Bloggfærslur mánaðarins, október 2007
Bæn dagsins
31.10.2007 | 13:50
Bæn dagsins:
Drottinn viltu hjálpa mér að hætta minni fyrri breytni og afklæðast hinum gamla manni, sem er spilltur af tælandi girndum. Viltu hjálpa mér Faðir að endurnýjast í anda og hugsun og íklæðast hinum nýja manni, sem skapaður er eftir þínu réttlæti og heilagleika sannleikans. amen
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Skiptir máli hvernig við biðjum?
31.10.2007 | 01:14
Skiptir máli hvernig við biðjum?
Sigvardur Halldóruson
Margir velta því eflaust fyrir sér skiptir máli hvernig ég bið? Já það gerir það. Til dæmis það að þegar þú biður, þá geturðu ekki beðið í þínu eigin nafni. Þú átt enga innistæðu hjá Guði. Þegar þú biður þá færðu aðgang að Föðurnum í Jesú nafni. Sumir hafa útskýrt þetta með dæmi um ávísanahefti. Ef ég á ávísanahefti og enga innistæðu á reikningnum mínum. Þá get ég ekki leyst út neina ávísun því það er engin innistæða fyrir því sem ég ætla að leysa út. En ef ég ætti pening inn á reikningnum mínum þá gæti ég leyst út ávísun. Þess vegna skiptir máli að þegar þú biður að þú biðjir í Jesú nafni. Því hann á innistæðu hjá Föðurnum en ekki þú.
Jóh 16:23-24
-23- Á þeim degi munuð þér ekki spyrja mig neins. Sannlega, sannlega segi ég yður: Hvað sem þér biðjið föðurinn um í mínu nafni, mun hann veita yður.
-24- Hingað til hafið þér einskis beðið í mínu nafni. Biðjið, og þér munuð öðlast, svo að fögnuður yðar verði fullkominn.
Efe 5:20.
og þakkið jafnan Guði, föðurnum, fyrir alla hluti í nafni Drottins vors Jesú Krists.
Bæði Jesú Kristur og Páll Postuli segja að við eigum að biðja til Föðurins í Jesú nafni. Til þess að læra að biðja rétt verðum við að skoða Biblíuna og sjá hvernig skuli biðja.
Jak 1:22.
Verðið gjörendur orðsins og eigi aðeins heyrendur þess, ella svíkið þér sjálfa yður.
Matt 6:5-13
-5- Og þegar þér biðjist fyrir, þá verið ekki eins og hræsnararnir. Þeir vilja helst standa og biðjast fyrir í samkundum og á gatnamótum, til þess að menn sjái þá. Sannlega segi ég yður, þeir hafa tekið út laun sín.-6- En nær þú biðst fyrir, skaltu ganga inn í herbergi þitt, loka dyrunum og biðja föður þinn, sem er í leynum. Faðir þinn, sem sér í leynum, mun umbuna þér.-7- Þegar þér biðjist fyrir, skuluð þér ekki fara með fánýta mælgi að hætti heiðingja. Þeir hyggja, að þeir verði bænheyrðir fyrir mælgi sína.-8- Líkist þeim ekki. Faðir yðar veit, hvers þér þurfið, áður en þér biðjið hann.-9- En þannig skuluð þér biðja: Faðir vor, þú sem ert á himnum. Helgist þitt nafn,-10- til komi þitt ríki, verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni.-11- Gef oss í dag vort daglegt brauð.-12- Fyrirgef oss vorar skuldir, svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum.-13- Og eigi leið þú oss í freistni, heldur frelsa oss frá illu. Því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin að eilífu, amen.
Við sjáum það klárlega að þegar Jesús segir við lærisveinana hvernig þeir skuli biðja að þeir eigi að biðja til Föðurins. Jesús segir ekki hvað sem þið biðjið mig um í mínu nafni mun ég veita ykkur. Hann segir hvað sem þið biðjið Föðurinn um.Ef við spáum í þessu þá er það svoldið heimskulegt að biðja til Jesú í Jesú nafni. Eg er ekki að segja að þú getir ekki talað við Jesú eða ávarpað hann. Ég er að tala um að þegar þú ert í bæn og þarfnast einhvers þá áttu að biðja til Föðurins í Jesú nafni. Hvað við meigum biðja um handa sjálfum okkur er gefið líka skýrt dæmi um. Það sem við þörfnumst. Það sem þú þarfnast það mun Faðirinn veita þér ef þú biður til hans í Jesú nafni.
Matt 6:25-34
-25- Því segi ég yður: Verið ekki áhyggjufullir um líf yðar, hvað þér eigið að eta eða drekka, né heldur um líkama yðar, hverju þér eigið að klæðast. Er lífið ekki meira en fæðan og líkaminn meira en klæðin?-26- Lítið til fugla himinsins. Hvorki sá þeir né uppskera né safna í hlöður og faðir yðar himneskur fæðir þá. Eruð þér ekki miklu fremri þeim?-27- Og hver yðar getur með áhyggjum aukið einni spönn við aldur sinn?-28- Og hví eruð þér áhyggjufullir um klæði? Hyggið að liljum vallarins, hversu þær vaxa. Hvorki vinna þær né spinna.-29- En ég segi yður: Jafnvel Salómon í allri sinni dýrð var ekki svo búinn sem ein þeirra.-30- Fyrst Guð skrýðir svo gras vallarins, sem í dag stendur, en á morgun verður í ofn kastað, skyldi hann þá ekki miklu fremur klæða yður, þér trúlitlir!
-31- Segið því ekki áhyggjufullir: Hvað eigum vér að eta? Hvað eigum vér að drekka? Hverju eigum vér að klæðast?-32- Allt þetta stunda heiðingjarnir, og yðar himneski faðir veit, að þér þarfnist alls þessa.-33- En leitið fyrst ríkis hans og réttlætis, þá mun allt þetta veitast yður að auki.-34- Hafið því ekki áhyggjur af morgundeginum. Morgundagurinn mun hafa sínar áhyggjur. Hverjum degi nægir sín þjáning.
Spáðu í þessu að þar sem þú ert Guðsbarn, það er að segja að sá sem hefur meðtekið Jesú Krist inn í líf sitt hefur þann rétt að kallast Guðs barn.. Þá máttu biðja Föðurinn um að annast þig og sjá um þarfir þínar. Þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur af því hvað þú eigir að borða, eða hvort þig muni skorta klæðnað eða húsnæði. Það stendur skýrt í 33 versinu að ef þú leitar fyrst ríkis hans og réttlætis þá mun hann sjá um þarfir þínar, þegar hann segir þá mun allt þetta veitast yður að auki þá er hann að segja allt sem þú þarfnast mun hann veita þér ef þú biður hann um það. Ok núna veistu að þú átt að biðja til Föðurins í Jesú nafni, og að þú mátt biðja hann um að annast þig, því að hann gefur þér fyrirheit um að hann muni annast þig ef þú leitar hans ríkis og réttlætis. Er eitthvað meira fólgið í því að biðja í Jesú nafni? Já svo sannarlega. Þú hefur einning vald í bænini, ef þú notar Jesú nafn. Mark 16:17-18
-17- En þessi tákn munu fylgja þeim, er trúa: Í mínu nafni munu þeir reka út illa anda, tala nýjum tungum,-18- taka upp höggorma, og þó að þeir drekki eitthvað banvænt, mun þeim ekki verða meint af. Yfir sjúka munu þeir leggja hendur, og þeir verða heilir.
Þetta er allveg magnað, ef fólk er haldið íllum öndum þá get ég rekið þá úr fólki með því að reka þá út í Jesú nafni. Ég mun tala tungum, taka upp höggorma og þótt einhver reyni að eitra fyrir mér og gefi mér eitthvað bannvænt að drekka, þá mun mér ekki verða meint af því. Síðan mun ég geta lagt hendur yfir sjúka og sagt vertu heill í Jesú nafni.
Post 3:6-10
-6- Pétur sagði: Silfur og gull á ég ekki, en það sem ég hef, það gef ég þér: Í nafni Jesú Krists frá Nasaret, statt upp og gakk!-7- Og hann tók í hægri hönd honum og reisti hann upp. Jafnskjótt urðu fætur hans og ökklar styrkir,-8- hann spratt upp, stóð í fætur og tók að ganga. Hann fór inn með þeim í helgidóminn, gekk um og stökk og lofaði Guð.-9- Allt fólkið sá hann ganga um og lofa Guð.-10- Þeir þekktu, að hann var sá er hafði setið fyrir Fögrudyrum helgidómsins til að beiðast ölmusu. Urðu þeir furðu lostnir og frá sér numdir af því, sem fram við hann hafði komið.
Þegar þú sérð sjúkan mann, þá ferðu ekki að biðja eins og fáráður og segja Drottinn viltu lækna þennan mann.Guð segir þér að nota valdið í bæninni sem hann hefur gefið þér. Guðsorð segir að þú hafir þetta vald sem Kristinn einstaklingur. En hvernig öðlast ég þennan kraft? Þegar þú hefur frelsast þá þarftu að skírast sem er táknmynd um það að þú ætlir ekki framar að lifa fyrir sjálfa(n) þig heldur fyrir Jesú Krist.
Gal 2:20.
Ég er krossfestur með Kristi. Sjálfur lifi ég ekki framar, heldur lifir Kristur í mér. Lífinu, sem ég lifi nú hér á jörð, lifi ég í trúnni á Guðs son, sem elskaði mig og lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir mig. Það sem er átt við að þú þarft að endurfæðast
Jóh 3:3.
Jesús svaraði honum: Sannlega, sannlega segi ég þér: Enginn getur séð Guðs ríki, nema hann fæðist að nýju.
2Kor 5:17
Ef einhver er í Kristi, er hann skapaður á ný, hið gamla varð að engu, sjá, nýtt er orðið til.
Til þess að þetta geti átt sér stað þá færðu að gjöf Heilagan Anda.
Post 1:8
En þér munuð öðlast kraft, er Heilagur Andi kemur yfir yður, og þér munuð verða vottar mínir í Jerúsalem og allri Júdeu, í Samaríu og allt til endimarka jarðarinnar. Ok núna vitum við að við þurfum að endurfæðast og fá Heilagan Anda til þess að breytast en hvernig getum við lært að biðja í Guðsvilja? Við biðjum út frá Orðinu sem er Biblían, en til þess að skilja það hjálpar Heilagur Andi okkur að biðja og skilja hvernig við eigum að biðja. Sálm 37:7
Ver hljóður fyrir Drottni og vona á hann. Ver eigi of bráður vegna þeirra er vel gengur, vegna þess manns er svik fremur. Job 33:31
Hlýð á, Job, heyr þú mig, ver þú hljóður og lát mig tala.
Sef 1:7
Verið hljóðir fyrir Drottni Guði! Því að nálægur er dagur Drottins. Já, Drottinn hefir efnt til fórnar, hann hefir þegar vígt gesti sína.
Hab 2:20
En Drottinn er í sínu heilaga musteri, öll jörðin veri hljóð fyrir honum!
Áður en þú hefur bæn þína skaltu bíða hljóð(ur) og bíða eftir því að Heilagur Andi komi og blási því í brjóst þér hvers þú átt að biðja. Ég þarf alldrei að ákveða fyrirfram hvers ég á að biðja því að Heilagur Andi gefur mér innblástur í bænina. Þegar ég bið með öðrum í bænahring þá hlusta ég á hvað hinir eru að biðja fyrir og er sammála þeim í bæn. Ég þarf ekki að hafa áhyggjur af því sem ég á að biðja fyrir, því að Heilagur Andi segir mér hverju sinni hvað það er sem ég á að biðja fyrir. Það skiptir miklu máli að þegar þú ert að biðja að þú skoðir hvað Biblían segir um bænina og hlustir á Heilagan Anda þegar hann er að leiðbeina þér í bæninni. Núna kemur annað atriði sem skiptir öllu máli og það er tungutalið.Það eru til 4 tegundir tungutals en það sem við ætlum að tala um hér er tungutal til persónulegrar uppbyggingar og er fyrir alla menn. Sumir segja að tungutal sé ekki fyrir alla en það er bull. Ástæðan fyrir því að Guð gefur okkur tungutal er sú að við höfum ekki skilning eða okkur skortir orð til að skilja hver vilji Guðs er með líf okkar. Guð lánar okkur tungutalið til að byggja okkur upp. En hvernig get ég staðhæft það að tungutalið sé fyrir alla. Þegar Heilagur Andi kom yfir á Hvítasunnu þá kom hann yfir alla, og allir töluðu nýjum tungum.
Post 2:1-4
-1- Þá er upp var runninn hvítasunnudagur, voru þeir allir saman komnir.-2- Varð þá skyndilega gnýr af himni eins og aðdynjanda sterkviðris og fyllti allt húsið, þar sem þeir voru.-3- Þeim birtust tungur, eins og af eldi væru, er kvísluðust og settust á hvern og einn þeirra.-4- Þeir fylltust allir heilögum anda og tóku að tala öðrum tungum, eins og andinn gaf þeim að mæla. Við sjáum það í þessum versum að Heilagur Andi kom yfir alla og allir tóku að mæla nýjum tungum. En hvað er það sem tungutalið gerir við mig, breytist ég við það að tala tungum? Besta Biblíulegadæmið er Pétur. Hvernig hann var fyrir og eftir þegar Heilagur Andi kom yfir hann og hann tók að tala nýjum tungum (tungutal) Hvað gerir Pétur þegar hann er spurður hvort hann sé einn af lærisveinum Jesú þegar krossfesta átti Frelsarann? Jú Pétur afneitaði honum 3 sinnum því hann skorti kraft til að mæta þeirri andstöðu sem var þarna því að hann óttaðist um líf sitt. En þegar Pétur fer að tala tungum þá stígur hann fram og fer að predika fagnaðarerindið í Krafti Heilags Anda Matt 16:19
Ég mun fá þér lykla himnaríkis, og hvað sem þú bindur á jörðu, mun bundið á himnum, og hvað sem þú leysir á jörðu, mun leyst á himnum. Jesús afhenti Pétri lyklana af Fagnaðarerindinu og Pétur notar ekki þessa lykla fyrr en hann stígur fram á Hvítasunnudag og predikar Fagnaðarerindið um Jesú Krist. Þá var Pétur búin að öðlast Heilagan Anda af gjöf og hafði fengið tungutalið að gjöf. Það sem gerist er að innsti mótþrói hjarta þíns hverfur. Tungutalið gerir okkur hæfari til þjónustu við Jesú Krist og við fáum meiri opinberanir á Orð Guðs. 1Kor 14:18
Ég þakka Guði, að ég tala tungum öllum yður fremur, Páll fékk meiri opinberanir á Fagnaðarerindið en nokkur annar maður því að hann talaði tungum meira en nokkur annar. Það sem tungutalið gerir líka, það gerir þig hæfari til að heyra betur frá Guði,þín andlega heyrn eykst. Oft þegar við erum að biðja þá vitum við ekki hvers við eigum að biðja, þá eigum við að biðja tungum. Róm 8:26-27
-26- Þannig hjálpar og andinn oss í veikleika vorum. Vér vitum ekki, hvers vér eigum að biðja eins og ber, en sjálfur andinn biður fyrir oss með andvörpum, sem ekki verður orðum að komið.-27- En hann, sem hjörtun rannsakar, veit hver er hyggja andans, að hann biður fyrir heilögum eftir vilja Guðs.
Þess vegna þarftu alldrei að hafa áhyggjur af því hvers þú eigir að biðja. Heilagur Andi kennir þér það, þegar þú ert að biðja þá er gott að biðja mikið í tungum og stundum segir Heilagur Andi okkur að biðja með skilningi. En þetta á aðeins við þegar ég er í einrúmi að biðja eða biðja fyrir sjálfum mér. Vegna þess að þegar ég er á bænastund með öðrum þá skilja hinir ekki hvers ég er að biðja ef ég bið í tungum og geta ekki sammælst mér í bæninni. Þetta er það sama og ef Predikari tæki upp á því að fara predika í tungum, það myndi engin skilja hvað hann væri að predika. 1Kor 14:2
Því að sá, sem talar tungum, talar ekki við menn, heldur við Guð. Enginn skilur hann, í anda talar hann leyndardóma.
1Kor 14:19
en á safnaðarsamkomu vil ég heldur tala fimm orð með skilningi mínum, til þess að ég geti frætt aðra, en tíu þúsund orð með tungum.
1Kor 14:6
Hvað mundi ég gagna yður, bræður, ef ég nú kæmi til yðar og talaði tungum, en flytti yður ekki opinberun eða þekkingu eða spádóm eða kenningu?
1Kor 14:4
Sá, sem talar tungum, byggir upp sjálfan sig, en spámaðurinn byggir upp söfnuðinn.
1Kor 14:28
En ef ekki er neinn til að útlista, þá þegi sá á safnaðarsamkomunni, sem talar tungum, en tali við sjálfan sig og við Guð.
1Kor 14:39
Þess vegna, bræður mínir, sækist eftir spádómsgáfunni og aftrið því ekki, að talað sé tungum.
Við sjáum það að Biblían gefur okkur leiðbeiningu um það að við eigum ekki að tala opinberlega tungum nema það sé einhver til að útlista. Þarna er átt við Spámannlegt tungutal sem er til að byggja upp söfnuðinn.
Þessi fræðsla ætti að hjálpa okkur að læra að biðja rétt, en fyrst og fremst þá hvet ég þig til að byggja upp bænalíf þitt á Orði Guðs og læra að hlusta á Heilgan Anda þegar hann er að leiðbeina þér í bæninni. Ef þú biður eftir leiðsögn Heilags Anda, sem er alltaf í samræmi við orðið, þá muntu læra að biðja rétt og hnitmiðað og bænir þínar fara að bera árangur og trú þín vex og þú ferð að sjá breytingar á því sem þú biður fyrir. Drottinn blessi þig og varðveiti í Jesú nafni amen.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Andlitsmynd Jesaja Spámanns af Jesú
30.10.2007 | 01:46
Andlitsmynd Jesaja spámanns af Jesú.
Heimild: Thomson Biblían. Þýðing: Sigvarður Halldóruson
Tafla sem gefur mynd af komu Jesú í heiminn, úr bók Jesaja spámanns. Jesaja gefur upp hina fullkomnu mynd af Jesú hin sögulegu gildi, áætlarnir hans, hvaða nöfn hann bæri og hún lýsir líka persónuleika Jesú...................
- (1) Saga Jesú........
Fæðing frelsarans. 7:14.
Fjölskyldan. 11:1.
Smurningin. 11:2.
- (2) Persónuleiki Krists...........
Vísdómur. 11:2
Andlegur og réttlátur dómari. 11:3-4.
Réttlátur og trúfastur. 11:5.
Hljóður. 42:2. og 53:7.
Heiðarlegur. 42:3.
Þolgóður.42:4.
Kemur með nýjan sáttmála. 42:6. og 9:2. Umhyggjusamur lætur sér annt um fólk.
Hefur samúð með fólki eða finnur til meðaumkunar til þeirra sem minna mega sín. 53:4.
Hógvær. 53:7.
Ber þjáningar okkar. 53:10. og 52:14.
Syndlaus, syndgaði alldrei. 53:9.
Mikilfenglegur. 53:12.
Hefur vald til að frelsa. 53:11.
- (3) Nöfn sem hann ber.
Immanúel= Guð er með oss. 7:14.
Guðhetja, Undraráðgjafi, Eilífðarfaðir, Friðarhöfðingi. 9:6.
Réttlátur konungur. 32:1.
Útvaldi þjónn. 42:1.
Armleggur Drottins. 53:1
Smurði predikarinn og læknirinn. 61:1.
Hinn mikli trúboði. 63:1.
- (4) Verkefni Jesú.........
Hann er sá sem kemur með hið mikla ljós. 9:2
Dómari. 11:3.
Hann er sá sem áminnir. 11:4.
Gjafari réttlætisins. 42:4.
Hann er sá sem frelsar. 42:7.
Hann mun bera byrðar okkar. 53:4.
Hann mun bera syndir okkar. 53:6.
Eini frelsarinn. 53:5.
Hann mun verða upphafinn. 53:12.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Boðorðin 10 enþá í gildi?
29.10.2007 | 12:12
Kærleikurinn fylling lögmálsins.
Lögmálið (Boðorðin)
Sigvarður Halldóruson undir leiðsögn Heilags Anda.
Lögmál=Að vera virkur undir stjórn.
(1.) Lögmál náttúrunar er vilji Guðs til mannsins í framferði eða hegðun, stofnsett eða reist á boðskap mismunandi hluta, og endurspegluð með ljósi náttúrunar. (Róm.1:20...Því að hið ósýnilega eðli hans, bæði hans eilífi kraftur og guðdómleiki, er sýnilegt frá sköpun heimsins, með því að það verður skilið af verkum hans. Mennirnir eru því án afsökunar.; Róm.2:14...Þegar heiðingjar, sem hafa ekki lögmál, gjöra að eðlisboði það sem lögmálið býður, þá eru þeir, þótt þeir hafi ekki neitt lögmál, sjálfum sér lögmál., Róm.2:15... Þeir sýna, að krafa lögmálsins er rituð í hjörtum þeirra, með því að samviska þeirra ber þessu vitni og hugrenningar þeirra, sem ýmist ásaka þá eða afsaka.). Þetta lögmál hefur alltaf verið bundið manninum . Þetta er yfirleitt sjálfgefið með orðum samviskunar, eða getu mannsins vegna áhrifa af boðskap um samband milli hluta.
(2.) Viðhafnarsiður Lögmálsins fyrirskipar undir Gamla Sáttmálanum helgiathafnir og athafnir lofgjörðar. Þetta Lögmál var aðeins skylda fram að komu Krists, hver þessara helgiathafna voru táknrænar, honum sem hafði lokið sínu verki. (Heb.7:9... Og svo má að orði kveða, að enda Leví, hann sem tíund tekur, hafi greitt tíund, þar sem Abraham gjörði það, Heb.7:11... Hefði nú fullkomnun fengist með levíska prestdóminum, en hann var grundvöllur lögmálsins, sem lýðurinn fékk, hver var þá framar þörf þess að segja að koma skyldi annars konar prestur að hætti Melkísedeks, en ekki að hætti Arons? Heb.10:1... Lögmálið geymir aðeins skugga hins góða, sem er í vændum, ekki skýra mynd þess. Ár eftir ár eru bornar fram sömu fórnir, sem geta aldrei gjört þá fullkomna til frambúðar, sem ganga fram fyrir Guð. Efes.2:16... Í einum líkama sætti hann þá báða við Guð á krossinum, þar sem hann deyddi fjandskapinn.). þetta var uppfyllt frekar en að vera ógilt af fagnaðarerindinu.(3.) Dómari Lögmálsins, Lögmálið sem stjórnaði borgaralegum stefnum hinnar hebresku þjóðar.(4.) Boðskapur Lögmálsins opinberar vilja Guðs um hegðun eða framkomu mannsins, og er bundið öllum mönnum til endatíma. Þetta var kunngert á Sínaí. Þetta er fullkomið (Sálm.19:8... Lögmál Drottins er lýtalaust, hressir sálina, vitnisburður Drottins er áreiðanlegur, gjörir hinn fávísa vitran.), eilíft eða varanlegt(Matt5:17. Ætlið ekki, að ég sé kominn til að afnema lögmálið eða spámennina. Ég kom ekki til að afnema, heldur uppfylla., Matt.5:18. Sannlega segi ég yður: Þar til himinn og jörð líða undir lok, mun ekki einn smástafur eða stafkrókur falla úr lögmálinu, uns allt er komið fram.), heilagt (Róm.7:12. Þannig er þá lögmálið heilagt og boðorðið heilagt, réttlátt og gott.), gott, andlegt (Róm.7:14. Vér vitum, að lögmálið er andlegt, en ég er holdlegur, seldur undir syndina.), og geysilega víðáttumikið (Sálm.119:96. Á allri fullkomnun hefi ég séð endi, en þín boð eiga sér engin takmörk.). þó svo að bindiningin sé yfir allt, að þá erum við ekki undir lögmáli verka. (Gal.3:17. Með þessu vildi ég sagt hafa: Sáttmála, sem áður var staðfestur af Guði, getur lögmálið, sem kom fjögur hundruð og þrjátíu árum síðar, ekki ónýtt, svo að það felli fyrirheitið úr gildi.).
(5.) Öryggi Lögmálsins er lífsregla sem er aðeins reist á vilja Guðs. Þau eru rétt því að Guð fyrirskipaði þau.
(6.) Boðskapur öryggi Lögmálsins er skipaður af Guði og því er það rétt..
Það er ekki hægt að láta það fara fram hjá sér þær þrætur um hvort boðorðin 10 séu í gildi eða ekki. Sumir vilja meina að boðorðin séu enn í gildi og aðrir ekki. Ég trúi því persónulega sjálfur að eftir Golgata sé aðeins eitt boðorð sem uppfyllir öll hin og það er kærleikurinn. Við skulum koma víða við í Nýja Sáttmálanum og sjá hvað hann hefur að segja um málið. Við verðum að læra að þekkja orðið og byggja trú okkar á því en ekki mannasetningum. Því tel ég það allgera skildu mína að rannsaka þetta nánar og þá er bara að hefjast handa.
Matt.5:17... Ætlið ekki, að ég sé kominn til að afnema lögmálið eða spámennina. Ég kom ekki til að afnema, heldur uppfylla.
Jesús kom til að uppfylla en ekki til að afnema. En þá er að spyrja sig með hverju uppfyllti hann lögmálið? Róm.13:10... Kærleikurinn gjörir ekki náunganum mein. Þess vegna er kærleikurinn fylling lögmálsins.
En hvað með þegar Jesús segir nýtt boðorð gef ég yður er það ekki í andstöðu við það að hann kom til að uppfylla en ekki til að afnema? Í fyrstu virðist svo vera en við nánari athugun sjáum við að svo er ekki. Við verðum að skoða í hvaða samhengi Jesús er að segja hlutina. Þarna er hann í raun að segja um það sem koma skal en ekki það sem var á þessum tíma því hann var ekki en búin að uppfylla lögmálið. Jóh.13:34-35... Nýtt boðorð gef ég yður, að þér elskið hver annan. Eins og ég hef elskað yður, skuluð þér einnig elska hver annan.(35) Á því munu allir þekkja, að þér eruð mínir lærisveinar, ef þér berið elsku hver til annars.
En hvað þá með þegar Jesús talar um hið æðsta boðorð er það þá ekki líka í andstöðu við það sem þú ert að segja? Nei svo er ekki við skulum líta á versin. Matt.22:34-40... (34) Þegar farísear heyrðu, að hann hafði gjört saddúkea orðlausa, komu þeir saman.(35) Og einn þeirra, sem var lögvitringur, vildi freista hans og spurði:(36) Meistari, hvert er hið æðsta boðorð í lögmálinu?(37) Hann svaraði honum: Elska skalt þú Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni og öllum huga þínum.(38) Þetta er hið æðsta og fremsta boðorð.(39) Annað er þessu líkt: Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.(40) Á þessum tveimur boðorðum hvílir allt lögmálið og spámennirnir. Þegar við skoðum þessi vers vandlega að þá sjáum við að rauði þráðurinn er Kærleikurinn. Að elska Guð og náungan. Jesús bendir mjög oft á að það er kærleikurinn sem hann vill sjá í lífi okkar en ekki hversu klár við erum að fara eftir reglum. Þegar þú átt kærleika að þá elskar þú Guð og náungan. Því eins og við sjáum í Róm 13:10 að þá gerir kærleikurinn ekki náunganum mein. Kærleikurinn uppfyllir lögmálið. En við skulum skoða betur hvað ritningin segir um þetta mál því enn eru nokkur atriði eftir sem gætu virst vera í vafa.
Núna skulum við skoða það þegar Páll talar um að við séum ekki lengur undir lögmáli. Róm.6:15-18... (15) Hvað þá? Eigum vér að syndga, af því að vér erum ekki undir lögmáli, heldur undir náð? Fjarri fer því.(16) Vitið þér ekki, að ef þér bjóðið öðrum sjálfa yður fyrir þjóna og hlýðið honum, þá eruð þér þjónar þess, sem þér hlýðið, hvort heldur er syndar til dauða eða hlýðni til réttlætis?(17) En þökk sé Guði! Þér voruð þjónar syndarinnar, en urðuð af hjarta hlýðnir þeirri kenningu, sem þér voruð á vald gefnir.
(18) Og þér gjörðust þjónar réttlætisins eftir að hafa verið leystir frá syndinni. Hér er Páll að tala um að við þurfum ekki að færa framar fórnir fyrir syndir okkar ef við brjótum lögmál Guðs. Því að við höfum verið leyst frá valdi syndarinnar. Laun syndarinnar er dauði en náðargjöf Guðs er eilíft líf í Kristi Jesú Drottni vorum. Kristur hefur keypt okkur með dýru blóði sínu. Þess vegna erum við ekki okkar eigin og þess vegna höldum við ekki áfram að syndga því þetta snýst um að deyja af sjálfum sér og lifa í Kristi. Gal.2:20-21... (20) Ég er krossfestur með Kristi. Sjálfur lifi ég ekki framar, heldur lifir Kristur í mér. Lífinu, sem ég lifi nú hér á jörð, lifi ég í trúnni á Guðs son, sem elskaði mig og lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir mig.(21) Ég ónýti ekki náð Guðs. Ef réttlæting fæst fyrir lögmál, þá hefur Kristur dáið til einskis. Þetta snýst um að vera undirgefin Heilögum Anda og leyfa honum að leiða sig áfram, annars er okkur ógerlegt að geta lifað í kærleikanum. Það er sagt að við líkjumst þeim er við umgöngumst. Guð er kærleikur. Jesús Kristur býr í mér í gegnum Heilagan Anda. Þess vegna til þess að kærleikurinn fái að vaxa í lífi mínu að þá verð ég að deyja af sjálfum mér og lifa í Kristi. Jesús sagði að sá sem týnir lífi sínu hans(Jesú) vegna mun finna það. Það er vegna þess að vilji mannsins er allveg hræðilega eigingjarn og sjálfselskur sem er allgjörlega í andstöðu við vilja Guðs. Því Guð er kæreikur. Kærlekurinn gefur en eigingirnin tekur. Þetta tvennt togast stöðuglega á þess vegna verð ég að biðja Drottinn stöðuglega um hjálp til að takast á við lífið svo að líf mitt mótist eftir hans vilja og hann fái að vera skipstjórinn í lífi mínu. Þess vegna verð ég að gefa mig á vald Guðs. Það talar um í Jakobsbréfinu að við eigum að nálægja okkur Guði svo satan flýji okkur. Jesús sagði líka vertu í mér þá verð ég í þér.
En þá kemur að því þegar Páll talar um að við séum dáin lögmálinu. Er það ekki líka að tala gegn sjálfu sér? Nei svo er ekki þetta er nákvæmt framhald af því sem við skoðuðum hér rétt fyrir ofan. Páll er í raun að tala þarna um hin Gyðinglegu boðorð. Gamli Sáttmálinn var fyrir Gyðingana og við stóðum Guðvana fyrir utan hann. En núna eftir að Kristur hefur keypt okkur með dýru blóði sínu og þjáningum á krossinum að þá þurfa menn ekki lengur að gefa sig bókstafnum á vald því að kristur hefur komið með annan og betri sáttmála. Róm.7:1-6... -1- Vitið þér ekki, bræður, ég er hér að tala til þeirra, sem lögmál þekkja, að lögmálið drottnar yfir manninum svo lengi sem hann lifir.(2) Gift kona er að lögum bundin manni sínum, meðan hann lifir. En deyi maðurinn, er hún leyst undan lögmálinu, sem bindur hana við manninn.(3) Því mun hún hórkona teljast, ef hún, að manninum lifandi, verður annars manns. En deyi maðurinn er hún laus undan lögmálinu, svo að hún er ekki hórkona, þótt hún verði annars manns.(4) Eins er um yður, bræður mínir. Þér eruð dánir lögmálinu fyrir líkama Krists, til þess að verða öðrum gefnir, honum sem var upp vakinn frá dauðum, svo að vér mættum bera Guði ávöxt.(5) Þegar vér lifðum að holdsins hætti, störfuðu ástríður syndanna, sem lögmálið hafði vakið, í limum vorum, svo að vér bærum dauðanum ávöxt.(6)En nú erum vér leystir undan lögmálinu, þar sem vér erum dánir því, sem áður hélt oss bundnum, og þjónum í nýjung anda, en ekki í fyrnsku bókstafs. Páll er hér líka að segja þið þurfið ekki að rembast við að lifa eftir Lögmáli Guðs því að hann hefur sent okkur Anda sinn til að fylla líf okkar og hjálpa okkur að ganga sinn veg. Sem við gátum ekki gert í okkar mannlega mætti. Biblían talar alldrei gegn sjálfri sér þegar það koma vafa atriði að þá þurfum að skoða versin og bera þau saman. Og við megum ekki heldur slíta orð Guðs úr samhengi. Það verður að taka það í heild sinni. Í 8 kaflanum í Róm bendir Páll okkur á að lifa í Andanum. Hann er að segja verið í stöðugu samfélagi við Drottinn svo að holdið hremmi ykkur ekki. Því við verðum að skilja. Að þegar við vorum Guðvana að þá vorum við andlega dauð og lifðum eftir háttum holdsins. En þegar Kristur kom inn í líf okkar lífgaði hann okkar andlega mann við. Þá erum við allt í einu í stríði við sjálf okkur. Holdið vill stjórna okkur og Andinn líka. Þess vegna bendir Páll okkur á að það er best fyrir okkur að vera í stöðugu samfélagi við Drottinn. Og að við biðjum Heilagan Anda um að leiða okkur áfram hvern dag. Svo við fáum skilið hver vilji Guðs sé. Spámennirnir spá því fram í tíman fyrir komu Heilags Anda að þegar hann kemur yfir okkur að þá lifnar lögmálið við innra með okkur. Spámennirnir segja að lögmál Guðs verði ritað í hjarta okkar. Þegar ég tók við Kristi langaði mig ekki lengur að stela, ljúga og gera marga slæma hluti. Það er ekki lengur má ekki má ekki. Heldur er það ég vil ekki ég vil ekki. Við förum að elska það að gera vilja Guðs þegar við förum að skilja náðina.
Hvað er innifalið í kærleikanum?
1.Kor.13:4-8a...(4) Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður. Kærleikurinn öfundar ekki. Kærleikurinn er ekki raupsamur, hreykir sér ekki upp.(5) Hann hegðar sér ekki ósæmilega, leitar ekki síns eigin, hann reiðist ekki, er ekki langrækinn.(6) Hann gleðst ekki yfir óréttvísinni, en samgleðst sannleikanum.(7) Hann breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt.(8a)Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi. Þetta er það sem er innifalið í Kærleikanum. Ég hugsa að við verðum að biðja Drottinn um náð að haga okkur á þann hátt sem kærleikurinn gerir. En þetta er það sem við eigum að lifa eftir.
Hvernig get ég lifað í kærleikanum?
Róm.5:5... En vonin bregst oss ekki, því að kærleika Guðs er úthellt í hjörtum vorum fyrir Heilagan Anda, sem oss er gefinn. Þú þarft að meðtaka Heilagan Anda til þess að geta fengið kærleika til þess að elska aðra. Það er ógerlegt fyrir þig að reyna elska í eigin mætti á þann hátt sem þú getur elskað með kærleika Guðs sem þú færð að gjöf þegar Heilagur Andi kemur yfir þig.
Jóh.15:9-17... (9) Ég hef elskað yður, eins og faðirinn hefur elskað mig. Verið stöðugir í elsku minni.(10) Ef þér haldið boðorð mín, verðið þér stöðugir í elsku minni, eins og ég hef haldið boðorð föður míns og er stöðugur í elsku hans.(11) Þetta hef ég talað til yðar, til þess að fögnuður minn sé í yður og fögnuður yðar sé fullkominn.(12) Þetta er mitt boðorð, að þér elskið hver annan, eins og ég hef elskað yður.(13) Enginn á meiri kærleik en þann að leggja líf sitt í sölurnar fyrir vini sína.(14) Þér eruð vinir mínir, ef þér gjörið það, sem ég býð yður.(15) Ég kalla yður ekki framar þjóna, því þjónninn veit ekki, hvað herra hans gjörir. En ég kalla yður vini, því ég hef kunngjört yður allt, sem ég heyrði af föður mínum.(16) Þér hafið ekki útvalið mig, heldur hef ég útvalið yður. Ég hef ákvarðað yður til að fara og bera ávöxt, ávöxt, sem varir, svo að faðirinn veiti yður sérhvað það sem þér biðjið hann um í mínu nafni.(17)Þetta býð ég yður, að þér elskið hver annan.
Síðasta versið ég býð yður er skipunarorð. Í King James er sagt i command you. Sem þýðir ég skipa ykkur orðið býð yður þýðir líka skipa ykkur. Jæja á þá allt í einu að fara skipa manni að elska aðra. Gefur ekki kærleikurinn alltaf frjálst val? Jú kærleikurinn gefur alltaf frjálst val. En veist þú hvað kærleikur þýðir það er að segja orðið sjálft? Það þýðir að gefa það besta þar sem þörfin er mest. Þegar þú ert í Kristi og hann er í þér að þá getur þér ekki liðið vel með það að ljúgja að sjálfum eða sjálfri þér að þú elskir Guð en hatir náungan. Sá sem hatar náungan getur ekki elskað Guð. 1.Jóh.4:7-21... (7) Þér elskaðir, elskum hver annan, því að kærleikurinn er frá Guði kominn, og hver sem elskar er af Guði fæddur og þekkir Guð.(8) Sá sem ekki elskar þekkir ekki Guð, því að Guð er kærleikur.(9) Í því birtist kærleikur Guðs meðal vor, að Guð hefur sent einkason sinn í heiminn til þess að vér skyldum lifa fyrir hann.(10) Þetta er kærleikurinn: Ekki að vér elskuðum Guð, heldur að hann elskaði oss og sendi son sinn til að vera friðþæging fyrir syndir vorar.(11) Þér elskaðir, fyrst Guð hefur svo elskað oss, þá ber einnig oss að elska hver annan.(12) Enginn hefur nokkurn tíma séð Guð. Ef vér elskum hver annan, þá er Guð stöðugur í oss og kærleikur hans er fullkomnaður í oss.(13) Vér þekkjum, að vér erum stöðugir í honum og hann í oss, af því að hann hefur gefið oss af sínum anda.(14) Vér höfum séð og vitnum, að faðirinn hefur sent soninn til að vera frelsari heimsins.(15) Hver sem játar, að Jesús sé Guðs sonur, í honum er Guð stöðugur og hann í Guði.(16) Vér þekkjum kærleikann, sem Guð hefur á oss, og trúum á hann. Guð er kærleikur, og sá sem er stöðugur í kærleikanum er stöðugur í Guði og Guð er stöðugur í honum.(17) Með því er kærleikurinn orðinn fullkominn hjá oss, að vér höfum djörfung á degi dómsins, því að vér erum í þessum heimi eins og hann er.(18) Ótti er ekki í elskunni. Fullkomin elska rekur út óttann. Því að óttinn felur í sér hegningu, en sá sem óttast er ekki fullkominn í elskunni.(19) Vér elskum, því að hann elskaði oss að fyrra bragði.(20) Ef einhver segir: Ég elska Guð, og hatar bróður sinn, sá er lygari. Því að sá sem elskar ekki bróður sinn, sem hann hefur séð, getur ekki elskað Guð, sem hann hefur ekki séð.(21) Og þetta boðorð höfum vér frá honum, að sá sem elskar Guð á einnig að elska bróður sinn.
Niðurstaðan kemur mér kannski ekki mikið á óvart en hún sýnir mér hvað Orð Guðs er stöðugt og hvernig allt helst í hendur í orðinu. Niðurstaðan er sú að tað er eitt boðorð eftir Golgata sem uppfyllir hin Gyðinglegu boðorð, það er kærleikurinn. Þau eru uppfyllt með kærleikanum.En boðorðin eru enn í fullu gildi. Ef það væri ekki neitt lögmál sem myndi sýna okkur hvað er synd að þá væri lögmálsleysi. En það sem Biblían segir þið þurfið ekki lengur að rembast í ykkar mannlega mætti að fylgja þeim. Því Heilagur Andi mun hjálpa okkur að fylgja þeim, þess vegna þjónum við ekki í fyrnsku bókstafs heldur í anda. Því það er Heilagur Andi sem leiðir okkur áfram. Kærleikurinn er okkur gefin þegar Heilagur Andi kemur yfir okkur. Jesús segir að hann gefi okkur þetta boðorð að elska Guð og náungan sem er innifalið í kærleikanum. Þess vegna má ekki slíta orð Guðs úr samhengi. Kærleikurinn er ekki nýr, en það eru nýjar áherslur sem Guð sýnir okkur. Hann er einfaldlega að benda okkur á að við erum sköpuð ófullkomin svo við fáum fullnægju okkar hjá honum. Mennirnir geta ekki lifað fullkomnu lífi en það gerði Kristur. Hann er fullkomnari túarinnar og hann er fullkomin fyrir okkur. Það er hann sem réttlætir okkur og gerir það kleyft að við fáum að gjöf Heilagan Anda til þess að hjálpa okkur að ganga sinn veg. Páll bendir okkur á að fyllast stöðuglega Heilögum Anda og leyfa honum að vera leiðsögumaðurinn okkar. Það er miklu einfaldara að leiðast af Anda Guðs en að rembast að fara eftir bókstafnum í eigin mætti. Páll talar um í 3 kaflanum í 2.Korintubréfi að þjónusta bókstafsins sé þjónusta dauðans. En hér í lokin ætla ég að láta fylgja með nokkra ritningarstafi sem staðfesta það sem ég hef skrifað hér. 2.Kor.3... (1) Erum vér nú aftur teknir að mæla með sjálfum oss? Eða mundum vér þurfa, eins og sumir, meðmælabréf til yðar eða frá yður?(2) Þér eruð vort bréf, ritað á hjörtu vor, þekkt og lesið af öllum mönnum.(3) Þér sýnið ljóslega, að þér eruð bréf Krists, sem vér höfum unnið að, ekki skrifað með bleki, heldur með anda lifanda Guðs, ekki á steinspjöld, heldur á hjartaspjöld úr holdi.(4) En þetta traust höfum vér til Guðs fyrir Krist.(5) Ekki svo, að vér séum sjálfir hæfir og eitthvað komi frá oss sjálfum, heldur er hæfileiki vor frá Guði,(6) sem hefur gjört oss hæfa til að vera þjóna nýs sáttmála, ekki bókstafs, heldur anda. Því að bókstafurinn deyðir, en andinn lífgar.(7) En ef þjónusta dauðans, sem letruð var og höggvin á steina, kom fram í dýrð, svo að Ísraelsmenn gátu ekki horft framan í Móse vegna ljómans af ásýnd hans, sem þó varð að engu,(8) hversu miklu fremur mun þá þjónusta andans koma fram í dýrð?(9) Ef þjónustan, sem sakfellir, var dýrleg, þá er þjónustan, sem réttlætir, enn þá miklu auðugri að dýrð.(10) Í þessu efni verður jafnvel það, sem áður var dýrlegt, ekki dýrlegt í samanburði við hina yfirgnæfandi dýrð.(11) Því að ef það, sem að engu verður, kom fram með dýrð, þá hlýtur miklu fremur hið varanlega að koma fram í dýrð.(12) Þar eð vér nú höfum slíka von, þá komum vér fram með mikilli djörfung(13) og gjörum ekki eins og Móse, sem setti skýlu fyrir andlit sér, til þess að Ísraelsmenn skyldu ekki horfa á endalok ljóma þess, sem var að hverfa.(14) En hugur þeirra varð forhertur. Því allt til þessa dags hvílir sama skýlan yfir upplestri hins gamla sáttmála og henni hefur ekki verið svipt burt, því að aðeins í Kristi hverfur hún.(15) Já, allt til þessa dags hvílir skýla yfir hjörtum þeirra, hvenær sem Móse er lesinn.(16) En þegar einhver snýr sér til Drottins, verður skýlan burtu tekin.(17) Drottinn er andinn, og þar sem andi Drottins er, þar er frelsi.(18) En allir vér, sem með óhjúpuðu andliti endurspeglum dýrð Drottins, ummyndumst til hinnar sömu myndar, frá dýrð til dýrðar. Þetta gjörir andi Drottins.
Róm.8:1-17. (1) Nú er því engin fordæming fyrir þá, sem tilheyra Kristi Jesú.(2) Lögmál lífsins anda hefur í Kristi Jesú frelsað þig frá lögmáli syndarinnar og dauðans.(3) Það sem lögmálinu var ógerlegt, að því leyti sem það mátti sín einskis fyrir holdinu, það gjörði Guð. Með því að senda sinn eigin son í líkingu syndugs manns gegn syndinni, dæmdi Guð syndina í manninum.(4) Þannig varð réttlætiskröfu lögmálsins fullnægt hjá oss, sem lifum ekki eftir holdi, heldur eftir anda.(5) Því að þeir sem láta stjórnast af holdinu, hyggja á það sem holdsins er, en þeir, sem láta stjórnast af andanum, hyggja á það sem andans er.(6) Hyggja holdsins er dauði, en hyggja andans líf og friður.(7) Hyggja holdsins er fjandskapur gegn Guði, með því að hún lýtur ekki lögmáli Guðs, enda getur hún það ekki.(8) Þeir, sem eru holdsins menn, geta ekki þóknast Guði.(9) En þér eruð ekki holdsins menn, heldur andans menn, þar sem andi Guðs býr í yður. En hafi einhver ekki anda Krists, þá er sá ekki hans.(10) Ef Kristur er í yður, þá er líkaminn að sönnu dauður vegna syndarinnar, en andinn veitir líf vegna réttlætisins.(11) Ef andi hans, sem vakti Jesú frá dauðum, býr í yður, þá mun hann, sem vakti Krist frá dauðum, einnig gjöra dauðlega líkami yðar lifandi með anda sínum, sem í yður býr.(12) Þannig erum vér, bræður, í skuld, ekki við holdið að lifa að hætti holdsins.(13) Því að ef þér lifið að hætti holdsins, munuð þér deyja, en ef þér deyðið með andanum gjörðir líkamans, munuð þér lifa.(14) Því að allir þeir, sem leiðast af anda Guðs, þeir eru Guðs börn.(15) En þér hafið ekki fengið anda, sem gjörir yður að þrælum að lifa aftur í hræðslu, heldur hafið þér fengið anda, sem gefur yður barnarétt. Í þeim anda köllum vér: Abba, faðir!(16) Sjálfur andinn vitnar með vorum anda, að vér erum Guðs börn.(17) En ef vér erum börn, þá erum vér líka erfingjar, og það erfingjar Guðs, en samarfar Krists, því að vér líðum með honum, til þess að vér einnig verðum vegsamlegir með honum.
Ég vona að þetta hafi verið þér að gagni og að þú getir tekið afstöðu með Orði Guðs.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hvað er að vera undir Náð Guðs?
28.10.2007 | 11:36
Hvað er að vera undir Náð Guðs?
Sigvarður Halldóruson
Orðið náð kemur af grísku orði sem er charis, charis kemur 170 sinnum fyrir í NT
Orðið sjálft þýðir Gjöf
Í GT var orðið Náð notað þegar Guð var nálægur og þýddi nálægð Guðs.
Í dag hefur orðið gjöf mikla og mikilvæga þýðingu fyrir okkur. Því að fyrsta skrefið til að komast undir Náð Guðs er að iðrast synda sinna sem þýðir að snúa sér frá syndinni og að Guði. Síðan er annað skrefið að skýrast og staðfesta trúnna að við ætlum að fylgja Jesú Kristi.
Þegar við höfum tekið skírn þá lofar Guð okkur því að gefa okkur Heilagan Anda að gjöf. Guð sjálfur tekur sér bústað í hjarta okkar.
Náð þýðir gjöf eins og ég nefndi áðan. Inn í orðinu gjöf getum við nefnd 4 hluti. 1) Óverðskulduð fyrirgefning Guðs til okkar. 2) Kraftur Guðs til okkar. 3) Kærleikur Guðs til okkar (gæska). 4) Eilíft líf.
Áður en ég útskýri þessa 4 hluti þá er fernt enn sem er innifalið því að vera undir Náð Guðs. Fyrsta orðið er auðmýkt. Jesús sýndi okkur hvað það er að vera auðmjúkur. Að vera auðmjúkur er andstæðan við að vera hrokafullur og fellst meðal annars í því að lýta alldrei stórt á sig og hafa fúsleika til að gera hvað sem er fyrir Guð.
Annað orðið er réttlæti, af því að við höfum meðtekið Jesú Krist sem Drottinn okkar og frelsara þá hefur hann tekið á sig allt okkar ranglæti og gefið okkur sitt réttlæti. Þetta þýðir það að allt það sem þú hefur gert af þér er afmáð og ekki framar til. Ef einhver ætlar að benda þér á fortíðina þína þá bendurðu þeim aðila á tala við Jesú áður en hann eða hún reynir að dæma þig. Því Jesús greiddi gjaldið af þínum misgjörðum og það hefur enginn leyfi til að minna þig á misgjörðir þínar. Síðan hefur verið sagt, ef óvinurinn minnir þig á fortíð þína, minn þú þá hann á framtíð hansJ
Þriðja orðið er náðargjafir. Þegar við höfum meðtekið Heilagan Anda inn í líf okkar þá höfum við ekki bara öðlast nýjan kraft. Heldur hefur Drottinn svo miklu meira fyrir okkur. Biblían hvetur okkur að sækjast eftir náðrgjöfum Heilags Anda.
Fjórða orðið er blessun, þegar við göngum í hlýðni við orð Guðs þá erum við blessuð. Það er blessun að fylgja Jesú og gera hans vilja sem Heilagur Andi gefur okkur kraftinn til að gera. Biblían sýnir okkur það út í gegn þegar lýður hans gerði það sem rétt var í hans augum þá vegnaði þeim vel, en þegar þeir gerðu það sem íllt var þá vék blessun hans frá þeim. Þegar við meðtökum Jesú krist sem Drottinn okkar og frelsara, þá höfum við fengið hlutdeild í blessun Abrahams og við erum blessuð þegar við erum í Jesú Kristi . Þannig að það er blessun að hlýða Guði og gera hans vilja.
En aftur að orðinu Náð eða gjöf.
- 1. Fyrirgefning... Gamli sáttmálinn talar um að hylja yfir syndir, en nýji sáttmálinn talar um að afmá syndina. En þegar fyrirgefningin snýr að okkur mönnunum þá þýðir það að gleyma. Af því að Jesús einn hefur vald til að afmá syndir, þess vegna getum við bara gleymt en hann afmáir.
Þegar við játum syndir okkar þá eigum við fullvissu um að okkur sér fyrirgefið.
1.Jóh. 1:9 Ef vér játum syndir vorar, þá er hann trúr og réttlátur, svo að hann fyrirgefur oss syndirnar og hreinsar oss af öllu ranglæti.
2. Kraftur Guðs til okkar: Post 1:8
En þér munuð öðlast kraft, er heilagur andi kemur yfir yður, og þér munuð verða vottar mínir í Jerúsalem og allri Júdeu, í Samaríu og allt til endimarka jarðarinnar.
Þetta snýst um að meðtaka Heilagan Anda inn í líf sitt og fá kraftinn frá honum.
2Kor 4:7 En þennan fjársjóð höfum vér í leirkerum, til þess að ofurmagn kraftarins sé Guðs, en ekki frá oss.
Það sem við verðum að átta okkur á er að krafturinn er alltaf Guðs. Þetta er eins og þegar við förum í fyrirbæn, þá erum það ekki við sjálf í okkar eigin mætti sem erum svona kröftug, það er Jesús sem er kröftugur í okkur. Þess vegna æðum við alldrei í fyrirbæn án þess að leita leiðsaganar Heilags Anda hvað það er sem við eigum að gera. Því ef við förum að reyna stjórna sjálf þá gerist ekki neitt. Þess vegna skiptir máli að leita leiðsagnar Heilags Anda því það er hann sem vinnur verkið í gegnum okkur.
Fil 2:13..Því að það er Guð, sem verkar í yður bæði að vilja og framkvæma sér til velþóknunar.
Þegar við förum fram í krafti Heilags Anda í fyrirbæn þá er fyrirbænin samtarf milli okkar og Guðs. Heilagur Andi blæs því í okkur sem við eigum að biðja út. Það er vegna þess að hann vinnur verkið ekki við.. Dýrðin og mátturinn er alltaf Drottins ekki okkar.. Þess vegna er gott að æfa sig í því að leggja sig til hliðar og leyfa Guði að komast að og hætta að þvælast fyrir honum sem við erum svo oft gjörn á að gera.
- 3. Kærleikur Guðs til okkar: Orðið kærleikur þýðir að gefa það besta þar sem þörfin er mest. Jóh 3:16...Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.
Róm 8:38-39
-38- Því að ég er þess fullviss, að hvorki dauði né líf, englar né tignir, hvorki hið yfirstandandi né hið ókomna, hvorki kraftar, -39- hæð né dýpt, né nokkuð annað skapað muni geta gjört oss viðskila við kærleika Guðs, sem birtist í Kristi Jesú Drottni vorum.
Það er ekkert sem getur tekið okku burt frá kærleika Guðs ekki neitt...
- 4. Eilíft líf... Þegar við metökum Jesú Krist sem Drottinn okkar og frelsara þá höfum við fengið að gjöf eilíft líf á himnum. Það er að segja að Jesús Kristur hefur frelsað okkur undan þeim dómi sem bíður heimsins og gefið okkar ríkisborgararétt á himnum.
Skyldur Náðarinnar
Hefur Náðin einhverjum skildum að gegna? Svar: Já
Skyldurnar eru 3, þær eru að elska aðra og Guð , fyrirgefa öðrum og að lofa Drottinn.
- 1. Að elska aðra: Róm 5:5...En vonin bregst oss ekki, því að kærleika Guðs er úthellt í hjörtum vorum fyrir heilagan anda, sem oss er gefinn.
Við þurfum ekki að rembast við að elska aðra. Þegar við höfum meðtekið Heilagan Anda inn í líf okkar, þá eigum við kærleika til að elska aðra. Við elskum af því að Guð sjálfur býr innra með okkur og hann er kærleikur. Kærleikurinn sem býr innra með okkur er ekkert diet, heldur allvöru sem er Agape kærleikur sem þýðir ást án skilyrða.
Við sjáum það að þegar við biðjum fyrir öðrum sem okkur hefur líkað ílla við að þá förum við allt í einu að elska þessa einstaklinga því að Guð breytir hugarfari okkar gangvart þeim og kærleikur hans fær að flæða fram til þeirra..
2. Að fyrirgefa öðrum: Matt 6:14-15
-14- Ef þér fyrirgefið mönnum misgjörðir þeirra, þá mun og faðir yðar himneskur fyrirgefa yður. -15- En ef þér fyrirgefið ekki öðrum, mun faðir yðar ekki heldur fyrirgefa misgjörðir yðar.
Sá eða sú sem vill ekki fyrirgefas hefur ekki meðtekið að sér sé fyrirgefið. Við fyrirgefum af því að okkur hefur verið fyrirgefið. Efe 4:32
Verið góðviljaðir hver við annan, miskunnsamir, fúsir til að fyrirgefa hver öðrum, eins og Guð hefur í Kristi fyrirgefið yður.
- 3. Að lofa Guð- Orðið Hallelujah þýðir lofið Drottinn. Orðið Hallelu þyðir lofið og Jah er stytting á Jahve sem þýðir Drottinn. Guð skapaði okkur til þess að við gætum lofað hann.
Að endingu: Ef við viljum lifa sigrandi lífi þá er lykillinn að leggja okkar leiðir til hliðar og meðtaka Heilagan Anda inn í líf okkar og leyfa honum að leiðbeina okkur í gegnum lífið og með alla hluti. Að vera undir náð þýðir að njóta leiðsagnar Heilags Anda. Orðið lögmál þýðir að vera virkur undir stjórn, við erum ekki undir stjórn bókstafs heldur Heilags Anda..
Lofaður sé Drottinn...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Eingetin eða einkasonur
27.10.2007 | 10:37
Það sem ég er að velta fyrir mér er Jóh.3:16 sem er kjarnin í Biblíunni eða það vers sem er fagnaðarerindið í hnotskurn. Í 81 þýðingunni er notað orðið eingetin. Þetta orð er þýtt af gríska orðinu monogenes sem þýðir eini sonur eða einkasonur. Sumir vilja meina með því að því að nýja þýðingin þýði einkasonur að þá sé hún búin að taka merkinguna úr gildi á því hver Jesús Kristur var og er. Til þess að mynda mér skoðun á þessu þá varð ég að skoða þetta sjálfur. Því að orðið monogenes kemur fyrir á fleyrri stöðum en bara Jóh. 3:16. Ég ætla að taka þessi vers og setja þau hér sem koma með þetta orð og skoða hvernig þetta er þýtt hverju sinni.
Jóh 1:14 Og Orðið varð hold, hann bjó með oss, fullur náðar og sannleika, og vér sáum dýrð hans, dýrð, sem sonurinn eini á frá föðurnum.
Jóh 1:18 Enginn hefur nokkurn tíma séð Guð. Sonurinn eini, Guð, sem er í faðmi föðurins, hann hefur birt hann.
Jóh 3:16 Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.
Jóh 3:18 Sá sem trúir á hann, dæmist ekki. Sá sem trúir ekki, er þegar dæmdur, því að hann hefur ekki trúað á nafn Guðs sonarins eina.
Heb 11:17 Fyrir trú fórnfærði Abraham Ísak, er hann var reyndur. Og Abraham, sem fengið hafði fyrirheitin, var reiðubúinn að fórnfæra einkasyni sínum.
1Jóh 4:9 Í því birtist kærleikur Guðs meðal vor, að Guð hefur sent einkason sinn í heiminn til þess að vér skyldum lifa fyrir hann.
Við sjáum það að eini staðurinn sem orðið eingetin kemur fyrir er Jóh.3:16 og það er ekki einu sinni rétt þýðing. Oftast er orðið monogenes þýtt sem hinn eini sonur. Aðeins 2 sinnum kemur einkasonur fyrir. Þannig að það er ekki verið að taka neina merkingu út úr því hver Jesús er og afhverju hann kom.
Ef ég hefði fengið að ráða þessu versi þá hefði það orðið svona: Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf sinn eina son svo að hver sem tæki trú á hann myndi ekki glatast, heldur eignast eilíft líf.
En þetta er bara mín skoðun og eflaust yrði skotið á þessa útleggingu sem tæki trú í stað þess að skrifa sá sem tryði á hann. Ég hugsa samt að með því að setja sá sem tæki trú myndi ekki taka neitt úr samhengi eða skemma kjarnan í þessu versi. Því að staðreyndin er sú að sá sem tekur trú á Jesú Krist mun hólpin verða og eignast eilíft líf.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hugleiðing dagsins:)
26.10.2007 | 10:27
Róm 5:18-19
-18- Eins og af misgjörð eins leiddi sakfellingu fyrir alla menn, þannig leiðir og af réttlætisverki eins sýknun og líf fyrir alla menn. -19- Eins og hinir mörgu urðu að syndurum fyrir óhlýðni hins eina manns, þannig mun hlýðni hins eina réttlæta hina mörgu.
Til þess að átta sig á þessu versi þá þurfum við að vita að í upphafi skapaði Guð manninn til að vera sér nálægur. Guð gekk um í Eden á meðal Adam og Evu og átti náið samfélag við þau. En til þess að Guð sé samkvæmur sjálfum sér, þá varð hann að gefa manninum það val að velja og hafna. Guð skapaði manninn þannig að hann þurfti að velja það sjálfur að elska sig.
kærleikurinn gefur alltaf frjálst val. Kærleikurinn beitir alldrei neinni kúgun eða þvingar alldrei neinn til neins. En Misgjörð Adam og Evu varð til þess að þessi aðskilanður myndaðist milli Guðs og manna. Eva valdi það að óhlýðnast Guði þegar satan (höggormurinn) freistaði hennar og reyndi að draga í efa það sem Guð hafi sagt henni. Hún mátti ekki borða af skilningstrénu en gerði það samt. Síðan tældi hún Adam til þess sama.
Afhverju Adam ber ábyrgð á hennar óhlýðni er líklegast vegna þess að konan var sköpuð sem meðhjálp hans og hann því ábyrgur fyrir henni. Og svo þessi hjónasáttmáli. Framar eru þau ekki tvö heldur eitt. Það sem Guð hefur tengt saman má maðurinn eigi sundurskilja. Vegna þessa sáttmála gat ekki myndast aðskilnaður á milli Adam og Evu og þess vegna hann ábyrgur fyrir þessu.
En þessi óhlýðni þeirra hafði slæmar afleiðingar. Það myndaðist aðskilnaður á milli þeirra og Guðs. Drottinn Guð hafði samt áætlun að bjarga okkur og endurreysa samfélagið sem var í Eden.
Þess vegna kom Jesús Kristur. Hann þurfti að koma og uppfylla lögmálið. Lögmálið var gefið til þess að sýna fram á ranglæti mannsins og að hann væri ófullkomin án Guðs og þyrfti á Drottni skapara sínum að halda. Það var allveg sama hvað menn lögðu sig fram við að gera þetta allt rétt, það gat enginn maður gert þetta á fullkomin hátt. Aðeins Jesús Kristur hefur gert allt rétt og uppfyllt lögmálið.
Jesús Kristur var og er réttlátur. Vegna hans hlýðni og hans réttlæti. Hefur opnast aðgangur til Föðurins til samfélags á ný. Óhlýðni Adams varð til þess að samfélagið rofnaði milli Guðs og manna en hlýðni Jesú Krists varð til þess að samfélagið varð endurreyst.
Aðeins í Jesú Kristi getum við átt þetta nána samfélag við Guð. Það er engin önnur leið til að nálgast himnaríki nema í gegnum Jesú Krist. Hann er dyrnar á himnaríki. Til þess að ganga inn í dýrðina verðum við að gera sáttmála við Jesú og gefa honum líf okkar og grafa gamla manninn. Þá gerist það að Heilagur Andi tekur sér bústað í hjarta okkar. Þá á ég við að við verðum musteri lifandi Guðs. Guð sjálfur sem skapaði okkur býr innra með okkur. Allur kraftur himinsins er meðal okkar. Við höfum aðgang að uppsprettum sem munu alldrei þrjóta. Heilagur Andi er með okkur til þess að leiða okkur í allan sannleikan, gefa okkur kraft til að vinna verk Guðs og gera það sem rétt er.
Svona að lokum þá talar Kólosarbréfið um það að við erum smíð Guðs sköpuð í Kristi Jesú til góðra verka, til þess að við skildum leggja stund á þau. Fyrra Korintubréfið talar um í fyrsta kafla og versi níu, að við séum sköpuð til samfélags við Guð.
Og þar sem Jesús er búin að endurreysa þetta samfélag milli okkar og Föðurins, eigum við þá ekki að skygnast inn í himininn og skoða hvað það er sem tilheyrir okkur? Það er jú búið að afgreiða syndavandamálið í eitt skipti fyrir öll. Því að við sem vorum ranglát, erum réttlát í Kristi Jesú. Hann er okkar réttlæti og hann hefur greitt gjaldið fyrir syndir okkar sem ollu aðskilnaðinum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)