Færsluflokkur: Bloggar

Andlitsmynd Jesaja spámanns af Jesú

Heimild: Thomson Biblían. Þýðing: Sigvarður Hans Hilmarsson

Tafla sem gefur mynd af komu Jesú í heiminn, úr bók Jesaja spámanns. Jesaja gefur upp hina fullkomnu mynd af Jesú hin sögulegu gildi, áætlarnir hans, hvaða nöfn hann bæri og hún lýsir líka persónuleika Jesú...................

(1) Saga Jesú........

Fæðing frelsarans. 7:14.

Fjölskyldan. 11:1.

Smurningin. 11:2.

(2) Persónuleiki Krists...........

Vísdómur. 11:2

Andlegur og réttlátur dómari. 11:3-4.

Réttlátur og trúfastur. 11:5.

Hljóður. 42:2. og 53:7.

Heiðarlegur. 42:3.

Þolgóður.42:4.

Kemur með nýjan sáttmála. 42:6. og 9:2. Umhyggjusamur lætur sér annt um fólk.

Hefur samúð með fólki eða finnur til meðaumkunar til þeirra sem minna mega sín. 53:4.

Hógvær. 53:7.

Ber þjáningar okkar. 53:10. og 52:14.

Syndlaus, syndgaði alldrei. 53:9.

Mikilfenglegur. 53:12.

Hefur vald til að frelsa. 53:11.

(3) Nöfn sem hann ber.

Immanúel= Guð er með oss. 7:14.

Guðhetja, Undraráðgjafi, Eilífðarfaðir, Friðarhöfðingi. 9:6.

Réttlátur konungur. 32:1.

Útvaldi þjónn. 42:1.

Armleggur Drottins. 53:1

Smurði predikarinn og læknirinn. 61:1.

Hinn mikli trúboði. 63:1.

(4) Verkefni Jesú.........

Hann er sá sem kemur með hið mikla ljós. 9:2

Dómari. 11:3.

Hann er sá sem áminnir. 11:4.

Gjafari réttlætisins. 42:4.

Hann er sá sem frelsar. 42:7.

Hann mun bera byrðar okkar. 53:4.

Hann mun bera syndir okkar. 53:6.

Eini frelsarinn. 53:5.

Hann mun verða upphafinn. 53:12.


Brandari

Í heimsókn sinni á geðveikrahælið spurði einn gesturinn deildarstjórann
hvaða aðferð læknarnir beittu til að ákvarða hvort leggja ætti sjúkling
inn á hælið eður ei.

,,Sko," sagði deildarstjórinn, ,,við fyllum baðkar af vatni. Svo bjóðum
við sjúklingnum teskeið, tebolla eða fötu til að tæma baðkarið."

,,Aaa, ég skil," sagði gesturinn, ,,heilbrigð manneskja mundi þá velja
fötuna, þar sem hún er stærri en teskeiðin og tebollinn og auðveldast að
tæma baðkarið þannig!"

,Nei," sagði deildarstjórinn, ,,heilbrigð manneskja mundi taka tappann úr.

Má bjóða þér herbergi á deild 33 með eða án glugga?


Brandari

Einu sinni labbar negri inn á bar í Reykjavík með önd á hausnum. Barþjóninum fannst þetta frekar skrítið og varpar fram spurningu hvar fékkstu þetta eiginlega? Öndin svarar: Í Afríku þetta er út um allt maður.. hehehehehehhe

Notaðu tímann meðan þú enn hefur hann


Vinur minn opnaði undirfataskúffu konu sinnar og tók upp gjafapakka vafinn inní silkipappír:

"Þetta er enginn venjulegur pakki."
Hann opnaði pakkann og starði á bæði pappírinn og undirfötin sem í honum voru.

"Ég gaf henni þetta þegar við fórum til New York í fyrsta sinn fyrir 8 eða 9 árum síðan. Hún hefur aldrei farið í þetta. Var að spara það fram að sérstakri stund.
Eða . . . ég held hún hafi verið að spara það." Hann færði sig nær rúminu og setti pakkanum hjá hinum fötunum sem hann ætlaði að taka með á jarðarfararstofuna, konan hans var nýlátin. Hann sneri sér að mér og sagði:

"Það á aldrei að geyma eitthvað til þess að nota það á sérstakri stund. Hver dagur er sérstök stund."
Ég held enn að þessi orð hafi breytt lífi mínu.
Núna les ég meira og þríf minna.
Ég sit í garðinum án þess að hafa áhyggjur af neinu.
Ég eyði meiri tíma með fjölskyldunni og minni tíma í vinnunni.
Ég skildi það þarna að lífið á að vera uppspretta reynslu sem maður á að njóta en ekki aðeins að þrauka í gegnum. Ég geymi ekki ekki neitt lengur, ég nota kristalsglös á hverjum degi. Ég fer í nýju fötunum mínum í búðina, ef mig langar til þess.
Ég geymi ekki uppáhalds ilmvatnið mitt fyrir sérstök tækifæri. Ég nota það hvenær sem mig langar til. Orðin "einhverntíman" og "einhvern daginn" eru að hverfa burt úr orðaforða mínum. Ef það er þess virði að sjá, hlusta eða gera, þá vil ég sjá hlusta og gera það núna. Ég veit ekki hvað eiginkona vinar míns hefði gert ef hún hefði vitað að hún yrði ekki með okkur morguninn eftir, það getur enginn vitað. Ég held að hún hefði hóað í fjölskyldu sína og nánustu vini.
Hún gæti jafnvel hafað kallað á gamla vini til að koma sátt á fornar deilur. Ég vil líka gjarnan trúa því að hún hefði farið út að borða á kínverskan veitingastað, sem var hennar uppáhald. Það eru þessir litlu hlutir sem ég myndi sjá eftir að hafa ekki gert, ef ég vissi að minn tími væri kominn.
Ég myndi sjá eftir því að hafa ekki gert þetta vegna þess að ég mun aldrei framar sjá vini mína, og bréf . . . bréf sem ég ætlaði alltaf að skrifa. . . "einhverntíman."
Ég myndi sjá eftir því og vera sorgmædd vegna þess ég sagði hvorki systkinum mínum né börnum nógu oft hversu mjög mér þætti vænt um þau.
Núna reyni ég hvorki að fresta, tefja eða geyma nokkuð sem gæti fært gleði og hlátur inní líf okkar.
Og á hverjum morgni segi ég við sjálfa mig þetta er minn sérstaki dagur.
Hver dagur, hver stund, hver mínúta er sérstök.
Ef þú færð þetta bréf þá er það vegna þess að einhverjum þykir vænt um þig og vegna þess, sennilega, að þarna úti er einhver sem þér þykir líka vænt um.
Ef þú ert of upptekin til að senda þetta til annarra og segir við sjálfa þig að þú munir "senda þetta við betra tækifæri" mundu að "Einhvern daginn" er langt í burtu . . . eða kemur kannski aldrei. .


Jólaguðspjallið Lúk.2;1-20

Lagður í jötu
En það bar til um þessar mundir að boð kom frá Ágústusi keisara, að skrásetja skyldi alla heimsbyggðina. Þetta var fyrsta skrásetningin og var gerð þá er Kýreníus var landstjóri á Sýrlandi. Fóru þá allir til að láta skrásetja sig, hver til sinnar borgar.
Þá fór og Jósef úr Galíleu frá borginni Nasaret upp til Júdeu, til borgar Davíðs, sem heitir Betlehem, en hann var af ætt og kyni Davíðs, að láta skrásetja sig ásamt Maríu heitkonu sinni sem var þunguð. En meðan þau voru þar kom sá tími er hún skyldi verða léttari. Fæddi hún þá son sinn frumgetinn, vafði hann reifum og lagði hann í jötu af því að eigi var rúm fyrir þau í gistihúsi.

Frelsari fæddur
En í sömu byggð voru hirðar úti í haga og gættu um nóttina hjarðar sinnar. Og engill Drottins stóð hjá þeim og dýrð Drottins ljómaði kringum þá. Þeir urðu mjög hræddir en engillinn sagði við þá: „Verið óhræddir, því, sjá, ég boða yður mikinn fögnuð sem veitast mun öllum lýðnum: Yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn, í borg Davíðs. Og hafið þetta til marks: Þér munuð finna ungbarn reifað og liggjandi í jötu.“
Og í sömu svipan var með englinum fjöldi himneskra hersveita sem lofuðu Guð og sögðu:
Dýrð sé Guði í upphæðum
og friður á jörðu og velþóknun Guðs yfir mönnum.
Þegar englarnir voru farnir frá þeim til himins sögðu hirðarnir sín á milli: „Förum beint til Betlehem að sjá það sem gerst hefur og Drottinn hefur kunngjört okkur.“ Og þeir fóru með skyndi og fundu Maríu og Jósef og ungbarnið sem lá í jötu. Þegar þeir sáu það skýrðu þeir frá því er þeim hafði verið sagt um barn þetta. Og allir sem heyrðu undruðust það er hirðarnir sögðu þeim. En María geymdi allt þetta í hjarta sér og hugleiddi það. Og hirðarnir sneru aftur og vegsömuðu Guð og lofuðu hann fyrir það sem þeir höfðu heyrt og séð en allt var það eins og þeim hafði verið sagt.


Gleðileg Jól

Ég vil óska öllum gleðilegra jóla og bið Guð um að gefa ykkur friðsæl og góð jól :)

Veikindi í gangi núna

Skrítið að verða svona veikur rétt fyrir jól. En ég hafði orð á því í vikunni að ég fengi eiginlega alldrei ælupest. En fékk að kenna á því núna þar sem allur matur kemur út úr báðum endum með þrumum og kvellum.

Ég er samt á því að nenna ekki að vera veikur, því það er það leiðinlegasta í heimi. En maður lærir þá kannski að slaka á og notar tíman til að hvíla sig :)

Það eru víst bara 4 dagar fram að jólum :) tíminn líður alltof hratt :P


Ljóð handa fallegu kærustunni minni

Fyrst þegar ég sá þig, tók hjartað aukakipp,
ég spurði Guð hvort ég mætti kynnast þér.
Síðan fór hjarta mitt að bráðna af ást til þín,

Þegar ég held utan um þig hlýnar mér innan frá,
fegurð þín gerir mig hugfanginn.
Ég hugsa stöðuglega um þig allan daginn.
Þú átt stórt pláss í hjarta mínu.

Að halda utan um þig er gott,
finna ilimin af þér og hlýjuna.
Þakklátur Guði ég er,
að fá að kynnast þér :)


Brandari

Gamall maður er á akstri á nýjum blæjubens að halda upp á það að vera laus við konuna. Sá gamli lætur vindin leika við skallan á sér og þessi 3 hár sem eru eftir á toppnum á honum. Eftir smá stund lítur sá gamli í baksýnisspegilinn og sér lögguna fyrir aftan sig og svo á hraðmælirinn um leið sem var kominn upp í 180 km hraða. Sá gamli hugsar ég læt sko ekki lögguna ná mér á Bens. Gamli skallinn gefur allt í botn og byrjar að reyna stinga lögguna af en sér svo af sér og hægir á sér og stoppar út í kannti.

Löggan kemur og segir heyrðu það er búið að vera svo mikið að gera hjá okkur í dag og allveg að koma vaktaskipti. Ef þú kemur með ´nógu góða afsökun þá skulum við sleppa þér. Gamli skallinn hugsar sig vel um og lætur svo út úr sér. Hey sko konan mín stakk af með lögreglumanni fyrir nokkrum dögum og ég var bara svo hræddur um að þið væruð að skila henni aftur...


Jólin allveg að koma án þess að maður taki eftir því

Jólin virðast vera koma á harðahlaupum og það styttist í að aðfangadagur sé að koma. Einhvern vegin hef ég ekki orðið var við neina jólageðveiki þetta árið. Það er kannski af því að það ber mun minna á því hérna í Keflavík en í Höfuðborginni.

Allavegana hefur hugarfar mitt gagnvart jólunum breyst síðustu ár. Allar þessar gjafir oflr er bara orðið aukaatriði fyrir mér núna. Mér væri allveg nákvæmlega sama þótt það væru engar gjafir í boði. Fyrir mér snýst þetta meira um að njóta þess að vera með fjölskildunni og eyða með þeim tíma. Mér finnst sá tími sem maður gefur í samveru með sínum nánustu dýrmætari en allar veraldlegar gjafir.

En fyrst og fremst eru jólin fyrir mér, tími til að minnast fæðingu Frelsarans Jesú Krists. Það er svoldið merkilegt að Guð sjálfur fæðist sem lítið ósjálfbjarga barn og með stóra áætlun frá himnum til að hrinda í Framkvæmd. Jesaja spámaður segir að hann muni verða kallaður Immanúel sem þýðir Guð með oss, Guð er á meðal okkar, Guð opinberaður i holdi.

Það er svoldið skemmtilegt að setja sig inn í þann atburð þegar Fæðingin átti sér stað. Að sjá Frelsara heimsins fæðast. Ég hugsa að það hafi eitthvað sérstakt gerst í hjarta Maríu og Jósefs þegar þau fengu þá ábyrgð að ala upp Jesú. Það hefði verið gaman að hafa verið til á þessum tíma á jörðinni og fylgjast með því hvernig hann óx úr grasi.

Fyrst og fremst er ég mest þakklátur fyrir það sem Jesú gerði fyrir mig á krossinum, fyrir eilífa lífið og frelsi undan því sem var að eyðileggja líf mitt. Þegar ég hugsa um orðið kærleikur og hvernig kærleikur Guðs hefur haft áhrif á líf mitt að þá er eitt merkilegt sem ég komst að. Áður en ég kom til Guðs var ég kaldur með steinhjarta, nánast samviskulaus hrotti og orðið Kærleikur eða ást var ekki raunverulegt fyrir mér. Kvöldið sem Guð mætti mér fékk ég að finna það mjög sterkt að ég væri elskaður. En það var samt alltaf eins og ég gæti ekki meðtekið það að ég væri elskaður. Einhvern vegin fannst mér eins og ég væri ekki þess virði að fá ást frá öðrum. En það var ekki fyrr en ég fór að vera upptekin af því að meðtaka elsku Guðs inn í líf mitt að ákveðnir múrar sem ég var búin að byggja upp í kringum mig fóru að hrynja niður. Allt í einu gat ég farið að hleypa fólki allveg að mér, ég fór að geta sýnt öðrum kærleika og hlýju.

Það að meðtaka kærleika Guðs inn í líf sitt skiptir miklu máli, því að þá breytist maður mjög mikið og verður hæfari til að elska aðra. Tala þá ekki um menn eins og mig sem þekktu ekki hvað raunverulegur kærleikur er. Það sem hefur gerst líka að núna nýt ég þess að vera með fjölskildunni og vinum mínum.

Ég vona að fólk sem á ekki mikið milli handana, hugsi á sama hátt að vera saman er dýrmætara en gjafir og finna þá ást sem Guð gefur okkur. Þetta er það sem er efst í huga mínum núna gagnvart jólunum. Jesús kom og gaf líf sitt fyrir okkur, hann gaf okkur sitt réttlæti, hefur sett kærleika sinn í hjarta okkar.

Guð gefi hverjum og einum góð jól þar sem friður og kærleikur fá að flæða á meðal fólks.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband