Færsluflokkur: Bloggar

Ekki láta aðra gjalda fyrir það sem hefur verið gert á þinn hlut.

Flestir eða ekki allir, hafa upplifað að vera særð/ir. Einhver hefur gert á hluta okkar, og við á annara. Tökum dæmi lítið barn verður fyrir því að það er reynt að taka líf þess þegar það er 4 ára. Það upplifir höfnun fyrir lífinu, og það sé ekki velkomið í þennan heim. Seinna meir lendir sama barnið í aðstæðum þar sem það er varnarlaust og getur ekkert gert til að hjálpa móðir sinni, þar sem verið er að brjóta ílla á henni. Barnið upplifir, ég er ekki nógu góð/ur til að geta verndað mömmu sína. sami maður læsir barnið inn í skápum og herbergjum og sviftir það frelsi. Barnið upplifir að það sé einskis virði og aftur nær höfnunin yfir lífinu tökunum.

Barnið verður reitt og heitir því, að maðurinn sem framdi þetta muni þurfa að borga fyrir það sem hann gerði með lífi sínu. 5 ára gamalt barn sem veit ekki betur, hefur ásett sér að taka líf mannsins.

Allveg sama hversu mikið barnið reynir að láta manninn gjalda fyrir það sem hann gerði. Að þá mun maðurinn aldrei geta gefið barninu sakleysið sitt aftur, maðurinn mun alldrei geta gefið barninu barnæsku sína aftur.

Sama gildir með annað í lífinu, við getum ekki gefið fólki aftur það sem við höfum tekið af lífi þeirra, né þau okkur.

Hvað er þá til ráða ? Ef hefnd er engin lausn og gerir málin bara enn verri. Hvað eigum við þá að gera ? Það er til betri leið, en að hefna sín. Það heitir að fyrirgefa. Litla barnið sem ég nefndi er ég sjálfur. Ég valdi það að fyrirgefa honum, og fór ákveðna leið til þess. Í dag er ég frjáls gagnvart honum, og hef verið í mörg ár. Síðast þegar ég sá hann, að þá var ekkert hatur í garð hans, engin reiði, né ótti við að umgangast hann. Ég er frjáls frá þessu.

Það er bara einn sem getur og hefur gert, að gefa mér það til baka það sem var tekið af mér í barnæsku. Guð er sá eini sem getur gefið okkur það sem hefur verið tekið frá okkur, hann geldur okkur tvöfalt það sem við höfum farið á mis við í lífinu. 

Ég áttaði mig á því, að þegar ég er í kringum lítil börn að þá opnast hjarta mitt og ég fæ að upplifa barnæskuna aftur. Það hljómar kannski skrítið að segja svona, en þetta er satt. Börn eru einlæg yndisleg og svo hrein, og auðvelt að sýna þeim kærleika. Þau draga fram það besta í okkur. Ég upplifi lækningu á barnæskunni á þennan hátt, það má vera að aðrir upplifi það á einhvern annan hátt.

Hví að lifa í fangelsi ófyrirgefningar, þegar við getum verið frjáls?  Ef einhver særir okkur, að þá endurspeglum við það stundum með því að særa á móti, eða annað fólk. Til dæmis stelpa sem hefur verið í sambandi þar sem ílla var farið með hana, og hún jafnvel særð. Hún kynnist svo öðrum manni sem er góður við hana, þar sem hún hefur ekki gert upp gagnvart þeim sem hún var með, að þá er hegðun hennar brotin, og góði maðurinn fær að gjalda fyrir þau mistök sem sá slæmi framdi. Þess vegna þurfum við svo mikið á fyrirgefningu að halda, til þess að við séum ekki að láta annað fólk gjalda þess, sem fólk úr fortíð okkar hefur gert okkur til saka. Setjum fangana frjálsa og veljum að fyrirgefa.


Uppáhalds kristilegu myndirnar mínar

1. Passion of the Christ

2. The Shack

3. War Room

4 Heaven is for Real

5. Hackshaw Rigde

6. Fireproof

7. God´s Not Dead 1-2

8. Left Behind series

9. Jerusalem Countdown

10. Facing the giants

11. Joseph: King of Dreams

12. Narnia

13. Sin Eater

14. The Green Mile

15. Time Changer

16. Revelation Road

17. The Omega Code

18. China Cry

19. The Miracle Maker

20. Son of God

21. The Climb

22. The Gospel of John

23. Apostle Paul

24. The Mark

25. The Perfect Stranger

26. Amazing Grace

27. Faith like Potatoes

28. Pilgrim's Progres

29. No greater love

30. Apostle Peter

31. Exodus: Gods and Kings

32. Holy Ghost

33. Machine Gun Preacher

34. Captive

35. Risen

36. Superbook

37. Samson 

38. The Bible: Mini Series

39. Krossinn og Hnífsblaðið

40. Ben Hur (2016)

41. Hells Bells: The Dangers of Rock N Roll

42. Veggie Tales

43. Beyond the mask

44. Rapture: The Final

45. The Case for a Creator

46. The Case For Christ

47. Miracles from Heaven

48. Tribulation

49. Encounter

50. Lay it Down

 

það er hellingur af myndum sem ég á eftir að sjá, og því gæti þessi listi breyst eitthvað.


Náð

Gríska orðið yfir náð er charis , og það hebreska er kaná.

Bæði orðin vitna til þess að Guð vill vera okkur nálægur. Það þýðir að Guð er ekki fjarlægur, það þýðir að hann elskar þig. Hann elskar þig það mikið, að hann var viljugur til að senda son Jesú Krist á jörðina, til þess að brúa bilið og að þú gætir eignast persónulegt samfélag við hann. Þetta þýðir að Guð hefur alltaf elskað þig, og viljað hafa þig í sinni í nálægð.

Charis og Kaná vísa líka til þess að Guð þráir að blessa okkur, og að okkur vegni vel í því sem við tökum okkur fyrir hendur. Þetta þýðir velgengni tilheyrir þér sem barni Guðs.

Algengasta þýðingin á orðinu Náð er gæska , eða gæska Guðs til þín. Náð er líka einnig þýtt sem Kærleikur Guðs til þín, fyrirgefning Guðs til þín og kraftur Guðs til þín. Sjáðu til, þetta byrjar allt hjá Guði. Hann elskar þig, þú meðtekur kærleika hans til þín, og endurspeglar það svo inn í líf annara. Guð fyrirgefur þér svo þú einnig getir fyrirgefið öðrum. Hann gefur þér kraft inn í líf þitt. Orðið kraftur, þýðir möguleiki eða geta til að framkvæma. Það þýðir að þú getur gert hluti sem þú varst ekki fær um áður.

Náðin hún hefur Guðleg áhrif á hjarta þitt. Það þýðir að hún breytir þér innan frá og út. Hjartalag þitt breytist, þú ferð að elska fólk meira, og karakter þinn breytist.

Náðin hún kennir okkur að taka okkur frá fyrir Guð, sem þýðir helgun. Hún kennir okkur að hafna því sem óguðlegt er, og hjálpar okkur að lifa í sannleika, réttlæti og helgun. Hún kennir okkur að vera sammála Guði og Hans orði. Hún kennir okkur að hafna því að láta girndina stjórna okkur. Páll postuli talar um í Rómverjabréfinu 8 kafla, að lifa í andanum, svo við fullnægjum ekki girndum holdsins. 

Náðin er betri leið til að lifa frjáls frá synd. Náðin kennir þér að fæða þig á réttan hátt. Það er að segja andlega næringin. Næringin sem um talar hér, er að lesa orð Guðs BIblíuna, bæn og lofgjörð.

Náðin er Guðs gjöf til þín. Þú þarft ekki að borga fyrir hana, hún er ókeypis. Eilíf líf, fyrirgefning, kærleikur, 100 % réttlæti í Kristi Jesú, Heilagur Andi kemur yfir þér, og verður kennarinn þinn í sannleikanum. Þú færð andlegar gjafir, getur talað tungum, læknað sjúka, framkvæmt kraftaverk oflr.

Náðin er ný á hverjum degi, hvern dag færðu nýtt tækifæri, til að gera þitt besta í dag. Hvern dag færðu ferska byrjun. Það sem gerðist í gær, tilheyrir fortíðinni og þarf ekki að velta sér upp úr, hafir þú gert það upp, sé þess þörf. Hvern dag erum við þurfandi fyrir náð Guðs. Það skiptir engu máli, hver þú ert, hvað þú hefur gert, hvernig þú lítur út eða hvaða þjóðfélagsstöðu þú gegnir. Þú þarft á náð Guðs að halda á hverjum degi. Það að náðin sé ný á hverjum degi, þýðir líka að við lærum að treysta því, að það sem Jesús gerði á krossinum nægir okkur. Náð Guðs nægir okkur.Hún er langtum stærri og meiri en mistökin okkar.

Náð Guðs gefur okkur yfirburði. Kraftur Guðs innra með þér, gefur þér þann möguleika til að bera af, hún gefur þér möguleika til að gera betur en aðrir. Hún gefur okkur möguleika til að njóta velgengni í því sem við tökum okkur fyrir hendur. Við berum af, ekki vegna þess hve sjálf við erum frábær, heldur vegna kraft Guðs sem býr innra með okkur, og þeirrar visku sem Guð gefur okkur svo örlátlega af.

Það er ekkert hallæri í Náðinni, það er nóg handa öllum, Náðin verður alldrei gjaldþrota. Það er alltaf innistæða fyrir alla menn, sem leita Krists.Það kemur engin kreppa í Guðsríkinu. Það er yfirflæði og meir en nóg fyrir alla menn.

Náðin hefur 2 skyldur. Að elska og fyrirgefa. Elska skaltu Drottinn Guð þinn að öllu hjarta þínu,öllum mætti og af allri sálu þinni. Elska skaltu náungan eins og sjálfan þig. Náir þú þessu, þá ertu með etta. Þetta er bara svona einfalt. Guð elskar þig, Þú elskar Guð, sjálfa/n þig og náungan. Og velur að fyrirgefja þér og öðrum. Þetta þýðir samt ekki að við getum gert hvað sem við viljum. Þetta þýðir að sá/sú sem elskar vill ekki gera það sem rangt er. Lögmálið segir, þú mátt ekki, en náðin segir ég vil ekki gera þetta, því þetta er rangt í augum Guðs.


Hugleiðing um Náðina og frelsi frá Fordæmingu.

Róm.8: 1Nú er því engin fyrirdæming búin þeim sem eru í Kristi Jesú. 2Því að lögmál þess anda sem lífið gefur í Kristi Jesú hefur frelsað mig frá lögmáli syndarinnar og dauðans.

Orðið fyrirdæming eða fordæming , sem hefur með það að gera að dæma sjálfa/n sig. Kemur af gríska orðinu Catacrima.Það sem er svo gott við að skoða frumtextan er, að oft að þá þýða orðin miklu meira en þau eru þýdd í Biblíunni. Það gefur okkur möguleika að sjá víðara samhengi í þvi sem við erum að lesa. Ef ég set tildæmis fyrsta versið í víðara samhengi. Að þá kemur það svona út. Það er engin tilgangur í þvi fyrir þau sem tilheyra Kristi Jesú, að vera dæma sig sjálf.

Svarið kemur svo strax í 2 versinu. Þar sem segir við höfum verið frelsuð frá lögmáli syndar og dauða. Það sem lögmálið gerir, er að þá sýnir okkur svart á hvítu. Hvað er rétt og hvað er rangt. Gerumst við sek eða brotleg við lögmálið sjálft. Að þá dæmir það okkur sek.

Við vitum að við gætum alldrei farið eftir öllum þessum reglum lögmálsins, allveg sama hversu hart við myndum leggja okkur fram í því að gera sem best. Það kæmi alltaf upp sá tímapunktur að við myndum bregðast, eða missa marks, eins og það er orðað. Þegar okkur verður á, að þá kemur sektarkennd, skömm og ótti um að vera ekki nógu góð. 

Allir þessir hlutir valda því, að við fjarlægjumst Guð án þess að hafa ætlað okkur það í fyrstu. Þess vegna er svo mikilvægt að skilja og meðtaka. Að við erum ekki lengur undir lögmáli, heldur undir náð. 

Náðin er samt ekki gjafabréf til að lifa í synd, hún er betri leið til að losna frá synd. Hún er betri leið til að setja okkur frjáls. Frjáls frá fjötrum, frjáls frá ófyrirgefningu, frjáls frá sektarkennd, frjáls frá skömm, frjáls frá höfnunarkennd, frjáls frá sjálfstortímingju, frjáls frá öllu því sem gerir okkur fjarlæg Guði.

Náðin felur í sér að treysta á náðarverk Jesú á Krossinum. Náðin er líka persónan Jesús Kristur, sem lifir innra með okkur. Hún er Guðs gjöf til þín. Hún er kraftur Guðs til þín, hún er fyrirgefning Guðs til þín, hún er elska og kærleikur Guðs til þín, Hún hefur Guðleg áhrif á hjarta þitt. Náðin umbreytir þér innan frá og út. Náðin opnar aðgang að hásæti Guðs. Sem þýðir að þú getur komið hvenær sem er, fram fyrir Guð vitandi að hann elskar þig, sama hvað þú hefur gert, og allgerlega óháð því hversu oft þér finnst þú hafa brugðist sjálf/um/ri þér.

Náðin er stærri og meiri en mistök þín, náðin er ný á hverjum degi, hvern dag hefur þú tækifæri, til að fá nýtt upphaf og nýja byrjun. Á hverjum degi færðu tækifæri, til að gera þitt besta.

Það sem er svo gott við náðina að hún réttlætir þig 100 % fyrir golgata, voru bara 3 persónur sem höfðu gengið á jörðinni verið 100% réttlátar. Adam og Eva fyrir syndafallið, og svo Jesús sjálfur. En í dag, erum við öllum 100% réttlát sem höfum gert Jesú Krist að Drottni okkar og frelsara.

Jesús sagði, ef réttlæti ykkar ber ekki af réttlæti fareisea og fræðimanna, munuð þið alldrei vera hólpin. Hvernig má svo vera ? Staðreyndin er sú, að á þessum tíma sem lögmálið var í gildi, að þá reyndu menn að réttlætast fyrir verk sín. Þeir treystu á sitt eigið ágæti. En þegar það kemur að náðinni, að þá felur það í sér, að treysta á náðarverk Jesú á Krossinum. Jesús er mitt réttlæti. Með því að meðtaka náð Guðs, þá meðtek ég réttlæti Krits, og verð réttlæti Guðs í honum. 

Ég er krossfestur með Kristi, sjálfur lifi ég ekki framar, heldur lifir Kristur í mér. Lífinu sem ég lifi hérna á jörðinni. Lifi ég í trú á son Guðs, sem elskar mig, og gaf líf sitt í sölurnar fyrir mig.

Kristur lifir innra með sérhverjum sem á hann trúir. Þess vegna er það tímasóun að vera dæma sig fyirr þau mistök sem maður hefur gert. Það er tímasóun, að lifa í fortíðinni og minna sig á það sem maður hefur gert rangt. Staðreyndin er sú, að við verðum að horfast í augu við sjálf okkur, hver við erum og við það sem við höfum gert. Fyrirgefa sjálfum okkur og öðrum svo við getum verið frjáls, og fara til þeirra sem við höfum skaðað og gera upp við þau.

Náð Guðs setur okkur frjáls.


Hugleiðing

1.kor.1:  9Trúr er Guð sem hefur kallað ykkur til samfélags við son sinn Jesú Krist, Drottin vorn.

 

Hvað þýðir það að vera kallaður til samfélags við Krist ? Að eiga samfélag, hefur með samskipti að gera. Þegar við lifum okkar lífi án Guðs. Að þá er oft tómarúm innra með okkur, sem við reyndum að fylla upp í á mismunandi hátt.

Peningar geta ekki fyllt upp í þetta tómarúm, eignir geta það ekki, annað fólk getur það ekki. Og hvað sem við reynum að fylla þetta tómarúm með, að þá eykst það ef eitthvað er.

Ég held að á vissum tímapunktum í lífum okkar, að þá upplifum við þetta. Þar sem við höfum allt til alls, en samt er eins og það vanti eitthvað. Ég upplifði þetta vorið 1999. Ég hafði allt til alls, en samt var eitthvað sem vantaði. Partur af mér vildi fá Guð, en ég gerði mér ekki grein fyrir því þá. Það sem ég gerði á þessum tímapunkti, er að ég fór að drekka daglega og taldi það færa mér einhverja hamingju, að vera allaf fullur. En það gerði það ekki. Á ákveðnum tímapunkti, hætti áfengið að virka. Það var ekki lengur gaman að drekka, þetta fór að vera kvöð. 

Það sem ég hélt að myndi veita mér gleði í lífinu, virkaði ekki lengur. Fikt við sterkari efni, komu mér ennþá meira á botnin. Stjórnleysi einkenndi líf mitt. Ég missti tökin á lífinu. Og stefndi á hraðri leið niðurávið.

Margir hafa verið í þeim sporum að hafa talið eitthvað veraldlegt veita sér hamingju. Þeir sem eiga mikið af peningum, falla oft í þá gryfju, að verða gráðugir í meiri peninga. Og oft á tíðum framkvæma menn siðlausa hluti, bara til þess eins að eignast meiri auðæfi. Sá staður sem menn fara á í þeim málum er ekki góður. En svo vitum við líka að það er til mikið af auðugu fólki sem er snjallt í viðskiptum oflr, sem er gjafmilt og gott, og notar auð sinn til að vera öðrum að gagni, og til hjálpar.

En þegar ég var komin á þann stað að ég réði ekki við líf mitt lengur, að þá var lífslöngunin horfin, og aðeins svartnætti framundan. Ég misti sjónar af þeim tilgangi, afhverju ég var skapaður og hvað það var, sem var ætlast til af mér í lífinu.

Á ákveðnum tímapunkti, upplifði ég uppgjöf, og aðstæður leiddust þannig, að ég gaf líf mitt til Guðs. Síðan þá hefur margt breyst.

Guð hefur fyllt upp í þetta tómarúm, gefið lífi mínu meiri tilgang, tekið burt margt slæmt úr fari mínu. Læknað sár lífsins. Breytt karakter mínum. Og gert mig að betri manni í dag, en ég var þá.

Vissulega halda sumir, að vera kristin, þýði það að þú eigir að vera fullkomin og megir ekki gera nein mistök. Það hlakkar í mörgum ef okkur verður á, og það er notað gegn okkur. En það sem fólk skilur ekki. Er að það sem gerist þegar við tengjumst Guði, og öðlumst persónulegt samfélag við hann. Að þá förum við að breytast hægt og rólega. Munurinn á þeim sem ganga með Guði og þeim sem ekki gera það. Er sá að sá/sú sem gengur með Guði, er að henni/honum hefur verið fyrirgefið, og fær hjálp frá Guði til að breyta rétt.

En það fylgir því líka ábyrgð. Það er engin að fara eiga samfélag við Guð, fyrir mig. Ég tek ábyrgð á því sjálfur. Hvern dag sem ég vakna, þarf ég að velja Guð, og velja að ganga hans veg. Vissulega, mistekst okkur alloft, og gerum hluti sem við eigum ekki að gera.

En hvern dag, er Náð Guðs ný. Þá hef ég val, hvort ég treysti á sjálfan mig, eða hvort náð Guðs nægir mér. Þetta hljómar kannski eins og ég sé að segja, að það sé allt í lagi að gera ranga hluti, af því að hvern dag er náðin ný. En það er alls ekki það sem ég á við. Það er ekki í lagi, að hafa það hugarfar, þetta er allt í lagi, Guð fyrirgefur mér hvort sem er. Slíkt kallast að syndga upp á náðina og er alls ekki það við eigum að gera.

Ég er mannlegur, breiskur og get ekki gert allt rétt. Ég get ekki treyst á mitt eigið réttlæti. Eina sem ég get gert er að treysta á Náð Guðs. Það sem Jesús gerði á krossinum, nægir mér.Ég get ekki tekið neitt af því, né bætt við náðarverk hans á krossinum.

Það að vera kallaður til samfélags við Guð, þýðir að ég var skapaður honum til ánægju, og til að lifa fyrir hann.

Við göngum oft í gegnum erfiða tíma, og stundum líður okkur alls ekkert vel. En munurinn á mér í dag og áður. Er sá að í dag, get ég tekist á við lífið eins og það kemur fyrir. Áður fyrr gat ég það ekki. Mín leið þá var að fljýja. Áfengi var hlutur af þvi að lifa í raunveruleikaflótta og þurfa ekki að takast á við lífið.

Líf án Guðs, er eins og að vera skip sem siglir út á hafið, hefur engan áttavita, og veit ekki hvert það stefnir. Vissulega hafa flestir plön, drauma og væntingar til lífsins. En hvað svo ? Hvað tekur við þegar lífið á jörðinni er búið ?

Hvað gerist ef ég dey í bílslysi á morgun ? Hvað verður um mig þá ? Það er stóra spurningin sem allir verða að velta fyrir sér. Hvar vil ég enda eftir lífið á jörðinni. Ég veit að ég vil verja minni eilífð með Guði.

Guð skapaði mig fyrir sig, til þess að ég gæti gengið lífð með honum og átt samfélag við hann, en ekki án hans.Við upplifum oft sorg í lífinu, eftir að hafa misst einhvern frá okkur, og það fer misílla í okkur. Þá væntanlega eftir því, hversu persónan sem við misstum var tengd okkur. En ef Guð yrði tekin frá mér, að þá yrði mér það erfiðara en allt til samans sem ég hef gengið í gegnum í lífinu. því ég yrði hjálparlaus og týndur án hans.

Því vil ég halda áfram að lifa fyrir hann og með honum. Lífið er mér Kristur.

 


Læknisfræðileg útskýring á þvi sem gerðist á krossinum

Kraftur Krossins

Læknisfræðileg útskýring á þvi sem Jesús gekk í gegnum daginn sem hann var krossfestur.

 

Læknirinn Truman Davis skrifaði grein, eftir að hafa gert sér grein fyrir því, að hafa tekið krossfestingunni sem sjálfssögðum hlut til margra ára. Hann gerði sér einnig grein fyrir því hversu harðbrjósta hann var orðinn og fjarlægur Drottni. Hann gerði sér grein fyrir því að þótt hann væri læknir. Að þá gerði hann sér enga grein fyrir því hvað það var sem Kristur þurfti að líða á krossinum. Höfundar guðspjallana, hjálpa ekki heldur mikið til í þessum efnum. Þar sem  refsingar með svipu og krossfestingar voru svo allgengar á þessum tímum, sem þeir voru uppi. Að þeir hafa sennilega álitið svo að nánari útlistingar væru óþarfi.

 

Dr.Truman skrifar:

Eftir að Kristur var handtekin um miðja nótt. Var hann leiddur í hús æðsta prestins Kafíasar. Það var sem líkamlegir áverkar byrjuðu að sjást á Jesú. Hermaður sló hann utan undir, og hæddi hann, fyrir að vera hljóður frammi fyrir æðsta prestinum. Hallarverðirnir tóku hann þá, bundu fyrir augu hans, slóu hann í andlitið og hræktu á hann.

En snemma morguns, ílla farin og allur út í sárum,  þurr og örmagna eftir svefnlausa nótt. Þar var hann leiddur fram fyrir Pílatus sem fann enga sök hjá honum, og framseldi hann til Heródesar þar sem Jesús var Galeubúi. Heródes beitti Jesús engu líkamlegu ofbeldi og senti hann aftur til Pílatusar. Það var ekki vegna hróps lýðsins sem Pílatus setti Barnabas lausan, og dæmdi Jesús til pyntinar og krossfestingar.

Mönnum ber ekki saman, hvernig málum var háttað í þessu máli. Flestir af rómverskum riturum á þessum tíma, halda því fram að það hafi verið hróp lýðsins sem olli því að Pílatus gaf skipun um örlög Jesú. Þeir halda því einnig fram að Pílatus hafi ekki verið að reyna verja Cesar, gegn þessum manni sem gaf sig út fyrir að vera konungur Gyðinga.

Undirbúningurinn fyrir svipuhögginn var á þá leið að Jesús var færður úr klæðunum og hendur hans bundnar, og þær festar á gálga , þannig að hendur Jesú voru festar á þann hátt, að þær væru fyrir ofan höfuðið. Það er að segja, að böndin héldu honum standandi, meðan refsingin átti sér stað. Það er vafi á því að Rómverjar hafi fylgt fornum Gyðingalögum, sem fyrirskipuðu meira en 40 högg.

Rómverskur hermaður stígur fram með svipu sem var kölluð flaggellum í höndum sér. Þetta er svipa sem er með 2 járnkúlur bundnar með leðri, í kúlunum eru krókar. Svipunni var beitt með fullu afli, aftur og aftur, á axlir Jesú, bak og fótleggi. Í fyrstu fara krókarnir aðeins í gegnum skinnið, en því meir sem þeim var beitt, því dýpra fóru þeir inn í líkaman og tættu hann upp, sem ollu miklum blæðingum og slæmum skurðum, og tættu upp vöðvana allveg inn að beinunum.

Litlu kúlurnar með krókunum var ætlað fyrst að valda, djúpum skurðum með endurteknum höggum. Að lokum var skinnið allt tætt og bakið var með hangandi skinnfliksur, og líkaminn orðinn óþekkjanlegur og ílla leikinn og miklum skaða valdið, sem ollu miklum blæðingum. Sá sem er við stjórn pyningarnar, gætir þess að sá/sú sem er pyntaður/pyntuð sé nærri dauða, að þær séu stoppaðar. Jesús er síðan leystur úr böndunum þar sem hann, er hálf meðvitundarlaus og allur í blóði, skríðandi um stéttina óstuddur.  Rómversku hermennirnir sáu eitthvað fyndið við þetta, og hæddu Jesú, og kölluðu hann konung Gyðinga. Þeir færðu hann í skarlatsrauða kápu, settu reyrsprota í hendur hans, og gerðu kórónu úr þyrnum, til að fullklára háðung sína. Þyrnikórónan var með þyrnum og þeim þrýst á höfuð hans, þannig að þeir fóru í gegnum húðina, sem ollu enn meiri blæðingum. Einnig var búið að tæta upp æðarnar í líkama hans á mörgum stöðum.

Eftir að hafa niðurlægt Jesú, slegið í höfuð hans, að þá tóku þeir reyrsprotan úr höndum hans, og slögu hann í höfuðið. Höggin urðu til þess að þyrnarnir fóru enn dýpra inn í höfðuðið á honum.  Loks verða þeir leiðir á sínu sadíska sporti, þá eru skarlatsklæðin rifin af honum. Blóðið hafði storknað í skarlatsklæðunum. Um leið og þau voru rifin af, opnuðust sárin aftur og fóru að blæða enn meir. Þetta var eins og hann hefði verið svipaður aftur.

Í varnarskyni gagnvart siðum Gyðinga, skiluðu rómversku hermennirnir klæðum Jesú. Þungur planki af krossinum, sem var í kringum 50 kg, var bundin yfir axlir hans.  Í fylgd Krists, sem var fordæmdur, voru 2 þjófar. Leiðinni var heitið að Via Dolorosa (Golgata). Þar sem líkami hans var örmagna, og allur tættur, sár hans blæddu, var plankinn of þungur fyrir hann til að bera. Hann fellur niður, flísarnar úr viðnum stingast inn í líkama hans,  Jesús reynir að standa upp, en vöðvar líkama hans, hafa verið skaddaðir of mikið, og komin langt yfir öll mörk sem þeir eiga þola.

Símon frá Kýrene hjálpaði svo Jesú að bera krossinn. Jesús reyndi að fylgja með þar sem honum enn blæddi og kaldur sviti kom frá líkama hans. Þar sem 594 metra ferðalagi hans frá höll Pílatusar að Golgata hæð lauk.

Jesús er síðan boðið vín blandað við gall, hann neitaði að drekka það. Símon er svo skipað að leggja niður plankann í jörðina, Bundinn við plankann er Jesús svo snögglega, hent þannig að hann lendir á bakinu, og axlir hans þrýsast fast í plankann. Síðan teygja þeir úr höndum hans, reka niður nagla í gegnum úlnið hans djúpt inn í viðinn. Hann var festur þannig að hann hafði möguleika á að geta lyft sér aðeins.  Síðan er plankanum lyft og hann settur á hinn hlutan af krossinum. Fyrir ofan hann er síðan skilti neglt sem stendur I.N.R.I eða Jesús frá Nasaret konungur Gyðinga.

Fætur hans eru síðan færðar upp á viðinn upp við hvora aðra, hnén reyst aðeins við og nagli síðan negldur í gegnum sitthvora rist hans. En þetta var fest þannig að hann gat hreyft sig örlítið. Fórnarlambið var hér með krossfest. Hægt og rólega byrjar sársauki frá nögglunum að leyða upp líkama hans, allveg upp í heilan. Naglarnir í ristum hans, þrýstu á taugakerfið í líkama hans. Jesús reysir sig svo upp, með því að láta þungan hvíla á ristunum, aftur upplifir hann gríðarlega sársauka.

Á þessum tíma voru hendur hans orðnar örmagna, og krampi komin í vöðvana, sáraukinn var orðin svo gríðarlegur. En þrátt fyrir þetta lyfir hans sér upp.  Vöðvarnir í höndum hans lömuðust og urðu óstarfhæfir. Hann gat dregið að sér andann. Jesús barðist til að reysa sig aftur við, til að geta andað aftur. Það hafa verið sjö stuttar tilvitnanir frá honum á krossinum ritaðar niður.

Það fyrsta er þegar hann lítur niður á rómversku Hermennina að kasta upp á klæði hans: Faðir fyrirgef þeim, þeir vita ekki hvað þeir eru að gera.

Annað er þegar hann talar til annars þjófsins: Í dag segi ég þér, þú munt vera með mér í Paradís.

Þriðja er þegar hann lítur á Jóhannes og segir: Gætu móður þinnar, og lítur síðan á Maríu móðir sína og segir: Gættu sonar þíns.

Fjórða er er hróp sem var spáð fyrir um í byrjun sálms 22: Guð minn , Guð minn, afhverju hefur þú yfirgefið mig ?

Klukkustundir af stanslausum sársauka, voru farnir að taka sinn toll af líkama Jesú. Hann barðist við að lyfta sér upp aftur og aftur. Þá byrjar annað að koma fram í líkama hans. Þungur verkur byrjar að myndast í bringu hans, loft fer að safnast saman við hjarta hans, og byrjar að mynda mikin þrýsting á hjartað.

Þarna var þessu allveg að ljúka, allur lurkum lamin, berst hjarta hans við að slá, lungu hans byrja að gefa sig  og þau berjast við að fá súefni. Blóðið í líkama hans var orðið þykkt, eftir mikið vökvatap og allur sársaukin leiðir upp í heila.

Fimmta tilvitnunin er: Mig þyrstir:                                                                                                                                                                   Einn hljóp til, tók njarðarvött og fyllti ediki, stakk á reyrstaf og gaf honum að drekka. Hann tók ekki við neinu af vökvanum. Líkami hans var orðin örmagna, og hann fann hvernig dauðinn kom yfir sig.

Það varð til þess að það sjötta tilvitnunin kom fram: Það er fullkomnað

Tilgangur hans varð fullkomnaður á þessari stundu. Loksins gat hann leyft líkama sínum að deyja. Á síðasta andartaki hans.

Kom fram sjöunda tilvitnunin: Faðir í þínar hendur fel ég anda minn.

Restina vitið þið. Til þess að vanhelga ekki hvíldardaginn, óskuðu gyðingarnir þess að þeir sem voru krossfestir yrðu drepnir og fjarlægðir af krossunum. Lokastig krossfestingarnar var gert á þann hátt, að fætur þeirra voru brottnir. Það var til þess gert, að þeir gátu ekki haldið sér uppi á fótunum til að geta andað. Fæturnir á þjófunum tveimur voru brotnir, en þegar hermennirnir gengu að Jesú, sáu þeir að það var ekki þörf fyrir að brjóta á honum fæturnar. En til að ganga úr skugga um að þessu yrði fullnægt, að þá stakk hermaður spjóti sínu í síðu hans og gegnum hjartað. Samkvæmt Jóhannesar guðspjalli, 19 kafla og 34 versi: Að þá kom út úr líkama hans, vatn og blóð. Vatnið eða vökvin úr blóðinu hafði aðskilist í kringum hjarta hans. Það gefur þá sönnun að Jesú dó ekki venjulegum krossfestingar dauða, heldur dó hann vegna þess hve hjarta hans var sundurkramið.

 


Hvernig á að skilja karlmenn - Leiðarvísir

Á Facebook hefur gengið grínmynd af mjög þykkri bók, sem kallast að skilja konur. Þá er átt við að við karlmenn þurfum að lesa þetta til að skilja þær. En þegar það kemur að því að gera leiðarvísir um hvernig konur eigi að skilja karlmenn. Að þá er það skoðun mín og sannfæring , að skrifa slíka bók væri tóm þvæla, líkt og með bókina að skilja konur. Vissulega hefur maður lært í gegnum árin, að það eru til vissar týpur af fólki.

En hvernig á að skilja karlmenn ? Í fyrsta lagi hef ég ekki svarið við því, við erum ólíkir eins og við erum margir. Stundum skiljum við ekki sjálfa okkur.

Það er mín persónulega skoðun að þegar það kemur að því að eignast maka. Að fólk þurfi að gefa sér tíma til að kynnast og sjá hvort það eigi einhverja samleið, í stað þess að hoppa í bólið og byrja á röngum enda.

Persónulega finnst mér að grunnurinn eigi að vera vinátta, traust og virðig, áður en lengra er haldið. En það er bara ég. Margir eru mér ósamála með það, en það er líka allt í lagi.

En þetta er einungis þegar það kemur að því að læra skilja okkur karlmenn. Að þá endurtek ég mig og segi, við erum ólíkir eins og við erum margir. Ég hef oft haldið því fram að ég sé mjög einfaldur. Sem er rétt að mörgu leyti. Ég þykist ekki líka við fólk, slíkt finnst mér vera rangt. Mér þarf ekki heldur að líka við alla. En ég kem samt ekki ílla fram við neinn viljandi. Geri ég slíkt, að þá reyni ég eftir fremsta megni að biðjast afsökunar og sýna breytta hegðun , gagnvart þeim , til betri vegar.

Þegar mér hefur verið lýst af öðru fólki, þ.e.a.s þegar það lýsir mér, að þá hefur orðið einlægni oft komið fyrir. Ég held að slíkt sé góður kostur, og reyni að halda í einlægnina sem mest. En jú þetta á að vera leiðarvísir um hvernig á að skilja karlmenn. Ég get bara skrifað leiðarvísir af sjálfum mér.

Kosturinn við það að fólk sé ólíkt eins og það er margt, er að við getum lært af öllum, veljum við að gera slíkt. Það er ástæða fyrir því, afhvejru sumir stoppa mislengi inn í lífum okkar. Við getum lært af öllum og orðið betri útgáfa af okkur sjálfum.

Ég var mjög viltur og óheflaður, þegar ég lagði áfenginu og ruglinu á hilluna. Þá kunni ég ekki að taka leiðsögn, kunni ekki heilbrigð samskipti. Kunni ekki að segja nei, átti erftitt með að standa með sjálfum mér, var hræddur, átti erfitt með að skilja og stjórna tilfinningum mínum, og skilja þær. Ég þekkti ekki sjálfan mig eins og ég raunverulega var, þar sem ég hafði eitt mörgum árum í að þykast vera einhver annar en ég er í dag. Þannig að spurning mín á þeim tíma fyrir 17 árum síðan, var: Hver er ég ?

Með mikilli sjálfsvinnu eins og í 12 sporakerfinu oflr. Þar hef ég fengið að sjá kosti mína og galla. Ég hugsa að það reynist okkur oft erfiðara að sjá kostina okkar en gallana í eigin fari, og jafnvel annara.

Fyrsta hvað mig persónulega varðar sem karlmanns, að þá er ég ekki eins og flestir, ég skammast mín ekki fyrir það. Ég þori að vera öðruvísi. Ég er ekki allra, ég get ekki fengið alla til að líka við mig, né reynt að þóknast öðrum. 

Margir virðast hafa skoðun á mér og telja sig þekkja mig, en ég sletti ensku hérna á milli og segi, you dont know me. Nema að því leiti sem ég hef leyft þér að þekkja mig. Ég var mjög lokaður, en er það ekki í dag. Jafnvel stundum verið of opin. Ég árið 2002 er langt frá því hvernig ég er í dag. Allan tíman, hef ég reynt að leggja hart að mér, að vinna í sjálfum mér, til að verða besta útgáfan af því sem mér er ætlað að verða.

Er ég komin með etta ? nei fjarri fer því, ég er enn að þroskast og enn að læra. Lífið er skóli. Ég reyni að læra af öllum til þess að verða betri persóna, og reyni að sýna öðrum virðingu.

Ég hef oft verið skammaður fyrir það að vera of góður eða vingjarnlegur þegar það kemur að því að tengjast persónu af gagnstæðu kyni. Fólki er frjálst að hafa þá skoðun og ég virði það. En það er mín skoðun að ég er ekki allra, og það mun koma sá tími að ég finni persónu sem kann að meta mig fyrir það sem ég er.

Verstu mistök sem hægt er að gera, er að reyna stjórna mér, eða breyta mér. Slíkt vil ég ekki. Ég held að flest fólk geri þessi mistök. Reyni að breyta hvoru öðru í stað þess að læra inn á hvort annað og virða það. Allavega er það mín einlæga skoðun og sannfæring að maður tekur fólki með kostum og göllum. Helsta áskorunin er að vera ekki að reyna stjórna öðrum eða láta ráðskast með sig.

Þegar það kemur að vináttu, að þá tel ég að það sé best að taka þá kröfu af öðrum að það eigi að vera fullkomið. Vinir eru yndislegir og þarfir. En þeir eru líka mannlegir, takmarkaðir , gæddir kostum og göllum. En við lærum að elska þá fyrir það sem þeir eru, en ekki eins og við viljum hafa þá.

Karlmenn geta litið út á yfirborðinu sem harðir og kaldir í sumum tilvikum. En ég trúi því, að innra með öllum leynist gæska og góðvild. Það er bara ekki allra að draga það fram. Börnin eru þau sem eru best í þessu, draga fram kærleika, góðvild og gæsku í karlmönnum. Allavega í mínu tilviki. Þau mýkja okkur upp. Þýðir það að við séum veikir þegar slíkt gerist ? Nei fjarri fer því, það að geta sýnt tilfinningar án þess að vera spá í hvað öðrum finnst er styrkleiki.

Karlmenn sem geta viðurkennt veikleika sýna og beðist afsökunar, þegar þeim verður á, eru sterkir karlmenn, og sannir karlmenn. Eru hinir þá feik ? Nei alls ekki, þeir eru bara ekki komnir lengra á þessu sviði.

Ég held að á sumum sviðum karlmenn séu allmennt mjög þroskaðir, og á öðrum mjög óþroskaðir. En ábyrgðin er alltaf okkar að nýta lífsins aðstæður til að læra og þroskast.

En nú tel ég þessi skrif vera orðin ágætlega löng, hvernig á að skilja karlmenn ? Á sama hátt og konur. Að gefa sér tíma til að kynnast þeim. Ég get ekki alltaf skilið konur, en ég get hlustað og verið til staðar.

En það er samt eitt sem ég verð eiginlega að koma frá mér.Það snýr að ykkur konur. Afhverju hlaupa margar hverjar ykkar í burtu þegar þið kynnist góðum karlmanni ? Er það af því að þið eruð ekki vanar því að vel sé komið fram við ykkur, eða kunnið þið ekki að taka við því ? En svo þegar það kemur karlmaður, sem metur ykkur sem sorp og kemur ílla fram við ykkur að þá er hlaupið í fangið á þeim. Ég hugsa að slíkt sé leit að falsöryggi. En af allri virðingu, að þá höfum við val til að velja og hafna. Þetta er einungis pæling sem ég er að velta fyrir mér, en ekki staðhæfing. Svo allir geta andað rólega.


Hugleiðing

Lífið er ekki alltaf dans á rósum , og okkur þarf ekki alltaf að líða vel. Það koma daga sem okkur líður ílla. Erum hrædd eða kvíðin, upplifum óöryggi og alls konar hlutir sem reyna að taka frá okkur fókusinn af því sem við stefnum að.

Mér verður þá minnistætt orð úr Jakobsbréfinu, líði einhverjum ílla, þá biðji hann. Einnig minnir ritningin okkur á að fela málefni okkar í Guðshendur. Það sem ég upplifi persónulega, hvað bænina varðar, er innri ró og meiri gleði.

Þetta tímabil ársins sem er núna, er oft erfitt hjá mörgum. Þá sérstaklega þunglyndi. Ég þekki það af eigin raun að dýla við slíkt, og þá sérstaklega í desember og janúar. Skammdegið og kuldin getur haft sín áhrif, á líðan okkar.

En Biblían talar um að Gleði Guðs er hlífiskjöldur okkar. Þannig að vörn mín við þunglyndi, er gleði Guðs. 

Orð eru skapandi og hafa áhrif. Til dæmis ef ég tala þessi orð yfir mig daglega, að þá verða þau að veruleika. Einnig hjálpar það til að lesa í orðinu, biðja og hlusta á lofgjörð.

Ég er allavegana þannig gerður, að ég er mjög áhrifagjarn, og þarf að gæta mín á hvað ég horfi, hvað ég hlusta á, og hverja ég umgengst. 

Okkur tekst ekkert alltaf vel upp í samskiptum við aðra. En það er líka allt í lagi, því við reynum að gera okkar besta hvern dag, og gerum bara betur næst.

Þegar það kemur að samskiptum sem fara á mis, að þá hefur það alltaf reynst mér best að líta inn á við og skoða hvað ég get lagað eða gert betur. Því ég get ekki stjórnað því hvernig aðrir eru, hvernig þau bregðast við oflr.

Ég held að erfiðasti parturinn er að viðurkenna sín eigin mistök. Því að allveg frá Aldingarðinum í Eden, hefur það verið partur af manninum að kenna öðrum um það, sem miður fer. Adam svaraði, konan sem þú gafst mér lét mig gera þetta, og Eva svaraði einnig , höggormurinn lét mig gera þetta. Það sést strax að þau vildu ekki taka ábyrgð á því sem þau höfðu gert. Hvað þetta varðar að þá er þetta svoldið ríkt í okkur öllum. Það þarf hugrekki til að viðurkenna breiskleika sinn og mistök, og það gerir okkur sterkari. 

Persónulega finnst mér gott að gera mér grein, fyrir því að ég er afskaplega takmarkaður, ég þarf ekki að kunna allt, ég þarf ekki að vita allt, ég þarf ekki alltaf að hafa rétt fyrir mér. Ég má vera ég sjálfur, með kostum mínum og göllum.Það sem gefur mér þetta frelsi, er náð Guðs. Guð elskar mig eins og ég er. Og ég held að stærstu mistökin hjá þeim sem eru ný í trúnni og jafnvel eldri. Er að þau fara að breyta sér sjálf. Allavegana gerðist það hjá mér, ég lagði hart á mig að breytast, en hrasaði marg oft. Það sem gerðist er að sektarkennd kom inn og skömm, hugsanir eins og ég er ekki nógu góður oflr.

Leyndardómurinn er sá, að það er Guð sem breytir okkur innan frá og út, það er breyting sem varir og færir okkur frelsi. Boð og bönn eins og ég má ekki oflr. Hafa neikvæð áhrif á mig og eflaust fleyrri. Ekki það að mig langi til að brjóta lögin, heldur þetta haft þú mátt ekki. Það sem ég upplifi við náðina er, að mig langar ekki til að gera það sem rangt er, mig langar til að gera það sem rétt er í augum Guðs.

Náð Guðs er verð þess að vera skoðuð , stúderuð og reynd. Það er mín upplifun að Náð Guðs bregst alldrei. Náð og friður sé með yður ...


Bænin hugleiðing

Þegar það kemur að bæninni, að þá er heil flóra af viðfangsefnum, hvað hana varðar til að leiða hugan að. En það sem er í huga mínum er sameigileg bæn fólks sem er að kynnast og taka saman. Þá á ég við kristið fólk sem á samfélag við Guð. Ég hugsa og trúi því að bænin skipti miklu máli hvað það varðar. Að fólk geti farið saman fram fyrir Guð, og gefið honum tíma saman, og leyft honum að komast að í sambandinu. Fyrir þau sem eru ekki kristin að þá gæti þetta hljómað svoldið skrítið. 

En til að útskýra mál mitt, að þá sagði Jesús í Matt.19:6 Framar eru þau ekki tvö,heldur eitt, það sem Guð hefur tengt saman, má maðurinn eigi sundur skilja.

Síðan talar um það annars staðar að betri er þrefaldur þráður en tvöfaldur.

Allavegana er minn skilningur á þessu. Að fólk sem er skotið í hvort öðru og byrja kynnast. Að þá skipti máli, að þau leiti leiðsagnar frá Guði. 

Vera má að annar aðilinn sé feiminn og þori kannski ekki allveg strax að biðja upphát með hinum makanum. Að þá er það mín persónulega skoðun, að það ætti alldrei að vera nein þvingun í því að báðir aðilar þurfi að biðja. Því eins og Jesús sagði, framar eru þau ekki tvö heldur eitt. Þannig að annar sem þorir að biðja upphátt, biður ekki fyrir hönd sjálfs síns, heldur fyrir hönd beggja aðila. Það er allavegana mín skoðun og virðing og kærleikur ríki í samskiptum fólks, þegar það kemur að þessum part og öllum líka.

Ég trúi því að bænin, getur líka verið leið, til að vera öðrum að gagni, Og hjálpað okkur að vera ekki eigingjörn. Stundum hef ég verið að biðja með mörgum öðrum, þar sem bænin gengur hringinn. Í byrjun nefna allir bænarefni sem þau vilja fá hjálp með. En stundum þegar það kemur að vissum aðilinum. Að þá snýr bænin eingöngu að þeim persónulega, en ekki öðrum. Það er mín persónulega skoðun, að slíkar bænir ættum við að eiga í einrúmi. Og læra að hlusta á hvert annað og vera samhuga í bæninni. Guð heyrir jafn vel í okkur öllum. Allavegana er ég það sérvitur, að ég hlusta eftir bænaefnunum og það hvernig aðrir biðja, er þeim sammála og læri af þeim. Síðan þegar það kemur að mér, að þá reyni ég að hlusta eftir því hvað Heilagur Andi, hefur að segja. Síðan bið ég það út.

Vera má að ég sé eitthvað fanatískur þegar það kemur að þessum atriðum. En ég vil sýna metnað þegar það kæmur að bæninni. Því hún er andardráttur trúarinnar, og skiptir miklu máli. Þess vegna skoða ég vers sem innihalda leiðbeiningar í ritningunni. Hvernig skuli biðja, hvern á ég að ávarpa oflr.

Fólk biður misjafnlega og það er margt. Ég skoðaði sérstaklega, hvernig Jesús bað. Og hvernig hann leiðbeindi lærisveinunum í bæninni. Það sem ég sé þar, er hvernig skuli ávarpa í bæn. Því Jesús bendir okkur alltaf á að ávarpa Föðurinn.

Til að færa rök fyrir þessari skoðun minni og sannfæringu. Að þá talar Páll Postuli um , að þegar við komum til Krists og frelsumst, Að þá fæðumst við að nýju, og við öðlumst barnaréttinn. Og verðum Guðs börn. Páll notar orðið Abba, sem þýðir pabbi. Þetta gefur mér þannig skilning. Að Guð er kærleiksríkur, hann elskar mig, og í gegnum verk Krists á krossinum að þá verð ég sonur. Þannig að nálgunin að honum breytist. Ég veit að hann er mér nálægur, en ekki fjarlægur. Hann hefur velþóknun á mér, hann er ánægður með mig og vill mér allt það besta, því ég er barnið hans.

Jesús sagði: Hvað sem þið biðjið Föður minn um í mínu nafni, mun hann veita ykkur. Þannig að fyrir mér er þetta mjög einfalt, ég á samfélag við Föðurinn í Jesú nafni undir leiðsögn Heilags Anda.

Hvort sem fólk segir að það skiptir ekki máli hvernig maður ávarpar Guð. Að þá er það kannski öðruvísi hjá þeim sem eru ný í trúnni. En við þurfum að þroskast og læra að hlusta á Guð. Að þá er það mín persónulega sannfæring og trú. Að það sem Guð segir að sé rétt, er rétt og engin málamiðlun þar á milli. Jesús gaf okkur nákvæmar leiðbeiningar varðandi bænina. Og þess vegna trúi ég því að það skipti máli að fylgja þeim, og þroska með sér bænalífið út frá Orði Guðs, sem er Biblían. 

Talað er um vatnið og Andinn. Þannig að Lestur í Biblíunni og læra að biðja út loforð og fyrirheiti Guðs, skiptir máli.

Það má vera að einhver sé mér ósammála hvað þetta varðar, að þá er það líka allt í lagi mín vegna. En ég persónulega vel að gera þetta á þennan hátt og uppsker eftir því.


Að bregðast við

Að bregðast við aðstæðum er eitthvað sem ég hef verið að hugleiða undanfarið. Stundum koma upp aðstæður þar sem allt virðist bila eða fer ekki á þann veg sem við ætluðum því. Að þá er það hugarfarið sem skiptir töluverðu máli.

Tökum dæmi: Ég vakna þreyttur, er viðkvæmur fyrir áreiti og lítið þarf til að hugsanirnar fari á þann veg að allt er ómögulegt, eða fíflunum fjölgar í kringum mig. Hver er þá mín ábygð í þessu, fyrir utan að passa betur upp á svefninn ? Hún er jú að bregðast við aðstæðum og snúa þeim til betri vegar. Það sem mér hefur lærst, er að hugarfar mitt er á minni ábyrgð. Því er það valkostur minn að bregðast við þessum hugsunum og snúa þeim til betri vegar.

Um leið og ég sætti mig við það, að allt er ekki eins og ég vil hafa það. Að þá losnar hugur minn undan neikvæðni og dæmandi hugarfari.Ég get gert það besta úr deginum eins og mér er unnt, hverju sinni. Þá kemur æðruleysisbænin þar inn í og hjálpar til, Guð gefðu mér æðruleysi til að sætta mig við það, sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli.

Fyrsta sem ég sé í " Æðruleysisbæninni" er það sem ég nefndi fyrst, að sætta mig mínar eigin takmkarkanir, ég er ekki Guð, ég get ekki stjórnað því sem gerist í kringum mig, ég get ekki stjórnað því hvernig aðrir eru. Hvað þau segja eða gera. Ég get ekki stjórnað því að allt fari á þann veg sem mig langar til að það fari.

Kjark til að breyta því sem ég get breytt, er að þyggja styrk frá Guði og taka leiðsögn frá honum, til að breyta rétt. Eitt af því sem reynist okkur oft erfit er að taka leiðsögn. Því við erum oft gjörn á því að vilja fara okkar eigin leiðir. Mín eigin leið í lífinu leiddi mig í þrot, og það oftar enn einu sinni. Þess vegna þarfnast ég kjarks til að breyta rétt og treysta því sem Guð segir að sé rétt. Traust er eitthvað sem er áunnið í mínum huga. Ég treysti ekki hverjum sem er, og þarf ekki að gera það. En það er samt alltaf á mínu valdi að taka ákvörðun um að treysta fólki, með það í huga að fólk er mannlegt, og ég get ekki haft þá kröfu á þeim að þeir þurfi að vera fullkomnir. Hins vegar hefur traust mitt til Guðs vaxið stöðuglega, ég þarf ekki að efast neitt, því reynsla mín sínir mér, að hann bregst ekki, hefur alldrei brugðist og mun alldrei bregðast. Það er mín upplifun og skilningur sem ég hef á Guði. Hann er traustins verður og sá eini sem er þess verður að hafa 100% traust hjá mér.

Að öðlast vit til að greina á milli þess sem ég vel, kemur ekki á einum degi. Ég rek mig á og dett, en hef alltaf þann valkost að standa aftur upp og halda áfram. Það er það sem gerir okkur að sigurvegurum. Að gefast ekki upp og reyna aftur. Þegar ég hætti að drekka og dópa fyrir tæpum 17 árum síðan, að þá hélt ég að ég gæti í mesta lagi verið edrú í hálft ár. En gangan með Guði hefur kennt mér og sýnt mér annað. Að þetta er hægt einn dag í einu. Það að hafa náð löngum edrútíma, gerir mig ekki betri en þá sem strögla við edrúgönguna. Við erum öll jöfn, og eina sem skiptir máli, hvað þetta varðar, er að ég er edrú í dag. Það skiptir máli hvað ég er að gera með líf mitt og hvernig bæði líkamlega og andlega ástand mitt er hverju sinni.

Vörn mín gegn fyrsta glasinu er Guð. Hann tók löngun í breytt ástand frá mér og hefur veitt mér frelsi til að vera edrú einn dag í einu. Þó svo að langt sé um liðið síðan ég hætti drykkju, að þá er ég ekki komin með þetta og get sest í helgan stein við að vinna í sjálfum mér. Það sem hefur reynst mér best í gegnum öll þessi ár, er að eiga vitundar samband við Guð,samkvæmt mínum skilningi á honum. Bestu tímabil mín eru þau, þegar ég er að hjálpa öðrum án þess að ætlast til þess að fá eitthvað til baka. Það sem gerist hjá mér, þegar ég gef af mér, er að ég öðlast meiri kraft til að framkvæma, ég upplifi meiri gleði, óttaleysi og er frjáls.

Það er það sem gerir edrúmennskuna svo góða og eftirsóknaverða, er að mér líður vel í eigin skinni, ég get tekist á við lífið eins og það kemur fyrir hverju sinni, án þess að hugsa út í það að þurfa drekka áfengi aftur. Fyrir Náð Guðs að þá stend ég ennþá þrátt fyrir marga storma í lífinu síðustu ár, og vona að svo verði áfram komandi ár.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband