Færsluflokkur: Bloggar
Hreingerning
10.4.2014 | 23:30
Að hreinsa ti reglulega, er alltaf nauðsynlegt. Við setjum ruslið sem safnast saman á heimilinu í ruslapoka, og svo þegar hann hefur fyllst að þá bindum við fyrir hann og hendum honum í ruslið, og setjum nýjan poka í. Þetta er eitthvað sem all flestir vita og gera.
En hvað með þegar það kemur að okkur sjálfum ? Það er mikið áreiti í kringum okkur flesta daga. Mörg okkar segja eða gera eitthvað sem þau sjá eftir. Við fyllum huga okkar á alls konar rusli sem fjölmiðlar landsins bjóða okkur upp á. Og er það ekki frásögu færandi, að margir þættir fjalla um daður, framhjáhöld, kynlíf, ofbeldi, lastmæli og svo mætti lengi telja.
Jafnvel er það gengið svo langt að sumt fólk er orðið heilaþvegið af þessum óþvera, sem því er boðið upp á að horfa. Margir segja að þetta hafi engin áhrif á þá. En samt sýna staðreyndir fram á að, hjónaskilnaðir og framhjáhöld hafa því miður aukist til muna. Ekki það að ég ætli mér að gerast einhver siðapostuli yfir öðrum. Enda er það hverjum manni frjálst að velja og hafna.
Einnig er það staðreynd, að stundum þurfum við að taka til í okkar eigin lífi og fara út með ruslið og henda því. Bæði skoðanir okkar, slæmar lífsvenjur geta verið okkur til ama. Við mennirnir getum verið oft eins og hlutir sem þeitast með vindinum og förum þangað sem hann þeytir okkur.
Áður en ég kom til Guðs, að þá voru margar skoðanir mínar mótaðar af fordómum og fáfræði, og einnig rasisma og hatri í annara garð. Ég var mjög fordómafullur vegna margra hluta. En ég fékk þá náð að henda þeim skoðunum beint í ruslið, og taka inn nýjar skoðanir og ný viðmið, byggt á orði Guðs.
Tímarnir sem við lifum á, eru mjög sérstakir, og margir hafa haft sig í frammi við að reyna afkristna þjóðina. Margir hafa sagt skilið við trúnna og snúið sér að hégóma, og á meðan hafa kristnir söfnuðir á landinu horft á sofandi og látið valta yfir sig.
Ég er þannig gerður, að mér er allveg sama hvort fólk muni hata mig fyrir að taka afstöðu með Biblíunni. Ég er ekki hræddur við að taka afstöðu með sannleikanum í Orði Guðs. En ég er hræddur við að ranghvolfa sannleikanum eins og margir gera í dag. Ég óttast refsingu Guðs meira en hatur manna.
Því hef ég ávallt tamið mér, þrátt fyrir breiskleika minn, að deila ekki við Guð. Það sem hann segir að sé rétt og rangt. Er þannig, og því verður ekkert breytt, þótt að tíðarandinn sé þannig í dag, að hann vilji gera allt í andstöðu við vilja Guðs.
Það þyrfti að taka tíðarandan í dag og henda honum ofan í ruslið. Því að siðferðisþröskuldur þjóðarinnar færist sífellt neðar og neðar. Fyrir ákveðnum árum, mátti ekki blóta í fjölmiðlum. En ekki alls fyrir löngu kom myndin wolf of wall street út, en þar er Guðlastað og blótað í kringum 250 sinnum fyrstu 10 mínúturnar í myndinni.
Þannig að ég varpa þeirri spurningu fram, er ekki komi tími á hreingerningu hjá Íslensku þjóðinni ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýr texti
23.3.2014 | 10:15
Hallelújah Hallelújah
Jesús elskar mig í dag
Hallelújah Hallelújah
Jesús frelsar mig í dag
Hallelújah Hallelújah
Jesús læknar mig í dag
Hallelújah Hallelújah
Andi Guðs er yfir mér
Hallelújah Hallelújah
Friður Guðs er yfir mér
Hallelújah Hallelújah
Gleði Guðs er yfir mér
Hallelújah Hallelújah
Elska Guðs er yfir mér
Hallelújah Hallelújah
Kraftur Guðs er yfir mér.
Þessi texti hefur komið smá saman, þegar ég hef verið að syngja fyrir dóttir mína. Fyrstu línurnar komu þegar við vorum veik heima, og vorum ekki allveg að samþykja þessi veikindi. Enda eitt það leiðinlegasta í heimi, er að vera fastur heima slappur í líkamanum. En þegar ég syng þetta fyrir dóttir mína, að þá gerist alltaf eitthvað sérstakt innra með mér og ég finn hvernig nærvera Guðs kemur yfir mig og hana. Hún verður rólegri og glaðari. Jafnvel þegar hún var með eyrnabólgu og rs vírus að þá leið henni vel þegar ég hélt á henni og söng þetta fyrir hana. Þannig að ég lít svo á að þessi texti er Guðs gjöf, sem felur í sér játningar í trú og ubbyggingu andans innra með okkur. Nafnið á textan er ekki allveg komið á hreint, og ég vil taka það fram, að það er ekki mín sterka hlið að syngja fyrir framan aðra. Þannig að mér þykir það annsi ólíklegt að ég eigi eftir að þora því á næstunni ...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hugleiðing um Ulf Ekman og Hebreabréfið
14.3.2014 | 23:25
Það sem ég hef verið að hugleiða undanfarið eru nokkrir hlutir. En það fyrsta er varðandi Ulf Ekman sem nýlega sagði skilið við Livets Ord sem hann stofnaði og skráði sig sem kaþólikki. Ég reyndar sá þessa frétt fyrst á status á Facebook og sárnaði að sjá neikvæðnina hjá sumum sem eiga að vera kærleikans börn en ekki dómarar Guðs. Í stað þess að vera með einhverjar vangaveltur um hvað aðrir voru að segja, að þá skoðaði ég myndbandið með honum þar sem þetta kemur fram. Hann tekur það skýrt fram að það er skaparinn sjálfur sem er að kalla þau hjónin þangað. Það sem ég sá strax er að Drottinn er að brjóta niður veggi kirkjudeildna og opinbera fyrir okkur mikilvægi einingarinnar. Við Íslendingar ættum að þekkja slíkt, því það er ekki langt síðan hátíð Vonar var. Einnig er mikið um að kirkjuleiðtogar og prestar sameinist á bænastundum.
Þó svo við skiljum ekki alltaf hvað Guð er að gera, eða sjáum það ekki. Að þá er ekki þar með sagt að okkur sé gefið skotveiðileyfi til að dæma fólk. Mér líkar mjög vel við einkunarorð Reykjavík United, dæmum engan, elskum fólk til lífs. Kærleikur Guðs er að verki í því starfi, og mikil vakning er þar núna og búin að vera. Það er af því að þau sem fara fyrir þessu starfi, hafa tekið ákvörðun um að starfa í kærleika Krists. Kærleikurinn laðar að, en dómharkan fælir frá.
Annað sem ég hef verið að skoða eða rannsaka, hver gæti hugsanlega verið rithöfundur Hebreabréfsins. Í gegnum aldirnar hafa menn verið mikið ósammála um hver höfundurinn sé. Í mörgum gömlum þýðingum stendur Bréf Páls til Herbrea. En ritstíllinn er ekki Páls. þótt höfundur bréfsins sé undir áhrifum þeirrar opinberunar sem Páll Postuli hafði. Það sem einkennir bréf Páls, er að öll bréf hans byrja með kveðju. En Herbreabréfið byrjar á sterkri yfirlýsingu á því hver Kristur er, og hvað hann hefur gert fyrir okkur með fórnardauða sínum og upprisu. Einnig þarf að taka það inn í myndina að Höfundurinn þarf að hafa verið vel að sér í fræðunum, og einnig að hafa starfað með Páli. Þegar það kemur að því að skoða þá möguleika, hverjir það eru, sem gætu komið til greina sem hugsanlegir höfundar Hebreabréfsins. Að þá standa tveir menn upp úr. Það eru þeir Barnabas og Appólos. Ég tel það persónulega að Barnabas sé líklegri höfundur bréfsins. Vitna ég þá til staðfestingar og röks að hann var meira með Páli og eitthvað í siglingum í trúboðsferðum Páls. Það ætti að hafa gefið honum tíma að verða fyrir áhrifum boðskaps náðarinnar sem Páll boðaði.
Hebreabréfið hefur verið mörgum torskilið og sumt sem, fólki þykir erfit að heyra eða skilja úr því. Þar á meðal er punktur sem ég man ekki allveg orðrétt: Ef einhver snýr sér frá sannleikanum eftir að hafa kynnst honum, og lifað í honum. Að þá verður hlutir hans verri en áður var. En það sem er raunverulega átt við, er að ef fólk afneitar Kristi, að þá er engin önnur leið inn í himininn. Jesús er vegurinn, sannleikurinn og lífið, engin getur komið til Föðurins nema fyrir hann. Þetta þýðir ekki að ef fólk snýr sér frá Guði og fer að lifa eftir sínum eigin geðþótta, að það megi ekki koma aftur til Guðs. Náð Guðs er ný á hverjum degi. Hvern dag fáum við nýtt upphaf og nýja byrjun að gera eins vel og við getum. Jesús talar sjálfur um að hafa ekki áhyggjur af morgundeginum, heldur ættum við að leyfa hverjum degi að nægja sín þjáning.
Það er líka góður punktur varðandi að lifa í deginum í dag: gærdagurinn er liðinn og allur heimsins auður getur ekki fært þér þann dag aftur. Morgundagurinn er ekki komin og því ekki í okkar valdi þessa stundina hvað verður úr þeim degi. Það eina sem við þurfum að gera er að lifa í núinu eða hér og nú og njóta hverrar stundar með Guði. Þannig fáum við sem mest út úr deginum, að lifa í honum. Ekki í fortíðinni eða framtíðinni, heldur hér og nú.
Ég er alls ekki að segja að fólk eigi ekki að gera framtíðarplön. Ég er að tala um daglega lífið, áhyggjur oflr. Það er nefnilega tímasóun að hafa áhyggjur sem draga úr manni orku. Betra er að fela Drottni öll málefni sín og treysta honum, því hann mun vel fyrir sjá.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Komin hingað aftur
14.3.2014 | 18:59
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tengsl milli Jesú og sólarguðsins Horus ?
12.5.2010 | 15:17
Ég var beðin um í dag að afsanna það sem Zeitgeist myndin segir um Horus og Jesús. Þeir sem gera þessa mynd vilja meina að Jesús sé bara skáldsaga og það sem hann var og gerði, hafi verið stolið frá sólarguðinum Horus.
Svona til að skoða þetta nánar að þá er bara alls ekkert líkt með Jesús og Horus. Þeir áttu báðir að hafa fæðst 25 desember. Það eru ekki til neinar heimilidir um að Horus hafi fæðst á þessum degi. Menn vilja meina að fæðingardagur Jesú hafi verið 25 desember, en það eru ekki til neinar sannanir fyrir því. Ég svona persónulega trúi því að Jesús hafi fæðst í apríl í kringum páskana. Jólin eiga rætur sínar að rekja til Sólstöðuhátíðar.
Þá er sagt að konungur sem hafi komist til trúar, hafi viljað gera eitthvað fyrir trúnna og því stofnað fæðingarhátíð frelsarans. Jólin eru ekkert Biblíuleg hátíð. Eina hátíðin sem er Biblíuleg eru páskarnir og laufskálahátíðin plús eitthvað meira. Þannig að heimildir zeitgeist manna eru byggðar allgerlega á röngum grunni.
Meira um sólarguðin Horus : Móðir Horus hét Isis en ekki Marie eða Isis-Marie og var ekki hrein mey. Horus átti að hafa getað gert kraftaverk. En þó er þrennt sem hann gat ekki gert sem Jesús gerði, það er að: ganga á vatni, reisa upp dauða, og reka út ílla anda.
Isis móðir Horus, var einnig tengd við Hathor, sem heimildum ber ekki saman um, því að hún átti einnig að hafa verið móðir hans, kona og systir. Þannig það er ekkert sem staðfestir neitt um þetta, því að fornum ritum ber ekki saman.
Það er ekkert sem gefur til kynna að fæðing Horus hafi verið tengd einhverri sérstakri stöðu stjarna.
Engin fornrit gefa til kynna að reynt hafi verið að drepa Horus, og krossfestingar voru ekki í Egyptalandi á þeim tíma sem Horus á að hafa verið uppi, sem var í kringum 3000 fyrir Kristsburð
Horus var ekki heimsóttur af 3 konungum, né Jesús, því að það voru 3 vitringar sem heimsóttu Jesús við fæðingu hans.
Horus var ekki skírður af neinum sem hét Anub né nokkrum öðrum.Anub er annað nafn fyrir Anubis, sem var ekki skírari, heldur líksmyrjari, eða útfararstjóri á nútímamáli. Það eru ekki heldur til neinar heimildir fyrir því að Anubis hafi verið hálshöggvin líkt og Jóhannes Skírari.
Horus reysti ekki Osiris upp frá dauðum, og seinna meir fékk Osiris nafnið konungur undirheimana og hefur ekkert með Horus eða upprisu að gera.
http://answers.yahoo.com/question/index?qid=20080603142409AAbb4Nk
hér fyrir ofan er heimild fyrir svörum mínum og á þeirri síðu linkar á fjölmargar aðrar síður sem benda á villuna í Zeitgeist.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Á meðal eða í okkur ?
11.5.2010 | 10:07
Það sem ég er að pæla í, er slöpp íslensku þýðing á versi í Kól.1:27 Guð vildi opinbera þeim hvílíkan dýrðarríkdóm heiðnar þjóðir eiga í þessum leyndardómi sem er Kristur meðal ykkar, von dýrðarinnar.
Það sem ég er óánægður með í þessari þýðingu, er að það stendur Kristur á meðal ykkar. Þetta dregur svoldið mikið úr merkingu versins.
Col 1:27
God wanted everyone, not just Jews, to know this rich and glorious secret inside and out, regardless of their background, regardless of their religious standing. The mystery in a nutshell is just this: Christ is in you, therefore you can look forward to sharing in God's glory. It's that simple. That is the substance of our Message.
(from THE MESSAGE: The Bible in Contemporary Language © 2002 by Eugene H. Peterson. All rights reserved.)
Col 1:27
God's plan is to make known his secret to his people, this rich and glorious secret which he has for all peoples. And the secret is that Christ is in you, which means that you will share in the glory of God
TEV
Ég gæti sett inn fleyrri vers úr enskum þýðingum. En rétt þýðing ætti þá að vera á þennan veg: Leyndarmálið er að Kristur er í þér, sem þýðir að þú deilir Guðsdýrð
Þetta er svoldið mikill munur á því hvernig er þýtt. Það sem maður veltir fyrir sér er, að ætli þýðingarnefnd, hafni þessi leyndardómi, eða hafa bara ekki skilið þetta betur. Því að þegar Nýja þýðingin kom út, kom sú yfirlýsing, að þýðingarnefnd, hafi skoðað enskar þýðingar sem eru notaðar í dag. En þetta hefur greynilega orðið eftir. En burt séð frá þessu.
Þetta vers segir okkur það, að Náðin er persónan Jesús í okkur. Margir skilgreina orðið Náð: óverðskulduð gæska Guðs til okkar, óverðskulduð elska Guðs til okkar, óverðskulduð fyrirgefning til okkar, kraftur Guðs til okkar, Guðleg áhrif á hjartað, eflaust hafa komið mun fleyrri skilgreiningar á Orðinu Náð, en fyrir mér má draga þetta allt saman í eitt orð sem er gjöf.
Guð Faðir, hefur gefið okkur sinn son, þegar við tökum trú á Jesú að þá fáum við að gjöf Heilagan Anda. Þegar Heilagur Andi kemur yfir okkur að þá öðlumst við kraft (Post.1:8) Við fáum ekki bara kraft, því að Kærleika Guðs er úthelt í hjarta okkar (Róm.5:5) New English Bible segir, að kærleikur Guðs flæði í gegnum dýpstu hjartans rætur okkar. Heilagur Andi gefur okkur svo tungutal, til persónulegrar uppbygginar, og hann útbýttir gjöfum sínum til okkar. Það sem gerðist við Golgata er að Kristur tók á sig okkar ranglæti og gaf okkur sitt réttlæti. Þannig að mín sannfæring er sú, að besta skilgreiningin á Orðinu Náð er gjöf.
Náðin er það, að Kristur býr í okkur í gegnum Heilagan Anda.
Annar punktur sem er í ensku versunum um að við munum deila Guðsdýrð. Það gæti verið auðvelt að misskilja þetta vers. En þetta þýðir ekki að við sjálf munum verða eitthvað dýrðleg eða upphafin fyrir verk Guðs í okkur. Það sem þetta þýðir einfaldlega er að Dýrð Guðs mun verða opinber í okkur, það er að segja að Kristur í okkur er dýrðlegur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Að tilheyra
7.5.2010 | 22:50
Allir vilja tilheyra einhverju eða einhverjum. Eflaust er það þörf hvers manns að tilheyra. En skiptir það máli hverju/m maður tilheyrir?
Í fyrsta lagi þá tilheyrir fólk fjölskyldu sinni, vinhópum, íþróttafélögum eða einhverju öðru. Ég man eftir gengi sem var frekar utanveltuhópur sem kölluðu sig mansonistar, það var ákveðin hópur sem dýrkaði Marlyn Manson, þau voru í leðurfötum eða dökkum klæðum, voru með allskonar járndrasl utan á sér og máluðu sig oft í framan. Það sem fékk mann til að hugsa afhverju að tilheyra einhverjum svona hópum?
Það sem mér hefur alla vegana verið kennt, er að þetta snýst um að vera samþykktur fyrir það hver maður er. Oft á tíðum að þá eru þetta unglingar sem fara í svona hópa, unglingar sem fá ekki ást og hlýju heima hjá sér, eða eru ekki samþykktir. Það sem þeir leita þá eftir er að tilheyra og vera samþykktir.
Það er gott að tilheyra íþróttaliðum oflr. Það ríkir oft sterkt í fólki, að það tilheyri ákveðnu íþróttafélagi, og ákveðið stolt fylgir oft með.
Enn það að tilheyra Jesú, er mun merkilegra en að tilheyra einhverju veraldlegu að mínu mati. Ég tilheyri honum, og honum líf mitt að þakka. Hverju/m tilheyrir þú?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Gleðilegt nýtt ár
31.12.2009 | 15:50
Ég vil þakka öllum sem hafa litið við á síðuna hjá mér yfir árið og óska öllum gleðilegs nýs árs:)
Þetta ár hefur verið frekar viðburðarríkt. Það byrjaði ekki vel og komu slæmir kaflar fyrri hluta ársins. En seinni parturinn hefur verið mjög góður og fer batnandi. Allt er gott sem endar vel. Maður fer ríkari inn í nýtt ár og hlakkar til að takast á við þau verkefni sem koma upp á því.
Líklegasta er þetta síðasta færlsan mín á þessari síðu þar sem breytingar taka í gildi 1 jan á blog.is og eingöngu leyft að blogga um fréttir. Mér svona persónulega finnst það hefta fólk í að koma því í orð sem gerjast í huga þeirra. Þannig að á nýju ári færi ég mig aftur yfir á gömlu bloggsíðuna mína sem ég hef átt síðan 2005 http://sigvardur.blogcentral.is enn og aftur takk fyrir samfylgnina á árinu sem er að líða.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Hvað gerir tungutalsgjöfin fyrir þann sem talar?
31.12.2009 | 03:03
Bloggar | Breytt 27.12.2009 kl. 17:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Betra að fara varlega í hlutina
29.12.2009 | 21:29
Einn dag fór maður út að ganga..
Þá kom hann auga á liggandi konu
Og þá byrjaði hringekjan
Svo stökk hann út í djúpu laugina..
Og bauð henni út að borða
Þau fengu sér pulsu og kók
Og ferðuðust saman um heiminn
.. fóru í hvalaskoðun
Og á hestbak..
Hann fór með hana í nálægt sæluhús
Og hún sagðist vera á pillunni
Hún lagðist á rúmið
Og glennti í sundur á sér lappirnar
Og holdið fór að rísa á okkar manni.
.. og hann fór inn í göngin.
Inn og út.. Inn og út.
Hann fann strax að hún var ekki óspjölluð
Hann stakk upp á því að taka hana aftanfrá..
En hún harðneitaði því!
Henni fannst hann ekki fara nógu hratt..
Og gerði grín af litla tólinu hans.
Svo hann kveikti á sleggjunni..
Og óð í öll göt sem hann sá.
Og þegar hún hafði séð alla liti regnbogans..
Öskraði hún STOP!
Því hún hafði ekki sagt honum sannleikann!
Hún var ekki á pillunni!
Hann missti stjórn á sjálfum sér
Og missti stjórn á fleiru ....
Fékk nóg og gekk út!
9 Mánuðum seinna hringir hún..
Af sjúkrahúsinu..
Hann var orðinn pabbi!
Hann vildi ekki fjölskyldu..
Lífið hans hrundi!
Og eftir það lá allt niður á við..
Og hann vildi bara deyja..
Og boðskapurinn með þessu er..
Ef þið eruð ekki tilbúin að taka afleiðingunum af því sem getur gerst, sleppið því þá að sofa hjá eða notið getnaðarvarnir ;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)