Færsluflokkur: Bloggar
Ljóð - Bænin
4.4.2019 | 12:26
Þú gafst mér þá gjöf að biðja niður himininn.
Þú gafst mér þá gjöf að halda út í bæn.
Þú kenndir mér leyndardómin að hlusta á þig.
Þú sýnir mér hvað er á hjarta þínu.
Sýnir mér hvað ég má og ekki má.
Segir mér hvað biðja skal,
Sýnir mér hvaða leysa og binda má.
Bænin færir niður nærveru þína.
Hún leysir út vilja þinn.
Færir niður konungs ríki þitt á jörð.
Þú kenndir mér að skilja leyndardóm bænarinnar,
Að fæða fram það sem verða skal.
Þú sendir mér engla til að vernda mig.
Þú sýnir mér leyndardóm himinins.
Gefur mér sýnir og hefur velþóknun á mér.
Bænin er gjöf frá þér til mín.
Bestu stundir lífs míns eru í nærveru þinni.
Allt annað verður eins og fölnað gras.
Ég vil fá að vera með þér um eilífð.
Ég vil fá að dvelja í nærveru þinni,
Ég vi fá að upplifa meira með þér .
Það er löngun mín að upplifa þig,
Og dvelja með þér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ljóð - Skömmin
3.4.2019 | 00:18
Skömm þú læðir þér inn og lýgur.
Komst yfir mig sem barn.
Þú laugst að mér,
að það væri eitthvað að mér.
Þú reyndir að segja mér að heimurinn væri betri án mín.
Mörg kvöldin sem barn grét ég í koddann minn.
Trúði lýginni þinni að það yrði alldrei neitt úr mér.
Trúði því að ég væri ekki velkominn inn í þennan heim.
Þú jafnvel notaðir tungu manna og kvenna,
til að tala þínu máli.
Þú fékkst mig til að einangra mig.
Til að halda öðrum fjarri mér.
Rændir mig hæfileikanum til að tengjast öðrum.
Hélst mér sem föstum fanga.
Vildir ekki sleppa tökunum af mér.
Komst inn með nýjar lýgar.
Skömm nú hefur þú misst tangarhald þitt á mér.
Ég fann leið til að losna frá þér.
Mér vegnar betur án lyga þinna.
Þú tapaðir á golgata.
Hvílík framtíð sem bíður mín, án þín.
Þú ert ekki lengur velkomin hér.
Fyrirgefning til sjálfs míns og annara,
hefur sett mig frjálsan frá þér.
Mistökin sem þú stöðuglega minntir mig,
ná ekki lengur tök á mér.
Þau ná ekki lengur að strá inn ótta,
til að halda mér niðri.
Skömm hvar er sigur þinn?
Hann er hvergi.
Náðin þig kverkataki tekur,
og rekur þig burt.
vertu sæl skömm,
ég vil alldrei sjá þig framar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ljóð - Heilagur Andi
2.4.2019 | 16:43
Heilagur Andi besti vinur minn.
Þú sem ávallt ert með mér.
Leiðbeinir mér og kennir mér.
Úthellir gjöfum yfir mig.
Heiðrar mig með nærveru þinni.
Fyllir hjarta mitt af gleði.
Huggar mig og styrkir.
kærleikur þinn flæðir inn að,
dýpstu hjartans rótum.
Fyllir mig af friði og ró.
Gefur mér öryggi.
Ég elska þig Heilagur Andi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ljóð - Tjáning Hjartans
1.4.2019 | 18:14
Eldur Guðs fæðir niður,
hjarta mitt brennur.
Andlegt hungur færist yfir mig.
Ég vil meira og meira af Guði.
Minna af mér, mera af Honum.
Bæn mín stígur upp,
himininn er opinn.
Nærvera Guðs magnast,
hjartað er snert og gagntekið.
Hjarta mitt umbreytist,
hugur minn stillir inn á flæði Guðs.
Ég fæ sýnir himninum frá,
ég held áfram að knýja á.
Dýrð Guðs opinberast,
sjúkir læknast.
Fjötraðir losna,
haltir ganga, blindir fá sýn.
Guðs bregst við beiðni hjarta míns,
Hver situr í hásæti hjarta þíns.
Þú Jesús ert konungur hjarta míns.
Þú situr þar krýndur hátign og dýrð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
JóhannesarGuðspjall 17 kafli ( Passion þýðingin á íslensku)
28.3.2019 | 16:29
Jesús uppfyllir áætlun Föðurins
17 Þetta er það sem Jesús bað er hann er hann horfði til himins.
Faðir, tíminn er kominn.
Opinbera stórfenglega dýrð sonar þíns[a]
svo ég megi mikla dýrð þína!
2 Þú hefur þegar gefið mér vald [b]
yfir öllu fólki svo ég megi gefa gjöf eilífs lífs , til allra þeirra sem þú hefur gefið mér.
3 Eilífa lífið merkir að þekkja þig og upplifa
sem hinn eina sanna Guð,[c]
og þekkja og upplifa Jesú Krist,
sem soninn sem þú sentir (kom frá þér)
4 Ég hef gert þig dýrlegan á jörðinni
með því að vera trúfastur og gera allt sem þú sagðir mér að gera.
5 Svo Faðir minn endurreistu mig aftur til þeirrar dýrðar,
sem við deildum saman þegar við vorum augliti til auglits
áður en heimurinn var skapaður.[d]
Jesús biður fyrir lærisveinum sínum.
6 Faðir, ég hef opinberað hver þú ert í raun og veru
og svipt hulunni af þér[e] til þeirra manna og kvenna
sem þú gafst mér.[f]
Þau voru þín og þau gafst mér þau,
og þau hafa varðveit orð þitt fastlega í hjörtum sínum.
7 Og að endingu að þá vita þau að allt sem ég hef, er gjöf frá þér.
8 Og orðin sem þú gafst mér að tala, ég hef gefið þau áfram til þeirra.
Þau hafa meðtekið þitt orð
og geyma þau í hjarta sér.
Þau eru sannfærð um að ég hafi komið frá þinni nærveru,
og þau trúa því af öllu hjarta að þú hafir sent mig til að koma fram fyrir þína hönd.(Málsvari,Fulltrúi.)
9 Svo með djúpri elsku,[g] bið ég fyrir lærisveinum mínum.
Ég bið ekki að hálfu þeirra sem trúa ekki á þig í þessum heimi,[h]
heldur fyrir þeim sem tilheyra þér,
þeim sem þú hefur gefið mér.
10 Því að þau sem tilheyra mér nú tilheyra þér.
Og allir sem tilheyra þér nú tilheyra mér einnig,
þau hafa afsalað sér lífi sínu og dýrð mín opinberast í gegnum þau.[i]
11 Heilagi Faðir ég er um það bil að fara yfirgefa þessa veröld[j]
til þess að snúa aftur til að vera með þér,
en lærisveinar mínir munu vera áfram hér.
Svo ég bið í þínu máttuga nafni,
vernda eitt og sérhvert af þeim sem þú hefur gefið mér,
og vaktu yfir þeim svo þau meigi vera sameinuð
sem eitt, eins og við erum eitt.
12 Meðan ég var með þeim sem þú gafst mér,[k]
Að þá hélt ég þeim öruggum í þínu nafni sem þú gafst mér.
Enginn af þeim glataðist,
fyrir utan einn sem hafði þau örlög að glatast,[l]
svo að Ritningin mætti rætast og uppfyllast.
13 En núna er ég að koma aftur til þín Faðir,
Ég bið[m] að þau megi upplifa
og ganga inn í þína yndislegu gleði [n]
svo það megi uppfyllast í þeim og flæða yfir.
14 Ég hef gefið þeim þinn boðskap
og þess vegna hatar hinn vantrúaði heimur þau.
Tryggð þeirra er ekki lengur við þennan heim
vegna þess að ég er ekki af þessum heimi.
15 Ég er ekki að biðja þig um að fjarlægja þau úr þessum heimi,
en ég bið að þú varðveitir hjarta þeirra frá íllu, o]
16 Því að þau tilheyra ekki lengur þessum heimi frekar en ég geri.
17 Þitt Orð er sannleikur! Svo ger þau heilög með sannleikanum.
18 Ég hef gefið þeim umboð til þess að vera mínir fulltrúar
á sama hátt og þú gafst mér umboð til að vera fulltrúi þinn.
19 Og nú helga ég sjálfan mig sem heilaga fórn
svo þau megi lifa lífi sínu allgerlega helguð þér
og að sannleikur þinn geri þau heilög.[p]
Jesús biður fyrir þér
20 Og ég bið ekki eingöngu fyrir þessum lærisveinum,
heldur líka fyrir þeim sem munu dag einn
trúa á mig í gegnum boðskap þeirra.
21 Ég bið þess að þau sameinist öll sem eitt [q]
jafnvel á sama hátt Faðir og við erum sameinaðir sem eitt.
Ég bið þess að þau verði eitt með okkur[r]
svo að heimurinn fái skilið að það varst þú sem sentir mig.
22 Því sú mikla dýrð sem þú gafst mér hef ég gefið þeim
svo að þau megi sameinast öll sem eitt
og upplifa sömu einingu og við deilum saman.[s]
23 Þú lifir fullkomnlega í mér eins og ég lifi fullkomnlega í þeim
svo þau fái að upplifa fullkomna einingu,[t]
og að heimurinn verði sannfærður um að það varst þú sem sentir mig,
því að þau munu sjá að þú elskar eitt og sérhvert þeirra
með sömu ástríðufullu elsku og þú elskar mig.
24 Faðir, Ég bið þess að þú leyfir öllum þeim sem þú hefur gefið mér
að vera með mér þar sem ég er![u]
Þá munu þau sjá fulla dýrð mína
þá stórfenglegu dýrð sem þú hefur gefið mér
því að þú hefur elskað mig frá því áður en tíminn varð til.
25 Þú ert minn réttláti Faðir,[v]
því að þessi vantrúaði heimur hefur alldrei þekkt þig
á þann fullkomna hátt sem ég geri!
Og öll þau sem trúa á mig[w]
vita einnig að það varst þú sem sentir mig!
26 Ég hef sagt þeim frá því hver þú ert [x]
og ég mun halda áfram að gera þig raunverulegan fyrir þeim,
svo að þau megi upplifa sömu óþrjótandi(án takmarka) elsku
og þú hefur fyrir mig,
því að elska þín mun nú lifa innra með þeim, eins og ég mun lifa innra með þeim!
Bloggar | Breytt 29.3.2019 kl. 23:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Er youtube full of shit ?
17.3.2019 | 04:08
Líklega skoða flestir youtube reglulega. En það er með ólíkindum ef við skoðum einhver video. Hversu miklu rusli er reynt að troða í okkur í leiðinni. Mesta ruglið sem ég verð var við. Er þegar ákveðnir einstaklingar eru teknir fyrir og ásakaðir um að vera hitt og þetta.
Hefur fólk í allvörunni ekkert betra að gera en að dæla skít yfir aðra ? Einhver sagði við persónu sem hafði verið að tala ílla um hann. Er líf þitt virkilega svona óáhugavert, að þú þarft að vera breiða út lygar og tala ílla um mig ?
Annar punktur sem er mjög áhugaverður er: Það hvernig við tölum um aðra, segir meira um okkur sjálf en þau sem við tölum um. Þannig að það borgar sig að gæta tungu sinnar.
Ástæða þess að ég er með þessa hugleiðingu er sú að ég hef orðið var við mikið af videoum sem ráðast gegn einni söngkonu. Ég ákvað að láta slag standa og svaraði einum sem hélt fram frekar ógeðfeldum hlutum um hana. Ef nokkur svör fram og til baka þegar þessi einstaklingur þurfti að éta skít sinn sjálfur. Að þá byrjuðu skítköstin hans í minn garð. Sem mér er svo sem nokkuð allveg sama. Einhver kall bakvið tölvuskjá, sem myndi væntanlega ekki vera svona hugrakkur face to face.
Það virðist oft vera í eðli þeirra sem eru með slæmt umtal og slúður, að bregðast við í reiði ef einhver dirfist til að svara þeim eða mótmæla. Okkur er að sjálfssögðu frjálst að hafa okkar skoðun á öllu. En það þýðir ekki að við höfum rétt fyrir okkur, og gefur okkur svo sannarlega ekki leyfi til að ljúga, slúðra eða baktala..
Einnig er annað í huga mínum. Heimildarmyndin Leaving Neverland. Ég hef enga skoðun á því hvort þeir séu að segja satt eða ekki. En það sem mér finnst fjölmiðlar gleyma að gera sér grein fyirr. Að hann á börn sem þurfa að horfa upp á þetta. Hvað með þau ? finnst fjölmiðlum allt í lagi að leggja líf þeirra í rúst ? Og hvað þá að koma með falsfréttir að dóttir MJ hafi reynt að taka líf sitt út af þessari heimildarmynd og hafi lent á sjúkrahúsi.
Einhver góð kona sagði eitt: Aðgát skal höfð í nærveru sálar..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvers virði ertu ?
12.2.2019 | 16:57
Ég velti því stundum fyrir mér hugsunarháttur fólks. Þá sérstaklega gamla tímann, þar sem yfirstéttafólk kom ílla fram við verkalýðinn, og gerir enn. Ég spái stundum í því, hvort þau haldi að þeirra líf sé eitthvað meira virði en annara.
Niðurstaðan við þessari hugsun minni er einfalt nei. Það er engin persóna eitthvað dýrmætari en önnur. Líf okkar allra er jafn mikils virði.
En hvernig metum við sjálf okkur ? metum við okkur út frá mistökum okkar, eða því sem við gerum vel ? Metum við okkur út frá menntun,þjóðfélagsstöðu, eða því veraldlega sem við höfum og eigum ?
Eitt sem er kallað menntahroki. Fólk sem er hámenntað metur sig út frá því og upplifir virði sitt í því. Af því það hefur menntun að þá er það betra en annað fólk. Sú hugsun byggir í raun og veru á lélegri sjálfsmynd.
Hvers mikils virði við erum, hefur ekkert með ytri aðstæður að gera. Það hefur með þig að gera sem persónu. Þú ert dýrmæt persóna. Þegar við förum að upplifa verðleika okkar, að þá förum við að eiga auðveldara með að neita því sem freistar okkar, eða fær okkur til að líða ílla.
Það er tildæmis góð æfing þegar við vöknum, að fara fyrir framan spegilinn. Horfa í augun á sér og segja ég elska þig, þú ert dýrmæt/ur, þú átt allt gott skilið, þú ert verðug/ur, Þú ert eftirsóknarverð/ur, Þú getur meira en þú heldur. Svo mætti bæta við eftir því sem kemur í huga okkar.
Jákvæð sjálfsmynd hefur með gildi okkar að gera. Þegar við sjáum hversu dýrmæt við erum, að þá förum við að endurspegla það til annara. Önnur mannslíf verða dýrmæt fyirr okkur. Við förum að bera meiri virðingu fyrir sjálfum okkur og öðrum.
Þannig að svarið við spurningunni hvers virði ertu er: Þú ert mikils virði.
Bara með því að segja til dæmis börnunum og þeim sem við umgöngumst að þau séu dýrmæt. Hefur áhrif á útkomuna á því sem þau gera í daglegu lífi.
Ég get tekið 2 stutt dæmi hvernig þetta breytir aðstæðum. Einn vinur minn fékk símtal frá skóla sonar síns. Þar er honum tjáð að hann sé að meiða aðra. Hann tekur son sinn í faðm sér og segir við hann, ég elska þig, en ég vil ekki að þú gerir þetta. Strákurinn sem var búin að gera eitthvað af sér og bjóst við refsingu. Fer að hugsa pabbi elskar mig, en vill ekki að ég geri þetta. Faðir drengsins lét hann vita að hann væri elskaður, það varð til þess að hann hætti að meiða önnur börn. Hann hefði getað haldið ræðu yfir honum og skammað hann. En afleiðinginn hefði getað orðið sú að drengurinn hefði upplifað sig ekki nógu góðan, og getað byrjað að upplifa skömm. Þannig að þessi aðferð hjá honum að segja drengnum að hann væri elskaður sama hvað, varð til þess að hann vildi ekki lengur gera ranga hluti.
Annað dæmið er um mann. Hann fær boð frá kvenmanni að koma í heimsókn. Hann svarar strax já. En innst inni vill hann þetta ekki. En þorir ekki að segja það við konuna, því hann er svo hræddur um að særa hana. En hann fer byrjar að hafa sig til og skellir sér í sturtu. Því hann vill líta vel út. Í sturtunni fær hann hugsun, ég er alltof dýrmætur til að gera þetta. Ef ég fer og hitti hana og sef hjá henni, að þá á mér eftir að líða ílla. Bara að hugsa um hvers mikils virði hann var, að þá fékk hann kraft til að standa með sjálfum sér og koma sér út úr aðstæðum sem hann vildi ekki vera í.
Fólk sem brýtur mikið af sér og klúðrar málunum oft. Er ekki misheppnað. Það á ennþá eftir að meðtaka hversu mikils virði það.
Persóna sem upplifir verðleika sinn, vill ekki gera ranga hluti sem fær hann/hana til að líða ílla. Og vill ekki heldur skaða eða meiða aðra..
Þú ert dýrmæt/ur ...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hugleiðing um hugsanir og líðan
7.2.2019 | 21:03
Ég heyrði eina konu nefna um daginn að hugsanir væru tilgáta en ekki staðreyndir.Ég verð að viðurkenna að þetta vakti mig til umhugsunar. Því ég er henni ósammála. Það má vel vera að sumar hugsanir séu allgerlega út í hött og engan vegin í samræmi við raunveruleikann, eða staðreyndir. En sumar hugsanir eru það.
Eitt af því sem er nefnt er svokölluð hugsanaskekja, þá oftast í samræmi við hvernig við hugsum til sjálfra okkar, ef við gerum mistök. Sumir brjóta sig niður í hugsunum sínum fyrir mistök sín. Meðan aðrir eru komnir lengra, og horfast í augu við mistök sín og læra af þeim. Eitt af því að vera mannlegur er að gera mistök. Ég hugsa að við lærum meira af þeim en því sem við klikkum ekki á. Ég hugsa að gera mistök er partur af því að þrosast sem mannvera, og vera mannlegur.
Ef við gerðum allt rétt og myndum ekki læra neitt, að þá væri ekkert gaman af lífinu. Að velja að fyrirgefa sjálfum sér er stór partur af því að breyta hugsanahætti sínum. Það gagnast okkur ekki neitt að vera alltaf að minna okkur á eitthvað sem við höfum gert rangt. Það skapar aðeins vanlíðan og þjónar engum tilgangi.
En líðan okkar er ekki alltaf tengt því sem við hugsum. Hún er oft tengd því hvernig ytri aðstæður eru og eftir því hvað við segjum eða gerum. Það er eðlilegt að líða ílla ef við segjum eitthvað ljótt við einhvern eða erum óheiðarleg. Það segir okkur að við höfum samvisku. En við þurfum ekkert alltaf að skilgreina líðan okkar. Stundum líður okkur ekkert vel, og það sem skiptir máli finnst mér, er að horfast í augu við það og leyfa því að líða hjá, eða gera eitthvað til að breyta því.
Sumir velja að fara í afneitun og vilja ekki horfast í augu við hlutina eins og þeir eru. Og telja sér trú um annað, eða reyna líta undan.
En aftur að hugsunum. Hugsanir eru eins og fuglar sem fljúga fyrir ofan okkur. Við getum ekki stjórnað því hvort þeir fljúgi fyrir ofan hausinn á okkur, en við getum komið í veg fyrir að þeir geri hreiður í hausnum á okkur. Það sama er með hugsanir, við getum ekki stjórnað því hvaða hugsanir koma oft á tíðum. En við ráðum því hvað við gerum með þær.
Að hugsa til vina sinna, eða hugsa í söknuði til einhvers er ekki tilgáta. Það er staðreynd. Að hugsa um minningar er ekki tilgáta, heldur staðreynd.
Hugsanir okkar eru stórkostlegt viðbrigði sem verðar eru að þjálfa á jákvæðan hátt. Við þurfum bara að rekast á eina persónu úr fortíðinni, til þess að flóð hugsana og minninga fara af stað í huga okkar, hvort sem þær eru jákvæðar eða neikvæðar.
Við getum farið framhjá ákveðnum stað og einhverjar minningar um atburði þar geta vaknað. Við gætum heyrt ákveðið lag og hugsun um ákveðna einstaklinga geta farið af stað... Möguleikinn er endalaus.
Er þá ekki spurningin þessi, hvað er að gerjast um í hausnum á okkur ? Neikvætt eða jákvætt?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gal.2.20 útskýring
13.12.2018 | 15:37
Gal 2:20 Ég er krossfestur með Kristi. Sjálfur lifi ég ekki framar, heldur lifir Kristur í mér. Lífinu, sem ég lifi nú hér á jörð, lifi ég í trúnni á Guðs son, sem elskaði mig og lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir mig.
Þetta vers hefur verið mér hugleikið til margra ára. Og reglulega hef ég hugleitt þetta vers og skoðað frumtextan (grísku), og margar mismunandi enskar þýðingar, til að fá aukinn skilning á því hvað þetta þýðir. Fyrst þegar ég heyrði þetta vers á alfa námskeiði sumarið 2000. Að þá var eins og það hefði verið skotið ör í mig og sagt mér að þetta vers ætti að fylgja mér.
Þegar maður skoðar þetta í samhengi og hvað þetta þýðir, að þá kemst maður að mögnuðum upplýsingum um þýðingu og meiningu þessa vers. Fyrir mér að þá er þetta vers kjarnin í því hvað það er að vera kristinn. Það er hægt að brjóta niður versið og skoða það nánar og spyrja spurninga hvað hvert smáatriði þýðir.
Ég er krossfestur með Kristi= Ein besta útskýring sem ég hef séð hvað þetta þýðir, að mitt gamla sjálf hefur verið krossfest með Kristi. Það er að segja þegar ég lifði í heiminum. Að þá lifði ég undir lögmáli syndar og dauða og var þræll syndarinnar. Minn gamli maður eða mitt gamla eðli hefur verið krossfest. Það þýðir að ég lifi ekki lengur á þann hátt sem ég gerði áður fyrr. Það sem þarf að gerast er að hugarfar mitt þarf að endurnýjast og ég að vaxa í því að líkjast Kristi.
Sjálfur lifi ég ekki framar= Eitt af því sem ég las um hvað þetta þýðir. Er að láta af gamla líferninu og þeirri lífsstefnu sem ég fór eftir. Þetta er eins og að steypa sjálfum sér af stóli og leyfa Kristi að setjast í hásæti hjarta okkar. Þetta er eins og lýsa því yfir að við ætlum ekki lengur að lifa í okkar eigin vilja. Og leyfa Guði að leiða okkur áfram í lífinu og lifa í hans vilja. Verði þinn vilji Guð.
Kristur lifir í mér= Þegar ég hef steypt mínum vilja og egói af stóli hjarta míns. Að þá sest hann í hásætið og gefur mér leyfi til að vaxa til hans myndar. Það er að segja að markmið mitt verður að líkjast Jesú. Í honum á ég sonarréttinn. Ég er ekki lengur þræll syndarinnar. Heldur er ég sonur, elskaður og held áfram að vaxa í Kristi. Hann á að vaxa en ég á að minnka. Í Kristi er ég ekki lengur undir lögmáli syndar og dauða.Ég rembist ekki lengur að gera hlutina í eigin mætti. Í Kristi lifi ég í náð sem breytir mér innanfrá og út, sem leysir mig undan þeirri löngun að vilja syndga.
Lífinu sem ég lifi nú hér á jörð lifi ég í trúnni á Guðs son= Þetta þýðir að ég er heitbundinn Kristi. Þetta þýðir að ég á að vera trúr eða trúfastur. Þetta þýðir að ég er komin undir blóðsáttmála Krists. Allt sem Guð á tilheyrir mér. Allt sem ég á tilheyrir Guði. Þetta þýðir að allt sem Jesús gat gert, get ég líka gert. þetta þýðir að líf mitt snýst ekki lengur um að koma sjálfum mér á framfæri eða vera eitthvað í manna augum. Þetta þýðir að ég leitast fremur eftir því að lifa í Guðs vilja og gera það sem er rétt í hans augum. Þetta þýðir að allt sem Guð segir er rétt og engin málamiðlun þar á milli. Þetta þýðir að ég er ábyrgur limur á líkama Krists. Þetta þýðir að ég er elskaður sonur/dóttir Guðs. Þetta þýðir að ég er kristinn sem þýðir að vera smurður. Ég er smurður til að gera sömu verk og Jesús gerði.Þetta þýðir að ég treysti ekki lengur á mitt eigið réttlæti. Í Kristi er ég 100% réttlátur, ég er elskaður, dýrmætur og Guð hefur velþóknun á mér.þetta þýðir að ég fæ Heilagan Anda að gjöf. Þetta þýðir að ég fæ kraft frá honum til að gera þau verk sem mér er ætlað að uppfylla á jörðinni. Kraftur þýðir möguleiki eða geta til að framkvæma. Þess vegna getum við ekkert gert án Heilags Anda. Kraftaverkin gerast ekki út af okkur sjálfum. Heldur gerast þau því að Guð býr innra með okkur, við hljótum þá náð að vera hendur hans og fætur á þessari jörð. Fólk leysist og lækna vegna þess að við leyfum Guði að starfa í gegnum okkur. Allt honum til dýrðar.
Sem elskaði mig og lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir mig= Orðið sem er notað hér yfir elskaði er agapeo sem þýðir ást án skilyrða. Þetta þýðir að við vorum sek og áttum að deyja vegna synda okkar. En Kristur tók okkar stað. Hann tók út refsinguna sem við áttum að fá. Þetta þýðir að hann var trúfastur allt til enda og fullnaði það verk sem honum var ætlað á jörðinni. Þetta þýðir að Kristur hefur brúað bilið milli manns og Guðs. Þetta þýðir að þú þarft ekki að færa fram þínar eigin fórnir eða fórna dýrum til að vera fyrirgefið. Þér er fyirgefið í eitt skiptið fyrir öll. Það sem Jesús gerði fyrir okkur á krossinum nægir okkur. Syndin hefur ekki lengur vald yfir okkur, vegna þess að í Kristi að þá lifum við frjáls án syndar.Þegar ég tala um að lifa frjáls án syndar að þá á ég við um anda okkar , sem hefur verið fullkomnlega reystur upp í Kristi. Páll lýsir þessu vel í 8 kaflanum í Rómverjabréfinu. Að við erum í baráttu milli andans og holdsins. En það er á okkar ábyrgð að fæða andann í okkur, svo holdið sé ekki að taka yfir. Þetta þýðir að við erum elskuð án skilyrða og höfum verið leyst úr fangelsi syndarinnar. Þetta þýðir að við erum frjáls Guðs börn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hugleiðing
10.12.2018 | 08:34
Hann á að vaxa, en ég á að minnka.
Skoðum aðeins þessi orð.
Þegar við skoðum tungumál karakters sem er af aðalsætt og fullur af göfuglyndi. Er það þá ekki mjög endurnærandi að hitta slíka persónu ? Er einstaklingur sem hefur mikið af Kristi í sér fyrirlitlegur ? Tungumál Jóhannesar er ekki þungbúið af undirgefni.Hann þarfnast ekki náðar til að tala á slíkan hátt. Hann á að vaxa , en ég á að minnka. Þetta er tungumál gleðinar. Þetta er gleði mín að ég hef uppfyllt starf mitt á jörðinni, til að undurbúa komu Krists inn í þennan heim. Það sem hindrar okkur oft í að uppfylla það að minnka og vaxa í Kristi, er okkar eigið stolt. Margt fólk þolir ekki velgengni annara, og getur því ekki glaðst eða átt hlutdeild í þessari gleði. Þessi brestur minnimáttakenndar eða afbrýðissemi þarf að víkja, til þess að geta átt hlutdeild í þeirri gleði að minnka og leyfa Kristi að vaxa innra með sér.
Páll Postuli skildi þennan leyndardóm. Við sjáum í Galatabréfinu 2 kafla og 20 versi. Þegar hann talar um að vera krossfestur með Kristi. Þetta vers er kjarninn í því hvað það er að vera kristinn. Sjálfur lifi ég ekki framar, heldur lifir Kristur í mér. Þetta er það sem lífið okkar með Kristi snýst um.
Jóhannes Skírari skildi þetta og gaf þessa opinberun til okkar svo við gætum skilið hvernig líf okkar með Guði ætti að vera. Markmið sérhvers kristins manns er að líkjast Kristi. Hlutverk Jóhannesar var að undirbúa komu Krists í heiminn og hann gerði það vel. Akkúrat á þessum tímapunkti sem hann nefnir þetta vers að hann á að vaxa en ég á að minnka. Að þá var þjónusta hans fullnuð. Stuttu seinna var hann svo hálshöggvinn.
Við sjáum það líka skýrt í lífum postulanna hvað það er að eiga líf í Kristi. Þeir voru á þeim stað að þeir voru öruggir, óttalausir gagnvart dauðanum. Páll Postulli sagði að dauðinn væri ávinningur. Þeim fannst það vera gleðiefni þegar þeir rötuðu í raunir vegna Krists. Við sem búum á Íslandi gerum okkur grein fyrir því að það er mikið um kjúklinga kristindóm á Íslandi, þar sem margir eru fastir í sínum þægindaramma. Það er ekki það líf sem við höfum verið kölluð til. Að eiga líf í fullri gnægð, er ekki að mæta eingöngu á sunnudögum, eða biðja og lesa daglega í Biblíunni. Líf í fullri gnægð er að lifa eftir orðinu á þann hátt sem Kristur lifði. Hann var okkur fyrirmynd í þessum heimi.
Jesús sagði að við værum salt jarðar. Hann sagði líka ef saltið dofnar, með hverju á þá að salta. Að vera salt jarðar er ekki bókstafleg merking um að vera salt. Heldur þýðir það að við eigum að hafa áhrif þar sem við erum. Við erum öðruvísi, en fólk þessa heims sem lifir eftir holdinu.
Hugsunarháttur okkar á að vera öðruvísi og ávallt í samræmi við vilja Guðs. Hugarfarsbreyting þarf að eiga sér stað í lífum okkar. Það sem Guð segir að sé rétt, er rétt og engin málamiðlun þar á milli. Við getum ekki verið að milda málum við heiminn og semja um syndina til að finna ekki til óþæginda frá þeim eða þrýstings. Kristið fólk sem fer í málamiðlanir og selur gildi kristinar trúar fyrir vinsældir eða til að vera samþykkt, eru aumingjar. Það kallast að vera kjúklinga kristinn.
Að deyja sjálfum sér og lifa í Kristi, er það sem gefur okkur hina raunverulegu gleði. Ég hef ávallt fundið það, að þegar líf mitt er undir leiðsögn Heilags Anda og hjartað á réttum stað, að þá á ég þessa gleði. Gleði sem eru engu lík, gleði sem útrýmir þunglyndi og öðrum þunga. Gleði sem er ávöxturinn af því að lifa í samfélagi við Guð og fylgja hans orði, og lifa í hans vilja.
Það fylgir því að vera kristinn, að vera kallaður hinum ýmsu nöfnum, að vera borin undir rangar sakir, sökuð um að vera heilaþvegin, afvegaleiðendur ofsatrúar, sértrúar og svo mætti lengi telja. Mörgum finnst þetta ekki spennandi. En staðreyndin er sú, að okkur farnast ekki vel ef við tökum úr það sem hentar okkur eingöngu og skilja svo hitt eftir. Álit annara ætti ekki að skipta neinu máli. En því miður að þá gerir það, það oft á tíðum.
Að gefa Guði aðgang að særindum og því sem truflar okkur er lífstíðar verkefni. Það er alltaf eitthvað sem við getum unnið með. Og unnið að því að verða frjálsir einstaklingar. Jesús sagði að sá sem týnir lífi sínu mín vegna, mun finna það. Þetta er í samræmi við það sem Jóhannes skírari sagði: Hann á að vaxa en ég á að minnka.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)