu. Amen. -26- Þess vegna hefur Guð ofurselt þá svívirðilegum girndum. Bæði hafa konur breytt eðlilegum mökum í óeðlileg,

Það sem Páll á við í þessum versum er að þegar fólk hefur afneitað Guði og þeirri lausn sem hann bíður upp á, að þá taka við aðrar þrár og girndir í lífi okkar, og þar sem menn vilja ekkert með Guð hafa að þá eru það girndir holdsins sem menn sækjast eftir að lifa eftir. Og þegar menn afneita lausninni frá syndinni sem er í Jesú Kristi að þá er enga aðra lausn að fá og menn eru fjötraðir í synd.

Til þess að útskýra þetta aðeins nánar að þá erum við Andi, búum í líkama og erum með sál. Áður en við gáfum Jesú Kristi líf okkar að þá var andin í okkur myrkraður eða sofandi. En þegar Jesús kom inn í líf okkar að þá lifnaði andinn í okkur við. Þá fyrst fór að koma stríð á milli holdsins og andans. Vegna þess að þegar við vorum í heiminum að þá létum við stjórnast af holdsins girndum því við vissum ekki betur. En þar sem við höfum verið lífguð í Jesú Kristi að þá hefur hugsunarháttur okkar breyst.

Líf okkar breytist mishratt en lausnin er alltaf sú að fylla sig af Guði og gefa honum líf sitt sem sáttarfórn á hverjum degi.

Róm 12:1-2

-1- Því brýni ég yður, bræður, að þér, vegna miskunnar Guðs, bjóðið fram sjálfa yður að lifandi, heilagri, Guði þóknanlegri fórn. Það er sönn og rétt guðsdýrkun af yðar hendi. -2- Hegðið yður eigi eftir öld þessari, heldur takið háttaskipti með endurnýjung hugarfarsins, svo að þér fáið að reyna, hver sé vilji Guðs, hið góða, fagra og fullkomna.

Á hverjum degi fáum við nýtt upphaf og nýja byrjun og á hverjum degi höfum við val að hafa daginn í Guðs höndum eða reyna feta okkar eigin leiðir sem virka ekki vel. Biblían segir skýrt að við eigum ekki að vera eins og þeir sem hafa ekki veitt Jesú Kristi viðtöku inn í líf sitt. Við eigum að vera öðruvísi og það er áskorun Guðs til okkar allra að gefast honum allgerlega.

Það að halda í syndir í lífi sínu veit ekki á gott. Ég hef oft reynt að halda sumum hlutum út af fyrir mig í lífi mínu og ekki leyft Guði að fá alla stjórn. En það sem gerðist er að ég beið alltaf ósigur fyrir girndinni og komst voða lítið frá þessum hlutum sem ég vildi stjórna sjálfur. Ég losnaði ekkert frá þeim fyrr en ég gaf Guði allt.

Málið er nefnilega þannig að við höldum svo oft í eitthvað en svo þegar við sleppum tökunum á þessum hlutum að þá skiljum við ekkert í því afhverju við gerðum þetta ekki fyrr.

En góðu fréttirnar eru þær að núna er tækifæri til að gefa Guði allt. Við lifum á þannig vakningartíma að Guð þarfnast einstaklinga sem eru tilbúnir að fara alla leið fyrir hann. Ég veit það að Drottinn ætlar að margfalda mannfjöldan sem er hér. En þráir samt að fá meira af okkur öllum. Því meira sem er af honum því meira gerist.

Fil 2:13...Því að það er Guð, sem verkar í yður bæði að vilja og framkvæma sér til velþóknunar.

Eina þráin eða girndin í okkar lífi á að vera sú að fá meira af Guði. Þá verður ekkert pláss fyrir aðrar þrár í lífum okkar. Okkar himneski Faðir sem við megum allveg kalla pabba þráir að gefa okkur meira og meira..

Drottinn hefur opinberað það fyrir mér að ég sæki oft í girndir til að reyna upplifa viðurkenningu eða ást. En það eina sem við þurfum er ást Föðurins til okkar. Það er það eina sem virkar, að fylla sig af ást Guðs. Vegna þess að þegar við fyllum okkur af ást Guðs að þá hverfur þessi þörf fyrir að vera sækjast eftir viðurkenningu frá mönnum eða þessi leit eftir ást.

Öll sú ást og viðurkenning sem við þurfum, fáum við frá okkar himneska Föður. Jóhannes postuli talar um að fullkomin elska rekur burt allan ótta úr lífi okkar, elska Guðs rekur ekki bara burt allan ótta, heldur líka þrána í syndina. Þess vegna ef við viljum ganga stöðug að þá þurfum við að biðja pabba okkar á himnum að koma og fylla okkar af sinni elsku. Og það er það sem hann ætlar að gera núna og það er að fylla á ykkur sína ást og gefa ykkur meiri opinberun á Föðurást sína til okkar...


Munurinn á fyrri og síðari Adam ;)

Róm 5:17
Ef misgjörð hins eina manns hafði í för með sér, að dauðinn tók völd með þeim eina manni, því fremur munu þá þeir, sem þiggja gnóttir náðarinnar og gjafar réttlætisins, lifa og ríkja vegna hins eina Jesú Krists.

Hugleiðing mín út frá þessu versi er ákveðið lögmál. Adam hinn fyrsti , eða réttara sagt Eva óhlýðnast Guði og tælir Adam til falls. Þar sem karlmaðurinn er höfuð fjölskildurnar að þá er Adam ábyrgur gagnvart falli mannsins, þrátt fyrir að það hafi verið Eva sem óhlýðnaðist fyrst. Við Fall mannsins kemur inn vírus sem heitir synd. Gallinn við þennan vírus er að hann gengur í erfðir frá manni til manns. Við vitum ef við eigum tölvu og ef það kemur vírus í hana. Þá breytir engu hversu mikið af góðu efni þú setur í tölvuna. Ef þú hreinsar ekki vírusinn burt að þá heldur hann alltaf áfram að skemma út frá sér.

Jesús sem er hinn síðari Adam má líkja við vírusvörn. Blóð Jesú Krists hreinsaði burt alla syndina (vírusinn) sem hafði gengið í erfðir frá Adam til dagsins í dag og allt til enda veraldar. Þegar við komum til Krists, þá endurfæðumst við og verðum ný sköpun í Kristi. Í Kristi er enga synd að finna. Hann er eins og nýr ættstofn, hann er hinn fyrsti maður nýrrar ættar eða ættfaðir. Þegar við endurfæðumst. Þá erum við ættleidd frá hinum fyrra Adam, til hins síðari Adams sem er Jesús Kristur. Við verðum hrein og lýtalaus börn Guðs. Ef við værum tölva, þá væri Jesús bæði hið nýja stýrikerfi og vírusvörn, því hann hefur hreinsað burt alla synd ( vírus) úr lífi okkar. Hann er búin að afgreiða syndavandamálið. Það sem ég á við er að Jesús hefur gert okkur fullkomnlega hrein og í honum dæmumst við ekki, því að hann hefur þegar tekið á sig refsingu og dóm syndarinnar.

Við vitum það að það þarf ekki að dæma í sama málinu tvisar ef það er búið að greiða sektina...


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband