Færsluflokkur: Bloggar

Hugleiðing um Bænina

kirkja sem biður, er sigrandi kirkja. Kirkja sem hlustar eftir Guði, er sigrandi kirkja. Bænin er andardráttur trúarinnar. Hún verður ekki sett í kassa eða takmörkuð. Án hennar gerist ekkert. Guð valdi að starfa í gegnum bæn. Bæn er samskipti. Bænin ryður veginn. Bænin sáir. Bænin verndar. Bænin hefur vald. Jesús sagði að það sem við bindum á jörðu, verður bundið á himni. Það sem við leysum á jörðu, verður leyst á himnum. Í þessum orðum Jesú bendir hann okkur á að við höfum vald. Vald sem þarf að beita í bæn, leysa og binda. Binda verk óvinarins, og leysa þau sem eru fjötruð.

Þegar við byrjum að læra að biðja, að þá gerum við það út frá þeim skilningi sem við höfum. Síðan þroskast hún. En hvernig lærir maður að biðja rétt ? Með því að biðja eins og Biblían sýnir okkur. Jesús er fyrirmynd okkar þegar það kemur að bænininni. Þegar hann var spurður hvernig við ættum að biðja. Að þá svaraði hann með Faðir vorinu. Hann var alltaf að benda okkur á hvernig við eigum að ávarpa Guð. Sem Föður. Við biðjum til Föðurins , undir leiðsögn Heilags Anda í Jesú nafni.

Bænin er stór og víðmikið efni. Hún hefur marga vinkla og því erfitt að útskýra hana í nokkrum orðum. En staða okkar breytist töluvert þegar við tökum á móti Jesú Kristi, sem Drottni okkar og frelsara. Við verðum Guðsbörn, synir og dætur. En þá er svo mikilvægt að læra hver staða okkar gagnvart Guði verður. Hún verður sú að þú kemur fram fyrir Föðurinn sem barnið hans. Staðreyndin er sú að hann elskar þig, hann vill vera þér nálægur, og vill fá að taka þátt í lífi þínu. Hann vill lækna þig, leysa þig frá því sem heldur þér niðri og fjarlægir þig frá honum. Hann vill elska þig til lífs, þannig að elska hans fer að endurspeglast frá þér til annara. Að þegar fólk sér þig, að þá sér það hann. Að þú endurspeglir kærleika hans til annara.

Bæn er samskipti, hún er beiðni til Guðs. Hún er þakkargjörð fyrir það sem hann hefur gert fyrir okkur. Hún er leið hans til að eiga samskipti við okkur. Þessi leið felur ekki í sér eintal. Hún felur líka í sér hlustun jafnt og tal. Ha vill Guð tala við mig ? Já hann vill það.

Bænin getur stundum verið eins og 2 menn sem fara á kaffihús. Þeir setjast niður, annar byrjar að tjá sig, og segir allt sem liggur sér á hjarta. Þegar hann er búin að segja allt sem hann ætlar að segja. Fer hann. Hinn situr eftir, fékk einungis að hlusta, en ekki komast að. þetta kallast eintal og er brenglað form af bæn.

Hlustun er mikilvæg jafnt og að tala. Okkur verður öllum á einhvern tíman á þessu sviði. En við erum alltaf að læra.

Kristin persóna sem  biður ekki, er eins og bíll sem hefur ekkert drifskaft, hann stendur í stað og kemst ekkert áfram. Hann lifir ekki sigrandi lífi og ríkir ekki eins og honum/henni er ætlað að gera.

Þú sem barn Guðs, er ætlað að ríkja með Kristi. Til þess að læra það, að þá þarftu að lesa í Biblíunni og biðja.

Bænin sem byggir okkur upp mest persónulega , er tungutal. Öllum er gefið að tala tungum sem okkur er gefið, til að byggja okkur upp persónulega. Tungutalið gerir okkur hæfari, losar um höft, hjálpar okkur að sjá hlutina í stærra samhengi. Og byggir okkur upp. Þess vegna er það kallað tungutal til persónulegrar uppbyggingar. það eru til 5 tegundir af tungutali. Það er ekki öllum gefið að hafa þau öll, en öllum er ætlað að fá þetta tiltekna tungutal.

Bænin hefur áhrif, hún breytir, verndar og sér það sem er framundan, og undirbýr jarðvegin fyrir það sem koma skal. Hún vökvar svo það get orðið vöxtur.

Bænin er drifhjólið í andlega lífi okkar, sem drífur okkur áfram og hvetur okkur áfram til góðra verka.


Hugleiðing um samsæriskenningar og Joel Osteen

Það sem hefur vakið furðu mína er hversu mikið samsæriskenningar fá að að lifa í Bandaríkjunum og hversu mikið rusl youtube dælir inn á veituna hjá þér, ef þú átt það til að kíkja á ein af þessum myndböndum. Það virðist ekki skipta neinu máli hversu mikið þú lokar á, hvað það er sem þú vilt fá að sjá í því sem er mælt með fyrir þig að skoða. Þeir virðast þá koma með endalaust af nýju rusli til að fá þig til að skoða.

Það má vel vera að það sé eitthvað til í mörgu af þessu sem er sagt. En ég trúi því samt að maður þurfi að fara gætilega í það að slá fram svona hlutum. Eitt af því sem ég vek furðu mína í er hversu aðventistar erlendis eru grófir í því að slá því fram að frægir predikarar séu falls. Þeir jafnvel slá þvi fram að þar sem Heilagur Andi er að starfa kröftuglega, sé feik frá óvininum. Þeir slá því fram að þessir predikarar séu frímúrarar. fallskristar, og séu í rauninni að starfa fyrir óvininn.

Í fyrsta lagi getur það komið fyrir alla sem predika, að þau segi eitthvað sem er alls ekki rétt. En það gerir þau ekki að djöfladýrkendum eða falls predikurum. Það sýnir fyrst og fremst, að predikarar eru mannlegir eins og aðrir.

Sá sem er hvað mest ráðist á er Joel Osteen. Reyndar er eitt sem hann skortir, og það er að predika iðrun. Ég hef alldrei heyrt hann nefna einu sinni orðið iðrun. En það gerir hann ekki að falls predikara. Hins vegar er það staðreynd, að þar sem iðrun er ekki boðuð, að þar fær syndin að grasera. Ég veit að gjöf hans er að uppörva fólk. En hans útskýring er sú að hann upplifir að fólk sé sjálft nógu meðvitað um þá hluti sem það gerir rangt, að hann vill ekki berja það niður með orðum sem getur vakið upp hjá þeim fordæmingu og skömm. Það er reyndar það sem gerist þegar lögmál er predikað yfir fólki, eins og það sé verið að kalla fram falls iðrun, þar sem fólk fer í tilfinningarlegt móment og segist sjá eftir öllu sem það hefur gert. En fer svo og gerir allt það sama aftur. Hins vegar það sem er svo gott við Joel er að hann leiðir fólk til að hugsa jákvæðar um sjálft sig og bendir þeim á loforð Biblíunnar. 

Allt of lengi hefur sú lýgi gengið um að kristnir eigi að vera fátækir. Abraham var ekki fátækur, Davíð var ekki fátækur, Salómon var ekki fátækur. Og það er ekkert í nýja testamenntinu sem segir að þú eigir að vera það. Hins vegar er bent á að varðveita hjarta þitt, og leyfa Guði að vera nr 1 í lífi þínu. Það er ekkert að því að vera ríkur, sé hjartað þitt á réttum stað, og ást á peningum ná ekki tökum á lífi þínu. Alltof margir predikarar falla í þá gryfju að verða gráðugir í peninga.Þeir jafnvel boða það að ef þú gefur háar fjárhæðir að þá fáir þú sérstaka blessun frá þeim, og ef þú færð ekki blessun, að þá ertu ekki að gefa nógu mikið. Slíkir menn ættu í rauninni að stein halda kjafti. Því að það sem við gefum, gefum við af hreinum hug. Ég gef af því mig langar til þess, en ekki af því einhver annar er að segja mér að gera það. Predikarar eru líka duglegir að ota gamla testamenntinu að fólki með tíund ofl.

Tíund er frjálst val, hins vegar er reynsla mín sú að þegar ég gef hana að þá, er eins og það verði meira úr þeim 90% sem ég á eftir. Það er líka oft vafamál hjá fólki hvort tíundin sé af heildarlaununum af launaseðli þínum, eða því sem þú færð útborgað. Það er mín persónulega skoðun að gefa af því sem ég fæ útborgað. Vegna þess að þó svo að launaseðlinn sýni einhverjar tölur að þá á ég ekki þá upphæð. Ég bara það sem ég fæ útborgað. Því gef ég 10% af því sem ég á. Það má vera að einhverjir séu mér ósammála en það er líka allt í lagi.

En aftur að Joel,það er margt við það sem hann gerir, sem ég er oft hissa á. Eins og með aðgangseyrir á samkomur. Kirkja hans tekur 40.000 manns í sæti og um 1 milljón fylgjast með honum í sjónvarpi á sama tíma. Aðgangseyrir er 15 dollarar sem gera það að verkum, að fyrir eina samkomu að þá græðir hann 600.000 dollara. Eða sirka 60 milljónir.Þetta eru gríðarlegar fjárhæðir, og ég vona hans vegna að þau séu ekki líka að taka samskot eða fórn. Hver ástæðan er fyrir þessu, veit ég ekki. En hins vegar fer ekkert af þessu í vasann hjá honum sjálfum, heldur í að greiða fólki laun og að gefa í hjálparstarfssemi. Hann þiggur engin laun í kirkjunni sjálfri, heldur fær tekjur sínar af bókum sínum og upptökum. En þetta gerir hann samt ekki að falls predikara. Hins vegar hafa orð konu hans,vakið mikla reiði meðal kristina í Bandríkjunum. Hún sagði do good for your own good, sem eru orð upp úr satansbiblíunni. Einnig sagði hún að við værum að lofa Guð fyrir okkur sjálf, en ekki vegna þess hver hann er.

Vissulega er til fólk sem fer á samkomur og lyfir upp höndum og er að sækjast eftir upplifunum en ekki eftir því að þekkja Guð. Ég er henni mjög ósammála, því við lofum Guð fyrir það hver hann er, og að hann er verðugur að vera lofaður.

En það er samt margt sem bendir til þess að margt hjá Joel sé eitthvað sem er ekki í lagi, en ég fel þann dóm í hendur í Guðs. Sama má segja með allar kenningar sem slegið er fram í videoum á youtube. En eitt er þó með vissu, að ég myndi alldrei rukka fólk fyrir að koma á samkomu. Því að slíkt finnst mér rangt. Fagnaðarerindið á að vera frítt.


Spádómur fyrir Ísland

       Spádómur fyrir Ísland

Umbreyting mun eiga sér stað á Íslandi. Mikil vakning mun eiga sér stað, þegar synir mínir og dætur rísa upp. Taka stöðu sína og ganga fram í því valdi sem ég færi inn í líf þeirra. Börnin mín munu spá enn nákvæmar inn í líf einstaklinga. Ég vil úthella bænaranda mínum yfir þessa þjóð. Þegar þið takið ykkur saman og leitið mín af öllu hjarta. Að þá munuð þið sjá dýrð mína stíga niður. Þið munuð sjá líf einstaklinga umbreytast fyrir framan ykkur í einni svipan. ( Á einu augabragði). Ég vil leysa þessa þjóð úr því myrkri sem hún situr í. Ég vil reysa við einstaklinga, sem eru tilbúnir að taka þessa þjóð fyrir mig. Ég vil gefa þeim aukið vald, ég vil fara fyrir þeim, og úthella anda mínum yfir þá. Þeir munu sjá tákn og undur gerast í enn meiri mæli. Ég vil hreinsa þessa þjóð af allri synd. Ísland skal vera þjóð sem lýsir af dýrð minni. Þjóð sem í myrkri sat, sér mikið ljós.

 

4 október 2017 . (Sigvarður)


Að horfa inn á við

Afhverju að horfa inn á við ? Maður spyr afhverju maður ætti að vera að þvi. Ef við tökum dæmi allveg niður í Edengarðinn. Þegar Adam og Eva höfðu óhlýðnaðst Guði. Að þá spurði Guð Adam hvort hann hefði borðað af trénu sem mátti ekki borða af. Svar Adams var konan sem þú gafst mér, lét mig gera þetta. Eva svaraði höggormurinn lét mig gera þetta. 

Með því að skoða og hugleiða þetta, og hvernig við mennirnir erum í dag. Að þá er það svoldið ríkt í okkur, að kenna öðrum um, í stað þess að taka ábyrgð á gjörðum okkar.

Sama má segja með viðbrögð okkar við aðstæðum. Að þá finnst mér gott að skoða, afhverju bregst ég svona við ? Að þá er það yfirleitt út af einhverju sem hefur gerst áður, og ég hef ekki gert upp eða tekið á.Ég er fjarri því að vera fullkomin, en ég geri mitt besta í að læra að verða betri persóna. Og er viljugur til að breytast til batnaðar. Vissulega koma dagar, þar sem manni líður alls ekkert vel, eða er alls ekki vel upp lagður í daginn. Það er allt í lagi, að eiga slæman dag. Það sýnir okkur hversu ófullkomin við erum, og við getum þá verið þakklátari fyrir góðu dagana sem við eigum.

Það sem það gerir persónulega fyrir mig að líta inn á við. Er að ég læri að hætta að kenna alltaf öðrum um, og tek ábyrgð á því sem ég geri. Það er óþarfi að skammast sín fyrir veikleika sína, eða röng viðbrögð. Frekar ætti maður að líta inn á við og líta á þetta sem tækifæri, að það sé verið að sýna okkur. Þetta er eitthvað sem ég verð að laga. Þá getur verið gott að hugsa til baka, eða biðja Guð um að sýna sér, hvað er það sem veldur því að ég bregðist svona við.

Oftast eru þetta gömul særindi sem maður ber með sér. En ef maður velur að fyrirgefa og leyfa elsku Guðs að komast að særindunum að þá verðum við frjáls. Sumir segja já en ég trúi ekki á Guð, og sumt fólk á alls ekki skilið að vera fyrirgefið.

EF einhver brýtur á mér og ég verð sár, ég neita að fyrirgefa, og hitti svo sömu persónuna aftur eftir 20 ár og segi, nei ég vil ekki fyrirgefa þér. Hver er þá að kveljast ? Er það ekki ég í því tilviki ? Eigum við eitthvað skilið að kveljast fyrir eitthvað sem annar gerði á okkar hluta í 20 ár ? Var það ekki nóg að það særði okkur og hafði áhrif á okkur þegar það var gert ? Allavegana lít ég á fyrirgefninguna sem Guðs gjöf til að lifa frjáls í breiskum heimi. Heimi fullum af ófullkomnu fólki, sem kemur til með að særa, eða segja eitthvað rangt.

Fyrirgefning er ekki sama og samþyki. Fyrirgefningin er til að setja okkur frjáls frá því að lifa í eigin fangelsi særinda og vanlíðunar. Með því að velja fyrirgefa að þá hefst ferli innra með okkur. Þar sem við vinnum í því að lifa frjáls. Þetta er ferli og tekur tíma. Sumt er hreilega mjög erfit að fyrirgefa, það veit ég sjálfur. Ég hef oft á tíðum átt erfitt með að fyrirgefa suma hluti og það hefur tekið tíma að ná því, og stundum hef ég þurft á aðstoð að halda að fyrirgefa.

Það er oft ekki nóg að segja ég fyrirgef, en það er byrjunin. Maður gæti þurft að minna sig á að maður hafi valið að fyrirgefa mörgum sinnum, áður en maður nær að sleppa allveg tökunum.

Það að fyrirgefa hjálpar okkur að líta inn á við og horfast í augu við raunveruleikann eins og hann er.

12 Sporavinna er frábært verkfæri til að læra að líta í eigin barm. Og það sérstaka við þá vinnu að þar fær maður tækifæri til að taka til í lífi sínu og fara til þeirra sem maður hefur gert á hluta. Þar er líka tækifæri til að fyrirgefa öðrum og setja þau og sjálf okkur frjáls.

Þitt er valið 


Efesusbréfið

Efesusbréfið

Tilgangur: Tilgangur Efesusbréfsins var að styrkja hina trúuðu í Efesus í Kristindóminum til að útskýra eðli og tilgang kirkjunar og líkama Krists

Höfundur: Páll postuli

Áheyrendur: Kirkjan í Efesus og allir sem trúa

Bréfið skrifað: Kringum 60 e.f Talið er að Páll hafi skrifað bréfið í Róm þar sem hann sat í fangelsi

Umgjörð: Páll hafði eitt 3 árum með kirkjunni í Efesus og þeim trúuðu sem voru allsstaðar þar i kring. Ávöxturinn af þeim tíma varð sá að Páll var mjög náin kirkjunni í Efesus. Í post.20:17-38 má lesa um fund Páls við öldunga kirkjunar í Efesus við Míletus

Þessi fundur var fullur sorgar þar sem Páll trúði því að þetta yrði síðasta sinn sem hann myndi sjá söfnuðinn. Það eru engar tilvitnanir eða nótur sem benda á það að einhver vandamál hafi átt sér stað í kirkjunni í Efesus þegar Páll ritar bréfið.

Efe 1:1-1

-1- Páll, að vilja Guðs postuli Krists Jesú, heilsar hinum heilögu, sem eru í Efesus, þeim sem trúa á Krist Jesú.

Páll hefur líklega ritað bréfið í þeim tilgangi að bréfið yrði lesið í öllum kirkjum gegnum mismunandi tímaskeið allt til enda veraldar.

 

Kirkjur okkar eru misjafnar eins og þær eru margar—leynifundir í heimahúsum ;Undir berum himni; Lofgjörð þar sem mikil þjónusta er og yfirflæði af fólki, í sjónvarpi, og stórum byggingum. Byggingar hafa sinn tíma. En Kirkja Krists er ekki takmörkuð við 4 veggi, heldur er kirkja Krists fólkið. Af margskonar kynþáttum og þjóðum, sem elska Krist og eru skuldbundin honum til þjónustu, Tími kirkjunnar byrjar á Hvítasunnudag (Post.2) Hún fæddist í Jerúsalem. Kirkjan spratt út frá þjónustu Postulana og þeirra sem tóku fyrst trú. Síðan í gegnum ofsóknir í Jerúsalem spratt kirkjan út til allra þjóða. Talið er að þetta hafi verið eina leiðin til að kirkjan dreifði sér frá Jerúsalem. Í þremur trúboðsferðum Páls má sjá stórkostlegan ávöxt og útbreiðslu kirkjunnar.

Ein af þekkustu kirkjunum var kirkjan í Efesus.Talið er að kirkjan í Efesus hafi orðið til í kringum 53 e.f.k. Þegar Páll gerði tilraun til að fara til Rómar en snéri svo til baka ári seinna úr sinni þriðju trúboðsferð. Páll dvaldi í Efesus í 3 ár, þar kenndi hann og predikaði með miklum árangri (Post.19:1-20). Á öðrum tíma, átti síðan Páll fundinn með öldungunum og hann senti Tímóteus til að veita þeim forstöðu. (1.Tím.1:3)  Aðeins örfáum árum síðar var Páll sentur sem fangi til Jerúsalem.Í Róm var Páll heimsóttur af sendboðum ýmissa kirkna, þar á meðal af Týkíus frá Efesus. Páll skrifaði bréfið til kirkjunar og senti það með Týkíus. Bréfið var ekki ritað til andspænis neinum vandamálum. Efesus er bréf hvattningar og hughreistingar. Í bréfinu leggur Páll áherslu eðli eða náttúru þess að vera kirkja, og hann skorar á hina trúuðu til að lifa sem líkami Krists á jörðinni.Eftir Hlýja kynningu (Efes.1:1-2) ‚Útskýrir Páll eðli líkama Krists (kirkjunnar) og þeirri dýrðlegu staðreynd að hinir trúuðu hafa verið böðuð í náð Guðs (1:3-8) kosin til að vera erfingjar (Efes.1:9-12), mörkuð af Heilögum Anda (Efes.1:13-14), Fyllt krafti Andans (Efes.1:15-23), fresluð frá synd, bölvun og fjötrum (Efes.2:1-10), og færð nær Föðurnum (Efes.2:11-18). Sem hluti af fjölskyldu Guðs stöndum við með spámönnum, postulum, Gyðingum og Kristi sjálfum (Efes.2:19–3:13). Og til að yfirstíga erfiðar hindranir með því að minnast þess alls sem Guð hefur gert fyrir okkur. Páll skorar á söfnuðinn í Efesus að halda sig í nálægð við Krist og vera honum náin, og brjótast út í lofgjörð sem kemur frá hjartanu. (Efes.3:14-21).

Páll leiðir svo athyglina á mikilvægi þess að í líkama Krists (Kirkjunni) ætti að vera eining þar sem börn Guðs er trygg Kristi í því sem þau gera, og að nota gjafir (Efes.4:1-16). Þeir fengu áskorun að lifa lífi sínu á háum standard (Efes.4:17–6:9). Það sem hann átti við að þau myndu hafna girndum holdsins (Efes.4:17–5:20), og sem fjölskyldu þýddi þetta sameigileg markmið og kærleikur (Efes.5:21–6:9).

Páll minnir þau svo á að baráttan sem þau eiga í er ekki við menn af holdi og blóði heldur við andaverur vonskunnar og himingeimsins, og að þau ættu að nota andlegu vopn sín í baráttunni. (Herklæðin) (Efes.6:10-17). Hann endar með því að biðja þau um bænir, og umboð Týkíusar, til þess að veita blessun (Efes.6:18-24).

Þegar þú lest þetta magnaða bréf til kirkjunnar , Þakkaðu þá Drottni fyrir fjölbreytileika og einingu í fjölskyldu hans. Biddu fyrir trúsystkynum þínum um víða veröld að þau mættu færast nær Föðurnum, gefðu þér síðan tíma til að tengjast trúsystkynum þínum.


Nöfn Guðs

Nöfn Guðs

1.Mós.17:1

Elóhím

Þýðir: Guð

Tilvitnanir: 1.Mós.1:1; 4.Mós.23:19; Sálm.19:2

Merking, gildi: Vísar til mátt og kraft Guðs. Hann er æðstur og er hinn sanni Guð.

Yahweh

Þýðir: Drottinn

Tilvitnanir: 1.Mós.2:4; 2.Mós.6:2-3

Merking, gildi: Drottinn þýðir, sá sem er yfir öllum.(Æðri en allir)

 

El Elyon

Þýðir: Guð Hinn hæsti

Tilvitnanir: 1.Mós.14:17-20; 4.Mós.24:16; Sálm.7:18; Jes.14:13-14

Merking, gildi: Hann er meiri og æðri en allir aðrir Guði, ekkert annað í lífinu er eins heilagt og Guð.

 

El Roi

Þýðir: Guð sem sér.

Tilvitnanir: 1.Mós.16:13; Sálm.139:7-12

Merking, gildi: Guð hefur yfirsýn yfir alla sköpun sína, og sér það sem fólk aðhefst.

 

El Shaddai

Þýðir: Guð allmáttugur (Guð er allmáttugur)

Tilvitnanir: 1.Mós.17:1; Sálm.91:2

Merking, gildi: Guð er allmáttugur (Honum er engin hlutur um megn)

 

Yahweh Yireh

Þýðir: Drottinn sem sér fyrir þér

Tilvitnanir: 1.Mós.22:13-14; Matt.6:26.

Merking, gildi: Guð mætir öllum þörfum þínum.

 

Yahweh Nissi

Þýðir: Drottinn er minn gunnfáni

Tilvitnun: 2.Mós.17:15

Merking, gildi: Við eigum að minnast Guðs fyrir að hjálpa okkur.

 

Adonai

Þýðir: Drottinn

Tilvitnun: 1.Mós.18:27

Merking, gildi: Guð einn ber höfuð og herðar yfir alla.

 

Yahweh Elohe Yisrael

Þýðir: Drottinn Guð Ísraels

Tilvitnanir: Dómarabókin.5:3; Sálm.59:6; Jes.17:6; Zefanía:2:9

Merking,gildi: Hann er Guð þessarar þjóðar.

 

Yahweh Shalom

Þýðir: Drottinn er friður

Tilvitnun: Dóm.6:24

Merking,gildi: Guð gefur okkur frið, svo við þurfum ekki að óttast.

 

Qedosh Yisrael

Þýðir: Hinn Heilagi Ísraels

Tilvitnun: Jes.1:4

Merking , gildi: Guð hefur fullkomið siðferði

 

Yahweh Sabaoth

Þýðir: Drottinn allmáttugur, er Drottinn allra yfirnáttúrulegra krafta. (Himneskra krafta)

Tilvitnanir: 1.Sam.1:3; Jes.6:1-3

Merking, gildi: Guð er frelsari okkar og verndari.

 

El Olam

Þýðir: Eilífur Guð

Tilvitnun: Jes.40:28-31

Merking, gildi: Guð er eilífur, hann mun alldrei deyja.

 

Yahweh Tsidkenu

Þýðir: Drottinn er réttlæti okkar

Tilvitnanir: Jer.23:6; 33:16

Merking gildi: Guð er standard okkar fyrir rétta hegðun. Hann einn getur gert okkur réttlát.

 

Yahweh Shammah

Þýðir: Drottin er hér

Tilvitnun: Esek.48:35

Merking, gildi: Drottinn er okkur alltaf nálægur

 

Attiq Yomin

Þýðir: Hinn forni (hinn aldraði, hinn gamli)

Tilvitnanir: Dan.7:9, 13

Merking, gildi: Guð er hið æðsta yfirvald. Hann mun dag einn, dæma allar þjóðir.

 


Hvað segir Biblían um hjónaband ?

 

 

1.Mós.2:18-24

Guð skapaði hjónabandið

1.Mós.24:58-60

Skuldbinding er lykilatriði eða grundvöllur fyrir góðu hjónabandi

Ljóðaljóðin.4:9-10

Rómantík skiptir máli.

Jer.7:34

Tími hjónabandsins inniheldur gleði.

Malakí.2:14-15

Hjónaband skapar bestur aðstæðurnar til að ala upp börn.

Matt.5:32

Ótrúmennska eða hjúskaparbrot eyðilegur traust, sem er grunnurinn af hjónabandinu. Og getur valdið skilnaði.

Matt.19:6

Hjónaband er skapað til að vara eða endast.

Róm.7:2-3

Hjónabandið er sáttmáli, þar sem hjón eru bundin saman sem eitt, og ætti dauðin aðeins að geta rift þeim sáttmála.

Efes.5:21-33

Hjónabandið er byggt á ákvörðun um ást en ekki tilfinningum. Það byggist á þvi að karl og kona rækti hjónaband sitt.

Efes.5:23,32

Hjónabandið er lifandi táknmynd um Krist og kirkjuna (líkama Krists)

Hebr.13:4

Hjónabandið er gott og heiðvirt.

 


ákvarðanir

Að taka ákvörðun er eitthvað sem við þurfum að gera daglega. Þegar við vöknum að þá tökum við ákvörðun um að fara á fætur. Við tökum ákvörðun um hvað við ætlum að fá okkur í morgunmat, eða hvort við fáum okkur eitthvað að borða. Þá vísa ég til þess, að sumt fólk hefur enga matarlyst þegar það vaknar.

Við tökum ákvörðun um hvað við segjum við fólk, hvort við leyfum ákveðnum hugsunum að dvelja í huga okkar. Við tökum ákvörðun alla daga, hvort sem það er fyrir augnablikið, til skamms tíma eða til lengri tíma.

Þegar ég var 9 ára tók ég ákvörðun um að halda með Arsenal í enska boltanum. Sú ákvörðun stendur enn. Fólk er á hinum ýmsu skoðunum um þegar það kemur að íþróttum og áhugamálum, með hvaða liði það heldur oflr. Ég tók ákvörðun um að halda með mínu liði, óháð gengi þeirra, og óháð því hvort ég væri sáttur við það sem væri að gerast innan félagsins. Við höfum flest okkar skoðanir á því hvernig við teljum að hlutirnir væru bestir fyrir liðið okkar.

Sama má segja með 15 janúar 2000. Þá tók ég ákvörðun um að gefa Guði líf mitt. Sú ákvörðun stendur enn í dag. Vissulega hefur mér mistekist oft á tíðum og gert margvísleg mistök. En þá hef ég alltaf þurft að taka ákvörðun, ætla ég að liggja í mistökunum mínum, og leyfa neikvæðni að ná tökum á mér. Eða ætla ég að standa upp og gera mitt besta í dag. Það er sagt að eymd sé valkostur. Það hefur líka með ákvörðun að gera. Dag hvern þarf ég að taka ákvörðun að fóðra andann í mér, bæði með því að lesa í Biblíunni, biðja, hlusta á lofgjörð, eyða tíma í nærveru Guðs. Eiga samskipti við trúsystkyn mín. Ég þarf að taka ákvörðun um hverskonar hugarfar ég vil hafa. Ég þarf að taka ákvörðun að breyta hugarfari mínu, og æfa mig í því að vera jákvæður. Það er hægt að taka endalausar ákvarðanir dag eftir dag.

En það sem liggur á hjarta mínu í dag, eru ákvarðanir mínar í samræmi við áætlun Guðs með líf mitt ? Þá er ég þó fyrst og fremst að tala til sjálfs míns. Því vissulega tek ég stundum rangar ákvarðanir. Og mig skortir oft visku í sumu af því sem ég ákveð. Mér var tjáð það að við höldum áfram að vaxa og þroskast. En við þörfnumst alltaf leiðsagnar.Þá kemur þessi spurning er ég á réttri leið? Er líf mitt vitnisburður um Guðs náð ? Er eitthvað í mínu fari sem stenst ekki frammi fyrir Guði. Er eitthvað sem ég þarf að gera betur ? 

Þá kemur að því að það hvernig ég bregst við lífinu, er allfarið á mína ábyrgð. Allgerlega óháð því sem kemur í veg minn. Ég einn ber ábyrgð á þeim ákvörðunum sem ég tek. Ég get ekki bent fingrum og kennt öðrum um, ef miður fer. Þegar ég er leiðréttur, að þá er það á mína ábyrgð að bregðast við og taka ákvörðun um að taka leiðsögn og fara eftir því.

Þegar við tökum ákvörðun um að óhlýðnast, að þá vitum við að það mun ekki leiða neitt gott af sér. Ákvörðun er stór þáttur í lífi okkar. Og því endurtek ég mig og spyr, er eitthvað við ákvarðanir okkar sem við þurfum að endurmeta og skoða betur ? Ef ég svara fyrir sjálfan mig, þá er það mjög einfalt svar: Já. Því ég er alldrei orðin svo fullkomin eða klár að ég sé komin með þetta. Eins og ein góð segir: Framför en ekki fullkomnum. Þannig að ef ég miða mér við sjálfan mig í dag, og kannski fyrir einu ári. Að þá sé ég miklar framfarir á mörgum sviðum. Yfir því get ég tekið ákvörðun um að gleðjast að ég er á réttri leið. Og notað það sem hvatningu um að halda áfram að gera vel og bæta mig á öllum sviðum lífsins.

Lífið er ævintýri. En það er okkar ákvörðun hvernig við lifum því og bregðumst við því.


Hugleiðing út frá Galatabréfinu nr 1

Eftir að hafa lesið Galatabréfið yfir að þá var tvennt sem stóð upp úr og talaði til mín.

 

Það fyrsta er setningin: Þar til Kristur er myndaður í ykkur. Það fyrsta sem gætin komið upp í huga þess sem er nýr í trúnni, er þessi spurning hvað þetta þýðir. Það fyrsta sem kom í hugsa minn þegar þessi orð töluðu til hjarta míns. Voru orð Jóhannesar skírara: Hann(Kristur) á að vaxa en ég á að minnka. Ég trúi því að þetta hafi með eðli mitt að gera. Nýja Testamenntið vitnar oft í gamla eðlið. Gamla eðlið er ég þegar ég lifði án Krists. Ég trúi þvi að kjarni þess að vera kristinn sé í Gal.2:20 . Þar talar um að vera Krossfestur með Kristi. Það er að segja að ég lifi ekki framar sjálfur , heldur Kristur í mér.

Það er margt í fari okkar þegar við erum nýfrelsuð sem stenst ekki frammi fyrir Guði. Rangir hlutir sem við vorum vön að gera, segja og jafn leyfðum að grasserast í huga okkar. Markmið okkar sem Guðsbarna, er að við minnkum eins og Jóhannes skírari orðaði svo rétt. Og að Kristur fái að vaxa innra með okkur. Páll vitnar líka í vaxtartakmark Krists. Það er markmið okkar að líkjast Kristi. Við minnkum og Kristur fær að vaxa innra með okkur. Þetta er ekki eitthvað sem gerist í hvelli. Þetta er hlutur sem tekur alla ævi. Þessi breyting á sér ekki stað þegar við rembumst við að breyta okkur sjálf, sem mun alltaf mistakast á einhverjum tímapunkti. Þessi breyting kemur innan frá og út. Það er sagt að við líkjumst þeim sem við umgöngumst. Það er akkúrat þannig sem þetta gerist hjá mér. Því meiri tíma sem ég eyði með Guði, því meir breytist hjarta mitt. Það eru þessu guðlegu áhrif á hjarta mitt sem á sér stað. Að ég umbreytist stöðuglega, og mun halda áfram að breytast. Oft eru það líka aðstæður sem við lendum í í lífinu, sem kenna okkur að færa okkur nær Guði, og læra treysta honum. Aðstæður hafa áhrif á því hvernig við breytumst. En valið er alltaf að treysta Guði og fá að breytast frá dýrð til dýrðar.

Það seinn sem stóð upp úr og talaði til mín var: Umskurn og yfirhúð skipta engu, heldur að vera ný sköpun. Það fyrsta sem kom í huga minn þegar orðið ný sköpun kom upp. Var 2.Kor.5:17  Ef einhver er í Kristi er hann/hún skapaður á ný, hið gamla varð að engu sjá nýtt er orðið til.

Það er það sem gerist þegar við frelsumst að nýtt eðli er sett innra með okkur. Öll okkar mistök allar okkar syndir oflr, hefur verið fjarlægt og eytt. Við fáum nýtt upphaf og nýja byrjun frammi fyrir Guði. Eflaust velta því margir fyrir sér, hvað umskurn og yfirhúð þýða. Innan Gyðingdómsins, var það regla að sveinbörn voru umskorin á 8 degir minnir mig. Nú leiðrétti mig einhver ef ég hef rangt fyrir mér. Á þessum tíma sem Páll skrifar þetta bréf, að þá var komin upp staða að menn skiptust í 3 flokka. Það voru þau sem höfðu tekið trú á Krist og trúðu því að, þau væru hóplin fyrir trú, og það hefði ekkert með verk að gera. Sem er rétt, því við getum hvorki bætt við né tekið af því verki sem Jesús Kristur vann á krossinum.  Svo voru það Gyðingar sem voru allgjörlega á móti Kristinni trú. Og þriðji hópurinn myndi eflaust kallast miðjumenn. Þeir tóku hlut af lögmálinu, og hluta af fagnaðarerindinu. Þeir vildu fá fólk til að fara að siðum Gyðinga, og það virtist fara ílla í þá að Páll væri að opna öllum mönnum leið að Kristi, til að frelast. Þeir vildu meina að fagnaðarerindið og blessunin væri aðeins fyrir hina útvöldu þjóð Ísrael ( Gyðinga). Þannig að Galatabréfið er málsvörn Páls gegn þessu rugli sem var í gangi á þeim tíma. Martin Lúter leit á Galtabréfið sem eiginkonu sína, þetta var bréfið sem hann fékk hvað mestu opinberanirnar um. Þetta var bréfið sem kom siðbótinni af stað.

Þannig að þessi orð að vera ný sköpun og að Kristur myndist innra með okkur, helst í hendur. Við frelsumst, nýtt eðli er sett innra með okkur. Okkar gamla eðli fjarar út hægt og rólega. Og eðli Krists fær að vaxa innra með okkur.


Uppspretta kraftsins í lífi okkar

Í vestræna heiminum reiðum við okkur á rafmagn. Ef rafmagnið yrði tekið í burtu. Að þá gætum við ekki kveikt ljósin heima hjá okkur. Við gætum ekki kveikt á ofninum til að elda (nema það sé gasofn, en það þyrfti þá að vera til gas í hann) Við gætum ekki fryst eða kælt matinn sem keyptur hefur verið í búðinni. Við gætum ekki kveikt á sjónvarpinu, við gætum ekki notað tölvur, né hlaðið símana okkar, þar sem það væri ekki neitt rafmagn til þess. Við sjáum að við þurfum á rafmagni að halda, til þess að allt þetta fyrir ofan sé í lagi og virki.

Jesús sagði við lærisveinana að þeir myndu öðlast kraft þegar Heilagur Andi kæmi yfir þá. Orðið kraftur þýðir möguleiki eða geta til að framkvæma. Þegar Heilagur Andi kemur yfir þig, að þá geturðu framkvæmt hluti sem þú varst ekki fær um áður. Þú getur lagt hendur yfir sjúka og þeir verða heilir, þú getur framkvæmt kraftaverk, rekið út ílla anda. Talað nýjum tungum oflr.

Kristnir einstaklingar sem hafa ekki tekið á móti Heilögum Anda í líf sitt, og söfnuðir sem hafa ekki kraft Hans. Eru eins og hús án rafmagns. Allgjörlega óstarfhæf, þegar það kemur að því að framkvæma það,sem Jesús býður okkur að gera.

Ertu rafmagnslaus ? Er þá ekki komin tími til að tengja og meðtaka kraft Heilags Anda inn í líf þitt? Eina sem þarf að gera er að biðja Hann um að koma yfir, eða fá handa yfirlagninu frá Andans fylltu fólki.

Með Heilagan Anda í lífi okkar, að þá erum við tengd við uppsprettur lífsins. Það er alltaf nóg handa öllum, það er engin skortur. Lífið verður fyllra og hvern dag getum við sótt í þessar uppsprettur. Með því að lesa í Biblíunni, taka tíma í bæn og dvalið í nærveru Guðs. Það eru forréttindi að vera barn Guðs.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband