Færsluflokkur: Bloggar

Þakklæti

Ég hef tekið eftir því hvað það skiptir miklu máli að vera þakklátur. Síðustu 2 mánuði hef ég reynt á hverjum degi að finna að minnsta kosti 5 atriði á kvöldin til að vera þakklátur fyrir. Ég finn það að ég er glaðari og hugsunarhátturinn er mun jákvæðari. Mér gengur eiginlega betur í öllu sem ég tek mér fyrir hendur.

Ég heyrði eitthvern tíman sögu um 2 engla. Annar þeirra fékk eitt og eitt bréf, en hinn hafði rétt svo undan að taka við öllum bréfunum. Sá sem hafði lítið að gera spurði hinn, afhverju er svona mikið að gera hjá þér ? Ég er að taka við bænarefnunum. En afhverju er svona rólegt hjá þér ? Ég er að taka við þakkarefnunum sagði hann.

Einnig er sagt frá því í guðspjöllunum þegar Jesús læknar 10 menn, enn bara einn af þeim snéri til baka til að sýna Guði þakklæti.

Það er kannski eigingirnin í okkur sem vill taka og taka eða fá og fá. En gleymir að gefa til baka.Það sýnir okkur kannski hvað eigingirnin er óþörf í lífum okkar, og best að losa sig við hana beint í ruslakörfuna.

Mér var einhvern tíman sagt að til að þroskast andlega, að þá þarf maður að gefa af því sem manni er gefið. Sama má segja með 12 spora kerfið. Til þess að viðhalda batanum, að þá þarf að gefa áfram af því sem okkur hefur verið gefið. Annars staðnar maður og ekkert flæði er í lífi manns. Það má líkja því við fólk sem borðar og borðar, en fer ekkert á klósettið. Það endar með því að maginn á þeim springur, og verður óstarfhæfur.

Þakklæti kennir manni að vera í sátt við það sem maður hefur. Það kennir manni að taka ekki öllu sem sjálfssögðum hlut. Það er ekki sjálfgefið að hafa það sem við höfum, fæði, klæði, húsnæði og svo mætti lengi telja.Það er til fullt af fólki sem á varla fyrir mat, og mikið af fólki sem lifir við hungursneyð. Samt þykir okkur eðlilegt að leyfa mat, eða taka meira á diskinn okkar en við þurfum. En kannski ætti nægjusemi líka að eiga meira pláss í lífum okkar samhliða þakklætinu.

Það er því áskorun mín til þín sem lest þetta, að finna nokkra hluti á dag til að vera þakklát/ur fyrir :)


Að horfast í augu við sjálfa/n sig

Ég velti því stundum fyrir mér, hvað það felur í sér að biðja Guð um að fjarlægja brestina sína. Sumir fara á hnén og ætlast svo til þess að allt hverfi á svipstundu. En það sem ég hef komist að er allt annað.

Ég á margar sögur af því þegar ég hef klúðrað einhverju, og farið í örvæntingu niður á hnén og beðið Guð um að redda þessu. Sumir nota orðin að gera upp á bak.

En það sem ég hef komist að, að biðja Guð um að fjarlægja brestina, er ekki að vera eins og lítið ósjálfbjarga barn, sem reiðir sig á foreldra sína að redda málunum. Þetta felur í sér samstarf milli þín og Guðs. Þú lærir að taka ábyrgð á gjörðum þínum, færð kraft til að horfast í augu við þig, akkúrat eins og þú ert, með kostum þínum og göllum.

Það sem ég hef fundið, er að um leið og ég tek ábyrgð á brestum mínum, er fyrst og fremst, hvernig hugarfar mitt breytist. Hvernig viðmót mitt breytist , og hvernig viðbrögð mín breytast við hinum ýmsu aðstæðum.

Þegar það koma upp aðstæður þar sem allt er ekki eins og ég vil hafa það, að þá get ég strax gert mér grein fyrir því að í þeim aðstæðum er ég stjórnsamur. Það hefur reynst mér vel að fara með æðruleysisbænina á slíkum stundum. Þá get ég gert mér grein fyrir því að það er ekki mitt að stjórna öðrum, eða aðstæðum.

Síðan getur það verið hinn póllinn sem er andstæðan við stjórnsemi. Einhver ætlar að stjórna mér og ég verð óttaslegin og þori ekki að mótmæla því og læt undan. Það kallast undanlátssemi.

Sama undirrótin er af báðum brestunum ótti. Sá sem vill stjórna, finnur fyrir öryggi í því að geta stjórnað öðrum og verður hræddur ef það mistekst. Sá sem lætur stjórna sér, er hræddur og þorir ekki að standa með sjálfum sér. Þarna kemur inn samstarf milli þín og Guðs hvað þetta varðar. Guð gefur þér hugrekki til að standa með sjálfum þér og kennir þér að setja skýr mörk.

Undirót mín af mörgum brestum mínum, er skömm, ótti og særindi. Fólk sem er sært, reynir að finna eitthvað til að deyfa sársaukann. Sumir leita í áfengi eða önnur vímuefni. Meðan aðrir leita í klám eða óábyrgt samskipti, þar sem það þarf ekki að skuldbinda sig eða taka ábyrgð á gjörðum sínum. En svo kemur alltaf skömmin inn. Afhverju gerði ég þetta ? Ég ætlaði ekki að gera þetta, en gerði þetta samt. Þá kemur inn skömmin, þar sem margir upplifa sig óverðug þess að vera elskuð, eða fyrirgefningar. Þetta verður oft vítahringur, við ætlum ekki að gera eitthvað en bregðumst við aðstæðum eins og prógrömmuð vélmenni og ráðum ekki við neitt.

Þess vegna fer fólk í meðferð, það fer í umhverfi þar sem það er verndað frá því að falla í þessa gryfju, og fær hjálp við að brjóta vítahringinn í því sem það er að eiga við. 

Margir notast við hugarfarið einn dag í einu.Þetta er reyndar mjög hjálplegt að hugsa svona. Því að einstaklingur sem fer kannski inn í meðferð við áfengis og vímuvanda, kann ekkert annað en að deyfa sig með þessum efnum. Gæti farið að hugsa til þess að þessi valmöguleiki er tekin frá honum/henni og orðið óttaslegin. Maður þarf ekki að taka ákvörðun um nema einn dag í einu. Í dag vil ég vera edrú eða frjáls frá þessu.

Fyrstu dagarnir eru alltaf erfiðir. En ef maður vill ná allgeru frelsi frá því sem hefur verið að eyðileggja líf manns. Að þá verður maður að gefa Guði aðgang að særindum sínum og leyfa honum að fjarlægja sársaukann. Minningarnar um atburðina verða eflaust til staðar, en við sjáum það einungis örin og getum horft í þakklæti til baka fyrir það sem Guð hefur gert. Sársaukinn hverfur, en minningin verður til staðar.

Það er ástæða fyrir því afhverju það er mælt með því að gera siðferðisleg reikningsskil á lífi sínu. Því þá náum við að kortleggja okkur nákæmlega eins og við erum. Við lærum að horfast í augu við það sem við höfum gert, og fáum tækifæri til að breyta hegðun okkar og vera fús til þess að bæta okkur sem persónur. Við lærum að þroskast og gefa af okkur. Með því að læra gefa af sér, hjálpar okkur að minnka sjálfselskuna og eigingirnina í lífum okkar. Það þýðir að til þess að sigrast á þessum tveimur brestum, að þá framkvæmum við hluti, sem eru öðrum að gagni án þess að ætlast til þess, að fá eitthvað til baka. Það getur hreinlega verið erfitt fyrir suma til að byrja með, en með því að halda áfram. Vex kærleikurinn innra með okkur, fyrir förum að hafa áhuga á öðru fólki. Við förum að samgleðjast öðrum þegar þeim gengur vel.

Þar hverfur afbrýðissemin og minnimáttarkenndin. Samkendin fer að vaxa innra með okkur, og við förum að læra að vera besta útgáfan af sjálfum okkur.

Það er alls ekki auðvelt eða sársaukalaust að horfast í augu við sjálfa/n sig. En það er eina leiðin til að losna út úr sjálfs eyðileggjandi hegðun.

Með því að horfa í augun á sjálfum sér í spegli og segja ég elska þig, þú ert dýrmæt/ur, þú átt allt gott skilið, þú ert áhugaverð/ur ofl, jákvæða hluti. Að þá lærum við að tala jákvætt til sjálfra okkar. Við lærum að horfa á okkur sjálf með augum kærleikans.

Með því að vaxa í elsku til sjálfra okkar, að þá förum við að horfa öðruvísi á annað fólk. Dómharkan hverfur. Við förum að skilja að á bakvið hverja slæma hegðun, er særindi, skömm og ótti. Við förum að læra að hætta að dæma fólk, fyrir mistök þeirra. Við förum að læra að sjá lengra inn í líf fólks, og lærum að elska það eins og það er.

Það er hægt að halda lengra áfram og hugleiða þessa hluti. En það er þess virði að leyfa Guði að fjarlægja og lækna það sem miður hefur farið. Það setur okkur frjáls. Það kennir okkur að við erum dýrmætir einstaklingar. Við lærum að bera virðingu fyrir sjálfum okkur og öðrum. Við lærum að elska okkur sjálf og endurspeglum það til annnara. Við lærum að vera öðrum að gagni og verðum betri við okkur sjálf og aðra.


Er klám skaðlaust ?

Við lifum í þjóðfélagi, þar sem allt virðist vera samþykkt sem normal. Þegar það kemur að klámi, að þá fara margir í afneitun og neita því að þetta hafi einhver áhrif á sig. Ef ég á allveg að vera heiðarlegur, að þá hef ég ekki séð neitt sem heitir eðlilegt klám. Ég hef ekki séð fólk vera upplifa nánd eða sýna hvoru öðru raunverulega ást. Bara fólk sem fær borgað fyrir að gera dodo með hverju öðru. Þar sem allir virðast vera með öllum.

Ég hef heldur ekki séð klám þar sem gagnkvæm virðing er sýnd. Það má vel vera að eitthvað slíkt sé til, en ég hef allavegana ekki séð það. Það sem ég hef séð er mest megnis vanvirðing gagnvart konum, ofbeldi. Og það sem meira er að kynlífið sem er stundað í klámi er fjarri því að vera eðlilegt.

Mér er allveg sama hvort fólk sé ósammála mér með þetta en ekki. Ég horfði á þátt sem fjallaði um áhrif kláms á karlmenn. Það var sýnt út frá bæði vísindalegum og læknisfræðilegum grundvelli. Í þessum þætti var sýnt heila línurit af heilbrigðum heila, heila úr einstakling sem hafði verið háður kókaíni og svo síðast heila úr einstaklingi sem hafði verið háður klámi.

Heilinn sem var háður kókaíni leit betur út en heili sem var háður klámi. Klám er ekki bara andalegt eða líkamlegt vandamál. Hann er heila vandamál. Þegar fólk verður háð þessu, að þá er fjandinn laus. Það sem gerist er að þetta blockerar boðstöðvar í heilanum, og gerir fólk vanvirkt í hugsun.

Ég hef heyrt fjöldann allan af sögum frá fólki sem hefur verið háð klámi. Þá hefur það oft verið komið á slæman stað og skiptir þá engu máli hvort einstaklingar séu giftir, í sambúð eða einhleypir. Það þurfti ekki mikið til að hugsun kom í huga þeirra, og þá var eins og það væri búið að forrita þau. Karlmaður sér mynd af fáklæddri konu og allt í einu er hugurinn farinn að reika um að eitthvað kynferðislegt. Áður en einstaklingurinn veit af, að þá er hann/hún farin að skoða án þess að gera sér grein fyrir því. Þetta gerist automatic (sjálfkrafa).

Klám veldur líka þunglundi, ofbeldis hugsunum í mörgum tilvikum, fólk missir virðinguna gagnvart hvoru öðru. Í stað þess að horfa á einstaklinga sem dýrmæta einstaklinga, að þá er fólk farið að líta á hvort annað sem kjötstykki til að pota í eða láta pota í sig.

Það er ekkert heilbrigt við það að skoða klám, og alls ekki hættulaust.

Undirrótin af klámfíkn verður skömmin. Það finnst það engum þægilegt að horfast í augu við það, að þetta getur orðið slæmt vandamál. Meira segja hefur þetta þau áhrif á heilann á karlmönnum að þeir hætta að geta brugðist við konum. Þeir verða hreinlega áhugalausir gagnvart raunverulegu kynlífi með maka sínum. Þetta getur orðið þannig að heilinn er orðinn svo sjúkur, að kynlíf þeirra brenglast og stenst ekki undir væntingum. Það þýðir þá að þeir hafa tapað hæfileikanum til að mynda nánd við maka sinn.

Skömmin getur valdið því að menn og konur þora ekki að segja frá þessu.Því að hugsun þeirra getur orðið sú, hvað ef maki minn kemst af því hvað ég er búin að vera skoða og vill mig ekki lengur. Sjálfsvirðingin getur farið niður fyrir allar hellur. Þannig að þetta verður vítahringur sem erfitt getur verið fyrir suma að koma sér út úr.

Einnig er klám sem skoðað er á bakvið maka sinn, flokkað sem tilfinningarlegt framhjáhald. Einn sterkasti þátturinn í þessu er afneitunin. Sumir sjá ekkert að þessu, og segja það sé bull og vitleysta. En ef þú átt maka, að þá snýst sambandið um gagnkvæma elsku til hvors annars. Fólk sem giftir sig heitir því að vera trútt hvoru öðru. En hvað er svo heiðarlegt við það að horfa á klám og stunda sjálfsfróun yfir því. Er ekki verið að horfa á aðra einstaklinga stunda eitthvað kynferðislegt ? Ertu þá ekki að horfa á annað fólk í kynferðislegum tilgangi til að fá kynferðislega ánægju út úr því ?

Þegar konur komast að því að eiginmenn þeirra eða makar hafa verið að skoða klám á bakvið þær. Að þá getur það verið gríðarlegt áfall fyrir þær. Þær geta upplifað að það sé eitthvað að þeim. Að þær séu ekki nóg ofl. Finnst þér heiðarlegt að valda maka þínum þessari upplifun ?

En til kvenna sem eiga eiginmenn eða maka sem eru háðir klámi, eða sem skoða það á bakvið ykkur. Það er ekkert að ykkur, og hefur í rauninni voða lítið með ykkur að gera, þegar menn skoða klám. Það getur verið í einstaka tilfellum þar sem þið eruð að ganga í gegnum eitthvað. Sem veldur því að þið verðið áhugalausar um kynlíf. Þá eins og meðgöngu þunglyndi. Það getur komið upp í þessum tilfellum þar sem þörfum karlmannsins er ekki mætt, að þá getur hann líka upplifað höfnun. Það getur valdið því að hann fer að sækja keynferðislega þörf sína í klám. Svo þegar það kemur að þem tímapunkti, að áhuginn ykkar kemur til baka, að þá er karlmaðurinn orðinn háður klámi. Ég hef heyrt um mörg tilvik þar sem karlmaður neytar konu sinni, því hann var að skoða klám. Einfaldasta leiðin í svona aðstæðum þar sem menn verða svona , er að líta á þá sem veika einstaklinga á þessu sviði.

En góðu fréttirinar eru þær, að það er til lausn við þessu. En það sem margir ekki vita, að þegar skrúfað er fyrir áhorf á klámi, að þá getur það valdið fráhvörfum og valdið því að karlmenn ná ekki að halda skýrri hugsun.

Ég ætlast alls ekki til þess að fólk þurfi að vera sammála mér. En klám er þjóðfélagslegt vandamál, sem mætti fara taka betur á.


Varðandi feminisma á Íslandi.

Þegar ég hugsa um orðið feminismi, hugsa ég um kvenhliðina á karlrembu. Karlmenn geta verið neikvæðir og ekki komið jafnt fram við konur, eins og þeir eiga að gera. Hins vegar stið ég jafnrétti kynjannanna. Og myndi frekar líta á margar þessar konur sem stimpla sig sem feminsta, sem kvenréttinda baráttu konur. Ég hugsa að flestar þeirra meina vel með því sem þær gera. En svo eru það öfgarnar. Konur sem hafa sig frammi með því að dreifa hatri á karlmönnum, og stimpla alla karlmenn sem ógeð, feðraveldi, og svo mætti lengi telja. Ég lít ekki á þessar konur sem vondar konur. Ég held að flestar þeirra hafi orðið fyrir einhvers konar kynferðis ofbeldi, sem kallar þetta fram í þeim. Ég veit bara að eigin raun að fyrirlíta kvenmenn. Þegar ég var 15 ára gamall, varð ég fyrir nauðgun meðan ég var sofandi. Ég er ekki viss um að konan sem var 4 árum eldri en ég, hafi áttað sig á því að ég hafi verið sofandi. Og ég er ekki heldur viss um að hún hafi ætlað sér að skaða mig á neinn hátt. En þetta var ekki veitt með mínu samþykki, og hafði afleiðingar í för með sér. Á þessum árum átti ég margar kærustur. En það sem gerðist var að um leið og ég svaf hjá þeim, fyrirleit ég þær, missti áhugan á þeim og hætti með þeim. Þetta lagaðist ekkert fyrr en ég horfðist í augu við það sem hafði skeð þegar ég var 15 ára og valdi að fyrirgefa og sleppa tökunum af þessu. Það er því mín upplifun að margar af þessum konum, gætu upplifað slíkt hið sama. Ég vil ekki trúa því að kona hati allt í einu karlmenn, upp úr þuru. Það þarf eitthvað að hafa átt sér stað sem veldur því að þær láti svona. Særð persóna reynir að særa aðra. Margar af þessum konum hafa valið að halda í ófyrirgefningu og alið atburðinn á hatri og skömm. En það sem þær virðast ekki skilja er, að fyrirgefning er ekki sama og samþykki fyrir því sem var gert rangt á þeirra hlut. Fyrirgefningin er gjöf Guðs til þeirra, til að lifa frjálsar í heimi fullum af ófullkomnu fólki. Þær hugsa með sér, að þessir aðilar eigi ekki skilið að fá fyrirgefningu fyrir það sem þeir gerðu.

En það sem þær átta sig ekki á sjálfar að þær eru sjálfar fangar ófyrirgefningar og geta því alldrei orðið frjálsar. Og því myndi ég varpa þeirri spurningu til baka, til þeirra. Eigia þær skilið að vera særðar, lifa í ótta og hatri ? Ég vil meina að þær eigi það ekki skilið. Það sem þið eigið skilið er að lifa frjálsar. Eymd er valkostur. Fyrirgefning er líka valkostur, það getur enginn sagt okkur eða skipað okkur að fyrirgefa öðrum. Við veljum að gera það, svo við sjálf getum verið frjáls.

Ég hugsa að margar af þessum konum hafi sig svona frammi, er vegna þess að þær eru komnar með nóg af framkomu karlmanna, í þeirra garð sem þær hafa ekki gefið samþykki fyrir. Það er ekki í lagi að strjúka rassinn á konum, eða klípa í hann. Það er ekki í lagi að áreita konur á nokkurn hátt. Það sama gildir í báðar áttir. Ég hugsa að við karlmenn þurfum að vakna til þeirrar staðreyndar að konur standa saman í dag, og vilja virðingu gagnvart sér sem persónur. En ekki sem sköp , leikföng eða kynferðislegar verur.

Vissulega eru öfgarnir margir, en slíkt þarf að stoppa. Slíkt gerist ekki nema fólk byrji að sýna hverju öðru virðingu.


Hvað er að varðveita hjarta sitt ?

Setningin að varðveita hjarta sitt framar öllu öðru. Hefur með andlega hjartað okkar að gera. Þó svo að við þurfum að sjálfssögðu að fara vel með okkur líkamlega til að hafa heilbryggt og gott hjarta í líkamann.

En það sem ég hef verið að velta fyrir mér er hvað þetta þýðir. Í rauninni hefur þetta með það að gera að sýna sjálfum eða sjálfri sér virðingu, setja mörk og elska sig.

Að elska sig hefur ekkert með sjálfselsku að gera, heldur að elska sig það mikið, að maður er ekki tilbúin að leyfa öðrum að koma ílla fram við sig.

Að leyfa öðrum að koma fram við sig eins og maður sé dyramotta, er ekki aðvarðveita hjarta sitt.Ef einhver persóna er að reyna notfæra sér tilfinningar þínar til hennar/hans. Að þá er sú persóna ekki þess virði að hafa inn í lífi þínu.

Afhverju að leyfa öðrum að særa sig aftur og aftur ? Kannski er ég einn um að hafa gert slíkt. En í dag reyni ég að gæta mín. Mér finnst það ekki í lagi að koma ílla fram við aðra, eða notfæra mér góðmennsku þeirra. Fólk sem metur þig fyrir það sem þú ert, og kemur vel fram við þig, fólk sem uppörvar þig, fólk sem hrósar þér, fólk sem hvetur þig áfram, fólk sem er til staðar fyrir þig, fólk sem hlustar á þig. Er fólk sem er eftirsóknarvert að vera í kringum.

Fólk sem virðir ekki þau mörk sem þú setur þeim, fólk sem hlustar ekki á þig, fólk sem kemur ílla fram við þig, fólk sem reynir að notfæra sér þig, fólk sem hugsar eingöngu um sjálft sig er ekki þess virði að vera í lífi þínu.

Við höfum oft brotna sjálfsmynd, eftir áföll ofl. sem hefur komið upp á í lífum okkar. Í sumum tilfellum höfum við ekki kraft til að standa með sjálfum okkur, eða setja fólki mörk. Það er allt í lagi að segja nei ef við erum beðin um eitthvað. Við erum ekki vondar persónur ef við viljum ekki gera eitthvað sem við erum beðin um. Mér var kennt að ég ætti ekki segja strax já við einhverju. Því ég var yes man og tilbúin að þóknast öllum, sem er erfitt starf. Það fyrsta sem ég þurfti að gera var að spyrja sjálfan mig, langar mig að gera þetta ? Get ég staðið við þetta ? Er ég að gera eitthvað annað á þessum tíma ?

Það getur fylgt því að hafa slaka sjálfsmynd, að leggja allt sitt til hliðar og þóknast öðrum. Ef þú ert með einhver áform. Segjum tildæmis, þú ert búin að skipuleggja að fara út að borða með vin eða vinkonu. En svo hringir einhver í þig og biður þig um að gera eitthvað á sama tíma. Að þá er allt í lagi að segja, ég er því miður ekki laus í kvöld, hvað með seinna ? og reynt svo að finna tíma sem henntar.

Ég er langt frá því að vera fullkomin í þessu, og nýlega búin að segja já við einhverju sem ég gat svo ekki staðið við. Það sem ég þarf að gera í þessu tilfelli er að biðja persónuna sem ég gaf loforð afsökunar. Því ég stóð ekki við það sem ég lofaði.

Við getum öll brugðist á einhverjum tímapunkti, eða valdið fólki vonbrigðum. En það sem við getum gert í staðin, er að reyna bæta þeim upp sem við brugðumst á einhvern hátt. Fólk er misjafnt eins og það er margt. Sumir/sumar eru fljót/ir að fyrirgefa og eru þakklát/ir fyrir það að við getum komið hreint fram. En svo er til fólk sem er viðkvæmt og brotið og bregst kannski ílla við því að við stóðum ekki við orð okkar. Jafnvel lokar það fólk á okkur, eða fer í fýlu, spilar sig sem fórnarlömb ofl.

En pointið í því sem ég er að reyna segja er að, við erum mannleg. Við gerum mistök. En það er alltaf val okkar að bæta fyrir þau, og reyna vera betri í dag en í gær.

En aftur að varðveita hjarta sitt. Þú ert dýrmæt persóna, þú átt allt það besta skilið og því ætturðu alldrei að sæta þig við slæma framkomu, eða leyfa þér að valta yfir aðra.

Lifðu og leyfðu öðrum að lifa þýðir. Berðu virðingu fyrir þér og öðrum. Það er allt í lagi að vera ósammála öðrum og við þurfum ekki alltaf að hafa rétt fyrir okkur. Eigðu góðan dag :)

 

 

 


Hugleiðing um óheiðarleikann og snúa við blaðinu.

Mér er búið að vera umhugað um orðið óheiðarleiki í dag. Þar sem ég er óvirkur alki að þá var það mér eðlislægt að vera óheiðarlegur þegar ég var yngri, og sérstaklega á því tímabili sem ég drakk mikið og var eitthvað að fikta við fíkniefni.

Það þurfti ekki að kenna mér að stela eða ljúga. Margir hlutir sem maður framkvæmdi sem barn, er manni ennþá óskiljanlegt í dag. Hvernig datt mér þetta eiginlega í hug. Það er margt sem fólk getur gert, sem það skammast sín svona seinna meir fyrir og vonast til að taka þá með sér í gröfina. Ég var 9 ára þegar ég og vinur minn stofnuðum Mafíu Vestmannaeyja. En við vorum ekki meiri gangsterar en það að láta yngri krakka, fara inn í kaupfélagið og stela kex handa okkur. 

Ég var 14 ára þegar ég gaf út fyrstu bókina mína, sem hét klámvísnabókin sex. Þetta fannst mér ægilega sniðugt þá. En er mér óskiljanlegt í dag. Á þessum tíma var ég í Hvolsskóla á Hvolsvelli, þar sá ég 10 bekking semja klámvísur um kennarana og ákvað að herma eftir honum. Þar sem mér fannst þetta ægilega sniðugt.En afleiðingin var 6 vikna vist inn á BUGL...

Ég gæti eflaust haldið endalaust áfram með svona heimskulega hluti sem maður gerði sem barn og unglingur. Sem betur fer að þá eru ekki allir svona sem börn og unglingar. 

En maður spyr sig þá, er einhver von fyrir fólk sem á erfit með að vera heiðarlegt ? Já það er von. Þegar ég lagði flöskuna á hilluna og fór í meðferð. Að þá fékk ég tengingu við Guð. Það sem gerðist var að mig langaði allt í einu að vera heiðarlegur. Ég kunni það ekki og varð að læra það. Tengingin við Guð gerði mér kleyft að hefja nýtt líf og gera nýja hluti.

Það sem gerist þegar við leyfum Guði að koma inn í líf okkar er að við eignumst nýjan kraft. Orðið kraftur þýðir möguleiki eða geta til að framkvæma. Það þýðir það að ég get gert og framkvæmt hluti sem ég var ekki fær um áður. Áður en ég fékk vitundarsamband við Guð að þá var það mér ómögulegt að vera edrú, en Guð tók löngun í breytt ástand frá mér. Áður ég fékk vitundarsamband við Guð, að þá var ég á þeim stað sem mig langaði ekki að lifa lengur, ég átti misheppnaðar tilraunir við að taka líf mitt, og horfði á snöruna kvöld eftir kvöld. Vonleysið og myrkrið var slíkt að ég átti enga von og hafði enga lífslöngun. Guð gaf mér lífslönunga aftur og hann gaf mér von. 

Von um að ég gæti breyst og eignast nýtt líf. Nýtt líf án áfengis. Líf mitt snerist um áfengi áður en ég hætti að drekka, ég er alin upp við mikla drykkju og þekkti ekki neitt annað. Guð kenndi mér að lifa edrú. Hann kenndi mér allt upp á nýtt, samskipti, vera heiðarlegur, hjálpsamur og svo mætti lengi telja.

Það sem við getum ekki gert, það getur Guð gert fyrir okkur. Án Guðs væri ég undir grænni torfu, fangelsi eða komin á geðdeild eftir allt ruglið.

Ég skammast mín ekki fyrir að trúa á Guð, ég er stolltur af því að trúa á hann. 

Sumir sem ekki skilja það eða hafa ekki reynslu af því að ganga með Guði.Útlista oft skoðunum sínum í fáfræði sinni, og reyna að hæðast af fólki fyrir það eitt að vera trúað.

En málið er það, að mér er allveg sama hvað öðrum finnst um mig. Það sem skiptir mig máli er hvað Guði finnst um mig og mér sjálfum. Það sama gildir með þig. Guð elskar þig, hann ber umhyggju fyrir þér, honum finnst þú frábær, hann er stolltur af þér, hann hefur velþóknun á þér.

Thats the bottom line, because i said so .. 


Hugleiðing um að vera samkvæm/ur sjálfum sér ...

Að vera samkvæmur sjálfum sér, er það fyrsta sem kemur í huga minn, þegar það kemur að orðum Jesú, Já ykkar sé Já og nei ykkar sé nei.

Ég er enginn sérfræðingur í þessum efnum. En finnst gott að leiða hugan að þessum orðum, og hvernig þau tala til mín. Sama mætti segja með bíómynd, ef 10 manns myndu gera ritgerð um myndina væri engin ritgerð eins. Það er misjafnt hvað það er sem fangar huga okkar.

En að vera samkvæmur sjálfum sér er verðugt umhugsunarefni. Þetta gæti allveg eins þýtt , ekki vera meðvirk/ur. Að geta staðið með sjálfum sér er meira en að segja það. Ég veit ekki hvort þú sem lest þetta, hafir séð myndina Yes man . Þar er maður sem segir já við öllu.

Ég get ekki sagt að það sé mjög heilbrigt hugarfar. En það getur oft verið erfit að segja nei. Sérstaklega ef maður hefur á einhverjum tímapunkti verið eins og yes man. Í mínu tilviki, fannst mér erfitt að segja nei. EInfaldlega vegna þess að ég kunni það ekki. Upplifun mín var sú að ég væri vondur ef ég segði nei.

En það er reyndar mjög röng mynd af því að vera samkvæmur sjálfum sér. Sem betur fer lærði ég að það er allt í lagi að segja nei, ef ég er beðin um að gera eitthvað. Mér finnst gott að spyrja sjálfan mig. Vil ég gera þetta ? Get ég gert þetta ? Ætlaði ég að vera einhvers annarsstaðar á þeim tíma sem beiðnin kemur um að gera eitthvað ? Þetta hjálpaði mér allavegana að standa með sjálfum mér.

Ég held líka að þetta hafi eitthvað með hjarta okkar að gera. Varðveit hjarta þitt framar öllu öðru. Það er eitthvað sem ég hef hrasað á að gera aftur og aftur. En reyni í dag að varðveita það. Tökum dæmi. Ungur maður hittir unga dömu sem honum lýst vel. Hann verður ástfanginn af henni, og er tilbúin að gera allt fyrir hana. En henni líður ekki eins. Hún á erfitt með að standa með sjálfri sér, er ílla brend eftir fyrri samskipti við hitt kynið. Henni langar ekkert meira en að spjalla eða vera vinir. Hann áttar sig ekki á þessu af blindni sinni á henni. Hún kannski talar ekki hreinskilnislega við hann, þar sem hún kann það ekki eða þorir því ekki, af ótta við að særa hann. Hann heldur áfram jafnvel semur lag eða ljóð handa henni. Gefur henni hluti af því að honum langar að gleðja hana. En svo springur hún á hann, og veit kannski ekki allveg hvernig hún á að vinna úr þessu. Allt fer í háaloft hjá henni og hann situr einn eftir með sárt ennið, og skilur ekki hvað það var sem fór úrskeiðis.

Allavegana myndi ég halda, að varðveita hjarta sitt í svona málum, er að ást verður að vera gagnkvæm. Fólk þarf að þora að tjá sig, setja mörk og segja hvað það er sem það vill. Það vill engin heilbrigð manneskja særa aðra. En við getum ekki tekið eitthvað inn á okkur sem við viljum ekki. Það endar með því að við gerum eins og unga daman og springum.

Að vera samkvæmur sjálfum sér, hlítur líka eitthvað að hafa gera með, að vera ekki að ljúga að sjálfum sér. Ef þú værir ástfangin af einhverjum. Gæturðu þá verið að spá í öðrum á meðan ? Mín skoðun er sú að ég gæti það ekki, mér yrði íllt í hjartanu við tilhugsunina eina. Þannig að heiðarleiki gagnvart sjálfum sér og öðrum hlítur eitthvað að hafa með þetta að gera. Ef ég vil ekki drekka áfengi, ætti ég þá að vera hanga mikið í kringum fólk sem er að sturta í sig, eða fá sér í glas ? Væri ég ekki kveikja eld og freista þess að brenna mig ekki á honum ? Allavegana finnst mér það ekki eftirsóknarvert. En það má eflaust horfa á þetta með misjöfnum augum.

Til dæmis eins og að fara árshátíð með vinnunni, eða vilja keyra vini sína svo þeir geti lyft sér upp. Þar liggja mörkin hjá mér að minnsta kosti. Ég fer ekki inn á bari eða skemmtistaði, bara til að hanga þar. En svo gæti verið, að þér þætti gaman að dansa, og þá er það líka allt í lagi, því tilgangurinn væri að dansa edrú. En mér finnst alltaf best að spyrja sjálfan mig, hvernig líður mér eftir að ég er búin að vera inn á svona stöðum? Komu hugsanir um að fá sér í glas eða einhverjar lygar sem ég reyndi að selja sjálfum mér ? Fannst mér erfitt að vera edrú í kringum allt þetta áfengi ? Ég reyndar fæ ekki fíkn í breytt ástand, þar sem Guð er búin að taka það frá mér, eftir að ég fór í gegnum 12 sporakerfið.

En nóg af þessu. Þannig að skilningur minn á því að vera samkvæm/ur sjálfum sér er að vera: Heiðarlegur gangvart sjálfum sér og öðrum. Standa með sjálfum sér og þora segja nei og já. Standa við það sem ég segi, ekki lofa of miklu eða taka eitthvað að mér sem ég get ekki gert.

Er ég fullkomin í þessu ? Nei fjarri fer því. Ég er ennþá að læra og vonandi þú líka...

 

 

 

 

 

 

 

 


Náð - hugleiðing.

Mér er umhugað um Davíð konung, þegar hann langaði að byggja hús fyrir Guð. Hann ræddi þetta við Natan spámann, og Natan hvatti hann til þess. En síðan talaði Guð til Natans, að Davíð mætti ekki byggja húsið (musterið) vegna þess að hendur hans voru ataðar blóði. En hins vegar myndi hann velja einn af sonum hans til að byggja hús sitt.

Þegar Natan fór og færði Davíð þessar fréttir. Að þá voru viðbrögð Davíð þau að hann fór afsíðis til að eiga samfélag við Guð. Þau orð sem komu úr munni hans, hver er ég ? Hann minntist þess að hann var ungur smaladrengur, þegar Guð valdi hann sem konung yfir Ísrael. Hann minntist þess að Guð hafði gefið honum sigur yfir öllum óvinum sínum. Og það væri friður yfir Ísrael. Hann minntist alls þess sem Guð hafði gert fyrir hann. Hann minntist þess að það var Guð sem útvaldi hann af náð.

Sama mætti segja með okkar líf sem höfum gengið með Guði. Mættumst við minnast þess og sjá að við erum þar sem við erum, vegna náðar Guðs. Ekki vegna þess að við komum okkur á þann stað í eigin verkleikum.

Fyrir náð valdi Guð hetjur trúarinnar. Við þurfum bara að líta í Gamla Testamenntið og sjá allt fólkið sem Guð valdi. Fólk sem jafnvel fannst það vera aumast af öllum. En þetta fólk vann stórvirki fyrir Guð. Vegna þess að Náð hans var að verki. Einhver spyr en bíddu, ég hélt að náðin hafi ekki komið fyrr en eftir Golgata. Náðin kom fyrir þann tíma, þó svo að hún hafi ekki komið fullkomnlega fyrir en eftir Golgata. Hvað er það annað en náð, að vera útvalin af Guði, til að vinna verk hans á þessari jörðu ?


Villa sem gengur um peningagjafir í söfnuðum eða kirkjum

Það sem hefur verið að angra mig undanfarið er að hlusta á presta og predikara tala um að við fáum margfallt til baka það sem við gefum í baukinn. Þá er yfirleitt vitnað í orð Jesú að við getum borið allt að 100 faldan ávöxt. Þannig að þegar sumir gefa að þá trúa þau því að Guð gefi þeim allt að 100 þúsund til baka ef þau setja 1000kr í baukinn.Þetta kemur beint frá USA frá sjónvarpspredikurum þar.

Þarna er allgjörlega búið að taka orð Guðs úr samhengi. Þegar Jesús talar um að bera ávöxt, að þá er hann ekki að tala um peninga, hann er að tala um okkur sem persónur. Hvað við gerum við þá hæfileika og gjafir sem okkur hafa verið gefnar af Guði. Þetta þýðir að vaxa í því sem við gerum. Biblían notar stundum orðið talentur.

Það sem angrar mig líka við þessa lýgi, er eigingirnin og fégirndin á bakvið þessa hugsun. Þetta veldur því að fólk er að gefa svo það geti fengið meira. Allavegana hefur Guð sett það element í mig, að ég er allgjörlega laus við fégirnd. Ég hef engan áhuga á því að hagnast á öðrum. Þegar ég gef, að þá gef ég af því að mig langar til þess, en ekki af því einhver annar segir mér að gera það.

Löngunin kemur innan frá og út. Það er ekki öllum gefið að vera gjafmildir. Þegar ég gef, að þá gef ég án þess að vænta þess að fá eitthvað til að baka. Sá lærdómur kemur úr 12 sporakerfinu. Og hefur líka með það að gera að læra hjálpa öðrum, og að vera að gagni.

Reyndar getur Guð lagt það á hjartað á okkur að gefa ákveðna upphæð til ákveðna einstaklinga, eða í kirkjuna. Og það hef ég oft gert. En ávallt með því hugarfari að gefa til þeirra sem minna eiga, og vera farvegur Guðs inn í þeirra líf.

Vissulegar færir það velgengni inn í líf okkar að gefa af okkur, og veitir okkur tækifæri til að vaxa og þroskast í því sem við gerum. Því að sá/sú sem gefur ekki af því sem þau hafa. Er eins og persóna sem borðar og borðar, en kúkar ekki eða pissar. Við vitum að slíkt endar ekki vel. Að sitja á þvi sem maður hefur veldur stöðnum.

Þannig að gefa hefur með miklu meira að gera en að gefa peninga. það er að gefa af tíma þínum. Og leyfa öðrum að njóta þeirra hæfileika sem þú hefur.

Þannig að næst þegar ég heyri þessa græðgi aftur, að þá ætla ég að hunsa það. Þvi að það er mín persónulega skoðun að fólk á ekki að láta hafa sig að féþúfu.

Það angrar mig líka þegar það er verið að heimta háar fjárhæðir. Það lætur þau sem lítið geta gefið, líta ílla út, eins og þau séu ekki að gefa nóg. Einnig þegar ég hef gefið peninga á ákveðin stað, að þá fæ ég alltaf bréf um að það vanti meira.

Kirkja er ekki fyrirtæki til að taka peninga af öðrum, hún er fjölskylda sem stendur saman. Sem mætir þörfum annara.

Að gefa tíund er eitthvað sem margir gera í þeirri trú að Guð blessi forðarbúr þeirra. Það er Biblíulegt og reyndar frjálst val hvað það varðar. Að gefa í baukinn þegar það er tekið samskot, má líkja við 7 erfðavenjuna hjá 12 sporasamtökum. Þar sem fríkirkjur njóta ekki sömu réttinda og þjóðkirkjan að vera ríkisreknar. Þannig að það er eðlilegt að vilja sjá söfnuði sínum vegna vel, og sýna þakklæti fyrir það starf sem er unnið með því að gefa.

En aftur að rót vandans, fégirndin er rót alls þess sem íllt er. Og því miður að þá falla margir í þá gryfju.


Jólin hugleiðing

Núna er að renna í garð ein stærsta hátíð ársins. Jólin eru látin líta út fyrir að vera mesti gleðitími ársins. En þvi miður að þá er raunveruleikinn ekki þannig hjá mörgum. Margir upplifa kvíða, ótta og þunglyndi. Margir hafa áhyggjur að ná endum saman. Margir eru einmanna og upplifa jólin alls ekki sem gleði hátíð. En burtséð frá allri jóla geðveikinni. Að þá breytist hugarfar sumra með aldrinum, hvað jólin varðar. Ég man eftir því sem barn, hversu eftirvæntingin var mikil. Hvað fæ ég í jólagjöf ? Sem barn voru jólin gleðilegur tími. En þegar líða fór á árin komu upp atburðir, sem breyttu öllu. Jólin hættu að vera gleðileg. Þó fóru að vera tími þar sem kvíði og minningar um slæma atburði komu upp. 

Það var ekkert lengur nein eftirvænting eftir þessari hátíð. Hugsun mín á þeim tíma, var að fer ekki þessari hátíð að ljúka. Í 5-6 ár voru jólin þannig hjá mér, ömurleg hátíð knúin að geðveiki landans og öfgum. Ég fór síðan á námskeið 2006. Þar greip ég þá kennslu. Þetta snýst allt um hugarfarið okkar. Ég varð meðvitaður um það, að ég þurfti að koma til sjálfs mín og gera upp það liðna, leyfa því að fara og skapa nýjar ánægjulegar minningar. Ég tók þá ákvörðun það ár, að þetta yrðu góð jól. Staðreyndin varð sú, að þetta urðu bestu jól sem ég hafði upplifað í langan tíma.

Árið eftir langaði mig að skapa minningu um öðruvísi jól. Þar sem ég var að vinna með mönnum sem bjuggu á götunni. Að þá langaði mig að prufa að eyða jólunum með þeim, og sjá hvernig þeir upplifa jólin.

Þessi jól eru eftirminnileg vegna þess, að ég fékk að eyða tíma með mönnum, sem nægði að fá húsaskjól og fá mat að borða.

Eftir þessi jól hefur hugsun mín breyst. Í dag er ég þakklátur fyrir að eiga fjölskyldu, þakklátur fyrir að hafa þak yfir höfuðið. Þakklátur fyrir að fá mat að borða. Þakklátur að gjafir skipta mig engu máli lengur. Heldur að fá að eyða tíma í faðmi fjölskyldunar. Þakklátur fyrir að minnast þess afhverju Jesús kom inn í þennan heim. Það er jú afhverju jólin eru haldin, til að minnast komu frelsarans inn í þennan heim. Þó svo að fræðilega séð að allt bendi til þess að Jesús hafi fæðst í apríl eða að vori til. Að þá minnumst við komu hans inn í þennan heim um jólin.

Það eru einhverjir sem trúa ekki á Guð, en halda samt jólin og leggja þá eflaust meiri fókus á jólasveinanna. En hvað af þvi sem líður, að þá held ég að við getum flest verið sammála um að jólin eru fyrst og fremst hátíð barnanna. Þar sem þau gleðjast yfir öllum þeim gjöfum sem þeim er gefið. En stærsta gjöfin er til þín og mín, hún er frelsarinn Jesús Kristur.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband