Færsluflokkur: Bloggar

Skiptir hugarfar mitt máli ?

Hvernig samsömum við okkur við umhverfið í kringum okkur ? Hvernig tengjumst við náunganum ? Með hvaða augum horfum við á aðra ? Erum við meðvituð það sem er að gerast í kringum okkur ? Allar þessar spurningar eiga rétt á sér. En þó get ég einungis svarað gagnvart sjálfum mér. Enda ber ég einungis ábyrgð á sjálfum mér og dóttir minni.

Reyndar þarf ég að bera ábyrgð á hegðan minni, á því sem ég hugsa, segi og geri. Því jú allt þetta hefur áhrif.

Finnst mér fólk vera fífl ? Það gæti vel verið, en er það þá ekki bara mér sem finnst það ? Það þarf ekki að vera staðreynd um aðilann. Þetta er einungis staðreynd um mitt  eigið hugarfar.Þetta sýnir mér nákvæmlega , hvar ég er stattur hugarfarslega. Í góðri bók stendur, þegar fíflunum í kringum þig fjölgar, þá er eitthvað að hjá sjálfum þér, en ekki hinum í kringum þig.

Hvað skiptir þá mestu máli í þessum öllu saman, jú það er hugarfarið mitt. Þannig að staðreyndin í þessu öllu saman, er ekki að umhverfið eða aðrir eru vandamál eða mér til ama, heldur hugarfar mitt. Hver hefur ekki hugsað ó hvað ég vildi að þessi væri svona eða allir væru eins og þessi, þá væri heimurinn miklu betri.

En eitt getum við huggað okkur við, við getum ekki stjórnað því hvað aðrir hugsa, aðeins okkar eigin hugarfari.Er allt ómögulegt ? Líður þér ílla ? Hefurðu spáð í hvaða hugsanir þú ert með ? Hvernig þú talar um aðra ? Eða hvað þú gerir og segir ?

Væri okki ekki nær að huga svoldið að sjálfum okkur fyrst ? Breyta því hvernig við hugsum, tölum og framkvæmum ? Þegar hugarfar okkar breytist til hins betra, þá verður umhverfið í kringum okkur betra. Fíflin hverfa og fólk laðast frekar að okkur.

Neikvæðni er ekki aðlaðandi , en jákvæðni er það... þitt er valið, það stjórnar engin þinni líðan nema þú, það stjórnar engin þínum hugsunum nema þú. Það stjórnar þvi enginn hvernig þú talar nema þú. Það ber engin ábyrgð á því sem þú gerir, nema þú,

Jákvætt hugarfar skilar 33% meiri árangri í verkefnum og vinnum, en neikvætt hugarfar.Að sjálfssögðu eigum við okkar misjöfnu daga. En valið er alltaf okkar, hvernig bregst ég við umhverfinu, hverju sinni. Lífið væri ekkert gaman, ef hlutirnir væru alltaf eins ...


Er Íslam hættulegt ?

Sú umræða sem hefur verið hvað heitust á Íslandi síðustu mánuði, er málefni múslima. Eftir að hafa sitið á námskeiði og hlustað á nokkra áhugaverða punkta. Að þá hefur það verið mér til mikllar umhugsunar.

Ég ætla mér alls ekki að gera lítið úr trú neins. Því okkur ver að virða val hvers annars. Það sem er mér umhugsunarvert hvað þetta varðar er Moskvan. Áður en ég tjái skoðun mín hvað það varðar, að þá langar mig að koma því á framfæri. Ég er ekki á móti einum né neinum. Elskum alla jafnt, er það sem ég hef ákveðið að temja mér og er ennþá að þroskast.

Ég hef ekkert á móti því að hafa múslima á Íslandi, og hræðist það ekki, ég hef ekkert heldur á móti því að þeir hafi sín bænahús og tilbiðji sinn Guð, sem er reyndar sami Guð og við hin kristnu trúum á, en birtingarmyndin ekki sú sama. Það sem veldur mér hins vegar áhyggjuefni, er hvaðan kæmi fjármagnið til að byggja moskvuna ? Því að heimildir eru fyrir þvi að margar moskvur eru fjármagnaðar af glæpamönnum eða öfgamönnum innan Íslam. Það sem ég persónulega myndi velta fyrir mér, gætu öfgahópar komið að baki fjármögnunni að Moskvunni eða ekki ? Það er allveg vert að spyrja sig , hvaðan kemur fjármagnið til að byggja.

Mér finnst það allt í lagi að hafa málefnalegar umnræður um Íslam . Fólk þarf ekki að vera sömu skoðunar eða sammála. En reynslan sínir, að með því að skapa umræður, fara fordómar.

Varðandi öfgahópa, að þá leynast þeir í öllum trúarhópum, og eru yfirleitt einstaklingar sem fremja voðaverk í nafni trúarinnar, og ættu í raun að flokkast sem glæpamenn.Slíka menn ætti ávallt að uppræta.

Staðreyndin er sú að Íslam, Gyðingtrú og Kristni á rætur sínar að rekja til Abrahams og sonum hans. Ísmael sem var sonur Hagar Ambáttar er forfaðir Múslima, og Ísak Gyðinga og Kristna. Rétt eins og það eru margar stefnur innan kristinar trúar, að þá eru það líka innan Gyðingdómsins og Íslam ... Kristin trú kemur út frá Júdaisma innan Gyðingdómsins.

En það er svo annað sem maður veltir fyrir sér, fyrst trúin er á sama Guð innan þessa þriggja trúarbragða, afhverju geta þá ekki allir lifað í sátt og samlyndi? Deilur Gyðinga og Araba má rekja niður til Ísmaels og ísaks. Þar er talað að hönd þeirra myndi vera upp á móti hvorum öðrum alla tíð. Þannig að lifa í þeim draumórum að það muni koma friður þarna á milli, er ágætis fantasía, because it want happent .. sorry folks ..

Trú sem slík er ekki hættulegt umhverfinu eða samfélaginu. Heldur það sem menn gera í nafni trúarinnar. Trú sem er notuð í þvi skyni að stjórna öðru fólki er hættulegt. Allveg sama hvort sem það á við Kristna trú eða Íslam.

Múhamed vildi meina að það ættu ekki að vera neinir milligönguliðir í samfélaginu við Guð. Sem er allveg rétt, því að eftir Golgata, getur hver sem er, komið til Krists og eignast samfélag við hann og orðið Guðs barn.

Það er margt meira sem mig langar að rita um þetta málefni, enn líkt í þessu og öðru verður maður að gæta hófs í því, hversu mikið maður skrifar um slík málefni.

Það sem mig langar að koma á framfæri er, Við sem flokkum okkur sem kristin, eigum ekki að vera hrædd við önnur trúarbrögð eða system. Hins mætti segja skírar reglur í íslenskt samfélag, sem myndi hindra alla öfga sem skaðlegir eru manninum sjálfum ...

Ég ætlast alls ekki til þess að þú ágæti lesandi sért mér sammála, og ég virði þínar skoðanir sama hverjar þær eru. En ég held samt fast í það,hendum óttanum út um gluggan og sköpum sjálfum okkur og landinu gott umhverfi sem er öllum til sóma ...


Ílskan kemur í formi kærleikans

Ílskan kemur í formi kærleikans, er svoldið sem er umhugunarvert. Óvinurinn er lúmskur og veit að það þýðir ekki að koma með blekkingar í formi ílsku. Við þurfum bara að líta hvernig tíðarandinn er orðinn í dag. Allt samþykkt í nafni kærleikans. En orðið kærleikur þýðir að gefa það besta , þar sem þörfin er mest samkvæmt Jóh,3:16.

Umburðarlyndi og kærleika er oft ruglað saman, og oft á tíðum eitthvað sem fólk hvorki skilur né vill skilja. Hvernig var það með peace merkið, öfugur brotinn kross í hring, semsagt djöflakross hulin í merki friðarins. Orðið friður þýðir að finna fyrir öryggi í nærveru Guðs, og það verður alldrei friður í heiminum nema friður Guðs sem er æðri öllum skilningi fái að vera til staðar.

Það sem er mikið notað á Íslandi í dag, ef þú vilt benda á það sem er rangt í augum Guðs og tekur afstöðu með orði Hans, er orðið fordómar. Tíðarandinn virkar þannig, að fólki er þvingað í að verða sömu skoðunar og samþykja allt í nafni kærleikans.

Mér er allveg sama þótt fólk kalli mig fordómafullan. Ég trúi þvi að það sem Guð segir, að það er það sem er rétt. Það er engin málamiðlun. Sem kristnir einstaklingar, eigum við að vera sammála Skapara okkar og orði Hans. Það er jú það sem á sér stað þegar við tökum niðurdýfingarskírn. Við verðum eitt með honum, hans lög verða að okkar lögum, hans orð verða að okkar orðum. Við keppumst eftir þvi að líkjast Kristi. Enn menn virðast eitthvað hafa vilst oft á tíðum í þessu.

Sérstaklega þegar það kemur að vissum umræðuefnum sem geta kindað undir fólki. Sumir kristnir verða hræddir og villast á þann veg að fara þóknast mönnum í stað Guðs. Hvernig ætla ég að svara því þegar það kemur að efsta degi, ef ég fótum tróð Guðs orð til að þóknast mönnum.

Það fylgir þvi að ganga með frelsaranum að þurfa þola smán. Hræðist ekki þá sem holdið geta deitt, heldur þann sem megnar að tortíma sálu yðar í helvíti. Menn geta ráðist á mig með orðum eða einhverju öðru vegna trúar minnar, gætu jafnvel pintað mig til dauða. En það bara líkami minn, ekki hinn raunverulegi ég. Ég er andi, bý í líkama og er með sál.

Hvað með það þótt fólk hreiti í mann allskyns ógeðis orðum vegna trúarinnar? Við hvað eru hinir Kristnu hræddir ? Sá er meiri sem er í yður en sá sem er í heiminum.

Þeir sem telja sig vera kristnir, eru aðeins kristnir af þvi leyti sem Kristur stjórnar lífi þeirra. Þetta er eins og ég verð ekki kristinn á því að mæta í kirkju, ég verð ekki knattspyrnumaður með því að mæta á æfingar. Ég þarf að taka þátt í æfingunni eins og aðrir. Þannig er því farið líka með trúnna, ég verð ekki trúaður nema stunda trúnna.

Er ég öfga kristinn eða trúaður í augum margra? Það má vel vera, en ég fyrirverð mig ekki fyrir fagnaðarerindið um Jesú Krist. Ég sem var vonlaus, með engan lífsvilja, fjötraður í allskyns rangsleitna hluti er orðin frjáls, vegna þess að ég tók á móti Kristi inn í líf mitt. Á ég að skammast mín fyrir að trúa ? Nei fjarri því, ég er stoltur af þvi að vera Guðsbarn og tilheyra Kristi.

Ef við snúum okkur aftur að ílskunni að lauma sér í form kærleikans. Þá er margt sem er svo brenglað í dag. Er ég að dæma aðra ? Nei alls ekki. Er ég eitthvað betri enn aðrir, nei fjarri þvi. Eina sem ég get hrósað mér af er að ég hef verið náðaður af frelsaranum sjálfum. Ég get ekki hrósað mér eða treyst á mitt eigið ágæti, ég get einungis treyst á Náð Guðs. Það sem Jesús gerði fyrir mig á Golgata nægir mér. Allt sem ég þarf er Jesús.

En við sem kristnir einstaklingar þurfum svoldið að hysja upp um okkur buxurnar og taka afstöðu með Guði. Afsakið orðbragðið, en því miður að þá eru alltof margir kjúklinga kristnir, eða aumingjar. Því að þegar það reynir á verða þeir hræddir. Hvernig má svo vera að menn alls staðar í heiminum eru drepnir fyrir það eitt að trúa ? En svo eru ræflar sem reyna að fara í málamiðlanir því að þeir eru hræddir við mótstöðu.

Ætli þetta passi ekki svoldið við dæmisögu Jesú um sáðkornin ? Sumt fellur í grýtta jörð, sumt kafnar í þyrnum ... en sum bera mikin ávöxt ...

Að vera kristinn snýst ekki um að reyna vera betri enn aðrir, það snýst ekki heldur um okkar eigin ágæti. Ég get ekki unnið mér neitt inn, ég hef hlotið allt af náð. Náð Guðs nægir mér. Að vera kristinn snýst ekki um að dæma aðra. En það snýst heldur ekki um að samþykja allt. Það snýst um að þora taka afstöðu með frelsaranum.

Er hægt að finna á mig margvísleg mistök ? já því miður hef ég gert margvísleg mistök. Þýðir það að ég sé hræsnari ? Nei fjarri því. Það sýnir að ég er mannlegur, með mannlegar hvatir og get ekki treyst á sjálfan mig. Náðin er stærri og meiri en okkar eigin mistök. En samt ekki leyfismiði eða samþyki fyrir þvi sem rangt er.. Heldur þegar þér verður á, veistu að þér er fyrirgefið ...

Enn umfram allt, kærleikurinn lýgur ekki að fólki, hann segir þeim sannleikann. Jesús sagði: Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið ...


Síðasti dagur ársins - uppgjör

Núna er síðasti dagur ársins, og verð ég að segja að síðustu 2 ár hafa verið þau allra viðburðarríkustu sem ég man eftir. Og þá sérstaklega þetta ár sem er að enda sitt skeið. Ég held ég hafi alldrei upplifað eins margar raunir og þetta ár.

En það er samt hugarfarið sem skiptir mestu máli, ekki það sem kemur upp á. En mig langar að renna yfir árið í stuttu máli.

Líf manns breytist töluvert þegar börn koma í heimin. Það má segja að þroskastiginn hjá manni hafi risið upp um margar hæðir , þótt sjálfur segi frá. Bara hvað nærvera lítils kríli gefur manni mikið er svo ótrúlegt, að því fá engin orð lýst og svo sannarlega blessun að fá það traust hjá Skaparanum að ala upp dýrmætt líf.

Árið einkennist af miklum breytingum og svoldlu rótleysi varðandi fluttninga og annara viðburða.Það að ganga í gegnum margar raunir í einu, getur tekið sinn toll af manni. En um leið nær maður að þroskast.

Þó svo ég lýti ekki á að sem gleðiefni að rata í erfiðar raunir, að þá er það tækifæri til að vaxa og þroskast. 

Síðasta ár einnkendist af því að læra takast á við að dna prufur gagnvart dóttir minni reyndust neikvæðar í tvígang.Lærdómurinn þar var að það er kærleikurinn í samskiptum okkar sem skiptir mestu máli, ekki blóðtengslin.

Þetta ár var töluvert viðburðarríkara en það síðasta hvað þetta varðar. Skilnaður móður minnar og stjúpföður til 28 ára, tók sinn toll og fór ekki vel í neinn nákomin. Allvarleg veikindi dóttur minnar sem var hætt komin vegna vírusar i öndunarfærum. En þökk sé öllum þeim sem tóku sér tíma og báðu fyrir henni, að þá varð hún heil meina sinna. Og þökk sé sjúkrahúsinu fyrir skjót viðbrögð og hjálp þeirra í henanr garð. Þökk sé þeim hæsta að lækna hana og heyra bænirnar sem upp stigu hennar vegna.

Eigin skilnaður tók sinn toll líka. En þakklæti fyrir að fá að halda áfram að ala upp dóttir mína, þótt blóðskyld séum við ekki. En náin og sterk tengsl á milli okkar.

Strax í kjölfarið komu niðurstöður úr enn einu dna prófinu, þar sem ég kemst að þvi að ég er rangfeðraður. Síðan að þurfa hafa upp á mögulegum feðrum var ævintýri líkast. En jafnfamt þakklátur að gefast ekki upp og halda áfram þar til leitinni var lokið. 5 dna próf á rúmi ári er fullmikið af hinu slæma. En samt partur af lífinu.

Ég greyndist svo með allvarlegt þundglyndi um mitt árið. Margir virðast vera í skömm að tala um þunglyndi, enn hjá mér birtist það í áhugaleysi á lífinu, orkuleysi í að framkvæma og depurð. Ég er líka með áfallastreyturöskun og hún var greint áður en allt skellur á þessu ári. Ég hef alldrei á ævi minni verið á lyfjum fyrr en nú. Ég skammast mín ekkert að tala um þetta, þunglyndi er eitthvað sem margir þurfa að berjast við á lífsleiðinni, og ætti ekki að hvíla nein skömm að því. Einnig fæ ég lyf til að geta sofið, og á langvarandi svefnleysi sinn þátt í þessu þunglyndi, ég fór ekki að geta sofið allmennilega fyrr en ég fékk lyf og hvílist betur. Jólin hafa líka alltaf verið erfiður tími hvað þunglyndið varðar, en þessi jól ákvað ég að vera jákvæður og raunin varð sú að þessi jól urðu þau bestu til margra ára.

Em aftur að dna, það að vera orðin þetta gamall og komast að því að þurfa leita af réttum föður er ekkert grín. Enn inn á milli langar mig að koma minni skoðun hvað þetta varðar. Mér finnst það ekki réttlátt að konur geti sofið hjá mörgum karlmönnum á stuttum tíma, og svo á sem sem á barnið að bera allan kostnað af hórarí kvenmannsins. Hví þurfa einungis feður að greiða fyrir þetta ? Er það ekki á ábyrgð móðurinnar að haga sér ósæmilega? En nóg um þetta mál ...

Ég fann rétta föður minn og niðurstöðurnar voru 99.9999999. Fyrir aftan 99 voru 7 níur. Talan 7 er tala fullkomnunar. Ég leit á þessar niðurstöður sem leitinni væri lokið.

Ég er ótrúlega heppin hvað réttan föður minn varðar. Hann er í rauninni sá faðir sem mig langaði alltaf að eignast. Þótt skrítið sé að segja frá, að þá upplifði ég eins og ég hefði fundið týndan part af sjálfum mér. Mér hefur verið tekið vel af nýjum fjölskyldumeðlimum og fyrir það er ég gríðarlega þakklátur.

Það hefur ýmislegt annað reynt á dagana. En ég gafst ekki upp og hélt áfram. Ég trúi því að allt samverki til góðs og þegar uppi er staðið, er ég búin að eignast dýrmæta reynslu.

Öll þau loforð sem Guð hefur gefið mér, hafa ræst. Því fer ég bjartsýnn inn í nýja árið og í þeirri trúi að þetta ári muni skila mér góðri uppskeru á öllum sviðum lífsins.

Um leið og ég óska öllum gleðilegs nýs árs og friðar á nýju ári. Langar mig að segja, að lífið er tækfæri og verkefni sem við þurfum að takast a við. Þó svo okkur verði á oft á tíðum. Mistök okkar geta haft misjafnar afleiðingar, hvort sem okkur finnst þær sanngjarnar eða ekki.

En mundu þú ert sigurvegari sama hvað aðrir segja, eina sem þú þarft er að trúa þvi að ganga út á það ... eigðu góðan dag og takk fyrir lesturinn ...


Hver er tilgangurinn með erfiðum raunum ?

Stundum fer lífið þá ótrúlegu leið, að leggja á okkur þungar byrðar. Sumt sem skeður skiljum við ekki allveg alltaf strax. En allt virðist þetta hafa tilgang með mótun lífs okkar. Ég hef haft þann hugsunarhátt að það er ekki það sem lífið hefur upp á að bjóða sem skiptir öllu máli, heldur hvernig ég bregst við því.

Viðbrögð okkar skipta miklu máli í svona aðstæðum. Allveg frá vorinu 2012 til dagsins í dag, hefur heldur betur reynt á hvernig karakter ég er. Það fyrsta er að ég kom mér sjálfur í þær aðstæður að vita ekki hvort ég væri að eignast barn eða ekki. Þessi staða að bíða er ekki skemmtileg, 13 mánaða bið óvissu, reynir á þolinmæðina. En hver var kennslan í gegnum það. Jú þolinmæði er að sleppa tökunum af þvi að hlutirnir gerist á þann hátt sem ég vil að þeir gerist og hvernig og hvenær. Þolinmæði er traust. Hlutirnir fara á þann hátt sem þeir eiga að fara, þegar þeir eiga að gerast.

Að komast að þvi að eiga ekki barn sem maður hefur byrjað að ala upp og tekið ábyrgð á, er vissulega erfitt áfall. En kennslan þar er: Það er kærleikurinn til barnsins sem skiptir máli, ekki blóðtengsl, þó svo að þau gefi manni vissulega, ákveðin réttindi.

Skilnaður foreldra, og eigin skilnaður. Kennslan þar er einföld. Hvaða tilgangur er í þvi að hanga í óhamingju og kvöl eða skaðlegum aðstæðum. Sumum er bara ekkert ætlað að vera saman, og það er ekki okkar að stjórna hvað fólk velur eða hvaða stefnu það tekur í lífinu.

Veikindi barnsins: Litla varð allvarlega veik og var í súrefni í marga daga, bænir og hlýhugur margra gáfu mér mikin styrk að halda áfram. Þessar aðstæður sýndu vanmátt minn og hvað ég þarf á Guði að halda og meðbræðrum og systrum í kringum mig. Samstaða er það sem skiptir máli. Íslendingar mega eiga það að þeir standa saman, þegar eitthvað bjátar á. Traust til Guðs að allt muni fara vel að lokum var það sem ég lærði þarna.

Að komast að þvi að sá sem á að vera faðir manns reynist svo ekki vera það, er ekki góð skemmtun og alls ekki auðvelt að ganga í gegnum. En samt sem áður verkefni sem verður að takast á við og leysa. 5 Dna próf á einu ári er fullmikið af því slæma, en samt sem áður eitthvað sem ég þurfti að ganga í gegnum. Það er jú réttur okkar að vita hvaðan við komum.

Hver er lærdómurinn þarna ? Jú hann er að ekki er allt sem sýnist. Það þýðir ekki að vera velta sér upp úr því sem hefði verið, ef þetta hefði verið rétt allan tíman. En engu að síður þakklæti fyrir að vera vel tekið, og vinna í því að tengjast nýjum fjölskyldumeðlimum oflr .. Allt eru þetta verkefni sem þarf að leysa.

Hef ég gert allt rétt í þessum aðstæðum ? Nei fjarri fer því, ég hef gert hver mistökin á fætur öðrum, en staldra ekki við þau og reyni að læra af reynslunni. Lífið snýst ekki um að láta allt líta vel út. Lífið snýst um að lifa og vera sátt/ur við sitt og viðurkenna hlutina eins og þeir eru.

Hefur mér liðið eitthvað hræðilega út af þessu og fundist ég vera eitthvað fórnarlamb. Svarið er nei, ég er ekki fórnarlamb, ég þarf ekki vorkun. En engu að síður, eru þetta sár sem þurfa sinn tíma til að gróa, og það er að sjálfssögðu á mína ábyrgð að leyfa þeim að gera það. Mun ég gera fleyrri mistök ? Svarið er já, ég get ekki gert allt rétt, en held áfram að læra.

Hver er þá tilgangur með þessu öllu saman, jú tilgangurinn er sá að móta okkur í það sem okkur er ætlað að verða. Við ráðum þvi hvort við lærum og þroskumst í svona aðstæðum og vinnum okkur í gegnum þær, eða hvort við látum þær skemma líf okkar og þroska.

Það verður alldrei svo dimmt að það birti ekki til aftur ... 


Lífssins Stormar

Stormar á mig geysa, 

Ég leita í frelsarans skjól.

Hann mér veitir huggun og ró,

Leysir mig úr öllum lífsins fjötrum.

 

Hvern á ég annan að ,

sem er eins og hann.

Ekki er það í mannlegum mætti,

að gefa slíkan styrk eins og hann veitir mér.

Eigi veit ég hvar ég væri án hans,

þegar allar lífsins stoðir,

í kringum mig hrinja.

Þá veitir hann mér fótfestu klettinum á.

 

Gefur mér kraft og styrk,

til að sigrast öllu á.

Veitir mér frelsi og gleði,

í öllum lífssin raunum.

 

Veitir mér þolgæði,

til að þreyja langhlaupið.

Hann segir í þolinmæði og trausti,

skal styrkur þinn vera.

 

Lífssins stormar geysa hátt,

ég fel mig í faðmi hans.

Fæ að hvíla honum hjá,

finna fyrir fullkominni elsku.

 

Hver er slíkur sem hann ?

Er veitt getur skjól ?

Þegar lífið liggur á ?

Enginn er sem hann.

 

Hann lyftir mér hátt,

umvefur mig gleði og náð.

Elskan sterkari enn allt,

fyllir líf mitt.

 

Í hans skjóli öruggur ég er,

fæ að finna frið.

Fæ að hvíla honum hjá,

á öllum lífssins stundum.

 

Hann hefur boðið mér ,

heimili himnum á.

Verður þá gleðistund,

er við hittumst þá.

Eilífðin bíður mín,

með fagnaðrstund.

Er birtist mér frelsarinn,

allar lífsins raunir,  

verða liðnar hjá.

 

Eilíf með gleði og ró,

ekkert vont til framar.

Einungis fögnuður

og lofgjörðar óp.

 

Sigvarður (Guðs gjöf) 


Þakkarsálmur

Hjarta mitt varnarlaust, litla snótin mín veik er.

Föðurhjartað kemst við, ákallar Hinn Heilaga um hjálp.

Margir knýja á, er mikið liggur á.

Faðirinn heyr mína bæn, lækna litlu snótina, að hún verði heil.

 

Þú heyrðir hróp mitt, og sást mína neyð.

Svaraðir mér, og læknaðir.

Nú hún heil er,

hvernig fæ ég þakkað þér?

 

Í Hjarta mínu, ég þakklátur er,

því þú hefur bjargað mér.

Á þig legg ég mitt traust,

og þú heyrir mína raust.

 

Snótin heil nú er,

ég vil fá að þakka þér.

Þú bænheyrðir mig

og ég elska þig, 

 

Sigvarður, 18 júní 2014 


Hver er ég


Sigvarður Hans Hilmarsson - Hvað er Náð ?


Hugleiðing um bænina og kærleikann

Margir hafa talað um að það skiptir ekki máli hvort maður biðji til Jesú eða Föðurins. Ég trúi því að Guð sé ekkert að gera neinar kröfur á fullkomnar bænir hjá okkur. En ég trúi því að hann vilji að við tökum framförum, og þroskumst í bænalífinu, eða samfélaginu við hann. Besta leiðin til þess er að skoða og læra af því hvernig Jesús bað.

Ef við setjum Gal.2:20 í samhengi við bænina, að þá segir Páll sjálfur lifi ég ekki framar, heldur lifir Kristur í mér. Þá er ég að hugsa um hvernig bað Kristur ? Hvaða áherslur var hann með í bæninni ? Fyrir 8 árum síðan skoðaði ég svoldið vel bæn Jesú í Getsemanegarðinum. Ég skoðaði hvað það var sem hann bað fyrir á þessari örlagaríku stundu, sem beið hans á þessu augnabliki að verða krossfestur.

En núna er ég að hugsa um bænina sem flestir kunna, Faðir Vorið. Jesús sagði þannig skuluð þér biðja. Faðir vor, sem er Faðir okkar, þú sem ert á himnum. Líka ef við setjum aftur í samhengi, Kristur lifir í mér. Þannig ef Kristur er í okkur, og hann segir okkur að biðja til Föðurins. Er þá ekki skrítið að biðja til Jesú í Jesú nafni ? 

Jesús var allan tíman að benda okkur á að biðja til Föðurins, og svo segir ritningin, að þegar við komum til Krists og öðlumst fyrirgefningu syndana, að þá öðlumst við barnaréttinn, að segja Abba Faðir, sem er í rauninni, að við megum kalla Drottinn Pabba. Hann er þá pabbi okkar líka. Faðir eða Pabbi (Abba),  Faðir er svona meira fjarlægt fyrir mér. En pabbi er mikið nánara. Jesús var alltaf náin pabba sínum og gerði ekkert nema það eitt sem hann bauð honum. 

Þannig að það sem ég velti fyrir mér , er það þá ekki á okkar ábyrgð að skoða svoldið hvernig Jesú bað, og læra biðja út frá Orði Guðs (Biblíunni) og að það sé Heilagur Andi sem blási því í brjóst okkar hvers við skulum biðja ? Ég trúi því allavegana að þau sem lengra eru komin, ættu að gefa gætur að þvi.

Ég er alls ekki að segja að það sé einhver skilda að biðja svona, við nálgumst öll Guð samkvæmt skilningi okkar á honum. Eins og með dóttir mína sem er enþá ungabarn. Þegar ég bið með henni, að þá segi ég góði Jesú í byrjun bænar. Ég hugsa að það myndi svoldið rugla hana í ríminu að segja himneski Faðir, eða pabbi. Því skilningur hennar er ekki enþá komin á það stig að skilja muninn. Hún skilur allveg þegar ég segi góði Jesú, að við séum þá að biðja saman, og verður alltaf glöð þegar ég segi henni að Jesú búi í hjarta hennar og sé ávallt með henni.

Mér finnst líka gott hvernig leiðbeiningar AA bókarinnar eru gagnvart bæninni. Að bænin snúi út á það að vera öðrum að gagni.

Það er gott að geta komið með áhyggjur okkar til Drottins og beðið fyrir því sem bjátar að eða okkur skortir. En ég trúi því líka að bænalíf okkar ætti ekki eingöngu að snúa að okkur, heldur líka að biðja fyrir þeim sem eru í kringum okkur. Þá erum við að æfa okkur í því að hafa áhuga á því að hagur annara vænkist líka.

Enska orðið Joy sem þýðir gleði hefur góða skammstöfun  Jesus, others , you. Það segir mér svoldið hvernig ég ætti að forgangsraða bænalífinu og lífinu sjálfu hjá mér. Annað svoldið merkilegt sem ég hef reynslu af. Sem er, þegar ég er upptekin að þvi að vera öðrum að gagni, það er að segja, ég fæ að vera farvegur Guðs inn í líf annara. Að þá leisast allir hlutir í mínu lífi.

Sjálfselskan og eigingirnin getur stundum ríkt sterkt í okkur. Þannig að góð leið í að æfa sig í kærleikanum er að gera eitthvað fyrir aðra, og biðja fyrir öðrum. Kannski veistu af einhverri fjölskyldu sem á í erfiðleikum. Að þá gæturðu tekið frá tíma til að biðja fyrir þeim og spurt Guð, hvort það sé eitthvað sem þú getir gert fyrir þessa fjölskyldu.

Einu sinni að þá gerði ég ekki neitt fyrir neinn, nema ég hagnaðist á því sjálfur. Það sem mér hefur verið kennt er, að gera eitthvað fyrir aðra, án þess að ætlast til þess að fá eitthvað til baka. Það sem gerist þegar ég geri eitthvað fyrir aðra óeigingjarnt. Að þá fæ ég að upplifa óttaleysi, innri ró, gleði, aukin kraft og kærleika. Þannig að það ætti að vera eftirsóknarvert að gera góðverk...


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband