Færsluflokkur: Bloggar

Hugleiðing

Við tökum eflaust eftir því að flest sem við sjáum í fréttum er neikvætt. Nema það sem Magnús Hlynur kemur með í fréttatímanum. En ég ætla samt ekki að allhæfa neitt.

Eitthver minntist á það við mig. Að ástæða þess er til að fá viðbrögð og til að vekja áhuga fólks á fréttinni sjálfri. Við sjáum tildæmis mest allt sem miður fer hjá ríkisstjórninni. En sjáum voða lítið um það sem hefur farið vel. Og það kannski sem gerir það ekki eftirsóknarvert að vera alþingismaður eða kona. Maður virðist þurfa breitt bakk til að standa í því. Í dag geturðu verið elskaður/Elskuð og morgun getur það verið andstaðan.

En hvað ef fréttastofur myndu hafa einn fréttatíma á dag sem heitir jákvæðar fréttir ? Myndi það vekja áhuga fólks ?

Við lifum samt á tímum þar sem fréttir eru aðgengilegar á netinu allan sólarhringinn. Ég man vel eftir því sem barn, að þegar fréttir voru settar á. Að þá var það næstum því heilög stund hjá þeim sem á hana horfðu. Maður átti að vera stilltur á meðan og ekki trufla.

Ég hef samt ekki vanið mig á það, að verða horfa á fréttir. Það er frekar að ég fari á netið og lesi það sem vekur áhuga minn.

Við höfum öll okkar skoðanir og áhugamál. Sumt vekur áhuga minn, sem þú kannski hefur engan áhuga á. Mér finnst tildæmis gaman að lesa íþróttafréttir, sjá viðtöl við einstaklinga sem hafa náð að sigrast á eitthverju, eða hafa verið að ganga í gegnum ákveðna hluti.

Nýlega las ég viðtal við konu sem hafði farið til Indlands til að hitta ættingja sína. Þó svo að óvæntir hlutir hafi gerst hjá henni. Að þá samgleðst ég henni fyrir að hafa stigið þetta skref og fengið svör við mörgum spurningum sem voru ósvaraðar. Ég held að það sé inbyggt í okkur að vilja vita uppruna okkar. Svona fréttir hreyfa við manni. 

Þegar það kemur að jákvæðum fréttum, að þá kemur nafnið Magnús Hlynur yfirleitt fyrst upp. Hann kemur með öðruvísi fréttir. Og það finnst mér gaman að sjá.

En þegar það kemur að stríðum og hörmungum í heiminum. Að þá held ég allavega að við sem höfum ekki upplifað það að vera í slíkum aðstæðum, áttum okkur ekki á hvað við erum heppin, eða hvað við höfum það gott.

Það er svo auðvelt að finna að öðrum eða öðru. En tekur kannski pínu meira á að horfa innávið.

Fólk fylkist í hópa til að styðja ákveðin málefni. Og oft tekst fólk á.

Að lokum að þá er það mín persónulega skoðun. Að við megum vera ósammála um fólk og málefni. Lífið væri leiðinlegt ef öllum fyndist það sama. Og það væri lítið að læra af öðrum ef þau hefðu ekki ólík sjónarmið.


Föðurást (tilraun á texta)

Það hefur ekki verið mín sterkasta hlið að gera texta. Ég hef haldið mig við ljóð og sálma. En fékk áskorun um að breyta ljóði sem ég gerði handa dóttir minni í texta, svo það sé hægt að syngja það.. Ef eitthver tónlistar snillingur les þetta eða lagahöfundur. Að þá eru öll ráð og tillögur vel þegnar.. En hérna kemur textinn.

Föðurást

Àst mín til þín, er sönn og sterk.

Ég get ei tekið augun af þér.

Hugfangið hjarta mitt,

brennur af ást til þín.

 

þú ert stolt mitt og prýði.

Framtíð þín er björt.

Sérshvert skref sem þú tekur,

mun gleðja hjarta mitt.

 

Föðurást , föðurást

Er ást án skilyrða

 

Þú ert dýrmæta barnið mitt.

Ég elska þig meira en orð geta lýst.

þú ert stöðugt í huga mínum og hjarta.

Með komu þinni , hefur líf mitt breyst.

 

Nú hef ég fengið nýjan tilgang með þér.

Lífið með þér og það sem framundan er,

gleður hjarta mitt.Ég mun ganga við hlið þèr

og reysa þig við þegar þú dettur ástin mín.

 

Föðurást Föðurást

Er ást án skilyrða

 

Ég mun halda í hönd þína alla ævi.

Ég elska þig , Ég elska þig

Þú ert mitt elskaða barn

Þú ert ávallt í huga mínum

 

Föðurást föðurást

Er ást án skilyrða.

 

 


Hugleiðing út frá 15 kafla Lúkasarguðspjalls

Lúk 15:1-32

-1- Allir tollheimtumenn og bersyndugir komu til Jesú að hlýða á hann, -2- en farísear og fræðimenn ömuðust við því og sögðu: Þessi maður tekur að sér syndara og samneytir þeim. -3- En hann sagði þeim þessa dæmisögu: -4- Nú á einhver yðar hundrað sauði og týnir einum þeirra. Skilur hann ekki þá níutíu og níu eftir í óbyggðinni og fer eftir þeim, sem týndur er, þar til hann finnur hann? -5- Og glaður leggur hann sauðinn á herðar sér, er hann finnur hann. -6- Þegar hann kemur heim, kallar hann saman vini sína og nágranna og segir við þá: Samgleðjist mér, því að ég hef fundið sauðinn minn, sem týndur var. -7- Ég segi yður, þannig verður meiri fögnuður á himni yfir einum syndara, sem gjörir iðrun, en yfir níutíu og níu réttlátum, sem ekki hafa iðrunar þörf. -8- Eða kona, sem á tíu drökmur og týnir einni drökmu, kveikir hún þá ekki á lampa, sópar húsið og leitar vandlega, uns hún finnur hana? -9- Og er hún hefur fundið hana, kallar hún saman vinkonur sínar og grannkonur og segir: Samgleðjist mér, því að ég hef fundið drökmuna, sem ég týndi. -10- Ég segi yður: Þannig verður fögnuður með englum Guðs yfir einum syndara, sem gjörir iðrun. -11- Enn sagði hann: Maður nokkur átti tvo sonu. -12- Sá yngri þeirra sagði við föður sinn: Faðir, lát mig fá þann hluta eignanna, sem mér ber. Og hann skipti með þeim eigum sínum. -13- Fáum dögum síðar tók yngri sonurinn allt fé sitt og fór burt í fjarlægt land. Þar sóaði hann eigum sínum í óhófsömum lifnaði. -14- En er hann hafði öllu eytt, varð mikið hungur í því landi, og hann tók að líða skort. -15- Fór hann þá og settist upp hjá manni einum í því landi. Sá sendi hann út á lendur sínar að gæta svína. -16- Þá langaði hann að seðja sig á drafinu, er svínin átu, en enginn gaf honum. -17- En nú kom hann til sjálfs sín og sagði: Hve margir eru daglaunamenn föður míns og hafa gnægð matar, en ég ferst hér úr hungri! -18- Nú tek ég mig upp, fer til föður míns og segi við hann: Faðir, ég hef syndgað móti himninum og gegn þér. -19- Ég er ekki framar verður að heita sonur þinn. Lát mig vera sem einn af daglaunamönnum þínum. -20- Og hann tók sig upp og fór til föður síns. En er hann var enn langt í burtu, sá faðir hans hann og kenndi í brjósti um hann, hljóp og féll um háls honum og kyssti hann. -21- En sonurinn sagði við hann: Faðir, ég hef syndgað móti himninum og gegn þér. Ég er ekki framar verður að heita sonur þinn. -22- Þá sagði faðir hans við þjóna sína: Komið fljótt með hina bestu skikkju og færið hann í, dragið hring á hönd hans og skó á fætur honum. -23- Sækið og alikálfinn og slátrið, vér skulum eta og gjöra oss glaðan dag. -24- Því að þessi sonur minn var dauður og er lifnaður aftur. Hann var týndur og er fundinn. Tóku menn nú að gjöra sér glaðan dag. -25- En eldri sonur hans var á akri. Þegar hann kom og nálgaðist húsið, heyrði hann hljóðfæraslátt og dans. -26- Hann kallaði á einn piltanna og spurði, hvað um væri að vera. -27- Hann svaraði: Bróðir þinn er kominn, og faðir þinn hefur slátrað alikálfinum, af því að hann heimti hann heilan heim. -28- Þá reiddist hann og vildi ekki fara inn. En faðir hans fór út og bað hann koma. -29- En hann svaraði föður sínum: Nú er ég búinn að þjóna þér öll þessi ár og hef aldrei breytt út af boðum þínum, og mér hefur þú aldrei gefið kiðling, að ég gæti glatt mig með vinum mínum. -30- En þegar hann kemur, þessi sonur þinn, sem hefur sóað eigum þínum með skækjum, þá slátrar þú alikálfinum fyrir hann. -31- Hann sagði þá við hann: Barnið mitt, þú ert alltaf hjá mér, og allt mitt er þitt. -32- En nú varð að halda hátíð og fagna, því hann bróðir þinn, sem var dauður, er lifnaður aftur, hann var týndur og er fundinn.

 

Áheyrnarhópur Jesú skiptist í tvennt fyrst ber að nefna tollheimtumenn og bersyndugir og seinni hópurinn farisear og fræðimenn. Hann beinir öllum þremur dæmisögunum að þeim.

Allar dæmisögurnar gefa skýrt til greina að Guð fagnar yfir hverjum þeim sem kemur til hans. Líklega er sagan um synina tvo hvað þekktust.

Synirnir tveir voru báðir týndir. Það hefur alldrei verið siður að greiða út arf fyrr en eftir andlát þess sem gefur arfinn. En yngri sonurinn heimtar að fá arfinn sinn strax. Og er í rauninni að vanvirða föður sinn, og óska þess að hann væri dauður. Enskar þýðingar tala um að hann hafi eytt arfi sínum í vændiskonur. Íslenska þýðingin talar um óhófsaman lifnað. Sem er í samhengi við þá ensku.

Eldri sonurinn táknaði fræðimennina og fariseana. Og táknar kristna líka sem hafa lengi verið í Guðsríkinu og þjónað. Sonurinn taldi sig eiga inni hjá Guði og leit á sig sem þræl. Margir kristnir sem telja sig vera góða kristna. Geta verið á þeim stað að þau haldi að þau eigi einni verðlaun hjá Guði fyrir að vera góð. Enn biblían er mjög skýr og segir frá því að allir menn hafa syndgað og skortir Guðsdýrð.

Yngri sonurinn valdi að sóa eigum sínum í rugl. Það getur verið samhengi þar til dæmist við fólk sem lendir undir í lífinu og festist í syndlegu líferni. Hvort sem það er að syndga á kynferðislegan hátt, eða vera fast í drykkju eða efnum. Þau sem hafa verið föst í heiminum og í fjötrum fíknar, í sama hvaða formi hún byrtist, Eiga oft það sameigilegt að hafa sóað fjármunum sínum og eigum í þessar fíknir. Og leiðst út í að gera slæma hluti til að fjármagna neyslu sína.

Yngri sonurinn hafnar elsku Föðurinn í byrjun. Hann hefur líklega verið með það í huga að hann vildi upplifa lífið og skemmta sér en kom með skottið á milli lappana eftir að hafa farið sínar eigin leiðir. Ég persónulega tengi við þetta. Því sem barn og unglingur fékk ég að kynnast Jesú, En miðað við framkomu sumra í kringum mig, að þá fannst mér þetta ekki spennandi. Og hafnaði allri leiðsögn og vildi fara mínar eigin leiðir og lifa lífinu. En það endaði í meðferð í Hlaðgerðarkoti, og að vera á þeim stað að vilja ekki lifa lengur.

Yngri sonurinn kemst á þann stað að hann fer í sjálfsskoðun og neyðin hefur leitt hann á þann stað að hann er farin að borða svínafóður, því engin vildi gefa honum að borða. Hann kemst á þann stað að muna eftir föður sínum og að vinnumenn hans, höfðu nóg að borða og liðu engan skort.

Iðrunin hjá honum var ekki falsiðrun eða tilfinningarugl eins og gerist stundum hjá sumum. Hann snéri sér frá lifnaði sínum og fór til föður síns. En það er auðsjáanlegt að hann þekkti ekki elsku föður sins, þar sem hann hafði hafnað honum. Og vanvirt föður sinn með því að sóa arfinum í rugl,

Við sjáum það að honum fannst hann ekki vera verðugur lengur að kallast sonur. Og það sýnir að á þessum tímapunkti. Sá hann hvað hann hafði verið rangur í gjörðum sínum.

En þegar hann var enn álengdar eða í fjarlægð að þá sá faðir hans hann, og hljóp til hans. Biblían talar um að kærleikurin hylur fjölda synda. Ást Föðurins til okkar er meiri heldur en misgjörðir okkar. Syninum var fagnað. Það veitti föðurnum gleði að endurheimta son sinn til baka.

VIð sjáum líka samhenmgið í öllum þremur sögunum að þegar það sem týndist fannst, var haldið veislu og fagnað. Föðurhjarta Guðs er opinberað í þessum frásögum og staðfestir það sem Biblían segir: Guð bíður þess að geta miskunað okkur.

Sagan um sauðina getur líka verið áskorun til okkar í dag. Því að fjárhirðirinn skildi hin 99 eftir og leitaði þar til hann fann týnda sauðinn. Og gladdist yfir því. Þetta getur talað til okkar í dag varðandi þau sem hafa villst af veginum. Og ganga ekki lengur með Guði. Við gætum verið að fá þá áskorun að ná í þau til baka. Ef eitthver hættir til dæmist að mæta á samkomur. Að þá er alltaf hægt að hafa samband við viðkomandi, Því við vitum alldrei hvað gæti hafa gerst. Það gæti verið ófyrirgefning eða eitthvað sem einstaklingurinn er að glíma við. Þetta gæti líka verið áskorun að biðja fyrir þeim sem hafa vilst frá að þau komi til baka. Við getum beðið Drottinn um að sýna okkur einstaklinga sem hann vill kalla til baka. Því orð Guðs er skýrt, þegar það segir, ég mun hvorki sleppa af þér höndinni né yfirgefa þig. Fólk getur oft vilst frá vegna einhvers sem við höfum sagt eða gert. Og því mikilvægt að vera vakandi fyrir systkunum okkar.

Faðirnn hélt veislu og fagnaði því að hafa endurheimt son sinn, allveg eins og konan fagnaði því að hafa endurheimt drökmuna og fjárhirðinn að hafa endurheimt sauðinn aftur.

Það sem við sjáum hins vegar með eldri soninn að hann neitar að samgleðjast föður sínum, og gleðjast yfir því að vera búin að endurheimta bróðir sinn. Hann valdi að vera dómharður og bæði hafnaði föður sínum og bróðir. Hann sá sig ekki sem son, heldur þræl. Hann vissi ekki hvað það var sem tilheyrði sér, og þekkti greinilega ekki föður sinn. Við sjáum að hann var dómharður, átti enga gleði og gat ekki samglaðst öðrum. Og var því sjálfur týndur.

Það er hægt að sjá svo mikið út úr þessum dæmisögum og þær tala til okkar á svo margvíslegan hátt.

Tildæmis er ein nálgunin endureysn samfélags Guðs við manninn. Og hægt að fara út í mörg atriði. En aðal atriðið er að leyfa orðinu að tala til sín og spegla sig í því ... Við höfum öll verið týnd á eitthvern hátt. Hvort sem það er tenging við yngri eða eldri soninn. 

Og að lokum. Kaflinn fjallar um 2 týnda hluti og 2 týnda menn. En vandamálið með einn er að hann veit ekki að hann er týndur ... 


Jóhannesarguðspjall Inngangur/formáli

Jóh 1:1-18
-1- Í upphafi var Orðið, og Orðið var hjá Guði, og Orðið var Guð.
-2- Hann var í upphafi hjá Guði.
-3- Allir hlutir urðu fyrir hann, án hans varð ekki neitt, sem til er.
-4- Í honum var líf, og lífið var ljós mannanna.
-5- Ljósið skín í myrkrinu, og myrkrið tók ekki á móti því.
-6- Maður kom fram, sendur af Guði. Hann hét Jóhannes.
-7- Hann kom til vitnisburðar, til að vitna um ljósið, svo að allir skyldu trúa fyrir hann.
-8- Ekki var hann ljósið, hann kom til að vitna um ljósið.
-9- Hið sanna ljós, sem upplýsir hvern mann, kom nú í heiminn.
-10- Hann var í heiminum, og heimurinn var orðinn til fyrir hann, en heimurinn þekkti hann ekki.
-11- Hann kom til eignar sinnar, en hans eigin menn tóku ekki við honum.
-12- En öllum þeim, sem tóku við honum, gaf hann rétt til að verða Guðs börn, þeim, er trúa á nafn hans.
-13- Þeir eru ekki af blóði bornir, ekki að holds vild né manns vilja, heldur af Guði fæddir.
-14- Og Orðið varð hold, hann bjó með oss, fullur náðar og sannleika, og vér sáum dýrð hans, dýrð, sem sonurinn eini á frá föðurnum.
-15- Jóhannes vitnar um hann og hrópar: Þetta er sá sem ég átti við, þegar ég sagði: Sá sem kemur eftir mig, var á undan mér, enda fyrri en ég.
-16- Af gnægð hans höfum vér allir þegið, náð á náð ofan.
-17- Lögmálið var gefið fyrir Móse, en náðin og sannleikurinn kom fyrir Jesú Krist.
-18- Enginn hefur nokkurn tíma séð Guð. Sonurinn eini, Guð, sem er í faðmi föðurins, hann hefur birt hann.

 

# Fyrstu 18 versin eru kölluð inngangur eða formáli að JóhannesarGuðspjallinu sjálfu. Ef við sjáum það og skiljum hvernig Jóhannes útskýrir hver Jesús er í þessum versum. Að þá verður einfaldrara að skilja restina af því.

# ljós og myrkur = Hefur með samfélagið við Guð að gera. Þegar við erum í samfélagi við Guð, að þá lifum við í ljósinu. Myrkrið getur táknað þau sem trúa ekki, og þau sem segjast trúa en eiga ekki samfélag við Guð. Við vitum líka að því meiri tíma sem við eyðum í Nærveru Guðs, að þá koma hlutir innra með okkur upp á yfirborðið, sem hafa verið huldir í myrkri. Svo Guð geti fjarlægt þá.

# vitni (johannes) = Jóhannesar Guðspjall er eina Guðspjallið sem talar ekki um Jóhannes sem skírara, heldur sem vitni, sem kom til að undirbúa komu Jesú í heiminn. Rödd hrópanda í eyðimörk sem ber vitni um komu skaparans í heiminn og undirbýr farvegin fyrir hann.

# Segir skýrt frá því hver Jesús er, hvaðan hann kom og hvert auðkenni hans er. Það er gott að tengja sköpunarsöguna við þessi vers. Því að það er mjög skýrt í þessum orðum að Jesús var í upphafi og með í því að skapa manninn og verlöldina sem við búum í, því allt var skapað fyrir hann og í honum. Hann er ennþá að skapa og við sem erum kristin erum ný sköpun í Kristi . 2.Kor.5:17.

#Náð 4× = Orðið Náð kemur eingöngu fyrir 4 sinnum í Jóhannesarguðspjalli og ekkert eftir 17 versið í fyrsta kafla. Þar sem Orðið, náðin og sannleikurinn var orðið hold. Persónan Jesús Kristur. Þannig að það sem við lesum eftir þessi vers. Sjáum við náðina í verki.

# náð og sannleikur 2 sinnum = Orðin Náð og sannleikur koma 2 sinnum saman. En samtals kemur orðið sannleikur fyrir 25 sinnum í Guðspjallinu.

# Engin hafði séð Guð, nema Móses fékk að sjá bakhlið hans. Guð hafði verið með lýð sínum í eyðimörkinni og birtist sem ský á daginn og eldstólpi á kvöldin. Fólk hafði fengið að finna fyrir nærveru hans og upplifa hann. En alldrei séð Guð í eigin persónu. En það gerðist í persónunni Jesú. Páll talar um í Filippíbréfinu að Jesús svifti sig allri Guðlegri tign og gerðist þjónn eða maður. Þegar Jesús kom fékk folk að sjá Guð , finna fyrir honum, upplifa hann og sjá hann að verki og kynnast persónuleika hans.

# Þvi svo elskaði Guð heiminn, er ekki frasi. Jesús sýndi hvað kærleikur er í raun og veru, með líferni sínu og með því að gefa líf sitt til  lausnargjalds fyrir alla menn og konur.

# Margir fræðimenn  segja að JóhannesarGuðspjall geti verið svo einfalt að skilja, að börn skilji það. Og það geti verið svo djúpt að dræðimenn ná ekki utan um það. Og vilja meina að opinberunin sem Jóhannes kemur með fram sé himnesk.

# Dýrð , þarf að vera í stærra samhengi. Jesús varð hold, krossfestur, reis upp frá dauðum og steig upp til himins. Þegar Jóhannes talar um dýrð Jesú, að þá á hann við þessi 4 atriði sem haldast í hendur. Því dýrðin er sú að Guð takmarkaði sig í mannlíkama , var krossfestur, reis upp frá dauðum og var hrifin upp til himna. Jesús er dýrðlegur.

# Guð er skapari , hann skapaði manninn í sinni mynd, og blés lífsanda í hann. Sama gerðist þegar Jesús blés Heilögum Anda yfir lærisveina sína á veginum til samaríu. Og sama er i dag að við verðum nýsköpun í Kristi. Ef við hoppum aðeins til baka í sköpunina. Að þá er Guð alltaf að skapa. Hann er enn að skapa í dag. Og í dag erum það við sem trúum, sem fáum þau forréttindi að breytast frá dýrð til dýrðar. Andinn í okkur er fullkomlega reystur upp og lifandi í Kristi Jesú og það er hann sem Guð gerir að nýrri sköpun. Við erum því komin í stríð við holdið í okkur. Við vitum það að Páll Postulli gat ekki beðið eftir því að losna við þennan veslings líkama sem er með syndlegt eðli. Þannig að hann bendir okkur á að lifa í andanum. Besta leiðin til þess að er að biðja mikið í tungum og lesa í orðinu og að sjálfssögðu lofa Guð.

# Orðið varð persónan Jesús Kristur, orðið, náðin og sannleikurinn varð holdi klætt i persónunni Jesús.

# Jesús fær orðið meira í Jóhannesar Guðspjalli en hinum þremur. Það sem aðgreinir Jóhannes frá hinum þremur Guðspjöllunum er að. Hin 3 leggja áherslu á að segja frá hvað Jesús gerði og hvað hann sagði. Jóhannes leggur áherslu á það hver Jesús er. Hann fær orðið meira í þessu Guðspjalli en hinum. Þannig að , ef við viljum kynnast því hvernig Jesús var sem maður, hvernig persónuleiki hans var, og hvernig hann talaði. Að þá er gott að lesa Jóhannes. Sumar enskar þýðingar hafa stundum haft stafina rauða þar sem Jesús er að tala sjálfur. Og ef við skoðun slíka Biblíu að þá sjáum við mest af rauðum stöfum í Jóhannesi. Einnig má geta til gamans. Að hljómsveitin DC Talk senti frá sér lag sem heitir red letters. Og þar kemur fyrir lína í laginu. There is love in the red letters. Eða það er ást/kærleikur í rauðu stöfunum/orðunum. (Orðum Jesú)

# þessi vers hafa líka með samfélag að gera. Jesús/ Föðurinn og svo við. Við sem foreldrar gerum allt fyrir bornin okkar og sjáum til þess að mæta þörfum þeirra og gefa þeim allt það sem þau þarfnast. Sama á við um Föðurinn. Við sem erum kristin. Að þá lifur Kristur í okkur. Og við erum synir/dætur Guðs sem lifum í samfélagi við Föðurinn á sama hátt og Jesús sýndi okkur. Guð mætir þörfum okkar og gefur okkur allt það sem við þörfnumst. Eins og foreldrar gera við börn sín. Jesús talar um að við eigum að líta til fugla himins. Hvorki sá þeir né uppskera í hlöður. En samt sér okkar himneski Faðir fyrir þeim. Hversu miklu erum við þeim fremri. Þetta er loforð. Ef þú ert barn Guðs. Að þá mun Faðirinn sjá til þess að þú fáir allt sem þú þarfnast.

#Jesús hefur gefið okkur rétt til að kallast Guðsbörn. Það hefur gengið um sú lýgi að allir séu börn Guðs. En það er ekki rétt. Vissulega erum við öll sköpun Guðs. En höfum engan rétt eða réttindi til að kalla okkur Guðsbörn nema við höfum tekið á móti Jesú Kristi sem Drottni okkar og frelsara. Páll staðfestir þetta og talar um að við öðlumst barnaréttinnog getum sagt abba faðir. Abba þýðir pabbi. Það er meiri nánd í orðinu pabbi en faðir. Og því er það skýrt að okkar himneski Pabbi vill eiga náið samfélag við okkur sem börnin sín. Hann nýtur návistar okkar, og elskar að hafa okkur í nærveru sinni. Heyra frá okkur og tala til okkar. #Tengingin við sköpunina í 1 Mós, gefur til kynna að Orð Guðs sem er skapandi, leysandi, lifandi, hreinsandi og frelsandi er nú orðið hold, sem er persónan Jesús Kristur.

# Jóhannesar guðspjall segir frá 6 kraftaverkum sem hin segja ekki frá. Og sleppir líka sumu af því sem hin segja frá. # Jesús opinberar sig 7 sinnum í Jóhannesarguðspjalli sem Ég Er. Og það segir okkur eitt. Að það var Jesús sem talaði við Móses í þyrnirunnanum þegar hann opinberaði sig sem Ég Er …

# Jóhannes skrifaði guðspjallið til gyðinga og grikkja. Og það hefði alldrei virkað fyrir hann að skrifa í upphafi var Messías og Messías var hjá Guði. Hann útskýrði Jesús sem Logos eða orðið sjálft. Þó svo að Jesús sé ekki lengur á jörðinni og Biblían orðin mjög gamalt rit. Að þá er orðið lifandi og talar enn til okkar í dag. Og gefur okkur svör við öllum lífsins spurningum. Í upphafi var Jesús, Jesús var hjá Guði og Jesús var Guð.


Föðuràst

Sigvarður Hans Ísleifsson 4 des 2022. Tileinkað Elínu Svövu minni elskuðu dóttir. 

Àst mín til þín, er sönn og sterk.

Ég get ei tekið augun af þér.

Hugfangið hjarta mitt brennur af ást til þín.

þú ert stolt mitt og prýði.

Framtíð þín er björt.

Sérshvert skref sem þú tekur, mun gleðja hjarta mitt.

Þú ert dýrmæta barnið mitt.

Ég elska þig meira en orð geta lýst.

þú ert stöðugt í huga mínum og hjarta.

Með komu þinni , hefur líf mitt breyst.

Nú hef ég fengið nýjan tilgang með þér.

Lífið með þér og það sem framundan er, gleður hjarta mitt.

Ég mun ganga við hlið þèr og reysa þig við þegar þú dettur.

Ég mun halda í hönd þína alla ævi.

Ég elska þig kv. Pabbi.


Með lögum skal þjófin vernda.

Það er eitt sem hefur verið að angra mig er löggjöfin á Íslandi, þegar það kemur að þjófnaði. Lögin vernda þann meira sem stelur, en þann sem á það sem er stolið.

En nýlega hafði ég rafhlaupahjól til sölu á netinu. Aðili hefur samband og segist hafa áhuga á því að kaupa. Þegar á staðinn er komið var þetta eitthvað hálf furðulegt. Það tók hann vandræðalega langan tíma að reyna millifæra. Sem vanalega tekur innan við mínútu að gera. Hann sagðist vera millifæra af reikning kærustu sinnar. Þar sem upphæðin var yfir 100 þús eða um 160 þús. Að þá þurfti hann að fá auðkennisnr. Samkvæmt honum að þá þurfti hann að hringja í kærustu sína. Ég horfi á hann millifæra. Og sína fram á kvittun. Þar sem klukkan var 8 að sunnudagskveldi. Að þá sá ég ekkert á reikningum hjá mér, þrátt fyrir að horfa á hann millifæra.

Ég dríf mig í hraðbanka og tékka en ekkert kom inn á reikninginn. Ég bíð svo rólegur fram að 9 á mánudagsmorgun. Og ekkert komið enn inn. Ég dríf mig í því að merkja hann sem kaupanda á bland. Og vara fólk við honum. Í áframhaldi að þá hef ég samband við bland og svo lögreglu. Ég var komin með nafn og heimilisfang kauða. Og nákvæmar upplýsingar á því hvað var tekið ásamt myndum og kvittunum til að sanna það hvað var tekið. Ég fæ þær upplýsingar að þessi aðili stundi þetta og noti svo kallaða framvirka millifærslu og gat því sýnt fram á kvittun um millifærslu. Í framhaldinu reyndi ég að hafa samband við hann og hann lofaði að athuga þetta nánar. 

Lítið vissi ég þá. Í framhaldinu hafa við mig samband 2 aðilar sem lentu í honum líka. Ég aðstoðaði þá við upplýsingar ofl á aðilanum. Bland lokaði svo aðganginum sem var notaður til að svíka fólk. 

Sagan er þannig að á föstudeginum svíkur hann út zero 10x hjól af manni á bland á sama hátt og hann sveik mig. Síðan í hádeginu á sunnudeginum. Svíkur hann svo út oneplus 8t síma af manni. Síðan kemur hann ásamt öðrum aðila sem var frekar tens á því og í annarlegu ástandi. Sá aðili var á hjólinu sem stolið var á föstudeginum. Og segir að þetta sé hjól konunar og hann sé meira kaabo maður. Og spilar sig sem séný á hjól.

Á miðvikudeginum er ég svo kallaður til að gefa skýrslu og sýni fram á upplýsingar um aðilan bæði nafn, hvar þýfið er, og myndir og kvittanir fyrir öllu sem var tekið. Mér er síðan afhent 2 blöð þar sem mér er gefin kostur að leggja fram refsi og skaðabótakröfu.Við nánari skoðun á kröfunni sé ég að ég þarf að hafa samband við lögfræðing. Ég hef síðan samband við lögfræðing og skoða málið með honum. Hann sýnir mér fram á málsgrein sem hindrar það að ég geti fengið það bætt sem var stolið. Því að verðmæti þess sem er tekið verður að vera að minnsta kosti að verðmæti 400 þús. Til þess að fá eitthvað út úr þessu.

Það er því miður upplifun mans, að lögreglan geri þetta vísvitandi svo hún þurfi ekki að gera neitt í málinu. Ég hef samband sama dag og skýrslutakan átti sér stað og bið um að fá samband við þann sem var úthlutað málið. Hann hringir reyndar ekki fyrr en daginn eftir, og var ekki einu sinni búin að skoða það og gera neitt. Þrátt fyrir að hafa allar upplýsingar að þá lítur það út fyrir það að lögreglan hafi engan áhuga á því að aðstoða fólk sem verður fyrir fjársvikum. Það var líka að heyra í tóni lögfræðingsins að þeim væri sama um svona mál.

En lögreglumaðurinn virkaði áhugalaus og ekki byrjaður á því að gera neitt. Þar til ég nefni það við hann í símanum að ég fari þá bara sjálfur og tékki á þessu. En það kom honum eitthvað til umhugsunar þar sem hann sagðist ætla að athuga hvort það væru lausir lögreglumenn og hafa svo samband við mig. Síðan eru liðnir 4 dagar frá því símtali og ekkert búið að hafa samband við mig. Nema að hlera hjá mér símann, sem ég átta mig ekki allveg á.

Hvað af því sem líður að þá virðist það ekki vera neitt mál að senda götufólk í fangelsi fyrir að stela samloku eða harðfisk. En ekkert gert fyrir almúgan.

Sú spurning kemur í huga manns, afhverju ríkið sé ekki löngu búið að fjölga lögreglumönnum. Þar sem þeir eru löngu komnir yfir öll þolmörk. Sama má segja um aðrar stéttir eins og sjúkrahús oflr. Sem er kannski annað mál.

En því miður virðist að vera þannig að glæpir sem eru ekki nógu allvarlegir, eru látnir eiga sig og lögin vernda þann meira sem tekur ófrjálsri hendi. En þann sem verður fyrir tjóni.

Ég reyni að sjálfssögðu að sýna lögreglunni virðingu, en finnst það ekki auðvelt eftir þetta. Þar sem traust mitt til þeirra er ekki neitt lengur. Og afhverju ætti ég að sýna þeim virðingu þegar þeir hafa engan áhuga á að hjálpa fólki sem þarf á þeim að halda. Það var jú vissulega ákveðið ósætti í mér til að byrja með. Þar sem ég var nýlega búin að lesa grein þar sem lögreglan státar sig á því að vera fljót að leysa svona mál.

Ætli viðbröð þeirra væru önnur ef eitthver ríkur eða þjóðþekktur Íslendingur hefði lent í þessu ? Maður veit ekki. En allavegana lítur það út fyrir það að þeir geta ekki synt öllu sem kemur á borð til þeirra. Skömmin fer væntanlega á ríkisstjórnina fyrir að gera ekki neitt í þessum málum. Þá bæði með kjör þeirra manna og kvenna sem leggja líf sitt í hætturnar til að vernda almúgan. Og þá líka fyrir að fjölga ekki í samræmi við fólksfjölda.

Ég er nokkuð viss um að glæpatíðni oflr mál myndu leysast ef ríkið myndi gera eitthvað í þessu og hætti að spara á röngum stöðum.

Ég hef alls ekkert á móti lögreglunni og virði þá sem löggjafavald. En ég er ósáttur við þá og má vera það.

 


Hugleiðing

Mér það hugleikið þegar Biblían talar um síðustu tíma. Og hvernig heimurinn er að breytast í dag. Það sem er að gerast tikkar í öll boxin um það sem á að gerast á síðustu tímum.

Fólk elskar hið skapaða í stað skaparans, og leita andlegrar fyllingar á öðrum stöðum en hjá honum í stórum hópum. Allskonar kukl og rugl hefur verið normalæserað og þykir allt í lagi í dag. Það mætti því með sanni segja að heimurinn er orðin öfugur frá því sem var. Hið góða er orðið vont og hættulegt í þeirra augum. En hið vonda er orðið gott.

Kristinfræði var tekin úr skólum og annað hefur tekið við. Kukl eins og jóga er troðið inn á börn. Og allt reynt til að halda þeim frá Guði. Afhverju segi ég að jóga sé kukl. Því að rætur jóga liggja til djöfladýrkunar og hinduisma sem er ekkert annað en trú á ílla anda. Hugmyndafræði þeirra liggur út á að tæma hugan og opna sig fyrir íllum öndum. Biblían talar um að við eigum að fylla huga okkar af orði Guðs. Sem er andstæðan við það sem er gert í jóga. Hættulegast af þessu er kúndalíní jóga sem hafa eftirlíkingar anda (ílla anda) sem fylla fólk af vellíðan og stundum hreinlega af vímu. Allt til þess að reyna halda þeim frá Guði.

Meira kukl sem virðist vera orðið mun allgengara en fólk gerir sér grein fyrir eru galdrar. Og fólk er ekkert að fela þetta lengur og þykir það sjálfsagt mál að fikta við þetta. Galdrar koma líka frá djöfladýrkun og snýst um að reyna framkvæma hluti sjálfri/sjálfum sér í hag. Eða til að klekkja á öðrum eða leggja álög á aðra. Til dæmis eru galdrar mikið notaðir í tónlistabransanum í dag. Og er heldur ekki í felum. Þar sem textar fjalla hreinlega um galdra oflr.

Hvað ætli valdi því í dag. Ætli það sé af því að barnaefni í dag er stútfult af göldrum sem eru settir í ævintýra búninga. þannig að það er búið að heilaþvo heilu kynslóðina af börnum að þetta sé í lagi.

Heilun oflr er líka af hinu ílla. Mér þykir það furðulegt að jafnvel fólk sem lengi gekk með Guði hefur snúið sér frá trú sinni og gefið sig að kenningum íllra anda. Það er mér ómögulegt að skylja að hvernig fólk geti farið frá kærleika Guðs yfir í lýgi.

Hvað þá með hluti sem hafa breyst í dag. Að margt er orðið eðlilegt í nafni frelsisins. Hjónabandið hefur verið vanvirt og búið að normalsera að hommar og lesbíur geti gengið í hjónaband. Ég er mjög einfaldur og trúi því að Guð hafi skapað hjónabandið. Karl og konu. En það má víst ekkert segja í dag, því þá er ráðist að þér að þú sért með fordóma. Og reynt að troða inn á okkur að þetta sé í lagi og normal. En þetta er það ekki.

Ekki stoppar þetta núna. katrín Jakobsdóttir sýndi af sér ógeðfelt eðli þegar hún vildi heimila fóstureyðingar fram að fæðingu.Virðingin fyrir lífinu er orðin engin hjá þessu fólki. Feministar sem ég ætlaði reyndar ekki að minnast á en geri samt. Réttlæta þennan verknað að þetta sé þeirra réttur og þeirra líkami. Þannig að í þeirra huga, að þá er réttur barnsins sem er byrjað að þroskast í móðurkviði þeirra enginn. Í þeirra huga að þá er réttur föðurins engin heldur. Áfram heldur siðleysið og orðið fóstureyðing skipt út fyrir orð sem er ekki eins meiðandi fyrir þær að heyra: Fósturrof. Á íslandi fara fram í kringum 2000 fóstureyðingar á ári. Hvernig væri að fólk færi að nota getnaðarvörn ? Þá þyrfti ekki að myrða þessi dýrmætu líf sem fá alldrei að líta dagsins ljós.

Siðleysið heldur áfram. Núna máttu skilgreina þig hvað sem er. Sumir skilgreina sig sem hvorugkyn og nota orðið hán í staðin fyrir hann eða hún. Trans er orið mun allgengara en það var og normalæserað líka.

Kynlífsklúbbar, opin sambönd, fjöl sambönd oflr er orðið allgengt í dag.. 

En ef við horfum til baka í sögu mannkyns. Að þá hefur fall stórvelda alltaf verið rotnun að innan.Það er ekkert nýtt undir sólinni. Vestrænu ríkin eru komin að falli siðferðislega og rotnun.

Annað kukl eins og tarrot spil er framan fyrir allra augum á síðum eins og visir.is oflr.

Lengi mætti áfram telja ruglið sem viðgengst í þessu þjóðfélagi. En ég læt þetta nægja. En vil minna á að einn dag þurfum við að standa frammi fyrir skaparanum og svara fyrir lífsval okkar og gjörðir. Ég vona að þetta geti vakið einhverja til umhugsunar í dag.

 


Er skoðanafrelsi á Íslandi ?

Stundum spyr maður sig hvert er þetta þjóðfélag eiginlega að fara, þegar maður sér allt sem gengur á í fjölmiðlum og opinberum vettvangi.

Máttu hafa þína eigin skoðun ? Tökum sem dæmi feministar sem fara offörum í að aflífa menn á opinberum vettvangi, og taka þar með lögin í sínar hendur. Þær úthrópa suma og heimta svo virðingu í staðinn. Það er munur á jafnrétti kynjanna og sýna hatur gegn gagnstæðu kyni. Hvorn megin sem það er. Ég styð jafnrétti og baráttumál sem snúa að því. En þegar það kemur af því að aflífa fólk á opinberum vettvangi án dóms og laga. Að þá er manni nóg boðið.

En áfram með þá spurningu, megum við hafa okkar eigin skoðun ? Sum málefni valda því að fólki verður heitt í hamsi og hikar ekki við að vera með fúkyrði og dónaskap bakvið lyklaborðið. Hvað varð um málefnalegar skoðanir ? Er Ísland virkilega orðið þannig að ef við erum ekki sammála öðrum að þá erum við fífl og fávitar ? 

Hvað með málið sem kom upp um veitingastaðinn vefjuna ? Annar eigandinn setur inn video sem fer yfir öll mörk og biðst svo afsökunar og tekur orð sín til baka. Gefur það allmenningi rétt til að ráðast á börnin hans og barnsmóðir og eyðileggja fyrir fyrirtækinu þeirra ? Er ekkert heilagt lengur fyrir fólki ?

Hvað þá með only fans síðurnar þar sem stelpur selja aðgang að sér á rafrænan hátt gegn gjaldi Sumar eru með listrænar myndir og sýna eingöngu bikini myndir meðan aðrar framleiða klám. Samkvæmt lögum að þá er klám ólöglegt á Íslandi. En fólk hefur misjafnar skoðanir á því málefni. Er þá allt orðið í lagi í dag í nafni frelsisins ? Persónulega dæmi ég ekki fólk fyrir að vera á þessu. Þetta er jú þeirra val. En ef lögin munu banna þessar síður og beita refsingu, að þá eru margar þessara stúlkna í vanda staddar. Þar sem þær nota þetta sem tekjulind. En getur löggjafavaldið gert eitthvað í þessu í raun og veru ? En það virðist vera í tísku í dag að setja allt á netið. En staðreyndin er sú, að það sem fer einu sinni á netið fer alldrei þaðan út. Það munu alltaf vera eitthverjir sem virða ekki óskir þeirra einstklinga sem hafa þessar síður sem tekjulindir og dreyfa þeim út um allt...

Hvað með hatur gagnvart þjóðum eins og Ísrael ? Ég las statusa þar sem fólk deildi þeirri skoðun sín á milli að það ætti að myrða þá. En á þjóð sem fær á sig þúsundir spregna á nokkrum dögum að þegja og láta þetta yfir sig ganga. Af því að margir Íslendingar segja það ? Hvað með sprengjur sem fóru inn í íbúðarhúsnæði þar og drápu lítil börn ? Er það allt í lagi. Er fólk ennþá svona blint að það trúir öllu ruglinu sem það sér í einhliða fréttaflutningum á Íslandi ? Palenstína er svona eins og systkyni sem slær bróðir sinn og fær högg til baka og fer svo og klagar fyrir að vera slegin. Þetta er leikur sem er búin að vera í gangi í fjölmiðlum í langan tíma. Ef þú dirfist til að vera ósammála þeim sem tala gegn Ísrael að þá átt þú heima á geðdeild, eða það er eitthvað að þér.

Hvað með facebook ? Fólk sendir þar skilaboð og segir, ég ætla að henda þér út af facebook af því að þessi er vinur þinn eða þú ýttir á læk á eitthvað sem þau eru þér ósammála þér með ? Er fólk orðið virkilega svona lasið að það má ekki ræða hlutina málefnalega lengur og vera ósammála. 

Mér er nákvæmlega sama hvað öðrum finnst um mig og hvaða skoðun þau hafa. Ég mun ekki henda þeim af facebook eða útiloka þau fyrir að hafa skoðun. En það eru vissulega mörk fyrir því hvernig hlutunum er komið frá sér.

Ég úthrópa ekki skoðunum mínum í þeim tilgangi að meyða aðra eða skaða. Stundum er betra að þegja en að segja það sem maður sér svo eftir seinna.

Besta viskan sem ég hef lært um þetta allt saman er: Að það hvernig ég tala við og um aðra lýsir mér best sem persónu og hvar ég er staddur þá stund. Vissulega getum við átt misjafna daga og verið mis upplögð og gert mistök. En við lærum af þeim og reynum að gera betur næst.

Hvað með aðfarir á netinu gegn fólki sem hefur verið sakað um eitthvað eða dæmt fyrir eitthvað ? Á það fólk ekki fá tækifæri til að bæta sig sem persónur af því að eitthverjar bitrar persónur hata þau. 

Jesús tæklaði þetta málefni á einfaldan og góðan hátt þegar það átti að grýta konu fyrir hórdóm sem þýðir framhjáhald. Kastið fyrstir steini þið sem syndlaus eruð. Allir fóru í burtu. En greinilega er það í tísku í dag að kasta steinum úr glerhúsum.

Vissulega þarf margt í þjóðfélaginu að fara betur. En það gefur okkur ekki leyfi að dæma aðra eða eyðileggja líf þeirra, af því að eitthverjar sögusagnir eru um að þau áttu að hafa gert eitthvað. Dómstólar og löggjafavald hafa það hlutverk til að tækla þá hluti. Það er alldrei í lagi að brjóta á öðrum sama hvaða mynd það birtist í.

Viljum við að okkur sé sýnd virðing. Að þá er ágætis æfing að æfa sig í að sýna öðrum virðingu. Hvað sem við viljum að aðrir gjöri okkur, að það skulum við og þeim gjöra. Viljum við að fólk sé kurteist við okkur ? Að þá sýnum við öðrum kurteisi. Viljum við að okkur séu fyrirgefin okkar mistök? Er það þá ekki góð æfing í að æfa sig að fyrirgefa öðrum. Og munum að fyrirgefning er ekki sama sem samþykki fyrir því sem var gert rangt. Fyrirgefning er besta leiðin til að lifa frjáls í breiskum heimi fullum af ófullkomnu fólki.

En niðurstaða mín er sú að það ríkir ekki skoðanafrelsi á Íslandi. Ég ætla að minnsta kosti að vera frjáls einstaklingur og hafa mínar skoðanir. Ég ætla líka að halda áfram að virða annara manna skoðanir og lífsval þó ég sé ekki samammála því. Frjáls vilji var okkur öllum gefin til að velja og hafna. Ég vel að virða annað fólk og dæma ekki. En hvert þitt val er sem lest þetta, er þitt. Þú þarft ekki að vera sammála neinu sem ég segi. Og ég þarf ekki heldur að vera sammála þér. Það gerir hvorugt eða hvorugan okkar að fíflum eða fávitum. Það gerir okkur eingöngu að einstaklingum sem sjáum hlutina út frá öðru sjónarhorni.

Lífsviðhorf og skoðanir geta breyst með tímanum. Ég hafði fordóma á ákveðnum hlutum en með því að hlusta og læra að þá hurfu fordómarnir. Fordómar eru sagðir koma vegna þekkingarleysis eða fáfræði. Ég er ekki allveg sammála þeirri skilgreiningu. Ég hugsa að að fordómar komi vegna skorts á umburðarlyndi og stjórnsemi. Af því að aðrir eru ekki eins og við viljum hafa þau. Að þá eru þau svona og hinsegin.

Virðing er það sem mætti koma meira inn í okkar menningu. Og þá ekki eingöngu gagnvart því sem hentar okkur. Heldur að öllum sviðum lífssins.


Týndu synirnir

Flestir hafa heyrt söguna um týnda soninn. Hann fer að heiman og sóar öllu. En það sem við flest missum marks af er þeir eru báðir týndir á sitthvorn háttinn og mun ég færa rök fyrir máli mínu.

Sá fyrri fór að heiman og sóar öllu í sukk og svínarí og kemur svo skríðandi til baka og er tilbúin að verða vinnumaður fyrir föður sinn. Því hann taldi það vera skárri kost en að vera farast úr hungri.

Seinni sonurinn gat ekki samglaðst föður sínum að bróðir hans sem var týndur var komin til baka. Hann varð afbrýðissamur þegar faðir hans slátraði alikálf. Og hann var dómharður þegar það átti að halda veislu.

Fyrri sonurinn vissi ekki hver hann væri og gerði sér ekki grein fyrir því hvernig faðir hans væri.

Sá seinni hafði allt en var samt týndur. Hann hefði hvenær sem er haldið veislu með vinum sínum og fagnað með þeim. Sem segir okkur eitt hann hafði enga gleði. Hann var týndur sjálfur.

Við getum verið týnd á sama hátt og sá sem var alltaf heima. Við getum verið að standa okkur vel í lífinu og verið að gera okkar besta til að allt fúnkeri. En við getum ekki samglaðst öðrum, ef við verðum afbrýðissöm þegar öðrum gengur vel og dæmum þau sem verða á. Að þá erum við týnd og höfum misst marks um hver við erum og hvernig náð Guðs virkar í lífum okkar.


Hugleiðing

Það sem ég er að velta fyrir mér núna voru viðbrögð Jesú þegar hann frétti að Lazarus væri dáinn. Það sem mig minnir að hann hafi sagt var að hann er sofnaður. Hann hélt svo áfram að gera það sem hann var að gera og fór svo ekki til hans fyrr en eftir 2 daga.

Það sem ég velti fyrir mér, ætli Faðirinn hafi opinberað fyrir honum að þetta myndi gerast þennan dag og hvenær hann ætti að fara til hans ? Ef ég lít á mannlega þáttinn. Að þá hefði ég brugðist allt öðruvísi við. Líklegast hefði ég hætt að gera það sem ég var að gera og farið í flýti til hans, órólegur og í panikki. En hann hélt ró sinni. Það sem kemur í huga minn að hann hlítur að hafa haft fullvissu um að þetta yrði allt í lagi.

Við vitum svo framhaldið að þegar hann kallar á Lazarus úr gröfinni að þá reis hann upp frá dauðum.

Þetta er ekki eina svona atvikið sem við lesum um Hann. Þegar hann frétti að Jóhannes skírari sem var frændi hans, hafði verið hálshöggvinn. Að þá komu til hans þúsundir manna, og hann margfaldaði örfá fiska og brauð handa þúsundum manna.

Þessi yfirvegun og öryggi er eitthvað sem mig langar að hafa. Að geta brugðist svona við þessum aðstæðum í fullu öryggi og ró. Er það sem er fyrir ofan minn skilning. 

Sama má segja þegar hann var með lærisveinum sínum út á bát og það gerði óveður. Þeir voru allir logandi hræddir en hann svaf sallarólegur.

Jesús sagði að við gætum gert það sama og hann gerði. En svo sagði hann annað sem vekur athyggli mína. Minn frið gef ég ykkur. Ég gef ykkur ekki eins og heimurinn gefur, heldur gef ég ykkur minn frið. Eftir því sem ég best veit að þá þýðir friður að finna fyrir fullkomnu öryggi í faðmi Guðs, og hefur með vernd að gera líka.

Ætli ástæðan fyrir því afhverju hann brást öðruvísi við aðstæðum en við, hafi verið til að sýna okkur, að við getum haft þennan sama frið og hann hafði. Að við gætum fundið okkur fullkomnlega örugg í faðmi Föðurins ? Ég held að það sé málið. Að sækjast eftir friði Krists inn í líf okkar.

Allur þessi hraði í nútíma lífinu og stress, er kannski eitthvað sem við ættum að veita athyggli og biðja Guð um að breyta því.

Jesús kenndi okkur mikilvæga lexíu með viðbrögðum sínum. Hann kom alldrei með afsökun um að hann gæti ekki gert eitthvað, hann hafnaði alldrei að hjálpa neinum. Hann kenndi okkur að í aðstæðum þar sem við erum hlaðin verkefnum að við getum sinnt því sem er nauðsynlegast án þess að stressa okkur, og haldið ró okkar. Það getur verið mikið að gera í vinnunni, og kannski meira en við teljum okkur ráða við. Það koma verkefni úr öllum áttum. Og það gæti stressað okkur upp. En í stað þess að láta stressið ná tökum á sér. Að þá ættum við að halda ró okkar og halda fókus okkar á Guði og biðja hann um leiðsögn, hvernig við getum framkvæmt þetta allt saman. 

Við getum líka verið misjafnlega upplögð og það virðist oftast vera þannig, að þegar það koma nætur sem við kannski sofum lítið. Að þá gætum við verið viðkvæmari fyrir áreiti og ekki allveg til í að takast á við allt sem dagurinn hefur upp á að bjóða. Viðbrögð okkar geta líka verið eftir því hvernig okkur líður eða hvernig aðstæður eru.

En allavega verður það verkefni mitt til æviloka er að fá að hafa þessa stillingu og ró í lífi mínu, allgerlega óháð því hvað hver dagur bíður upp á. Friður sé með ykkur í dag.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband