Færsluflokkur: Bloggar

21 ár edrú í dag

6 janúar árið 2000 hófst nýtt líf sem mig hafði ekki órað fyrir. Þennan dag fór ég í mína fyrstu og einu meðferð sem ég hef farið í. Ég er komin lengra en mig gat dreymt um. Ég hugsaði með sjálfum mér þennan dag. Kannski næ ég 6 mánuðum og þá lætur löggan mig kannski í friði. Þegar ég horfi til baka og sé hvernig ég sjálfur var. Að þá er lífið mitt í dag andstæðan á því sem það var þá. Ég var búin að vera daglega undir áhrifum áfengis og suma daga eiturlyfja. Áfengi var mitt stöff eins og það er orðað.

Í apríl 1999 kom upp tímabil þar sem ég fann að það vantaði eitthvað í líf mitt. Ég hafði allt sem ég þarfnaðist. En gerði mér ekki grein fyrir því afhverju þessi tómleiki kom upp. Ég fékk þá hugmynd að fyrst það er svona gaman að vera fullur, að þá ætla ég alltaf að vera fullur. Hófst þá 8 mánaða tímabil af daglegri drykkju og notkun eiturlyfja með. Lífið fór strax í stjórnleysi. Sumir dagar í black outi, vaknandi í fangaklefa og vita ekki hvað gerðist daginn áður. Eða vakna á stöðum sem ég myndi allrei fara á undir venjulegum kringumstæðum. Ég drakk og gat ekki haft stjórn á neinu. Eftir að hýrast á götunni, sofa á stigagöngum,plastkömrum, ræna mat í búðum. Að þá kom ákveðin tímapunktur. Þar sem mig langaði að stoppa en gat það ekki. Ég horfði til baka og hugsaði um meðferð. En varð hræddur við tilhugsunina að verða edrú.

Ég hélt að ég gæti þetta alldrei. Það var jú búið að vera mata mig á þvi frá þvi ég var barn. Að ég gæti ekki gert neitt rétt, að það væri engin jafn slæmur og ég, og það yrði alldrei neitt úr mér. Þarna voru þessi orð sem töluð voru yfir mig orðin uppfyllt. Lífið var búið. Mig langaði ekki að lifa lengur. Ég sá enga leið út úr þessu myrkri sem ég var fastur í. Ég gat ekki verið undir áhrifum og ekki verið edrú. Áfengið var hætt að virka og vanlíðanin og vonleysið tók stjórnina.

Það voru nokkur kvöld í röð þar sem ég var með snöruna fyrir framan mig og langaði að enda líf mitt. Mér fannst ég vera misheppnaður og það væri engin leið út. Mér fannst ég vera búin að klúðra öllu. Ég var búin að særa og skaða marga. Tilgangurinn með lífinu var horfinn og lífslöngunin farin að fjara út.

Til að kóróna þetta allt saman tók ég inn eitraðar e pillur og overdósaði. Þetta var skrítin lífsreynsla. Lífið fjaraði úr mér og mér fannst ég vera komin út úr líkamanum og á hraðri leið til heljar. Ég kallaði eftir hjálp til Guðs þar sem mig langaði ekki að deyja. Á sömu stundu fékk ég meðvitund aftur. Þar hófst tímabil þar sem ég þorði ekki að fara sofa, hélt að hjartað væri að fara útúr líkamanum. Og að ég myndi ekki vakna aftur.

Óttinn við allt sem ég hafði gert öðrum myndi elta mig og refsa mér heltók mig. Það var svo ekki fyrr en ég fór inn á Hlaðgerðarkot 6 jan 2000. Að lífið tók óvænta stefnu sem mig gat ekki órað fyrir. Ég fór að geta sofið og óttinn við að vakna ekki aftur var tekin frá mér. 15 jan gerðist svo kraftaverkið. Þann dag fékk ég slæmar fréttir sem urðu til þess að mig langaði að rjúka út úr meðferðinni og hefna mín á einum aðila. En það var eins og það hefði verið settur spotti í hnakkadrambið á mér. Áður en ég vissi af , var ég komin upp í kapellu og skildi ekkert hvað ég væri að gera þar. En þetta kvöld fékk ég andlega vakningu og kynntist mínum æðri mætti. Á einu augnabliki varð 180 gráðu snúningur. Lífslöngunin kom aftur. Ég fór að taka leiðsögn í fyrsta skiptið á ævi minni. Tilfinningar sem ég hafði ekki fundið áður fóru að koma. Ég var tilfinningalega frosin og skemmdur þegar ég fór í meðferð. En þarna opnaðist fyrir þær.

Óttinn við að fólki myndi ekki líka við mig, ef ég segði satt til um hver ég væri var tekin frá mér. Ég opnaði mig í fyrsta skiptið á ævinni og burðarpokinn á öxlinni var tekin frá mér. Það var eins og mér hefði verið afhent verkefni fyrir hvern dag til að takast á við.

En svo að þetta sé ekki of langt. Að þá breyttist lífið enn meir þegar ég fór að vinna 12 sporavinnu. Öryggi fyrir því að ég þyrfti ekki að drekka aftur kom aftur. Áhugi á þvi að að hjálpa öðrum kom til staðar. Auðmýkt að viðurkenna að ég gæti haft rangt fyrir mér kom. Gleði við að hjálpa örðum kom. Nýr tilgangur kom með lífinu og von um nýtt og bera líf. Einn dag í einu er orðin að 21 ári af lífi án hugbreytandi efna. Líf sem hefur tekist á við margar áskoranir og raunir, en alldrei þurft að drekka eða nota. Fyrst ég sem var stimplaður vonlaust keis, stend ennþá í dag. Að þá vil ég segja við þig sem lest þetta. Að það er von fyrir alla. Einn dag í einu. Tíminn sjálfur er aukaatriði. Það sem skiptir máli er dagurinn í dag, að í dag erum við edrú og þakklát fyrir vonina sem okkur hefur verið gefin.


Jólahugleiðing

Nú þegar jólin eru að koma aftur. Að þá kemst maður ekki hjá því að hugsa til þess þegar Jesús kom í heiminn. Filipibréfið talar um að hann svifti sig allri tign og kom fram sem maður. Að hugsa sér að sonur Guðs hafi takmarkað sig í einum líkama. Og lagt á sig að gefa líf sitt í sölurnar fyrir okkur.

En mér hefur oft verið hugsað til Jósefs jarðnesks föður Jesú.Ég er allveg viss um að það hafi þurft að reyna á karakter hans, áður en hann fékk það mikla hlutverk að ganga Guðs syni í föður stað og ala hann upp. Við lesum að hann varð var við að María var ólétt. Og Biblían talar um að hún hafi verið heitkona hans. Sem þýðir að þau voru trúlofuð.

Hann hefði auðveldlega geta farið að siðum gyðinga og látið grýta hana til dauða. En hann vildi ekki gera henni mein, og vildi ekki valda henni skömm og dauða. Það lýsir svoldið hvernig hjarta hans var. En við lesum svo um að hann hafi ætlað að skilja við hana í kyrrþey, sem er líklega best þýtt á nútíma máli , að hann ætlaði sér að slíta samvistum við hana í laumi.

En við vitum svo að Jósef fær svo að vita hver það er sem er í móðurkviði Maríu.Þá fékk hann að vita hvað væri að gerast. Og það mikla hlutverk sem beið hans. Við vitum að hann var smiður. En það sem má líka læra af honum er. Að blóðtengsl milli foreldra er ekki það sem skiptir mestu máli. Heldur kærleikurinn til barnsins. Þannig að ég ýmynda mér að Jósef var ástríkur og góður faðir.Við vitum líka að Jesú átti systkyni. Bræður hans eru nafngreindir. En ekki systur hans. Það hefur oft vakið forvitni mína, hver nöfn þeirra voru. Sumir hafa komið með getgátur um nöfn eins og Marta og María. Ég hef reynt að komast í heimildir utan Bíblíunar frá þessum tíma til að reyna komast að því hvað þær hétu. En ekkert fundið sem staðfestir hvað þær hétu.

En aftur að jólunum. Þessi tími getur verið mis erfiður fyrir okkur. Fyrir suma er þetta gleðilegur tími, og aðra ekki. Áherslur hafa líka breyst með árunum. Sem barn að þá var spennan að opna pakkana og sjá hvað var í þeim. En núna í dag siptir samverustundin með ástvinum meira máli og njóta þess að vera með þeim. Og fyrst fremst minnumst við þess að Jesús kom í þennan heim, og afhverju hann kom.

Þó svo að við vitum að Jesú fæddist ekki á þessum árstíma, því ritningarnar gefa til kynna að þetta hafi verið að vori til. Að þá er það ekki aðalatriðið. Aðalatriðið er tilgangurinn með jólunum. Jesús kom í þennan heim til að gefa líf sitt til lausnargjalds fyrir okkur. Það er stærsta gjöfin sem við getum fengið. Að meðtaka hann í hjarta okkar og opna gjöf náðarinnar. Mætti þér að auðnast að sjá Náð Guðs sem gjöf til þín.


Þakkarljóð til Föðurins

Þakkarljóð til Föðurins.

Sigvarður 9 ágúst 2020

Þú kallaðir á mig úr myrkrinu,

Færðir mig inn í þitt ljós.

Þegar mér fannst enginn vilja mig, elskaðir þú mig.

Þrátt fyrir þann stað sem líf mitt var á.

Elska þín umbreytti hjarta mínu.

Þú tókst vonleysið burt og gafst mér von.

Þegar engin löngun var til að lifa og engin leið út úr myrkrinu.

Komst þú með ljós þitt og gafst mér lífsviljann aftur.

Þegar ég sá ekki hvað framundan var, komst þú og leiddir mig í gegnum myrkrið.

Þegar aðrir héldu að ég ætti engan séns, að þá vissir þú betur.

Þú hefur alltaf haft trú á mér.

Þú hefur ávallt verið þolinmóður við mig.

Þú leiddir mig sérhvert skref.

Þegar ég datt, að þá reystir þú mig við.

Þú gafst mér drauma og sýnir og sýndir mér hvað þú vildir gera.

Þú gafst mér margar gjafir og tókst mig frá fyrir þig.

Ég iðrast í hvert skipti sem ég hef verið fjarlægur þér.

Og fyrir hvert skipti sem ég hef óhlýðnast boðum þínum.

Hver dagur er nýtt tækifæri, tækifæri til að gera betur í dag en í gær.

Suma hluti hef ég lengi ströglað við, en þú gefur mér von og segir mér að reyna aftur.

Það sem ég hef ekki verið fær um að gera, hefur þú gert fyrir mig.

Þú sýndir mér leyndardómin að í þjónustu í ríki þínu,

Að þá ert það þú sem vinnur verkið í gegnum mig.

Ekki ég , heldur Kristur í mér.

Þú hefur tekið mig í gegnum fullt af ævintýrum,

Leitt mig í gegnum sorgardalinn.

Leitt mig í gegnum erfiða hluti og hjálpað mér að sjá þig í öllum kringumstæðum.

Þú hefur hjálpað mér að standa af mér erfiða storma.

Þar hefur þú verið mitt skjól .

Mörg eru sporin mín sem vantar í sandinn.

Mörg eru skiptin sem þú hefur haldið á mér í gegnum dimma dali.

Mörg eru skiptin sem þú hefur þyrmt lífi mínu, þegar óvinurinn vildi klára mig.

Mörg eru skiptin sem þú hefur sýnt mér traust.

Mörg eru skiptin sem þú hefur reyst mig við, og gefið mér nýtt upphaf.

Mörg eru skiptin sem þú hefur talað til mín og gefið mér opinberanir.

Margar eru gæðastundirnar sem þú hefur gefið mér með þér.

Þú talaðir verðleika inn í tilveru mína.

Þú sýndir hver ég er í þér.

Þú hefur umbreytt lífi mínu og gefur mér allt það sem ég þarfnast.

Þú hefur breytt ótrúlegustu kringumstæðum á svipstundu.

Þér er enginn hlutur um megn.

Þú getur allt, þú ert allmáttur Heilagi Faðir.

Því færi ég þér þakkir fyrir líf mitt,

Færi þér þakkir fyrir gjafir þínar og blessanir.

Þú sagðir mér að gleyma fortíð minni og líta ekki til baka.

Gafst mér ráð að rita niður hvað þú segir um mig.

Gafst mér ráð að muna öll góðverk þín og gæsku þína.

Ég vil muna allt hið góða með þér.

Þær stundir eru dýrmætari en gull,

Dýrmætari en allt heimsins brjál.

Ég veit ekki hvar ég væri án þín.

Þú hefur haldið í mér lífinu frá móðurkviði,

Og ákvarðað daga mína í bók þinni á himnum.

Þú vissir allt áður en ég varð til. Vissir um leyndarmálin, töpin og sigrana.

Þú vissir hvaða hæðir og lægðir myndu bíða mín.

Vissir að ég kæmist í gegn með þinni hjálp.

Mætti líf mitt vera vitnisburður um mátt þinn og dýrð þína.

Mætti líf mitt vitna um náð þína og þá stórkostlegu gjöf sem náðin er.

Mætti líf mitt vitna um þig í mér.

Þú kenndir mér lífsins vegu, og gafst mér ráð.

Leiðir mig að vötnum þar sem ég má næðis njóta allveg eins og Davíð.

Leiðir mig á staði og gefur mér tækifæri til að vera farvegur þinn inn í líf annara.

Þú skapaðir mig í þinni mynd, til að verða líkari Jesú.

Mætti það vera markmið mitt að fullna skeiðið með þér og uppfylla það sem þú

hefur fyrir mig á þessari jörð, áður en ég kem heim til þín í dýrðina.


I want to know

I want to know

Sigvarður / Guðs gjöf (08.09.19)

 

I want to know you more

I want you to show me

What real love is

I want you to show me

What real meaning of the cross is

 

There where times

Where my emotions where frosen

Not knowing real love

Not knowing what it is to feal

Not knowing the real truth

 

I want to know you more

I want you to show me

What real love is

I want you to show me

What real meaning of the cross is

 

Then the day came

When you called my back home

Out of the darkness into the light

Covered me with you love

Cleansed me of my sin

 

You took away my shame

You gave me your forgiveness

You took away my old self

And created a new man

 

I want to know you more

I want you to show me

What real love is

I want you to show me

What real meaning of the cross is


Rómverjabréfið 5:5 NLT

Rómverjabréfið 5:5 Ný Lifandi Þýðing (NLT)

Og þessi von mun ekki valda okkur vonbrigðum. Því að við vitum hversu heitt Guð elskar okkur, vegna þess að Hann hefur gefið okkur Heilagan Anda til að fylla hjörtu okkar af sinni elsku.


Biturleiki er eitur

Þegar það kemur að orðinu ófyrirgefningu. Að þá er raunveruleikinn sá að rétta orðið yfir ófyrirgefningu er biturleiki. Biturleiki er í raun og veru eitur. Eitur sem heldur áfram að skemma út frá sér og getur haft áhrif á geðheilsuna og líkamalega kvilla sem fylgja í kjölfarið.

Fólk sem er haldið biturleika og vill ekki sleppa tökunum Heldur oft að þau séu að refsa þeim sem gerðu eitthvað á þeirra hluta. Að vissu leyti gæti það verið rétt að gerendurnir líði fyrir þennan biturleika. En fyrst og fremst er sú persóna sem er bitur, föst í sínu eigin fangelsi.

Persóna sem er brotið á. Á ekki skilið að líða kvalir fyrir það sem var gert. Því ætti hún/hann þá að kvelja sig áfram á biturleika ?

Persóna sem elur á biturleika, er eins og reiður snákur sem bítur sjálfan sig og drepst úr eigin eitri. Þetta eru hörð orð og alls engin alhæfing. Heldur er þetta samlíking til að sýna hversu fáránlegt það er að ala á biturleika. Þegar það er til betri leið.

Það að fyrirgefa er ekki samþykki fyrir því sem var gert. Fyrirgefningin er Guðs gjöf til þín, til að lifa frjáls í breiskum heimi. Fullum af breisku fólki sem er ekki fullkomið.

Það mun alltaf koma upp að einhver veldur okkur vonbrigðum, eða bregst trausti okkar. En við getum ekki látið það stjórna því hvernig við erum sem persónur. Fólk mun særa okkur með verkum sínum og orðum. En að velja að fyrirgefa er besta lausnin til að lifa frjáls.

Ég held að okkur flest öllum langi að líða vel og vera frjáls.

Einnig er annað sem ég hef tekið eftir í fari mínu og annara í gegnum tíðina. Er að ef einhver hefur brotið á mér eða þeim. Að þá endurspeglum við oft röng viðbrögð okkar til annara. Það sem ég á við að þegar við erum særð, að þá sýnum við ranga framkomu í garð annara, sem gerðu ekki neitt á okkar hlut.

Særindi eru óþægileg. Og það hefur verið rannsakað vísindalega, að unirrót margra fíkna eru særindi. Þegar einhver særir okkur að þá er það vont. Oft að þá lokum við á þessa tilfinningu og verðum jafnvel dofin á þessu sviði. Sem endurspeglast svo í framkomu okkar til annara. Það að velja fyrirgefa er eitt, en að opna fyrir sársaukan og leyfa Guði að komast að honum og lækna er annað sem getur oft reynst okkur erfiðara. Það er frasi innan 12 spora samtaka sem er oft notaður. Let go and let God. Slepptu tökunum og leyfðu Guði að komast að.

En við erum líka oft þannig að við viljum ekki láta aðra stjórna því hvernig við erum, hvernig við bregðumst við. Eða hvað við gerum með það sem er í hjarta okkar. Sem gæti eitthvað haft að gera með forfeður okkur, sem þoldu ílla yfirvald og vildu vera sínir eigin smákongar. Þetta viðhorf endurspeglast svoldið í samfélagi okkar í dag.

Uppreisn er ekki af hinu góða, og hefur með okkur sjálf að gera. Að rísa upp og mótmæla óréttlæti myndi ég ekki flokka sem uppreisn á neikvæðan hátt. Sumir vilja meina að uppreisn sé galdrasynd. Sem getur verið rétt á einhvern hátt. En munurinn liggur líklegast í því hverju er farið í uppreisn gegn.

Galdrasynd væri þá líklegast uppreisn gegn foreldrum, þjóðfélagnu, yfirvaldi og lífinu sjálfu. En hins vegar tel ég það ekki galdrasynd, þegar þjóðfélag rís upp og mótmælir óréttlæti.

Við eigum ekki að láta valta yfir okkur eða koma ílla fram. Þetta hefur verið svoldið ríkt í pólitík. Þar sem hinir ríku arðræna aðra, og halda að þau komist upp með það, eða þau séu eitthvað betri en aðrir. Þjóð sem stendur saman og mótmælir, er þjóð sem er í einingu og vill breytingar. 

En snúum okkur aftur að biturleikanum. Við erum ekki að refsa neinum nema sjálfum okkur viljum við ekki sleppa tökunum á honum. Það er eins og fólk verði stundum háð því að láta koma ílla fram við sig, og leyti í fólk sem kemur ílla fram við það eða hafnar þeim. Þetta er ekki heilbrigð minnstur. Sumir myndu nota orðið sjálfseyðingarhvöt í þessu tilviki, sem gæti verið afleiðing biturleika.

Viljum við vera eitruð af biturleika og sjúkdómum, sársauka ofl. Að þá er það okkar val. Eins og sagt er, eymd er valkostur. En það er til betri leið og mættir þú finna hana nú.


Erum við sjálfmiðuð og hugsun aðeins um okkur sjálf ?

Ein pæling varðandi samskipti okkar við fólk. Höfum við eingöngu samband við það, þegar okkur vantar eitthvað ? Eða tékkum við á því til að athuga hvernig þau hafa það ? Upplifun okkar getur verið sú að sumir hafa eingöngu samband við okkur þegar þeim vantar eitthvað. En alldrei þess á milli til að athuga hvernig við höfum það.

Hvað með fólk sem lætur lítið fyrir sér fara ? Tékkum við á þeim og spyrjum þau hvernig þeim líður ? 

Ég hugsa að það sé allavegana áhugavert að skoða sjálfan sig aðeins og spyrja sig að þessu. Og kannski er það eigingirnin í okkur sem fær okkur ekki til að sjá þörf annara. Og við sjáum þá eingöngu það sem við erum að gera.

Hvað með fólk sem við þekkjum lítið og við vitumm að er einmanna? og upplifir sig ekki tilheyra? Er það þá ekki pínu í okkar verkahring að tékka á þeim. Eða er þessi hugsunarháttur ég á nóg með sjálfa/n mig og hef ekki tíma til að hjálpa öðrum ?

Hvað með einfalt hrós til náungans ? eða bjóða eldri borgurum úti á götu góðan daginn ? Eða jafnvel bjóðast til að halda á poka fyrir fólk yfir götuna? Eða aðstoða það á einhvern hátt ?

Persónulega finnst mér þetta áhugaverð pæling og ætla að spegla mig aðeins í þessu ..


Sálmur 23 Passion þýðingin á íslensku

Sálmur 23 Passion Þýðingin á íslensku

 

1. Drottinn er minn besti vinur og hirðir,

ég hef alltaf meir en nóg.

2. Hann bíður mér hvíldarstað

í sinni óþrjótandi elsku.

Vegir Hans leiða mig í gegnum haf friðarins,

að hinum hljóða læk sælunar.

3 Það er þar sem hann endurreysir líf mitt

og lífgar mig við. 

Hann opnar fyrir mig leið Guðs ánægju

og leiðir mig í skref réttlætis Hans,

Svo ég geti fært nafni Hans heiður.

4. Drottinn jafnvel þótt þú leiðir mig

í gegnum dal hins dýpsta myrkurs,

óttinn nær ekki að sigra mig,

því þú hefur! Þú ert mér nálægur

og leiðir mig alla leið.

Þitt vald er minn styrkur og friður.

Huggun elsku þinnar fjarlægir allan ótta minn.

Ég verð alldrei einmanna, því þú ert mér nálægur.

5.Þú verður mín ljúfenga veisla

jafnvel þegar óvinir mínir dirfast til að berjast.

Þú smyrð mig með angan/ilmi af þínum Heilaga Anda;

Þú gefur mér að drekka af Þér þar til hjartað flæðir yfir.

6.Svo hví skildi ég óttast framtíðina? 

Því að gæska þín, góðvild og elska

fylgja mér alla daga lífs míns.

Svo þegar lífi mínu er lokið hér,

Þá mun ég snúa aftur í þína dýrlegu nærveru

og vera með þér um eilífð.


Ljóð - Ferðalag

Ferðalag

Sigvarður 9 Júní 2019

Ég er á andlegu ferðalagi,

á ferðalagi að verða eins og Jesú.

Ég á langt í land.

En stefna mín er tekin í þá átt.

Að vilja verða eins og þú Jesús,

gefur mér tilgang og stefnu í lífinu.

Þú sýndir okkur gott fordæmi,

hvað það er að vera sonur/dóttir Guðs.

Þú sagðir að við gætum gert sömu verk og þú.

Ég trúi því sem þú sagðir og geng út á það.

Ég reyni að muna í öllum aðstæðum,

hvað myndi Jesús gera.

Myndir þú hafna einhverjum ?

Eða standa í vegi fyrir því að börnin,

fái að upplifa þína elsku ?

Nei þú elskar alla jafnt.

Allir hafa jafna möguleika á að gera það,

sama og þú gerðir.

Þú tekur þau sem ekkert eru,

í augum heimsins og gerir þau að stórmennum.

Þú elskar brotin hjörtu,

þú læknar þau og gerir þau heil.

Einn dag í einu að átt til eilífðarinnar.

Að fara í gegnum lífið án þín,

er eins og fara á bát með engan áttavita,

vita ekkert hvert á að fara.

Án þín er engin stefna.

Einn dagur í einu, hefur orðið að mörgum.

Hver dagur með þér er ævintýri.

Ný verkefni bíða mín hvern dag.

Þú bíður mér að horfast í augu við sjálfan mig.

Gefur mér hugrekki til að yfirstíga erfiða hluti.

Gefur mér náð til að vera sonur.

Ferð með mér á staði til að vera ljós fyrir þig.

Ferð með mér í gegnum daginn.

Eins og Davíð ritaði forðum,

leiðir mig að vötnum,

þar sem ég má næðist njóta.

Þú ert með mér sérhvert skref.

Þegar ég fer út í sjoppu að kaupa kók og pyslu,

þá ert þú mættur á svæðið og allt getur gerst.

Þar sem ég fer, þar ert þú.

Þú sérð það sem býr í hjarta mínu.

Þú veist hvað ég hugsa.

Þú gafst mér þitt hugarfar,

skiptir út því gamla.

Orð þín móta mig og gefa mér leiðsögn.

Andinn Heilagi er með mér.

Segir mér stundum leyndarmál

og upplýsir sálarsjón mína.

Sýnir mér hversu miskunnsamur og góður þú ert.

Sýnir mér fólk til að biðja fyrir.

Sýnir mér vilja þinn fyrir land mitt.

Þú gafst mér smurningu Jósúa til að taka þetta land.

Til að fella risa og hjálpa öðrum að komast yfir,

í fyrirheitna landið.

Þú gafst mér hugrekki til að vinna þau verk,

sem þú hefur falið mér.

Þú sýnir mér mikið traust,

og gefur mér ábyrgð.

Ábyrgð að sjá þetta land breytast.

Svo vilji þinn verði á jörðu,

eins og hann er á himnum.

Komi ríki þitt yfir Ísland,

eins og það er á Himnum.

Verði vilji þinn yfir Íslandi,

eins og hann er á Himnum.

Komi eldur þinn yfir Ísland,

og brenni burt það sem er ekki þér þóknanlegt.

Komi kraftur þinn yfir börnin þín.

Til þess að þau geti unnið þau verk sem þú hefur falið þeim.

Fyrirgef þjóð minni fyrir syndir þeirra.

Fyrir að vanhelga landið skurðgoðum.

Fyrirgef þjóð minni fyrir að velja lygina í stað sannleikans.

Fyrirgef þjóð minni að leita til annara guða en þín.

Fyrirgef yfirvaldi þessa lands, fyrir rangar ákvarðanir,

og lagasetningar sem eru andstæðar þínum vilja.

Ó mætti þessi þjóð snúa sér til þín,

frá sínum vondu vegum.

Og koma í ferðlag með þér Jesús.


Ljóð til Jesú

Ljóð til Jesú

Sigvarður 8 júní 2019

Jesús elskuhugi sálar minnar.

Ég vil þakka þér fyrir svo margt.

Veit varla hvar ég ætti að byrja.

Þakklætis listinn er langur.

En þó eru nokkur sem mig langar að nefna.

Takk Jesús fyrir Golgata.

Takk fyrir blóð þitt sem rann.

Takk fyrir höggin 39.

Takk fyrir að taka við mér brotnum,

og gera mig heilan.

Ég var afskrifaður en þú hafðir trú á mér.

Ég var vonlaus en þú gafst mér von.

Ég var undirokaður og fjötraður,

en þú settir mig frjálsan.

Þú tókst í burt synd mína,

og gafst mér þitt líf.

Þú læknaðir sárin mín,

og fylltir mig af elsku.

Þú tókst í burtu hatur og reiði,

og gafst mér kærleika og ró.

Þú tókst við óróleika mínum ,

of gafst mér þinn frið.

Þú tókst í burtu vonleysið,

og gafst lífi mínu tilgang.

Þú fjarlægðir myrkrið sem bjó innra með mér,

og gafst mér þitt ljós.

Þú tókst við mínu brotna steinhjarta,

og gafst mér hjarta úr holdi og blóði.

Þú tókst við særindum mínum ,

og gafst mér lækningu og heilindi.

Þú tókst í burtu skömmina og sekktarkendina,

og gafst mér þitt réttlæti.

Þú heyrðir neyðaróp mitt,

þegar ég var á leiðinni til heljar.

Þú gafst mér tækifæri til að koma aftur,

og lifa á þessari jörð.

Þú gafst mér tækifæri ,

til að lifa fyrir þig.

Þegar ég hef dottið,

þá hefurðu reyst mig við.

Þegar ég hef vilst af leið,

að þá hefurðu náð í mig,

og fært mig aftur á rétta braut.

Þegar ég hélt að ég væri búin að klúðra öllu.

Að þá sagðirðu mér að standa upp og halda áfram.

Þegar það hafa komið erfiðir tímar,

þá hefurðu verið mér öruggt skjól.

Þú kenndir mér að elska,

þegar ég vissi ekki hvað elska var.

Þú tókst við frosnum tilfinningum mínum

og læknaðir þær.

Þú kenndir mér að finna til samkenndar.

Þú tókst í burtu eigingirni mína

og gafst mér kærleika til annara.

Þú tókst í burtu nísku mína,

og gafst mér gjafmilt hjarta.

Þú tókst í burtu stoltið mitt,

og gafst mér auðmjúkt hjarta.

Þú tókst í burtu munaðarleysið mitt,

og gafst mér sonarrétt.

Þú tókst í burtu fátækt mína,

og gafst mér þitt ríkidæmi.

Ég átti ekki ást þína skilið,

en þú valdir að elska mig.

Þú tókst í burtu óöryggi mitt,

og gafst mér öryggi.

Þú tókst í burtu óttann minn,

og gafst mér hugrekki.

Ég er ekki eins og ég var,

ég er nýr maður í dag.

Þín vegna fæ ég að lifa.

Ég ætti ekki einu sinni að vera lifandi.

En þú hefur ávallt verndað mig.

Þegar ég hef verið í aðstæðum,

þar sem dauðinn vildi taka mig,

sentir þú engla þína til að gæta mín og vernda mig.

Þegar ég var í myrkrinu,

þá var hönd þín yfir mér.

Allt frá móðurkviði hefur hönd þín,

verið yfir mér og þú bankað á hjarta dyrnar.

Þegar ég hleypti þér inn, varð allt nýtt.

Ég hafði hugsað mér að minnast á nokkur atriði,

til að vera þakklátur fyrir.

En þegar ég hugsa til baka,

fyllist ég af þakklæti og stolti,

fyrir að fá að tilheyra þér.

Ég minnist á allt þetta,

svo aðrir fái séð,

hver þú ert í raun og veru.

Þú ert ekki eingöngu frelsari minn,

þú ert mér lífið sjálft.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband